Opnunarholl í Norðurá gaf 10 laxa

Helgi Guðbrandsson eitt sælubros með sinn fyrsta í sumar. Þessi …
Helgi Guðbrandsson eitt sælubros með sinn fyrsta í sumar. Þessi tók á Eyrinni og Laxfoss er alltaf fallegur bakgrunnur. Ljósmynd/Jonni

Opnunarhollið í Norðurá lauk veiðum á hádegi í dag. Tíu löxum var landað og annað eins misst og þar af nokkrir í löndum. Eyrin gaf flesta fiska eða fimm og þar veiddist í morgun grálúsugur smálax.

Rafn Valur Alfreðsson rekstraraðili Norðurár var nokkuð sáttur með niðurstöðuna. „Já. Ég held að það megi segja að þetta stóð undir væntingum. Með heppni hefðu komið á land fimmtán fiskar og eftir því hefði verið tekið. En við vorum að verða varir við fiska um allt og víða tylltu menn í laxa og jafnvel misstu eftir dágóðan tíma,“ sagði Rafn í samtali við Sporðaköst eftir að opnunarhollinu lauk. Hollið veiddi í tvo og hálfan dag, eða fimm vaktir.

Tryggvi Ársælsson með annan af tveimur fiskum sem hann landaði …
Tryggvi Ársælsson með annan af tveimur fiskum sem hann landaði í hollinu. Ljósmynd/RVA

Það hljóta að teljast góð tíðindi að fyrsti smálaxinn sé mættur en líkur eru á að sumarið geti verið gott með tilliti til smálaxagengdar. Vitað er að tveggja ára laxinn er ekki sterkur í ár og átta menn sig á því út frá smálaxagengd í fyrra.

Brotið gaf lax og þar misstist annar. Sama er að segja um Bryggjurnar og Hvararhylsbrot. Stokkhylsbrotið gaf lax og fiskur slapp í Laugakvörn og í Stekknum.

Rafn Valur Afreðsson með fyrsta laxinn sinn í sumar. Þessi …
Rafn Valur Afreðsson með fyrsta laxinn sinn í sumar. Þessi tók á Hvararhylsbrotinu og skömmu síðar missti ljósmyndarinn fisk þar í löndun. Ljósmynd/Jonni

„Það sem menn tóku líka jákvætt út úr þessu að fiskur var að sjást á hreyfingu. Var að stökkva og menn urðu varir við hann á ferðinni. Svo reistu menn margsinnis fisk í dag á Berghylsbrotinu og einn lax er genginn upp fyrir Glanna. Þannig að já heilt yfir má segja að þetta hafi verið bara nokkuð gott.“

Eins og við sögðum frá fyrr í vikunni veiddi Dagur Elí Svendsen fyrsta laxinn og kom hann af Stokkhylsbrotinu. Ingvar Svendsen pabbi hans fékk einmitt fyrsta laxinn í fyrra á sama stað og báðir þessir laxar tóku rauða Frances, kón. Fjölskylduflugan að virka vel í Norðurá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert