Veiðin í Þverá í Borgarfirði hefur verið róleg eftir ágæta opnun. Fátt hefur borið til tíðinda nema í Kirkjustreng en þar hefur meirihluti veiðinnar verið. Þar var svo í blálokin á kvöldvaktinni í gær að það dró til tíðinda.
Snorri Arnar Viðarsson var að taka síðustu köstin í Klapparfljóti þegar hann fékk kröftuga töku. Og þvílíkur fiskur. Silfurbjartur hængur náðist í háfinn og hann mældist 104 sentímetrar. Þetta eru afar spennandi fréttir því í opnun í Laxá í Leirársveit fyrir nokkrum dögum veiddist 105 sentímetra fiskur. Það er afar áhugavert og ánægjulegt að sjá þessa stórlaxa vera á sveimi á Vesturlandi.
Heimildarmaður okkar vissi ekki hvað flugu hann tók sá stóri en taldi það vera einhvers konar túbu með kón. Eins og myndirnar bera með sér er þetta magnaður fiskur og svo silfurbjartur að það eru ekki margar klukkustundir frá því að hann yfirgaf seltuna og lagði af stað upp Hvíta til að finna svo Þverá.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Richard Jewell | 9. ágúst 9.8. |