Styrja, lax og urriði – einhvers konar met

Esther með maríulaxinn úr Bergsnöx. Hrygna sem mældist áttatíu sentímetrar …
Esther með maríulaxinn úr Bergsnöx. Hrygna sem mældist áttatíu sentímetrar og tók Collie dog flottúpu. Ljósmynd/EG

Að veiða styrju, lax og urriða á fyrstu þremur vikum veiðiferilsins telja vinir hennar Estherar að sé einhvers konar met.  Esther Guðjónsdóttir er formaður Veiðifélags Stóru – Laxár. Hún hafði aldrei veitt fisk fyrr en snemma í júní að hún fór á styrjuveiðar í ánni Fraser í British Columbia.  Í þeirri ferð landaði Esther styrju sem talin var 42 ára gömul og var þyngd hennar áætluð 243 pund og lengdin var 2,4 metrar.

Nokkru eftir að þessu ævintýri lauk fór hún í urriðaveiði hér heima á Íslandi og landaði sínum fyrstu silungum. Það var svo í opnun á Stóru – Laxá að hún reyndi við maríulaxinn. Henni til liðsinnis var Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður og var haldið í hinn fornfræga veiðistað Bergsnös. „Þetta tók ekki langan tíma. Eftir bara nokkur köst tók lax Collie dog flottúpu sem Þorsteinn hafði mælt með. Þetta var mjög gaman og tók alveg sinn tíma. Ég var í um það bil tuttugu mínútur með laxinn sem mældist áttatíu sentímetrar og var hrygna,“ sagði Esther í samtali við Sporðaköst.

Tekist á við laxinn á opnunardegi í Bergsnös. Henni til …
Tekist á við laxinn á opnunardegi í Bergsnös. Henni til halds og trausts var Þorsteinn Stefánsson leiðsögumaður við Stóru - Laxá. Ljósmynd/EG

Hún segir að vinir sínir grínist með að þetta hljóti að vera einhvers konar met að að landa styrju, urriða og laxi á þremur fyrstu vikum á veiðiferlinum.

Aðspurð hvort hún  sé kominn með blússandi veiðidellu segist hún allavega vera smituð. „Það var mjög gaman að veiða maríulaxinn og já mig langar til að fara meira að veiða og ég er að skipuleggja það,“ sagði Esther.

Hún sleppti maríulaxinum eins og lög og reglur gera ráð fyrir í Stóru – Laxá og því var ekki inni í myndinni að éta veiðiuggann eins og tíðkast.

Byrjunin í Stóru er virkilega góð í ár og segir Esther langt síðan að veiðitímabil hafi byrjað svona vel. Opnunin var góð og það sem meira er segir hún að framhaldið er líka gott. Hún tiltekur sérstaklega svæði þrjú eins og það hét áður fyrr. „Það gaf 25 laxa í fyrra en er nú þegar búið að gefa átta. Það virðist vera að fiskur sé kominn um allt og hann virðist vera í meira magni en í fyrra.“

Sporðaköst óska Esther til hamingju með maríulaxinn.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Miðfjarðará Theódór Friðjónsson 2. ágúst 2.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Robert Taubman 31. júlí 31.7.
100 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 24. júlí 24.7.
105 cm Laxá á Ásum Lord Falmouth 22. júlí 22.7.
103 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jorgensen 19. júlí 19.7.
102 cm Hrútafjarðará Oddur Rúnar Kristjánsson 17. júlí 17.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jorgensen 14. júlí 14.7.

Skoða meira