Laxveiðin byrjar mun betur en í fyrra

Guðmundur Rögnvaldsson með einn af þremur löxum sem hann landaði …
Guðmundur Rögnvaldsson með einn af þremur löxum sem hann landaði í síðasta holli í Víðidalsá. Hún hefur gefið tvöfallt betri veiði en á sama tíma í fyrra og er ein af mörgum ám sem er betri en sumarið 2021. Ljósmynd/ES

Margar laxveiðiár eru að gefa mun betri veiði en í fyrra og sumar eru með miklu betri veiði.  Þverá/Kjarrá, Flókadalsá, Ytri – Rangá, Laxá í Kjós og Laxá í Leirársveit, Langá, Víðidalsá og Blanda eru allar búnar að gefa mun betri veiði en í fyrra.

Urriðafoss í Þjórsá er í efsta sæti þegar kemur að veiðitölum það sem af er sumri, með 451 lax. Þó eru aðrar ár að sækja hratt að Þjórsá. Þannig skilaði Þverá/Kjarrá 170 laxa viku og er áin komin í 381 lax. Er það mun betri veiði en á sama tíma í fyrra þegar áin var komin í 268 laxa.

Norðurá er í þriðja sæti með 130 laxa viku að baki. Hún er á alveg sama róli og í fyrra og nánast búin að skila jafn mörgum löxum upp á fisk og á sama tíma í fyrra, eða 338.

Ytri – Rangá er aldeilis búin að taka við sér og kemst í fjórða sætið með 207 laxa. Það er miklu betri veiði en var á sama tíma í fyrra þegar hún var búin að gefa 66 laxa. Vika upp á 153 laxa skilar henni hratt upp listann.

Haffjarðará er í fimmta sæti með 205 laxa en var búin að gefa 176 á sama tíma í fyrra.

Edda Björk Þórðardóttir tók þennan smálax á Gíslastöðum í Hvítá …
Edda Björk Þórðardóttir tók þennan smálax á Gíslastöðum í Hvítá í gær. 69 sentímetrar tekinn við Stóra Stein. Gíslastaðir er eitt af mörgum veiðisvæðum sem ekki er inni í tölum frá Landssambandi veiðifélaga. Ljósmynd/EPG

Ekkert lát er góðri veiði í litlu þriggja stanga ánni í Borgarfirði. Flókadalsá gaf níutíu laxa í síðustu viku og er komin í 177 laxa. Veiðin í fyrra á þessum tíma 56 laxar.

Í sjöunda sæti eru Elliðaárnar með 161. Vikuveiðin var 77 laxar. Þetta er meira en tvöföld veiðin eins og hún var í fyrra á sama tíma þegar 76 laxar voru komnir á land.

Laxá í Kjós er í áttunda sæti með 142 laxa og vikuveiði upp á 84 laxa. Sami tími í fyrra hafði gefið 84 laxa.

Grímsá stekkur upp í níunda sæti með 127 laxa sem er vikuveiði upp á 73 laxa. Í fyrra var Grímsá á þessum tíma með 56 fiska bókaða.

Í tíunda sæti er Laxá í Leirársveit með umtalsvert betri veiði samanborið við sumarið 2021. 123 Laxar höfðu veiðst í gærkvöldi eftir 65 laxa viku. Í fyrra á sama tíma hafði Leirársveitin gefið 107 laxa.

Miðfjarðará er í ellefta sæti með 109 laxa, sem er sama veiði og á þessum tíma í fyrra. Áin gaf 41 lax síðustu viku.

Langá er skriðin yfir hundraðið og höfðu þar verið bókaðir 104 laxar í gærkvöldi eftir 72 laxa viku. Í fyrra stóð Langá á þessum tíma í 75 löxum.

Blanda er komin með meiri veiði en á sama tíma …
Blanda er komin með meiri veiði en á sama tíma í fyrra, eftir afleita byrjun. Fiskur er farinn að veiðast ofar í ánni og hér er Ingólfur Ásgeirsson með einn af Hólmabreiðu sem mældist 85 sentímetrar. Ljósmynd/BK

Fleiri ár vekja athygli. Blanda er komin töluvert yfir veiðina á sama tíma í fyrra. Er í 75 löxum en þeir voru 64 í fyrra. Víðidalsá hefur skilað tvöfaldri veiði samanborið við sumarið 2021. Í gærkvöldi var búið að bóka þar 63 laxa en þeir voru 32 í fyrra. Langt er síðan að svo mikið hefur verið af laxi í Víðidalsá og Fitjá eins og nú í byrjun sumars. Laxá á Ásum er að gefa meiri veiði en í fyrra. Laxá í Dölum er enn eitt dæmið um á sem er að byrja mun betur en í fyrra. Er nú með 36 laxa en þeir voru 14 í fyrra.

Frávikin í hina áttina eru Eystri – Rangá sem aðeins hefur skilað 69 löxum á móti 188 á sama tíma í fyrra. Þá er veiðin í Þjórsá töluvert minni en í fyrra. Urriðafoss er núna með 451 lax en í fyrra á þessum tíma voru þeir 587. Auðvitað getur þetta allt breyst en ljóst er að Borgarfjörðurinn og Vesturland lítur vel út í byrjun sumars. Sama má segja um Norðurlandið og ef horft er til Hofsár og Selár í Vopnafirði þá er Hofsá á pari við í fyrra en Selá töluvert betri.

Flestar tölur hér eru fengnar af angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga og birtir vikulegar veiðitölur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert