„Eins og sumarbúðir fyrir fullorðna“

Silungasafarí á hálendinu. Hljómar spennandi og ávísin á ævíntýri. Norðlingafljót …
Silungasafarí á hálendinu. Hljómar spennandi og ávísin á ævíntýri. Norðlingafljót er vettvangur nokkura slíkra ferða. Ljósmynd/DU

Silungasafarí á hálendi Íslands um mitt sumar hljómar spennandi. Ólafur Tómas Guðbjartsson sem vinnur undir merkjum Dagbók urriða hefur sett saman slíkar ferðir og njóta þær mikilla vinsælda. Sporðaköst freistuðu þess að ná tali af „útilegumanninum“ en vitaskuld er hann í litlu símasambandi á fjöllum með veiðigræjurnar. „Ég skal senda þér pistil um þetta, ef það er í lagi,“ sagði Óli í stuttu slitróttu samtali. Já, veistu það er í góðu lagi. Og myndir. Pistill er hér að neðan.

„Safaríferðir Dagbókar urriða snúast um að kanna og kortleggja saman. Veiðisvæðum er skipt upp milli veiðimanna og haldið til veiða með kort að vopni. Á kvöldin er svo farið yfir veiðina og kortið uppfært svo næstu veiðimenn á hvert svæði viti hvað býður þeirra og hvernig best sé að bera sig að. Með þessari samvinnu er hægt að kortleggja ársvæðin býsna vel og mikil þekking verður til. Um leið kynnast veiðimenn og hafa gaman saman á kvöldin í hinum ýmsu leikjum og sprelli.

Enok Jón Kjartansson með væna bleikju sem mældist 55 sentímetrar. …
Enok Jón Kjartansson með væna bleikju sem mældist 55 sentímetrar. Norðlingafljóti er nýr staður á hverjum degi og þar ræður fjölbreytt veður mestu. Ljósmynd/DU
Safaríferðirnar byrjuðu 2021 með tveimur ferðum í Norðlingafljót og nutu mikilla vinsælda. Því var ákveðið að bæta fleirum ferðum við árið 2022. Fyrsta ferðin var farin alla leið til Slóveníu í apríl. Síðan var það Tungufljót í Skaftártungu og í júlí tvær ferðir í Norðlingafljót. Í ágúst verður svo lokaferðin árið 2022 farin í Blöndukvíslar þar sem ég þekki vel til, enda ólst ég upp á svæðinu á þeim tíma er áhrif Blönduvirkjunar voru að ná hámarki. Í dag hefur náttúran fundið sér sinn farveg, eins og fróður maður orðaði það svo vel, og svæðið orðið gríðarlega spennandi fyrir þá sem tilbúnir eru að leggja á sig gönguna í næsta ævintýri.

Þegar þessi orð eru rituð sit ég upp í Álftakrók við Norðlingafljót og býð þreyttum veiðimönnum gott kvöld er þeir týnast einn og einn inn í eldhús eftir langan veiðidag og tilbúnir að segja sína sögu á kvöldvökunni. Ég er sjálfur enn skjálfandi eftir að hafa landað mínum stærsta staðbundna urriða og get ekki beðið eftir því að standa upp og segja þá sögu á listrænan hátt. Barátta niður 100 metra grjótþakta breiðu við eitt af tröllunum í ánni. Veiðin hefur verið með ágætum í Norðlingafljóti en veðrið setur oft strik í reikninginn. Einn daginn er bongó blíða og áin kraumar í yfirborðinu, en þann næsta ísköld þoka. Svona er nú hálendið bara. All margir veiðimenn hafa fengið sína stærstu silunga í þessum ferðum. Aðrir njóta samverunnar með sínum líkum og sjúga í sig fróðleik og verða betri veiðimenn. Hóparnir hafa verið frábærir og ljóst að mikil eftirspurn var eftir slíkum ferðum Þar sem veiðimenn kynnast öðrum veiðimönnum. Nú þegar hafa mörg vinasamböndin myndast, sem er mér hið mesta gleðiefni. Samgleðin leynir sér ekki í húsinu á kvöldin og það er virkilega gaman að upplifa slíkt.

Safarístjórinn Ólafur Tómas Guðbjartsson með magnaðan urriða. Einn sá stærsti …
Safarístjórinn Ólafur Tómas Guðbjartsson með magnaðan urriða. Einn sá stærsti sem vitað er um úr Norðlingafljóti. Hann var ekki mældur en reyndist lengri en háfurinn sem er 68,5 sentímetrar. Skemmtileg spurning sem ekki verður svarað héðan af. Ljósmynd/DUNorðlingafljót geymir stórbleikjur og stórurriða. Umhverfið er svo umlukið sögu bæði harmleiks og hetjudáðar. Í þjóðsögum voru 18 skólapiltar frá Hólum drepnir í æsilegum eltingaleik sem hófst er bændur fundu þá sofandi í Vopnalág. Þessir piltar höfðu gert mikinn óskunda á heiðinni er þeir komu sér fyrir í Surtshelli. Grettir hinn sterki var um tíma í útilegu sinni við Arnarvatn stóra og hjúin Eyvindur og Halla földu sig við Reykjavatn. Það gerðu einnig fleiri útilegumenn.

Hér er vandað til mælingar. 55 sentímetra bleikja.
Hér er vandað til mælingar. 55 sentímetra bleikja. Ljósmynd/DU

Næsta veiðiár, 2023 verður spennandi hvað safaríferðirnar varðar og byrjar aftur á heimsókn til Slóveníu í apríl. Nokkur innlend ársvæði munu svo bætast í hópinn og vonandi eitthvað meira spennandi. Vonandi Grænland eða Alaska, hver veit. Áhuginn fyrir slíkum hópferðum í álíka formi er greinilega til staðar enda frábær skemmtun eða eins og ein veiðikona sem kom í eina safaríferðina orðaði það “Þetta er eins og sumarbúðir fyrir fullorðna.”

Safaríferðirnar sem Óli stjórnar eru unnar í samstarfi við Fish Partner.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert