Þær síðustu tóku á móti þeim fyrstu

Erlendur veiðimaður með fyrsta laxinn úr Vatnsá sumarið 2022. Þessi …
Erlendur veiðimaður með fyrsta laxinn úr Vatnsá sumarið 2022. Þessi lax veiddist 17. júlí. Ljósmynd/ÁAÁ

Þær systur á Suðurlandi, Skógá og Vatnsá opna síðastar laxveiðiáa á Íslandi. Veiði hófst í þeim um helgina og hafa báðar boðið fyrstu laxana velkomna. Fyrsti laxinn í Vatnsá veiddist reyndar fyrir tímann eða þann 17. júlí og var það veiðimaður sem var að eltast við urriða.

Opnunarhollið fékk tvo laxa strax á fyrstu vakt og sáu um helgina góða grúbbu af laxi sem var mætt í veiðistaðinn Hornið, sem er ofarlega í ánni. Vatnsá er síðsumarsá og opnar 21. júlí. Ásgeir Arnar Ásmundsson sem selur í og hefur umsjón með Vatnsá segir þetta vita á gott að hann sé mættur í einhverju magni þetta snemma. Ásgeir er með Skógá á leigu og ætlar sér að rífa hana upp. „Fyrstu laxarnir í henni sáust um helgina og það er mjög góðs viti. Ég minnist þess að hafa veitt laxa í henni á árum áðum þann 21. júlí. Fyrstu laxarnir sáust í ármótum Kvernár og Skógár á föstudag. Þeir voru nánast glærir þeir voru svo nýir,“ sagði Ásgeir í samtali við Sporðaköst.

Vatnsá rennur úr Heiðarvatni í Kerlingadalsá sem rennur til sjávar skammt austan við Vík í Mýrdal. Veiði í Vatnsá hefur sveiflast mjög í gegnum árin og farið rétt yfir þúsund laxa þegar seiðasleppingar voru sem mestar. Meðalveiði síðustu tíu ára er í kringum 170 laxa.

Fallegur lax úr Skógá. Þessi mynd er frá veiðisumrinu 2018 …
Fallegur lax úr Skógá. Þessi mynd er frá veiðisumrinu 2018 og laxinn nýgenginn. Bakgrunnurinn er af dýrari gerðinni. Eitt þekktasta kennileiti íslenskrar náttúru. skoga.is

Skógá sem býr til Skógarfoss hefur að sama skapi sveiflast mjög mikið og hafa komið ár þar sem hún var að gefa góða veiði. Það að sama skapi hefur alfarið byggt á seiðasleppingum eins og í Vatnsá. Áhugavert verður að fylgjast með Skógá í sumar í ljósi þess að Ásgeir er nú aftur tekinn við svæðinu eftir nokkurt hlé.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Miðfjarðará Theódór Friðjónsson 2. ágúst 2.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Robert Taubman 31. júlí 31.7.
100 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 24. júlí 24.7.
105 cm Laxá á Ásum Lord Falmouth 22. júlí 22.7.
103 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jorgensen 19. júlí 19.7.
102 cm Hrútafjarðará Oddur Rúnar Kristjánsson 17. júlí 17.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jorgensen 14. júlí 14.7.

Skoða meira