Ætlar að rífa Skógá upp á nýjan leik

Sigurpáll Óskar Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Skógá sumarið 2022. …
Sigurpáll Óskar Sigurðsson með fyrsta laxinn úr Skógá sumarið 2022. Veiðistaður var Ármót og tók hann fluguna Skógá. Ljósmynd/Skógá

Fyrstu laxarnir veiddust í Skógá síðustu vikuna í júlí og þykir það mjög snemmt á þeim bænum, en Skógá er hreinræktuð síðsumarsá. Skógá fór illa út úr gosinu sem varð í Eyjafjallajökli árið 2010 og lagðist veiði nánast af í ánni um nokkurra ára skeið sökum þess.

Ásgeir Arnar Ásmundsson sem var lengi með ána á leigu samdi í fyrra um endurnýjað samstarf við landeigendur og sleppti miklu mangi seiða í fyrra. Býst hann við að veiðin nú síðsumars í ánni geti orðið virkilega góð. Auðvitað er þar engin trygging en aðstæður hafa verið skapaðar til þess að göngur í ána geti orðið með þeim hætti sem var fyrir gos.

Það eru ekki margir veiðistaðir á Íslandi sem státa af …
Það eru ekki margir veiðistaðir á Íslandi sem státa af flottari bakgrunni. Skógarfoss í baksýn. Ljósmynd/Skógá

Mest fór veiðin í Skóga í ríflega 1.500 laxa sumarið 2008. Áin var teppalögð af ösku eftir gos og tók nokkur ár fyrir svæðið að jafna sig. Veiði undanfarinna ára hefur ekki náð þeim hæðum sem var fyrir gos. Nú hefur gamli leigutakinn sem kom henni á kortið tekið hana aftur á leigu og ætlar sér stóra hluti.

„Við sáum fyrstu laxana mæta í Ármótin, þar sem Kverna kemur í Skógá, þegar vika var eftir af júlí. Það er mjög snemmt fyrir Skógá. Yfirleitt fer þetta í gang svona eftir fyrstu vikuna í ágúst. En ég man eftir að hafa gert veiði í henni 23. júlí og það veit á gott ef hann byrjar að kíkja snemma. Besti tíminn hjá okkur er í kringum miðjan ágúst og fram í september,“ sagði Ásgeir í samtali við Sporðaköst.

Svona lítur flugan Skógá úr. Blá og svört og hún …
Svona lítur flugan Skógá úr. Blá og svört og hún gaf einmitt fyrsta laxinn í sumar. Ljósmynd/Skógá

Hann hefur mikinn metnað að byggja upp svæðið sem öfluga laxveiðiá og stendur til að reisa veiðihús við ána sem á að vera tilbúið fyrir næsta sumar. Hann er að leggja síðustu hönd á gistiaðstöðu fyrir veiðimenn sem opnar í næstu viku og er það félagsheimilið að Skógum. Þar er boðið upp á átta eins manns herbergi og eldunaraðstöðu. Ásgeir reiknast til að hægt verði að opna þá aðstöðu þann 11. ágúst.

Miðað við fjölda seiða sem sleppt var í fyrra, um fjörutíu þúsund seiði má gera ráð fyrir að töluvert magn gangi af laxi, en það er að sjálfsögðu háð öllum þeim óvissu þáttum sem náttúran býður upp á.

Það verður spennandi að sjá hverjar heimturnar verða úr fjörutíu …
Það verður spennandi að sjá hverjar heimturnar verða úr fjörutíu þúsund seiða sleppingu. Ljósmynd/Skógá

„Já. Ég er bjartsýnn fyrir þessu sumri. Við fengum góð seiði og við vönduðum vel til við sleppinguna og það skiptir miklu máli að verja þau á leið til sjávar þegar vargurinn situr um þau. Árin er öll að verða eins og hún var fyrir gos og nú bara krossar maður putta,“ svaraði Ásgeir aðspurður hvort tilefni væri til bjartsýni fyrir þetta sumar.

Fyrsti laxinn veiddist í Ármótum sem er einn sterkasti staður árinnar. Veiðimaðurinn sem var þar að verki setti fyrst undir Snældu en án árangurs. Þá setti hann undir fluguna Skógá.is og þá kom hann. „Mér fannst það einhvern veginn táknrænt,“ hló Ásgeir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Miðfjarðará Theódór Friðjónsson 2. ágúst 2.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Robert Taubman 31. júlí 31.7.
100 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 24. júlí 24.7.
105 cm Laxá á Ásum Lord Falmouth 22. júlí 22.7.
103 cm Laxá í Aðaldal Nils Folmer Jorgensen 19. júlí 19.7.
102 cm Hrútafjarðará Oddur Rúnar Kristjánsson 17. júlí 17.7.
102 cm Jökla Nils Folmer Jorgensen 14. júlí 14.7.

Skoða meira