18 stangir kepptu í þrumuveðri og úrhelli

Hundblautir en alsælir. Mark Coley með lax númer tvö þúsund …
Hundblautir en alsælir. Mark Coley með lax númer tvö þúsund úr Ytri - Rangá í sumar. David Edsell veiðifélagi hans samgleðst. Ljósmynd/Matthías Sigurðsson

Þrátt fyrir úrhelli, rok, rigningu og þrumuveður héldu veiðimenn í Ytri – Rangá kappsfullir til veiða í morgun. Við lok veiðidags í gær kom í ljós að 1.999 löxum hafði verið landað. Mikil spenna ríkti því í morgun hvaða stöng næði laxi númer tvö þúsund. „Það ætluðu sko allir að ná honum. Ég sat heima í sófa og fylgdist með öllum veiðimönnum og fékk upplýsingar frá leiðsögumönnum. Nokkrir misstust áður en tvö þúsundasti laxinn kom á land,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir, hjá Iceland Outfitters í samtali við Sporðaköst í morgun.

Það voru ensku veiðifélagarnir Mark Coley og David Edsell sem lönduðu svo þessum merkilega laxi og báru sigur úr bítum í þessari óopinberu keppni. Leiðsögumaðurinn þeirra var Matthías Sigurðsson og veiddist laxinn á Klöppinni, sem er veiðistaður fyrir neðan Ægisíðufoss. Mark Coley fékk laxinn á appelsínugula Snældu. Fallegur smálax og þeir félagar glöddust. Bæði að hafa skákað hinum sautján stöngunum og svo var þessi smálax afskaplega fallegur og nýgenginn.

Veiðin í Ytri hefur verið umtalsvert betri en í fyrra. Þannig veiddist lax númer tvö þúsund 24. ágúst í fyrra eða hálfum mánuði síðar en nú. Spennandi verður að sjá í hvaða tölu Ytri endar en lokatalan í fyrra var 3.437 laxar sem telst frekar slök veiði þar miðað við þær tölur sem sést hafa úr Ytri – Rangá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert