18 stangir kepptu í þrumuveðri og úrhelli

Hundblautir en alsælir. Mark Coley með lax númer tvö þúsund …
Hundblautir en alsælir. Mark Coley með lax númer tvö þúsund úr Ytri - Rangá í sumar. David Edsell veiðifélagi hans samgleðst. Ljósmynd/Matthías Sigurðsson

Þrátt fyrir úrhelli, rok, rigningu og þrumuveður héldu veiðimenn í Ytri – Rangá kappsfullir til veiða í morgun. Við lok veiðidags í gær kom í ljós að 1.999 löxum hafði verið landað. Mikil spenna ríkti því í morgun hvaða stöng næði laxi númer tvö þúsund. „Það ætluðu sko allir að ná honum. Ég sat heima í sófa og fylgdist með öllum veiðimönnum og fékk upplýsingar frá leiðsögumönnum. Nokkrir misstust áður en tvö þúsundasti laxinn kom á land,“ sagði Harpa Hlín Þórðardóttir, hjá Iceland Outfitters í samtali við Sporðaköst í morgun.

Það voru ensku veiðifélagarnir Mark Coley og David Edsell sem lönduðu svo þessum merkilega laxi og báru sigur úr bítum í þessari óopinberu keppni. Leiðsögumaðurinn þeirra var Matthías Sigurðsson og veiddist laxinn á Klöppinni, sem er veiðistaður fyrir neðan Ægisíðufoss. Mark Coley fékk laxinn á appelsínugula Snældu. Fallegur smálax og þeir félagar glöddust. Bæði að hafa skákað hinum sautján stöngunum og svo var þessi smálax afskaplega fallegur og nýgenginn.

Veiðin í Ytri hefur verið umtalsvert betri en í fyrra. Þannig veiddist lax númer tvö þúsund 24. ágúst í fyrra eða hálfum mánuði síðar en nú. Spennandi verður að sjá í hvaða tölu Ytri endar en lokatalan í fyrra var 3.437 laxar sem telst frekar slök veiði þar miðað við þær tölur sem sést hafa úr Ytri – Rangá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Mýrarkvísl Tim Racie 23. júlí 23.7.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert