Færeyingur með þann stærsta úr Ytri

Þetta er stærsti laxinn til þessa í Ytri - Rangá. …
Þetta er stærsti laxinn til þessa í Ytri - Rangá. Hann fékk frelsi eftir klukkustunda langa baráttu. Það er engu líkara en hængurinn eigi erfitt með að trúa því að hann fái frelsi. Ljósmynd/Dagur Árni Guðmundsson

Stærsti lax sumarsins, til þessa í Ytri – Rangá veiddist í morgun. Þar var að verki færeyskur veiðimaður, Adrian Stauss sem naut leiðsagnar Dags Árna Guðmundssonar. Stórlaxinn tók spún í Stallmýrarfljóti sem er á svæði sjö í Ytri og er skammt neðan við Árbæjarfoss.

Bæði Stefán Sigurðsson leigutaki og Dagur Árni leiðsögumaður staðfestu að laxinn hefur sést nokkrum sinnum í sumar. Þannig sagði Dagur Árni að hann hefði séð hann fyrir um tveimur vikum. „Ég giskaði á að þetta væri fiskur á bilinu 103 til 105 sentímetrar. Svo kastaði Adrian á í hann í morgun af hinum bakkanum og tók spúninn hjá honum. Þetta var svakaleg viðureign sem stóð í rétt um klukkutíma. Ég fór nánast hálfur á kaf þegar ég háfaði hann en þetta hafði allt,“ sagði Dagur Árni í samtali við Sporðaköst og var hinn kátasti með þessa niðurstöðu.

Adrian Stauss með 103 sentímetra hænginn. Fyrsti hundraðkallinn úr Ytri …
Adrian Stauss með 103 sentímetra hænginn. Fyrsti hundraðkallinn úr Ytri í sumar. Ljósmynd/Dagur Árni Guðmundsson

Hængurinn mældist 103 sentímetrar staðfesti Dagur Árni en hann mældi fiskinn í vitna viðurvist. Spúnninn sem hann tók heitir Sille kongen bronz. Mynd fylgir með af spúninum þannig að þeir sem eiga leið til Færeyja geta fjárfest í svona grip ef hann er ekki til í íslenskum veiðibúðum.

Vandað var til mælingar á fiskinum, eins og ber að …
Vandað var til mælingar á fiskinum, eins og ber að gera. Þetta er aðeins þriðji hundraðkallinn á Suðurlandi í sumar. Ljósmynd/Dagur Árni Guðmundsson

Þetta er þriðji hundraðkallinn sem Suðurlandið gefur í sumar. Sá fyrsti veiddist í Stóru –Laxá og síðar annar í Hvítá við Iðu. Allir fengu þeir líf og sagði Dagur Árni að þessum stóra höfðingja hefði verið sleppt eftir eftirminnilega viðureign.

Þetta er gripurinn. Sille kongen brons. 103 sentímetra hængur stóðst …
Þetta er gripurinn. Sille kongen brons. 103 sentímetra hængur stóðst hann ekki. Ljósmynd/SS
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Laxá í Aðaldal Aðalsteinn Jóhannsson 19. september 19.9.
103 cm Víðidalsá Rob Williams 17. september 17.9.
101 cm Stóra - Laxá Jim Ray 16. september 16.9.
102 cm Víðidalsá Svanur Gíslason 15. september 15.9.
101 cm Miðfjarðará Stebbi Lísu 14. september 14.9.
101 cm Víðidalsá Rögnvaldur Guðmundsson 12. september 12.9.
103 cm Ytri - Rangá Adrian Stauss 8. september 8.9.

Skoða meira