Tungufljót gaf aftur tröllvaxinn birting

Arnór Gunnarsson með hundrað sentímetra sjóbirtinginn sem tók Olive Ghost …
Arnór Gunnarsson með hundrað sentímetra sjóbirtinginn sem tók Olive Ghost í Tungufljóti. Birkir Mar Harðarson leiðsögumaður segir magnað að enda vertíðina á svona ævintýri. Ljósmynd/BMH

Tungufljótið er svo sannarlega að standa undir væntingum veiðimanna þegar kemur að stórfiski. Tveir stærstu sjóbirtingar sem veiðst hafa í haust veiddust báðir þar. Sá þriðji bættist í hópinn í gær og er sá næst stærsti.

Arnór Gunnarsson kom að Hlíðavaði um miðjan dag í gær með leiðsögumanninum Birki Mar Harðarsyni sem í sumar hefur verið við leiðsögn í Stóru – Laxá. Arnór setti undir Olive Ghost straumflugu, sem vel að merkja að allir sem kasta fyrir urriða eða sjóbirting ættu að eiga í boxinu. Fljótlega tók fiskur straumfluguna og það var þung taka.

Birtingurinn var marg mældur og þeir félagar kölluðu til félaga …
Birtingurinn var marg mældur og þeir félagar kölluðu til félaga sína til að vera vitni að mælingunni. Ljósmynd/BMH

Viðureignin stóð í góðan hálftíma og báðir höfðu þeir tekið andköf eftir að hafa séð fiskinn vel. Birkir Mar hefur séð marga stóra í sumar og þessi silungur gaf ekkert eftir í stærð í samburði við þá stærstu í Stóru – Laxá.

Það kom líka á daginn að þessi sjógengni silungur var eins stór og þeir gerast. Mældist hundrað sentímetrar. Marg mældur og með fjölda vitna. Hann var vigtaður í háfnum og pundmælirinn sýndi 24 pund.

Birkir Mar sagði í samtali við Sporðaköst að þetta hefði verið magnaður fiskur. „Við geymdum hann nokkra stund í háfnum eftir að við höfðum landað honum. Við hringdum í félaga okkar sem voru skammt frá okkur og vildum fá fleiri vitni,“ upplýsti hann.

Sporðtakið hjá Arnóri segir allt um stærðina á þessum fiski. …
Sporðtakið hjá Arnóri segir allt um stærðina á þessum fiski. Þeir tóku ekki ummál á honum en hann vigtaði 24 pund í háfnum. Ljósmynd/BMH

Þetta er annar sjóbirtingurinn í haust sem nær meternum. Hinn veiddist líka í Tungufljóti og við sögðum einmitt frá honum í gær. Þetta er svo sannarlega haust hinna stóru sjóbirtinga.

Birkir Mar sagði mikið af fiski í Tungufljótinu en hann hafði ekki heildartölu yfir veiðina í haust. „Þetta var síðasti dagurinn minn í leiðsögn þetta árið og það var ótrúlega gaman að enda þetta með svona mögnuðu ævintýri.“

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert