Fjögur léleg ár í baksýnisspeglinum

Margir veiðimenn telja nú niður þar til veiðitímabilið í laxi hefst. Fyrstu köstin verða tekin í Þjórsá eins og síðari ár en veiði í Urriðafossi hefst 1. júní. Ólafur Vigfússon í Veiðihorninu er hóflega bjartsýnn fyrir sumarið og segir meðal annars ástæðuna fyrir því vera fjögur léleg laxveiðiár í baksýnisspeglinum.

Óli hittir marga veiðimenn í hverri viku og hann segir kvartanir vegna verðlags á veiðileyfum aldrei verið háværari. Hann hafi vissulega heyrt menn ræða þetta í áratugi en nú kveði við nýjan og ákveðnari tón.

Hann segist hafa heyrt i mörgum veiðimanninum sem hafi neyðst til að minnka við sig. Fækka veiðitúrum úr sex til átta í kannski fjóra. Menn velji betur þá túra sem þeir fara í.

Óli er gestur Sporðakastaspjallsins í dag og fyrir utan ofangreint þá ræðir hann þróun í sjóbirtings- og laxveiði. Loks veltir hann fyrir sér stóru spurningum sumarsins sem eru veður og koma hnúðlax en í ár er oddatöluár og þá mætir sá bleiki.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert