„Ókindin í íslenskri náttúru“

Forsíða Veiðimannsins sem var gerð opinber í dag við útkomu …
Forsíða Veiðimannsins sem var gerð opinber í dag við útkomu blaðsins. Gunnar Karlsson teiknaði hákarlinn ógurlega sem á rætur að rekja til myndarinnar Ókindin eða Jaws eins og hún heitir á frummálinu. Ljósmynd/SVFR/Gunnar Karlsson

Veiðimaðurinn, málgagn Stangaveiðifélags Reykjavíkur er komið út og kveður þar við nýjan tón. Forsíður blaðsins hafa jafnan verið prýddar ljósmyndum af veiðimönnum og eða náttúrustemmum. Haus blaðsins jafnan verið ritað með svörtu letri. Nú er sjálf Ókindin eða risahákarlinn úr kvikmyndinni Jaws andlit blaðsins. Hákarlinn syndir til yfirborðs og rífur í sig sjókví og lúsétnir eldislaxar synda burt eins hratt og skaddaður sporðurinn leyfir. 

Fyrirsögnin á greininni er Ókindin í íslenskri náttúru. Teikningin af Ókindinni er á forsíðu og inni í blaðinu er eftir Gunnar Karlsson. 

Haus blaðsins er að þessu sinni ritaður með rauðu letri. Það er ekki vegna jólanna. Ný ritstjóri er tekinn við blaðinu og er það Trausti Hafliðason sem jafnframt er ritstjóri Viðskiptablaðsins. Trausti er alvanur veiðimaður og á sæti í stjórn SVFR. 

Þetta er nýr tónn Trausti. Er þetta merki um breyttar áherslur með nýjum ritstjóra?

„Hafi einhvern tíma verið ástæða til að fjalla um sjókvíaeldi á Íslandi þá er það núna. Þessi tónn á allavega vel við í ljósi þess hvað hefur gerst. Það sluppu um 3.500 eldislaxar í Patreksfirði og þurfti að slátra milljón í Tálknafirði út af laxalús. Umhverfisslysin sem við upplifðum í haust eru slík að við töldum eðlilegt að fjalla um þau,“ sagði nýskipaður ritstjóri í samtali við Sporðaköst.

Skýringamynd í greininni sem sýnir stærðir. Punktarnir eru í réttum …
Skýringamynd í greininni sem sýnir stærðir. Punktarnir eru í réttum stærðarhlutföllum. Hér er minnsti punkturinn heildar stofnstærð villta laxins. Ljósmynd/SVFR

Greinin um Ókindina er burðarefni blaðsins og dregur fram ýmsar staðreyndir sem eru býsna óþægilegar svo ekki sé fastar að orði kveðið. Opnu skýringarmynd setur tölurnar í samhengi. Í október síðastliðnum voru um 24 milljónir eldislaxa í opnun sjókvíum segir Veiðimaðurinn. Dæmigerð sjókví geymir um 200 þúsund laxa. Þá er rifjað upp að 82 þúsund norskir eldislaxar sluppu úr opinni sjókví hjá Arnarlaxi árið 2021. Íslenski laxastofninn – þessi villti er talinn vera samtals um 80 þúsund laxar. Þarna þarf ekki stærðfræðinga til að sjá hversu lítið þarf út að bregða til að illa fari. Og kannski er það orðið of seint.

En fyrir þá sem muna eftir þeirri gæða kvikmynd sem Ókindin er þá kann samlíkingin að liggja enn dýpra. Fyrst eftir að hákarlinn ógurlegi gerði vart við sig úti fyrir strönd litla ferðamannabæjarins var allt gert af yfirvöldum til að draga úr hættunni og halda baðströndinni opinni. Það fór á endanum illa eins og einhverjir muna. Gæti sú samlíking einnig átt við um sleppingar úr sjókvíum á Íslandi? Svari hver fyrir sig.

Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur tekið við sem ritstjóri Veiðimannsins …
Trausti Hafliðason, ritstjóri Viðskiptablaðsins, hefur tekið við sem ritstjóri Veiðimannsins sem er málgagn Stangaveiðifélags Reykjavíkur.


Það kann svo líka að vera táknrænt en er líklega helber tilviljun að lögreglurannsókn hefur verið hætt á slysasleppingunni hjá Arctic Fish. Mátti lesa um það á mbl.is í morgun.

En það er fleira til umfjöllunar í blaðinu en bara sjókvíaeldi og má þar nefna uppgjör veiðinnar í sumar, fjölmörg viðtöl og farið yfir metsumarið í Laxá í Laxárdal og Mývatnssveit. Þá er nýtt svæði í Brúará kynnt í blaðinu.

Vegleg jólagjöf til félagsmanna nú þegar klukkan er kortér í jól.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert