Bestu veiðistaðirnir á Íslandi í fyrra

Bresku leikararnir Jim Murray og Robson Green í Grjóthyl í …
Bresku leikararnir Jim Murray og Robson Green í Grjóthyl í Miðfjarðará. Hylurinn var einn sá gjöfulasti á landinu í fyrra með 131 skráðan lax. Jim Murray hefur gert það gott í sjónvarpsþáttunum Crown og Masters of the Air sem frumsýnd var nýlega. Robson Green er kunnuglegt andlit úr margvíslegu sjónvarpsefni. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Bestu veiðistaðirnir síðastliðið sumar gáfu yfir hundrað laxa. Við höfum tekið saman lista yfir gjöfulustu veiðistaðina í þeim laxveiðiám sem skrá veiðina rafrænt á Angling iQ appinu. Klapparfljót í Þverá í Borgarfirði ber þar höfuð og herðar yfir aðra veiðistaði. Til að nálgast rétta niðurstöðu enn frekar þá notuðum við þá filtera sem Angling iQ býður upp á. Hægt er að velja tímabil og tegund svo eitthvað sé nefnt. Skráning eins og hún blasir við án þess að nota filtera hefði setta Káranesfljót Laxá í Kjós í fyrsta sæti, með 242 fiska. Laxar eru hins vegar aðeins brot af þeirri tölu. Að sama skapi hefði Lundahylur í Þverá í Borgarfirði komist í þriðja sæti með heildartölu en nær ekki inn á þennan lista þegar einungis er miðað við laxa.

Hylur sem gefur níutíu laxa eða meira hefur að jafnaði gefið fisk á hverjum degi tímabilsins. Það er þó ekki endilega þannig. Sumir staðir eru öflugir framan af veiðitíma, þegar fiskur er að ganga og aðrir þegar líður á. Klapparfljót í Þverá gaf þannig rúmlega tvo laxa á hverjum degi síðasta sumar.

Laxi landað og sleppt á Hólaflúð. Súddi, sem margir veiðimenn …
Laxi landað og sleppt á Hólaflúð. Súddi, sem margir veiðimenn þekkja brosir sínu breiðasta. Þrátt fyrir að yfirfall hafi komið snemma í fyrra í Jöklu er Hólaflúð í fimmta sæti listans. Ljósmynd/Helga Vignisdóttir

Nokkrar ár eiga fleiri en einn veiðistað á listanum og þar er Miðfjarðará sérlega áhugaverð með þrjá veiðistaði sem skiluðu um hundrað löxum eða meira. Tveir þeirra eru í Austurá. Svarthamar og Skiphylur sem segir okkur hversu sterk Austuráin er og báðir þessir staðir eru ofan laxastiga í Kambsfossi.

Þá er líka gaman að sjá að Elliðaárnar eiga sömuleiðis þrjá hylji svo gjöfula. Þar eru Hundasteinar efstir með 116 skráða laxa og Hraunið og Árbæjarhylur með um níutíu hvor.

Breiðan í Blöndu gaf vel, bæði að norðan- og sunnanverðu, í annars rólegu ári í Blöndudalnum. Báðir staðir fóru rétt yfir níutíu laxa síðasta sumar.

Nethylur í Hofsá er mikill og fallegur veiðistaður. Þarna er …
Nethylur í Hofsá er mikill og fallegur veiðistaður. Þarna er yfirleitt fiskur allt tímabilið. 99 laxar voru skráðir í Nethyl í fyrra. Ljósmynd/SRI

Þá er magnað að sjá hversu sterk Hólaflúð var í Jöklu og eru miklar líkur á að sá veiðistaður hefði farið ofar á listann ef ekki hefði komið yfirfalls mjög snemma.

Nokkrar ár eru ekki í Angling iQ sem klárlega hefðu getað gert tilkall til að komast á listann. Þar má nefna veiðistaði í Laxá í Dölum, Hulduna í Urriðafossi og, mögulega Hnausastrengur í Vatnsdalsá og einhverjir staðir í bæði Ytri og Eystri-Rangá. En hér er bara unnið með ár sem eru skráðar í Anging iQ eins fyrr er sagt.  Listinn birtist svo hér að neðan.

Uppfært klukkan 9:20

Einn af lesendum Sporðakasta benti á að hægt væri að sjá tölfræði yfir allar ár á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Þar með fengust upplýsingar um Laxá á Ásum og Vatnsdalsá sem við nefndum hér að ofan. Við þetta breytist listinn og Langhylur í Ásunum kemur inn í annað sæti og Hnausastrengur í Vatnsdalsá fer í það þriðja.

Klapparfljót í Þverá                   197

Langhylur í Laxá á Ásum           155

Hnausastrengur í Vatnsdalsá      148

Grjóthylur í Miðfjarðará             131

Hólaflúð í Jöklu                         124

Bjarnarhylur í Selá                    122

Hundasteinar í Elliðaám             116

Svarthamar í Miðfjarðará           104

Nethylur í Hofsá                        99

Skiphylur í Miðfjarðará               98

Fossbreiða í Selá                        97

Breiða suður í Blöndu                 93

Breiða norður í Blöndu               92

Hraunið í Elliðaám                     91

Árbæjarhylur                            90

Nýja brú í Straumfjarðará          87

Eyrin í Norðurá                         85

Þetta eru tölur yfir skráða laxa. Þá eru ótaldir allir sem sett var í og komu ekki á land. Við erum ekki enn farin að halda utan um slíka tölfræði og vonandi kemur ekki til þess.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert