Sannkallað mokveiðiholl í Tungulæk

Sannkölluð mokveiði var hjá síðasta holli í Tungulæk þó svo …
Sannkölluð mokveiði var hjá síðasta holli í Tungulæk þó svo að heill dagur hafi fokið út í veður og vind. Samtals lönduðu þeir 89 birtingum. Hér er Chris Strickland með einn í stærri kantinum. Ljósmynd/Teddi

Blandað holl af Bretum og Íslendingum sem lauk veiðum í Tungulæk á hádegi í dag landaði 89 sjóbirtingum. Þeir höfðu þá lokið þremur veiðidögum þar sem heill dagur í raun datt út vegna hvassviðris, en rokið í gær fór yfir tuttugu metra á sekúndu. Þannig að í raun má segja að þessi veiði hafi komið á tveimur heilum veiðidögum.

Chris og John Miller með fisk á báðum stöngum. Það …
Chris og John Miller með fisk á báðum stöngum. Það gerðist oft í ferðinni. Ljósmynd/Teddi

Theodór K. Erlingsson var í leiðsögn með hópnum. Hann segir að hópurinn hafi ekki áður veitt í Tungulæknum en þeir hafi verið hreint ótrúlega kátir með veiðina. „Sérstaklega voru Bretarnir himinlifandi. Þetta eru karlar sem veiða reglulega í Skotlandi en eins og margir vita er veiðin þar ekki nema svipur hjá sjón. Einn þeirra var í vikuholli í flottri skoskri á í júní í fyrra og það kom einn fiskur á sex stangir. Já, þeir voru mjög kátir,“ sagði Teddi í samtali við Sporðaköst eftir að hollið hafði lokið veiði.

John Miller með flottan geldfisk. Geldfiskur er fiskur sem ekki …
John Miller með flottan geldfisk. Geldfiskur er fiskur sem ekki er búinn að hrygna og eru þeir ýmist taldir ganga seint í ána eða jafnvel vera á flakki fram og til baka allt árið. En þeir eru sterkir og í góðum holdum. Ljósmynd/Teddi

Mjög hátt hlutfall var af geldfiski í aflanum og minna var af þessum allra stærstu, áttatíu sentímetrar og þaðan af stærri. Skráðir eru 179 birtingar í veiðibókina í Tungulæk það sem af er apríl. Það er meiri veiði en bókuð hefur verið samtals í Tungufljóti og Eldvatni. Í Tungufljóti er búið að bóka 28 birtinga og 55 í Eldvatni. Stærstu fiskarnir hafa komið úr Eldvatninu og þar hefur veiðst sá eini í vor sem náð hefur 90 sentímetrum. Í öllum þessum ám er hlutfall geldfiska hærra en verið hefur síðustu ár en minna sést af þeim allra stærstu.

Guðmundur Birgisson með hrygnu úr Tungulæk. Fiskarnir voru að taka …
Guðmundur Birgisson með hrygnu úr Tungulæk. Fiskarnir voru að taka bæði straumflugur og púpur. Ljósmynd/Teddi

Þeir Chris Strickland og John Miller voru með sitt hvora stöngina. Það gerðist oft að þeir voru báðir með fisk á í einu. Þeir nánast hlóu og skríktu eins krakkar þegar það gerðist í fyrsta skipti.

Teddi segir að vissulega hafi verið kalt og rok framan af en í morgun var mun skaplegra veður og á hádegi var lofthiti kominn í átta gráður og vindura bilinu átta til tíu metrar á sekúndu giskaði hann á. „Þetta eru ekki erfiðustu aðstæður sem ég hef séð hér í Tungulæk. Við höfum alveg lent í verri aðstæðum. Svo þegar hann er að taka þá er menn fljótir að gleyma veðrinu og hvort þeim sé smá kalt. Takan er fljót að ylja mönnum.“

Framan af túrnum var þetta staðan. Fraus í lykkjum og …
Framan af túrnum var þetta staðan. Fraus í lykkjum og það reynir á þolinmæðina. Ljósmynd/Teddi

Fáir þekkja lækinn betur en Teddi. Á sama tíma í fyrra var hann með bandaríska veiðimenn í Tungulæk og lönduðu þeir samtals 209 sjóbirtingum á fjórum dögum. Þá voru veðurskilyrði betri og nýttust allir dagar til vel til veiði. Aflahæsta stöngin í þeim hópi var með hvorki fleiri né færri en 123 birtinga. Veiðimaðurinn sem gerði svo vel heitir David og hefur veitt vítt og breitt um Ísland. Hann er svo ákafur veiðimaður að í fyrra þurfti Teddi nánast að draga hann upp úr þegar klukkan var orðin og hann var að kasta fyrir fisk númer 124. Já sumir fá bara ekki nóg þegar veiði er annars vegar.

Flestir fiskar hafa veiðst í Holunni eða 79. Grétar Finnbogason …
Flestir fiskar hafa veiðst í Holunni eða 79. Grétar Finnbogason gerir þennan kláran til að fara út í aftur. Ljósmynd/Teddi

Veiðistaðurinn Holan hefur gefið bestu veiðina í byrjun veiðitíma og þar eru skráðir 79 birtingar. Straumflugur og púpur hafa verið að virka vel. Green Dumm, sem er einkennisfluga Tedda í þessari veiði hefur gefið 41 fisk og Black Ghost Skull, þyngd straumfluga ber ábyrgð á 29 fiskum. Aðrar flugur sem hafa verið að virka vel eru hvítur Nobbler, Mýsla og Krókurinn.

Veðurútlitið næstu daga er þokkalegt á Suðurlandinu. Nokkrar gráður og hressilegur vindur. Það er svo ekki fyrr en á laugardag að á að byrja að snjóa. En ljóst er að þessi vika getur verið góð í vorveiði víða.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert