Gaula borgar 9000 krónur fyrir eldislax

Norskir kafarar með skutla sína á lofti í Miðfjarðará í …
Norskir kafarar með skutla sína á lofti í Miðfjarðará í fyrra að leita eldislaxa sem sluppu úr sjókvíum í Patreksfirði. Morgunblaðið/Eggert Skúlason

Landeigendur og rekstraraðilar Gaula í Noregi heita 700 norskum krónum í verðlaunafé til þeirra veiðimanna sem veiða strokulaxa í ánni í sumar. Það jafngildir rúmlega 9000 íslenskum krónum. Gaula er ein af þekktari laxveiðiám í Noregi. Eldislaxarnir sem sluppu voru sýktir með tvenns konar sjúkdómum. Um er að ræða þúsundir laxa. 
Settar hafa verið fram leiðbeiningar fyrir veiðimenn hvernig þeir eiga að bera sig að við að ganga frá laxinum, vakni grunur um að veiddur fiskur sé strokulax.

Drepa fiskinn með ákveðnu höggi í höfuðið. Ekki taka af honum hreistursýni. Það gera vísindamenn eftir móttöku. Ekki skola fiskinn og þrífa í ánni eftir að hann hefur verið drepinn og alls ekki opna hann og gera að honum. Taka mynd af fiskinum og skrá hann í rafræna veiðibók Gaula sem grun um að kunni að vera strokulax. 
Sem fyrr segir er veiðimönnum heitið verðlaunum fyrir hvern fisk af þessu tagi. Jafnframt er tekið fram að þessir laxar dragast ekki frá kvóta þess veiðimanns sem skilar fiskinum til réttra yfirvalda. 

Eldislax úr Blöndu keyrður til Hafrannsóknastofnunar í fyrra.
Eldislax úr Blöndu keyrður til Hafrannsóknastofnunar í fyrra. Ljósmynd/GHJ



Í þessu sambandi má minna íslenska veiðimenn á hvað vísindamenn Hafrannsóknastofnunar ræddu á opnum fundi fyrr í mánuðinum. Veiðimenn í íslenskum ám er beðnir um að hafa augun opin varðandi strokulaxa og fiska sem bera slík einkenni. Ekki er útilokað að fiskar úrslysasleppingu úr sjókví Arctic fish í nágrenni Patreksfjarðar í fyrra haust eigi eftir að skila sér upp í laxveiðiár í sumar.

Enginn verðlaun eru í boði á Íslandi fyrir veidda strokulaxa í íslenskum laxveiðiám. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert