Fyrsti lax sumarsins kominn á land

Fyrsti lax sumarsins 2024. Veiddur í Skugga af Mikael Marinó …
Fyrsti lax sumarsins 2024. Veiddur í Skugga af Mikael Marinó Rivera. Samstarfsverkefni kallar Mikael þetta en Sævar Þór nemandi reisti laxinn. Nokkrum köstum síðar tók þessi nýrunni lax fluguna hjá Marinó. Ljósmynd/ Sævar Þór

Fyrsta laxi ársins var landað í Skugga skömmu fyrir hádegi. Þar var að verki Reykvíkingur ársins 2023, Mikael Marinó Rivera. Hann hefur verið áberandi í íslensku veiðilífi. Gaf út borðspilið Makkerinn fyrir jólin og hefur kennt grunnskólanemum í Rimaskóla allt um fluguveiði og það sem henni tengist. 
Mikael var einmitt með tvo útskriftarnema úr Rimaskóla í Skugga en þeir voru að vinna lokaverkefni sitt sem fjallar um veiði. Annar nemandinn, Sævar Þór Finnsson valdi flugu úr boxi hjá Mikael og kastaði á álitlegan stað. Stór fiskur velti sér með látum á fluguna og brá viðstöddum í brún. Nemandinn hvatti kennarann til að kasta aftur. 
Mikael var til í það og kastaði. „Var það þarna?“ Nemandinn benti og sagði; „Aðeins neðar.“

Sævar Þór Finnsson fékk mynd með fyrsta laxi sumarsins 2024. …
Sævar Þór Finnsson fékk mynd með fyrsta laxi sumarsins 2024. Hann reisti hann. Ljósmynd/Mikael Marinó

Mikael kastaði aftur og BÚMM. 
Eftir hörku átök tókst að landa þessum líka fallega laxi. 84 sentímetrar og lúsugur. 

Með fylgir mynd af flugunni sem þeir notuðu og fyrsti lax sumarsins tók. Þeir vita ekki hvað hún heitir en kannist einhver við hana væri gaman að fá fréttir af því. Veiðistaðurinn þar sem hann tók heitir Skuggastrengur og eins og kennarinn orðaði það í samtali við Sporðaköst, „Og bimmsala bimm upp kom þessi hlunkur úr skilunum og negldi fluguna. Þetta var dásamlegt.

Ísak Ernir Guðmundsson fékk líka að máta sig við nýgenginn …
Ísak Ernir Guðmundsson fékk líka að máta sig við nýgenginn og lúsugan laxinn. Þessir strákar hljóta báðir að fá góða einkunn ef ekki tíu fyrir lokaverkefnið. Ljósmynd/Mikael Marinó

Við sögðum frá því fyrr í dag að fyrstu laxarnir hefðu sést í Kjósinni í morgun. 
Mikael Marinó var í skýjunum og var þegar búið að útnefna hann sem Borgfirðing ársins. 

Þetta er flugan sem hann vildi. Þeir muna ekki hvað …
Þetta er flugan sem hann vildi. Þeir muna ekki hvað hún heitir. Veist þú það? Ljósmynd/Mikael Marinó
Veiðisumarið, þegar kemur að laxinum er farið af stað og á laugardag opnar svo Urriðafoss í Þjórsá og það má vikið vera ef hann er ekki mættur þar líka.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert