Veisla í Mývatnssveitinni í opnun

Árni Friðleifsson með glæsilegan urriða úr Lambeyjarstreng í Laxá í …
Árni Friðleifsson með glæsilegan urriða úr Lambeyjarstreng í Laxá í Mývatnssveit. Veiði hófst þar í morgun og mönnum hefur gengið vel. Ljósmynd/Jonni

Opnunarhollið í Laxá í Mývatnssveit hóf störf í morgun. Aðstæður eru góðar og veiðin lét ekki á sér standa. „Skilyrðin eru góð. Hér eru sex gráður og dumbungur og norðan gola,“ sagði Bjarni Júlíusson í samtali við Sporðaköst þar sem hann var staddur í Hofstaðaey í Mývatnssveitinni. Hann var nýbúinn að landa enn einum hlunknum. Ríflega sextíu sentímetra urriða, hnausþykkum og dæmigerðum stórfiski úr þeim fallega og gjöfula veiðistað Skriðuflóa.

„Ég og Guðni Bridde, mágur minn byrjuðum í Garðsenda og fengum þar fjóra í beit. Allir svona þykkir og flottir. Stærsti var 68 sentímetrar. Það er blettur í Garðsendanum sem ég rakst á fyrir tilviljun á sínu tíma og það bregst ekki að þar er fiskur og hann tekur. Þetta er bara alger dásemd,“ sagði Bjarni og var að njóta í botn.

Bjarni Júlíusson fékk þennan flotta urriða í Skriðuflóa. Hann segir …
Bjarni Júlíusson fékk þennan flotta urriða í Skriðuflóa. Hann segir fiskinn vel haldinn og ótrúlega þykkur. Þeir voru komnir með sjö góða urriða um klukkan 11 í morgun. Ljósmynd/Guðni Bridde

Framundan var svo hjá þeim félögum að rölta yfir eyjuna og kasta á annan magnaðan veiðistað. Sjálfan Vörðuflóa sem er ótrúlega spennandi að kasta á, að maður tali nú ekki um að mæta þar fyrstur að vori.

Bjarnasynir hafa veitt með honum í opnun í Mývatnssveit en nú er skarð fyrir skyldi. Annar er í útskriftarferð í hita og sól og hinn stressaður á fæðingardeild. Gamli er hins vegar slakur í Mývatnssveitinni. Rektorinn og Holan höfðu gefið þeim fiska.

Jonni tók fjóra í Lambeyjarstrengnum. Það er frábær staður til …
Jonni tók fjóra í Lambeyjarstrengnum. Það er frábær staður til að veiða andstreymis með púpu. Ljósmynd/Árni Friðleifsson

„Hér er bara veisla“

Aðeins ofar, eða á Helluvaði voru þeir Árni Friðleifsson og Jóhann Jón Ísleifsson í veiðiveislu. „Já. Hér er bara veisla. Við erum búnir að landa fimmtán fiskum og þetta er bara frábært,“ sagði lögregluforinginn í samtali við Sporðaköst. Þeir byrjuðu daginn á að rölta niður Lambeyjarstreng en gáfu sér fyrst tíma til að fylgjast með félögum sínum kasta á Sauðavaðið og taka strax tvo fallega urriða þar. „Við bara skiptumst svo á í Lambeyjarstrengnum. Fyrst tók ég svo Jonni og svo ég og bara sitt hvorir fjórir. Svo fórum við í Stekkjarskerjapollinn og tókum þrjá þar. Nú liggur leiðin upp í Sauðavað. Þetta er nú með því besta sem við höfum gert á fyrstu vakt í opnun,“ upplýsti Árni.

Skóstærð 48. Fiskurinn í Mývatnssveitinni er upp á sitt best …
Skóstærð 48. Fiskurinn í Mývatnssveitinni er upp á sitt best þetta vorið. Þessi mældist 60 sentímetrar. Það þykir ágætur smálax, svona til samanburðar. Kvóti er tveir fiskar á stöng á dag. Ljósmynd/Bjarni Júlíusson

Þeir hafa verið fá þessa fiska á púpur og straumflugur. Babbinn var að virka vel og svo gaf Rektorinn. 

Árni hafði orð á því hversu seint vorið væri á ferðinni fyrir norðan. Snjóskaflar nánast niður undir á og ófært á Brettingsstaði sökum bleytu. Allur gróður enn í vetrarbúningi og engin fluga á ferðinni. „Sem betur fer,“ hló Árni.

Rektorinn virkar vel í Mývatnssveitinni. Oft er gott að hafa …
Rektorinn virkar vel í Mývatnssveitinni. Oft er gott að hafa þá stóra. Þessi fiskur tók einn slíkan og magnað að sjá hversu þykkur og stór hann er. Það eru ekki margir staðir í heiminum sem bjóða betri urriðaveiði en Laxá. Ljósmynd/Bjarni Júlíusson

Til marks um hversu veturinn hopar hægt þá sáu menn í gær sem voru í vorverkum að ekki voru nema tíu sentímetrar niður í frosinn jarðveg.

Ef að líkum lætur þá verður þetta opnunarholl með áhugaverða tölu þegar upp er staðið. Bara þessi tvö pör sem Sporðaköst ræddu við voru komin með á þriðja tug fiska og enn lifði nokkuð af veiðitíma.

Uppfært klukkan 14:00

Við hlupum aðeins á okkur í fyrstu útgáfu fréttarinnar. Laxárdalurinn opnar á föstudag en ekki morgun eins og sagt var. Spennandi verður að heyra af henni því oftar en ekki eru meðalstærðin þar meiri en upp frá í Mývatnssveitinni.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert