Ber enginn ábyrgð og er öllum skítsama?

Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins lætur fátt framhjá sér fara ef …
Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins lætur fátt framhjá sér fara ef það tengist stangveiði. Hér er hann mættur við opnunina á Urriðafossi að taka myndir. Ljósmynd/Sporðaköst

Á sama tíma og fyrstu laxveiðiárnar eru að opna er nýtt Sportveiðiblað komið út. 42. árgangur málgagns sportveiðimanna, eins og blaðið skilgreinir sig. Aðalgestur blaðsins að þessu sinni er veiði– og veitingamaðurinn Jón Mýrdal. Hann er gleðipinni og grallari með mikla veiðidelli. Mýrdal segir frá sínum veiðiskap í hressilegu viðtali.

Gunnar Bender er ristjóri Sportveiðiblaðsins og hann gerir hörmungar í Grenlæk að umfjöllunarefni í leiðara blaðsins. „Enginn ber ábyrgð og vænir sjóbirtingar líða fyrir sinnuleysið, kerfið þannig gert að ekki er brugðist við í tæka tíð og enginn leggst í úttekt á dularfullum fiskidauða í Grenlæk,“ skrifar ritstjórinn.

Þegar kemur að veiðisumrinu sem framundan er segir Benderinn það eitt spurningarmerki og að enginn viti hvað veiðist, ekki einu sinni fiskifræðingarnir. Hann vonast eftir góðri laxveiði og jafnframt að silungsaflinn slái öllu met.

Forsíða fyrsta tölublaðs 42. árgangs Sportveiðiblaðsins. Hið magnaða Stuðlagil í …
Forsíða fyrsta tölublaðs 42. árgangs Sportveiðiblaðsins. Hið magnaða Stuðlagil í Jöklu prýðirforsíðuna að þessu sinni. Ljósmynd/Sportveiðiblaðið

Jökla gæti orðið spútnik á sumarsins. Hún hefur undanfarin ár liðið fyrir yfirfall úr Hálslóni en horfur nú eru þannig að litlar líkur eru á yfirfalli fyrr en í haust og jafnvel ekki. Þar mun þó veðrátta skipta miklu. Ítarleg veiðistaðalýsing á Jöklu er að finna í blaðinu Þar er gnótt veiðistaða og það sem er heillandi við Jöklu að margir þeirra eru nýlega fundnir og enn eru staðir í Jöklu sem fáir eða engir vita um. Hún er ein yngsta laxveiðiá landins, ef svo má taka til orða en veiði þar hófst ekki fyrr en sumarið 2007. Enn í dag eru menn að finna nýja veiðistaði í þessari miklu á. Vonandi nær Jökla heilu sumri svo hægt verði að sjá hvað í hana er spunnið.

Þögn þingmanna ærandi

Stjórnarformaður Veiðifélags Norðurár skrifar grein í blaðið og spyr þar spurninga sem eru býsna stórar. „Hvað veldur því að ráðamönnum þjóðarinnar er bara skítsama villta laxinn? Það verður að segjast að þögn þingmanna er ærandi. Af hverju skortir bæði kjark og þor þegar kemur að því að verja villta laxinn? Af hverju er látið eins og atvinnugreinin laxveiði skipti bara engu máli?“ Það er Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi á Glitstöðum sem er stjórnarformaður veiðifélagsins. Þetta eru stórar spurningar en ráðamenn hafa ekki svarað þeim að mati Guðrúnar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert