Greinar föstudaginn 2. febrúar 1996

Forsíða

2. febrúar 1996 | Forsíða | 89 orð

Ástralía Skuldin sett í innheimtu

AFKOMENDUR ástralskra frumbyggja, sem áttu mikinn þátt í að handsama Ned Kelly, alræmdasta útlaga í ástralskri sögu, hafa nú krafist hluta 8.000 punda verðlaunafjár og 50 punda verðlauna, sem forfeðrum þeirra var heitið fyrir 116 árum en voru að þeirra sögn aldrei greidd. Meira
2. febrúar 1996 | Forsíða | 127 orð

Danir krefjast skýringa

HENRIK Dam Kristensen, sjávarútvegsráðherra Danmerkur, krafði Norðmenn í gær skýringa á því hvers vegna tveir danskir togarar hefðu verið teknir við veiðar undan ströndum Noregs. Dönsku skipin voru tekin snemma í gærmorgun og skipað að sigla til Björgvinjar en þau látin laus síðdegis. Meira
2. febrúar 1996 | Forsíða | 371 orð

Hálf milljón rússneskra námamanna í verkfall

UM HÁLF milljón rússneskra kolanámamanna lagði niður vinnu í gær og krafðist þess að fá greidd nokkurra mánaða vangoldin laun. Í Úkraínu fóru 600 þúsund námamenn í verkfall til að krefjast ógreiddra launa og örorkubóta. Meira
2. febrúar 1996 | Forsíða | 162 orð

Leyniskytta skotin til bana í Sarajevo

FRANSKIR hermenn í liðsafla Atlantshafsbandalagsins í Bosníu skutu í gærkvöldi leyniskyttu til bana í útjaðri Ilidza, útborg Sarajevo, sem er í höndum Serba. Önnur leyniskytta var handtekin án blóðsúthellinga. Meira
2. febrúar 1996 | Forsíða | 223 orð

"Lítil kerfi" fái engan frest

EVRÓPUÞINGIÐ samþykkti í gær, að ríkisstjórnum í öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins, ESB, skyldi gert að standa við fyrirheit um að verða búin að opna fjarskiptamarkaðinn fyrir samkeppni 1998. Samþykkt Evrópuþingsins er að vísu aðeins ráðgefandi en hún auðveldar samt framkvæmdastjórn ESB að hrinda þessu máli endanlega í framkvæmd. Meira
2. febrúar 1996 | Forsíða | 90 orð

Mótmæli á Indlandi

SPENNA ríkir nú á landamærum Indlands og Pakistans eftir að landamæraverðir skiptust á skotum í janúar og 20 létu lífið fyrir viku þegar flugskeyti féll á hóp manna á landsvæði á valdi Pakistana. Meira

Fréttir

2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 328 orð

33% aðspurðra vissu ekki um leyfðan hámarkshraða

LÖGREGLAN á Suðvesturlandi gerði umferðarkönnun á starfssvæði sínu 23.­25. janúar sl. Alls var 1.451 ökumaður stöðvaður og spurður 5 spurninga. Lögreglan á Selfossi, í Keflavík, Grindavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Reykjavík tók þátt í könnuninni. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 404 orð

64% fylgjandi veiðileyfagjaldi

SAMKVÆMT niðurstöðum skoðanakönnunar, sem Gallup hefur framkvæmt fyrir Samtök iðnaðarins, á afstöðu fólks til töku veiðileyfagjalds eru 64% þeirra sem afstöðu taka fylgjandi veiðileyfagjaldi og 36% andvígir því. Meira
2. febrúar 1996 | Miðopna | 1174 orð

Aðeins rætt um ákvæðið sem hvarf

FRUMVARPIÐ um samningsveð hefur verið lagt fram þrívegis áður á Alþingi. Það náði ekki fram að ganga á síðasta ári vegna andstöðu Alþýðuflokksins, sem þá var í ríkisstjórn, við ákvæði um að heimilt sé að veðsetja aflaheimild skipa. Nú hefur þetta ákvæði verið fellt úr frumvarpinu að ósk Framsóknarflokksins. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð

Afmælisárið notað til að móta framtíðarstefnu

LANDVARI, landsfélag vörubifreiðaeigenda á flutningaleiðum, varð 25 ára 27. janúar síðastliðinn og var þá jafnframt haldinn aðalfundur félagsins að Hótel Sögu. Að loknum aðalfundinum var síðan haldinn sérstakur afmæisfundur og var félagsmönnum sérstaklega boðið til hans. Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 121 orð

Bakki byggður á Nökkva HU

SLIPPSTÖÐIN Oddi hf. er að vinna við endurbætur og breytingar á Nökkva HU frá Blönduósi. Stærsta einstaka verkið er bygging bakka framan á skipið en auk þess verður það málað hátt og lágt. Tveir Siglufjarðartogarar, Siglfirðingur SI og Sigluvík SI eru í viðhaldi hjá stöðinni og hefur m.a. verið sett rækjuvinnslulína um borð í Siglfirðing. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 208 orð

Barnaheill vilja ofbeldi í sjónvarpi burt

BARNAHEILL styðja erindi Umboðsmanns barna um bann við auglýsingum á ofbeldiskvikmyndum í sjónvarpi. Í fréttatilkynningu frá samtökunum segir: "Vaxandi ofbeldi meðal barna og unglinga má að verulegu leyti rekja til þeirra fyrirmynda sem þau hafa fyrir augum sér í sjónvarpi og á tjaldi kvikmyndahúsanna. Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Blómaval og Höldur taka upp samstarf

BLÓMAVAL og Höldur hafa ákveðið að stofna með sér félag um rekstur í svonefndu Glerhúsi við Hafnarstræti á Akureyri. Bjarni Finnsson, eigandi Blómavals, sagði að samningar hefðu enn ekki verið undirritaðir, en allar líkur bentu til að af samstarfinu yrði. Höldur hf. keypti húsið á seint á síðasta ári af Landsbankanum. Í húsinu eru tveir salir og veitingasalur í því miðju. Meira
2. febrúar 1996 | Smáfréttir | 69 orð

BÓKASAFN Norræna hússinsstendur fyrir stórútsölu á bókum í anddyri

Starfsmenn bókasafnsins hafa verið að grisja bókakost safnsins og að því tilefni eru nú boðnar til sölu á afar vægu verði m.a. skáldsögur, kvæði, fræðirit og barnabækur frá hinum Norðurlöndunum ásamt plakötum og sýningarskrám. Skáldsögur verða seldar á 100 kr. og barnabækur á 50 kr. Bóksalan verður opin laugardag og sunnudag frá kl. 10­19. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 789 orð

Búist við 100 milljóna tekjulækkun milli ára

EINS og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu var hallinn á rekstri RÚV rúmlega 44 milljónir króna á síðasta ári eða 2% af veltu, sem í fyrra var tæplega 2,2 milljarðar. Þá gerði fjárhagsáætlun ráð fyrir að tekjur hljóðvarps yrðu tæplega 803 milljónir króna og tekjur sjónvarps tæplega 1.339 milljónir. Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 251 orð

Byrjað á nýrri sundlaug og húsi næsta haust

BÆJARRÁÐ Akureyrar staðfesti á fundi í gærmorgun röð framkvæmda við Sundlaug Akureyrar á árunum 1996-1999, en á þessum tíma er áætlað að verja um 150-160 milljónum króna vegna framkvæmda við laugina. Þær koma til viðbótar um 66 milljónum sem fram til þessa hafa verið notaðar vegna lagfæringa og endurbóta. Stoppað eftir næsta áfanga Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð

Canada 3000 leyft að taka farþega

SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur veitt kanadíska flugfélaginu Canada 3000 leyfi til að taka farþega tvisvar í viku um borð hér á landi á leið sinni til Kanada. Ekki liggur hins vegar enn fyrir nein niðurstaða um ósk félagsins að fá einnig að taka farþega um borð á leiðinni til Evrópu. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 282 orð

Chirac vill aukin áhrif Evrópu innan NATO

JACQUES Chirac Frakklandsforseti kom í opinbera heimsókn til Bandaríkjanna á miðvikudag. Í ræðu sem hann flutti á Bandaríkjaþingi í gærkvöldi hvatti hann til þess að Frakkar og aðrar Evrópuþjóðir tækju virkari þátt í starfi Atlantshafsbandalagsins (NATO). Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 284 orð

Ciller hótar Grikkjum stríði TANSU Ciller, forsætisráðherra

TANSU Ciller, forsætisráðherra bráðabirgðastjórnarinnar í Tyrklandi, hótaði Grikkjum stríði í gær ef þeir færðu landhelgi sína út í 12 mílur samkvæmt hafréttarsáttmálanum, sem Tyrkir hafa ekki undirritað. Hún sagði að Tyrkir hefðu fallist á að kalla herskip sín heim frá eyðiskeri í Eyjahafi, sem bæði ríkin gera tilkall til, m.a. vegna þess að gríska stjórnin hefði lofað að færa landhelgina ekki Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 819 orð

Drekka hálfan lítra af gosi daglega

ÍSLENSK börn og unglingar drekka að meðaltali hálfan lítra af gosi og öðrum svaladrykkkjum á hverjum degi eða talsvert meira en jafnaldrar þeirra í nágrannalöndunum að því er fram kemur í könnun Manneldisráðs á mataræði ungs skólafólks 1992 til 1993. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 401 orð

Dæmi um að PCB sé blandað í olíuvörur

DÆMI eru um að eiturefninu PCB sé blandað í olíuvörur. Þetta kom fram á málþingi um vinnuöryggi og heilbrigði sjómanna sem haldið var í Færeyjum. Kristinn Ingólfsson, deildarstjóri hjá Siglingamálastofnun sem sat ráðstefnuna, segir að menn geti ekki með nokkru móti útskýrt tilvist PCB í olíu á annan hátt en að efninu sé blandað í olíuna til þess að eyða því. Meira
2. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 100 orð

Einar Öder Magnússon valinn íþróttamaður Selfoss

Einar Öder Magnússon valinn íþróttamaður Selfoss Selfossi-Einar Öder Magnússon hestaíþróttamaður var kjörinn íþróttamaður Selfoss fyrir árið 1995 og fékk afhentar viðurkenningar sem fylgja þeirri útnefningu í hófi bæjarstjórnar Selfoss sem haldið er árlega í tilefni þessa. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 33 orð

Ferðalög á sunnudögum

SÚ breyting hefur orðið á sérblöðum Morgunblaðsins að umfjöllun um ferðamál sem verið hefur hluti af Daglegu lífi/Ferðalögum á föstudögum færist í sérblað á sunnudögum frá og með þessari helgi. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 218 orð

Finnar stefna á EMU þrátt fyrir hægari hagvöxt

FINNSKA ríkisstjórnin segir að þrátt fyrir að stefni í hægari hagvöxt á næstunni en spáð var, standist markmið hennar um að taka þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu (EMU) er það hefur göngu sína 1. janúar 1999. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fjöldi íbúða til sölu á Reykhólum

Fjöldi íbúða til sölu á Reykhólum Miðhúsum. Morgunblaðið. HREPPSFUNDUR var á Reykhólum miðvikudaginn 31. janúar og voru þar mættir allir aðalfulltrúar. Samþykkt var að selja Orkubúinu hitaveituna fyrir 52 milljónir og þar mun ríkið leggja Orkubúinu til 16 milljónir kr. Meira
2. febrúar 1996 | Smáfréttir | 54 orð

FORNBÍLAKLÚBBUR Íslands heldur árshátíð sína í Skíðaskálanum

FORNBÍLAKLÚBBUR Íslands heldur árshátíð sína í Skíðaskálanum í Hveradölum laugardaginn 3. febrúar. Borðhald hefst kl. 19.30 og rútuferð verður frá félagsheimilinu Ráðagerði, Vegmúla 4 kl. 18. Boðið verður upp á matarhlaðborð með þorraívafi, fjölbreytta skemmtidagskrá og dans til kl. 3. Miðaverð er 2700 kr. og 400 kr. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 282 orð

Frumvarp um sambúð samkynhneigðra

ÞORSTEINN Pálsson dómsmálaráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag frumvarp til laga um staðfesta samvist. Samkvæmt frumvarpinu geta tveir einstaklingar af sama kyni látið staðfesta samvist sína. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 52 orð

Fundu snældur á Vogastapa

ÞRÍR piltar sem voru á ferð við Háabjalla á Vogastapa á miðvikudag fundu þar sjötíu hljóðsnældur sem eru taldar þýfi. Á fimmtíu hljóðsnældanna er sama efni. Hinar tuttugu eru allar eins, en annað efni á þeim. Að sögn lögreglu er verið að rannsaka hvaðan spólurnar eru komnar. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 120 orð

Glæðist á loðnumiðunum

LIFNAÐ hefur yfir veiðum á loðnumiðunum að undanförnu og hafa nótaskipin verið á fá um 300 tonn í kasti, en þó hefur mest af aflanum fengist í flottroll. Telja menn að loðnan sé að þétta sig og að ganga að hefjast. Fyrsta loðnan á þessu ári kom til Akraness í gær þegar Höfrungur AK og Bjarni Ólafsson AK lönduðu báðir fullfermi, alls um tvö þúsund tonnum. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 491 orð

Hafnarfjarðarbær mun íhuga skaðabótamál gegn ÍSAL

HAFNARFJARÐARBÆR mun íhuga að fara í skaðabótamál gegn Íslenska álfélaginu komi það í ljós að yfirlýsingar ÍSAL-manna um að óheppilegt sé að byggja á fyrirhuguðu íbúðarsvæði vestan Hvaleyrarholts verði til þess að drepa niður áhuga manna á að byggja á svæðinu. Þetta segir Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi og formaður álviðræðunefndar Hafnarfjarðarbæjar. Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 74 orð

Hádegistónleikar

BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti í Akureyrarkirkju heldur hádegistónleika kirkjunni á morgun, laugardaginn 3. febrúar, kl. 12.00. Þetta eru fyrstu hádegistónleikarnir eftir endurbyggingu orgels kirkjunnar, en það var endurvígt í lok nóvember á liðnu ári. Á efnisskrá tónleikanna eru verk eftir Johann Sebastian Bach og Louis Vierne. Lesari á tónleikunum er sr. Svavar A. Jónsson. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 82 orð

Háskólahátíð í Háskólabíó

BRAUTSKRÁNING kandídata fer fram í Háskólabíói laugardaginn 3. febrúar nk. Tríóið Skárren ekkert leikur við innganginn frá kl. 13.15, en hátíðin verður sett kl. 14. Að lokinni setningu spilar strengjasveit Tónlistarskólans í Reykjavík undir stjórn Marks Reedmans. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 186 orð

Hugsanleg skaðsemi farsíma könnuð

SÆNSKIR vísindamenn rannsaka nú hvort örbylgjur frá stafrænum farsímum geti valdið notendum símanna ýmsum óþægindum eins og höfuðverkjum. "Við viljum kanna hvers vegna margir finna til ertingar og hita í andlitinu og höfuðverkja þegar þeir nota farsíma," sagði Kjell Hansson Mild, prófessor við Atvinnulífsstofnunina í Stokkhólmi. Meira
2. febrúar 1996 | Smáfréttir | 42 orð

HÖNNUNARKEPPNI vélaverkfræðinema fer fram föstudaginn 2. febrúar. Kep

HÖNNUNARKEPPNI vélaverkfræðinema fer fram föstudaginn 2. febrúar. Keppnin er sú fimmta frá upphafi og verður haldin í sal 2 í Háskólabíói kl. 14. Að þessu sinni munu 18 keppendur leiða saman hesta sína. Verðlaunin í ár eru öflug tölva af Hewlett Packard gerð. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 462 orð

Íhugar rétt á skaðabótum

HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær breskan sjómann af ákæru um að hafa nauðgað íslenskri konu um borð í togara í Reykjavíkurhöfn, en maðurinn var dæmdur til 1 árs fangelsis í héraðsdómi. Íslensk DNA-rannsókn benti til að yfirgnæfandi líkur væru á að sæði úr manninum hefði verið í verju sem konan framvísaði, en rannsókn í Noregi sýndi fram á að sæðið gæti ekki verið úr honum. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 47 orð

Í ríki sínu

KRAKKARNIR í Menntaskólanum við Hamrahlíð brugðu á leik á dögunum og gerðu þessa myndarlegu snjókerlingu. Hún ríkti um sinn eins og kóngur eða drottning í ríki sínu. Þessi árstími er alla jafna tími snjókalla og -kerlinga þó veðrið hafi verið þeim andsnúið í janúarmánuði. Meira
2. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 114 orð

Íþróttamaður Húsavíkur 1995

Húsavík-Í virðulegum fagnaði sem Völsungur boðaði til í Íþróttahöllinni um síðustu helgi tilkynnti formaðurinn, Ingólfur Freysson, kjör íþróttamanns Húsavíkur 1995 og var það Erna Dögg Þorvaldsdóttir, frjálsíþróttakona. Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 48 orð

Jakob og Sigurður J. í viðræðunefnd

JAKOB Björnsson bæjarstjóri og Sigurður J. Sigurðsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, hafa verið tilnefndir í viðræðunefnd eignaraðila að Landsvirkjun, en nefndin á að fjalla um endurskoðun á eignarhaldi, rekstrarformi og hlutverki fyrirtækisins. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið óskaði eftir að Akureyrarbær tilnefndi tvo fulltrúa í nefndina. Meira
2. febrúar 1996 | Smáfréttir | 38 orð

JÓN Böðvarsson, íslenskufræðingur og ritstjóri, sér um námskeið á veg

JÓN Böðvarsson, íslenskufræðingur og ritstjóri, sér um námskeið á vegum Félags íslenskra háskólakvenna og Kvenstúdentafélags Íslands sem ber yfirskriftina Staða konunnar í þjóðfélaginu fyrr á öldum dagana 5., 12. 19. og 26. febrúar kl. 20­22 í Odda, stofu 202. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 563 orð

Kamhnit hf. með mikla starfsemi í Kamtsjatka

FYRIRTÆKIÐ Kamhnit hf. hefur starfað á Kamtsjatka í Rússlandi á þriðja ár. Fyrirtækið vinnur nú m.a. við stóra seiðaeldisstöð fyrir lax og eru verklok áætluð í byrjun næsta mánaðar. Á þessum árum hefur fyrirtækið framkvæmt fyrir um 11 milljónir dollara, tæpar 730 milljónir ÍSK, og allur búnaður og efni hafa verið keypt frá Íslandi. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 201 orð

Kennsl borin á tilræðismenn

LÖGREGLAN á Sri Lanka sagðist í gær vita öll deili á mönnunum þremur sem stóðu að sprengjutilræðinu í miðborg höfuðborgarinnar Colombo í fyrradag sem varð a.m.k. 80 manns að bana. Að sögn lögreglunnar eru mennirnir þrír liðsmenn frelsissamtaka Tamíltígra (LTTE) sem barist hafa fyrir sjálfstæðu Tamílaríki á norðausturhluta Sri Lanka. Þeir komu til Colombo 8. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 999 orð

Kostar milljarð að flytja Sjónvarpið

UM EINN milljarð kostar að flytja Sjónvarpið úr núverandi húsakynnum við Laugaveg upp í Efstaleiti, samkvæmt þeim áætlunum sem gerðar hafa verið, að sögn Gunnlaugs S. Gunnlaugssonar formanns útvarpsráðs. "Stofnunin er rekin með halla, hún getur ekki sinnt dagskrárgerð svo fullnægjandi sé og hvernig í ósköpunum á hún þá að standa undir þúsund milljónum í fjárfestingu við flutning?" segir Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 14 orð

Kyrrðarstund

Kyrrðarstund LAUFÁSPRESTAKALL: Kyrrðar- og bænastund verður í Svalbarðskirkju næstkomandi sunnudagskvöld, 4. febrúar kl. 21.00. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

Landanir úr erlendum skipum gætu skapað um eitt þúsund störf

ÁÆTLAÐ er að landanir erlendra fiskiskipa hafi skapað hér um 580 störf árið 1994. Með skipulögðum aðgerðum er talið að tvöfalda megi afla sem útlendingar landa hér og skapa þannig um eitt þúsund störf. Þetta kemur fram í skýrslu um þjóðhagslegan ávinning þessara landana, sem gerð er af Aflvaka, samstarfsverkefni Hafnarfjarðarhafnar og Reykjavíkurhafnar. Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 249 orð

Landsmótið undirbúið á Melgerðismelum

FRAMKVÆMDIR á Melgerðismelum, þar sem landsmót hestamanna verður haldið sumarið 1998, hafa staðið yfir frá því í haust. Ari B. Hilmarsson verktaki hefur síðustu vikur nýtt einstaka tíð og unnið við að byggja upp velli og brautir og stækka áhorfendabrekkur, en tilboði hans í verkið var tekið á sínum tíma. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 182 orð

Langur laugardagur í dag

LANGUR laugardagur verður haldinn í dag, laugardaginn 3. febrúar. Nú er sá tími þegar útsölur eru í hámarki. Í nánast hverri verslun við Laugaveg er útsala, í sumum verslunum eru útsölur nýbyrjaðar, í öðrum er útsalan að enda og í mörgum tilfellum bjóða verslanir enn meiri afslátt. Víða má sjá skilti um verðhrun, enn meiri lækkun, afslátt við kassa og jafnvel prútt. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 339 orð

Leggst ekki í aumingjaskap

"ÉG geri mér litla grein fyrir slysinu, en man þó að ég hugsaði með mér, hvernig í ósköpunum ég ætti nú að aka bílnum, því ég missti fjóra fingur af vinstri hendi fyrir mörgum árum. Meira
2. febrúar 1996 | Leiðréttingar | 116 orð

LEIÐRÉTTINGAR

Mynd af tönnum á baksíðu Morgunblaðsins í gær birtist á haus. Beðizt er velvirðingar á þessum mistökum. Eitt barnið vantaði á mynd Á blaðsíðu 12 í Morgunblaðinu í gær er mynd úr 100 ára afmæli Úlfars Karlssonar, þar sem hann er umkringdur börnum sínum. Á myndina vantaði eitt barna hans Steindór Úlfarsson. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 353 orð

Liðhlaupar sagðir ræna og rupla

VANNÆRING hrjáir umtalsverðan hluta hermanna í Norður-Kóreu og dæmi eru um að hermenn gerist liðhlaupar til að ræna og rupla í bæjum landsins, ef marka má frásagnir norður-kóreskra flóttamanna í Seoul. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 126 orð

Líklega hermenn en ekki gyðingar

HUGSANLEGT er, að fjöldagröf, sem fannst í Austurríki fyrir fáum dögum, geymi ekki líkamsleifar gyðinga, heldur þýskra hermanna, sem létust í stríðsfangabúðum árið 1945. Í fyrstu var talið, að grafirnar geymdu líkamsleifar ungverskra gyðinga, sem dáið hefðu í nálægum útrýmingarbúðum eða á göngu milli þeirra, en austurrískir sérfræðingar efast nú um það. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 266 orð

Maccanico falið að mynda stjórn á Ítalíu

FORSETI Ítalíu, Oscar Luigi Scalfaro, tilnefndi í gær Antonio Maccanico í embætti forsætisráðherra og fær hann það hlutverk að mynda 55. ríkisstjórn landsins frá stríðslokum. Undanfarna mánuði hefur stjórn Lambertos Dinis, sem er utan flokka, verið við völd en hann sagði af sér um áramótin. Flestir stjórnmálaleiðtogar tóku ákvörðun Scalfaros í gær vel. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 150 orð

Málþing um ljóðlist á 18. öld

FÉLAG um átjándu aldar fræði heldur málþing í Þjóðarbókhlöðu á morgun, laugardag. Málþingið ber yfirskriftina Ljóðlist á átjándu öld. Fimm erindi verða flutt um skáld og ljóð frá átjándu öld. Kári Bjarnason, handritavörður í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni, flytur fyrirlestur sem hann kallar Hljóð handrit - hljóð skáld. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 153 orð

Mjólkurlítrinn hækkar um 4 krónur

VERÐ á mjólkurvörum hækkar í dag til neytenda frá 3-6,5%, og þannig hækkar t.d. verð á nýmjólk úr 64 krónum lítrinn í 68 krónur, eða um 6,25%. Verð á nýmjólk hefur ekki hækkað síðan í desember 1990, en hins vegar hafa orðið verðbreytingar á öðrum mjólkurvörum síðan þá. Verð til bænda hækkar Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 71 orð

Mótmælir hækkun komugjalds

STJÓRN Iðju, félags verksmiðjufólks á Akureyri og nágrenni, hefur í ályktun mótmælt harðlega þeim hækkunum sem heilbrigðisráðherra hefur boðað á komugjaldi til sérfræðinga og heimilislækna ásamt skerðingu á bifreiðastyrk til öryrkja og hækkun lyfjakostnaðar meir en gert hefur verið á síðustu misserum, eins og segir í ályktun stjórnarinnar. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

NÁTTÚRUVERNDARFÉLAG Suðvesturlands fer í aðra vettvangsferð sína laug

Safnið verður síðan skoðað undir leiðsögn Jóns G. Gunnlaugssonareiganda þess. Í safninu er að sjá fiska, krabbadýr og önnur botndýr í stórum geymum. Þá er aðgengi að lúðueldi. Kynnisferðin tekur um klst. Að henni lokinni gefst kostur á að fara í skoðunarferð um hafnarsvæðið. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 72 orð

Nýr forsætisráðherra í Póllandi

ALEKSANDER Kwasniewski, forseti Póllands, tilkynnti í gær formlega að hann hefði falið Wlodzimierz Cimoszewicz að mynda nýja stjórn. Cimoszewicz var áður varaforseti þingsins og er í Lýðræðislega vinstrabandalaginu, flokki fyrrverandi kommúnista, eins og Kwasniewski og fékk tvær vikur til að mynda nýja stjórn. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 52 orð

Ofankoma á Spáni

UNDANFARNAR vikur hefur gengið á með ýmist slagviðri eða byljum á Spáni. Vatnsveðrið gefur bændum vonir um að stöðugir þurrkar undanfarin ár, sem valdið hafa miklu tjóni á uppskeru, séu nú loks á enda. Myndin var tekin í skíðabænum Navacerrada í gær og glittir í bíl í miklum skafli. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 69 orð

Refabóndi borinn út á mánudag

FULLTRÚI sýslumannsins á Selfossi hefur tilkynnt ábúandanum að Hvoli I í Ölfusi, Björgvini Ármannssyni refabónda, að hann og fjölskylda verði borin út á mánudag. Útburðarkrafan byggist á dómi í máli sem jarðardeild ríkisins höfðaði gegn Björgvini í kjölfar sölu á jörðinni til annars aðila og að Björgvini bæri að víkja af jörðinni. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 217 orð

Samningi um Læknavaktina sagt upp

LÆKNAVAKTIN hefur sagt upp samningi sínum við stjórn heilsugæslunnar í Reykjavík og tekur uppsögnin gildi 1. mars nk. Gunnar Ingi Gunnarsson, talsmaður Læknavaktarinnar, sagði að ástæða uppsagnarinnar væri óánægja með starfsaðstæður heilsugæslulækna. Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 92 orð

Sextán umsóknir

SEXTÁN umsóknir bárust um starf deildarstjóra íþrótta- og tómstundadeildar Akureyrarbæjar, en umsóknarfrestur rann út í vikunni. Deildarstjórinn ber ábyrgð á starfsemi bæjarins í íþrótta- og tómstundamálum, eins og rekstri félags- og tómstundamiðstöðva og íþróttamannvirkja. Gert er ráð fyrir að nýr deildarstjóri taki við starfinu 1. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 147 orð

Síðbúnar kosningar til Evrópuþings í Austurríki

KOSNINGAR til Evrópuþingsins munu fara fram í Austurríki 13. október næstkomandi, sama dag og borgarstjórnarkosningar í Vín. Þetta verða fyrstu Evrópuþingskosningar í Austurríki, þótt liðin verði nærri tvö ár frá inngöngu landsins í Evrópusambandið. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 745 orð

Sjoppur eru eins og félagsmiðstöðvar fyrir unglinga

TANNVERNDARDAGUR er haldinn í fjórtánda skiptið í dag, en að honum stendur Tannverndarráð og verður megináherslan á matarvenjur Íslendinga, mikla neyslu gosdrykkja, tannhirðu og mikilvægi flúortannkrems. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 578 orð

Snýst um samkeppni við erlendan matvælaiðnað

ÁGÚSTA Guðmundsdóttir prófessor í matvælafræði og formaður matvælafræðiskorar við Háskóla Íslands segir að matvælafræði hafi verið kennd innan Háskóla Íslands í 19 ár og þaðan hafi útskrifast um 130 matvælafræðingar. Sjávarútvegsgreinar hafi einnig verið kenndar innan ýmissa deilda Háskóla Íslands í áratugi. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 248 orð

Staðfesting á START-2 hugsanlega skilyrt

JEVGENÍJ Prímakov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði í gær, að rússneska þingið myndi hugsanlega staðfesta START-2- afvopnunarsamninginn með ákveðnum skilyrðum. Kvað hann ástæðuna vera afstöðu ýmissa íhaldssamra öldungadeildarþingmanna í Bandaríkjunum. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 217 orð

Stefnt að nýjum fundi í marz

EKKERT samkomulag náðist á fundi aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar (NEAFC), sem lauk í London í gær, um hlutverk stofnunarinnar við stjórnun norsk-íslenzka síldarstofnsins. Stefnt er að því að aðildarríkin ræði frekar saman sín á milli og að komið verði saman til nýs fundar 7. marz, sé tilefni til. Meira
2. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 422 orð

Stóriðjan aldrei nema ábót á atvinnulífið

Vestmannaeyjum-Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra efndi til almenns fundar í Vestmannaeyjum í gær undir yfirskriftinni Ný tækifæri til atvinnusköpunar. Finnur flutti framsögu á fundinum þar sem hann rakti að hverju verið væri að vinna á vegum ráðuneyta hans til að skapa tækifæri til atvinnusköpunar. Hann sagði að nú væri unnið að þremur meginverkefnum. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 338 orð

Söfnuðir fái meira vald við val á prestum

MARGIR þingmenn lýstu þeirri skoðun á Alþingi í gær að kirkjusöfnuðir ættu að hafa meira vald við ráðningar presta en nú er. Verið var að ræða stjórnarfrumvarp um veitingu prestakalla sem gerir ráð fyrir því að laus prestsembætti séu skilyrðislaust auglýst til umsóknar, en að öðru leyti verði ekki breytingar á formi prestráðninga. Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 252 orð

Teygjanlegt hugtak hvað er mokveiði

"RÆKJUVEIÐIN hefur verið mjög góð frá áramótum en það er samt ekkert sem segir manni að það sé meira af rækju í sjónum nú en áður og heldur ekkert sem segir að það sé minna af henni," sagði Brynjólfur Oddsson, skipstjóri á Hjalteyrinni EA, togara Samherja hf., í samtali við Morgunblaðið. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

Til Eyja í stað Skotlands

FIMMTÁN manns voru samtímis að spila golf á golfvellinum í Vestmannaeyjum í veðurblíðunni upp úr hádeginu í gær, en í janúar var hægt að spila golf þar í þrjár vikur af fjórum. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 136 orð

Torfi Leósson efstur

10. OG næstsíðasta umferð á skákþingi Reykjavíkur 1996 var tefld sl. miðvikudagskvöld kl. 19.30 í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Helstu úrslit: Torfi Leósson - Hrannar Baldursson 1-0, Sigurður Daði Sigfússon - Björn Þorfinnsson 1-0, Bergsteinn Einarsson - Júlíus Friðjónsson 1-0, Áskell Örn Kárason - Ólafur B. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Tunglvaka í Herdísarvík

FERÐAFÉLAGIÐ fagnar útkomu nýrrar ferðaáætlunar með kvöldferð nærri fullu tungli í Herdísarvík í kvöld, föstudagskvöld, 2. febrúar kl. 20. Þarna eru sögulegar minjar og sérstætt náttúrufar. Rifjaðar verða upp sagnir er tengjast umhverfinu og kveikt verður fjörubál. Brottför er frá BSÍ austanmegin og Mörkinni 6. Heimkoma er áætluð um miðnættið. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 178 orð

Umferðarmál kynnt í Hinu húsinu

UNGT fólk í samstarfi við Hitt húsið og bifreiðatryggingafélögin hefur undirbúið og sett upp kynningu á umferðarmálum í Hinu húsinu. Allur febrúarmánuður verður tileinkaður umferðarþemanu og sérstaklega litið til ungs fólks í umferðinni. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 524 orð

Veiðileyfi seljast vel Laxveiðimenn æfa köst og hnýta flugur á þessum árstíma ­ auk þess eru sagðar veiðisögur. Víðast hefur

SÖLUMENN laxveiðileyfa eru margir hverjir ánægðir með eftirspurnina fyrir komandi sumar. Þróun til batnaðar hafi byrjað í fyrra og stefni til enn betri vegar nú. Jón Ólafsson, sölufulltrúi Veiðifélagsins Sporðs, sem leigir Þverá ásamt Kjarrá í Borgarfirði, sagði að útlendingatíminn í ánni væri nánast uppseldur og talsvert væri að koma inn af nýjum innlendum viðskiptavinum. Bergur Þ. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 478 orð

Viðræður um lausn hafnar

INGIBJÖRG Pálmadóttir heilbrigðisráðherra sagði á Alþingi í gær að hún væri mjög ósátt við þau vinnubrögð heilsugæslulækna að grípa til hópuppsagna. Þetta kom fram í umræðu utan dagskrár um stöðu heilsugæslunnar en tilefnið var uppsagnir 127 heilsugæslulækna á miðvikudag. Meira
2. febrúar 1996 | Erlendar fréttir | 220 orð

Vilja refsa fyrir gengisfellingar

FRANCK Borotra, iðnaðarráðherra Frakklands, segir í viðtali við franska viðskiptablaðið Les Echosí gær að hann telji að refsa eigi Evrópuríkjum er beiti gengisfellingum til að ýta undir útflutning með því að aðstoð frá Evrópusambandinu yrði greidd út í þeirra eigin gjaldmiðli. Meira
2. febrúar 1996 | Landsbyggðin | 70 orð

Þorrablót á leik-skólanum í Grindavík

Grindavík-Þorrinn gekk í garð sl. föstudag með bóndadegi. Krakkarnir á leikskólanum í Grindavík halda í þjóðlega siði og heilsa honum með þorrablóti að þjóðlegum sið. Þegar fréttaritari leit við á föstudag var ekki annað að sjá en þeim líkaði það sem var á boðstólum, hvort sem um var að ræða súrsaðan lundabagga eða hákarl, sviðasultu eða slátur, Meira
2. febrúar 1996 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Þremur af fimm starfsmönnum sagt upp

HAFNARSTJÓRN Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að segja upp þremur af fimm starfsmönnum áhaldahúss hafnarinnar frá og með 1. febrúar. Þeir munu láta af störfum í vor og sumar. Hafnarstjórn hefur jafnframt ákveðið að leggja niður starfsemi áhaldahússins í núverandi mynd og í framtíðinni verður farið meira í útboð verka. Meira
2. febrúar 1996 | Innlendar fréttir | 278 orð

Þremur sleppt en rannsókn stendur enn

ÞREMUR mönnum, sem verið höfðu í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fjársvik og aðild að bankaráni, var sleppt úr haldi síðdegis á miðvikudag, en Rannsóknarlögregla ríkisins taldi ekki efni til að fara fram á framlengingu gæsluvarðhalds yfir þeim. Fjórði maðurinn er enn í haldi. Meira
2. febrúar 1996 | Miðopna | 1431 orð

Þýska kerfið í tilvistarkreppu Aukið atvinnuleysi og lítill sem enginn hagvöxtur hefur knúið þýsku ríkisstjórnina til að

ÞÝSKA ríkisstjórnin mun á næstunni leggja allt kapp á að hleypa nýju lífi í efnahagslífið í þeirri von að fjölga atvinnutækifærum og draga úr fjárlagahalla þannig að Þýskaland uppfylli skilyrði Maastricht-sáttmálans fyrir þátttöku í hinum efnahagslega og peningalega samruna Evrópuríkja, EMU. Meira
2. febrúar 1996 | Smáfréttir | 34 orð

(fyrirsögn vantar)

DANSSVEITIN KOS og Eva Ásrún leika föstudags- og laugardagskvöld á Kaffi Reykjavík. Á sunnudags- og mánudagskvöld leika þeir Ingi Gunnar og Eyjólfur Kristjánsson og dúettinn Sigurður Dagbjartsson og Birgir leika síðan þriðjudags- og miðvikudagskvöld. Meira

Ritstjórnargreinar

2. febrúar 1996 | Staksteinar | 348 orð

»EES og öryggisákvæðin Í EVRÓPUFRÉTTUM, sem Kristófer Már Kristinsso

Í EVRÓPUFRÉTTUM, sem Kristófer Már Kristinsson ritstýrir, er fjallað um það hvernig Evrópusambandið geti beitt öryggisákvæðum EES-samningsins. Klúbbfélagar og utanfélagsfólk Meira
2. febrúar 1996 | Leiðarar | 595 orð

LEIDARI TILRÆÐI VIÐ TENNUR IÐURSTÖÐUR rannsóknar, er Sigfú

LEIDARI TILRÆÐI VIÐ TENNUR IÐURSTÖÐUR rannsóknar, er Sigfús Þór Elíasson, prófessor í Tannlæknadeild Háskóla Íslands, hefur gert á tannheilsu íslenskra barna og unglinga á síðustu árum, eru uggvænlegar. Tannheilsa sex, tólf og fimmtán ára barna var könnuð 1985, 1990 og 1995 og beindist rannsóknin aðallega að tannskemmdum. Meira

Menning

2. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 66 orð

Aftur til liðs við Pearson

JOHN MOORE hefur látið af stöðu forstjóra Western Publishing Group, sem gefur út barnabækur og myndbönd, og hefur að nýju störf í brezka fjölmiðlafyrirtækinu Pearson plc. Pearson segir að Moore verði framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og útgáfudeildarinnar Mindscape í Kaliforníu. Western Publishing Co. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 61 orð

Ástarbréf frumsýnt

LEIKRITIÐ Ástarbréf, sem sýnt verður í Leikhúskjallaranum síðdegis á sunnudögum á næstunni, var forsýnt í Þingholti á laugardaginn. Höfundur þess er Bandaríkjamaðurinn A.R. Gurney og leikstjóri Andrés Sigurvinsson, en leikendur eru Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson. Á þessum myndum má sjá forsýningargesti glaða í bragði. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 65 orð

Berrössuð á tánum

ANNA Pálína Árnadóttir og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson fluttu tónlistardagskrána Berrössuð á tánum í Möguleikhúsinu á laugardaginn. Þau eru höfundar hennar, en dagskráin er ætluð börnum á aldrinum 2-6 ára. Börn á þeim aldri fjölmenntu í Möguleikhúsið og skemmtu sér vel. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 88 orð

Bítlaplötunni seinkar

HINIR fjölmörgu aðdáendur Bítlanna verða að bíða lengur en ráðgert hafði verið eftir plötunni "Anthology 2" og smáskífunni "Real Love". Breiðskífan átti að koma út þann 27. febrúar, en útgáfu hennar hefur verið frestað til 18. mars. Smáskífan átti að koma í búðir 12. febrúar, en kemur út 4. mars. Meira
2. febrúar 1996 | Menningarlíf | 216 orð

Börn mánans

LEIKFÉLAG Menntaskólans í Kópavogi frumsýnir í dag, föstudag, í Félagsheimili Kópavogs leikritið Börn mánans eftir Michael Weller, en hann skrifaði einnig kvikmyndahandritið að Hárinu, í þýðingu Karls Ágústs Úlfssonar og í leikstjórn Eggerts Kaaber. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 50 orð

Dansað í Garðabænum

HLJÓMSVEITIN Klappað og klárt, með söngkonuna Önnu Vilhjálms í fararbroddi, lék fyrir dansi og hélt stuðinu uppi með gömlum dægurlagaperlum á Garðakránni síðastliðna helgi. Ljósmyndari Morgunblaðsins rann á hljóðið og lét flass sitt flakka um sali staðarins. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 76 orð

Faye í Klefanum

VIÐRÆÐUR um að Faye Dunaway leiki dóttur í myndinni Klefinn, eða "The Chamber", eru á lokastigi. Ef af verður leikur hún Lee, dóttur dauðadæmds fanga sem Gene Hackman leikur. Lee tekur sér annað föðurnafn þar sem hún vill ekki vera kennd við föður sinn. Alec Baldwin leikur ríkisstjóra Mississippi í myndinni, sem byggð er á metsölubók Johns Grishams. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 103 orð

Gelluhátíð Ölvers

ÖLVER, Kiwanisklúbburinn í Þorlákshöfn, hefur starfað í rúmlega 21 ár og frá öndverðu hafa félagar komið saman í lok mörsugs og skemmt sér. Skemmtun þessi ber nafnið Gelluhátíð. Merkingin er ekki tvíræð, heldur er nafnið dregið af máltíðinni, sem samanstendur af ýmiss konar fiskmeti og eru gellur þar í öndvegi. Þær eru bornar fram steiktar, soðnar eða marineraðar, eftir smekk. Meira
2. febrúar 1996 | Menningarlíf | 68 orð

Hádegistónleikar hefjast að nýju

BJÖRN Steinar Sólbergsson organisti heldur hádegistónleika í Akureyrarkirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 12. Þetta eru fyrstu hádegistónleikarnir eftir endurbyggingu orgels kirkjunnar, en sem kunugt er var orgelið endurvígt 26. nóvember síðastliðinn. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 194 orð

Háskólabíó frumsýnir Land og frelsi

HÁSKÓLABÍÓ frumsýnir föstudaginn 2. febrúar kvikmyndina Land og frelsi (Land and Freedom) eftir breska leikstjórann Ken Loach sem kunnastur er fyrir verðlaunamyndir sínar Hidden Agenda, Riff Raff, Raining Stones og Ladybird, Ladybird. Með aðalhlutverk fer Ian Hart sem vakti mikla athygli fyrir túlkun sína á John Lennon í Backbeat. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 235 orð

Hræðist ekki fræga leikara

TALIÐ er að innan skamms muni framleiðendur í Hollywood koma auga á Olivier Martinez. Hann er 22 ára og hefur leikið í þremur kvikmyndum. Fyrir leik sinn í mynd Bertrands Bliers, "1, 2, 3 Soleil", hlaut hann Jean Gabin-verðlaunin og César-verðlaunin 1994 sem efnilegasti leikarinn. Hann lék einnig á móti Yves Montand í myndinni "IP5" í leikstjórn Jean-Jacques Beineix. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 85 orð

Ísfirðingar fagna sólrisu

SÓLRISUHÁTÍÐ Ísfirðingafélagsins var haldin í 51. sinn á Hótel Íslandi fyrir skemmstu. Yfir 600 manns sóttu hátíðina, sem þótti takast mjög vel. Að sögn Einars S. Einarssonar, formanns félagsins, var dagskráin að nokkru leyti helguð minningu Jóns Jónssonar frá Hvanná, en dóttir hans, Gunnþórunn Jónsdóttir, flutti hátíðarávarp. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 89 orð

Kettir forsýndir

SÖNGLEIKURINN "Cats" eftir Andrew Lloyd Webber, í þýðingu Magneu Matthíasdóttur, var forsýndur í Loftkastalanum á miðvikudaginn. Áhorfendur voru fjölmargir og meðal þeirra var stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason. "Ég er alveg gáttaður á því hvað þetta er flott hjá þeim. Það var hvergi veikan blett að finna. Meira
2. febrúar 1996 | Fólk í fréttum | 49 orð

Legómaraþon

ÚTVARPSSTÖÐIN Stunan verður starfrækt í Tónabæ á næstu dögum. Til styrktar starfseminni héldu unglingar úr félagsmiðstöðinni Legó- maraþon. Þar var kubbað, farið í snú-snú og hvílt á milli. Fjöldi ungmenna tók þátt í maraþoninu og safnaðist töluverð upphæð. Meira
2. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 209 orð

Mun hefja sjónvarpssendingar með vorinu

NÝTT fyrirtæki um fjölmiðlarekstur, Sunnlensk fjölmiðlun ehf., var stofnað 27. janúar á Selfossi. Félagið undirbýr nú sjónvarpsútsendingar með örbylgjutækni sem munu fyrst í stað nást á Selfossi, Stokkseyri, Eyrarbakka, í Þorlákshöfn og Hveragerði. Meira
2. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 271 orð

Murdoch ver stórfé til fréttasjónvarps

RUPERT MURDOCH, stjórnarformaður News Corp., hefur skipað kunnan mann úr heimi kaplasjónvarps yfirmann nýrrar sjónvarpsstöðvar, sem á að senda út fréttir eingöngu. Um leið hefur Murdoch lýst því yfir að hann muni verja 80 milljónum dollara ári til að gera þann draum sinn að veruleika að koma á fót fréttasjónvarpi í líkingu við CNN-sjónvarp Teds Turners. Meira
2. febrúar 1996 | Myndlist | 643 orð

Nálægð ullar og uppgreftra

Birgir Andrésson. Opið janúar- febrúar. Aðgangur ókeypis. MARGIR urðu undrandi þegar fréttist að Birgir Andrésson hafði verið valinn til að vera fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum sem fram fór á nýliðnu ári. Meira
2. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 403 orð

Ná til um 95% tölvunotenda um allan heim

ÚTGÁFUSAMSTEYPAN IDG (International Data Group) er einn stærsti útgefandi heims á sviði tölvutækni og gefur samsteypan út þekkt tímarit og blöð á borð við Computerworld, PC World og MACWorld. Þessi útgáfa IDG nær nú til um 95% af tölvunotendum heims, að því er fram kom í máli Davids F. Hill, forstöðumanns alþjóðadeildar IDG, á hádegisverðarfundi á vegum Hemru ehf. sl. mánudag. Meira
2. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 439 orð

New Statesman berst fyrir lífinu

NEW STATESMAN, vikublað vinstrisinnaðra jafnaðarmanna í Bretlandi, hefur rambað á barmi gjaldþrots um árabil og nú eru mál þess komin í hendur skiptaráðanda, sem reynir að selja það hæstbjóðanda. Hnignun New Statesman hófst fyrir 30 árum þegar blaðið seldist í um 96.000 eintökum, en nú er upplagið aðeins 20.000 eintök og tapið á rekstrinum 5-6.000 pund á viku. Meira
2. febrúar 1996 | Menningarlíf | 97 orð

Orgelog söngtónleikar

HJÓNIN Natalia Chow sópransöngkona og Helgi Pétursson orgelleikari halda tónleika í Háteigskirkju á sunnudaginn kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna verða meðal annars verk eftir J.S. Bach, Buxtehude, Bizet og Gounoud. Meira
2. febrúar 1996 | Menningarlíf | 105 orð

Smávinir íDigraneskirkju

SÖNGHÓPURINN Smávinir heldur tónleika í Digraneskirkju laugardaginn 3. febrúar kl. 17. Smávinir eru Arna Grétarsdóttir sópran, Ágúst I. Ágústsson bassi, Ásgeir Ö. Ásgeirsson tenór, Daníel B. Sigurgeirsson tenór, Elva Ö. Ólafsdóttir alt, Hulda Sigurjónsdóttir alt, Matthías Arngrímsson bassi, Signý H. Hjartardóttir sópran, Sonja B. Guðfinnsdóttir sópran og Sæberg Sigurðsson bassi. Meira
2. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 69 orð

Springer gefur út sjónvarpsbækur

AXEL SPRINGER Verlag AG og Thomas Lardon, bókmenntalegur umboðsaðili í Hamborg, hafa komið á fót sameignarfyrirtæki til að gefa út bækur, sem eru byggðar á sjónvarpsþáttum og eiga að fylgja þeim. Nýja fyrirtækið nefnist S&L MedienContor GmbH. Lardon leggur til einkarétt á sjónvarpsefni, sem hann hefur fengið hjá þýzku sjónvarpsstöðvunum SAT1 og VIVA. Meira
2. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 125 orð

Svíar stofna sjónvarp í Eistlandi

SÆNSKA fjölmiðlafyrirtækið Kinnevik hefur undirritað samning við nokkur eistnesk fyrirtæki um stofnun nýrrar sjónvarpsstöðvar í Eistlandi og mun hún nefnast Stöð3. AS EVTV, sem Kinnevik á mikinn hlut í, mun eiga 42% í nýju stöðinni. Telemedia Eesti, sem er að hluta til í eigu sænska fyrirtækisins Telemedia, mun eiga um 34%. Meira
2. febrúar 1996 | Menningarlíf | 65 orð

Úkrainsk kvikmynd hjá MÍR

"TAP herdeildarinnar" (Gíbel eskadrí) nefnist kvikmyndin sem sýnd verður í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, næstkomandi sunnudag kl. 16. Myndin var gerð í Úkraínu 1965, ein af mörgum sem úkrainskir kvikmyndagerðarmenn sendu frá sér um borgarastyrjöldina sem fylgdi í kjölfar rússnesku byltingarinnar 1917. Meira
2. febrúar 1996 | Fjölmiðlar | 371 orð

Wallenberg losar sig við Hasselblad

WALLENBERG stórfyrirtækið í Svíþjóð hefur látið af hendi eitt frægasta vörumerki sitt með því að selja Hasselblad, framleiðanda hinna kunnu ljósmyndavéla, sem hafa verið notaðar við hin hin margvíslegustu tækifæri, allt frá brúðkaupum til mannaferða til tunglsins. Meira
2. febrúar 1996 | Menningarlíf | 485 orð

Þrjár konur stórar

LEIKHÓPUR Kjallaraleikhússins hefur hafið æfingar á leikritinu Þrem konum stórum, (e. Three Tall Women) eftir bandaríska leikritaskáldið Edward Albee í þýðingu Hallgríms H. Helgasonar. Helgi Skúlason er leikstjóri en með hlutverk fara Helga Bachmann, Edda Þórarinsdóttir og Halla Margrét Jóhannesdóttir. Meira
2. febrúar 1996 | Menningarlíf | 171 orð

Þrjár myndlistasýningar í Nýlistasafninu

HLYNUR Helgason, Sigríður Hrafnkelsdóttir og Lothar Pöpperl opna þrjár myndlistarsýningar í Nýlistasafninu, Vatnsstíg 3b, laugardaginn 3. febrúar kl. 16. Hlynur Helgason sýnir rýmisverk í efri sölum safnsins og eitt verk utandyra. Þetta er fimmta einkasýning Hlyns og sú fyrsta síðan hann lauk framhaldsnámi í myndlist frá Goldsmith's College í London 1993. Meira

Umræðan

2. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 141 orð

Athugasemd vegna greinar um Rússland

Kæri ritstjóri. Í grein Ásgeirs Sverrissonar um Rússland (Morgunblaðið 28. janúar) er hinum nýja utanríkismálaráðherra landsins, E. Primakov, lýst sem "þrautreyndum njósnara sem reis til metorða innan leyniþjónustunnar KGB". Hér eru upplýsingar um raunverulegan starfsferil hans: Fæddur í Kiev 1929. Meira
2. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1397 orð

Heilbrigðiskerfi í vímu

STJÓRNUN heilbrigðismála virðist nú í meiri ólestri en oft áður. Miðstjórnarvald er hert og stofnunum gert skylt að minnka sína veltu. Helsti atgangurinn er kringum svokölluð hátæknisjúkrahús, sem margir stjórnmálamenn virðast halda að séu meginrót halla ríkissjóðs. Meira
2. febrúar 1996 | Aðsent efni | 542 orð

Heimurinn og Elliðaárnar

Heimurinn og Elliðaárnar Hefur oft mátt ætla, segir Júlíus Gestsson, að engin boðleg þjónusta sé á sjúkrahúsum norðan eða austan við Elliðaár. Meira
2. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 240 orð

Hvar á barnið að vera?

Í ÞÆTTINUM Almannarómi á Stöð tvö 25. þ.m. var fjallað um ólögleg fíkniefni. Þar kom fram að ætlað er að um þriðjungur unglinga hafi neytt slíkra efna eða áfengis. Ég var innilega sammála móður sem sagðist þeirrar skoðunar að fjarvera beggja foreldra í daglangri vinnu utan heimilis auki mjög á hættuna á að unglingarnir geti farið sér að voða í neyslu hverskyns vímuefna. Meira
2. febrúar 1996 | Aðsent efni | 553 orð

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna

Ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna Það er afar mikilvægt, segir Guðrún Ögmundsdóttir, að auka fræðslu um fjármál heimilanna. INNAN tíðar verður opnuð í Reykjavík ráðgjafarstofa sem ætlað er að aðstoða fólk með fræðslu og ráðgjöf við að bæta fjárhag heimilanna, Meira
2. febrúar 1996 | Aðsent efni | 534 orð

Reykingar og tannheilsa

ÍSLENDINGAR lifa einna lengst af öllum þjóðum í heimi. Það er því full ástæða til að lifa heilbrigðu lífi og hugsa vel um tennurnar sem eiga að endast okkur langa ævi. Sem betur fer hefur viðhorf Íslendinga breyst stórlega svo að nú eru gervitennur ekki lengur gefnar í fermingargjöf, eins og áður fyrr tíðkaðist. Meira
2. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 352 orð

Smábátaeyðingin

TIL SMÁBÁTASJÓMANNA og fjölskyldna þeirra. Þið megið vinna á næsta ári: 21 dag í febrúar, mars og apríl, í þessum mánuðum eru 26 banndagar fyrir utan hrygningarbann. Maí, júní 13 dagar og 12 banndagar og júlí, ágúst 13 dagar með 19 banndögum. Útilokað er fyrir nokkra stétt að vinna eftir svona almanaki. Ef þetta eru ekki hrein og bein mannréttindabrot þá eru þau ekki til. Meira
2. febrúar 1996 | Aðsent efni | 684 orð

Staða lögð niður hjá Tryggingastofnun

Í FRÉTTATÍMA Ríkissjónvarpsins þriðjudaginn 30. janúar var fjallað um niðurlagningu á stöðu deildarstjóra lána- og innheimtudeildar hjá Tryggingastofnun ríkisins. Í því sambandi var rætt við Guðjón Albertsson fyrrverandi deildarstjóra. Af þessu tilefni vill undirritaður koma að eftirfarandi athugasemd. Meira
2. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 384 orð

Starfsemi Háteigssafnaðar

VETRARSTARF Háteigssafnaðar er í fullum gangi. Ýmislegt er á boðstólum fyrir þá, sem áhuga hafa á að iðka samfélag við Guð og menn og þroska trú sína í helgihaldi og fræðslu. Hér að neðan eru nefndir fastir liðir starfseminnar. Messur Messur eru hvern helgan dag klukkan 14. Þangað sækir fólk næringu fyrir trúarlíf sitt. Á miðvikudögum eru kvöldbænir kl. Meira
2. febrúar 1996 | Aðsent efni | 1232 orð

Svartstakkar í íslensku þjóðkirkjunni - er það framtíðin?

ÞAÐ hafði ekki verið ætlun mín að skrifa frekar um stöðu íslensku kirkjunnar, en nokkur ummæli vígslubiskups í sjónvarpsþætti RÚV fyrir nokkru komu svo illa við mig að ég fæ ekki orða bundist. Það sem kom einna verst við mig voru ummæli hans á þá leið að hann hefði frétt frá leikmanni úti í bæ að öll þessi deila (í Langholtssókn) væri mögnuð upp og tilbúin af svartstökkum í kirkjunni. Meira
2. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 239 orð

Til Ríkissjónvarpsins

Í TILEFNI af grein Jóhönnu S. Einarsdóttur í blaðinu 17. janúar langar mig að vekja athygli á því að stór hópur heyrnarskertra getur ekki nýtt sér talað mál, hvorki í útvarpi né sjónvarpi, hversu skýrt eða greinilega sem talað er. Sá hópur getur einungis nýtt sér textað efni í sjónvarpi. Meira
2. febrúar 1996 | Aðsent efni | 985 orð

Um fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar

FYRIR nokkru ritaði Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður athygliverða grein í Morgunblaðið þar sem hann dró fram upplýsingar um fjármál kirkjunnar og benti á, að í raun væri fjárhagur hennar að mestu aðskilinn frá ríkissjóði, þótt sóknargjöld væru innheimt með opinberum gjöldum samkvæmt sjerstöku samkomulagi þar um, sem lögfest var á síðasta áratug. Meira
2. febrúar 1996 | Bréf til blaðsins | 661 orð

Upphefst nú aftur blóðmjólkun?

Á ÁRUM áður, meðan fiskistofnar voru í jafnvægi og þorskstofninn gaf af sér 3­400.000 tonn á ári, var alltaf töluvert magn af smáfiski sem ólst upp í Ísafjarðardjúpi. Hann lá þar í rækjunni fyrsta og annað árið. Við upphaf þriðja árs lyfti hann sér frá botni og leitaði sér fæðis í uppsjávaræti, aðallega í loðnunni, sem á sama tíma flæddi yfir Vestfjarðagrynninguna. Meira
2. febrúar 1996 | Aðsent efni | 465 orð

Vont par

ÞAÐ VAR fyrir hartnær fjörutíu árum að út kom saga Thorbjörns Egners um þá kumpána Karíus og Baktus. Flestum er sagan líklega vel kunn, en hún fjallar um tvo skemmtilega karla sem lifa í upphafi sögunnar góðu lífi í munninum á pilti sem heitir Jens. Þeir höggva og berja tennurnar í Jens, grafa holur, hafa nóg af sætindum sér til lífsviðurværis og tannburstinn er þar ekki daglegur gestur. Meira

Minningargreinar

2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 143 orð

Amalía Charlotta Þórðardóttir

Það verður erfitt að hugsa sér heiminn og tilveruna án Köllu, nú er skarð fyrir skildi. Hún hefur alltaf verið hér, allt frá því að ég man eftir mér, verið einn af þessum föstu punktum í lífi mínu. Þegar ég var að alast upp leið enginn sunnudagur án Köllu, engin jól án Köllu, afmæli, fjölskylduboð, veikindi, gleðidagar. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 682 orð

Amalía Charlotta Þórðardóttir

Í Vesturbænum stóð vagga hennar Köllu okkar og var gælunafn Amalíu Charlottu Þórðardóttur. Hún fæddist í Oddgeirsbæ við Framnesveg í Reykjavík, en fluttist með fjölskyldu sinni skömmu síðar að Framnesvegi 7, þar sem foreldrarnir höfðu byggt sér hús og ólst Charlotta þar upp í skjóli þeirra ásamt fjórum bræðrum sínum. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 241 orð

Amalía Charlotta Þórðardóttir

Þegar ég minnist Köllu þá koma ótal minningar upp í hugann. Þó ber hæst þá vináttu okkar á milli sem varað hefur alla tíð. En frá því ég man fyrst eftir mér, finnst mér við alltaf hafa verið bestu vinkonur þó aldursmunur væri u.þ.b. 40 ár, sem ég að vísu fann aldrei fyrir. En Kalla giftist ömmubróður mínum sem er látinn. Hjá okkur var alltaf gagnkvæmt traust. Gátum við endalaust ræðst við. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 155 orð

Amalía Charlotta Þórðardóttir

Mig langar að minnast í örfáum orðum frænku minnar Charlottu Þórðardóttur, eða Köllu eins og hún var jafnan kölluð. Af mörgu er að taka í þeim efnum. Það sem fyrst kemur í hugann er glaðværðin, hlýjan og glæsileikinn og sem alltaf fylgdi henni. Sífelldur og brennandi áhugi hennar á málefnum líðandi stundar gerðu það að verkum að í hennar tilfelli var aldur nánast afstæður. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 256 orð

Amalía Charlotta Þórðardóttir

Til foldar er hnigin fögur kona. Fögur kona í öllum skilningi þess orðs. Hönd þess er öllu ræður hefur tekið í útréttan arm, linað líkamsþján og veitt hvíld. Amma Charlotta hefur nú lagt út á nýjar brautir, okkur ókunnar. Við hin horfum á eftir henni, hvorki í sorg né gleði, heldur með virðingu, þakklæti og söknuði. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 915 orð

Amalía Charlotta Þórðardóttir

Mig langar með örfáum orðum að minnast kærrar tengdamóður minnar Charlottu A. Þórðardóttur. Í 32 ár var ég svo lánsöm að eiga Köllu fyrir tengdamóður og allan þann tíma voru samskipti okkar mjög náin. Þannig bjó ég á heimili hennar og Ásgeirs tengdaföður míns í Skerjafirðinum í nokkurn tíma og skömmu eftir andlát Ásgeirs bjó Charlotta á heimili okkar Þórðar á Kýpur í eitt ár. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 358 orð

Amalía Charlotta Þórðardóttir

Amma mín, Amalía Charlotta Þórðardóttir, er látin. Hvað er hægt að segja á svona stundu þegar einn af mínum bestu vinum deyr, ekki mikið, en samt er hægt að minnast allra þeirra yndislegu stunda sem við áttum saman. Árið 1992 veittist mér sá heiður að flytja til ömmu Köllu á Grenimelinn er hún veiktist fyrst, og bjó ég hjá henni um skeið, eða þar til hún fluttist á Hrafnistu. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 390 orð

AMALÍA CHARLOTTA ÞÓRÐARDÓTTIR

AMALÍA CHARLOTTA ÞÓRÐARDÓTTIR Amalía Charlotta Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 9. febrúar 1907. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni 23. janúar síðastliðin. Foreldrar hennar voru Maren Guðmundsdóttir frá Skarfsnesi, f. 18.10. 1874, d. 29.8. 1952, og Þórður Stefánsson frá Núpstúni í Hrunamannahreppi, f. 28.1. 1870, d. 29.1. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 677 orð

Brynjólfur Eiríksson

Hann afi minn, Brynjólfur Eiríksson, er látinn. Hann afi kom með ömmu Fríðu í heimsókn að kvöldi 7. janúar, í tíu ára afmæli dóttur okkar. Enginn hefði trúað því, er hann kvaddi okkur það kvöld, að maður stæði með tár í augum við dánarbeð hans snemma morguninn eftir. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 28 orð

BRYNJÓLFUR EIRÍKSSON

BRYNJÓLFUR EIRÍKSSON Brynjólfur Eiríksson fæddist í Sperðlahlíð í Arnarfirði 4. október 1913. Hann lést á Landspítalanum 8. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Áskirkju 16. janúar. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 184 orð

Einar Sigurðsson

Nú er hann elsku afi fallinn frá, mikið á ég eftir að sakna hans, manni hefur þótt svo sjálfsagt að hafa hann hjá sér og hefur ekkert leitt hugann að því að hann fengi kallið stóra. Því varð það mikið reiðarslag þegar hann veiktist á gamlársdagsmorgun en upp frá því sá maður að hverju stefndi. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 434 orð

Einar Sigurðsson

Mig langar að minnast Einars Sigurðssonar vinar míns með nokkrum orðum. Einar var einn af þeim mönnum sem stóðu upp úr fjöldanum og setti svip á umhverfið. Alltaf jákvæður, lífsglaður, og áhugasamur um alla heima og geima. Hann var sjálfskapaður heimspekingur. Ég hef þekkt Einar og Siggu síðan ég man fyrst eftir mér á Hringbrautinni í Hafnarfirði. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 267 orð

EINAR SIGURÐSSON

EINAR SIGURÐSSON Einar Sigurðsson múrarameistari fæddist í Ertu í Selvogi 19. desember 1913, hann andaðist í St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, að morgni 24. janúar síðastliðins. Foreldrar Einars voru Sigurður Jónsson bóndi í Ertu og síðar verkamaður í Hafnarfirði, d. 17.2. 1952, og Guðrún Þórðardóttir, d. 18.7. 1968. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 450 orð

Friðrikka Millý M¨uller

Mig langar til að minnast elskulegrar konu, sem í huga mér var alltaf ein af móðursystrum mínum. Millý, eins og hún var kölluð í daglegu tali, fæddist í Skógarkoti í Þingvallasveit 8. nóvember 1907. Hún var yngra barn Ragnhildar Ólafsdóttur, sem ættuð var úr Laugardal, og Max William M¨uller, er var af norsk-ítölsku bergi brotinn, listamaður, sem lét eftir sig mörg merk listaverk. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 32 orð

FRIÐRIKKA MILLÝ M¨ULLER Friðrikka Millý M¨uller var fædd í Skógarkoti í Þingvallasveit 8. nóvember árið 1907. Hún lést á heimili

FRIÐRIKKA MILLÝ M¨ULLER Friðrikka Millý M¨uller var fædd í Skógarkoti í Þingvallasveit 8. nóvember árið 1907. Hún lést á heimili sínu, Austurbrún 6, 13. desember síðastliðinn. Útförin fór fram 21. desember síðastliðinn. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 1086 orð

Guðmundur Gunnlaugsson

Guðmundur Gunnlaugsson er látinn á áttugasta aldursári og er þar genginn góður drengur. Hann var einn af mörgum þeirrar kynslóðar sem þurfti að vinna hörðum höndum til að skapa sitt lifibrauð og leggja stein í þann nægtabrunn sem við yngri afkomendur margra þessara vinnusömu hraustmenna ausum úr í dag. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 85 orð

GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON Guðmundur Gunnlaugsson fæddist í Súðavík 8. júní 1917. Hann lést í Borgarspítalanum 23. janúar

GUÐMUNDUR GUNNLAUGSSON Guðmundur Gunnlaugsson fæddist í Súðavík 8. júní 1917. Hann lést í Borgarspítalanum 23. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Gunnlaugur Randver Einarsson og Sigrún Jónsdóttir. Systkini Guðmundar eru: Pálmi Sveinn og Jón Hjaltalín sem nú eru látnir, Magnús og Salóme. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 348 orð

Guðrún Kristmunda Jóhannsdóttir

Móðir mín, Guðrún Jóhannsdóttir, er látin. Það var á þjóðhátíðardaginn 17. júní að hún veiktist skyndilega og var flutt á sjúkrahús. Hún hafði þá kennt sér þess meins sem hún lést úr 25. janúar. Minningarnar leita á mann, ég sé hana fyrir mér í glaðværð á heimilinu, alltaf með einhverja handavinnu. Hún stundaði saumaskap og var fljótvirk, vandvirk og sérlega handlagin. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 214 orð

GUÐRÚN KRISTMUNDA JÓHANNSDÓTTIR

GUÐRÚN KRISTMUNDA JÓHANNSDÓTTIR Guðrún Kristmunda fæddist 5. mars 1921, að Herjólfsstað í Laxárdal í Skagafirði. Hún lést í sjúkrahúsi Keflavíkur 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Jónatansson og Hólmfríður Sveinsdóttir. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 263 orð

Hildigunnur Gunnarsdóttir

Mig langar í fáeinum orðum að minnast föðursystur minnar, Hildigunnar Gunnarsdóttur frá Helluvaði á Rangárvöllum. Stella frænka, eins og hún var ætíð kölluð á meðal okkar bræðranna í Akurgerði, var á svipuðum aldri og faðir minn og því var þannig háttað að við strákarnir og börn þeirra Stellu og Gunnars Sigurjónssonar, eiginmanns hennar, vorum á svipuðu reki. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 26 orð

HILDIGUNNUR GUNNARSDÓTTIR Hildigunnur Gunnarsdóttir fæddist 21. apríl 1928, að Helluvaði í Rang. Hún lést 22. janúar í Reykjavík

HILDIGUNNUR GUNNARSDÓTTIR Hildigunnur Gunnarsdóttir fæddist 21. apríl 1928, að Helluvaði í Rang. Hún lést 22. janúar í Reykjavík og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 1. febrúar. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 471 orð

Kristín Sigtryggsdóttir

Mig langar til að setja nokkur síðbúin kveðju- og þakkarorð til tengdamóður minnar, fyrir allt sem hún var mér frá okkar fyrstu kynnum. Þó sárt sé að sjá á bak þeim sem verið hafa manni mikið þá gleðjumst við öll sem að henni stöndum að hún er nú frelsuð úr fjötrum þrauta og elli. Seinustu árin voru henni erfið, heilsan þrotin og sérstaklega var henni þungbært að missa sjónina. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 175 orð

Kristín Sigtryggsdóttir

Er ég minnist kærrar vinkonu minnar er mér þakklæti efst í huga. Ég var ung þegar ég hitti Kristínu í fyrsta skipti. Hún var þá í heimsókn hjá Jóni bróður mínum ásamt Guðmundi manni sínum og Sidda frumburði sínum, en Guðmundur var mágur Jóns. Enn er mér minnisstætt hversu smekklega Siddi var þá klæddur, finnst mér það táknrænt um þá smekkvísi og snyrtimennsku er alla tíð einkenndi hana. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 209 orð

KRISTÍN SIGTRYGGSDÓTTIR

KRISTÍN SIGTRYGGSDÓTTIR Kristín Sigtryggsdóttir fæddist að Auðbjargarstöðum í Kelduhverfi 11. október 1904. Hún lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 26. nóvember síðastliðinn 91 árs að aldri. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Sigurgeirsdóttir og Sigtryggur Jósefsson. Eignuðuste þau þrjú börn. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 384 orð

Kristján Bogi Einarsson

Hann Bogi vinur okkar er dáinn. Það þurfti ekki að koma á óvart þeim sem fylgst hafa með veikindum hans undanfarna mánuði. Okkur brá aftur á móti illa þegar Sólveig sagði okkur í ágúst síðastliðnum að Bogi væri með krabbamein á alvarlegu stigi. Það hefur verið aðdáunarvert að fylgjast með þeim hjónum frá því að þessi staðreynd var ljós og kom þá vel fram hversu gott samband þeirra var. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 434 orð

Kristján Bogi Einarsson

Þótt kynni okkar við Kristján Boga Einarsson hafi ekki spannað nema stuttan tíma, tíu ár ef vel er talið, þá voru það þessi ár, sem voru svo lengi að líða, þessi löngu, höfgu og virðulegu ár æskunnar. Við sátum saman öll árin í barnaskóla og í miðskóladeild MA, uns Bogi flutti suður. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 486 orð

Kristján Bogi Einarsson

Kveðja frá félögum í Lionsklúbb Garðabæjar Vinur okkar Kristján Bogi hefur kvatt okkur Lionsfélaga í annað sinn. Á fundi fyrir um ári kvaddi hann klúbbfélaga sína. Mörgum eru minnisstæð orð hans er hann sagði að nú væru þáttaskil í lífi sínu, hann yrði að velja milli félagsstarfsins og fjölskyldunnar. Hann veldi fjölskylduna en kveddi félagana með miklum söknuði. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 362 orð

Kristján Bogi Einarsson

Góður vinur okkar, Kristján Bogi Einarsson, er látinn aðeins 52 ára að aldri, eftir stutt en mjög erfið veikindi. Eftir að hafa fylgst með baráttu Boga síðustu mánuði, er ekki hægt annað en að undrast þvílíkt æðruleysi hann sýndi í veikindum sínum. Aldrei var kvartað, heldur reyndi hann að lifa eins eðlilegu lífi og kostur var og að sem minnst röskun yrði á heimilislífinu. En Bogi stóð ekki einn. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 28 orð

KRISTJÁN BOGI EINARSSON Kristján Bogi Einarsson fæddist á Siglufirði 1. ágúst 1943. Hann lést á Borgarspítalanum 24. janúar

KRISTJÁN BOGI EINARSSON Kristján Bogi Einarsson fæddist á Siglufirði 1. ágúst 1943. Hann lést á Borgarspítalanum 24. janúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 1. febrúar. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 295 orð

Ólafur Geir Sigurjónsson

Sauðfjáreigendur í Kópavogi og Reykjavík kveðja nú með virðingu og þökk traustan og góðan félaga. Ólafur G. Sigurjónsson, eða Óli á Geirlandi, eins og við kölluðum hann oftast, var einn þeirra ágætismanna í hópi fjáreigenda á höfuðborgarsvæðinu sem ég kynntist á unglingsárunum, um 1960. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Ólafur Geir Sigurjónsson

Stundum er sárt að vera of seinn. Stundum er sárt að geta ei snúið við. Stundum er sárt að geta eigi goldið þær gjafir sem okkur eru gefnar dýrar. Stundum er sárt að vera til. Þeir sem eru til, þeir eiga á hættu að missa. Hvað er að missa? Það að missa er að hafa ei goldið til baka þær gjafir sem þér eru gefnar. Vinur minn er dáinn. Aldrei aftur þykkar þéttar hendur. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 1530 orð

Ólafur Geir Sigurjónsson

Frændi minn og vinur, hann Óli, er dáinn. Hann var fæddur í húsi sem hét Norðurpóllinn og stóð einhvers staðar nærri Hlemmi. Á þessum tíma voru afi og amma ekki búin að koma sér upp húsnæði en höfðu leigt á nokkrum stöðum. Þegar Óli er 8 mánaða flytjast þau með hann og dæturnar að nýbýlinu sínu, Geirlandi, sem byggt var úr landi Lögbergs, þá í Seltjarnarneshreppi. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 511 orð

Ólafur Geir Sigurjónsson

Kær vinur og starfsfélagi er kvaddur í dag eftir 48 ára samferð, sem mér vitanlega bar aldrei skugga á. Það er umhugsunarefni á kveðjustund. Óli Geir var búinn að vera starfandi hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur frá 1948 en ég hóf þar störf 1950. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 334 orð

Ólafur Geir Sigurjónsson

Margar ljúfar og góðar minningar streyma fram í hugann þegar ég nú minnist vinar míns og samstarfsfélaga til margra ára, Ólafs Geirs Sigurjónssonar frá Geirlandi. Ungur að árum réðst hann til starfa hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur eða 1948 en faðir minn Einar G. E. Sæmundsen var þá framkvæmdastjóri félagsins. Góður vinskapur tókst fljótt með þeim sem hélst alla tíð. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 646 orð

Ólafur Geir Sigurjónsson

Eflaust verða alltaf til einhverjir menn sem skera sig úr fjöldanum, fara sínar eigin leiðir og verður minnst sem einstakra í sinni röð. Óli var einn slíkra. Honum lá minna á en okkur hinum, gaf sér tíma til þess að íhuga mál og var fyrir vikið úrræðagóður um lausnir á þeim. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 424 orð

ÓLAFUR GEIR SIGURJÓNSSON

ÓLAFUR GEIR SIGURJÓNSSON Ólafur Geir Sigurjónsson var fæddur í Reykjavík 8. ágúst 1928. Hann lést á heimili sínu í Reykjavík 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjón Ólafsson, f. 1898, d. 1964, bóndi og bílstjóri á Geirlandi við Lögberg, og kona hans, Guðrún Ámundadóttir, f. 1896, d. 1972. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 548 orð

Sigurður Breiðfjörð Guðmundsson

Laugardaginn 27. jan. síðastliðinn lést Sigurður Breiðfjörð Guðmundsson á Sjúkrahúsi Suðurnesja. Siggi fór snemma að vinna svo sem venja var á þeim tíma. Fyrst var algengast að vinna við að sólþurrka saltfiskinn, þá var farið eitt eða fleiri sumur í sveit. Strax eftir fermingu fóru strákar í beitningu, uppá hálfan hlut fyrstu vertíðina. Síðan fóru flestir á sjó. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 101 orð

SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON Sigurður Breiðfjörð Guðmundsson fæddist í Keflavík 24. júlí 1922. Hann lést í Sjúkrahúsi

SIGURÐUR BREIÐFJÖRÐ GUÐMUNDSSON Sigurður Breiðfjörð Guðmundsson fæddist í Keflavík 24. júlí 1922. Hann lést í Sjúkrahúsi Suðurnesja 27. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigurjóna Jóramsdóttir, ættuð úr Leirunni, og Guðmundur J. Magnússon vélstjóri, ættaður úr Keflavík. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 504 orð

Sigurgeir Jónsson

Foreldrar Sigurgeirs Jónssonar, Jón Björnsson skólastjóri á Sauðárkróki og kona hans Geirlaug Jóhannesdóttir, áttu mörg börn, og andaðist móðirin að sínu yngsta barni, syninum Geirlaugi, þegar Sigurgeir var á ungum aldri. Elztu systurnar hjálpuðust að við heimilishald í æsku hans unz faðir hans giftist seinna. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 475 orð

Sigurgeir Jónsson

Nú er hann Sigurgeir frændi minn búinn að kveðja og kom manni svo sem ekki alveg á óvart. Hægt og hægt hafði hann verið að draga sig í hlé undanfarin ár. Kannski er ástæðulaust að sýta um of þegar þannig er komið, menn eru saddir lífdaganna, margt farið að bjáta á og líknin þá kannski mest að mega sofna í friði. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 546 orð

Sigurgeir Jónsson

Kynni mín af Sigurgeiri hófust í Verslunarskóla Íslands árið 1941. Veturinn 1941-42 vorum við sessunautar í fjórða bekk og féll vel á með okkur. Sigurgeir var vel að sér og skemmtilegur og sagði mér frá mörgu, ekki síst mannlífi og einstöku fólki í Skagafirði sem var honum að sjálfsögðu hugstætt. Við höfðum báðir gaman af vel ortum vísum og kom ég síst að tómum kofunum hjá honum hvað það snerti. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 757 orð

Sigurgeir Jónsson

Það situr lítill drengur á útitröppunum og bíður eftir frænda sínum. Hann er seinn eins og oftast en það hefur drengurinn löngu lært að láta ekki á sig fá. Þeir eru nefnilega "spesíal" vinir, tveir einir á leið upp í sumarbústað. Og þótt drengur geri sér ekki fulla grein fyrir þýðingu þessa útlenda orðs sem frændi hans notar um vinskap þeirra finnur hann að svona vinátta ristir djúpt. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 230 orð

SIGURGEIR JÓNSSON

SIGURGEIR JÓNSSON Sigurgeir Jónsson fæddist á Sauðárkróki 30. ágúst 1918. Hann lést á sjúkradeild Elliheimilisins Grundar 25. janúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Þ. Björnsson skólastjóri frá Veðramóti í Vindhælishreppi í A-Hún., f. 1882, d. 1964, og kona hans, Geirlaug Jóhannesdóttir, ættuð úr Eyjafirði, f. 1892, d. 1932. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 582 orð

Sigurgeir Jónsson Minningarorð

Sigurgeir Jónsson vann mestan hluta starfsævi sinnar hjá Reykjavíkurborg sem gjaldkeri borgarverkfræðingsembættisins eða bæjarverkfræðings eins og það var kallað er hann hóf þar störf. Mig minnir að þetta mikilvæga embætti hafi ennþá verið hluti af borgarskrifstofunum í Reykjavíkurapóteki er Sigurgeir réðst þangað, en síðar fluttist það í Ingólfsstræti og þaðan í Skúlatún 2. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 885 orð

Tómas Emil Magnússon

Því lengra sem líður á æfina, fjölgar tilefnum til að minnast þess liðna: æskuáranna, fólksins og umhverfisins, sem mótaði okkur. Sá heimur er horfinn okkur sjónum, en birtist jafnan í ljúfsárum minningum í hvert sinn, er eitthvað okkur kært breytir um svip, eða þokar fyrir nútímanum. Þetta á ekki síst við þegar vinir og ættingjar deyja, því þá deyr hluti af okkur líka. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Tómas Emil Magnússon

Okkur eftirlifandi systkin Tómasar langar til að minnast hans nokkrum orðum. Við ólumst upp á yndislegu heimili, þar sem foreldrarnir lögðu sig alla fram um að veita okkur gott, kristilegt uppeldi. Foreldrar okkar og ættingjar voru í forystu í ýmsum menningarmálum á Ísafirði, svo sem leiklist og tónlist og í góðtemplarareglunni og mótaðist uppeldi okkar af því. Meira
2. febrúar 1996 | Minningargreinar | 180 orð

TÓMAS EMIL MAGNÚSSON

TÓMAS EMIL MAGNÚSSON Tómas Emil Magnússon var fæddur á Ísafirðii 31. maí 1911. Hann lést á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík 21. janúar sl. Foreldrar hans voru Magnús Ólafsson, prentsmiðjustjóri á Ísafirði, fæddur á Selakirkjubóli í Önundarfirði 3. júlí 1875, dáinn 10. Meira

Viðskipti

2. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 506 orð

Eykur útgjöld bíleigenda um 150 milljónir

VERÐ á hverjum lítra af 98 og 92 oktana bensíni hækkaði nú um mánaðamótin um 50-60 aura hjá olíufélögunum þremur, en verð á 95 oktana bensíni lækkaði um 60 aura. Olíufélögin höfðu svigrúm til lækkunar á útsöluverði allra bensíntegunda, en vegna 2,65% hækkunar á vörugjaldi varð að hækka tvær tegundir og lækka 95 oktana bensín mun minna en ella. Meira
2. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 151 orð

Hagnaður GM slær öll met

GENERAL MOTORS hefur skýrt frá methagnaði á síðasta ársfjórðungi og á árinu 1995 í heild þrátt fyrir veikleika í bílaiðnaði í heiminum, aðallega vegna minni skatta en búizt hafði verið við. Hagnaður á þremur mánuðum til desemberloka jókst um 19% í 1.9 milljarða dollara, eða 1,98 dollara á hlutabréf, úr 1.6 milljörðum dollara, eða 1,74 dollurum á hlutabréf 1994. Meira
2. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 46 orð

Loftur Ólafsson til Samvinnubréfa Landsbankans

LOFTUR Ólafsson, rekstrarhagfræðingur, hefur tekið við starfi forstöðumanns Samvinnubréfa Landsbankans, en Þorsteinn Ólafs, sem gegnt hefur þeirri stöðu, hefur sem kunnugt er verið ráðinn framkvæmdastjóri verðbréfafyrirtækisins Handsals hf. Loftur hefur á undanförnum árum starfað sem ráðgjafi hjá Landsbréfum hf, dótturfyrirtæki Landsbankans. Meira
2. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 346 orð

Slæm afkoma úti á landi

AFKOMA gististaða á landsbyggðinni versnaði mikið á árinu 1994 frá árinu á undan. Mikill þrýstingur var á verð vegna offramboðs og þar að auki lagðist 14% virðisaukaskattur á gistinguna 1. janúar sem ekki tókst að koma út í verðlagið. Meira
2. febrúar 1996 | Viðskiptafréttir | 325 orð

Spáð um 2 milljarða afgangi af viðskiptajöfnuði

VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR síðasta árs var hagstæður um 13,3 milljarða króna samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar og er þetta nokkuð minni afgangur af vöruskiptunum en varð árið 1994 þegar hann var 19,4 milljarðar króna á föstu gengi. Heildarútflutningur ársins 1995 var liðlega 116 milljarðar króna. Meira

Fastir þættir

2. febrúar 1996 | Dagbók | 2598 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 2. febrúar til 8. febrúar, að báðum dögum meðtöldum, er í Ingólfs Apóteki, Kringlunni 8-12. Auk þess er Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-19, laugardaga kl. 10-14. Meira
2. febrúar 1996 | Fastir þættir | 82 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Barðstre

Eftir 6 umferðir í aðalsveitakeppni deildarinnar er staða efstu sveita eftirfarandi. Lálandsgengið123 Eddi118 Halldór Þorvaldsson109 Birgir Magnússon103 Árni Magnússon101 Bridsfélag Suðurnesja Þau kunna vel við sig í nýja félagsheimilinu, formaður félagsins, Randver Ragnarsson, eiginkonan, Svala S. Meira
2. febrúar 1996 | Fastir þættir | 119 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Félags e

SPILAÐUR var Mitchell tvímenningur föstudaginn 26. janúar. 22 pör mættu. Úrslit í NS urðu: Þorsteinn Sveinsson - Eggert Kristinsson242 Kristinn Magnússon - Stefán Jóhannesson235 Áshildur Sigurgíslad. Meira
2. febrúar 1996 | Fastir þættir | 28 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæing

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild Rangæinga og Breiðholts AÐ loknum sex umferðum í sveitakeppninni er staða efstu sveita jöfn og spennandi: Alfreð Alfreðsson115 Sérsveitin112 Steindór G Meira
2. febrúar 1996 | Fastir þættir | 97 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Akureyra

Þriðjudaginn 30. jan. voru spilaðar 9. og 10. umferð í sveitakeppni félagsins og er staðan nú þessi þegar 4 umferðir eru eftir. Sveit Antons er komin með 40 stiga forskot. Sv. Atons Haraldssonar211 Sv. Ævars Ármannssonar171 Sv. Ormarrs Snæbjörnssonar157 Sv. Hauks Harðarsonar156 Úrslit í Sumarbrids 28. Meira
2. febrúar 1996 | Fastir þættir | 131 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Fljótsdalshér

STAÐA efstu sveita í KHB-sveitakeppni Bridsfélags Fljótsdalshéraðs sem er aðalsveitakeppni félagsins 1996 er þessi eftir fjórar umferðir af 10. Sveit: Sólningar85Herðis85Aðalsteins Jónssonar67Önnu S. Karlsdóttir64Þórarins V. Meira
2. febrúar 1996 | Fastir þættir | 183 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridskvöld byrjenda

ÆFINGAR hefjast að nýju, fyrir þá spilara sem hafa litla eða enga reynslu af keppnisbrids, mánudaginn 5. febrúar kl. 19.30, og verða á hverju mánudagskvöldi á sama tíma. Spilaðar verða eins kvölds keppni, þ.e. enginn verður bundinn nema eitt kvöld í einu, og spilarar sem koma einir verða aðstoðaðir við að mynda par. Spiluð verða forgefin spil og fá spilararnir eintak af spilagjöfinni með sér. Meira
2. febrúar 1996 | Í dag | 26 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Rut BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 3. desember sl. í Dómkirkjunni af sr. Maríu Ágústsdóttur Sif Einarsdóttirog Ragnar Sverrisson. Heimili þeirra er á Ljósvallagötu 8, Reykjavík. Meira
2. febrúar 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Nýmynd Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 12. ágúst sl. í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Eydís Grétarsdóttir og Karl Friðriksson. Heimili þeirra er á Akurbraut 3, Innri- Njarðvík. Meira
2. febrúar 1996 | Í dag | 30 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Nýmynd Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 22. júlí sl. í Keflavíkurkirkju af sr. Ólafi Oddi Jónssyni Signý Ósk Marinósdóttir og Haraldur R. Hinriksson.Heimili þeirra er á Heiðarholti 38, Keflavík. Meira
2. febrúar 1996 | Í dag | 29 orð

BRÚÐKAUP.

Ljósm. Nýmynd Keflavík BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 29. júlí sl. í Ytri-Njarðvíkurkirkju af sr. Baldri Rafni Sigurðssyni Brynja Ingólfsdóttir og Jóhann B. Magnússon.Heimili þeirra er á Hlíðavegi 64, Njarðvík. Meira
2. febrúar 1996 | Í dag | 354 orð

GUÐBJÖRG Lilja hringdi til Velvakan

GUÐBJÖRG Lilja hringdi til Velvakanda og sagðist vera ánægð með fréttina "Heimsferðir til Costa del Sol" sem birtist í Morgunblaðinu þriðjudaginn 30. janúar sl., og að farið sé að bjóða ferðir aftur til Costa del Sol. Meira
2. febrúar 1996 | Í dag | 463 orð

IÐSKIPTAVINUR Pósts og síma lýsti á dögunum fyrir Víkv

IÐSKIPTAVINUR Pósts og síma lýsti á dögunum fyrir Víkverja óánægju með viðskipti sín við stofnunina. Hann hafði keypt símtæki á heimili sitt og fór með það í viðgerð. Svo þegar hann náði í gripinn nokkrum dögum síðar og spurði hvað hann ætti að borga fékk hann þau svör að hann ætti ekkert að borga núna, heldur kæmi rukkunin á næsta símareikningi. Meira
2. febrúar 1996 | Dagbók | 555 orð

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrakvöld fór Laxfoss.

Reykjavíkurhöfn: Í fyrrakvöld fór Laxfoss. Í gær kom Eldborg af veiðum. Baldvin Þorsteinsson kom í gærmorgun. Rússneska kornskipið Andrei Ivanov kom í gærmorgun. Togarinn Víðir EA fer í dag. Engey er væntanleg í dag. Ásbjörn kemur til löndunar í dag. Meira
2. febrúar 1996 | Fastir þættir | 475 orð

Tveir unglingar tefla úrslitaskákina

Mótinu lýkur í kvöld og hefst taflið klukkan 19.30. Torfi Leósson hefur vinningsforskot á þá Bergstein Einarsson og Sigurð Daða Sigfússon. Teflt sunnudaga kl. 14, miðvikudaga og föstudaga kl. 19.30. Aðgangur ókeypis. Meira
2. febrúar 1996 | Dagbók | 216 orð

Yfirlit: Yfi

Yfirlit: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1033 mb hæð sem hreyfist suðaustur. Skammt austur af Nýfundnalandi er 996 mb lægð sem hreyfist norðaustur. Spá: Horfur á föstudag: Hæg breytileg átt, léttskýjað víðast hvar og frost á bilinu 2 til 8 stig, kaldast í innsveitum um morguninn. Meira

Íþróttir

2. febrúar 1996 | Íþróttir | 373 orð

Boston tók nýliða Vancouver í bakaríið

Boston vann stærsta sigur sinn í NBA-deildinni í vetur er liðið lagði Vancouver að velli í Boston í fyrrinótt, 131:98. Eric Williams var með 17 stig og David Wesley 16 fyrir Boston. Eric Murdock, Byron Scott og Bryant Reeves gerðu 16 stig hver fyrir nýliðana. Utah Jazz gerði góða ferð til Portland og sigraði 98:94. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 539 orð

Breiðablik - UMFG70:69

Smárinn, úrvalsdeildin í körfuknattleik, 25. umferð, fimmtudaginn 1. febrúar 1996. Gangur leiksins: 3:0, 12:4, 26:12, 40:18, 47:23, 47:27, 53:33, 58:48, 60:54, 61:58, 66:60, 66:67, 67:69, 70:69. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 54 orð

Caiyun bætti heimsmetið KÍNVERSKA stúlk

KÍNVERSKA stúlkan Sun Caiyun bætti heimsmetið í stangarstökki innanhúss tvívegis á móti í Þýskalandi á miðvikudag. Hún bætti fyrst eigið met frá því á sunnudag um einn sentímetra er hún stökk 4,22 metra, en bætti það síðan aftur og stökk 4,27 metra. Þess má geta að Norðurlandamet Völu Flosadóttur er 4,00 metrar. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 105 orð

Dýr myndi Hafliði allur BREIÐABLIKSMÖNN

BREIÐABLIKSMÖNNUM fannst gjaldið fyrir að leika í gærkvöldi heldur mikið og sérstaklega fannst þeim svokallað heimaleikjagjald KKÍ hafa hækkað frá síðasta heimaleik. Þá greiddi Breiðablik 9.000 krónur en að þessu sinni 20.000 sem mun stafa af vanmati KKÍ á kostnaði við dómara. Annar dómarinn dæmir fyrir Njarðvík og honum greiddi Breiðablik 3. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 223 orð

Einn besti leikur ÍR Við lékum okk

Við lékum okkar besta leik í langan tíma þó að þreyta segði til sín í lokin. Strákarnir voru einbeittir og gerðu eins og þeim var sagt, sagði John Rhodes þjálfari ÍR eftir 96:83 sigur á Skagamönnum. ÍA byrjuðu á að pressa ÍR-inga framarlega í vörninni en drifnir áfram af John Rhodes náðu Breiðhyltingar forystu. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 139 orð

FIBA sektar tvö grísk félagslið

GRÍSKU félögin Panathinaikos og PAOK hafa verið sektuð af Alþjóða körfuknattleikssambandinu, FIBA, vegna óprúðmannlegrar framkomu áhangenda liðanna. Panathinaikos, sem er frá Aþenu, er gert að greiða 4,4 milljónir króna til FIBA og þarf auk þess að leika næsta heimaleik sinn í Evrópukeppninni, gegn Virtus Bologna 8. febrúar, fyrir tómu húsi. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 2020 orð

Fyrsta verkið á nýjum vinnustað að fá frí!

Þrátt fyrir ungan aldur virðist Kristinn orðinn af þeim dómurum sem FIBA treystir til að dæma leiki á þess vegum en Kristinn segir sjálfur eðlilega skýringu á hvers vegna hann fái svona marga leiki. "Leikjum í Evrópukeppninni hefur fjölgað talsvert og svo hefur FIBA lagt áherslu á það að undanförnu að láta færri dómara dæma meira en áður. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 330 orð

Gaman að heyra góða brandara úr stúkunni

Það hefur oft verið sagt ykkur körfuboltadómarana að þeir séu ekki nógu miklir spaugarar, brosi lítið og takið dómarastarfið allt of alvarlega. Kristinn var spurður um þetta atriði. "Dómarar eru auðvitað mannlegir eins og aðrir og ef dagurinn í vinnunni hefur verið ánægjulegur og skemmtilegur og dómarinn er vel hvíldur þegar hann mætir til leiks þá held ég að flestir hafi húmor fyrir Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | -1 orð

Getum sigrað Rúmena

HANDKNATTLEIKURÞorbjörn Jensson landsliðsþjálfari um leikinn í Lottó-keppninni í dag Getum sigrað Rúmena Íslendingar eiga "heimaleik" þegar þeir mæta Rúmenum í Lottó- keppninni í Haraldarhöll í Haugasundi í kvöld. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 56 orð

Handknattleikur

Lottó-keppnin í Noregi Noregur - Júgóslavía24:23 Simen Muffetangen var markahæstur í liði Norðmanna með 8 mörk. Jan Thomas Lauritzen, Öystein Garstad og Glenn Solberg gerðu þrjú mörk hver. Predrag Peruniocic var með 8 mörk fyrir Júgóslava, Igor Butulija gerði fimm og Dragan Momic 4. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 331 orð

Haukar gefa ekkert eftir

EFTIR að hafa verið í basli með gesti sína í fyrri hálfleik þá ráku nýkrýndir bikarmeistarar Hauka af sér slyðruorðið í síðari hálfleik og tóku leikinn í sínar hendur þar sem öflugur varnarleikur var lykilatiði ásamt vel útfærðum hraðupphlaupum. Við þessu átti baráttuglaður hópur Borgnesinga ekkert svar og að leikslokum skildu sautján stig á milli fylkinga, 86:69. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 69 orð

HK í undanúrslit

Leikmenn 2. deildar liðs Hamars í Hveragerði lentu svo sannarlega í gini ljónsins þegar þeir fengu Íslands- og bikarmeistara HK í heimsókn í gærkvöldi. Bikarmeistararnir kláruðu heimamenn í þremur hrinum, 15:1, 15:4 og 15:6 og úrslitin alveg eftir bókinni. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 56 orð

Í kvöld Handknattleikur 1. deild karla: Vestm'eyjar:ÍBV - Víkingurkl. 20 2. deild karla: Fylkishús:Fylkir - HKkl. 20

Handknattleikur 1. deild karla: Vestm'eyjar:ÍBV - Víkingurkl. 20 2. deild karla: Fylkishús:Fylkir - HKkl. 20 Strandgata:ÍH - BÍkl. 20.30 Körfuknattleikur Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 71 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Atlanta - Phoenix84:120 Boston - Vancouver131:98 Cleveland - Milwaukee81:71 Portland - Utah94:98

NBA-deildin Atlanta - Phoenix84:120 Boston - Vancouver131:98 Cleveland - Milwaukee81:71 Portland - Utah94:98 San Antonio - LA Clippers115:106 Íshokkí NHL-deildin Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 136 orð

Landsmótið árið 2001 verður á Egilsstöðum

LANDSMÓT Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) árið 2001 verður haldið á Egilsstöðum í umsjón Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands (UÍA). Stjórn Ungmennafélags Íslands ákvað þetta á fundi sínum í Reykjavík um helgina. Landsmótið á Egilsstöðum verður það 23. í röðinni. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 96 orð

"Magic" og Jordan beint á Stöð 2?

VALTÝR Björn Valtýsson, yfirmaður íþróttadeildar Stöðvar 2, segir að verið sé að vinna í því hjá Stöð 2 að hægt verði að sýna beint frá leik Los Angeles Lakers og Chicago Bulls í NBA-deildinni sem fram fer í nótt. En þar mætast stjörnurnar Earvin "Magic" Johnson og Michael Jordan. "Við reynum allt sem við getum til að fá leikinn og gerum okkur ágætar vonir um það. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 171 orð

Norðmenn lögðu Júgóslava

NORÐMENN, sem sigruðu Íslendinga með eins marks mun í fyrsta leik Lottó-keppninnar á miðvikudag, gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Júgóslava 24:23 í Stavanger í gærkvöldi. Júgóslavar höfðu yfir í hálfleik, 11:9. Úrslitin voru óvænt því Júgóslavar burstuðu Rúmena í fyrsta leiknum, 25:17. Lokamínútan var æsispennandi. Júgóslavar jöfnuðu 23:23 þegar 10 sekúndur voru eftir. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 373 orð

Ótrúlegar sveiflur Eftir að hafa v

Eftir að hafa verið 24 stigum yfir í leikhléi datt botninn úr leik Breiðabliks og Grindvíkingar minnkuðu muninn hratt og örugglega eftir hlé og komust stig yfir í fyrsta sinn í leiknum þegar 80 sekúndur voru til leiksloka og svo tveimur stigum er 20 sekúndur lifðu af leiknum. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 156 orð

Óvænt hjá Val Valsmenn unnu nokkuð óvæntan si

Valsmenn unnu nokkuð óvæntan sigur á Tindastóli, 94:75, á Sauðárkróki. Ronald Bayless fór í fylkingarbrjósti Hlíðarendaliðsins, sem vann verðskuldaðan sigur. Greinilegt var strax á fyrstu mínútunum að neistann vantaði hjá heimamönnum. Þeir héldu að vísu frumkvæðinu bróðurpartinn af hálfleiknum, en Valsmenn voru þó aldrei langt undan. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 44 orð

(fyrirsögn vantar)

»Morgunblaðið/Árni Sæberg Haukar halda sínuBIKARMEISTARAR Hauka héldu áfram sigurgöngu sinni í úrvalsdeildinni í körfuknattleikí gærkvöldi er þeir lögðu Skallagrím 86:69.Haukar eru nú efstir í A-riðli en Njarðvíkingar eiga möguleika á að komast upp að hliðþeirra með sigri á KR í Njarðvík í kvöld. Meira
2. febrúar 1996 | Íþróttir | 146 orð

(fyrirsögn vantar)

Góður lokasprettur Keflvíkinga Keflvíkingar tryggðu sér sigur gegn Þór frá Akureyri með góðum lokakafla. Lokatölur urðu 93:84 eftir að Þórsarar höfðu yfir í leikhléi, 48:55. Keflvíkingar léku illa í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í vörninni. Á sama tíma voru Þórsarar yfirvegaðri og Konráð Óskarsson fór á kostum. Meira

Fasteignablað

2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 231 orð

Atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði

HJÁ fasteignasölunni Hraunhamri er nú til sölu stórt atvinnuhúsnæði í Hafnarfirði. Þarna er um að ræða þrjú hús, sem standa við Eyrartröð 6-8 og eru tvö þeirra sambyggð. Óskað er eftir tilboðum. - Það er mjög sjaldgæft að fá húsnæði undir fiskvinnslu til sölu á svo góðum stað nálægt Hafnarfjarðarhöfn, sagði Helgi Jón Harðarson hjá Hraunhamri. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 618 orð

Breytilegt íbúðaverð Líklegt er, að mismunandi afföll af húsbréfum komi fram í breytilegu íbúðarverði eftir lánstíma

MarkaðurinnBreytilegt íbúðaverð Líklegt er, að mismunandi afföll af húsbréfum komi fram í breytilegu íbúðarverði eftir lánstíma húsbréfalána, segir Grétar J. Guðmundsson, rekstrarstjóri Húsnæðisstofnunar ríkisins. Það verður því ávallt að meta kosti og galla mismunandi lánstíma. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 78 orð

Danir flytjast á mölina

DANMÖRK hefur verið að breytast í borgarþjóðfélag samkvæmt upplýsingum dönsku tölfræðistofnunarinar. Íbúum Danmerkur hefur fjölgað um 0,7% síðan í janúar 1992 og langflestir landsmenn búa í borgum og bæjum. Íbúum á Kaupmannahafnarsvæðinu hefur fjölgað um 0,5%, en aukningin í bæjum almennt er 0,9%. Hins vegar hefur fólki í sveitum landsins fækkað um 0,8%. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 359 orð

Deilt á menntun arkitekta í Danmörku

REKTOR arkitektaskólans í Árósum í Danmörku, Gösta Knudsen, deilir hart á menntun arkitekta í Danmörku í samtali við danska viðskiptablaðið Børsen og telur að þeir fái of litla hagnýta og áþreifanlega þekkingu um undirstöðuatriði í greininni. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 360 orð

Eignaskipti setja svip á fasteignamarkaðinn

EIGNASKIPTI setja mikinn svip á markaðinn og fasteignasölur auglýsa oft sérstaklega þær eignir, þar sem boðið er upp á slíkt skipti. Að sögn Magnúsar Axelssonar, fasteignasala í Laufási, bera slíkar auglýsingar gjarnan nokkurn árangur. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 315 orð

Góð bújörð til sölu í Dalasýslu

EFTIRSPURN eftir góðum jörðum er ávallt nokkur og framboð sömuleiðis. Hjá Fasteignamiðstöðinni er nú til sölu jörðin Efri- Brunná í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. Á jörðinni er rekið stórt kúabú með um 143.000 lítra framleiðslurétti í mjólk. Á þessa jörð eru settar 35 millj. kr. með bústofni, framleiðslurétti, vélum og öllum mannvirkjum. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 203 orð

Hús með tveimur íbúðum

HJÁ fasteignasölunni Borgum er nú til sölu hús með tveimur íbúðum við Eskiholt 23 í Garðabæ. Húsið er veglegt steinhús byggt 1983. Það stendur innst í botnlanga neðan við götu og liggur að auðu svæði, en alls er húsið 255 ferm. ásamt 45 ferm. bílskúr. Mikið og gott útsýni er á báðum hæðum. Garðurinn er stór og fallegur og skiptur. Ásett verð fyrir allt húsið er 21,5 millj. kr. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 1023 orð

Kirkjan í Vesturvík Kirkjubyggingar eiga sér oft mikla sögu, hvort heldur hér á landi eða annars staðar. Hér fjallar Bjarni

Kirkjan í Vesturvík STÓR og traustleg, byggð úr tilhöggnum granit steinum, stendur hún utan í hæðardragi og snýr turni og aðaldyrum til vesturs, eða til hafs. Að ströndinni eru um 5 km. Standi maður fyrir framan dyr kirkjunnar blasir ströndin við augum og þar á sandeyri stendur lítið sjávarþorp sem heitir Agger. Í þorpinu er lítil kirkja. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 321 orð

Litlar sveiflur í fjölda fullgerðra íbúða á milli ára

TILTÖLULEGA litlar sveiflur hafa verið undanfarin ár í fjölda fullgerðra íbúða hér á landi á hverju ári. Í fyrra var hér lokið við smíði 1679 íbúða, en árið 1994 voru þær 1718. Árin þar á undan voru þær í kringum 1600. Hámarki náðu íbúðarbyggingar á áttunda áratugnum, en árið 1973 voru fullgerðar íbúðir hér um 2200, árið 1977 um 2300 og árið 1980 voru þær 2237. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 36 orð

Mismunandi lánstími

MISMUNANDI lánstími húsbréfalánanna nær aðeins til þeirra, sem eiga eftir að fá lán, segir Grétar J. Guðmundsson í þættinum Markaðurinn. Þeim, sem þegar hafa tekið lán, stendur ekki til boða að breyta lánstímanum. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 259 orð

Nýbyggingar á Seltjarn- arnesi

VIÐ Grænumýri á Seltjarnarnesi er hafin smíði á sex húsum með 24 íbúðum. Þar eru að verki feðgarnir Páll Friðriksson byggingameistari og Stefán Friðriksson. Fyrsta húsið er þegar risið og verða íbúðirnar í því afhentar í apríl eða maí nk., en öll húsin verða byggð á þessu ári og ætlunin að ljúka þeim síðustu fyrir næstu áramót. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 1507 orð

Nýjar íbúðir í grónu hverfi á Seltjarnarnesi

LÍTIÐ hefur verið um nýbyggingar á Seltjarnarnesi á undanförnum árum. Í Kolbeinsstaðamýrinni svonefndu, sem stendur við Nesveg næst Reykjavík, er þó risið nýtt hverfi með raðhúsum, parhúsum og nokkrum fjölbýlishúsum. Þetta hverfi hefur byggzt upp á mjög skömmum tíma og hefur fengið gróið og fallegt yfirbragð á örfáum árum. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 651 orð

Sól á lofti og sumarhús í sveit

ENGINN getur neitað því að sól hækkar á lofti og ekki heldur því að veðurblíðan í liðnum janúarmánuði var einstök. Það er því líklegt að margir séu farnir að hugsa til vorsins og jafnvel skipuleggja sumarfríið eða hugsa til sumarbústaðar, hvort sem menn eiga þá eða ekki. Meira
2. febrúar 1996 | Fasteignablað | 397 orð

Vaxandi eftirspurn eftir leiguíbúðum

EFTIRSPURN eftir leiguhúsnæði fer stöðugt vaxandi en framboðið hefur lítið breytzt. Kom þetta fram í viðtali við Jón Kjartansson, formann Leigendasamtakanna. - Ungt fólk stendur í biðröðum eftir leiguhúsnæði, sagði Jón. - Eins og áður er ásóknin mest í hverfin næst miðbænum í Reykjavík. Margir vilja spara sér ferðakostnað með því að vera nærri vinnustöðum og skólum, en á þessu svæði eru m. a. Meira

Úr verinu

2. febrúar 1996 | Úr verinu | 198 orð

Beitir fyllti sig í tveimur köstum

"Það var fjörugt í nótt, við fengum 500 tonn í tveimur hölum," sagði Sigurbergur Hauksson, fyrsti stýrimaður á Beiti NK, þegar skipið kom með fullfermi, 1100 tonn af loðnu, til Neskaupstaðar. Beitir er með flottroll og var tvo og hálfan sólarhring í túrnum. Aflann fengu þeir langt austur á Þórsbanka. Sigurbergur telur að loðnan sé að þétta sig og komin á siglingu vestur á grunn. Meira
2. febrúar 1996 | Úr verinu | 328 orð

Framleitt fyrir 1,3 milljarða í fyrra

FRAMLEIÐSLUVERÐMÆTI Bakka hf. í fyrra voru 1,3 milljarðar. Það eru margföld verðmæti á við árið 1987, þegar fyrirtækið var stofnað, en þá voru framleiðsluverðmætin 150 milljónir. Árið 1996 lofar góðu, en öll framleiðsla Bakka hf. á þessu ári hefur nú þegar verið seld. Meira
2. febrúar 1996 | Úr verinu | 447 orð

Úrbóta er þörf

UM 500 slys verða á togskipum á ári. Þar af verða 70% á togurum eða eitt slys á dag. Þróun sjóslysa undanfarin ár hefur verið með þeim hætti að dauðaslysum hefur fækkað, en öðrum alvarlegum slysum fjölgað. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 287 orð

Að hugsa um börn er í anda Barnasáttmálans

KRISTÍN Jónasdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla bendir á að áhersla hafi verið á mannréttindakennslu í aðalnámskrá handa grunnskólum frá 1974, en því miður hafi hún aldrei verið markviss. Hún telur mikilvægast að þjálfa jafnt börn sem fullorðna að hugsa á mannréttindanótum. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 584 orð

Andblær liðinna ára í antikhúsgögnum, postulíni og silfri

ANDBLÆR liðinna ára eru einkunnarorð verslunarinnar hennar Fjólu Magnúsdóttur, kaupmanns í Antikhúsinu, og þau lýsa vel því notalega andrúmslofti sem fyllir búðina. Fjóla hefur rekið verslunina í rétt að verða átta ár. Áður hafði hún fylgst vel með antikvörum og meðal annars hefur hún verið iðin við að sækja uppboð í Danmörku í rúm tuttugu ár. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 54 orð

ANDBLÆR LIÐINNA ÁRATUGA

GAMLIR munir, antik og safngripir, hafa aðdráttarafl sem margir eiga erfitt með að standast. Andrúmsloft verslana þar sem slíkir munir eru seldir er líka engu líkt, bæði seiðandi og heillandi, og maður hrífst með á vit ókunnra slóða. Stöðugur straumur fólks skoðar sig þar um í töfraheimi gamalla hluta og minninga. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 463 orð

Flóknari heimur krefst kennslu í mannréttindum

ÁGÚST Þór Árnason forstöðumaður Mannréttindaskrifstofu Íslands hefur ritað kennslubókina Mannréttindi, sem Rauði kross Íslands gaf út árið 1994. Hugmyndin að bókinni spratt fram eftir málþing um mannréttindi í Háskólabíói 1991 og fékk Guðjón Magnússon, formaður Rauða krossins, fulltrúa frá Amnesty International, Biskupsstofu, Félagi Sameinuðu þjóðanna, Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 509 orð

Gamlar vörur daglega ­ geyma minningar liðinna tíma

STÖÐUGUR straumur fólks liggur inn í fornverslun þeirra Sigurlaugar Gunnarsdóttur og Jónasar Halldórssonar, Antikbúðina, ýmist til að skoða sig um í töfraheimi gamalla hluta og minninga, eða til að eiga viðskipti við þau hjónin. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1358 orð

Hress og heilbrigð á gamals aldri bara ef rétta erfðaefnið er í frumum líkamans

UMSLAGIÐ frá Rockefeller- háskólanum í New York hefur legið óopnað á borði blaðamannsins í margar vikur. Bréfið inniheldur niðurstöðu úr blóðprufu sem blaðamaðurinn, ósköp venjulegur 64 ára karlmaður, fór í vegna rannsóknar dr. Breslows, yfirmanns erfðafræðideildar skólans. Hann hikar við að opna umslagið, enda var blóðprufan engin venjuleg blóðprufa. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | -1 orð

Hvað fæst með mannréttindakennslu?

HÉR eru nokkur dæmi um hverju kennsla í mannréttindum ætti að geta áorkað. Að nemendur skilji að harðir dómar um aðra eru oft byggðir á ósjálfráðri flokkun einstaklinga í hópa, eins og; allir Þjóðverjar eru nískir, karl er Þjóðverji og þar af leiðandi nískur. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 578 orð

Leðurblökur heimsækja Ísland með reglulegu millibili

HÚN hangir í dimmum helli og myrkrið leikur um leðrið: Leðurblaka á Íslandi, komin til að deyja en ekki til að vera; fellur í hyldjúpt vatnið. Leðurblökum hefur ekki tekist að ná fótfestu hér, en berast hingað á stundum og flokkast því með villtum íslenskum spendýrum. Á Náttúrufræðistofnun Íslands eru geymd gögn um leðurblökur og hefur dr. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 1265 orð

Mannréttindi barna pBörn eiga rétt á kennslu um réttindi sín og skyldur p Mannréttindi ekki kennd í íslenskum skólum

MANNRÉTTINDI eru sjálfsögð en samt liggur blóð, sviti og tár á bak við þau. Mannréttindi hafa ekki verið kennd sem slík í íslenska skólakerfinu, en eftir að innlend stjórnvöld undirrituðu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna hefur spurningin um hvort ekki væri nauðsynlegt að hefja kerfisbundna kennslu í mannréttindum orðið meira áberandi. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 345 orð

Meðferð fyrir reykingafólk og námskeið fyrir leiðbeinendur

ÞEIM sem gengur illa að hætta að reykja gefst kostur á að fara í fimm daga meðferð á Heilsustofnun NLFÍ frá og með maímánuði næstkomandi. Þetta er ein tillaga nefndar, sem heilbrigðisráðherra skipaði í september 1995, til að kanna möguleika á skipulegum aðgerðum til að hjálpa fóki að hætta að reykja. Nefnin hefur afhent ráðherra tillögur sínar sem eru tvíþættar. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 898 orð

Ójafnar samhverfur

VINSTRI eistu karla eru stærri en hægri og krabbarnir eru með aðra klóna stærri en hina. Hvaðan sem karlarnir og krabbarnir eru, virðast útlitseinkennin ásköpuð frá náttúrunnar hendi. Hins vegar er öðrum líkamshlutum, t.d. nösum og fótum, ætlað að vera sömu stærðar. Í reynd státa ekki allir af slíkri fullkomnun því vinstri helmingur líkama og andlits er sjaldan spegilmynd þeirrar hægri. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 285 orð

Ráðuneytin vinni saman að mannréttindamálum

HRÓLFUR Kjartansson deildarstjóri fór fyrir hönd menntamálaráðuneytis til Genfar ásamt fulltrúum frá dómsmála-, heilbrigðismála- og félagsmálaráðuneyti, til að svara spurningum nefndar á vegum Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd sáttmálans um mannréttindi barna. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 632 orð

Setjaraskúffur og postulín frá aldamótum en enginn vill amerískt tyggjó úr leyniherbergi

GAMLIR munir, antik og safngripir, hafa aðdráttarafl sem margir eiga erfitt með að standast. Andrúmsloft verslana þar sem slíkir munir eru seldir er líka engu líkt, bæði seiðandi og heillandi, og maður hrífst með á vit ókunnra slóða. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 513 orð

Stálúr sem eiga að auka söluna hjá Swatch og ýmsar aðrar nýjungar voru kynntar nýlega

NÝJUSTU Swatch-úrin komu á markaðinn í lok janúar. Tegundirnir eru orðnar svo margar að kaupandinn á erfitt með að ákveða hvernig Swatch hann á að fá sér. Bara venjulegt plastúr með rafhlöðu? Gegnsætt sem hægt er að lýsa upp á nóttunni? Eða stálúr eins og seljast best í Bandaríkjunum? Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 850 orð

Uppfinningasamar vinkonur sem framleiða sjávar- og jurtasmyrsli

"ÞAÐ eru mörg ár síðan við fórum að að "sulla saman" jurtum og búa til seyði. Við sönkuðum að okkur haugum af lesefni um jurtir og virkni þeirra og svo prófuðum við bara", segja þær Daðey Steinunn Daðadóttir og Sigríður Einarsdóttir. Meira
2. febrúar 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 468 orð

Þungun líklegust fyrir egglos

SAMKVÆMT nýrri könnun er það árangursríkast fyrir par sem langar að eignast barn að hafa samfarir á sex daga tímabili rétt á undan egglosi en ekki um og eftir egglosið eins og hingað til hefur verið talið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.