Greinar laugardaginn 8. júní 1996

Forsíða

8. júní 1996 | Forsíða | 102 orð

Dregur mikið úr neyslu nautakjöts

FJÓRÐUNGUR Þjóðverja hefur hætt að borða nautakjöt um stundarsakir, vegna umræðunnar um kúariðu. Þá hefur um helmingur þjóðarinnar dregið úr nautakjötsneyslu og snúið sér í vaxandi mæli að öðrum tegundum af kjöti. Meira
8. júní 1996 | Forsíða | 220 orð

Fyrsta alvarlega ofbeldisverkið

VALERÍ Shantsev, einn frambjóðendanna í borgarstjórnarkosningunum í Moskvu, slapp lífs en særðist illa þegar sprengja sprakk við heimili hans í gær. Er þetta fyrsta alvarlega ofbeldisverkið í kosningahríðinni í Rússlandi en landsmenn munu ganga að kjörborðinu um aðra helgi. Meira
8. júní 1996 | Forsíða | 299 orð

Heittrúarmönnum falin stjórnarmyndun

SULEYMAN Demirel, forseti Tyrklands, fól í gær Necmettin Erbakan, leiðtoga flokks íslamskra bókstafstrúarmanna, umboð til stjórnarmyndunar. Segja stjórnmálaskýrendur þó afar litlar líkur til þess að honum takist að koma saman starfhæfri stjórn. Velferðarflokkur Erbakans er sá fjölmennasti á þingi en aðrir stjórnmálaflokkar hafa reynt að útiloka hann frá stjórnarþátttöku. Meira
8. júní 1996 | Forsíða | 210 orð

Ný lög gegn flokki Suu Kyi

HERSTJÓRNIN í Burma setti í gær lög sem banna allt andóf gegn breytingum á stjórnarskrá landsins sem nú er unnið að. Eru lögin sett til höfuðs flokks Aung San Suu Kyi, Þjóðarhreyfingu lýðræðisins, en hann hyggur á fundahöld um helgina. Brjóti menn lögin varðar það allt að 20 ára fangelsi. Meira
8. júní 1996 | Forsíða | 40 orð

Reuter Schmeichel og Laudrup á Wembley

KASPER, sonur Peters Schmeichels, og Nikolai, sonur Brians Laudrups, hampa eftirlíkingu af verðlaunabikarnum í Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu, sem hefst á Englandi í dag. Feður piltanna leika báðir í danska landsliðinu, sem er núverandi Evrópumeistari. Meira
8. júní 1996 | Forsíða | 108 orð

Tekist á við lögreglu

UM EIN milljón Búlgara lýsti í gær óánægju sinni með efnahagsráðstafanir ríkisstjórnar sinnar, með því að sækja mótmælafundi og efna til verkfalla. Kröfðust verkfallsmenn hærri launa til að vega upp á móti verð- og skattahækkunum og kröfðust einnig afsagnar ríkisstjórnarinnar. Meira
8. júní 1996 | Forsíða | 124 orð

Tónlist bönnuð innan átján

UNGLINGUM yngri en 18 ára verður bannað að kaupa geisladiska og hljóðsnældur með tónlist sem telst innihalda ofbeldisfulla texta, samkvæmt lögum sem sett hafa verið í Ástralíu og taka gildi um næstu mánaðamót. Útgáfufyrirtækjum hefur verið fyrirskipað að framfylgja þessum reglum en þær ná yfir texta sem teljast "afar ofbeldisfullir eða djarfir" og fjalla m.a. Meira

Fréttir

8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

15 fá 21,7 milljónir

UMHVERFISSJÓÐUR verslunarinnar úthlutar styrkjum til 15 aðila í dag, laugardag, í landi Fuglaverndarfélags Íslands og Eyrarbakkahrepps við Eyrarbakka. Samtals verður úthlutað 21,7 milljónum en stærstu einstöku styrkirnir eru að upphæð 5 milljónir. Verkefnin sem hljóta styrki ná meðal annars til hreinsunar, uppgræðslu, skógræktar, fræðslu og fuglaverndar. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 223 orð

23 stúdentar brautskráðust frá ML

MENNTASKÓLANUM að Laugarvatni var slitið 31. maí sl. Að þessu sinni brautskráðust aðeins 23 stúdentar, verða væntanlega 26 alls á árinu. Þetta var síðasti fámenni árangurinn í skólanum nú í mörg ár en sl. vetur stunduðu 210 nemendur alls nám í skólanum auk 27 í grunnskóladeildum. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 245 orð

64% kjósenda vilja ekki auka völd forsetans

TVEIR þriðju hlutar þjóðarinnar eru andvígir því að auka völd forseta Íslands. Þriðjungur kjósenda telur það hins vegar af hinu góða að forseta Íslands verði veitt meiri pólitísk völd. 21,6% kjósenda eru algerlega andvíg því að forsetinn neiti að undirrita lög sem Alþingi hefur samþykkt, en 59,8% telja slíkt koma til greina, en aðeins í undantekningartilfellum. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 148 orð

Alþingi rýmkar reglur

Fram að þessu hefur þurft að vera komið fram yfir mitt staðgreiðsluár svo launþegi hafi getað nýtt sér uppsafnaðan persónuafslátt en nú getur hann til dæmis farið fram á að nýta sér uppsafnaðan afslátt fyrstu þrjá mánuði ársins ef hann hefur störf 1. apríl. Meira
8. júní 1996 | Smáfréttir | 103 orð

Á AÐALSAFNAÐRFUNDI Hallgrímssafnaðar sem haldinn var miðvikudaginn 29

Á AÐALSAFNAÐRFUNDI Hallgrímssafnaðar sem haldinn var miðvikudaginn 29. maí sl. var m.a fjallað um frágang á Skólavörðuholti og segir svo í fréttatilkynningu: "Fundurinn þakkar þá ákvörðun borgarráðs að hefjast handa um frágang Skólavörðuholts og nánasta umhverfis Hallgrímskirkju og skólanna í grenndinni. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 293 orð

Áhugi á auknu samstarfi við Ísland

SENDINEFND þingmanna úr þýska alþýðuflokknum, SPD, hefur verið á ferðalagi um Ísland síðustu viku, ásamt starfsfólki sendiráðsins í Reykjavík. Hópurinn heimsótti fyrirtæki og ræddi við fjölmarga aðila, m.a. um möguleika á enn frekari samvinnu Íslands og Þýskalands á ýmsum sviðum. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Bílabúð Benna fær SsangYong umboðið

BÍLABÚÐ Benna hefur fengið einkaumboð á Íslandi fyrir suður-kóreska bílaframleiðandann SsangYong. SsangYong framleiðir jeppann Musso og er markaðssetning á honum hafin í Evrópu. Musso jeppinn er með 2,9 lítra dísilvél frá Mercedes-Benz en þýski bílarisinn á stóran hlut í SsangYong og átti þátt í hönnun bílsins. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 65 orð

Brúðkaupssýning

SÝNING á ýmsum því sem viðkemur brúðkaupum verður í Blómabúðinni Laufás í dag, laugardag frá kl. 14 til 16. Ef veður leyfir verður sýningin flutt út í göngugötuna í Hafnarstræti. Það er Blómabúðin Laufás sem sýnir brúðarvendi, skreytingar og fleira sem snýr að blómum, Hár og heilsa kynnir hárgreiðslu, snyrtingu og fleira, Saumakúnst kynnir fatnað sem fyrirtækið leigir, Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 418 orð

Bæjarsjóður yfirtekur eignir fyrir 15 milljónir

BÆJARRÁÐ Hafnarfjarðar hefur samþykkt með þremur atkvæðum meirihlutans gegn tveimur atkvæðum minnihluta, tillögu fjármálastjóra um að bæjarsjóður yfirtaki eignarhluta í Miðbæ Hafnarfjarðar hf., við Fjarðargötu 13­15 fyrir 15 milljónir króna, sem er áhvílandi skuld á eigninni. Um er að ræða þann hluta eignarinnar, sem ætlaður var Almenningsvögnum. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 165 orð

Einstæð sjóferð og sjávarfangsmarkaður

SJÁVARFANGSMARKAÐUR og grænmetismarkaður verður haldinn í dag og á morgun, sunnudag, í Miðbakkatjaldinu niðri á Reykjavíkurhöfn frá kl. 11 til 17 báða dagana. Markaðurinn verður með svipuðu sniði og sl. sumur. Kynningaraðstaða verður í miðju tjaldinu og á tjaldstæðinu fyrir þá sem vilja koma einhverju á framfæri sem tengist sjónum og sævarbúum og nýtingu sjávarfangs. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 113 orð

Enn deilt um vopnaeftirlit

BOSNÍU, Króatíu og Júgóslavíu tókst ekki í gær að komast að samkomulagi um vopnaeftirlit. Að sögn króatíska aðstoðarutanríkisráðherrans, Ivan Simonovic, liggur samningurinn að mestu fyrir en hann var ekki undirritaður þar sem staða hlutaðeigandi ríkja er óljós. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 122 orð

Fábrotið sniglalíf

ÞESSI snigill barst til landsins með sendingu af arinsteinum frá Frakklandi í desember sl. Eigandi arinsteinanna lagði hann frá sér í gluggakistu en snigillinn skreið upp á vegginn við gluggann og gleymdist þar. Í síðustu viku var farið að huga að sniglinum og kom þá í ljós að hann var sprelllifandi eftir sex mánaða hungurvist á veggnum. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Fimm piltar stálu tveimur bifreiðum

FIMM piltar á aldrinum 16 til 18 ára hafa viðurkennt að hafa stolið tveimur bílum á Hvolsvelli og Hellu aðfaranótt sl. laugardags með það fyrir augum að komast á dansleik í Þjórsárveri. Piltarnir tóku fyrri bílinn á Hvolsvelli og óku honum langleiðina á Hellu en hann bilaði áður en þeir komust alla leið. Þeir fóru þá fótgangandi á Hellu og tóku þar annan bíl. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Fjölbreytt dagskrá í Fjölskyldugarðinum

ÁLFURINN Trjálfur kemur í heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal milli kl. 14 og 18 í dag, laugardag. Á morgun, sunnudag, er frítt inn í garðinn í boði Myllunnar og er fjölbreytt dagskrá allan daginn og fá allir krakkar blöðru þegar þeir koma. Vífilfell verður með körfuboltakeppni á sunnudag frá 10 til 17 og fá þeir sem hitta körfu Sprite í verðlaun. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 336 orð

Forsetinn sinni fjölskyldumálum

KJÓSENDUR virðast vera fylgjandi því að forseti Íslands veiti Alþingi og ríkisstjórn meira aðhald en hann hefur gert. Þeir leggja einnig áherslu á að hann leitist við í störfum sínum að efla fjölskylduna í íslensku samfélagi og efli siðferði meðal þjóðarinnar. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Félagsvísindakönnun hefur gert fyrir Morgunblaðið. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fræðsla um undirbúning gönguferða

BJÖRGUNARSKÓLI Landsbjargar og Slysavarnarfélags Íslands í samvinnu við Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslufundi fyrir almenning um ferðabúnað í göngu- og fjallaferðum, þriðjudaignn 11. júní kl. 20. Fyrirlesari verður Helgi Eiríksson. Fundurinn er haldinn í húsnæði Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6 og er öllum opinn. Þátttökugjald er kr. 1. Meira
8. júní 1996 | Landsbyggðin | -1 orð

Fuglahræður með einfaldan smekk

Flateyri-Tvær fulgjahræður vekja athygli þeirra sem leið eiga um Holt í Önundarfirði. Í sjálfu sér ekkert merkilegt fyrir þær sakir, en þegar betur var að gáð kom í ljós að hér var um að ræða vel klæddar fuglahræður sem hefðu eflaust sómt sér vel á mannamótum. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 46 orð

Fundur um hvalveiðar

SAMTÖKIN Sjávarnytjar gangast fyrir opnum fundi um hvalveiðimál á Grand-Hóteli í dag, laugardaginn 8. júní, og hefst fundurinn klukkan 15.30. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, mun ávarpa fundinn og gera grein fyrir stöðu mála og svara fyrirspurnum. Fundurinn er opinn öllum áhugamönnum um þetta málefni. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Fundur yfirtannlækna Evrópu

YFIRTANNLÆKNAR í Evrópu, sem vinna í tengsum við ráðuneyti, hittast tvisvar á ári hverju í mismunandi löndum. Að þessu sinni verður vorfundurinn haldinn í Reykjavík 8.­11. júní nk. Um 26 yfirtannlæknar og fyrirlesarar sækja fundinn. Fjallað verður um vandamál sem tengjast tönnum og umhverfi þeirra og hvaða ráðum þjóðirnar beita til að reyna að koma í veg fyrir eða leysa þau. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 126 orð

Funi lagfærður

ÁKVEÐIÐ hefur verið að lagfæra þær skemmdir sem urðu á sorpbrennslustöðinni Funa á Ísafirði er snjóflóð féll á stöðina síðastliðið haust. Síðan hefur stöðin verið lokuð og sorpi Ísfirðinga brennt á Skarfaskeri og Þingeyri. Bæjarstjórn Ísafjarðarkaupstaðar tók ákvörðun um að auglýsa útboð á lagfæringum stöðvarinnar, áður en hún fór frá vegna sameiningar sveitarfélaganna í Ísafjarðarbæ. Meira
8. júní 1996 | Landsbyggðin | 155 orð

Fyrsti neminn stúdent af skógræktarbraut

Egilsstöðum-Menntaskólinn á Egilsstöðum útskrifaði nýlega nýstúdenta í 16. sinn. Að þessu sinni voru það 48 nemendur sem luku námi við skólann og hafa þeir aldrei verið fleiri sem hafa útskrifast í einu. Af þessum nemendum voru það 11 sem útskrifuðust af tveimur brautum og einn nemandi útskrifaðist af þremur brautum. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Fær bætur vegna efnisgalla á stálþili

HAFNARSTJÓRN Akureyrar hefur náð samkomulagi við breska fyrirtækið British Steel um bætur að upphæð 12.000 pund, eða um 1,2 milljónir króna vegna efnisgalla á stálþili í Krossanesi. Um var að ræða vinding í stálþilsskúffum sem gerði verktakanum erfiðara fyrir við að reka stálþilið niður. Hafnarstjórn samdi nýlega við Kötlu ehf. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 188 orð

Geisladiskur með Íslandskortum

FYRIRTÆKIÐ Radíómiðun hf. hefur í samvinnu við Landmælingar Íslands sett Íslandskort Landmælinga á geisladisk. Kortin hafa verið skönnuð saman þannig að notandinn getur skoðað þau óháð blaðskiptingu. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 131 orð

Gera ekki nægilega grein fyrir verkinu

SKIPULAGSSTJÓRI ríkisins hefur úrskurðað að frekari rannsókna sé þörf á áhrifum fyrirhugaðra framkvæmda Landsvirkjunar við Hágöngumiðlun. Landsvirkjun hefur kært úrskurðinn til umhverfisráðherra. "Landsvirkjun lagði fram sína skýrslu um mat umhverfisáhrifa Hágöngumiðlunar," sagði Stefán Thors skipulagsstjóri ríkisins. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 81 orð

Grínsendiráð Hafnarfjarðar

LJÓSMYNDARI Morgunblaðsins rakst á þessa kynlegu kvisti á förnum vegi í vikunni. Þeir munu vera embættismenn í Grínsendiráði Hafnarfjarðar, en þar hefur þessa viku staðið yfir alþjóðleg grínhátíð undir yfirskriftinni "Djók". Sendiráðið hefur ferðast um höfuðborgarsvæðið og dreift vegabréfum inn í bæinn. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Guðrún Edda prestur á Þingeyri

GUÐRÚN Edda Gunnarsdóttir hefur verið kjörin bindandi kosningu prestur í Þingeyrarprestakalli. Tveir umsækjendur voru um embættið, Guðrún Edda og Ólafur Þórisson guðfræðingur. Líklegt er að Guðrún Edda verði vígð til embættisins fyrrihluta sumars og taki við fljótlega í framhaldi af því. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 533 orð

Hagvöxtur er óvíða meiri en á Íslandi

HORFUR eru á að hagvöxtur á þessu ári verði 4,5% hér á landi sem er með því mesta sem gerist í aðildarlöndum OECD. Þjóðarútgjöld hafa hins vegar vaxið hraðar en þjóðartekjur og telur Þjóðhagsstofnun að í þessu felist þensluhætta og vaxandi halli á viðskiptum við útlönd. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Helmingur með beltin spennt

Ástandið var best á Selfossi og Akureyri þar sem um 72% ökumanna voru með beltin spennt og í Mosfellsbæ var 71% beltanotkun. Minnst vr beltanotkunin vera á Djúpavogi eða 21% og hún var innan við 30% á sex stöðum. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hitabeltisfiðrildi klekjast út

Í NÝLISTASAFNINU eru stór og litrík hitabeltisfiðrildi byrjuð að klekjast út úr púpum sínum sem fluttar voru hingað til lands í tilefni af sýningu myndlistarmannsins Carstens Höllers. Fjórar tegundir af fiðrildapúpum voru settar í blómapotta sem eru á víð og dreif um efstu hæð safnsins. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 97 orð

Hluti bókhalds á Þingeyri

MEIRIHLUTI nýkjörinnar bæjarstjórnar Ísafjarðarbæjar hefur áform um að hafa hluta af skrifstofuhaldi sveitarfélagsins á Þingeyri og Flateyri. Samanlagðar skuldir sveitarfélaganna sem sameinuðust í Ísafjarðarbæ nema um 1,6 milljarði kr. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

Holtsbryggja endurbyggð

VERKTAKI vinnur nú við endurbyggingu ferjubryggju að Holti í Önundarfirði. Bryggjan er fyrst og fremst öryggisaðstaða fyrir Flateyringa, vegna þess hvað vegasamband um Hvilftarhlíð er ótryggt vegna snjóflóðahættu. Kom þetta vel í ljós þegar snjóflóðið féll á Flateyri í október. Núverandi bryggja er 45 ára gömul og orðin mikið fúin, að sögn Guðlaugs Einarssonar verktaka. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 144 orð

Hótel Hjalteyri opnað um helgina

KAFFIHÚSIÐ Hótel Hjalteyri hefur sumarstarfsemi sína á morgun, sunnudaginn 9. júní og jafnframt verður opnuð sýning á verkum Dagnýjar Sifjar Einarsdóttur. Hótel Hjalteyri hefur verið gert upp að hluta en neðri hæð hússins er notuð fyrir kaffihús. Þetta er sögufrægt hús sem byggt var af Thor Jensen í upphafi aldarinnar. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 220 orð

Hverfishátíð og gamaldags útimarkaður á Baldurstorgi

ÍBÚAR Haðarstígs, Nönnugötu og úr nágrenninu ætla að halda fjölskylduhátíð og skapa gamaldags markaðsstemningu á Baldurstorgi, torginu fyrir utan Þrjá frakka, sunnudaginn 9. júní, milli kl. 14 og 17. Hátíðin er haldin til stuðnings Júlíönu Jónsdóttur, Guðna Þórhallssyni og sonum þeirra, Daníel Aron og Sverri Frans, en þau misstu hús sitt og eigur í bruna á Nönnugötunni fyrr í vor. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 233 orð

Innheimta af gjaldeyrisreikningum mjög flókin

BRYNJÓLFUR Helgason aðstoðarbankastjóri Landsbankans segir innheimtu 10% fjármagnstekjuskatts af innlendum gjaldeyrisreikningum og verðbréfum flókna. Snorri Olsen ríkisskattstjóri segir að ekki komi til útborgunar banka- og fjármálastofnana til skattyfirvalda fyrr en í ársbyrjun 1998. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 189 orð

Íhuga tilslakanir

ÞINGMAÐUR Likud-bandalags Benjamins Netanyahus, verðandi forsætisráðherra Ísraels, gaf í skyn í gær að ef til vill þyrfti að slaka á þeirri harðlínustefnu í friðarmálum sem var grundvöllurinn að kosningasigri Netanyahus í síðustu viku. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 110 orð

Írakar fá olíukvóta

OLÍUMÁLARÁÐHERRAR Samtaka olíuútflutningsríkja (OPEC) náðu í gær samkomulagi um að heimila Írökum að flytja út 800.000 föt á dag en að útflutningskvótar annarra ríkja yrðu óbreyttir. Ráðherrarnir komu saman til að ræða hvernig bregðast ætti við þeirri ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að slaka á olíusölubanninu á Írak. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 222 orð

Íslenskur smíðaviður í Viðarmiðlun

SKÓGRÆKT ríkisins hóf í gær starfsemi Viðarmiðlunar í húsnæði Landgræðslusjóðs við Suðurhlíð í Reykjavík. Þar geta handverksmenn og fyrirtæki nálgast íslenskan við auk þess sem gefnar verða upplýsingar um þann efnivið sem fellur til á skógræktarsvæðum. Þegar eru um 20 viðartegundir komnar í hús, sumt af því verðmætur smíðaviður. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 76 orð

Kamsky gaf skákina

STÓRMEISTARINN Gata Kamsky kaus að tefla ekki áfram fyrstu skákina af tuttugu í einvígi hans við Anatólí Karpov um heimsmeistaratitil Alþjóðaskáksambandsins (FIDE). Skákin fór í bið á fimmtudag og að mati skákskýrenda hafði Karpov, sem stýrði hvítu mönnunum, afburðastöðu, þrátt fyrir jafnan mannafla. Gaf Kamsky skákina án þess að tefla áfram. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 125 orð

Klemmdist með fót í lyftuopi

RÚMLEGA sextugur rafvirki hlaut slæmt fótbrot í vinnuslysi í Kjörmarkaði KEA við Hrísalund í fyrrakvöld. Vörulyfta sem gengur milli kjallara hússins og jarðhæðar festist í lyftugöngunum við jarðhæðina og var viðgerðarmaður kallaður til. Þegar hann var að stíga inn í lyftuna steyptist hún skyndilega ofan í kjallarann. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 355 orð

Kostnaður vegna verksmiðju yrði 2 milljarðar

ÁBURÐARVERKSMIÐJAN hf. í Gufunesi stendur í viðræðum við bandarískt fyrirtæki um hugsanlegt samstarf um endurvinnslu smurolíu hér á landi. Hákon Björnsson, framkvæmdastjóri, gerir ráð fyrir að ákvörðun um hvort af verði liggi fyrir eftir um ár. Hann segir að fyrirliggjandi gögn geri ráð fyrir að 30 milljónir dollara eða tvo milljarða króna kosti að reisa verksmiðju fyrir endurvinnsluna. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 618 orð

Kringum 40 milljóna króna fjárfesting

TVEIR nýir hópferðabílar eru að bætast í flota Vestfjarðaleiðar um þessar mundir, sem er þá alls 24 bílar. Um er að ræða undirvagna frá Scania bílaverksmiðjunum sænsku en yfirbyggingin er smíðuð af Berkhof í Hollandi. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

KRISTINE G. KRISTOFERSSON

KRISTINE Guðrún Kristofersson, rithöfndur og kennari lést á heimili sínu í Kanada 5. apríl sl. Kristine Guðrún fæddist á Gimli 4. desember 1914. Foreldrar hennar voru Ólína Ingveldur Kristjánsdóttir og Gísli Benediktsson. Maður hennar var Harold Kristofersson og eignuðust þau fjögur börn. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 72 orð

Kveðjutónleikar Bjargar

BJÖRG Þórhallsdóttir, mezzósópran, og Guðrún Anna Kristinsdóttir, píanóleikari, halda tónleika í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju sunnudaginn 9. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru ljóð eftir F. Schubert, H. Wolf og J. Brahms ásamt íslenskum sönglögum og óperuaríum. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 87 orð

Kvennakórinn Lissy heldur tónleika

KVENNAKÓRINN Lissý heldur tónleika í Breiðumýri Reykjadal annað kvöld, sunnudagskvöldið 9. júní og hefjst þeir kl. 21. Þá heldur kórinn tónleikar í íþróttahúsi Valsárskóla á Svalbarðsströnd þriðjudagskvöldið 11. júní kl. 21. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Kynning á ZEN-iðkun

SUNNUDAGINN 9. júní verður haldin kynning á ZEN-iðkun í Guðspekifélagshúsinu, Ingólfsstræti 22, klukkan 10-12. Jakusho Kwong roshi, kennari íslenska ZEN-hópsins, verður með stuttan fyrirlestur. Roshi ferðast árlega til Íslands og Póllands og er þetta tíunda árið sem hann kemur hingað til þess að kenna ZEN-hugleiðslu. Aðgangseyrir á ZEN-kynningu og fyrirlestur er 1500 krónur. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 67 orð

Landsfundur Þjóðvaka haldinn í Viðey

ÞJÓÐVAKI heldur landsfund sinn í Viðey í dag. Fundurinn hefst kl. 11 og stendur hann til kl. 17. Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Þjóðvaka, setur fundinn. Farið verður yfir þingstörfin í vetur, stjórnmálaályktun verður kynnt og lagabreytingar lagðar fram. Svanur Kristjánsson heldur erindi í hádeginu. Reikningar verða afgreiddir kl. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 260 orð

Lausn Smugudeilunnar í sjónmáli

FUNDUR fulltrúa Íslands, Noregs og Rússlands verður í dag í Ósló um skiptingu veiðiheimilda í Barentshafi. Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að í drögum að samkomulagi milli þjóðanna sé gert ráð fyrir að veiðiheimildir íslenskra skipa í Barentshafi verði ekki bundnar við Smuguna. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 466 orð

Laxveiðihjólin farin að snúast

Laxveiði hefst í Laxá í Kjós og Kjarrá í dag og hafa menn orðið varir við talsverðan lax í báðum ám. Árnar opna nú hver af annarri og má nefna Laxá í Aðaldal og Haffjarðará á mánudag, Laxá í Leirársveit miðvikudaginn 12. júní og í framhaldi af því Langá, Elliðaárnar, Langá og húnvetnsku árnar Miðfjarðará, Vatnsdalsá og Víðidalsá. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 171 orð

Leikskólakennarar útskrifaðir

TVEIR hópar leikskólakennara frá Fósturskóla Íslands voru brautskráðir 31. maí sl. og fór athöfnin fram í Borgarleikhúsinu. Leikskólakennaraprófi luku 63 nemendur. 18 leikskólakennarar luku eins árs framhaldsnámi í stjórnun og er þetta fimmti hópurinn sem útskrifast úr stjórnunarnámi skólans. Meira
8. júní 1996 | Smáfréttir | 30 orð

LEIKSÝNINGIN Tanja tatarastelpa verður sýnd í Ævintýra- Kringlu

LEIKSÝNINGIN Tanja tatarastelpa verður sýnd í Ævintýra- Kringlunni í dag kl. 14.30. Ævintýra-Kringlan er barnagæsla og listasmiðja fyrir börn á aldrinum 2-8 ára. Hún er staðsett á 3. hæð í Kringlunni. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 206 orð

Lendingarkeppni Flugklúbbs Mosfellsbæjar

FYRRI hluti hinnar árlegu lendingarkeppni Flugklúbbs Mosfellsbæjar var haldinn á Tungubökkum sunnudaginn 2. júní síðastliðinn. Keppt er um veglegan verðlaunagrip "SILFUR-JODELINN" sem smíðaður er af Davíð Jóhannessyni. Tíu keppendur mættu til leiks en fresta varð keppni um einn dag vegna hvassviðris og ókyrrðar á laugardeginum. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Lesbók og Menning/ listir í einu blaði

LESBÓK Morgunblaðsins og Menning/listir koma í dag út í einu blaði, sem ber nöfn beggja. Þetta er gert í tilefni af Listahátíð í Reykjavík 1996 og er efni blaðsins, sem er 20 síður, að mestu helgað hátíðinni. Lesbókin er elzta sérblað Morgunblaðsins, hóf göngu sína 1925. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 144 orð

Lettnesk list við Túngötuna

TILLÖGU um að staðsetja útilistaverk frá lettnesku ríkisstjórninni á horni Túngötu og Garðastrætis, hefur verið frestað í borgarráði. Hefur borgarskipulagi verið falið að kynna tillöguna fyrir næstu nágrönnum. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 97 orð

Ljósmynda- og vídeóverk

SÝNING á verkum Karolu Schlegelmilch undir yfirskriftinni "Displacement," verður opnuð í Listasafninu á Akureyri á morgun, laugardaginn 8. júní kl. 16. Karola sýnir verk sem eru gerð með ljósmynda- og vídeótækni. Karola er fædd 1964 í Berlín og hefur numið við Listaakademíuna í Berlín og lauk mastersnámi 1993. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 45 orð

Loftmengun mótmælt í Berlín

GRÆNFRIÐUNGUR setur gasgrímu á andlit frægrar styttu á "Siegess¨aule" (Sigursúlunni) í Berlín til að verja hana á táknrænan hátt fyrir ósoni, eitraðri lofttegund. Grænfriðungar vildu þannig minna á loftmengunina af völdum bíla. Á spjaldinu á myndinni stendur: "Stöðvið ósonloftmengunina ­ Greenpeace". Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 90 orð

Messur

»AKUREYRARPRESTAKALL: Messað verður í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag kl. 11.00. Fermingarguðsþjónusta í Miðgarðakirkju í Grímsey á morgun, sunnudag, kl. 11.00 GLERÁRKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun, sunnudag kl. 11.00 HJÁLPRÆÐISHERINN: Sameiginleg samkoma kl. 20.30 á sunnudag með KFUM og K. Nemendur frá biblíuskólanum "Troens Beins" í Noregi taka þátt. Einnig samkoma á miðvikudag kl. 20. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 587 orð

Mestu meðaljónar ef marka má skattskýrslur

FRAMBJÓÐENDUR í forsetakosningunum í Rússlandi eru yfirleitt fremur hógværir menn og af hjarta lítillátir ef marka má upplýsingar þeirra sjálfra um eignir og tekjur. Kemur það fram í grein í dagblaðinu Moskvutíðindum en þar segir þó, að kannski sé eðlilegra að tala fremur um feimni en hógværð þegar skattskýrslur forsetaframbjóðendanna séu annars vegar. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 113 orð

Morgunblaðið/ÁsdísMaðurinn með ljáinn

EFNT hefur verið til ýmissa uppákoma að undanförnu til að vekja athygli á sýningum á Mokka og Sjónarhóli undir heitinu Eitt sinn skal hver deyja. Eina slíka bar fyrir augu vegfarenda um Laugaveg og Skólavörðustíg í gær þegar skipuleggjendur sýningarinnar og Umferðarráð bundust höndum saman um að minna ökumenn á gætni í umferðinni. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Mótmæli gegn "innflutningi" á brauði

HELLUBÚAR efndu í gær til þögulla mótmæla við verslun Kjarvals á Hellu, en það heitir matvöruverslunin á staðnum núna. Hún var áður rekin undir nafni Hafnar-Þríhyrnings hf. Með nýja nafninu voru ýmis tilboð í gangi, m.a. brauð frá bakaríi í Þorlákshöfn. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 765 orð

Mætti standa "flúor" á legsteini mínum

FLÚOR er bætt í drykkjarvatn um 250 milljóna manna víðs vegar um heim í því skyni að draga úr tannskemmdum. Mikil reynsla er komin á þessa aðferð, enda hefur henni verið beitt í fimm áratugi, að sögn Moshe Kelman, sem hefur verið yfir tannlækna- og tannverndarmálum í ísraelska heilbrigðisráðuneytinu í þrjá áratugi. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 110 orð

Námskeið í vegghleðslu

NÁMSKEIÐ í því að hlaða veggi úr grjóti, torfi og náttúrulegum efnum, verður að Þingborg í Hraungerðishreppi, helgarnar 22.-23. júní, 29.-30. júní og 6.-7. júlí. Leiðbeinandi verður Tryggvi Hansen. Á námskeiðinu verður byggður lítill torfbær en unnið verður frá kl. 10-19 námskeiðsdagana. Þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti og námskeiðsgjald er 5000 kr. Meira
8. júní 1996 | Landsbyggðin | 158 orð

Nemendur í stígagerð

Kirkjubæjarklaustri-Á síðustu dögum skólanna á þessu starfsári er mikill fjölbreytileiki í starfi nemenda. Margir fara í ferðalög en nemendurnir í 10. bekk í Kirkjubæjarskóla unnu að stígagerð undir góðri stjórn Jóhönnu B. Magnúsdóttur ferðamálafulltrúa og Guðjóns Ólafssonar, fræðslufulltrúa Landgræðslunnar. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 294 orð

Ný breiðþota bætist í flota Atlanta

NÝ BREIÐÞOTA bætist í flota Flugfélagsins Atlanta í dag. Þotan er af gerðinni Lockheed L-1011- 100 TriStar og hefur sæti fyrir 360 farþega. Hún mun sinna leiguflugi Atlanta til og frá Íslandi fjóra daga vikunnar í sumar og fram á haust en hina þrjá dagana vera við leiguflugsverkefni frá Þýskalandi. Hingað kemur þotan frá Montreal í Kanada þar sem hún var máluð í litum félagsins. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 338 orð

Ólafur Ragnar með 46% fylgi

SKOÐANAKÖNNUN sem tímaritið Frjáls verslun gerði á fimmtudagskvöld leiðir í ljós að Ólafur Ragnar Grímsson nýtur stuðnings 46% þeirra sem afstöðu tóku í embætti forseta Íslands, en næstur honum kemur Pétur Kr. Hafstein með 23% fylgi. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 133 orð

Reuter Leiðtogar Mið-Evrópuríkja á fundi

FORSETI Pólands, Aleksander Kwasniewski, til hægri, og Vaclav Havel, forseti Tékklands veifa til fréttamanna að lokinni móttökuhátíð í Lancut-kastala í suð-austurhluta Pólands í gær, þar sem hófst óformlegur fundur leiðtoga ríkja Mið-Evrópu. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 354 orð

Samkomulag um raforkumál í sjónmáli

EFTIR margra ára samningaviðræður virtist í gær sem umfangsmikið samkomulag um aukið frelsi í raforkumálum innan Evrópusambandsins væri loks í sjónmáli. Ítalir, sem fara með formennskuna í ráðherraráðinu, greindu frá því að Frökkum og Þjóðverjum hefði tekist að mestu að jafna ágreining sinn og að líklega yrði hægt að ganga frá samkomulaginu á fundi orkumálaráðherra ESB þann 20. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 345 orð

Sektir vegna ófullnægjandi brunavarna

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að beita fjóra aðila dagsektum vegna ófullnægjandi brunavarna. Um er að ræða Skútuvog 13 og Grensásveg 14, þar sem reknar eru gistiaðstöður auk Síðumúla 30 og Ármúla 22. Í erindi slökkviliðsstjóra til borgarráðs segir að húsnæðið við Skútuvog 13 hafi verið skoðað á ný af eldvarnaeftirlitinu og að húseigandi hafi ekki uppfyllt áður gerðar kröfur. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 210 orð

Sjávarhættir fyrr og nú á Dalvík

Á SJÓMANNADAGINN var opnuð sýningin Sjávarhættir fyrr og nú, á vegum Byggðasafnins Hvols á Dalvík. Til sýnis eru yfir 50 skipslíkön, smíðuð af Grími Karlssyni skipstjóra, auk ýmissa muna og verkfæra er tengjast sjávarútvegi fyrr og nú. Þá eru einnig ljósmyndir af gömlum og nýjum fiskiskipum Íslendinga og starfsháttum í sjávarútvegi á fyrri tíð. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 302 orð

Skátafélagið Klakkur reisir nýja Valhöll

SKÁTAR á Akureyri, félagar í Klakki eru að reisa sér nýjan útileguskála, Valhöll, í landi Veigastaða á Svalbarðsströnd gegnt Akureyri. Klakkur er stærsta skátafélag landsins en í því eru tæplega 400 félagar. Fyrsta skóflustunga að húsinu var tekin í nóvember síðastliðnum og þar var fyrsta fánaathöfnin á sumardaginn fyrsta. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Skipasmiðir Árnessins heiðraðir

SKEMMTIFERÐASKIPIÐ Árnes, sem áður var Breiðafjarðarferjan Baldur, kom í Kópavogshöfn á Kársnesi í fyrradag og lagði úr höfn með þátttakendur á umdæmisþingi Rotary, sem haldið er í Kópavogi um helgina. Skipið var smíðað í Stálskipasmiðjunni í Kópavogi fyrir 30 árum og af því tilefni tók hafnarstjórn Kópavogshafnar á móti skipinu með athöfn til heiðurs skipasmiðunum. Meira
8. júní 1996 | Miðopna | 1284 orð

Stjórnsýslan dreifist

NÝTT sveitarfélag sem hlotið hefur nafnið Ísafjarðarbær tók til starfa 1. júní er Ísafjarðarkaupstaður, Suðureyrarhreppur, Flateyrarhreppur, Mosvallahreppur, Mýrahreppur og Þingeyrarhreppur sameinuðust eftir langan undirbúningstíma. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Styrkur úr sjóði Jóns Jóhannessonar prófessors

STYRKUR var nýlega veittur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors. Gunnar Ólafur Hansson hlaut styrkinn að þessu sinni. Gunnar Ólafur hefur stundað nám í íslenskri málfræði við Háskóla Ísalnds. Hann er nú að semja MA-ritgerð um efni á sviði sögulegrar hljóðkerfisfræði. Meira
8. júní 1996 | Landsbyggðin | 129 orð

Söfnunarkassar fyrir pappír

Selfossi-Skipuleg söfnun pappírs til endurvinnslu hófst formlega með athöfn framan við verslunarmiðstöðina Kjarnann á Selfossi. Söfnunin er liður í átakinu Hreint Suðurland og byggist á því að litlir söfnunarkassar eru sendir inn á hvert heimili og fólk safnar endurvinnanlegum pappír í þá. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 314 orð

Todor Zhívkov hvetur til þjóðareiningar

TODOR Zhívkov, kommúnistaleiðtoginn sem stjórnaði Búlgaríu í 35 ár, efndi til blaðamannafundar í gær og hvatti þjóðina til að sameinast til að vinna bug á efnahagskreppunni. Zhívkov er 84 ára og var einn af nánustu bandamönnum sovétleiðtogans Leoníds Brezhnevs og Nicolae Ceausescu, fyrrverandi einræðisherra Rúmeníu. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Tveir á slysadeild

HARÐUR árekstur varð á Selfossi síðdegis í gær og var tvennt flutt á slysadeild, farþegi og ökumaður. Ökumaður annars bílsins virti ekki stöðvunarskyldu með fyrrgreindum afleiðingum. Kalla þurfti út tækjabíl slökkviliðsins á Selfossi til að hreinsa slysstaðinn, en ekki kom til að klippa þyrfti fólk úr bílum. Meira
8. júní 1996 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Um hundrað manns eftir að koma

MÓTEFNAMÆLINGAR gegn eyðniveiru hafa verið gerðar hjá um fjögur hundruð blóðgjöfum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, en um mánaðamótin mars-apríl kom í ljós að prófefni við skimpróf fyrir eyðni sem notað var á sjúkrahúsinu reyndist gallað. Umrætt prófefni var notað á tímabilinu frá október í fyrra þar til í mars síðastliðnum. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Uppspuni um eitraðar ekkjur

ENGINN flugufótur er fyrir sögum, sem gengið hafa um baneitraðar köngulær, Svartar ekkjur, er eiga að þrífast í vinsælum stofuplöntum. Erlingur Ólafsson skordýrafræðingur segir að sama sagan virðist endurtaka sig með nokkurra ára bili eins og umgangspest og sorglegt að fólk skuli vera svo móttækilegt fyrir vitleysunni. Í Morgunblaðinu 20. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 159 orð

Útvarpsleyfi Sýnar endurnýjað

ÚTVARPRÉTTARNEFND hefur endurnýjað útvarpsleyfi Sýnar hf. til næstu 7 ára. Sýn hefur VHF-rás til afnota ótímabundið. Samgönguráðuneytið úthlutaði Sýn rásinni á sínum tíma. Kjartan Gunnarsson, formaður Úvarpsréttarnefndar, tók fram að útvarpsleyfum fylgdi ekki sjálfkrafa senditíðni af neinu tagi. Meira
8. júní 1996 | Miðopna | 1477 orð

William Morris

FYRST ber að nefna fyrirlestra sem fluttir verða í Þjóðarbókhlöðunni í dag á vegum Stofnunar Sigurðar Nordals og Landsbókasafns- Háskólabókasafns. Fyrirlesarar eru Andrew Wawn, Gary L. Aho, Marín G. Hrafnsdóttir auk undirritaðs. Málþingið hefst kl. 10 á því að opnuð verður sýning á verkum Williams Morris, m.a. Meira
8. júní 1996 | Erlendar fréttir | 281 orð

Zeman þingforseti

MILOS Zeman, leiðtogi tékkneskra jafnaðarmanna, kvaðst í gær mundu taka taka tilnefningu flokks síns til að verða forseti tékkneska þingsins. Þetta er hluti samkomulags um að jafnaðarmenn styðji minnihlutastjórn Vaclavs Klaus forsætisráðherra. Lét þyrluna falla Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 101 orð

Þjóðhátíðarsjóður úthlutar styrkjum

ÞJÓÐHÁTÍÐARSJÓÐUR hefur lokið úthlutun styrkja fyrir árið 1996 og þar með nítjándu úthlutun úr sjóðnum. Til úthlutunar í ár koma allt að 5.000.000 króna. Þar af rennur fjórðungur, 1.250 þúsund kr. til Friðlýsingarsjóðs til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs og fjórðungur, 1.250 þúsund kr. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 310 orð

Þrettán smíðavellir hjá ÍTR í sumar

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ Reykjavíkur starfrækir nú í sumar 13 smíðavelli sem ætlaðir eru 8-12 ára börnum víðs vegar um borgina. Helstu viðfangsefni barnanna eru kofasmíðar og ýmiss konar föndur. Meira
8. júní 1996 | Innlendar fréttir | 123 orð

Þrír prestar þjónandi við Hafnarfjarðarkirkju

VIÐ messu í Hafnarfjarðarkirkju sunnudaginn 9. júní, sem er 1. sunnudagur eftir Þrenningarhátíð og hefst kl. 14.00, gerast þau tíðindi í sögu Hafnarfjarðarkirkju, að séra Bragi Friðriksson prófastur Kjalarnessprófastsdæmis setur séra Þórhall Heimisson í starf og þjónustu aðstoðarprests við kirkjuna og helgar samhliða þjónustu séra Þórhildar Ólafs í fullt starf safnaðarprests. Meira

Ritstjórnargreinar

8. júní 1996 | Staksteinar | 315 orð

Lagarammi eða stjórnlausar veiðar

DAGBLAÐIÐ Tíminn birti á fimmtudag leiðara um stjórn fiskveiða og það samkomulag, sem gert var við stjórnarandstöðuna um frestun frumvarps til laga um stjórn úthafsveiða. Segir þar, að með hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna frá 1982, hafi verið settar ítarlegar reglur um efnahagslögsöguna og landgrunnið, en ekki hafi verið tekið á veiðum á úthafinu. Meira
8. júní 1996 | Leiðarar | 546 orð

leiðari VEXTIR, FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN SKÝRSLU starfshóps,

leiðari VEXTIR, FRAMBOÐ OG EFTIRSPURN SKÝRSLU starfshóps, sem viðskiptaráðherra fól að kanna hvort viðskiptahættir helztu aðila sem koma við sögu á skuldabréfamarkaði væru eins og bezt yrði á kosið, var lagt til að bankar taki meira mið af vöxtum á peningamarkaði en verið hefur. Meira

Menning

8. júní 1996 | Fólk í fréttum | 34 orð

Eignaðist strák

PAMELA Anderson Lee eignaðist son á miðvikudaginn var. Sonurinn, sem nefndur er Brandon Thomas Lee, vó rúmar þrettán merkur. Eiginmaður Pamelu, trommarinn Tommy Lee, var viðstaddur fæðinguna. Móður og barni heilsast vel. Meira
8. júní 1996 | Fólk í fréttum | 55 orð

Frægur flygill

EINKAFLYGILL rússnesk-bandaríska píanóleikarans Vladimirs Horowitz var til sýnis í hljóðfæraverslun Leifs H. Magnússonar sl. laugardag. Gestir og gangandi fengu þar tækifæri til að berja flygilinn augum og íslenskir píanóleikarar til að spila á hann. Morgunblaðið/Halldór ODDNÝ Nikolajdóttir, Jónas Guðlaugsson og Guðrún Guðlaugsdóttir. Meira
8. júní 1996 | Fólk í fréttum | 333 orð

Gallagripir götunnar

Leikstjóri Danny Bowler. Handritshöfundur John Hodge. Kvikmyndatökustjóri Brian Tufano. Tónlist Blur, Primal Scream, Pulp, ofl. Aðalleikendur Ewan McGregor, Ewan Bremner, John Lee Miller, Kevin McKidd, Robert Carlyle, Kelly McDonald. Bresk. Channel 4 1996. Meira
8. júní 1996 | Fólk í fréttum | 73 orð

Glaumur og gleði hjá eldri borgurum

NÆRRI 100 eldri borgurum á Nesinu var nýverið boðið til sumargleði í Félagsheimili Seltjarnarness og var þar margt gert til skemmtunar. Boðið var upp á fordrykk, kaffihlaðborð og spiluð var vist. Bergþór Pálsson og Anna Guðný Guðmundsdóttir skemmtu gestum og Ólafur B. Ólafsson stjórnaði fjöldasöng og lék á harmoníku. Meira
8. júní 1996 | Fólk í fréttum | 185 orð

Háskólabíó frumsýnir Loch Ness

Í LOCH Ness sem sýnd er í Háskólabíói fer Ted Danson með hlutverk dr. John Dempseys sem er sendur til Skotlands til að taka við vísindalegum leiðangri í leit að skrímslinu fræga, eða öllu heldur til að afsanna í eitt skipti fyrir öll tilvist þess. Meira
8. júní 1996 | Fólk í fréttum | 90 orð

Hoffmann kærir

DUSTIN Hoffmann hefur lagt fram kæru á hendur Castle Rock Entertainment og leikstjóranum Harold Becker fyrir samningsbrot. Hann segist ekki hafa fengið hlutverk í mynd á vegum Castle Rock árið 1995 sem samið hefði verið um, þrátt fyrir að sá samningur hafi ekki verið skriflegur. Meira
8. júní 1996 | Leiklist | 679 orð

Karl Ágúst Úlfsson: Hin hliðin

eftir Karl Ágúst Úlfsson. Leikarar: Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Magnús Ragnarssson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikstjóri: Hallmar Sigurðsson. Leikmynd og búningar: Stígur Steinþórsson. Lýsing: Ásmundur Karlsson. Forsýning á Listahátíð, fimmtudagur 6. júní. Meira
8. júní 1996 | Menningarlíf | 86 orð

LISTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK 1996

Laugardagur 8. júní World Festival Choir, einsöngvarar og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Stjórnandi: Klauspeter Seibel. Laugardalshöllin: Tónleikar kl. 16. Sundhöllin syngur, Voces Thules Sundhöll Reykjavíkur: Tónleikar kl. 23. "Galdra-Loftur" Íslenska óperan: 4. sýning kl. 20. Meira
8. júní 1996 | Menningarlíf | 177 orð

Miðnæturtónleikar í Sundhöllinni

KANÚKAKVINTETTINN Voces Thules heldur miðnæturtónleika í Sundhöll Reykjavíkur laugardagskvöldið 8. júní klukkan 23.30. Kvintettinn skipa Sverrir Guðjónsson og Sigurður Halldórsson kontratenórar, Guðlaugur Viktorsson tenór, Eggert Pálsson baritón og Sigurðsson Þorbergsson bassi. Meira
8. júní 1996 | Fólk í fréttum | 45 orð

Stoltur veiðimaður

CHARLIE Sheen, leikarinn frægi, heiðraði Sydney-búa með nærveru sinni um daginn, þegar fyrsti Planet Hollywood-veitingastaður Ástralíu var opnaður þar í borg. Þar reyndi hann meðal annars fyrir sér í sjóstangaveiði og situr hér stoltur fyrir ásamt bráð sinni, sem reyndar er stærri en hann. Meira
8. júní 1996 | Fólk í fréttum | 591 orð

Tónlist á engin landamæri Sænski tónlistarmaðurinn Robert Wells, sem er talinn með fremstu píanóleikurum Svía, heldur tvenna

ROBERT Wells ákvað þegar á barnsaldri hvað hann vildi verða; hann skyldi verða tónlistarmaður og það með hraði. Hann gekk í tónlistarskóla í Stokkhólmi og útskrifaðist á endanum frá Konunglegu sænsku tónlistarakademíunni, yngsti nemandinn sem það hefur gert. Meira
8. júní 1996 | Fólk í fréttum | 66 orð

Vinaheimsókn

NOKKRIR Vestur-Íslendingar frá bæjunum Cavalier, Mountain og Mainot í Norður-Dakota heimsóttu Herra Ólaf Skúlason biskup á biskupssetrinu fyrir skömmu og snæddu hádegisverð. Hópurinn hafði hér nokkra viðdvöl, en hluti hans hafði ekki séð heimaland sitt áður. F.v. Meira

Umræðan

8. júní 1996 | Kosningar | 415 orð

"Að skreyta sig annarra fjöðrum"

Í SJÁLFU sér er það ekki mikið mál hver tildrögin voru að útnefningu Nand Khemka sem aðalræðismanns Íslands í Nýju Delhi á Indlandi ­ og skiptir ekki miklu máli hver þar stóð að verki. Það alvarlega í málinu er að Ólafur Ragnar Grímsson vænir mig um ósannsögli í frásögn minni af atburðarásinni. Meira
8. júní 1996 | Aðsent efni | 1028 orð

Alþingi þori að standa upprétt

ENGINN maður hefur lýst betur þeim fáránlega kappleik sem fjölmiðlar skrifa um lok þingsins og Illugi Jökulsson. Þáttur hans á fimmtudagsmorguninn eftir að þinginu var frestað í vor þyrfti að heyrast oftar og því miður hafa sennilega örfáir örþreyttir þingmenn verið vaknaðir eftir volkið þegar Illugi flutti messu sína. Meira
8. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 161 orð

Dagur fermingarinnar

SUNNUDAGINN 9. júní er Dagur fermingarinnar í Dómkirkjunni. Þann dag er 50 ára fermingarbörnum sérstaklega boðið til kirkju en einnig þeim sem fermst hafa á síðustu árum. Til þessa er efnt í tilefni 200 ára afmælis Dómkirkjunnar sem minnst verður með ýmsum hætti á þessu ári. Dómkirkjan býður til tveggja guðsþjónusta þennan dag. Klukkan 11 er messa tileinkuð fermingarbörnum síðustu ára. Meira
8. júní 1996 | Kosningar | 537 orð

Ekki bara forsetafrú

ÚR KYNNGIMAGNI jökla og eldfjalla, ómengaðri náttúru og hollum fiski öðluðust Íslendingar þor til að kjósa sér konu fyrir forseta, fyrstir þjóða. Atburðurinn vakti heimsathygli og beindi kastljósi að fólki í miðju reginhafi sem bar gæfu til að höggva á hnút aldagamalla hefða og fordóma um verðleika kynjanna. Meira
8. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 637 orð

Gagnrýni gagnrýnd

MIÐVIKUDAGINN 5. júní birtist í Morgunblaðinu kvikmyndagagnrýni eftir hinn ágæta gagnrýnanda Arnald Indriðason um Rumble in the Bronx. Yfirleitt er ég ánægður með gagnrýni hans og yfirleitt tek ég mark á henni. En ljóst er að ef ég hefði séð gagnrýni hans áður en ég fór í bíó til að sjá Rumble in the Bronx, hefði ég orðið af einstakri skemmtun. Meira
8. júní 1996 | Aðsent efni | 551 orð

Helmingur vinnunnar í annarra vasa

HVER Íslendingur vinnur að meðaltali í 157 daga fyrir opinbera aðila á árinu 1996. Þessa daga nýtum við ekki til tómstunda með fjölskyldunni eða á annan þann hátt sem við sjálf viljum. Er þetta réttlátt? Með öðrum orðum þarf hver sá sem vill vinna fyrir tekjum að greiða tæplega helming þeirra til opinberra aðila hvort sem hann vill það eður ei. Meira
8. júní 1996 | Kosningar | 163 orð

Maður líttu þér nær ÞÁ KOM loks að því að fólk fékk að h

ÞÁ KOM loks að því að fólk fékk að heyra og sjá alla frambjóðendur til forseta saman. Vissulega tímabært að geta borið saman þetta glæsilega fólk og heyra hvað það hefur fram að færa. Það hefur einnig verið áhugavert að heyra hversu ólík viðhorf frambjóðendur hafa til embættisins og þjóðar sinnar. Meira
8. júní 1996 | Kosningar | 610 orð

Ólafur Ragnar er brautryðjandinn

EÐLILEGT og nauðsynlegt hlýtur að teljast að persónur frambjóðenda séu mjög til umfjöllunar vegna komandi forsetakosninga. Kemur þar margt til. Kosningin er í eðli sínu persónukjör en ekki val á milli framboðslista stjórnmálaflokka. Eiginleikar forsetans eru einnig mótandi fyrir framgöngu hans í embætti. Meira
8. júní 1996 | Kosningar | 487 orð

Svínsminni

ORÐIÐ "svínsminni" er haft í Laxdæla sögu (48. kafla) um það þegar menn þóttu gleyma mótgerðum og svívirðingum furðu fljótt. Því miður hefur það viðgengist að stjórnmálamenn hafi látið sér í léttu rúmi liggja loforð sín og treyst á skammvinnt minni og umburðarlyndi kjósenda. Meira
8. júní 1996 | Bréf til blaðsins | 280 orð

Til hamingju með hvað?

ÉG VAR í Kringlunni um síðustu helgi þegar mér var réttur gulur bæklingur sem á stóð "til hamingju". Er nú verið að bjóða mér utanlandsferð? hugsaði ég. Nei aldeilis ekki. Myndirnar í þessum bæklingi eru af börnum í Laugardalslauginni, sem byggð var á tímum sjálfstæðismanna í meirihluta borgarstjórnar, nýju göngubrúnni, sem Vegagerð ríkisins gerði yfir Kringlumýrarbraut í fyrra og kaffihúsi, Meira
8. júní 1996 | Kosningar | 294 orð

Til umhugsunar fyrir íslensku þjóðina

UNDANFARIÐ, hefur Guðrún Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi, hamrað á því, að það hljóti að vera fótakefli fyrir frambjóðendur til forsetakosninga, að hafa verið þátttakendur í stjórnmálum. Nú er það svo, að einn af fyrstu opinberu stuðningsmönnum Guðrúnar Pétursdóttur, var Þorsteinn Pálsson, ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar. Varla getur það nú talist ópólitískur stuðningur. Gott og vel. Meira

Minningargreinar

8. júní 1996 | Minningargreinar | 317 orð

Aðalheiður Karlsdóttir

Við leiðarlok leitar hugurinn til gamalla daga. Á barnaskólaárum okkar systkinanna í Hólkoti fórum við oftast gangandi milli heimilis og skóla ef veður var gott, en urðum ella að hafa öruggt athvarf í bænum. Það var því árlegt úrlausnarefni móður okkar að koma okkur krökkunum fyrir í bænum. Ég minnist þess að hún bar oft kvíðboga fyrir þessu verki sem þó alltaf reyndist ástæðulaus. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 101 orð

AÐALHEIÐUR KARLSDÓTTIR

AÐALHEIÐUR KARLSDÓTTIR Aðalheiður Karlsdóttir frá Garði fæddist að Garði í Ólafsfirði 9. janúar 1914. Hún lést á Dvalarheimilinu Hornbrekku í Ólafsfirði þann 3. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Karl Guðvarðarson og Sólveig Rögnvaldsdóttir. Systkini hennar eru: Óskar, Kristinn, Fjólmundur, Ísól, Guðlaug og Ragna. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 281 orð

Guðmundur Thoroddsen

Sjá, þú og ég, við rýmum stund og stað, samt stefnir jörð þann veg, er fyrr hún trað, og heilsan vor og hinsta kveðja er gleymd, sem hafið gleymir steini er sökk í það. En sagnir herma að viður vænn og hár þar vaxi, er blæddi konungs banasár, og þar sem dögg á draumsóleyju skín þar dropið hafi forðum meyjartár. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 404 orð

Guðmundur Thoroddsen

Guðmundur Thoroddsen myndlistarmaður og leiðsögumaður frá Ísafirði lést laugardaginn 25. maí langt fyrir aldur fram frá henni Elísabet, Jóni Kolbeini og Einari Viðari sem er aðeins eins árs gamall. Átakanlegra verður það varla þegar menn í blóma lífsins fá illvígan sjúkdóm og deyja frá fjölskyldu sinni og verkum. Ég kynntist Gvendi fyrir fimm árum. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 360 orð

Guðmundur Thoroddsen

Skemmtilegur, orðheppinn ungur maður með hlýtt hjartalag, kankvíst augnatillit og bjart bros, blandið viðkvæmni, varð á vegi mínum fyrir tveim áratugum og tilheyrði fjölskyldu minni um hríð. Þetta var Guðmundur Thoroddsen, víðförull ævintýramaður þegar á ungum aldri og elskur að litum og tónum eins og hann átti kyn til. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 402 orð

Guðmundur Thoroddsen

Hér er horfinn af sjónarsviðinu gagnmerkur Íslendingur - maður óvenjulegri fjölhæfni, stórhug, karlmennsku, athafnarorku, verksnilli og listamennsku búinn. Hann var allt í senn, listamaður, skipasmiður, siglingafræðingur, landkönnuður, leiðsögumaður, víðfarinn og fjölfróður. Hvers manns hugljúfi var hann, mannvinur og gaf örlátlega af sér, hvar sem hann fór og við hvað sem hann fékkst. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 632 orð

Guðmundur Thoroddsen

Guðmundur Thoroddsen sat ekki um kyrrt og lét sig dreyma um fjarlæg höf og lönd. Hann lifði draumana sína. Fyrir honum voru draumur og veruleiki eitt og sama ævintýrið. Ungur smíðaði hann skútu og sigldi um fjarlæg höf, stundum einn, stundum með öðrum. Á milli siglinga ferðaðist hann um Ísland þvert og endilangt sem leiðsögumaður, málaði myndir og hélt sýningar. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 334 orð

Guðmundur Thoroddsen

Ég minnist þín, er sé ég sjóinn glitra við sólar-hvel og þegar mánans mildu geislar titra ég man þig vel. Ég sé til þín, er létt á öðru leiti sér lyfta ský. Ég horfi´á þig, er hljóður veg minn þreyti ég húmi í. Ég heyri þig, er þýtur fjarlæg alda svo þungt og ótt. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 475 orð

Guðmundur Thoroddsen

Með miklum trega og djúpum söknuði kveðjum við Guðmund Thoroddsen í dag. Hann var okkur vinum sínum svo margt og miðlaði af miklu, myndlistarmaðurinn, músíkantinn, ævintýramaðurinn, skútukallinn, hugsjónamaðurinn og húmoristinn. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 26 orð

GUÐMUNDUR THORODDSEN Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á Ísafirði 25. maí síðastliðinn

GUÐMUNDUR THORODDSEN Guðmundur Thoroddsen var fæddur í Reykjavík 17. september 1952. Hann lést á Ísafirði 25. maí síðastliðinn og fór útförin fram frá Dómkirkjunni 4. júní. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 252 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Komið er að kveðjustund. Þakklæti og virðing er efst í huga, að hafa átt að vini heiðursmanninn og tryggðartröllið sr. Pétur Þ. Ingjaldsson. Leiðir lágu fyrst saman á ljósum vordögum fyrir réttum sjötíu árum, þegar við tveir ungir drengir á svipuðu reki tókum inntökupróf upp í Menntaskólann í Reykjavík. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 800 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

"Sælir eru dánir, þeir sem í Drottni deyja þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim." Opinb. Jóh. 14,13. Í dag verður til moldar borinn frá Hólaneskirkju á Skagaströnd sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, fyrrum prestur í Skagastrandarprestakalli og prófastur Húnvetninga. Lést hann hinn 1. júní síðastliðinn á Héraðshæli Húnvetninga á Blönduósi á 86. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 898 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Nemendur Menntaskólans í Reykjavík, aldnir og ungir, komu saman til hátíðar á sunnudaginn var í tilefni af 150 ára afmæli skólans. Við gengum stíga og ganga, sem við stikuðum fyrr, margir þeirra, sem fremstir fóru í fylkingunni, ekki léttir á fæti lengur. En það blasti líka við, að skólinn skilar þjóðinni fjölmennu og glæsilegu liði í stað þeirra, sem lýjast, heltast úr hinni löngu lest og hverfa. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 640 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Skáldið Stephan G. Stephansson orti fyrir rúmri öld eitt af ljóðum sínum, er hann nefnir Gömul trú. Hann yrkir þar um dauðastundina, er hann nefnir "augnablik það eina" og segir m.a.: Seint eður snemma á sama tíma sofna muntu hinsta blundinn. Hvar eða hvernig að það að ber enginn veit. En þetta er stundin. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 745 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, fyrrum sóknarprestur í Höskuldsstaðaprestakalli og um tíma prófastur í Húnavatnsprófastdæmi, andaðist um hádegið sl. laugardag, daginn fyrir sjómannadaginn, eða fékk hvíldina eins og gamalt sóknarbarn hans sagði við mig, þegar hann sagði mér lát "gamla mannsins" um miðjan þann dag. En því tilgreini ég sjómannadaginn, að sr. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 373 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Með séra Pétri Þ. Ingjaldssyni er genginn einn af þeim sem um áratuga skeið setti mjög svip sinn á umhverfi sitt hér í Húnavatnssýslu. Gáfur hans og sérkenni voru slík að hann vakti hvarvetna athygli og skemmtileg tilsvör hans og athugasemdir gerðu hann nánast að þjóðsagnapersónu. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 512 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Óðum saxast nú á hóp stúdentanna frá 1933. Hinn 1. júní féll séra Pétur Þ. Ingjaldsson fyrrum prófastur í Húnaþingi í valinn á sjúkrahúsinu á Blönduósi eftir alllanga vanheilsu. Hann var á 85. aldursári. Það hefði verið í anda séra Péturs að rekja ættir hans, en hér verður látið nægja að geta þess, að hann var af kunnri ætt kenndri við Engey. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 550 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Því miður get ég ekki fylgt prestinum mínum síðasta spölinn en hugurinn verður hjá honum og fjölskyldu hans í Húnaþingi þar sem hann starfaði áratugum saman og þar sem við hittumst á eftirminnilegan hátt fyrir rúmri hálfri öld. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 698 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Vinur, einlægur sannur og traustur. Þetta eru orð, sem koma í huga minn, þegar ég minnist sr. Péturs Ingjaldssonar, sem var mér sérstakur velgjörðamaður og vinur. Þannig hafði hann leitt mig frá fyrstu skrefum mínum í prestþjónustu. Allt frá vígslu og til hinstu stundar lét hann sér annt um velferð mína og fjölskyldu minnar og okkur þótti gott að mega þakka og finna hlýhug hans. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 449 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson er látinn. Þar fer af þessum heimi maður sem setti lengi sterkan svip á mannlífið á Skagaströnd. Það er því tregi í mörgu hjarta og gamlar minningar eflast og skýrast að gildi með sérstökum hætti við þessi hinstu skil. Það er ekki ætlun mín að greina frá ættum sr. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 249 orð

Pétur Þ. Ingjaldsson

Pétur Þ. Ingjaldsson, hefur hlýtt því kalli sem allir skulu gegna. Oft hafði hann staðið yfir moldum látinna sveitunga og samferðamanna. Nú kveðjum við hann í dag og minnumst í þakklæti góðra kynna. Hann var sérstæður sem prestur og tók flestum fram. Hann var nákvæmur í embættisfærslu en frjálslegur í fasi. Séra Pétur var hispurslaus maður, hreinskilinn og hollur. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 159 orð

PÉTUR Þ. INGJALDSSON

PÉTUR Þ. INGJALDSSON Pétur Þ. Ingjaldsson fæddist í Reykjavík 11. janúar 1911. Hann lést á Héraðshæli Húnvetninga á Blönduósi 1. júní síðastliðinn. Foreldrar Péturs voru Ingjaldur Þórðarson verkamaður og kona hans Guðrún Pétursdóttir Guðmundssonar bónda í Skildinganesi. Pétur kvæntist 14. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 619 orð

Sigurður Brandsson

Mig langar með nokkrum orðum að minnast góðs og trausts vinar, Sigurðar Brandssonar, sem nú hefur lokið lífsgöngu sinni. Heiðursmanninum Sigurði Brandssyni og hans ágætu eiginkonu Margréti kynntumst við hjónin fljótlega eftir að við fluttumst vestur til Ólafsvíkur í byrjun árs 1975. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 456 orð

Sigurður Brandsson

Þegar ég fyrir mörgum árum átti erindi í Hróa hf. til lagfæringa ýmissa sem oft kom fyrir, hófust kynni með okkur Sigurði Brandssyni. Maður tók strax eftir þessum háa, granna og lítið eitt lotna manni. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 352 orð

SIGURÐUR BRANDSSON

SIGURÐUR BRANDSSON Sigurður Brandsson fæddist í Ásbjarnarhúsi í Ólafsvík 14. okt. 1917. Hann lést í St. Franciskusspítala í Stykkishólmi 31. maí 1996, 78 ára að aldri. Foreldrar hans voru Brandur Sigurðsson frá Lá í Eyrarsveit, f. 1890, ólst upp á Hallbjarnareyri í sömu sveit og fórst með seglskútunni Valtý í ofsaveðri 28.-29. febr. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 150 orð

Sigurjón Steingrímsson

Hann Sigurjón Steingrímsson er látinn. Þetta var ekki það sem ég bjóst við að heyra seinni part fimmtudagsins 30. maí þegar síminn hringdi heima hjá mér. Þetta er svo ósanngjarnt. Hann var svo ungur, aðeins 17 ára gamall, og allt lífið fram undan. En svo er klippt á lífið svo skyndilega og óvænt og maður hefur ekki einu sinni tækifæri til að kveðja. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 161 orð

Sigurjón Steingrímsson

Skólanum er rétt nýlokið, nemendur streyma út glaðir og hreyknir, með eftirvæntingu í hjarta. Sumarið bíður þeirra með birtu sína og ævintýri. Þá dregur skyndilega fyrir sólu, einu úr hópnum hefur skyndilega fallið í valinn á vígvelli umferðarinnar. Sigurjón Steingrímsson hafði lokið öðru námsári sínu við Framhaldsskólann í Vestmannaeyjum. Hann var hæglætispiltur, rólegur en fór sínu fram. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 438 orð

Sigurjón Steingrímsson

Ég var nýkomin heim fimmtudaginn 30. maí eftir að hafa verið í alls konar útréttingum. Við Setta María höfðum rétt áður verið að hlusta á fréttina um að stórslys hefði orðið á Keflavíkurveginum og ég sagði við hana: "Enn eitt slysið á þessum vegi, aumingja fólkið. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 266 orð

Sigurjón Steingrímsson

"Áður en ég myndaði þig í móðurlífi, útvaldi ég þig, og áður en þú komst af móðurkviði, helgaði ég þig." (Jerimía 1:5.) Í dag verður Sigurjón bróðursonur minn og frændi borinn til hinstu hvíldar í Vestmannaeyjum. Það verður undarlegt að hitta hann ekki þegar maður kemur til Eyja, en við munum hitta hina úr fjölskyldunni. Sigurjón var annar í röðinni af sex systkinum. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 552 orð

Sigurjón Steingrímsson

Lítill drengur. Í kaðlapeysu með húfu. Brosandi. Að moka í sandinum, með skóflu og fötu. Úfinn hraunjaðarinn myndar bakgrunninn. Sigurjón var á öðru ári þegar við vinkonurnar, ég og Hólmfríður, komum til Eyja vorið 1980 til að vinna í fiski. Við vorum um tvítugt og dvölin í Eyjum var hluti af ferð okkar um heiminn, til að víkka sjóndeildarhringinn. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 501 orð

Sigurjón Steingrímsson

Sigurjón Steingrímsson Drottinn, þú rannsakar og þekkir mig. Hvort sem ég sit eða stend, þá veist þú það, þú skynjar hugrenningar mínar álengdar. Hvort sem ég geng eða ligg, þá athugar þú það, og alla vegu mína gjörþekkir þú. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 336 orð

Sigurjón Steingrímsson

Mig langar í örfáum línum að minnast míns elskaða vinar, frænda og bróður í Kristi. Ég kynntist honum þegar við byrjuðum í grunnskóla Vestmannaeyja og þar með eignaðist ég traustan, heiðarlegan og skilningsríkan vin. Vorum við saman í skóla upp í 8. bekk en þá flutti ég til Reykjavíkur. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 135 orð

SIGURJÓN STEINGRÍMSSON

SIGURJÓN STEINGRÍMSSON Sigurjón Steingrímsson fæddist í Vestmannaeyjum 18. nóvember 1978. Hann lést af slysförum 30. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Þóranna Margrét Sigurbergsdóttir, f. 12. nóvember 1955 í Kópavogi, og Steingrímur Ágúst Jónsson, f. 15. maí 1954 í Reykjavík. Þau eru búsett í Vestmannaeyjum. Meira
8. júní 1996 | Minningargreinar | 130 orð

Sigurjón Steingrímsson Elsku vinir, mig langar að minnast vinar míns og bróður í Kristi með þessum fátæklegu orðum. Þann tíma

Elsku vinir, mig langar að minnast vinar míns og bróður í Kristi með þessum fátæklegu orðum. Þann tíma sem ég þekkti Sigurjón sá ég ávallt traustan og góðan vin. Í hvert skipti sem ég hitti Sigurjón sá ég alltaf eitthvað nýtt í fari hans. Meira

Viðskipti

8. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 136 orð

AT&T selur fjármáladeild sína

AT&T, hinn frægi fjarskiptarisi, hefur samþykkt að selja fjármáladeild sína stjórnendum og öðrum fjárfestum með samningi, þar sem deildin er metin á 2.2 milljarða dollara. Sala fjármáladeildarinnar, AT&T Capital Corp., er síðasta skrefið í skiptingu AT%T. Meira
8. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 108 orð

BSkyB sendir út enska boltann

ÚRVALSDEILD enska knattspyrnusambandsins hefur selt sjónvarpsfélaginu British Sky Broadcasting rétt til beinna sjónvarpssendinga frá leikjum í deildinni fyrir 670 milljónir punda eða rúmlega 67 milljarða króna. Meira
8. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 102 orð

Máli gegn Time-Warner og Ted Turner vísað frá

DÓMARI í Delaware hefur vísað frá máli símafélagsins US West Communications Group, sem hefur reynt að koma í veg fyrir fyrirhugaðan 7.5 milljarða dollara samruna fjölmiðlarisans Time Warner og Turner Broadcasting System. Meira
8. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 528 orð

Ríkið hætti verðbréfamiðlun sem markaðurinn getur sinnt

MIKILVÆGT er að ríkið dragi úr umsvifum sínum á fjármagnsmarkaði og þá sér í lagi í smásölu ríkisverðbréfa, að mati þeirra Vals Valssonar, bankastjóra Íslandsbanka og formanns Sambands íslenskra viðskiptabanka, og Gunnars Helga Hálfdánarsonar, forstjóra Landsbréfa. Meira
8. júní 1996 | Viðskiptafréttir | 488 orð

Telja um ásetning að ræða

NEYTENDASAMTÖKIN hafa óskað eftir því við Hollustuvernd ríkisins að fram fari sérstök athugun á gæðum þeirra matvæla sem Rydenskaffi hf., umboðsaðili Gevalia hér á landi, dreifi hér á landi, í ljósi þess að fyrirtækið hafi nýlega orðið uppvíst af því að reyna "af ásettu ráði að flytja inn kaffi sem komið var fram yfir leyfilega dagsetningu til sölu", eins og segir í tilkynningu samtakanna. Meira

Daglegt líf

8. júní 1996 | Neytendur | 68 orð

Alain Mikli á Íslandi

FRANSKI gleraugnahönnuðurinn Alain Mikli er staddur hér á landi um þessar mundir en hann hefur komið reglulega til landsins á undanförnum árum til að kynna hönnun sína. Hann verður í dag, laugardaginn 8. júní, í gleraugnaversluninni Linsunni í Aðalstræti þar sem hann kynnir nýja hönnun og línu í umgjörðum. Meira
8. júní 1996 | Neytendur | 909 orð

Baunir eru ódýrar og næringarríkar ÞAÐ er hægt að fá kíló af þurrkuðum baunum á um þrjú hundruð krónur og slíkur skammtur dugar

ÞAÐ er hægt að fá kíló af þurrkuðum baunum á um þrjú hundruð krónur og slíkur skammtur dugar fjögurra manna fjölskyldu að minnsta kosti í þrjár baunamáltíðir. Það eru þó ekki enn mjög margir sem lækka matarreikninginn sinn með þessu móti. Guðbjörg R. Meira
8. júní 1996 | Neytendur | 246 orð

Heitt í kolunum

Á laugardögum eru matreiðslumennirnir Óskar Finnsson, Ingvar Sigurðsson og Árni Þór Arnórsson með þætti á Bylgjunni þar sem þeir fjalla um grillrétti og meðlæti. Hér á neytendasíðu birtast uppskriftir þeirra. Meðlæti með grillmat getur verið margvíslegt og þeir félagar segja að gott sé að grilla hinar ýmsu tegundir af grænmeti. Sumar tegundir eru betur til þess fallnar en aðrar. Meira
8. júní 1996 | Neytendur | 68 orð

Þríþætt leiktæki

ÞAU eru þríþætt leiktækin sem Sveinn Stefánsson húsasmiður framleiðir. Hann smíðaði fyrsta tækið fyrir börnin sín en ákvað í kjölfar fyrirspurna að prófa að framleiða þau og selja. Rólusessurnar eru skornar til úr dekkjum og jafnvel ungbörn geta legið í sessunum á meðan þeim er ruggað til og frá. Ómáluð kosta leiktækin 39.500 krónur en máluð 44.500 krónur. Meira

Fastir þættir

8. júní 1996 | Í dag | 408 orð

AÐ getur verið erfitt og dýrt á köflum að vera grænmeti

AÐ getur verið erfitt og dýrt á köflum að vera grænmetisneytandi á Íslandi en það er að minnsta kosti aldrei einhæft. Sveiflurnar í framboði á tegundum, gæðum, ferskleika og ekki síst verði eru það miklar að neytandinn veit aldrei að hverju hann gengur. Meira
8. júní 1996 | Fastir þættir | 618 orð

Af hverju er ég svona leiður á lífinu?

Spurning:Maður á miðjum aldri hafði samband við blaðið og vildi beina þeirri spurningu til sálfræðingsins af hverju lífsleiði stafaði. Hann kvaðst fá svona köst af og til, sem stæði nokkra daga í senn, en svo væri hann góður á milli. Engin augljós ástæða væri fyrir þessu, hann ætti góða fjölskyldu og væri sáttur í vinnu sinni. Meira
8. júní 1996 | Dagbók | 2709 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 7.-13. júní verða Garðs Apótek, Sogavegi 108 og Reykjavíkur Apótek, Austurstræti 16 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Garðs Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
8. júní 1996 | Fastir þættir | 1040 orð

Eilífðarstúdentar í Elliðavatni

"ÉG tek silungsveiði fram yfir laxveiði," segir sportveiðimaðurinn Jón Þ. Einarsson á leiðinni upp eftir. "Maður verður að velja og hafna. Það er of mikið að stunda hvoru tveggja. Maður gerði þá ekkert annað. Það er auðveldara að komast í silunginn, skreppa kannski í nokkra tíma í einu og veiðileyfin eru mun aðgengilegri og ódýrari. Meira
8. júní 1996 | Fastir þættir | 50 orð

Fermingar á sunnudag

FERMING í Akrakirkju, Borgarprestakalli. Prestur sr. Þorbjörn Hlynur Árnason. Fermdar verða: Guðný Ólöf Helgadóttir, Hólmakoti. Kristbjörg Sesselja Birgisdóttir, Tröðum. FERMING í Brautarholtskirkju, Kjalarnesi, kl. 14. Prestur sr. Gunnar Kristjánsson, Reynivöllum. Fermdar verða: Karen Ósk Sigþórsdóttir, Klébergi, Kjalarnesi. Meira
8. júní 1996 | Fastir þættir | 625 orð

Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn og Lasarus. (Lúk. 16.)

Guðspjall dagsins: Ríki maðurinn og Lasarus. (Lúk. 16.) »ÁSKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Bryndís Malla Elídóttir messar. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA:Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Guðsþjónusta kl. Meira
8. júní 1996 | Í dag | 92 orð

GULLBRÚÐKAUP.

GULLBRÚÐKAUP. Í dag, laugardaginn 8. júní, eiga fimmtíu ára hjúskaparafmæli hjónin Fjóla Bjarnadóttir og Oddbergur Eiríksson, Grundarvegi 17, Ytri-Njarðvík. Þau verða að heiman í dag. ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 8. júní, er fimmtugurGunnar Hjaltalín, löggiltur endurskoðandi, Sævangi 44, Hafnarfirði. Meira
8. júní 1996 | Fastir þættir | 721 orð

Hún er komin

Sólveig Lilja Guðmundsdóttir er nýkrýnd fegurðardrottning Íslands. Ljóðaunnandinn Ívar Páll Jónssonbauð henni út að borða á Argentínu steikhúsi, og spjallaði við hana þar til sólin settist í austri. Meira
8. júní 1996 | Fastir þættir | 732 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 852. þáttur

852. þáttur ÖRN Ólafsson húsvörður í Reykjavík skrifar mér merkilegt bréf varðandi stjórn fiskveiða og hugtök og orð í því sambandi. Umsjónarmaður þarf hér að fara með mikilli gát og kemur þar fyrst til vanþekking hans á efninu og síðan varúð, að hann álpist ekki út á hálan ís afstöðu til eins og annars í fiskveiðistjórn. Meira
8. júní 1996 | Dagbók | -1 orð

SPURT ER...

»Heimsmeistaraeinvígi FIDE hófst á fimmtudag í Elista, höfuðborg rússneska sjálfstjórnarlýðveldisins Kalmúkíu. Hverjir eigast þar við? »Hvað merkir orðtakið að fara í geitarhús að leita sér ullar? »Hver orti? Vorið góða grænt og hlýtt, græðir fjör um dalinn. Allt er nú sem orðið nýtt, ærnar, kýr og smalinn. Meira
8. júní 1996 | Í dag | 330 orð

Velvakandi, format 31,7

Velvakandi, format 31,7 Meira

Íþróttir

8. júní 1996 | Íþróttir | 22 orð

2. deild karla Skallagrímur - Fram2:2 Þó

2. deild karla Skallagrímur - Fram2:2 Þórhallur Jónasson (10.), Valdimar Sigurðsson (41.) ­ Valur Fannar Gíslason (8.), Þorvaldur Ásgeirsson (11. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 99 orð

3. deild Höttur - Dalvík1:1 Fjölnir - Reynir S.1:3

3. deild Höttur - Dalvík1:1 Fjölnir - Reynir S.1:3 Ægir - Selfoss6:1 Kjartan Helgason 3, Guðmundur Gunnarsson, Ásgrímur Harðarson, Þórarinn Jóhannsson ­ Gísli Björnsson. 4. deild Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 129 orð

Á 32. mínútu fékk Finnur Kolbeinsson kn

Á 32. mínútu fékk Finnur Kolbeinsson knöttinn fimm metrum fyrir utan vítateig Grindavíkur, hægra megin, og hugsaði sig ekki um tvisvar heldur skaut föstu skoti með vinstri fæti á fjærstöngina, Albert Sævarsson markvörður Grindavíkur hikaði við og knötturinn skall í stöng og inn. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 152 orð

Einar Baldvin fer í Stjörnuna

EINAR Baldvin Árnason, handknattleiksmaður, sem leikið hefur með KR, ákvað í gær að ganga til liðs við Stjörnuna úr Garðabæ fyrir næsta keppnistímabil. Einar, sem er 22 ára og hefur leikið með öllum unglingalandsliðum Íslands og var í landsliðshópi Þorbjarnar Jenssonar um tíma í fyrra, Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 410 orð

Frjálsíþróttir

Stigamót í Moskvu Stigamót Alþjóðafrjálsíþróttasambansins: 400 metra grindahlaup karla: 1. Samuel Matete (Sambíu)48.60 2. Winthrop Graham (Jamaíku)49.09 3. Dusan Kovacs (Ungverjal.)49.37 4. Ken Harnden (Simbabve)49.47 5. Sven Nylander (Svíþjóð)49.49 400 metra hlaup kvenna: 1. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 182 orð

FRJÁLSÍÞRÓTTIRChristie kom

MIKIÐ var um að vera í heimi frjálsíþrótta í gær. Í Moskvu var haldið annað stigamót Alþjóða frjálsíþróttasambandsins Evrópu og í N¨urnberg í Þýskalandi reyndu menn og konur einnig með sér. Þar bar hæst einvígi Ólympíumeistarans í 100 m hlaupi, Linfords Christies, frá Bretlandi og heimsmeistarans í greininni, Kandamannsins Donovans Baileys. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 441 orð

Grindvíkingar brutuísinn í Árbænum

LEIKMENN Grindavíkur brutu loks ísinn er þeir heimsóttu Fylkismenn í Árbæinn í gærkvöldi í 3. umferð 1. deildar karla í knattspyrnu. Þeir skoruðu fyrstu mörk sín á leiktíðinni og um leið og þeir innbyrtu fyrsta sigurinn ­ lokatölur 2:1. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 65 orð

Guðbjörg með ÍslandsmetGUÐBJÖRG Viðars

GUÐBJÖRG Viðarsdóttir úr HSK bætti eigið Íslandsmetið í sleggjukasti á raðmóti FH sem haldið var í fyrrakvöld. Sleggjan sveif 39,88 metra hjá Guðbjörgu, en gamla metið var 35,36 metrar. Það met setti Guðbjörg í september í fyrra. Jón A. Sigurjónsson úr FH var ekki langt frá Íslandsmeti karla í sleggjuksti; kastaði 64,98 metra en Guðmundur Karlsson á metið úr FH á metið, 66,28 m. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 107 orð

Ítalía Markverðir:

Markverðir: 1 Angelo Peruzzi (Juventus) 12 Francesco Toldo (Fiorentína) 22 Luca Bucci (Parma) Varnarmenn: 2 Luigi Apolloni (Parma) 8 Roberto Mussi (Parma) 6 Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 210 orð

Jafnt í toppslag Lið Skallagríms og Fram

Jafnt í toppslag Lið Skallagríms og Fram skildu jöfn, 2:2, í mjög skemmtilegum leik í toppbaráttu 2. deildar í Borgarnesi í gærkvöldi. Leikurinn byrjaði mjög fjörlega og eftir aðeins ellefu mín. var staðan orðin 2:1 fyrir Fram. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 223 orð

Markalaust í Laugardal ÞRÓTTARAR tóku á móti Leikn

Markalaust í Laugardal ÞRÓTTARAR tóku á móti Leikni á Valbjarnarvelli í gærkvöldi og fagnaði hvorugt liðið sigri að þessu sinni. Leikurinn var frekar daufur í upphafi en jafnræði var með liðunum og færi af skornum skammti. Þróttarar voru fyrri til við sköpun marktækifæra og á 18. mínútu átti Gunnar Gunnarsson skalla í stöng Leiknismarksins. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 574 orð

Mikilvægt fá áhorfendur á okkar band

ARRIGO Sacchi, þjálfari Ítala, er nokkuð bjartsýnn á góðan árangur liðsins í Evrópukeppninni á Englandi. "Ef við skoðum úrslit undanfarinna ára erum við að sjálfsögðu með eitt af fjórum sigurstranglegustu liðunum í keppninni. Hin liðin eru England, sem er á heimavelli, Þýskaland og Holland," sagði Sacchi. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 382 orð

Ná Rússar að blómstra?

RÚSSAR fá nú tækifæri til að sýna hvað í þeim býr þegar út í alvöruna í Englandi er komið. Þeir hafa oft blómstrað fyrir stórmót og taldir sigurstranglegir, en aldrei náð að halda það út alla leið á toppinn síðan Sovétríkin sálugu sigruðu í fyrstu Evrópukeppninni 1960. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 106 orð

Rússland Markverðir:

Markverðir: 1 Dmitry Kharin (Chelsea) 12 Stanislav Tsjertsjesov (FC Tyrol) 22 Sergej Ovtsjinnikov (Lokomotiv) Varnarmenn: 3 Juri Nikiforov (Spartak Moskvu) 20 Sergej Gorlukovitsj (S. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 223 orð

TENNISKafelnikov burstaði Sampra

RÚSSINN Yevgeny Kafelnikov komst í gær í úrslit á Opna franska meistaramótinu í tennis er hann lagði Pete Sampras, Bandaríkjunum, að velli í þremur settum, 7-5, 6-0, 6-2. Hann leikur til úrslita á sunnudaginn við Þjóðverjann Michael Stich sem bar sigurorð af Ólympíumeistaranum Marc Rosset 6-3, 6-4, 6-2. Kafelnikov, sem er í 6. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 396 orð

Tékkar geta komið á óvart

Ekki er búist við að Tékkar nái langt í Evrópukeppninni ef marka má veðbanka í London sem telja líkurnar á að þeir verði Evrópumeistarar einn á móti 66. Tékkar, sem eru sýnd veiði en ekki gefin, gætu orðið það lið sem kemur mest á óvart í keppninni. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 95 orð

UM HELGINAKnattspyrna Laugardagur:

Knattspyrna Laugardagur: 1. deild karla: Laugardalsv.:Valur - KR16.30 Kópavogsvöllur:Breiðablik - ÍBV17 Ólafsfjörður:Leifur - ÍA17 3. deild : Gróttuvöllur:Gótta - Þróttur N16.30 4. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | -1 orð

Verðskuldaður Stjörnusigur

STJARNAN vann Keflvíkinga verðskuldað með einu marki gegn engu í 1. deild karla í knattspyrnu Keflavík í gærkvöldi. Valdimar Kristófersson skoraði sigurmarkið í upphafi leiks. Stjarnan er þar með komin með sex stig eftir þrjá leiki og er komin í toppbaráttuna, upp að hlið ÍA. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 780 orð

Þjóðverjar eru til alls líklegir

MARGIR knattspyrnusérfræðingar telja að C-riðillinn verði einn sá mest spennandi í úrslitakeppni Evrópumótsins í Englandi og sumir kalla hann "dauða riðilinn". Þar leika Þjóðverjar, Ítalir, Rússar og Tékkar. Þetta eru allt lið sem eru skipuð frábærum knattspyrnumönnum og hafa mikla hefð á bak við sig. Þjóðverjar hafa verið taldir sigurstranglegastir af veðbönkum í Englandi að undanförnu. Meira
8. júní 1996 | Íþróttir | 104 orð

Þýskaland Markverðir:

Markverðir: 1 Andreas Köpke (Frankfurt) 12 Oliver Kahn (Bayern M.) 22 Oliver Reck (Werder Bremen) Varnarmenn: 14 Markus Babbel (Bayern M.) 5 Thomas Helmer (Bayern M. Meira

Úr verinu

8. júní 1996 | Úr verinu | 522 orð

Þorskafli til kvóta verður 186.000 tonn

SJÁVARÚTVEGSRÁÐHERRA hefur tekið ákvörðun um leyfilegan heildarafla fyrir einstakar fisktegundir á næsta fiskveiðiári. Þá hefur ráðherra ákveðið, að á því fiskveiðiári verði heildaraflamark sett á veiðar á steinbít og langlúru. Verður leyfilegur heildarafli í einstökum tegundum á næsta fiskveiðiári eins og hér fer á eftir og einnig tillögur Hafrannsóknastofnunarinnar um leyfilegan heildarafla. Meira

Viðskiptablað

8. júní 1996 | Viðskiptablað | 291 orð

Landsbankinn endurgreiðir virðisaukaskatt

EUROPE Tax-Free Shopping hóf starfsemi sína hér á landi í gær. Fyrirtækið mun annast endurgreiðslu virðisaukaskatts af vörukaupum erlendra ferðamanna hér á landi og hefur þegar verið gengið frá samningum við Landsbanka Íslands um að bankinn annist endurgreiðslu virðisaukaskattsins. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

8. júní 1996 | Daglegt líf (blaðauki) | 621 orð

(fyrirsögn vantar)

Kvennakór Reykjavíkur lagði af stað til Ítalíu í gærdag. Leiðin liggur meðal annars í Páfagarð þar sem ætlunin er að syngja fyrir sjálfan Páfann við messu í Péturskirkju. Arna Schram fylgdist með Hafdísi Hannesdóttur pakka ofan í ferðatöskuna. Meira

Lesbók

8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 121 orð

41 nemandi útskrifast úr Myndlista- og handíðaskólanum

FJÖRUTÍU og einn nemandi útskrifaðist úr MYNDLISTA- og handíðaskóla Íslands að þessu sinni. Frá myndlistardeild 26 og skiptust þannig milli greina: Úr málun 10, skúlptúr 6, grafík 5, fjöltækni 5. Frá listiðnadeild 15, þar af úr grafískri hönnun 5, leirlist 5 og textíl 5. Eftirtaldir nemendur hlutu viðurkenningu fyrir ágætan námsárangur: Gunnhildur Kr. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð

Afmælistónleikar

HALDNIR verða tónleikar í Safnaðarheimili Landakirkju í Vestmannaeyjum kl. 15 á sunnudag. Á tónleikunum koma fram Jónas Ingimundarson píanóleikari og söngvararnir Ingibjörg Marteinsdóttir og Bjarni Thor Kristinsson. Það er Ingvar Sigurjónsson í Vestmannaeyjum sem býður til tónleikanna í tilefni af sjötugsafmæli sínu. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2863 orð

"ALLT ER LIFANDI DAUTT"

MYNDLISTARMENN þýzka málsvæðisins sem skipuðu sér undir merki framúrstefnu og módernisma í upphafi aldarinnar urðu undir í samkeppninni um athygli heimsins. Þar voru Fransmenn sigurvegarar, enda í sterkri stöðu með París sem nafla heimslistarinnar. Þangað fóru þeir sem vildu kynnast nýjum straumum. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 3025 orð

"ALLT ER LIFANDI DAUTT"

MYNDLISTARMENN þýzka málsvæðisins sem skipuðu sér undir merki framúrstefnu og módernisma í upphafi aldarinnar urðu undir í samkeppninni um athygli heimsins. Þar voru Fransmenn sigurvegarar, enda í sterkri stöðu með París sem nafla heimslistarinnar. Þangað fóru þeir sem vildu kynnast nýjum straumum. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1398 orð

ASÍ-SAFNIÐ: "BÖRÐUMST FYRIR INNTAKI í MYNDUM OG HUGMYNDAFLUGI"

ASÍ-SAFNIÐ: "BÖRÐUMST FYRIR INNTAKI í MYNDUM OG HUGMYNDAFLUGI" EFTIR GÍSLA SIGURÐSON Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 151 orð

Den Danske Trio í Norræna húsinu

DEN Danske Trio heldur tónleika í Norræna húsinu þriðjudaginn 11. júní kl.20.30. Tónleikarnir eru framlag Norræna hússins til Listahátíðar í Reykjavík. Den Danske Trio leikur einnig í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju á miðvikudag 12. júní kl. 20.30 og í Stykkishólmskirkju föstudaginn 14. júní kl. 20.30. Den Danske Trio var stofnað árið 1993. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 273 orð

efni 8. juní

Listahátíð stendur nú yfir og tengist efni blaðsins henni. Fjallað er um ljóð á Listahátíð, nokkrar helztu myndlistarsýningarnar, heimskórinn og Ævintýrakvöld Kammersveitar Reykjavíkur. Schiele Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 169 orð

Ellefsenshátíð í Ráðhúsinu

ELLEFSENSHÁTÍÐ verður haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur sunnudaginn 9. júní kl. 20.30 en 10. júní eru 140 ár frá fæðingu Hans Edvard Ellefsen, hvalveiðimanns, sem stóð fyrir og stjórnaði hvalveiðum og vinnslu á Sólbakka í Önundarfirði. Íbúðarhús Ellefsen er nú ráðherrabústaðurinn við Tjarnargötu. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 963 orð

ENDASPRETTUR KARLS KVARANS

FLESTIR málarar eiga sín tímabil, sem stundum eru auðkennd eftir lit eða myndefni. Þeim er það líka sameiginlegt, einkum ef þeir ná háum aldri, að tímabilið eftir sextugt verði talið það bezta. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 169 orð

Fílharmóníusveit Berlínar í Íslenku óperunni

FÍLHARMÓNÍUKVARTETT Berlínar (Philharmonia Quartett Berlin) heldur tónleika í Íslensku óperunni sunnudaginn 9. júní kl. 16. Fílharmóníukvartett Berlínar var stofnaður árið 1980 og er hann skipaður hljóðfæraleikurum úr Fílharmóníusveit Berlínar. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 60 orð

Gefur handrit Egils

DANSKI myndhöggvarinn John Rud hefur fært Stofnun Árna Magnússonar að gjöf granít höggmynd í bókarformi, "Handrit Egils Skallagrímssonar" sem heitir "Opnaðu fyrir mér aftur". Í dag mun Stefán Karlsson forstöðumaður stofnunarinnar veita verkinu móttöku í Listhúsi Ófeigs en þar stendur nú yfir sýning á verkum listamannsins. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 339 orð

Huldubókasafnið í Hafnarfirði

Í háskólasafninu fann ég ekki heldur Grænmeti og ber allt árið; hin lokkandi fyrirheit Helgu Sig. Þá var fullreynt. En þrjóskan bauð mér far til æskustöðvanna í Hafnarfirði svo ég skaust inn á landsbókasafn huldufólksins sem er staðsett í hamri við Flensborgarskólann. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 68 orð

Íslenskir ljósmyndarar í Lillehammer

"OPNUÐ hefur verið Norræn ljósmyndasýning í menningarmiðstöðinni "Banken" í Lillehammer í Noregi þar sem fjórir íslenskir ljósmyndarar taka þátt. Sérstök dómnefnd sá um að velja myndir eftir ljósmyndara sem vinna að eigin listsköpun ­ og tjá sig sjálfstætt með ljósmyndavélinni. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1290 orð

ÍSLENSKNÁTTÚRUSÝN

Sýning sem ber yfirskriftina "Íslensk náttúrusýn" hefur afar rúman ramma, en snýr þó eftir almennum skilningi að landinu, náttúru þess og veðurfari. Fólk er að sjálfsögðu hluti náttúrunnar og þegar Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1218 orð

Í ÆVINTÝRAHEIMI

KAMMERSVEIT Reykjavíkur efnir til ævintýrakvölds í Þjóðleikhúsinu miðvikudaginn 12. júní næstkomandi. Er dagskráin liður í Listahátíð. Flutt verða tónverk eftir Manuel de Falla og John Speight en auk kammersveitarinnar koma við sögu einsöngvarar, listdansarar og brúðuleikhús.Orri Páll Ormarsson aflaði sér frekari upplýsinga hjá aðstandendum sýningarinnar. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 993 orð

Listahátíð

Man best listahátíð í júní 1980. Fyrir náð opnaðist ósýnileg sprunga og úr henni seitlaði hljóðlaust, en þó eins og þúsund engla lúðraflokkur blési úr fimm höfuðáttum, óhemju gleði sem reif upp hjartað í brjóstum sem geta ... Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 305 orð

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík setur mikinn svip á menningarlífið þes

LISTAHÁTÍÐ í Reykjavík setur mikinn svip á menningarlífið þessa daga. Tónleikar Heimskórsins eru á dagskrá í dag klukkan 16 í Laugardalshöll. "Þetta er afskaplega mikill glæsiatburður, einskonar popptónleikar óperuheimsins," segir Rannveig Fríða Bragadótttir, einn fjögurra einsöngvara á tónleikunum og sá sem myndin á þessari foríðu er af. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 259 orð

LJÓÐSKÁLD OG DJASSLEIKARAR Á LISTHÁTÍÐ

LJÓÐ OG DJASS nefnist dagsrká á Listahátíð sem fram fer í Loftkastalanum á morgun, sunnudag kl. 21. Samvinna á milli ljóðskálda og djasslistamanna hefur tíðkast lengi, bæði í Bandaríkjunum og á Norðurlöndunum. Fyrir rúmum tuttugu árum vann hópur íslenskra skálda og tónlistarmanna saman að flutningi ljóða og djass í Norræna húsinu og víðar. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 260 orð

Mikill heiður sýndur

JOHN Speight tónskáld hefur í mörg horn að líta á Listahátíð í Reykjavík 1996 en þrjú verk úr smiðju hans eru frumflutt á hátíðinni. Mun það vera afar sjaldgæft ef ekki einsdæmi. "Þetta er vissulega mjög ánægjulegt og mér er mikill heiður sýndur," segir John. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 143 orð

Nýjar bækur

TRÖLLAKIRKJA skáldsaga Ólafs Gunnarssonar, er komin út á ensku hjá Mare's Nest Publishing í London. Þetta er önnur skáldsaga Ólafs sem kemur út á enska tungu, en saga hans Gaga var gefin út í Kanada árið 1988. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1417 orð

REKST ILLA Í HÓPI

BÁÐIR austurrísku myndlistarmennirnir sem kynntir eru á Listahátíð með sýningum í Listasafni Íslands eiga það sameiginlegt að vera lítt þekktir á Íslandi, nema þá meðal tiltölulegra fárra listamanna og áhugamanna. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 119 orð

Smámyndir í Smíðar og Skart

ÓLAFUR Már Guðmundsson opnar sýningu á smámyndum í Smíðum & Skarti, Skólavörðustíg 16a, sunnudaginn 9. júní. Myndirnar eru unnar með akríllitum á pappír og allar gerðar á þessu ári. Ólafur Már hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Sýningunni lýkur 22. júní. Smíðar & Skart var opnað á nýjum stað að Skólavörðustíg 16a í febrúar sl. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 223 orð

Sólsetursljóð

Hóglega, hæglega, á hafsæng þýða, sólin sæla! síg þú til viðar. Nú er um heiðar himinbrautir för þín farin yfir frjóvga jörð. Halla þú, röðull, höfði skínanda, bráhýr, brosfagur að brjósti ránar, sæll og sólbjartur, sem þá, er stefndir bratta braut á bogann uppsala. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 112 orð

Sumartónleikar Stykkishólmskirkju

ÁGÚST Ólafsson barítónsöngvari og Sigurður Marteinsson píanóleikari verða á sumartónleikum í Stykkishólmskirkju mánudaginn 10. júní kl. 20.30. Á efnisskránni eru fimm íslensk sönglög, Þrjár antik aríur, Fimm ljóð úr Vetrarferð, Fjögur erlend ljóð, Tvær óperuaríur. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 851 orð

ÚTLAGATÓNLIST FYRIR EYRU OG LÍKAMA

ENGINN hlær í tangó, tónlistin er mjög alvarleg, sprottin af söknuði og sterkum tilfinningum tengdum honum. Mín kisa dansar ekki lengur tangó, hún veit of lítið um sorg og trega til þess. Olivier Manoury dansar ekki heldur, en þekkir náið þessa þokkafullu tónlist og heimsækir Ísland einmitt núna til að spila hana á Listahátíð. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 909 orð

VONIN ER AÐ FÁ GÓÐAN SAL

KLAUSPETER Seibel er stjórnandi tónleika Heimskórsins. Hann hefur áður stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands, síðast kom hann fyrir 9 árum. Þóroddur Bjarnason hitti Seibel og tvo einsöngvarana, Olgu Romanko og Dmitri Hvorostovsky að máli. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 201 orð

YFIRLITSSÝNING Í VÍN Á VERKUM ERRÓ

NÚTÍMALISTASAFNIÐ í Vín, Palais Liechtenstein, opnar umfangsmikla yfirlitssýningu á verkum eftir Erró þann 13. júní næstkomandi. Á sýningunni verða 82 verk sem spanna feril hans síðustu þrjátíu ár. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 353 orð

yrkja, format 95,7UM HELGINA

yrkja, format 95,7UM HELGINA MENNING/LISTIRNÆSTU VIKU Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 334 orð

Þetta er ofsalega gaman

GUNNAR Kjöll frá Noregi, Peter Mayer frá Þýskalandi, Inger Marie Klovholt frá Danmörku, Göran M.J. Krose frá Svíþjóð og Íslendingarnir María Guðnadóttir og Ragnhildur Anna Georgsdóttir eru félagar í Heimskórnum. Þau hafa starfað mislengi í kórnum, Íslendingarnir styst en Gunnar Kjöll lengst eða í níu ár. "Ég bý í sama bæ og stofnandinn og er félagi númer 90," sagði hann. Meira
8. júní 1996 | Menningarblað/Lesbók | 60 orð

Þorlákstíðir hljóðritaðar

KANÚKAKVINTETTINN Voces Thules hefur nýlokið tónleikaferð til Englands þar sem hann hélt þrenna tónleika. Stærsta vekefni sem Voces Thules hefur ráðist í stendur nú yfir, og felst í því að hljóðrita Þorlákstíðir í heild sinni og er stefnt að útgáfu á því árið 1998, þegar 800 ár eru liðin frá því að Þorlákur Þórhallsson var tekinn í dýrlingatölu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.