Greinar fimmtudaginn 6. nóvember 1997

Forsíða

6. nóvember 1997 | Forsíða | 303 orð

Almenningur hamstrar matvörur og bensín

Á ÞRIÐJA tug vörubílstjóra í Frakklandi hefur slasast í átökum vegna verkfalls sem hófst á sunnudagskvöld. Spenna ríkir milli bílstjóra í verkfalli og annarra sem vilja vinna eða komast ekki hjá því, einnig milli verkalýðsleiðtoga og vinnuveitenda og milli ráðamanna og lögreglu sem oft þarf að grípa til aðgerða. Meira
6. nóvember 1997 | Forsíða | 89 orð

"Skólabókarnauðlending"

FLUGSTJÓRA Airbus A-340 þotu breska flugfélagsins Virgin Atlantic var hælt á hvert reipi í gærkvöldi eftir að hann nauðlenti þotunni á Heathrow-flugvelli í London vegna bilunar í hjólabúnaði. Engan af þeim 116 sem voru um borð sakaði alvarlega. Meira
6. nóvember 1997 | Forsíða | 146 orð

Úrskurður á mánudag

HILLER B. Zobel, dómari í máli bresku barnfóstrunnar sem fundin hefur verið sek um morð í Bandaríkjunum, mun ekki greina frá afstöðu sinni til ómerkingarbeiðni verjenda barnfóstrunnar fyrr en í fyrsta lagi á mánudag, að því er fulltrúar réttarins greindu frá í gær. Meira
6. nóvember 1997 | Forsíða | 397 orð

Viðræður hefjast "í mjög góðum anda"

EINN AF þremur sendimönnum Sameinuðu þjóðanna, sem fóru til Baghdad í gær, sagði að fyrsta fundi þeirra með íröskum ráðherrum um vopnaeftirlit samtakanna í Írak hefði lokið "í mjög góðum anda". Annar fundur var haldinn í gærkvöldi en ekki hafa borist fregnir af árangri á honum. Meira
6. nóvember 1997 | Forsíða | 42 orð

Þjálfun í efnahernaði

ÍSRAELSKIR kvenhermenn taka þátt í 20 km göngu í fullum herklæðum fyrir hernað með efnavopnum. Gangan markar lok þriggja mánaða grunnþjálfunar ísraelska hersins. Að henni lokinni öðlast þátttakendur réttindi til starfa í kjarnorku- og efnavopnadeildum hersins. Meira

Fréttir

6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 587 orð

32 milljarðar á ári gegn byggðaröskun

RÍKIÐ ver árlega um 32 milljörðum króna til að koma í veg fyrir byggðaröskun. Af þeirri upphæð má telja tæpa 13 milljarða til beinna styrkja. Til höfuðborgarsvæðisins renna árlega 44,5 milljarðar frá ríkinu og eru þau framlög til stjórnsýslu og stofnana hins opinbera. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 173 orð

Aurskriður í Hrunamannahreppi

Aðfaranótt föstudagsins 31. október féllu margar aurskriður hér í hreppnum. Langflestar féllu úr Kotlaugafjalli eða nær 20 ef allar smáspýjur eru taldar með. Sú stærsta fór aðeins tvo metra frá vatnsbólinu við bæinn Kotlaugar. Þá hafa fallið 9 skriður í Kópsvatnsásum við bæinn Kópsvatn, einnig má sjá að minni skriður hafa fallið víðar svo sem í Berghylsfjalli. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 200 orð

Bandaríkjamenn kaupa MiG-þotur

BANDARÍKJAMENN hafa keypt 21 MiG-29C orrustuþotu af Moldavíuher og flutt þær til Wright-Patterson herstöðvarinnar í Ohio-ríki. Tilgangurinn með kaupunum var að koma í veg fyrir að þær féllu í hendur "óábyrgra ríkja", að sögn Williams Cohens varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 53 orð

Bangladesh

LEIGUVAGNAR á þremur hjólum, sem nefndir eru rickshaw, og önnur vélknúin farartæki valda gífurlegri mengun á þröngum götum Dhaka, höfuðborgar Bangladesh. Stjórnvöld í Bangladesh hafa nú lýst því yfir að þau hyggist breikka götur, byggja brýr og leyfa innflutning einkaaðila á fólksflutningabílum í tilraun til að leysa umferðarvanda borgarinnar. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 387 orð

Berezovskí vikið frá að áeggjan Tsjúbajs

BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti vék í gær kaupsýslumanninum Borís Berezovskí úr rússneska öryggisráðinu að áeggjan umbótasinna í stjórninni, sem höfðu deilt harkalega við hann um sölu ríkiseigna. "Jeltsín undirritaði tilskipun sem leysir Borís Abramovitsj Berezovskí frá störfum sem varaformann Öryggisráðs Rússlands í tengslum við flutning hans í annað starf, Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 262 orð

Blandara inn á hvert heimili

SAMKVÆMT nýrri byggingareglugerð, sem tekur gildi um næstu áramót, má kranavatn á heimilum ekki vera heitara en 65 gráður. Þetta er í samræmi við EES reglur. Kranavatnið á höfuðborgarsvæðinu er núna allt upp í 80 gráðu heitt. Til þess að lækka hitastig kranavatnsins þarf að setja blandara við inntaksrörin og það hefur í för með sér kostnað upp á um 20 þúsund krónur fyrir hvert heimili. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 48 orð

Breskra hermanna minnst

STUTT minningarathöfn um hermenn frá Bretlandi og bresku samveldislöndunum verður haldin í hermannareitnum í Fossvogskirkjugarði sunnudaginn 9. nóvember kl. 10.45. Athöfnin er til minningar um þá sem létu lífið í heimsstyrjöldunum. Séra Arngrímur Jónsson stjórnar athöfninni og öllum er velkomið að taka þátt í henni. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 96 orð

Breyttur afgreiðslutími

APÓTEKIN á Akureyri, Stjörnu apótek og Akureyrarapótek, hafa breytt afgreiðslutíma sínum. Apótekin skiptast á að hafa vakt eina viku í senn. Í vaktapóteki er opið frá kl. 9 til 19 og um helgar er opið frá kl. 13 til 17 bæði laugardag og sunnudag. Þessa viku er vaktin í Akureyrarapóteki og verður opið þar um næstu helgi, en Stjörnu apóteki helgina þar á eftir og svo koll af kolli. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 327 orð

Brunamálastofnun talin mismuna fyrirtækjum

SAMKEPPNISRÁÐ álítur að framganga starfsmanna Brunamálastofnunar ríkisins í sambandi við lögbundna ráðgjöf til sveitarstjórna um val á slökkvibúnaði hafi í ákveðnum tilvikum orkað tvímælis. Í áliti ráðsins er mælst til þess að Brunamálastofnun gæti þess í leiðbeiningum sínum til sveitarstjórna um allt er lýtur að brunavörnum að mismuna ekki þeim sem starfa á viðkomandi mörkuðum, Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 396 orð

BSRB fær ekki upplýsingar um laun

BSRB hefur ákveðið að skjóta til úrskurðarnefndar um upplýsingamál neitun fjármálaráðuneytisins við beiðni aðildarfélaga BSRB um að upplýsa um laun og önnur kjör allra starfsmanna stofnana ríkisins. Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, sagði á blaðamannafundi í gær að aðildarfélög BSRB væru að vinna að samningagerð við einstakar ríkisstofnanir samkvæmt nýju launakerfi. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 34 orð

Dagskrá Alþingis

ÞINGFUNDUR Alþingis hefst kl. 10.30 í dag. Eftirfarandi mál eru á dagskrá: 1. Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál. Ein umræða. 2. Friðlýsing Íslands fyrir kjarnorkuvopnum. 1. umr. 3. Íslenskt sendiráð í Japan. Fyrri umr. Meira
6. nóvember 1997 | Smáfréttir | 36 orð

DREGIÐ hefur verið í sumarleik Silfurbúðarinnar "heppin brúðhjó

DREGIÐ hefur verið í sumarleik Silfurbúðarinnar "heppin brúðhjón" og hlutu eftirtalin brúðhjón helgarferð til Skotlands með Flugleiðum. Á myndinni eru f.v. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 673 orð

Dregur íslensk mjólk úr nýgengi sykursýki?

SKÝRING á mun lægra nýgengi á insúlínháðri sykursýki á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum kann að vera sú að minna er af ákveðnum próteinhluta í íslenskri kúamjólk en stórum kúakynjum á Norðurlöndum. Um er að ræða svonefnt beta-kasein A1 prótein sem finnst í litlum mæli í íslenskum kúm. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 143 orð

Eftirmanns forsætisráðherra leitað

BHUMIBOL Adulyadej, hinn dáði konungur Tælands, er veikur og segja læknar hans veikindin stafa af áhyggjum af efnahagsvanda landsins og því hver verði næsti forsætisráðherra. Sex aðildarflokkar samsteypustjórnarinnar í Tælandi hófu á þriðjudag leit að eftirmanni Chavalits Yongchaiyudhs, sem tilkynnti á mánudag að hann ætlaði að segja af sér embætti forsætisráðherra síðar í vikunni. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Ekki meiri fötlun en að vera með gleraugu

ÞAÐ er ekki að sjá á bandaríska hjólreiðakappanum Duane Wagner að hann sé á nokkurn hátt fatlaður. En þegar hann brettir upp skálmarnar koma í ljós tveir gervifætur. Þeir eru svartir að lit, úr koltrefjum og harðplasti og skreyttir með myndum af sólargeislanum hans, barnabarninu Meggie, sem er sex ára. Neðri hluti fótarins er húðlitur, með tám og öllu saman, og er frá Össuri hf. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 114 orð

Félagsfundur Samtaka lungnasjúklinga

NÆSTI félagsfundur Samtaka lungnasjúklinga verður haldinn í dag, fimmtudag, í safnaðarheimili Hallgrímskirkju í Reykjavík kl. 20.30.. Á fundinum mun Þorsteinn Blöndal, yfirlæknir á Heilsuverndarstöð Reykjavíkur halda fyrirlestur sem hann nefnir Nýtt og gamalt um íslenskar og kínverskar lækningar. Félagsfundurinn er öllum opinn jafnt félagsmönnum sem velunnurum Samtakanna. Meira
6. nóvember 1997 | Miðopna | 973 orð

Framlegð bolfisk vinnslu ÚA tvöfölduð Erfið rekstrarstaða bolfiskvinnslu í landi og óskir forráðamanna greinar um breytingar á

Framlegð bolfisk vinnslu ÚA tvöfölduð Erfið rekstrarstaða bolfiskvinnslu í landi og óskir forráðamanna greinar um breytingar á vinnutímafyrirkomulagi verkafólks hafa verið í umræðunni undanfarið. Pétur Gunnarssonkynnti sér bakgrunn málsins og ræddi við forsvarsmenn í greininni og trúnaðarmenn starfsmanna. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 347 orð

Framlegð ÚA hefur tvöfaldast á 3 mánuðum

FRAMLEGÐ bolfiskvinnslu Útgerðarfélags Akureyringa til afskrifta og fjármagnskostnaðar hefur tvöfaldast frá 5. ágúst síðastliðinn, eða á þeim tíma sem liðinn er frá því að ný flæðilína var tekin í notkun og gerður reynslusamningur við starfsmenn um breytt vinnutímafyrirkomulag og endurskoðun bónuskerfis. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 95 orð

Fundur á Spjallrás Veru

FUNDUR verður á Spjallrás Veru fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Guðrún Jónsdóttir, starfskona þingflokks Kvennalistans, verður gestur Spjallrásarinnar, en hún hefur starfað fyrir Kvennalistann og kvennaathvörf á Íslandi og í Noregi um árabil. Guðrún hefur kynnt sér nýja hugmyndafræði sem náð hefur fótfestu á Norðurlöndum og kallast samþætting (mainstreaming). Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 113 orð

Fundur um sorg og sorgarviðbrögð

FUNDUR um sorg og sorgarviðbrögð verður í safnaðarheimili Langholtskirkju fimmtudaginn 6. nóvember kl. 20.30. Þessi fundur er samstarfsverkefni Langholts- og Laugarnessókna en er öllum opinn. Þar mun sr. Jón Dalbú Hróbjartsson fjalla um sorgina og úrvinnslu hennar en einnig munu sr. Jón Helgi Þórarinsson og Svala Sigríður Thomson, djákni, taka til máls. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | -1 orð

Fyrsta ráðstefna sinnar tegundar á Íslandi

Á VEGUM heilsublaðsins Í Apótekinu hefst föstudaginn 7. nóvember samnefnd ráðstefna á Hótel Loftleiðum. Ráðstefnan sem er sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi stendur til laugardagskvölds. Fjöldi fyrirlestra verður þar fluttur og einnig umfangsmikil sýning á vegum fyrirtækja sem þjóna apótekum. Ráðstefnan er aðeins opin starfsfólki apóteka. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 165 orð

Gert að endurgreiða lyfjaeftirlitsgjald

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær ríkissjóð til að endurgreiða Jóni Þórðarsyni, apótekara í Hveragerðis Apóteki, 130 þúsund kr. vegna lyfjaeftirlitsgjalds sem hann var krafinn um sumarið 1996. Apótekarinn greiddi gjaldið en krafðist endurgreiðslu þar sem hann taldi ekki rétt og löglega staðið að ákvörðun upphæðar þess. 18,9 m.kr. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 88 orð

Halldór baðst afsökunar

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra kvaddi sér hljóðs í upphafi þingfundar Alþingis í gær til að biðjast afsökunar á því að hafa rangnefnt Ástu R. Jóhannesdóttur, þingmann þingflokks jafnaðarmanna, í umræðum um málefni Pósts og síma í fyrradag. "Mér varð það á í gær (fyrradag) að fara vitlaust með nafn eins háttvirts þingmanns og vil biðjast afsökunar á því. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 330 orð

Halldór gefur ekki upp launakjör stjórnenda P&S

HALLDÓR Blöndal samgönguráðherra sagði í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær að honum bæri ekki skylda til og að honum brysti heimild til þess að veita upplýsingar, sem Ögmundur Jónasson alþingismaður bað um, um launakjör stjórnenda Pósts og síma hf. Vísaði hann m.a. máli sínu til stuðnings í niðurstöðu lögfræðilegs álits Stefáns M. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 234 orð

Heildarlækkun til viðskiptavina 120 milljónir

STJÓRNARFORMAÐUR veitustofnana og rafmagsstjóri í samráði við borgarstjóra ákváðu í sameiningu lækkun á raforku frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarráði um hvar ákvörðunin hafi verið tekin. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 181 orð

Heim frá Edinborg

ÞAÐ var líf og fjör á Akureyrarflugvelli á þriðjudagskvöld þegar farþegar úr fyrsta beina fluginu milli Akureyrar og Edinbogar komu heim úr vel heppnaðri ferð. Alls verða farnar fjórar ferðir milli þessara áfangastaða nú í haust og eru farþegarnir alls um 400 talsins. Guðbjörg Ringsted hjá Úrvali-Útsýn á Akureyri sagði að fjöldinn væri svipaður og í fyrrahaust, heldur færra þó. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 92 orð

Heitrofs hefnt með mykju

39 ÁRA áströlsk kona, sem hafði verið svikin í tryggðum, hefur verið sótt til saka fyrir að hella blautri mykju yfir brúði, sem var að búa sig undir hjónavígslu í almenningsgarði í Canberra. Konan dulbjó sig sem skeggjaðan garðyrkjumann og ætlaði að hella mykjunni yfir brúðgumann en komst ekki að honum. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 314 orð

Herstöðin í Thule sögð ólögleg

SKJÖL úr danska þjóðskjalasafninu og bandarískum skjalasöfnum benda til þess að bandaríska herstöðin í Thule á Grænlandi sé ólögleg, að því er fram kemur í fréttum grænlenska útvarpsins. Í skjölunum kemur fram að bandaríski herinn var byrjaður að gera drög að vellinum áður en samningur var gerður við dönsk stjórnvöld, árið 1951. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Hollvinafélag læknadeildar kynnir undur veraldar

Á SÍÐASTLIÐNUM vetri stóðu raunvísindadeild HÍ og Hollvinafélag raunvísindadeildar að fyrirlestraröðinni Undur veraldar þar sem ýmis fyrirbæri raunvísindanna voru matreidd fyrir almenning. Nú er röðin komin að læknisfræðinni og Hollvinafélag læknadeildar sér um lestrana í vetur. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 189 orð

Hugmyndir Rússa um öryggistryggingar ræddar

FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlandanna munu á reglulegum fundi sínum í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Helsinki eftir helgina ræða tilboð Rússlandsstjórnar um öryggistryggingar til handa strandríkjum Eystrasaltsins. Öll Eystrasaltsríkin þrjú, Litháen, Lettland og Eistland, hafa þegar hafnað tilboðinu og á Norðurlöndunum hefur hugmyndin fengið dræmar undirtektir. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 547 orð

Húsnæðið í eigu íslensku sjómannastéttarinnar

ÞAÐ mun kosta um 20 milljónir króna að flytja búnað Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands úr Sjómannaskólahúsinu og koma honum fyrir í öðru húsnæði, samkvæmt lauslegri áætlun Framvæmdasýslu ríkisins. Þetta kom m.a. fram í svari Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra við fyrirspurnum Steingríms J. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 226 orð

Hættulegir börnum en bjarga lífi fullorðinna

LÍKNARBELGIR í bifreiðum hafa bjargað lífi fjölmargra fullorðinna en þeir hafa hins vegar aukið dánartíðni barna í bílslysum, að því er fram kemur í bandarískri skýrslu sem kynnt er í Journal of the American Medical Association. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 66 orð

Höldi úthlutað lóð

BYGGINGANEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum í gær að úthluta Höldi lóð undir bensínstöð og verslun á mótum Viðjulundar og Súluvegar. Að sögn Hákons Hákonarsonar, formanns bygginganefndar, ætlar Höldur að stækka planið við Leirustöð, þannig að hægt verði m.a. að þrífa þar stóra bíla. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 181 orð

Íslendingar geta unnið verkið

INGÓLFUR Sverrisson, deildarstjóri hjá Samtökum iðnaðarins, segir það rangt sem fram kemur í máli Guðmundar Ólafssonar, framkvæmdastjóra Johan Rönning, að útlit hafi verið fyrir að ekki fengist íslenskt vinnuafl til að byggja hreinsivirki álvers Norðuráls. Ingólf grunar að með þessu sé ætlunin einvörðungu að flytja inn ódýrara vinnuafl en fyrir sé í landinu. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 394 orð

Konur hvattar til að snúa bökum saman

YFIR 100 konur af vinstri væng stjórnmálanna komu saman til fundar á Hótel Borg í Reykjavík í gær þar sem skorað var á konur að taka frumkvæðið í þeirri pólitísku gerjun sem nú ætti sér stað í stjórnmálum. Hvatt var til þess að konur sneru bökum saman til nýrrar sóknar. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Kristniboðssamkomur

KRISTNIBOÐSSAMKOMUR á vegum KFUM og K verða haldnar í félagsheimilinu í Sunnuhlíð dagana 7., 8. og 9. nóvember næstkomandi. Á samkomunum sem hefjast öll kvöld kl. 20.30 verða sýndar myndir frá starfi íslenskra kristniboða í Eþíópíu. Ræðumaður verður Karl Jónas Gíslason, kristniboði. Kristniboðsdagurinn er á sunnudag, 9. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 144 orð

Kúamjólk gæti hindrað sykursýki

TALIÐ er mögulegt að samsetning á íslenskri kúamjólk geti verið skýring á því að nýgengi insúlínháðrar sykursýki í börnum og unglingum sé mun lægra hérlendis en á hinum Norðurlöndunum. Árni V. Þórsson læknir segir að rannsóknir nýsjálensks sérfræðings á próteinþáttum í kúamjólk bendi til þessa. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 141 orð

Leiðangri Pathfinders lokið

VÍSINDAMENN lýstu því yfir í fyrrakvöld að leiðangri geimfarsins Pathfinders til Mars væri formlega lokið, nákvæmlega fjórum mánuðum eftir að farið lenti á plánetunni. Upphaflega stóð til að leiðangurinn stæði í einn mánuð. Samband rofnaði skyndilega fyrir rúmum fimm vikum við Pathfinder-farið og Mars- jeppann Soujourner, sem Pathfinder flutti til plánetunnar. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 340 orð

LEIÐRÉTT Kristján B. um Satýrikon

VEGNA mistaka við vinnslu blaðsins í gær féll niður nafn gagnrýnandans Kristjáns B. Jónassonar í umsögn hans um Satýrikon, einnig vantaði hluta textans. Um leið og beðist er velvirðingar á þessum mistökum birtum við hér hluta dómsins aftur. "En það er þó þetta þindarmagn sem tengir saman sundurlausar frásagnirnar og býr til þá mögnuðu blöndu af fimmauraspeki, mælsku og skopi sem verkið er. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 57 orð

Leirverk í Svartfugli

KRISTÍN Sigfríður Garðarsdóttir opnar sýningu á leirverkum í Galleríi Svartfugli á Akureyri laugardaginn 8. nóvember kl. 16. Þetta er fyrsta einkasýning Kristínar en hún útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands síðastliðið vor. Verkin á sýningunni hefur hún unnið á þessu ári. Hún teflir saman ljósum, þunnum postulínsformum gegn grófum og dökkum hlutum úr jarðleir. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Lítil von til að Rolling Stones komi

ROKKHLJÓMSVEITIN Rolling Stones er nú á miklu tónleikaferðalagi um heiminn sem stendur yfir í tæpt eitt ár. Á lista yfir viðkomustaði sveitarinnar, sem birtur er á alnetinu, kemur fram að hljómsveitin haldi tónleika í Reykjavík 2. ágúst næstkomandi. Ragnheiður Hansson, sem unnið hefur að því að fá hljómsveitina hingað til lands, segir að þarna sé um mistök að ræða. Meira
6. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 163 orð

Lokið við efri þvergarða

Flateyri-Þriðjudaginn 5. nóv lauk verktakinn Klæðning ehf. við efri þvergarðinn. Eru þá eingöngu eftir framkvæmdir við neðri þvergarðinn sem mun liggja næst byggð og verða hlutföllin á honum lægri, miðað við þann efri. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 333 orð

Markmið um 12.000 ný störf fyrir aldamót mun nást

KJÖRDÆMISÞING framsóknarmanna á Norðurlandi eystra var haldið í Hótel Reynihlíð í Mývatnssveit um síðustu helgi. Í stjórnmálaályktun þingsins er árangri ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum fagnað og bent á að atvinnutækifærum hafi fjölgað um 7.000 það sem af er kjörtímabilinu og útlit fyrir 2.000 störf á ári næstu 2­3 árin. Markmið framsóknarmanna um að skapa 12. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 160 orð

Matreiðslunámskeið í jurtaréttum

MATREIÐSLUNÁMSKEIÐ í jurtaréttum verður haldið í Suðurhlíðaskóla, Suðurhlíð 36 í Reykjavík dagana 9., 10., 11. og 12. nóvember. Námskeiðin hefjast kl.19.45 hvert kvöld. Leiðbeinandi er Gabríelle Calderara, næringarfræðingur við sjúkrahús/heilsustofnun skammt frá Genf í Sviss. Hún er virkur meðlimur í félagi Bandarískra næringarfræðinga og fylgist vel með nýjustu rannsóknum í næringarfræði. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 250 orð

Meðal Íslendingur eyðir 86 þúsund kr.

FINNAR eru mestar eyðsluklær meðal ferðamanna frá Evrópulöndum sem heimsækja Bretland en Belgar og Frakkar þykja einna aðsjálastir eða jafnvel nískastir. Þetta kemur fram í könnun hagstofunnar bresku meðal erlendra ferðamanna. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 87 orð

Meirihluti fylgjandi NATO-aðild

STUÐNINGUR almennings í Ungverjalandi við aðild landsins að Atlantshafsbandalaginu, NATO, fer vaxandi samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar, sem birtar verða síðar í vikunni. Hinn 16. þessa mánaðar fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla um NATO- aðildina. Skoðanakönnunin bendir til að þátttaka verði með minna móti. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Messur

LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta kl. 14 á sunnudag í Grenivíkurkirkju. Messuheimsókn frá Ólafsfirði, séra Sigríður Guðmarsdóttir prédikar. Kirkjukór Ólafsfjarðarkirkju syngur, organisti Jakub Kolosowski. Kirkjuskóli á laugardag kl. 13.30 í Grenivíkurkirkju. Kirkjuskóli kl. 11 í Svalbarðskirkju. Kyrrðar- og bænastund kl. 21 á sunnudagskvöld. Meira
6. nóvember 1997 | Smáfréttir | 36 orð

MIÐILLINN Björgvin Guðjónsson og Pýramídinn hald

MIÐILLINN Björgvin Guðjónsson og Pýramídinn halda skyggnilýsingarfund til styrktar kántrýsöngvaranum Hallbirni Hjartarsyni fimmtudaginn 6. nóvember í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17. Húsið opnar kl. 20, fundurinn hefst kl. 20.30. Miðaverð 1.000 kr. Eftir fundinn sýnir ICE sýningarhópurinn IRK-peysur. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 480 orð

Mínútan ódýrari eftir að tiltekinn tími er liðinn

NÝTT reikningsgerðarkerfi Pósts og síma hf., sem tekið verður í notkun í áföngum á næsta ári, mun gera það mögulegt fyrir fyrirtækið að koma til móts við einstaka hópa viðskiptavina sinna með ýmsum hætti, Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 747 orð

Mótun kvenleikans á Íslandi eftir kynslóðum

ANNADÍS Gréta Rúdólfsdóttir félagssálfræðingur flytur fyrirlestur í Odda í dag sem nefnist Mótun kvenleikans á Íslandi. Fyrirlesturinn er haldinn á vegum Rannsóknastofu í kvennafræðum, í stofu 101, og er öllum opinn. Hann hefst klukkan 17.15. Í fyrirlestrinum, sem byggir doktorsritgerð Önnudísar, er fjallað um mótun kvenleikans og hvernig myndir hans hafa breyst milli kynslóða. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 44 orð

Námskeið í áfallahjálp

REYKJAVÍKURDEILD RKÍ gengst fyrir tveggja daga námskeiði í áfallahjálp og stórslysasálfræði 10. og 11. nóvember nk. Kennt verður frá kl. 19­22 báða dagana. Námskeiðið er ætlað fyrir alla þá sem áhuga hafa á áfalla- og stórslysasálarfræði og eru eldri en 15 ára. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Ný heimasíða utanríkisráðuneytis

UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ hefur opnað nýja heimasíðu á alnetinu. Þar er að finna margvíslegar upplýsingar um utanríkisþjónustuna og utanríkismál Íslands. Á heimasíðunni má m.a. nálgast æviágrip, helztu áherzluatriði og ræður Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, upplýsingar um starfsemi og skipulag utanríkisþjónustunnar og um alþjóðlega og tvíhliða samninga, sem Ísland á aðild að. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Októberbyltingar minnst

Í TILEFNI af því að 80 ár eru liðin frá Októberbyltingunni í Rússlandi hafa félagið MÍR og Sósíalistafélagið staðið fyrir vikudagskrá undir yfirskriftinni Byltingardagar 97. Lokaatriði og hápunktur þeirrar dagskrár verður Hátíðarfundur föstudaginn 7. nóvember kl. 20 í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 171 orð

Óbrigðuli leitarhundurinn í Hvammi

ÞEGAR rætt er við bændur í Skaftártungu um óveðrið, sem brast á að kvöldi sunnudags með þeim afleiðingum að sennilega hafa að minnsta kosti 250 kindur drepist, verður mörgum tíðrætt um afrek fjárhundsins Kaffons í Hvammi, sem hafði óbrigðult skyn á það hvar kindur grófust í fönn. Það reyndi fyrir alvöru á hæfileika Kaffons í óveðri, sem brast á í upphafi vetrar árið 1961. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 298 orð

P&S greiði landpósti bætur

HÉRAÐSDÓMUR Austurlands hefur dæmt Póst og síma hf. til að greiða fyrrverandi landpósti tæp 440 þúsund, auk dráttarvaxta frá 6. febrúar sl. þar sem P&S hafi verið óheimilt að segja upp verksamningi við hann. Landpósturinn hafði krafist tæplega 5 milljóna. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Rannsókn á lokastigi

HALDIÐ er áfram rannsókn á máli mannanna tveggja sem urðu manni að bana í Heiðmörk í síðasta mánuði. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði var á vettvangi í gær við myndatöku og til að afla frekari gagna áður en málið verður sent saksóknara. Rannsóknin er á lokastigi, samkvæmt upplýsingum rannsóknarlögreglunnar í Hafnarfirði. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 453 orð

Ráðherra vill endur skoða lög

BJÖRN Bjarnason menntamálaráðherra telur óhjákvæmilegt að hafin verði samhliða endurskoðun á lögum um fjarskipti og útvarpsrekstur þar sem stefnt sé að því að afnema laga- og tæknilegar hindranir í fjarskiptum og tryggja að ekkert hamli eðlilegri þróun í hvers kyns boðskiptum. Þetta kom m.a. fram í máli ráðherra í utandagskrárumræðu um stefnu í málefnum Ríkisútvarpsins á Alþingi í gær. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 155 orð

Ráðstefna um útflutning á heilbrigðistækni

HEILBRIGÐISTÆKNIFÉLAG Íslands í samráði við Útflutningsráð Íslands, Samtök iðnaðarins og iðnaðarráðuneytið boðar til málþings um útflutning á heilbrigðistækni föstudaginn 7. nóvember á Hótel Sögu, sal A, og stendur frá kl. 13­17. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 301 orð

Repúblikanar kjörnir í helstu embættin

REPÚBLIKANAR sóttu í sig veðrið í kosningum í Bandaríkjunum á þriðjudag, tryggðu sér embætti ríkisstjóra New Jersey og Virginíu, fengu eina þingsætið sem kosið var til, á Staten Island í New York, og fóru með sigur af hólmi í mikilvægustu borgarstjórakosningunum, í New York-borg. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 1166 orð

Róttækar samfylkingartillögur kynntar Skoðanir um kosti, galla og möguleika á samfylkingu félagshyggjuflokkanna eru mjög skiptar

Landsfundur Alþýðubandalagsins Róttækar samfylkingartillögur kynntar Skoðanir um kosti, galla og möguleika á samfylkingu félagshyggjuflokkanna eru mjög skiptar fyrir landsfund Alþýðubandalagsins og gera má ráð fyrir róttækum tillögum frá ungu fólki í flokknum. Meira
6. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 143 orð

Sameiginlegt framboð undirbúið í Borgarbyggð

Á AÐALFUNDUM Alþýðuflokks og Alþýðubandalags í Borgarbyggð var samþykkt að vinna að sameiginlegu framboði jafnaðarmanna og annars félagshyggjufólks til sveitarstjórnarkosninga í Borgarbyggð vorið 1998. Auk þess verður leitað til annarra aðila er standa utan þessara félaga, en áhuga kunna hafa á að standa að slíku framboði í sveitarfélaginu. Meira
6. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 175 orð

Samstarf framhaldsskóla á Austurlandi

SKÓLAMEISTARAR framhaldsskóla á Austurlandi undirrituðu í gær samkomulag til þriggja ára (1997­2000) um skipulegt samstarf skólanna og fer undirritun fram í Ráðhúsinu á Reyðarfirði. Samkomulagið má rekja til frumkvæðis Björns Bjarnasonar, menntamálaráðherra, frá seinsta ári og hafa skólarnir og menntamálaráðuneytið unnið saman að undirbúningi málsins. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 238 orð

Senda fleiri fulltrúa

FORMLEGAR samningaviðræður Ísraela og Palestínumanna hófust í Washington á þriðjudag þrátt fyrir að Palestínumenn hefðu þar einungis þrjá fulltrúa á móti rúmum tug Ísraelsmanna. Til stóð að viðræðurnar, sem stefna að því að endurlífga friðarferli Ísraela og Palestínumanna, hæfust á mánudag. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 104 orð

Sigmenn framtíðar

Fimmtán strákar úr efstu bekkjum grunnskólans í Vík, sem eru félagar í TURKÍS, félagsskap táninga innan Ungmennasamtaka Rauða kross Íslands, fóru í ferð út í óvissuna. Þeir vissu ekki hvað biði þeirra en þrír félagar úr slysavarnasveitinni Víkverja í Vík fóru með þá að eyðibýlinu Bólstað í Mýrdal og þar var þeim kennt að síga í björg. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 62 orð

Skagfirðingafélagið 60 ára

60 ÁRA afmælis Skagfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrennis verður minnst með sviðaveislu í félagsheimilinu Drangey, Stakkahlíð 17, laugardaginn 8. nóvember og hefst kl. 19.30. Til skemmtunar verður hagyrðingaþáttur og Skagfirski kvartettinn Svangerðisbræður og fleiri syngja undir stjórn Björgvins Þ. Valdimarssonar. Hörður Ólafsson frá Sauðárkróki leikur fyrir dansi. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 49 orð

Skólafólk á Evrópuþinginu

SÆNSKI menntaskólaneminn Daniel Tolstoy, úr Celcius- menntaskólanum í Uppsölum, kynnir skólann sinn fyrir námsmönnum frá öðrum ríkjum Evrópusambandsins í þingsal Evrópuþingsins í Strassborg í gær. Evrópski skóladagurinn er haldinn árlega í þinginu. Skólafólki frá aðildarríkjunum er boðið til Strassborgar og starfsemi Evrópuþingsins skýrð fyrir því. Meira
6. nóvember 1997 | Miðopna | 595 orð

Starfið einhæfara

SUNNA Árnadóttir, trúnaðarmaður starfsfólks hjá Útgerðarfélagi Akureyringa, segir að þegar fyrirtækið sagði í sumar upp vinnutímafyrirkomulagi og óskaði eftir samstarfi um breytt vinnutímafyrirkomulag hefðu undirtektir starfsfólks verið góðar. "Fólk vildi taka þátt í því að halda fyrirtækinu í bænum, berjast með því og byggja þetta upp og fá að taka þátt í þessu. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 56 orð

Styrktartónleikar á Grandrokk

HALDNIR verða styktartónleikar til heiðurs Hallbirni Hjartarsyni á Grandrokk við Klapparstíg. Fjölmargar hljómsveitir munu koma fram og rennur allur ágóði tónleikanna til Hallbjarnar og uppbyggingar Kántrýbæjar að nýju. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 164 orð

Svartidauði á Íslandi

KARL Skírnisson dýrafræðingur heldur fyrirlestur föstudaginn 7. nóvember á vegum Líffræðistofnunar háskólans sem nefnist "Um smitleiðir svartadauða á Íslandi". Í fréttatilkynningu segir m.a.: "Bakterían Yersinia pestis veldur sjúkdómi í mönnum sem nefndur er svartidauði eða pest. Auk þess að geta lifað í mönnum lifir bakterían víða um heim í ýmsum tegundum skordýra og spendýra. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 815 orð

Tap ríkisins af raðsmíðaskipum 857 millj.

RÍKISÁBYRGÐASJÓÐUR tapaði 857 milljónum króna á byggingu fjögurra raðsmíðaskipa, sem byggð voru á árunum 1982-1987. Gengið var frá lánasamningum við kaupendur skipanna á síðasta ári. Kostnaður við byggingu skipanna nam 2.323 milljónum króna á verðlagi 1. janúar 1997, að því er kemur fram í skýrslu fjármálaráðherra. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 82 orð

Teknir með smygl

TVEIR menn voru teknir í Sundahöfn þar sem þeir voru að bera áfengi frá borði og í bíl. Tók lögreglan þá til yfirheyrslu þar sem kanna átti hvort fleiri gætu tengst hugsanlegu smygli. Komið var að mönnunum um klukkan 2.30 í fyrrinótt þegar þeir voru að bera 28 bjórkassa og 24 hálfflöskur af vodka úr skipinu og í bíl. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 440 orð

Tilnefning Trichets þáttur í hrossakaupum?

ÁKVÖRÐUN franskra stjórnvalda um að tilnefna Jean-Claude Trichet, núverandi seðlabankastjóra Frakklands, í embætti aðalbankastjóra Seðlabanka Evrópu, kann að sögn stjórnarerindreka að vera ætluð til að styrkja stöðu Frakka í pólitískum hrossakaupum um stöður og áhrif í alþjóðlegum fjármálastofnunum. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 76 orð

Tólf húsasmiðir fá afhent sveinsbréf

TÓLF nýbakaðir húsasmiðir á Akureyri fengu sveinsbréf sín afhent fyrir skömmu. Sjö þeirra voru mættir í hóf á Fiðlaranum til að taka við sveinsbréfum sínum og var myndin tekin við það tækifæri. F.v. Guðmundur S. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 789 orð

Tvær ær á lífi eftir þrjá daga

SVO virðist sem bærinn Ljótarstaðir hafi farið verst út úr óveðrinu, sem brast á að kvöldi sunnudags með þeim afleiðingum að sennilega drápust að minnsta kosti 224 kindur á átta bæjum í Skaftártungu í Vestur- Skaftafellssýslu. 31 kind hefur fundist dauð á bænum og 43 er saknað, en í gær gerðust þau óvæntu tíðindi að tvær fundust lifandi í djúpum skafli. Meira
6. nóvember 1997 | Fréttaskýringar | 884 orð

Tækifæri í austri Norður-Kirjálahérað er að verða miðstöð viðskipta Norðurlandanna við Rússland. Getur það breytt erfiðri stöðu

NÍTJÁN sjálfstæðar héraðsnefndir Finnlands, myndaðar af sveitarstjórnum, vinna að byggðaþróun, hver á sínu svæði. Gegna þær mikilvægu hlutverki í undirbúningi verkefna sem Evrópusambandið styrkir þó þau sjálf hafi úr litlum fjármunum að spila. Skrifstofa héraðsnefndarinnar í Norður-Kirjálahéraði er í miðstöð héraðsins, Joensuu. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 55 orð

Umræða um spíritismann og kirkjuna

ÞRIÐJI umræðufundur um spíritismann og kirkjuna verður í Loftsalnum (sama húsi og Skútan), Hólshrauni 3, Hafnarfirði, sunnudaginn 9. nóvember kl. 14. Þar munu guðfræðingarnir Björgvin Snorrason og Steinþór Þórðarson kynna efnið og svara spurningum úr sal. Til að svara spurningum munu þeir rannsaka hvað Biblían hefur að segja um þetta efni. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 85 orð

Undir þak fyrir áramót

FRAMKVÆMDUM við nýbyggingu Verslunarskóla Íslands við Listabraut miðar vel en þar verður nýr verslunarháskóli til húsa. Það er Byrgi ehf. sem sér um framkvæmdina og sagði Þorvarður Elíasson skólastjóri, að gert væri ráð fyrir að húsið yrði komið undir þak fyrir áramót en áætlað er að hefja kennslu í nýbyggingunni næsta haust. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 373 orð

Unnið að uppbyggingu reiðvegar í Eyjafirði

FRAMKVÆMDIR við uppbyggingu reiðvegar austan við Eyjafjarðará í Eyjafjarðarsveit standa nú yfir. Að sögn Guðmundar Svafarssonar, forstöðumanns umdæmis Vegagerðarinnar á Norðurlandi, eystra er um að ræða kafla frá gömlu þverbrautinni sunnan Akureyrarflugvallar og suður að þeim stað þar sem stokkur Hitaveitu Akureyrar liggur yfir ána. Meira
6. nóvember 1997 | Erlendar fréttir | 300 orð

Upplýsa Rabin- morðið ÍSRAELSK stjórnvöld greindu fr

ÍSRAELSK stjórnvöld greindu frá því í gær, að þau hygðust í þessari viku lyfta leynd af upplýsingum um niðurstöðu sérstakrar rannsóknarnefndar, sem kannaði morðið á Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, sem ráðinn var af dögum fyrir tveimur árum. Meira
6. nóvember 1997 | Miðopna | 1059 orð

Vandi vegna samkeppnisstöðu og hráefnisverðs

STAÐA BOLFISKVINNSLUNNAR Vandi vegna samkeppnisstöðu og hráefnisverðs ENN er vandi bolfiskvinnslu í landi í brennidepli. Fiskvinnslustöðvarnar eru margar og fjárfestingin mikil. Meðaltalsfrystihúsið er nú rekið með 10% halla að mati Þjóðhagsstofnunar. Forsvarsmenn Vinnslustöðvarinnar hf. Meira
6. nóvember 1997 | Landsbyggðin | 164 orð

Vegleg bókagjöf

Hrunamannahreppi-Nýlega afhenti Helga Runólfsdóttir Bókasafninu á Flúðum veglega bókagjöf sem eiginmaður hennar Gísli Hjörleifsson, bóndi frá Unnarholtskoti, ánafnaði safninu eftir sinn dag. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 52 orð

Veiðiköttur á villigötum

Heimilisköttur í veiðhug brá sér í kirkjugarðinn við Suðurgötu, þar sem spörfuglar eru fleiri en tölu verður á komið. Veiðivonin teymdi kisa á eftir bráð sinni fjóra metra upp í tré. Þá snerist stríðsgæfan honum í óhag. Fuglinn nýtti náttúrulega yfirburði sína í stöðunni og flaug á braut. Meira
6. nóvember 1997 | Akureyri og nágrenni | 221 orð

Verktakinn töluvert á eftir áætlun

FRAMKVÆMDUM við nýjan veg, Hringveg, Fosshóll-Aðaldalsvegur yfir Fljótsheiði í S-Þingeyjarsýslu verður hætt í dag, fimmtudag og munu þær liggja niðri til næsta vors. Framkvæmdin er töluvert á eftir áætlun og ekki ljóst hvort hægt verður að nota veginn í vetur eins og til stóð. Það ráðist af tíðarfari að sögn Guðmundar Svafarssonar, forstöðumanns umdæmis Vegagerðarinnar á Norðurlandi eystra. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 59 orð

Verslun með vörur frá Pakistan

OPNUÐ hefur verið ný verslun í Ármúla 23 í Reykjavík, Karatchi, sem rekin er af Ester Sveinbjarnardóttur og Ásdísi Frímannsdóttur. Þar er boðið upp á handunnar vörur frá Pakistan, svo sem borðstofuhúsgögn, sófasett, svefnherbergissett, kasmírullargólfteppi, bastsófasett, leðurjakka, frakka og belti, pelsa, silkisatínrúmföt og gjafavörur úr tré, látúni og marmara, Meira
6. nóvember 1997 | Miðopna | 303 orð

Viðræður hófust í Vinnslustöðinni í gær

VIÐRÆÐUR milli Vinnslustöðvarinnar hf. og verkalýðsfélaga og starfsmanna um breytingar á vinnutímafyrirkomulagi eiga að hefjast í dag, að sögn Arndísar Pálsdóttur, trúnaðarmanns Verkakvennafélagsins Snótar, vegna starfsstúlkna hjá Vinnslustöðinni hf. í Vestmannaeyjum. Hún segir að enn sé lítið farið að ræða möguleika á breytingum í hópi starfsfólksins. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 216 orð

Yfirlýsing frá Dómkirkjunni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Dómkirkjunni: "Við, prestar, sóknarnefnd og starfsfólk Dómkirkjunnar, fögnum nýjum biskupi og bjóðum hann velkominn til stóls síns í hinum aldna helgidómi. Okkur þykir miður sá órói sem skapast hefur um vígslu hans og teljum hann hafa stafað af óþarfri óvissu sem nú hefur verið eytt. Meira
6. nóvember 1997 | Innlendar fréttir | 73 orð

Þrír bílar í árekstri

ÞRÍR bílar lentu í árekstri í gær á leið úr Gjánni í Kópavogi niður á Hafnarfjarðarveg. Þrennt var flutt á slysadeild en meiðsli voru ekki alvarleg. Bílarnir voru á leið inná Hafnarfjarðarveg til norðurs. Ökumaður aftasta bílsins leit til hliðar til að fylgjast með umferð um Hafnarfjarðarveg og tók þá ekki eftir að bíllinn fyrir framan hafði staðnæmst. Meira
6. nóvember 1997 | Fréttaskýringar | 962 orð

Þróunarsjóðurinn býr til 8.000 ný störf

ÞRÓUNARSJÓÐURINN KERA í Finnlandi hefur gegnt og gegnir enn mikilvægu hlutverki í framkvæmd byggðastefnu þó að hlutverk hans hafi breyst. Sjóðurinn vinnur nú að atvinnuþróun um allt Finnland með því að veita lán og ábyrgðir til stofnunar lítilla og meðalstórra fyrirtækja og nýrra verkefna á þeirra vegum. Á síðasta ári stuðlaði sjóðurinn að því að tæplega 8. Meira

Ritstjórnargreinar

6. nóvember 1997 | Staksteinar | 377 orð

»Hvað gerist í Kyoto? Í DESEMBER nk. verður haldin ráðstefna í Kyoto í Japan þ

Í DESEMBER nk. verður haldin ráðstefna í Kyoto í Japan þar sem ætlunin er að gera bindandi samning um að draga úr losun efna út í andrúmsloftið, sem valda gróðurhúsaáhrifum. Vandinn er hins vegar sá að ríki heims eru ákaflega misjafnlega á vegi stödd í þessum efnum. Bandaríkin losa um 20 tonn á mann á hverju ári. Meira
6. nóvember 1997 | Leiðarar | 526 orð

leiðariVOND BYGGÐASTEFNA TJÓRN Byggðastofnunar hefur ákveðið

leiðariVOND BYGGÐASTEFNA TJÓRN Byggðastofnunar hefur ákveðið að starfsemi þróunarsviðs stofnunarinnar verði flutt frá Reykjavík til Sauðárkróks, þvert gegn vilja forstjóra Byggðastofnunar og forstöðumanns þróunarsviðsins og án þess að starfsfólkið hafi verið spurt álits. Meira

Menning

6. nóvember 1997 | Bókmenntir | 572 orð

Ást í meinum

Rúnar Helga Vignisson. Forlagið, 1997 ­ 256 bls. ÁSTFÓSTUR er einhvers staðar á milli þess að vera ástarsaga, siðferðileg saga og saga um réttlæti og ranglæti. Við kynnumst fyrst aðalpersónunni Teklu þegar hún dvelur í heimavistarskóla í Skálholti. Örlögin haga því þannig að hún gengur gegnum hliðstæðar raunir á sama stað og Ragnheiður biskupsdóttir, nokkrum öldum áður. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 793 orð

Endalok rómantíkurinnar

"GUSTAV Mahler var sjúkur maður þegar hann samdi níundu sinfóníuna, hina síðustu sem hann lauk við. Fyrir vikið þykir hún innihalda innri játningu tónskáldsins, minningar og íhugun um farinn veg ­ eins konar uppgjör deyjandi manns. Verkið var frumflutt í Vínarborg í júní 1912 ­ að höfundinum látnum. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 161 orð

Gallerí Njála frumsýnd

NÝTT íslenskt leikrit, Gallerí Njála eftir Hlín Agnarsdóttur, verður frumsýnt á Litla sviði Borgarleikhússins í kvöld kl. 20.30. Er efniviðurinn sóttur í Brennu-Njálssögu. Í kynningu segir að Gallerí Njála sé fyndið, erótískt og rammíslenskt nútímaleikrit, fullt af magnaðri tónlist og leikhúsbrellum. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 267 orð

Guðmundur kíkir og Bakkabræður

BÓKAÚTGÁFAN Mál og mynd sendir frá sér nokkrar bækur á árinu. Meðal þeirra er Setið við sagnabrunn eftir Þórð Tómasson í Skógum. Þórður Tómasson hefur löngum verið iðinn við söfnun muna og sagna. Í þessari nýju bók sinni hefur hann safnað saman í eina bók ýmsu þjóðfræðiefni. Meðal annars er fjallað um lendur og bústaði huldufólks og sagt frá samskiptum þess við menn, bæði í góðu og illu. Meira
6. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 338 orð

Háðsádeila um kraftaverkatrú

Háðsádeila um kraftaverkatrú Stjörnubíó SNERTING "Touch" ÞESSI nýjasta mynd bandaríska handritshöfundarins og leikstjórans Paul Schraders er einhverskonar háðsádeila á kraftaverkatrú en er eitthvað svo húmorslaus og óspennandi í útlistun sinni á fyrirbærinu og sölumennskunni í kringum k Meira
6. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 107 orð

Hin nýja eiginkona Larrys Kings

ÞÁTTASTJÓRNANDINN Larry King og nýja eiginkonan hans héldu veislu um síðustu helgi og endurtóku hjúskaparheit sín fyrir framan fjölskyldur sínar og nánustu vini. Larry hefur verið giftur nokkrum sinnum áður en í þetta sinn giftist hann leikkonunni Shawn Southwick. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Hörpudiskar í fjallgöngu

LEIKFÉLAG Menntaskólans við Sund frumsýnir í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30, leikritið Þrír hörpudiskar fóru í fjallgöngu eftir Baldur Má Vilhjálmsson sem jafnframt er leikstjóri. Leikendur eru: Birna Halldórsdóttir, Ingibjörg Magnúsdóttir, Berglind Einarsdóttir, Guðrún Ásta Tryggvadóttir, Benedikt Ingi Ármannsson, Stefán Andrew Svensson, Fanney Finnsdóttir og Gunnþórunn Bender. Meira
6. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 637 orð

"Ísland er tilvalið fyrir tónleikahald"

Hljómsveitin De La Soul heldur tónleika á Hótel Íslandi í kvöld. Konan á bak við uppákomuna er skosk og flutti til Íslands fyrir tilstilli gusgus. Rakel Þorbergsdóttir hitti Susan Pettie að máli. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 381 orð

Íslensk barna­ og unglingamenning í Hamborg

SÝNING og kynning á íslenskri barna­ og unglingamenningu í Kaþólsku akadeínunni í Hamborg, í samstarfi við íslenska menntamálaráðuneytið, verður opnuð á morgun, fimmtudag. Á sýningunni gefur að líta yfir 300 íslenskar barna­ og unglingabækur, þar á meðal frumútgáfu af nokkrum bókum Jóns Sveinssonar ­ Nonna, bæði á íslensku og þýsku. Meira
6. nóvember 1997 | Bókmenntir | 709 orð

Íslenskir arkitektar

Ritstjóri Haraldur Helgason. Þjóðsaga 1997, 518 bls. ARKITEKTASTÉTT er ung á Íslandi og því er eðlilegt að þetta sé í fyrsta skipti sem þeir eru taldir á bók og grein gerð fyrir ævi þeirra og verkum. Fyrsti Íslendingurinn sem vitað er til að lokið hafi námi í byggingalist var Ólafur nokkur Ólafsson frá Frostastöðum í Blönduhlíð. Það mun hafa verið upp úr 1780. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 227 orð

Ítölsku óperurnar einkavæddar

LA SCALA, sem margir telja merkasta óperuhús heims, að öðrum ólöstuðum, verður lokað innan skamms og hafnar á því gagngerar endurbætur, sem Pirelli hjólbarðaframleiðandinn og fleiri fyrirtæki greiða. Er húsið verður opnað að nýju verður það "einkavætt", áðurnefnd fyrirtæki munu standa straum af rekstrinum í stað hins opinbera. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 99 orð

Lesið úr nýjum bókum á Súfistanum

Lesið úr nýjum bókum á Súfistanum FIMMTUDAGSUPPLESTUR Súfistans, bókakaffinu í Bókabúð Máls og menningar Laugavegi 18, verður helgaður fjórum af þeim bókum sem eru að koma nýjar í bókaverslanir þessa dagana. Þetta er fimmta upplestrarkvöldið á Súfistanum nú í haust og hafa þau verið afar vel sótt, segir í kynningu. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 522 orð

Listsköpun í Sviss,Ungverjalandi og á Íslandi

SÝNINGARSALURINN shed im eisenwerk er í gamalli verksmiðju í iðnaðarhverfi Frauenfeld í Sviss. Ég var ekki viss um að ég væri á réttum stað þegar ég kom inn í salinn. Lítil eimreið ók hring eftir hring um járnbrautarteina sem lágu í gegnum grænt teppi sem hafði verið stillt upp eins og indíánatjaldi. Gulir áhorfendastólar stóðu á litlum palli. Það var hálfdimmt. Meira
6. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 207 orð

Með kvenfólk á heilanum

Með kvenfólk á heilanum Regnboginn DJAMMARAR "Swingers" MENN þurfa að vera vel að sér í slangri skemmtanafíkla Los Angelesborgar til að grípa alltaf meiningarnar í hnyttnum samtölum Djammara, en það lærist. Meira
6. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 372 orð

Misskilningur á alla kanta

ÞRETTÁNDAKVÖLD er vafalaust vinsælast allra gamanleikja Shakespears, en söguþráðurinn í leikritinu er vægast sagt flókinn og misskilningur af öllum mögulegum gerðum þungamiðjan. Þegar kvikmyndaframleiðandinn David Parfitt ákvað að ráðst í að gera kvikmynd eftir leikritinu var það sjálfgefið að Trevor Nunn myndi verða leikstjórinn, Meira
6. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 113 orð

Myndavélin framkallar lygina

"LYGI er lygi þótt hún sé ljósmynduð," sagði alþingismaðurinn og framsóknarmaðurinn Sveinn Ólafsson í Firði í Mjóafirði. Víst er að Liam Callagher úr Oasis hefði tekið undir þau orð. Hann hélt myndavél á lofti á tónleikum sveitarinnar í Lille í Frakklandi og sagði að "þetta væri það sem framkallaði lygina". Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 320 orð

Nunn tekur við breska þjóðleikhúsinu

TREVOR Nunn hefur tekið við stjórnartaumunum í breska þjóðleikhúsinu. Nunn tekur við af ekki ómerkari manni en Sir Richard Eyre, sem hefur setið í leikhússtjórastólnum sl. áratug, og fær í arf þau fjölmörgu vandamál sem slíkri stöðu fylgja ekki síður en óhemjumiklir listrænir möguleikar. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 136 orð

Nýjar bækur

Nýjar bækur OTTÓ ­ Með seiglunni hefst það. Ottó A. Michelsen athafnamaður rekur minningar sínar er eftir Jóhannes Helga. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 98 orð

Nýjar bækur

Nýjar bækur NÝTT líf í hjónabandi er eftir Michele Weiner-Dawis, sem er bandarískur meðferðarráðgjafi sérhæfð í hjúskaparvanda. Hún notar aðferð sem hún kallar SKM, Skammtímameðferð til lausna, og er ný byltingarkennd meðferð byggð á kenningum sem eru gerólíkar þeim hefðbundnu. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 40 orð

Ragnar Jónasson sýnir á Laugavegi 22

EIN mynda Ragnars á Laugavegi 22. Ragnar Jónasson sýnir á Laugavegi 22 RAGNAR Jónasson opnar myndlistarsýningu á Veitingastaðnum Laugavegi 22, á morgun, laugardag kl. 20. Á sýningunni eru átta verk unnin með olíu og kolum. Sýningunni lýkur 21. nóvember. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 50 orð

Ritlistarhópur Kópavogs

Ritlistarhópur Kópavogs FIMMTUDAGSUPPLESTUR Ritlistarhóps Kópavogs verður í Kaffistofu Gerðarsafns, Listasafni Kópavogs, í dag, fimmtudag. Að þessu sinni mun Geirlaugur Magnússon, ljóðskáld, lesa upp úr verkum sínum og einnig lesa óbirt ljóð, en hann hefur gefið út 13 ljóðabækur, þar af eina með ljóðaþýðingum. Dagskráin stendur frá kl. Meira
6. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 985 orð

Safnfréttir, 105,7

TILKYNNINGAR í skemmtanarammann þurfa að berast í síðastalagi á þriðjudögum. Skila skal tilkynningum til Kolbrúnar, á fax5691181 eða á netfang frettþmbl. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 552 orð

Samtímis lesið úr Egils sögu á öllum Norðurlöndum

MÁNUDAGINN 10. nóvember kl. 18, að íslenskum tíma, verður samtímis lesinn kafli úr Egils sögu í yfir 1.000 bókasöfnum á öllum Norðurlöndunum, allt frá Grænlandi í vestri til Finnlands í austri. Tilefni upplestrarins er norræn bókasafnsvika undir yfirskriftinni Í ljósaskiptum, Orðið í norðri, sem ætlað er að beina athygli fólks, ekki síst ungmenna, Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 288 orð

Sjálfsræktarbækur

LEIÐARLJÓS ehf. hefur helgað sjálfsræktarútgáfu undanfarin tvö ár með útgáfu bóka á borð við Hámarks árangur, Celestine handritin og Boðskapur Maríu til mannkynsins. Auk bóka hafa verið gefnar út fjórar mismunandi gerðir staðfestingarspjalda og sex leiddar hugleiðslusnældur með Guðrúnu G. Bergmann. "Í ár beinir Leiðarljós sjónum sínum að samskiptum fólks. Meira
6. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 44 orð

Stjörnugjöf

Byttur Sigurvegarinn Að hafa eða ekki Endalok ofbeldis Sáttmálinn Sumarið í Goulette Regnboginn Hugrekki Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 373 orð

Sýningarsalur fyrir þá sem þora

GALLERÍ Geysir er nýr sýningarsalur í Hinu húsinu. Galleríinu er ætlað að vera vettvangur ungs fólks á aldrinum 16­25 ára, faglærðra sem ófaglærðra listamanna, einstaklinga og hópa, sem ekki hafa sýnt opinberlega áður. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 181 orð

Sýningum lýkur

SÍÐASTA sýningarhelgi á ljósmyndum finnans Tapio Heikkålå sem staðið hefur yfir í Bogasal frá því í september og nefnist "Finnskt búsetulandslag" verður nú um helgina. Sýningunni lýkur á sunnudag. Þjóðminjasafnið er opið þriðjudag, fimmtudaga, laugardag og sunnudaga frá kl. 12­17. Gallerí Stöðlakot Sýningu Ingu Rósu Loftsdóttur á bláprentsmyndum lýkur á sunnudag. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 60 orð

Tannhäuser

RICHARD Wagner­félagið á Íslandi stendur í vetur fyrir sýningum á þrem af fyrri óperum meistarans af myndbandi í Norræna húsinu. Á morgun, laugardag kl. 14, verður sýnd óperan Tannhäuser í upptöku frá Bayerische Staatsoper í München. Hljómsveitarstjóri er Zubin Mehta og leikstjóri David Alden. Í helstu hlutverkum eru René Kollo, Waltraud Meier, Nadine Secunde, Jan Hendrik Rootering og Bernd Weikl. Meira
6. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 696 orð

Tilfinningaþrungin spennumynd

PUSHER eftir Nicolas Winding Refn fjallar um viku í lífi eiturlyfjasalans Frank í Kaupmannahöfn, sem leikinn er af Kim Bodnia. Sú vika gæti orðið hans síðasta því lögreglan hefur hendur í hári hans og eiturlyfjainnflytjendur heimta af honum peninga. Myndin sló í gegn í heimalandi sínu, gerir það nú gott í London og verður brátt sýnd víðar um heiminn. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 335 orð

Tímarit KOMINN er út 1997 árgangurinn af ársr

KOMINN er út 1997 árgangurinn af ársritinu Goðasteini en það er héraðsrit Rangæinga. Útgefandi er héraðsnefnd Rangæinga. Í ritinu er birt erindi frá Oddastefnu 1996 en hún fjallaði einkum um Heklu, hið fornfræga eldfjall. Meira
6. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 114 orð

Tískuvikan í New York

VOR- og sumartískan 1998 er þessa dagana kynnt á sýningarpöllum New York borgar. Helstu hönnuðir Bandaríkjanna sýna þar fatnað sinn og leggja línurnar fyrir unnendur tískunnar. Á myndunum má sjá nokkur dæmi um nýjustu hönnunina. 1. Meira
6. nóvember 1997 | Menningarlíf | 89 orð

Tónlist 21. aldarinnar í Tjarnarbíói

Tónlist 21. aldarinnar í Tjarnarbíói TÓNLEIKAR á vegum ErkiTónlist sf. verða í Tjarnarbíói á morgun, föstudag kl. 20.30. Yfirskrift tónleikanna er: Þrír heimar í einum ­ Tónlist 21. aldarinnar. Meira
6. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 479 orð

Við erum hæfileikaríkir og góðir

RAPPTRÍÓIÐ bandaríska De La Soul, sem telst með helstu rappsveitum seinni tíma vestur í Bandaríkjunum, heldur tónleika hér á landi í kvöld á Hótel Íslandi. Í samtali við liðsmenn sveitarinnar kemur fram að mikið er að gera hjá sveitinni um þessar mundir, en hún segist aldrei hafa gefið út tónlist til þess eins að hagnast af. Meira
6. nóvember 1997 | Kvikmyndir | 361 orð

(fyrirsögn vantar)

Regnboginn Paradísarvegur Kl. 17.00 Náin kynni Kl. 17.00 Úthverfi Kl. 19.00 Borgari Rut Kl. 19.00 Hugrekki Kl. 21.00 Hamlet (lengri útgáfa) Kl. 21.00 Rekaviður Kl. 23.00 Laugarásbíó Sumarið í Goulette Kl. 17. Meira
6. nóvember 1997 | Fólk í fréttum | 376 orð

(fyrirsögn vantar)

KVIKMYNDIR/Stjörnubíó sýnir nýjustu mynd leikstjórans Paul Schrader, Touch, sem gerð er eftir sögu rithöfundarins Elmore Leonard. Með aðalhlutverk í myndinni fara Bridget Fonda, Christopher Walken, Skeet Ulrich og Tom Arnold. Hundeltur heilari Meira

Umræðan

6. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 346 orð

Afmælis- og útgáfuhátíð Vindáshlíðar Klöru Valdísi Þórhallsdóttur: V

VINDÁSHLÍÐ er staður, sem á sterk ítök í hugum margra. Þar hefur starfsvettvangur sumarbúða KFUK verið í 50 ár og þaðan eiga mjög margar stúlkur og konur kærar minningar. Fyrstu árin var dvalið í tjöldum, en svo var byggður skáli og tekinn í notkun nokkrum árum síðar. Þá hófst skipulagt sumarbúðastarf fyrir stúlkur, sem enn er rekið af fullum krafti og nýtur mikilla vinsælda. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 894 orð

Á að svelta til sameiningar?

Í MORGUNBLAÐINU 29. október sl. er grein eftir Árna Sigfússon borgarfulltrúa og ágætan samstarfsmann minn í stjórn Sjúkrahúss Reykjavíkur. Ég er sammála því meginefni greinar Árna að ýmsar hættur felist í hugmyndinni um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykjavík. Hins vegar stenst ekki kenning hans um tengsl borgarstjóra við sameiningarhugmyndirnar. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1031 orð

Breiðbandið

Á NÆSTUNNI munu landsmenn verða varir við miklar nýjungar á sviði sjónvarpsdreifingar og þykir mörgum meira en tími til kominn. Breiðbandið er á leiðinni, sem gefur óteljandi möguleika fyrir landsmenn að tengjast inn í framtíðina. Við munum sjá innan tíðar gagnvirkt sjónvarp, stafrænt sjónvarp, erlendar sjónvarps- og útvarpsrásir og ýmislegt fleira góðgæti fyrir augu og eyru. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1123 orð

Fyrirtækið greiðir

FORSÆTISRÁÐHERRA krafðist þess í síðustu viku, að Póstur og sími h.f. lækkaði á ný gjaldskrá sína. Þegar samgönguráðherra tilneyddur tilkynnti örlitla lækkun á símgjöldum umfram boðaðar hækkanir, sagði hann að fyrirtækið tæki á sig að greiða þann kostnað, sem af þessu hlytist. Þetta er að hafa endaskipti á sannleikanum. Póstur og sími greiðir ekki eitt eða neitt fyrir almenning. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 911 orð

Glæstar vonir

Þegar ég kom í skólann minn til kenna á þriðjudaginn eftir hina umtöluðu "kjaraviðreisn" kennara spurðu nemendur mínir mig hvort við kennararnir værum nú ekki himinsælir með þessa stórkostlegu launahækkun. Mér varð í fyrstu svarafátt en mundi svo eftir dálitlu sem gerðist þegar ég var lítil stelpa. Meira
6. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 545 orð

Hamlar skortur á víðsýni almennri þjóðfélagsþróun?

BILIÐ milli ríkra og fátækra breikkar hér á Íslandi sem annars staðar, en fjarlægð stjórnenda frá vandamálum einhvers konar, sem við er að fást, virðist oftar en ekki hamla ákvarðantöku um skipulagsbreytingar einhvers konar uns í algjört óefni er komið og til vandræða horfir. Meira
6. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 339 orð

Hálf ljósmynd og að ríghalda í vitleysu

SVO illa tókst til, er grein mín með yfirskriftinni: "Að skjátlast er mannlegt", birtist hér í blaðinu laugardaginn 25. oktbóber sl., að ljósmynd, sem birtast átti með greininni af okkur Hermanni Sigurðssyni, verkfræðingi og þá staðarstjóra við Hvalfjarðargöngin, missti verulega gildi sitt vegna þess, að Hermann Sigurðsson var klipptur í burtu, án minnar vitundar. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1093 orð

Hveragerði: Bær í gíslingu

FORSETI bæjarstjórnar í Hveragerði, Gísli Páll Pálsson, og Einar Mathiesen, bæjarstjóri, hafa enn ekki svarað grein minni frá því í sumar um málefni og stöðu Hveragerðis undir stjórn minnihluta H- listans, sem koltapaði síðustu bæjarstjórnarkosningum í Hveragerði, en steig upp svo að segja á þriðja degi fyrir tilverknað bæjarstjórans og félaga hans. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 684 orð

Hverjum geturðu treyst?

Á VORI komanda fá Reykvíkingar þann heiður að kjósa milli tveggja hagsmunahópa í pólitík. Annar er Sjálfstæðisflokkurinn, sem er hægrisinnaður og styður við misréttið almennt. Hann má eiga að það gerir hann fyrir opnum tjöldum. Hann einfaldlega trúir ekki á jafnrétti. Svo mörg voru þau orð. Hinsvegar er flokkasamsteypa þar sem tortryggnin kraumar undir. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 932 orð

Meðferðarúrræði framtíðarinnar

ÉG ER með bréf í hendi sem ég var að fá frá Barnaverndarstofu þar sem mér er boðið til fundar um meðferðarúrræði framtíðarinnar fyrir börn og unglinga. Þetta er raunar í fyrsta sinn sem ég hef fengið slíkt boð eftir að ég hætti forstöðustörfum við Unglingaheimili ríkisins. Hjartað slær örar. Meira
6. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 216 orð

Nú kætast byssuglaðir

ÞAÐ fór ekki fram hjá neinum er hlustar á útvarp að sá tími er kætir byssuleyfishafa var að hefjast; sem sagt rjúpnaveiðitíminn. Auglýsingar verslana, er selja skotvopn og allt þeim tilheyrandi, hljómuðu sannfærandi, allt frá nærbrókum til hlífðarfatnaðar var auglýst grimmt; greinilegt að byssueigendur áttu að vera í startholunum til veiða. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1126 orð

Réttur launafólks á vinnumarkaðnum

SVO virðist sem það færist mjög í vöxt að fólki sem stundar launavinnu, finnist það beitt ýmsu óréttlæti í samskiptum við atvinnurekendur og stjórnendur. Æ algengara er að heyra fólk lýsa næsta ótrúlegum atburðum í samskiptum við þessa aðila. Þegar svo er spurt á hvaða vinnustað það vinni, má sjá skelfingarglampa koma í augu þess um leið og það segist ekki þora að segja það. Meira
6. nóvember 1997 | Bréf til blaðsins | 466 orð

Sannur vinur

HALLBJÖRN Hjartarson hefur orðið fyrir miklu áfalli við brunann í Kántrýbæ. En hann segist ætla að berjast áfram. Það þarf heldur ekki að koma neinum á óvart sem haft hefur kynni af Hallbirni, að hann hyggist halda áfram sínu lífsverki, sinni baráttu fyrir tilvist Kántrý-ævintýrsins. Hugsjónamenn af hans tagi leggja ekki árar í bát, þeir berjast þar til yfir lýkur. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 1276 orð

Silungsveiði í Veiðivötnum á Landmannaafrétti

Veiðivötn eru klasi um 50 vatna á Landmannaafrétti, í um 560 til 600 m. h. y. s. Afrennsli vatnanna er um Vatnakvísl til Tungnaár en mörg þeirra eru þó án frárennslis. Vötnin eru mismunandi að stærð en eru flest innan við 1 km. Stærst er Litlisjór, 9,2 km. Veiðivötn eru frá náttúrunnar hendi hrein urriðavötn. Veiðivatnaurriði er stórvaxinn og síðkynþroska. Meira
6. nóvember 1997 | Aðsent efni | 705 orð

Unnið er að því að bæta skipstjórnar- og vélstjóranám

UMRÆÐUR um skipstjórnar- og vélstjóranám hafa að undanförnu einkum snúist um húsnæðismál. Stafar þetta af því, að menntamálaráðuneytið hefur hreyft hugmyndum um að flytja starfsemi Stýrimannaskólans í Reykjavík og Vélskóla Íslands í nýtt húsnæði. Byggjast tillögur ráðuneytisins á faglegum og fjárhagslegum sjónarmiðum, sem stjórnvöldum ber að hafa að leiðarljósi, þegar teknar eru ákvarðanir. Meira

Minningargreinar

6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 554 orð

Árni Friðþjófsson

Það er með mikilli hryggð og söknuði í hjarta sem ég sest niður og skrifa niður þær góðu minningar sem ég á um þig, elsku Árni minn. Mig tekur það sárt að aðstæður mínar séu á þann veg að við höfum ekki hist í langan tíma og að þú skulir hafa fallið svo skyndilega frá. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 30 orð

ÁRNI FRIÐÞJÓFSSON

ÁRNI FRIÐÞJÓFSSON Árni Friðþjófsson fæddist á Suðureyri við Súgandafjörð 5. júní 1940. Hann lést í Hafnarfirði 15. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði 22. október. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 141 orð

Ásgeir Skúlason

Góður vinur er fallinn frá. Það er ljúft og skylt að festa nokkur kveðjuorð á blað og þakka fyrir samfylgdina sem hefur staðið í meira en 40 ár. Eftir situr minningin um mætan og ljúfan dreng sem ávallt vildi hafa góð áhrif á umhverfi sitt og samferðafólkið. Hann mun aldrei gleymast okkur. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 24 orð

ÁSGEIR SKÚLASON

ÁSGEIR SKÚLASON Ásgeir Skúlason fæddist í Reykjavík 22. júlí 1927. Hann lést 17. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju 24. október. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 440 orð

Elín Árnadóttir

Mikið finnst manni lífið stundum ósanngjarnt, og það fannst einmitt mér þegar hún Ella systir var dáin, eftir að hafa háð erfiða baráttu við krabbameinið, en svona er nú lífið, enginn veit sinn vitjunartíma. Eftir stendur minningin um einstaka systur, vin og félaga, sem ævinlega bar hag annarra fyrir brjósti meira en sinn eigin. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 29 orð

ELÍN ÁRNADÓTTIR

ELÍN ÁRNADÓTTIR Elín Árnadóttir fæddist 22. júlí 1961 í Vík í Mýrdal. Hún lést á Sjúkrahúsi Suðurlands 11. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Víkurkirkju 18. október. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 210 orð

Jóna Sigríður Pálsdóttir

Sól rís, sól sest segir í einu þekktu erindi og vissulega er gangur lífsins líkt og sól er rís í austri og hverfur inn í sinn eigin kvöldroða að kvöldi. Nú er sólin hennar ömmu minnar gengin til viðar en geislar hennar skína vissulega áfram komandi kynslóðum að leiðarljósi. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 200 orð

Jóna Sigríður Pálsdóttir

Nú er hún amma mín gengin. Þar er farin kona, sorfin af hörðu sveitalífinu á Íslandi á fyrrihluta aldarinnar. Hún var fyrir mér eins og fjall í náttúrunni, sem var þarna í kyrrð sinni og fegurð og ekkert gat haggað. Lífsskoðanir hennar voru fastmótaðar og hreinar, þar sem vinnan var öllu öðru göfugri ásamt skyldurækni og umhyggju fyrir ættingjum sínum og vinum. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 33 orð

JÓNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR

JÓNA SIGRÍÐUR PÁLSDÓTTIR Jóna Sigríður Pálsdóttir var fædd í Vík í Seyluhreppi 22. október 1903. Hún lést á Landspítalanum í Reykjavík 17. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Kópavogskirkju 27. október. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 485 orð

Kristján Brynjar Larsen

Það sló þögn á félagahópinn, við fregnir af fráfalli vinar og skátabróður okkar Kristjáns. "Hann er farinn heim" eins og við skátar segjum gjarnan þegar einn úr okkar hópi fellur frá. Í þessum orðum felst þó miklu fleira en í fljótu bragði sýnist. Í skátahreyfingunni er lögð höfuðáhersla á fórnfýsi, bræðralag, miðlun reynslu, styrks og vona. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 34 orð

KRISTJÁN BRYNJAR LARSEN

KRISTJÁN BRYNJAR LARSEN Kristján Brynjar Larsen fæddist á Akureyri 21. maí 1961. Hann lést 29. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Möðruvallakirkju hinn 10. október síðastliðinn í kyrrþey að hans eigin ósk. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 184 orð

Magnhild Enger Stefánsson

Móðir mín, Magnhild, var ekki allra, en hún var vinur vina sinna. Hún var mjög ákveðin og dugleg. Reyndust foreldrar mínir mér mjög vel þegar ég fékk mænuveikina árið 1955, heimsóttu mig daglega þegar ég var á sjúkrahúsi. Þeim var mjög annt um að ég fengi heilsu á ný, sem varð því miður ekki. Móðir mín var mjög fróð, hafði yndi af að lesa, kunni t.d. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 145 orð

MAGNHILD ENGER STEFÁNSSON

MAGNHILD ENGER STEFÁNSSON Magnhild Enger Stefánsson fæddist í Noregi 7. nóvember 1910. Hún lést á Elliheimilinu Grund 26. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Emma og Emil Enger. Börn þeirra voru tólf og eru þau öll látin nema tvær systur. Magnhild kom ung til Íslands, 2. apríl 1930. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 801 orð

Málfríður Ólafsdóttir

Mig langar til að senda henni systur minni síðbúna kveðju. Fríða var í móðurætt komin af Jófríðarstaðaættinni við Kaplaskjólsveg. Við ólumst upp hvort í sínu umhverfinu, hún með móðurfólki sínu og ég með föður mínum og móður, sem var seinni kona pabba, og föðurömmu og afa. Jónína, móðir Fríðu og Inga bróður og pabbi höfðu skilið áður en ég kom til sögunnar. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 31 orð

MÁLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

MÁLFRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR Málfríður Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 28. mars 1921. Hún lést á kvennadeild Landspítalans hinn 21. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 29. október. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 330 orð

Olga Kristjánsdóttir

Ég sit hér í haustblíðunni í Bergen og horfi út um gluggann. Hugurinn er heima á Íslandi eins og svo oft áður, Stjáni afi á afmæli í dag og við fengum pakka frá honum og Olgu ömmu með póstinum, harðfisk og annað góðgæti að heiman. Þau hafa verið dugleg að hafa samband við okkur og senda okkur glaðning þetta ár sem við höfum dvalið hér. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 305 orð

Olga Kristjánsdóttir

Þegar ég sest niður til að setja á blað nokkur kveðjuorð, um Olgu, reikar hugur minn til unglingsára minna austur á Eskifirði, efst í huga mér er þakklæti til þín, Olga mín, fyrir það hvað þú varst ætíð góð vinkona, og þótt ég væri fimm árum yngri, sýndir þú mér ávallt umburðarlyndi og þolinmæði, og leyfðir mér stelpunni að fara með þér, eitt og annað. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 273 orð

Olga Kristjánsdóttir

Elsku amma mín, það er sárt að sjá fram á það að geta ekki heimsótt þig í framtíðinni. Það er þó huggun harmi gegn að vita af því að nú hafa þjáningar þínar verið linaðar, þú hefur loksins hlotið hvíldina sem þú áttir verðskuldaða. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 173 orð

OLGA KRISTJÁNSDÓTTIR

OLGA KRISTJÁNSDÓTTIR Bjarnlaug Olga Kristjánsdóttir fæddist á Eskifirði 3. mars 1923. Hún lést hinn 27. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristján Jónsson, útgerðarmaður, f. 17.1. 1881, d. 7.5. 1957, og Mekkín Guðfinna Bjarnadóttir, húsfreyja, f. 6.5. 1881, d. 29.12. 1965. Systkini Olgu á lífi eru Guðrún Helga, f. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 280 orð

Ólafur Jóhann Jónsson

Mig langar til að minnast í fáum orðum Óla frá Norðurhlíð eins og ég kallaði hann alltaf. Ég var svo heppinn að kynnast honum strax á unga aldri, þar sem Lilja systir hans hefur verið mín besta vinkona frá unga aldri. Í Norðurhlíð bjuggu systkinin Óli og Lilja með foreldrum sínum þegar ég kynntist þeim. Mér er sérstaklega minnisstætt hvað mikið var af fallegum blómum inni sem úti. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 33 orð

ÓLAFUR JÓHANN JÓNSSON

ÓLAFUR JÓHANN JÓNSSON Ólafur Jóhann Jónsson verkstjóri fæddist á Húsavík 1. febrúar 1957. Hann lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík hinn 5. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 10. október. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 498 orð

Ragnheiður Sigurgeirsdóttir Vilhjálmur Sigurðsson

"Það er nú ekki svo mikið fyrir mig, ég er nú að verða sjötug og allir mínir eru sjálfbjarga. Hugsaðu þér ungu mæðurnar hér í kring sem eru að deyja frá litlu börnunum sínum." Þannig mælti sú sem við kveðjum nú, er hún fékk úrskurðinn, þann sem við óttumst og kvíðum. En hún? Þvílík hugprýði! Þeim sem þekktu hana koma þessi orð ekki á óvart. Hún var þeirrar gerðar sem svo fágæt er. Meira
6. nóvember 1997 | Minningargreinar | 52 orð

RAGNHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR VILHJÁLMUR SIGURÐSSON

Hjónaminning RAGNHEIÐUR SIGURGEIRSDÓTTIR VILHJÁLMUR SIGURÐSSON Ragnheiður Sigurgeirsdóttir fæddist á Eyrarlandi í Eyjafjarðarsveit 5. desember 1927. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 24. október síðastliðinn. Vilhjálmur Sigurðsson fæddist á Neðri- Dálksstöðum, Svalbarðsströnd, S-Þingeyjarsýslu, 16. Meira

Viðskipti

6. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 507 orð

Daimler Benz og BMW bítast um hnossið

ROLLS-ROYCE-bílaverksmiðjurnar frægu, sem í yfir 80 ár hefur séð brezku konungsfjölskyldunni og ófáum öðrum fyrirmennum um víða veröld fyrir farkostum við hæfi, eru til sölu. Tvö þýzk fyrirtæki, Daimler Benz í Stuttgart og BMW í M¨unchen, keppast nú um að fá að eignast Rolls-Royce, sem fullyrða má að þyki fínasta bílategund heims. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptafréttir | 230 orð

»Japanar hafa róandi áhrif á mörkuðum

ÓSTYRKS gætti á evrópskum mörkuðum í gær þegar hlé varð á hækkun Dow-vísitölu, en japanskur aðstoðarráðherra hafði róandi áhrif fyrir lokun, þegar sagði að sjá mætti fyrir endann á kreppunni í Suðaustur-Asíu. Meira

Daglegt líf

6. nóvember 1997 | Neytendur | 92 orð

40% afsláttur af folaldakjöti

Í DAG, fimmtudag, hefst útsala á fersku folaldakjöti hjá Nóatúnsbúðunum. Um er að ræða 18-20 tonn af kjöti af sumaröldum folöldum og afslátturinn er á bilinu 35-40%. Að sögn Jóns Þorsteins Jónssonar hjá Nóatúni hefur verð á folaldakjöti heldur hækkað að undanförnu en Sláturfélag Suðurlands og Nóatún sameinuðust um söluátak á umræddu magni af folaldakjöti. Meira
6. nóvember 1997 | Neytendur | 258 orð

Brauðin bökuð að ítölskum og frönskum hætti

BRAUÐIN eru bökuð að ítölskum og frönskum hætti í bakaríinu sem var opnað að Kleppsvegi 152 í gær, miðvikudag. Eigandinn Jóhannes Felixson bakarameistari segir að í bakaríinu Hjá Jóa Fel ­ brauð og kökulist verði boðið upp á brauð sem eru bökuð á steini upp á gamla mátann. Meira
6. nóvember 1997 | Neytendur | 178 orð

Paprikuverð lækkar um allt að 60%

ÞANN 1. nóvember síðastliðinn var innflutningsgjöldum af fjórum grænmetistegundum aflétt, tómötum, agúrkum, paprikum og salati. Að sögn Ólafs Friðrikssonar deildarstjóra hjá landbúnaðarráðuneytinu lækkaði til dæmis innflutningsverð á tómötum og agúrkum úr 15% verðtolli og 99 krónu magntolli í enga vernd. Meira
6. nóvember 1997 | Neytendur | 92 orð

Pistasíuhnetur aftur til sölu

Í byrjun september bannaði ESB innflutning á pistasíuhnetum frá Íran eftir að hið skaðlega efni aflatoxin greindist í pistasíuhnetum í erlendum rannsóknum. Allar íranskar pistasíuhnetur hérlendis voru innkallaðar. Morgunblaðinu hefur borist fréttatilkynning frá Heilsuhúsinu. Meira
6. nóvember 1997 | Neytendur | 134 orð

(fyrirsögn vantar)

SÍÐASTLIÐIN tvö ár hefur handverksmarkaður verið haldinn hálfsmánaðarlega á Garðatorgi. Þar hafa að undanförnu komið saman milli fimmtíu og sextíu manns sem sýna og selja handverk. Bryngeir Vattnes hefur umsjón með handverksmarkaðnum núna og hann segir að í desember standi til að hafa hann opinn um hverja helgi og vera með ýmsar jólalegar uppákomur. Meira

Fastir þættir

6. nóvember 1997 | Dagbók | 3052 orð

APÓTEK

»»» Meira
6. nóvember 1997 | Í dag | 73 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudagin

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 6. nóvember, verður sjötugur Ólafur Benediktsson, Gautlandi 7, Reykjavík. Kona hans er Sigrún Guðmundsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum á afmælisdaginn í Safnaðarheimili Bústaðakirkju eftir kl. 19. ÁRA afmæli. Meira
6. nóvember 1997 | Fastir þættir | 141 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

MÁNUDAGINN 3. nóvember var þriðja spilakvöld í aðaltvímenningi félagsins, A. Hansen mótinu. Úrslit kvöldsins urðu þessi: Guðm. Magnúss. ­ Ólafur Þ. Jóhannss.93 Bjarni Ó. Sigursveinss. ­ Njáll G. Sigurðss.66 Björn Björnsson ­ Friðrik Steingrímsson62 Þorsteinn Kristmundss. ­ Ársæll Vigniss. 24 Aðaltvímenningnum lýkur næsta mánudagskvöld 10. Meira
6. nóvember 1997 | Fastir þættir | 110 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag SÁÁ

SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 2. nóvember 1997 var spilaður eins kvölds Mitchell-tvímenningur. 10 pör spiluðu 5 umferðir, 5 spil á milli para. Meðalskor var 100 og efstu pör urðu þessi: NS Jóhann Magnússon ­ Kristinn Karlsson 122Friðrik Steingrímsson ­ Björn Björnsson 96AV Jón H. Meira
6. nóvember 1997 | Fastir þættir | 201 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja

GÍSLI Torfason, Pétur Júlíusson og Jóhannes Sigurðsson sigruðu í hausttvímenningnum, sem lauk sl. mánudagskvöld en þeir spiluðu 3 í pari. Spilað var í 4 kvöld og hæsta skor í 3 kvöld réð úrslitum til verðlauna í mótinu. Þeir félagarnir spiluðu aðeins í þrjú kvöld og skoruðu vel öll kvöldin og fengu 62,60% meðalskor. Meira
6. nóvember 1997 | Fastir þættir | 80 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Stórmót Bridsfélagsins Munin

STÓRMÓT Bridsfélagsins Munins í Sandgerði og Samvinnuferða- Landsýnar fer fram laugardaginn 15. nóvember nk. í húsi félagsins við Sandgerðisveg. Heildarverðlaun verða 166 þúsund krónur. Fyrstu verðlaun eru 70 þúsund kr., önnur verðlaun 50 þúsund, þriðju verðlaun S/L-vinningur að verðmæti 30 þúsund, 10 þúsund krónur eru fyrir 4. sætið og 6 þúsund kr. fyrir 5. sætið. Meira
6. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 9. ágúst í Lágafellskirkju af sr. Braga Skúlasyni Björg R. Jensdóttir og Hjörvar Freyr Hjörvarsson. Heimili þeirra er að Ásgarði 65. Meira
6. nóvember 1997 | Í dag | 27 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 20. september í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Rósalind Sigurðardóttir og Bjarnþór Harðarson. Heimili þeirra er að Hraunkambi 6, Hafnarfirði. Meira
6. nóvember 1997 | Dagbók | 844 orð

dagbok nr. 62,7

dagbok nr. 62,7------- Meira
6. nóvember 1997 | Í dag | 329 orð

EGNA Víkverjapistils miðvikudaginn 5. nóvember óskar F

EGNA Víkverjapistils miðvikudaginn 5. nóvember óskar Fréttastofa Útvarpsins eftir því að eftirfarandi verði birt í dálki Víkverja. Heill og sæll Víkverji! Í pistli þínum í dag, miðvikudaginn 5. nóv. '97, gerir þú að umræðuefni morgunfréttir í Útvarpinu , og nefnir dæmi máli þínu til stuðnings. Meira
6. nóvember 1997 | Í dag | 419 orð

Hækkun hjáPósti og síma NOKKUR orð frá Internet- notand

NOKKUR orð frá Internet- notanda. Fyrir rúmu ári kostaði klukkutíminn um kr. 25, en er nú nær kr. 60. Þetta er kvöld- og helgartaxtinn. Þetta eru grófar hækkanir. Ég er notandi í gegnum internet-þjónustu Pósts og síma. Álagið er svakalegt og oft er maður mjög lengi að komast inn eða kemst jafnvel ekki inn og á meðan tifar gjaldtakan. Meira
6. nóvember 1997 | Fastir þættir | 647 orð

Jurtalitun

JURTALITUN er ævaforn aðferð við að breyta lit á voð eða bandi. Landnámsmennirnir íslensku kunnu skil á jurtalitun, en ekki hafa þeir getað safnað hérlendis öllum þeim litunarjurtum, sem uxu í þeirra heimahögum. Í fornsögum er búnaði manna oft lýst. Þar kemur glöggt fram hve skrautleg klæði voru í miklum metum og þóttu jafnvel við hæfi sem höfðingjagjafir. Meira

Íþróttir

6. nóvember 1997 | Íþróttir | 318 orð

Afar slakt í Safamýrinni

Hafi einhverjir stuðningsmenn Fram vonast eftir því að sigur liðsins á FH í bikarkeppninni á dögunum og framganga þeirra þá hafi verið upphafið að einhverju betra á þessari leiktíð varð sá hinn sami eflaust fyrir miklum vonbrigðum í Framhúsinu í gær. Þá tóku heimamenn á móti Víkingi og máttu þakka gestunum stigin tvö að leikslokum. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 298 orð

Afturelding hafði það af

Mosfellingar gátu ekki gengið að stigunum vísum er þeir sóttu Blika heim í Kópavoginn í gærkvöldi. Lengi vel leit út fyrir neðsta lið deildarinnar ætlaði að sigra það efsta en er leið að lokum var þrek Blika uppurið og Afturelding fagnaði 26:24 sigri. Blikar sitja því enn botni deildarinnar en Afturelding er á toppnum. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 237 orð

ANDY Möller

ANDY Möller skoraði bæði mörk Borussia Dortmund í 2:0 sigri á Parma á heimavelli í gær. Með sigrinum færðust þýsku Evrópumeistararnir upp í efsta sæti A-riðils. FYRRA mark Möllers kom beint úr aukaspyrnu á 50. mínútu en það síðara úr vítaspyrnu á 74. mínútu. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 323 orð

Arnar greiddi ÍBV rothöggið

Eyjamaðurinn Arnar Pétursson fór fyrir Stjörnumönnum er þeir báru sigurorð af gestum sínum frá Vestmannaeyjum í gærkvöldi, 34:28. Arnar, sem lék áður með ÍBV en gekk til liðs við Stjörnuna fyrir yfirstandandi tímabil, gerði tíu mörk í leiknum ­ þar af sjö í síðari hálfleik. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 148 orð

Barcelona kemst ekki áfram BARCE

BARCELONA kemst ekki í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir 4:0 tap heima á móti Dynamo Kiev í gærkvöldi. Andrei Shevchenko gerði vonir heimamanna að engu með þrennu í fyrri hálfleik og áhangendur Barca klöppuðu fyrir gestunum þegar þeir gengu af velli, en þeir standa vel að vígi í C-riðli. Louis van Gaal, þjálfari Barcelona, varð að gera breytingar á liði sínu vegna meiðsla lykilmanna. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 226 orð

Bayern fékk skellPARIS St Germain kom á óvart með þv

PARIS St Germain kom á óvart með því að sigra Bayern M¨unchen 3:1 á Parc des Princes-vellinum í París í gær og kom þannig í veg fyrir að þýska liðið næði að tryggja sér öruggt sæti 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Staðan í hálfleik var 1:1. Framherjinn Florian Maurice kom PSG yfir á 72. mínútu og varamaðurinn Jerome Leroy gulltryggði sigurinn þremur mínútum síðar. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 797 orð

Breiðablik - UMFA24:26

Smárinn, Íslandsmótið í handknattleik, Nissan-deildin, miðvikudaginn 5. nóvember 1997. Gangur leiksins: 1:0, 4:3, 4:5, 5:8, 6:9, 9:9, 11:10, 11:11, 14:13, 15:16, 18:17, 19:18, 19:21, 21:22, 22:25, 24:26. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 193 orð

Canizares bætti metið

SANTIAGO Canizares, markvörður Real Madrid, hefur leikið lengur samfleytt en nokkur annar í sögu spænsku 1. deildarkeppninar í knattspyrnu án þess að fá á sig mark ­ í 710 mínútur. Brasilíumaðurinn Juninho skoraði hjá honum í fyrstu umferðinni í haust, eftir 16 mínútur, en síðan hélt hann marki sínu hreinu (einsog knattspyrnumenn orða það gjarnan, Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 713 orð

Cole með þrennu

ANDY Cole gerði öll mörk Manchester United, sem vann Feyenoord 3:1 í Rotterdam og er efst í B-riðli Meistaradeildarinnar með fullt hús stiga. United er nánast öruggt áfram í átta liða úrslit þó tvær umferðir séu eftir en Feyenoord á ekki möguleika. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 126 orð

Drammen lá fyrir Viking DRAMMEN

DRAMMEN, lið Bjarka Sigurðssonar, tapaði í gærkvöldi á útivelli fyrir Viking frá Stavangri, 31:26, í efstu deild norsku deildarkeppninnar í handknattleik. "Við vorum lélegir að þessu sinni," sagði Bjarki sem gerði 5 mörk, þar af 2 úr vítakasti, við Morgunblaðið. "Leikurinn var jafn fram undir miðjan síðari hálfleik er allur botn datt úr leik okkar og þeir keyrðu yfir okkur. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 145 orð

Eitt mark úr 20 sóknum LEIKMÖNN

LEIKMÖNNUM Fram og Víkings voru mislagaðar hendur í sóknarleiknum í gær svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í heildina var sóknarnýtingin 39% hjá báðum liðum, 42% hjá Fram og 35% hjá Víkingi. Eftir þokkalega sóknarnýtingu í fyrri hálfleik datt botninn úr í upphafi síðari hálfleiks. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 407 orð

Engin gestrisni í New York

Leikmenn New York Knicks tóku vel á móti fyrrum þjálfara sínum, Rick Pitino, er hann mætti í Madison Square Garden með lið Boston Celtics, eða hitt þó heldur. Þeir burstuðu Celtics 102:70 í NBA- deildinni í körfuknattleik og gerði Patrick Ewing 26 stig og þeir Chris Mills og John Starks settu mark sitt á leikinn eftir að þeir komu inná, Mills gerði 17 stig og Starks 14, Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 126 orð

England næst á dagskrá

Aberdeen hefur enn ekki ákveðið hvort óskað verði eftir að fá Tryggva Guðmundsson til reynslu í viku, en í gær stóð til að taka ákvörðun um málið. Roy Aitken, þjálfari skoska úrvalsdeildarliðsins, er á höttunum eftir vinstri fótar kantmanni í staðinn fyrir Stephen Glass, en samningur hans rennur út eftir tímabilið og þó vilji sé fyrir að hafa hann áfram hefur ekki verið rætt um framhaldið. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 291 orð

Erfitt hjá KA-mönnum

Nokkur eftirvænting ríkti í KA- heimilinu í gærkvöld því Íslandsmeistararnir tefldu fram nýjum liðsmanni, stórskyttunni Vladimir Goldin frá Hvíta- Rússlandi. Hann setti mark sitt á leikinn í upphafi, átti fyrsta skotið eftir hálfa mínútu og skoraði fyrsta mark leiksins á 3. mínútu. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 774 orð

Göldrótti klunninn

"WANCHOPE, leggjalangur. Hvað? Ætlar hann bara sjálfur í gegn? Já, já, hann skorar. Kostaríkumaðurinn kemur Derby í 2­0. Paolo Wanchope að skora annað mark Derby hér á Old Trafford í dag. Sjáiði þetta mark ­ hann á þetta mark einn!" Með þessum orðum lýsti Bjarni Felixson fyrsta marki Paolos Wanchopes, landsliðsframherja Kostaríku, Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 312 orð

Handknattleikur

Haldið í Víkinni helgina 25. til 26. október. A-LIÐRiðill 1: Valur - Fjölnir17:8 Fjölnir - ÍR8:28 Valur - ÍR13:11 Riðill 2: Fylkir - Fram15:20 Víkingur - Fram19:14 Víkingur - Fylkir21:19 Undanúrslit: Víkingur - ÍR14:19 Valur - Fram16:17 Leikur um 3. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 258 orð

HLYNUR Jóhannesson, markvörður HK

HLYNUR Jóhannesson, markvörður HK, varði 27 skot í leiknum á móti Haukum í gær, þar af 15 í fyrri hálfleik. Hann varði 14 langskot, 8 úr horni, 3 eftir hraðaupphlaup, eitt af línu og eitt eftir gegnumbrot. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 21 orð

Í kvöld

Körfuknattleikur DHL-deildin: Akranes:ÍA - Þór20 Keflavík:Keflavík - Haukar20 Seljaskóli:ÍR - Valur20 Seltjarnarnes:KR - Tindastóll20 1. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 86 orð

Írakar voru ekki barðir ALÞJÓÐA knattspyrnu

ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið, FIFA, hefur ekki fundið neina sönnun þess að íraskir landsliðsmenn í knattspyrnu hafi verið barðir eftir að þeim mistókst að komast í úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi næsta sumar. Fréttir þar að lútandi birtust í einhverjum fjölmiðlum og tveir fulltrúar FIFA voru í Írak á dögunum til þess að rannsaka orðróminn. Ræddu þeir m.a. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 119 orð

Kemur heimsmeistarinn Dvorak?TOMAS Dvora

TOMAS Dvorak heimsmeistari í tugþraut hefur lýst yfir áhuga á að koma hingað til lands og keppa við Jón Arnar Magnússon, Robert Zmelik, Chris Huffins og Ólaf Guðmundsson á stórmóti ÍR í frjálsíþróttum 24. janúar nk. Ekki þarf að fara mörgum orðum um Dvorak sem á besta árangur í tugþraut á þessu ári, 8.837 stig er hann vann gullverðlaun á heimsmeistaramótinu í Aþenu í ágúst. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 128 orð

Kiel tapaði fyrsta stiginu THV Kiel tapað

THV Kiel tapaði fyrsta stigi sínu á þessari leiktíð í þýska handboltanum í gærkvöldi er liðið mætti Magdeburg á útivelli og gerði jafntefli, 21:21. Kiel heldur eftir sem áður öruggri forystu í deildinni með 15 stig eftir átta leiki. Lemgo, sem vann Minden 29:24, er í öðru sæti með 10 stig eftir sjö leiki. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 1022 orð

Knattspyrna

Meistaradeild Evrópukeppninnar A-RIÐILL Dortmund, Þýskalandi: Borussia Dortmund - Parma2:0Andreas Möller 50., 74. vsp. 40.000. Borussia Dortmund: Stefan Klos; Julio Cesar, Stefan Reuter, Wolfgang Feiersinger, Paul Lambert, Jörg Heinrich, Paulo Sousa (Steffen Freund 79. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 140 orð

KNATTSPYRNAHaraldur

Haraldur Ingólfsson frá Akranesi gerir ráð fyrir að skrifa undir samning til þriggja ára við Elfsborg í Svíþjóð í dag. Hann var hjá félaginu í liðinni viku og flytur út strax eftir áramót. "Þetta kom upp með mjög skömmum fyrirvara, mér leist mjög vel á allt hjá Elfsborg og er ánægður með að dæmið gekk upp," sagði Haraldur við Morgunblaðið í gærkvöldi, Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 58 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin: Toronto - Golden State 104:86 Atlanta - Detroit 82:71 Cleveland - Indiana 80:77 New York - Boston

Toronto - Golden State 104:86 Atlanta - Detroit 82:71 Cleveland - Indiana 80:77 New York - Boston 102:70 Seattle - Houston 118:94 Dallas - Vancouver 92:87 Milwaukee - Orlando 110:76 Denver - Washington96:120 Phoenix - Utah106:84 Portland - Minnesota122:105 Sacramento - LA Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 371 orð

Meistaraflokkur KR leigður útlendingum?

SVO gæti farið að erlent hlutafélag tæki að sér rekstur meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá KR fyrir næsta keppnistímabil. Forráðamenn knattspyrnudeildar félagsins hafa átt í viðræðum við ráðamenn umrædds félags undanfarið, skv. heimildum Morgunblaðsins, en samkomulag liggur ekki enn fyrir. Fljótlega ætti þó að skýrast hvort af samningi verður. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 445 orð

Ragnar Ingi og Helga best

SKYLMINGARRagnar Ingi og Helga best Urðu Íslandsmeistarar með höggsverðum. Haukur meistari með stungusverðiSkylmingafólk hélt Íslandsmót sitt í íþróttahúsinu við Austurberg um síðustu helgi og þar spreyttu sig rúmlega 40 keppendur með höggsverðum eða stungusverðum. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 213 orð

Sanngjarn sigur PSG í Newcastle

Newcastle varð að sætta sig við 2:0 tap heima á móti PSV og er nánast úr leik en PSV eygir möguleika á að komast áfram úr C-riðli. Luc Nilis, sem skoraði hjá Shay Given í HM-leik Írlands og Belgíu í liðinni viku, skoraði aftur hjá markverðinum skömmu fyrir hlé í gærkvöldi, en Gilles de Bilde innsiglaði sanngjarnan sigur undir lokin. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 615 orð

Sárt að tapa tveimur leikjum í röð heima

EFTIR að hafa sigrað í fyrstu fimm leikjum sínum í deildinni og gert eitt jafntefli kom að því að FH-ingar töpuðu. Þeir tóku á móti Valsmönnum í gær og Hlíðarendapiltar gerðu sér lítið fyrir og sigruðu, 23:22, eftir að hafa verið fjórum mörkum, 13:9, undir í leikhléi. Það gekk mikið á í Kaplakrika síðustu mínúturnar í gærkvöldi. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 672 orð

Stefnir á Esso-mótið á Akureyri næsta sumar

Drengjalið Signal í Sviss hyggur á Íslandsför Stefnir á Esso-mótið á Akureyri næsta sumar Strákunum í Signal gekk ekki nógu vel í leik gegn Servette fyrr í haust, en honum lauk með sigri Servette, 4:1. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 526 orð

Stórleikur Hlyns dugði HK ekki

HLYNUR Jóhannesson átti stórleik í marki HK, varði 27 skot, en það dugði liðinu ekki því Haukar unnu 24:23 í Digranesi í gærkvöldi. Úrslitin réðust ekki fyrr en á síðustu sekúndum leiksins og tryggði Gústaf Bjarnason sigur Hauka með marki úr vítakasti þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. Leikurinn var ekki góður, en hann var engu að síður spennandi. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 161 orð

United í vænlegri stöðu MANCHESTER United er

MANCHESTER United er eina liðið sem sigrað hefur í öllum leikjunum í Meistaradeild Evrópukeppninnar í knattspyrnu, þegar fjórum umferðum er lokið. Leikmenn United sigruðu Feyenoord auðveldlega, 3:1, í Hollandi í gærkvöldi og gerði Andy Cole öll mörk liðsins. United er nánast öruggt áfram í 8-liða úrslit. Á myndinni er Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær með knöttinn í Hollandi í gærkvöldi. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 163 orð

Út á hvað ganga skylmingar? SKYLMINGAR ha

SKYLMINGAR hafa verið Ólympíugrein frá fyrstu leikunum. Keppt er í tveimur greinum í skylmingum ­ með höggsverði eða stungusverði, sem eru ólík að mörgu leyti ­ skylmingamenn segja að líkja megi þeim við keppni í 100 metra hlaupi og 2.000 metra hlaupi. Sverðin eru áþekk að gerð, bæði með hjöltum og um 105 sentímetrar að lengd þó gripin séu ólík. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 110 orð

Valdimar fékk rautt spjald VALDIMAR Gríms

VALDIMAR Grímsson, leikmaður og þjálfari Stjörnunnar, fékk rautt spjald í fyrri hálfleik viðureignar liðs síns við ÍBV. Staðan var þá 10:7, Stjörnunni í hag. Refsinguna fékk Valdimar fyrir að bregða Sigmari Þresti Óskarssyni, markverði ÍBV, harkalega er hann var á leið aftur í mark sitt að úthlaupi loknu. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 75 orð

Valsstúlkur haustmeistarar

VALUR stóð uppi sem sigurvegari í keppni A-liða á haustmóti Knattspyrnuráðs Reykjavíkur í 5. flokki kvenna hinn 16. september sl. Hlíðarendahnátur sigruðu Fylki, 2:0, í úrslitaleik á Leiknisvelli. Stúlkurnar voru vitaskuld himinlifandi, eins og sést á myndinni. Efri röð f.v. Meira
6. nóvember 1997 | Íþróttir | 158 orð

Þjálfara Edwards sagt upp BRESKA frjálsíþró

BRESKA frjálsíþróttasambandið á í miklum fjárhagskröggum um þessar mundir og er svo gott sem gjaldþrota. Af þeirri ástæðu hefur það m.a. neyðst til þess að segja upp átta þjálfurum. Einn þeirra er Carl Johnson lærimeistari Jonathans Edwards, heimsmethafa í þrístökki karla, Meira

Úr verinu

6. nóvember 1997 | Úr verinu | 867 orð

Útflutningur á fiski til Kína hefur tífaldazt

MIKIL eftirspurn er eftir rækju í Kína, einkum soðinni kaldsjávarrækju úr Norður-Atlantshafi. Útflytjendur á Íslandi, Færeyjum, Danmörku og Kanada ná varla að anna eftirspurn. Útflutningur á soðinni skelrækju frá Íslandi hefur margfaldazt á þessu ári að sögn Vilhjálms Guðmundssonar hjá Útflutningsráði Íslands. Meira

Viðskiptablað

6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 176 orð

Aukin aðsókn hjá Sony

SKEMMTIDEILD Sony Corp. hefur skýrt frá verulega aukinni sölu og rekstrarhagnaði á síðasta ársfjórðung, aðallega vegna kvikmynda sem slógu í gegn í sumar. Sala nam 2,6 milljörðum dollara til septemberloka samanborið við 2,01 milljarð dal á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður jókst í 270,9 milljónir dollara úr 120,5 milljónum á sama tíma í fyrra. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 534 orð

Ábyrgðarmenn upplýstir um stöðu skuldara

SAMKOMULAG er í burðarliðnum milli banka og sparisjóða, kortafyrirtækja, Neytendasamtakanna, viðskiptaráðuneytis og félagsmálaráðuneytis um fyrirkomulag á sjálfskuldarábyrgðum einstaklinga. Þar er m.a. fjallað um hvaða upplýsingar lánastofnanir eigi að veita ábyrgðarmönnum um stöðu skuldara áður en þeir skrifa undir fjárskuldbindingar. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 241 orð

Bandarísk framför í rafbílatækni

BANDARÍSKUR tímamótaárangur" í rafbílatækni er ekki eins nýr af nálinni og haldið er fram, en bendir til þess að flýtt verði tilraunum til að finna ökutæki sem valda minni mengun að sögn sérfræðinga í Bretlandi. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 393 orð

Bókaklúbbur fyrir athafnafólkið

VAKA-HELGAFELL hefur stofnað Betri árangur ­ bókaklúbb fólks og fyrirtækja. Í klúbbnum verður boðinn bókaflokkur sem hlotið hefur heitið 50 mínútna bækurnar. Bækurnar eru sniðnar fyrir þá sem vilja afla sér símenntunar og ná þannig betri árangri í starfi sínu og einkalífi. Efni bókanna og framsetning miðast við að hægt sé að ná tökum á viðfangsefninu á sem skemmstum tíma. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 76 orð

Breytingar hjá SP-Fjármögnun hf.

HJALTI Þór Kristjánsson hefur verið ráðinn til SP fjármögnunar hf. Hjalti Þór er 34 ára viðskiptafræðingur. Hann útskrifaðist frá Viðskiptadeild Háskóla Íslands vorið 1988 af markaðssviði. Eftir útskrift starfaði Hjalti sem rekstrarstjóri hjá húsgagnafyrirtækinu GKS hf. Árið 1992 hóf hann störf hjá eignarleigufyrirtækinu Glitni hf. og starfaði þar í fjögur ár sem ráðgjafi. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 120 orð

Campari

Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur úrskurðað að samkeppnisráði beri að taka til efnislegrar ákvörðunar kæru Verslunarráðs Íslands á hendur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Campari-málinu svonefnda. Samkeppnisráð hafði áður ákveðið að hafast ekki að í málinu að svo stöddu. /2 ÍsBrunnar hf. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1171 orð

ÐAllt undir einu þaki Olíufélagið hefur ákveðið að reisa stór

BENSÍNSTÖÐ Olíufélagsins hf. sunnan megin á Ártúnshöfða hefur um árabil verið einn mikilvægasti sölustaður félagsins enda er hún gjarnan viðkomustaður höfuðborgarbúa á leið út á land. Stöðin er hins vegar komin til ára sinna og undirbúningur að endurnýjun hennar hefur staðið yfir undanfarin þrjú ár. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 122 orð

ÐBresk viðskiptanefnd væntanleg

BRESK viðskiptasendinefnd sem skipuð er 38 fulltrúum fyrirtækja og sveitarfélaga á Humber-svæðinu verður í heimsókn hér á landi dagana 11.­16. nóvember nk. Þetta er önnur viðskiptasendinefndin sem hingað kemur frá Bretlandi á þessu ári, en slík sendinefnd kom hingað síðastliðið vor frá Skotlandi. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 158 orð

ÐBrunnar framleiða nýja tegund ísvéla

BRUNNAR hf. hafa gengið frá samningi við ísraelska fyrirtækið Ontec Ltd, sem er í eigu bandarískra fjárfesta, um framleiðslu á ísvélum hér á landi. Fyrirtækið mun í fyrstu framleiða nokkrar vélar í tilraunaskyni en gangi þær áætlanir sem gerðar hafa verið eftir mun sérstök verksmiðja verða reist hér á landi undir þessa framleiðslu. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 109 orð

ÐByggðastofnun með Navision

BYGGÐASTOFNUN hefur valið viðskiptahugbúnaðinn Navision Financials frá Streng hf. Fram kemur í frétt að Byggðastofnun geri miklar kröfur til hugbúnaðarins, sérstaklega þróunarumhverfisins. Stofnunin ætli sér að hanna eigin sérlausnir í Navision Financials enda sé hún með flókinn rekstur og hafi þörf fyrir sérlausnir í hugbúnaði. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 123 orð

ÐGjaldeyrisforðinn rýrnaði um 3,7 milljarða í október

GJALDEYRISFORÐI Seðlabanka Íslands rýrnaði um tæpa 3,7 milljarða króna í október og nam 27,1 milljarði króna í lok mánaðarins. Erlendar skammtímaskuldir bankans eru óverulegar og breyttust lítið í mánuðinum að því er fram kemur í frétt frá bankanum. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 132 orð

ÐRáðinn ráðgjafi Forskots ehf.

RANDVER Fleckenstein hefur verið ráðinn ráðgjafi til Forskots ehf., stjórnun og rekstrarráðgjöf. Tók hann við starfinu þann 15. október sl. Randver er 45 ára með MA og Ed.S. gráðu frá University of Iowa með sérhæfingu á sviði stjórnunar og skipulags starfsmannafræðslu. Hann starfaði sem fræðslustjóri Íslandsbanka frá 1990­1997 og stjórnaði m.a. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 790 orð

ÐSeðlalaust samfélag »ÍSLENDINGAR eru án efa ein kortaglaðasta þjóð í heimi og

ÐSeðlalaust samfélag »ÍSLENDINGAR eru án efa ein kortaglaðasta þjóð í heimi og seðlar og mynt utan banka eru hérlendis mun lægra hlutfall af landsframleiðslu en í helstu viðskiptalöndum okkar. Nú eru um 146 þúsund kreditkort í umferð hérlendis og um 200 þúsund debetkort hafa verið gefin út á þremur árum. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 128 orð

ÐSVR kaupir 12 nýja Scania

GENGIÐ hefur verið frá samningi við Heklu hf. um kaup á 12 nýjum strætisvögnum af Scania gerð fyrir SVR. Keyptir verða 10 vagnar með lágu gólfi af gerðinni Scania OmniCity auk 2 liðvagna af gerðinni Scania CN113 ALB. Fyrsti liðvagninn verður afhentur í næsta mánuði. Scania OmniCity er framleiddur úr áli sem upprunnið er í álverinu í Straumsvík. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 950 orð

Evrópa stefnir að forystu á farsímamarkaðnum

BIFREIÐ er ekið á hægri ferð í gegnum lítinn bæ og jafnvel á þeim hraða er Evrópa á fleygiferð fram úr Bandaríkjunum. Inni í bílnum eru tveir starfsmenn Telefon AB LM Ericsson á myndfundi. Upptökuvél sendir mynd af þeim um farsíma til starfsfélaga þeirra langt í burtu og þar er önnur vél, sem sendir mynd af þeim til bílsins. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1024 orð

Frjáls orkumarkaður er framtíðin Lagt er til að raforkubúskapur landsmanna verði markaðsvæddur í tillögu til þingsályktunar sem

ÐAlþingi fjallar um breytingar á raforkubúskap landsmanna Frjáls orkumarkaður er framtíðin Lagt er til að raforkubúskapur landsmanna verði markaðsvæddur í tillögu til þingsályktunar sem liggur fyrir Alþingi. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 804 orð

Gæðavika Gæðastjórnunarfélags Íslands Markmið gæðavikunnar í ár eru þau sömu og á liðnum árum, skrifar Finnur Sveinbjörnsson,

HIN ÁRLEGA gæðavika Gæðastjórnunarfélags Íslands verður dagana 10.­14. nóvember nk. Hliðstæð gæðavika er haldin á sama tíma um alla Evrópu að frumkvæði Evrópusamtaka gæðastjórnunarfélaga og í samvinnu við Evrópusambandið. Gæði í þágu þjóðar Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 404 orð

Hagnaðurinn nam 241 milljón króna

HAGNAÐUR af rekstri Samherja hf. og dótturfélaga nam 241 milljón króna fyrstu átta mánuði ársins, samanborið við 632 milljóna króna hagnað allt árið í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnskostnað var 981 milljón króna og hagnaður af reglulegri starfsemi nam 194 milljónum króna. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 1014 orð

Hlutverk hins virka fjárfestis Sjónarhorn Til þess að íslenskur hlutabréfamarkaður geti þróast í rétta átt, segir Albert

Á UNDANFÖRNUM misserum hafa fyrirtæki á hlutabréfamarkaði skilað uppgjöri fyrir fyrstu sex og átta mánuði ársins og hafa afkomutölur margra þeirra valdið vonbrigðum hjá fjárfestum. Ein orsök slakari afkomu en vænst hafði verið er óhagstæð gengisþróun á fyrri hluta ársins, Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 186 orð

Hættir Saab smíði eigin flugvéla?

VERULEGT tap getur neytt sænska bíla- og flugvélaframleiðandann Saab AB til að hætta smíði eigin flugvéla annarra en herflugvéla og vinna í þess stað með öðrum framleiðendum. Saab Aerospace hefur framleitt tvær borgaralegar skrúfuvélar síðan 1984 og selt flugfélögum víða um heim 430 35 sæta Saab 340 og 50 50 sæta Saab 2000. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 126 orð

Japanskt verðbréfafyrirtæki gjaldþrota

SANYO verðbréfafyrirtækið í Japan hefur farið fram á gjaldþrotaskipti og býr sig undir að hætta starfsemi vegna þrenginga í efnahagslífi Japana og mikilla verðlækkana á verðbréfamörkuðum. Sanyo neyddist til að stíga þetta skref þegar níu helztu líftryggingarfélög Japans höfðu tilkynnt að þau gætu ekki veitt fyrirtækinu frekari greiðslufrest vegna ógreiddra lána. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 170 orð

Nýir ráðgjafar hjá Þróunarstofu Atvinnuþróunarfélags Austurlands

ÖRN Þórðarson hefur verið ráðinn markaðs- og ferðamálaráðgjafiÞróunarstofu Atvinnuþróunarfélags Austurlands á Seyðisfirði. Örn er stjórnmálafræðingur frá Háskóla Íslands, útskrifaður árið 1995. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 343 orð

Samkeppnisráð taki kæru Verslunarráðs fyrir

ÁFRÝJUNARNEFND samkeppnismála hefur úrskurðað að samkeppnisráði beri að taka til efnislegrar ákvörðunar kæru Verslunarráðs Íslands á hendur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins í Campari- málinu svonefnda. Samkeppnisráð hafði áður ákveðið að hafast ekki að í málinu að svo stöddu. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 199 orð

Starfsfólk virkjað í sparnaði

SKELJUNGUR hefur efnt til hugmyndasamkeppni meðal starfsmanna sinna um hvernig ná megi fram auknu hagræði í rekstri félagsins. Hefur þeim starfsmanni sem kemur með bestu hugmyndina verið heitið 100.000 fríkortspunktum að launum. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 871 orð

Víðtæk einkavæðing fyrir aldamót Margt hefur áunnist á sviði einkavæðingar hjá hinu opinbera á síðustu árum en betur má ef duga

VERSLUNARRÁÐ Íslands hvetur stjórnvöld til að setja aukinn kraft í einkavæðingu opinberra fyrirtækja og hefur m.a. ritað Davíð Oddssyni bréf af því tilefni. Þá hefur ráðið kynnt sérstakan óskalista þar sem talin eru upp þau fyrirtæki sem ráðið telur skynsamlegt að koma úr eigu ríkisins fyrir aldamót. Meira
6. nóvember 1997 | Viðskiptablað | 995 orð

Þýskur risi Þýska fyrirtækið SAP er eitt helsta hugbúnaðarfyrirtæki heims og vöxtur þess hefur verið ævintýralegur. Árni

SÉ SPURT um röð helstu hugbúnaðarfyrirtækja heims setja líklega flestir Microsoft í efsta sætið og sumir hafa rænu á því að skipa Oracle í annað sæti. Fæstir þekkja þó líklega til fyrirtækisins sem er í þriða sæti, SAP, en þó er vöxtur þess og velgengni ein merkilegasta saga tölvuheimsins síðustu ár. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.