Greinar föstudaginn 31. mars 2000

Forsíða

31. mars 2000 | Forsíða | 106 orð

Erfðakortið birt í júní

VÍSINDAMENN á vegum Human Genome Project (HGP) hafa tilkynnt að fyrstu drög að korti af erfðamengi mannsins muni verða aðgengilegt á Netinu í júní næstkomandi, samkvæmt frétt á vefsíðu BBC. Meira
31. mars 2000 | Forsíða | 285 orð | 1 mynd

Gore vill veita Elian dvalarleyfi

AL GORE, varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, sagðist í gær vera þeirrar skoðunar að kúbverski drengurinn Elian Gonzalez og fjölskylda hans á Kúbu ættu að fá varanlegt dvalarleyfi í Bandaríkjunum. Meira
31. mars 2000 | Forsíða | 301 orð

Herstöðvum fækkað um helming

SÆNSKA þingið, Riksdagen, samþykkti í gær tillögur um róttækan niðurskurð á útgjöldum til varnarmála og breytinga á herafla landsins til að mæta breyttum aðstæðum í Evrópu. Meira
31. mars 2000 | Forsíða | 260 orð | 1 mynd

Landnámi gyðinga mótmælt

UM tuttugu manns særðust í átökum palestínskra mótmælenda við ísraelska hermenn á hinum svokölluðu hernumdu svæðum í gær. Upphaf átakanna má rekja til fjöldamótmæla Palestínumanna í tilefni af landdeginum svokallaða. Meira
31. mars 2000 | Forsíða | 74 orð | 1 mynd

Óttast að Usu vakni

VÍSINDAMENN greindu í gær sprungur á yfirborði eldfjallsins Usu sem er á eyjunni Hokkaido í Japan. Sprungurnar auka á ótta manna við að eldfjallið fari senn að gjósa en 10. Meira

Fréttir

31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 357 orð | 1 mynd

40 farast í flugslysi

FJÖRUTÍU manns týndu lífi er flutningaflugvél frá hernum á Sri Lanka hrapaði skammt frá bænum Thalawa. Eftir vitnum er haft, að eldur hafi logað í hreyfli áður en vélin, sem var af gerðinni Antonov An-26, steyptist til jarðar. Meira
31. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 192 orð

43% verslana selja unglingum tóbak

UM 57% verslana í Hafnarfirði virða lög um tókaksvarnir og sölu tóbaks til ólögráða unglinga, sem er mun hærra hlutfall en fyrir fjórum árum, en þá virtu aðeins 5 til 7% verslana lögin. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 229 orð

58 vagnstjórar SVR ganga í Sleipni

58 VAGNSTJÓRAR Strætisvagna Reykjavíkur hafa sagt sig úr Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og sótt um aðild að Bifreiðastjórafélaginu Sleipni. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 281 orð

8% af heildarlánveitingum NIB til Íslands

ÁVÖXTUN eigin fjár Norræna fjárfestingarbankans, NIB, hefur síðustu fimm ár verið nálægt 11% á ári sem jafngildir 9% raunávöxtun á ári. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 397 orð | 1 mynd

Allt að 18 vinnsluholur boraðar

SKIPULAGSSTOFNUN hefur hafið athugun á umhverfisáhrifum jarðnýtingar á Reykjanesi fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangur framkvæmdarinnar er að afla jarðgufu til iðnaðarframleiðslu. Miðað er við að svæðið verði nýtt til þess að knýja 100 MWE raforkuver. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 69 orð | 1 mynd

Ágætis aflabrögð hjá trillukörlum

SMÁBÁTASJÓMENN á Akureyri hafa verið að fá ágætis þorskafla á línu undanfarnar tvær vikur og þá er netaveiði einnig að glæðast. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 169 orð

Bakveikum ráðlagt að vinna

BRESK heilbrigðisyfirvöld hafa gefið út leiðbeiningar þar sem fólki sem þjáist af bakverkjum er ráðlagt að mæta til vinnu frekar en að liggja heima í rúminu. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 726 orð | 1 mynd

Boðuðu syndlaust líferni en myrtu fólk á laun

SAMRÆÐUR, kynlíf og jafnvel notkun sápu voru óheimil hjá dómsdagssöfnuðinum Endurreisn boðorðanna tíu, en hátt á fjórða hundrað safnaðarmeðlimir brunnu inni í kirkju sinni í nágrenni við þorpið Kanungu fyrir um hálfum mánuði. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 149 orð

Byr veiðir vel

BYR VE hefur veitt um 14 tonn af túnfiski á svæðinu í grennd við Azoreyjar en skipið fór frá Vestmannaeyjum í byrjun febrúar og hefur verið að veiðum í um fimm vikur að þessu sinni. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 125 orð

Börnum tryggðir góðir kennarar

STJÓRN SAMFOK hefur ákveðið að halda fund um það hvernig börnum verði tryggð bestu kennarar sem völ er á. Fundurinn verður haldinn í Réttarholtsskóla, mánudaginn 3. apríl kl. 20-22. Meira
31. mars 2000 | Miðopna | 398 orð

Eðlilegt að huga að sameiningu ríkisbankanna

MARGRÉT Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingar, segir að henni finnist eðlilegt að einkabankar sem starfi á fjármagnsmarkaði eigi viðræður um sameiningu og leiðir til hagræðingar. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 730 orð | 1 mynd

Elsku hjartað mitt

Guðmundur Þorgeirsson fæddist á Djúpuvík í Strandasýslu 1946. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1966 og læknaprófi frá Háskóla Íslands 1973. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Faðir Elians tilbúinn að fara til Bandaríkjanna

BANDARÍSK yfirvöld frestuðu því í gær um sólarhring að ógilda heimild kúbverska drengsins Elians Gonzalez til að dvelja hjá ættingjum sínum í Miami og embættismenn innflytjendaeftirlitsins (INS) hugðust reyna til þrautar að ná samkomulagi við... Meira
31. mars 2000 | Miðopna | 163 orð

Fleiri hljóta að hugsa sitt ráð

STEFÁN Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka Íslands hf., segir að ef til sameiningar Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins komi sé ljóst að til verði gríðarlega öflug eining á markaðinum. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Frú Þóra í Deiglunni

LEIKHÓPURINN Hugleikur sýnir einleikinn Frú Þóra í Deiglunni á Akureyri á morgun, laugardaginn 1. apríl. Verkið er eftir Sigrúnu Óskarsdóttur og leikari er Anna Kristín Kristjánsdóttir. Sýningin hefst kl. 16 og er miðaverð 1.000 krónur. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 52 orð

Fyrirlestur Everest-fara

HALLGRÍMUR Magnússon Everest-fari flytur fyrirlestur og verður með myndasýningu frá Everest-leiðangursins í húsnæði Vetraríþróttahátíðar ÍSÍ við Kaupvangsstræti 1 á Akureyri á morgun, laugardaginn 1. apríl, og hefst hann kl. 14. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 907 orð

Gagnrýna harðlega vinnubrögð ríkisstjórnarinnar

STEINGRÍMUR J. Meira
31. mars 2000 | Landsbyggðin | 202 orð | 2 myndir

Gáfu tvo hökla

Grindavík- Þær komu færandi hendi Kvenfélagskonur í Grindavík nú á dögunum. Í messu sem ber nafnið Kvenfélagsmessa færðu þær sóknarprestinum í Grindavík sr. Jónu Kristínu Þorvaldsdóttur tvo hökla að gjöf. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 517 orð | 1 mynd

Gott veður til að tefla

"ÞETTA er gott veður til að tefla," sagði Garrí Kasparov, stigahæsti maður á lista Alþjóða skáksambandsins yfir bestu skákmenn heims, þegar hann gekk inn á Grand Hótel Reykjavík úr úrhellinu síðdegis í gær. Meira
31. mars 2000 | Miðopna | 449 orð

Góð tíðindi fyrir fjármagnsmarkaðinn

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra segir að viðræður stjórnenda Íslandsbanka og FBA um mögulega sameiningu bankanna séu góð tíðindi fyrir fjármagnsmarkaðinn. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 338 orð

Gullni penninn veittur Nayouf fyrir baráttu sína

SÝRLENSKA blaðamanninum Nizar Nayouf, sem hefur barist fyrir bæði prentfrelsi og lýðræði, voru nýlega veitt verðlaunin "Golden pen of freedom", sem má útleggja sem Hinn gullna penna frelsisins. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 504 orð | 1 mynd

Hagkvæmari og umhverfisvænni framkvæmdir

EIGNARAÐILD Norsk Hydro að 240 þúsund tonna álveri við Reyðarfjörð hefur ekki verið ákveðin. Meira
31. mars 2000 | Miðopna | 289 orð

Hagkvæmt á alþjóðlegan mælikvarða

BJARNI Ármannsson, forstjóri Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, segir samruna FBA og Íslandsbanka fyrst og fremst hugsaðan til að auka tekjur sameinaðs banka. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 32 orð

Handverksmarkaður í Bessastaðahreppi

HANDVERKSMARKAÐUR verður haldinn á vegum Kvenfélags Bessastaðahrepps laugardaginn 1. apríl kl. 11-17 í Hátíðasal íþróttahússins. Á boðstólum verða margir hlutir til skrauts og gjafa. Selt verður á staðnum vöfflur, kaffi og gos. Allir... Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 561 orð

Haraldur ákveður framhaldið í dag

HARALDUR Örn Ólafsson norðurpólsfari er nú staddur við 84. breiddargráðu á leið sinni að norðurpólnum og er viðbúið að hann taki ákvörðun um framhald ferðar sinnar í dag, föstudag, eða á morgun. "Ég reikna með því að á morgun [í dag, föstud. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Háraðgerðarstofan Trít opnuð í Miðbæjarmarkaðnum

HÁRAÐGERÐASTOFAN Trít var opnuð nýlega í Miðbæjarmarkaðnum, Aðalstræti 9. Eigendur eru Dóra Hrund og Auður Sif sem störfuðu áður á SalonVeh, Húsi verslunarinnar. Aðrir starfsmenn stofunnar eru Ásgeir Hjartarson sem einnig var á Salon Veh en hefur sl. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 751 orð

Hefði talið heppilegra að byrja á minni áfanga

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra segir að sú staða sem nú sé komin upp í áætlunum um álver á Austurlandi og röð virkjana sé jákvæð að því leytinu til að þeir sem hafi barist gegn uppistöðulóni á Eyjabökkum á þeirri forsendu að ekki hafi farið fram... Meira
31. mars 2000 | Landsbyggðin | 107 orð | 1 mynd

Heiðar D. Bragason íþróttamaður ársins

Blönduósi- Ungmennasamband A-Húnvetninga (USAH) hélt ársþing sitt fyrir skömmu. Kylfingurinn Heiðar Davíð Bragason í golfklúbbnum Ósi var kjörinn íþóttamaður USAH árið 1999. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Hindley fær ekki frelsi

FIMM dómarar brezku lávarðadeildarinnar höfnuðu í gær beiðni Myru Hindleys um að hún fengi að ganga laus og úrskurðuðu að í hennar tilfelli þýddi ævilangt fangelsi það og annað ekki. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 173 orð

Iðnaðarráðherra greiðir ferð starfsfólks

VALGERÐUR Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur ákveðið að greiða úr eigin vasa ferð ráðuneytisstarfsfólks í afmælisveislu hennar á Grenivík um síðustu helgi. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Ingþór á hægum batavegi

INGÞÓR Bjarnason pólfari er á hægum en góðum batavegi í Resolute eftir að hafa kalið á níu fingrum í 18 daga glímu við norðurpólinn. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 300 orð | 1 mynd

Íhuga að færa Suharto nauðugan til yfirheyrslu

YFIRVÖLD í Indónesíu íhuguðu í gær að færa Suharto, fyrrverandi einræðisherra landsins, nauðugan til yfirheyrslu vegna ásakana um að hann hefði gerst sekur um spillingu og misnotað vald sitt á 32 ára valdatíma sínum. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Íslandsmót í íshokkí

ÍSLANDSMÓT í íshokkí í 5., 6. og 7. flokki hefst í skautahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 20, en keppendur eru frá Skautafélagi Akureyrar, Skautafélagi Reykjavíkur og Skautafélaginu Birninum, Reykjavík. Meira
31. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 134 orð

Íþróttasvæðin í Fossvogi stækka

BORGARRÁÐ hefur samþykkt samning við Kópavogsbæ um gagnkvæm afnot af landi í Fossvogsdal, sem þýðir að íþróttasvæði Víkinga og HK stækka töluvert. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Stefán Hermannsson borgarverkfræðing. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 19 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Guðsþjónusta í Grenivíkurkirkju kl. 14 á sunnudag, 2. apríl. Kyrrðarstund verður í kirkjunni kl. 21 á mánudagskvöld, 3.... Meira
31. mars 2000 | Landsbyggðin | 155 orð | 2 myndir

Kristnihátíð í Mýrdal

Fagradal- Mýrdælingar halda upp á 1000 ára kristnitökuafmæli með margskonar uppákomum í heila viku. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 135 orð

Langur laugardagur á morgun

KAUPMENN á Laugaveginum eru búnir að hrista af sér veturinn og kominn vorhugur í þá. Þeir taka á móti vorinu með trukki á löngum laugardegi hinn 1. apríl nk. með ýmsum skemmtilegum uppákomum og tilboðum, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 219 orð

Laun yfirmanns fjórfaldast

LAUN sir Peters Middletons, stjórnarformanns Barclays-bankans í Bretlandi, hafa meira en fjórfaldast á einu ári. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð

Leiðrétt

Rangur myndatexti Í frétt í blaðinu í gær var sagt frá viðurkenningu Staðardagskár 21 til fjögurra sveitarfélaga. Meira
31. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 310 orð | 1 mynd

Leikskólabörn heimsækja grunnskólann

UM þessar mundir standa yfir heimsóknir elstu barna í leikskólunum Rofaborg og Árborg í Árbæjarskóla. Fimm til sex leikskólabörn fara í heimsókn og fylgja eftir einum bekk í einn til tvo tíma á dag í heila viku. Heimsóknir þessar hófust 13. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 179 orð

Lifrarbólguótti í Bretlandi

ÓTTAST er, að allt 4.500 konur kunni að hafa sýkst af lifrarbólgu eftir að í ljós kom, að kvensjúkdómalæknir og sjúkraliði, sem eru haldnir sjúkdómnum, höfðu smitað nokkrar konur. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 137 orð

Málþing um rafrænar hjúkrunarupplýsingar

FRÆÐSLU- og menntamálanefnd og siðanefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga heldur málþing um rafræna skráningu hjúkrunarupplýsinga. Málþingið verður haldið miðvikudaginn 5. apríl kl.14.45-18 í Félagsheimili Seltjarnarness við Suðurströnd. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 139 orð

NASA játar mistök

DANIEL Goldin, yfirmaður NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, axlaði í fyrradag alla ábyrgð á því, að tvö Marsför hefðu týnst og eyðilagst. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 190 orð

Nokkrir góðir dagar án umhleypinga

FÉLAGAR í Veðurklúbbnum á Dalbæ á Dalvík gera ráð fyrir að hinir sífelldu og þreytandi umhleypingar verði áfram við lýði í aprílmánuði, en þeir hafa nú birt veðurspá sína fyrir þann mánuð. Meira
31. mars 2000 | Landsbyggðin | 133 orð | 1 mynd

Nýir eigendur að Hótel Hveragerði

Hveragerði- Hið fornfræga hús Hótel Hveragerði hefur nú skipt um eigendur en Sigríður Helga Sveinsdóttir og Guðbrandur Sigurðsson keyptu nýverið eignarhluta Sigrúnar Sigfúsdóttur í hótelinu en Hveragerðisbær á enn 25% hlut. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 299 orð

Nýir eigendur með um 700 þúsund lítra fullvirðisrétt

BENEDIKT Hjaltason, bóndi á Hrafnagili, hefur selt þremur ungum mönnum hluta Hrafnagils, ásamt fullvirðisrétti, áhöfn, húsum, ræktun og mestan hluta jarðarinnar að öðru leyti, eða samtals um 100 hektara. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 264 orð

Nýr banki yrði stærsta fyrirtæki á VÞÍ

GENGI á hlutabréfum Íslandsbanka hækkaði um 12,1% í gær og var lokagengið 8,80. Gengi hlutabréfa FBA hækkaði um 7,8% og endaði í 5,09. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 744 orð | 1 mynd

Nýtt fyrirmyndarhagkerfi Evrópu

Hagfræðingar heimsins æða um fram og aftur og reyna að átta sig á og útskýra methagvöxt í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir hagvöxt í átta ár eru engin merki aukinnar verðbólgu sjáanleg þar í landi. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 137 orð

Opið hús í VMA

OPIÐ hús verður fyrir almenning í Verkmenntaskólanum á Akureyri á morgun, laugardaginn 1. apríl, frá kl. 12 til 15. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 415 orð | 3 myndir

"Hefur allt sem pólfari þarf að hafa"

INGÞÓR Bjarnason dvelur nú í Resolute og bíður átekta eftir ákvörðun Haraldar félaga síns, sem er að ljúka reynslutíma sínum einsamall á ísnum. Hann sagðist hafa mikla trú á því að Haraldur gæti farið einn alla leið á norðurpólinn. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 51 orð

Rétthyltingar sigruðu í ræðukeppni

RÉTTARHOLTSSKÓLI bar sigur úr býtum í Mælsku- og rökræðukeppni grunnskólanna í Reykjavík, eftir spennandi úrslitaviðureign við Rimaskóla í Ráðhúsi Reykjavíkur í gærkvöldi. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 513 orð

Ríkinu stefnt til að greiða tæpar 1.400 milljónir

STJÓRN Lífeyrissjóðs sjómanna hefur ákveðið að stefna fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs til greiðslu á tæplega 1. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 91 orð

Rætt um ástand í Júgóslavíu

REYKJAVÍKURFÉLAG Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs boðar til fundar laugardaginn 1. apríl kl. 11 árdegis þar sem rætt verður ástand mála í Júgóslavíu eftir loftárásir Nató og undir viðskiptabanni sem enn stendur. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 46 orð

Rætt um velferð og einkavæðingu

FJÓRÐA laugardagskaffi Samfylkingarinnar í Reykjavík frá áramótum verður haldið á Sólon Íslandus laugardaginn 1. apríl kl. 11. Þar verður rætt um samspil velferðar og einkavæðingar. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 333 orð

Sameining Búnaðar- og Landsbanka líklegur kostur

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að sér lítist ágætlega á viðræður Íslandsbanka og Fjárfestingarbanka atvinnulífsins um sameiningu þessara banka og segist gera fastlega ráð fyrir að hún muni ganga eftir. Meira
31. mars 2000 | Miðopna | 437 orð | 2 myndir

Sameining ríkisbankanna skoðuð rækilega

Bankaráð Landsbankans hefur lýst eindregnum áhuga á samruna Landsbankans og Búnaðarbankans í kjölfar tilkynningar um sameiningarviðræður Íslandsbanka og FBA . Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að sameining Landsbanka og Búnaðarbanka verði skoðuð rækilega. Meira
31. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 393 orð

Samkeppni í fastlínutengingum möguleg á höfuðborgarsvæðinu

ÞÓRARINN V. Þórarinsson, forstjóri Landsíma Íslands hf. Meira
31. mars 2000 | Miðopna | 342 orð

Samlegðaráhrif kæmu fyrst og fremst fram á tekjuhlið

VALUR Valsson, bankastjóri Íslandsbanka, segir að samlegðaráhrif af hugsanlegri sameiningu Íslandsbanka og FBA komi fram bæði á kostnaðar- og tekjuhlið, en fyrst og fremst á tekjuhlið. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 291 orð | 1 mynd

Schröder í smiðju hjá Blair

GERHARD Schröder, kanslari Þýskalands, reynir nú ákaft að ýta undir umbætur í anda markaðsvæðingar í efnahagi landsins. Vill hann m.a. Meira
31. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 166 orð

Sjóvarnargarðar fyrir 55 milljónir

BESSASTAÐAHREPPUR hyggst verja 9,5 milljónum króna í gerð sjóvarnargarða á þessu ári, en af þeirri upphæð koma 7,5 milljónir frá ríkinu en 2 frá sveitarfélaginu. Meira
31. mars 2000 | Erlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Skakki turninn réttur

Miklar framkvæmdir hafa verið við Skakka turninn í Pisa á Ítalíu frá árinu 1993 og tilgangurinn að sjálfsögðu sá að koma í veg fyrir að hann falli. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 45 orð

Skíðaganga í Þorvaldsdal

FERÐAFÉLAG Akureyrar verður með skíðagönguferð í Þorvaldsdal á morgun, laugardaginn 1. apríl. Brottför er kl. 9 frá húsnæði félagins við Strandgötu. Fararstjóri er Ingvar Teitsson. Skráning er á skrifstofu félagsins í dag, föstudag frá kl. 17. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 126 orð

SOSsamtökin styrkja hjálparstarf í Mózambík

SOS SAMTÖKIN á Íslandi hafa ákveðið að styrkja hjálparstarfið í Mózambík með 500.000 kr. framlagi, en á u.þ.b. þriggja mánaða tímabili hefur barnaþorpið í Maputo tekið við um 200 börnum. Ættingjar þeirra hafa annaðhvort farist í flóðunum, eða eru týndir. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð

Sprengjuhótun í Hafnarfirði

GRIPIÐ var til víðtækra ráðstafana í Strandgötu í Hafnarfirði rétt fyrir lokun banka í gær þar sem miði með sprengjuhótun hafði fundist á afgreiðsluborðum í Íslandsbanka rétt fyrir klukkan 16. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 243 orð | 1 mynd

Stefán Vilhjálmsson ráðinn

AÐSETUR embættis kjötmatsmanns ríkisins var um síðustu mánaðamót flutt úr landbúnaðarráðuneytinu til Akureyrar. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 246 orð

Stutt athugasemd við "rakalausan þvætting"

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Páli Þór Jónssyni, forstjóra Frjálsra fjarskipta hf.: "Þórarinn V. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð

Styrkja hirðingja í Mongólíu

RAUÐI kross Íslands hefur sent eina milljón króna til hjálparstarfs meðal hirðingja í Mongólíu, en þar ríkir nú neyðarástand vegna harðindaveturs sem fellt hefur 1.7 milljón búfjár. Framlagið er til viðbótar 200. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 90 orð | 1 mynd

Svalbakur á Flæmingjagrunn

HÓPUR sjómanna frá Litháen er kominn til Akureyrar en þeir eru að fara um borð í Svalbak, frystitogara Útgerðarfélags Akureyringa. ÚA hefur leigt skipið til fyrirtækis í Litháen í 2-3 ár og heldur það til rækjuveiða á Flæmingjagrunni á sunnudaginn kemur. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 165 orð

Tjón vegna heilbrigðisþjónustunnar greitt

HEILBRIGÐIS- og tryggingaráðherra hefur ákveðið að leggja fyrir Alþingi frumvarp um sjúklingatryggingu, en tryggingin mun greiða bætur vegna tjóns sem menn verða fyrir í tengslum við heilbrigðisþjónustu. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 1754 orð | 1 mynd

Tveir sterkustu skákmenn heims á sama móti

Tveir sterkustu skákmenn heims, Vishwanathan Anand og Garrí Kasparov, tefla á Heimsmótinu sem haldið verður í Salnum í Kópavogi um helgina. 5. apríl hefst síðan mjög öflugt Reykjavíkurmót, sem að þessu sinni fer fram í Ráðhúsinu, og leiða þar saman hesta sína þekktir skákmenn frá 20 löndum. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 201 orð

Umhverfisáhrif hlutfallslega minni

ÁRNI Bragason, forstjóri Náttúruverndar ríkisins, segir að stofnunin og starfsmenn hennar hafi frá því umræður hófust um virkjunarframkvæmdir á Austurlandi bent á virkjun Kárahnúka sem þá leið teldist viðunandi fyrir umhverfið. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 249 orð

Umhverfisvinir segjast hafa unnið sigur

TALSMAÐUR Umhverfisvina, sem stóðu fyrir undirskriftasöfnun fyrir lögformlegu mati á umhverfisáhrifum Fljótsdalsvirkjunar, segir samtökin fagna sigri í ljósi nýjustu tíðinda. Ólafur F. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Úrslitakvöld Músíktilrauna

ÚRSLITAKVÖLD Músíktilrauna Tónabæjar og ÍTR fer fram í Tónabæ í kvöld, föstudagskvöld 31. mars en Músíktilraunir eru árlegur viðburður í tónlistarlífi landsmanna og er þetta í 18. skiptið sem þær eru haldnar. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 96 orð

Úrslit í spurningakeppni átthagafélaga

HINNI árlegu spurningakeppni átthagafélaga í Breiðfirðingabúð lýkur á laugardaginn kl. 20. Þetta er í þriðja sinn sem keppnin fer fram og eins og í fyrri skiptin þá er Ragnheiður Erla Bjarnadóttir dómari og höfundur spurninga. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 516 orð | 3 myndir

Veðrið versnaði mjög skyndilega

ÞREMUR mönnum var bjargað er tvær trillur fórust skammt suður og suðvestur af Selvogi um sexleytið í gær þegar veður versnaði skyndilega á þessum slóðum. Meira
31. mars 2000 | Miðopna | 127 orð

Veldur ekki byltingu á markaðnum

AÐ mati Guðmundar Haukssonar, sparissjóðsstjóra SPRON og stjórnarformanns Kaupþings, mun sameining Íslandsbanka og FBA ekki valda byltingu á fjármálamarkaðnum á Íslandi. Meira
31. mars 2000 | Miðopna | 488 orð

Við blasir samruni Landsbanka og Búnaðarbanka

BANKARÁÐ Landsbanka Íslands fundaði í gær og í yfirlýsingu frá bankaráðinu kemur fram að sá kostur blasi við að sameina Landsbanka og Búnaðarbanka, en verulegt hagræði muni leiða af slíkum samruna. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 412 orð

Vill kanna aðra valkosti en álver

EINAR Rafn Haraldsson, formaður Samtakanna Afl fyrir Austurland, sem mjög hafa barist fyrir stóriðju á Austurlandi, segir áhuga fjárfesta á stærra álveri góðan, en frestun sem fylgi virkjun við Kárahnúka og breyttum forsendum sé mjög bagaleg. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 154 orð | 1 mynd

Þrír björguðust þegar tvær trillur fórust

ÞRÍR menn björguðust þegar tvær trillur fórust á Selvogsbanka á sjöunda tímanum í gærkvöldi eftir að veður versnaði skyndilega á þessum slóðum. Mönnunum varð ekki meint af volkinu og gátu þeir farið heim til sín eftir að í land var komið. Meira
31. mars 2000 | Innlendar fréttir | 228 orð

Ætti að verða friður um þessi mál

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að breyttar áætlanir fjárfesta um byggingu álvers við Reyðarfjörð og nýja virkjanaröð skapi mjög góða möguleika. Meira
31. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 261 orð

Önnur hola boruð við Bakkahlaup

ÍSLENSK orka ehf. hefur gert samning við Jarðboranir hf. um borun allt að 700 metra djúprar holu á háhitasvæðinu við Bakkahlaup í Öxarfirði. Boruð verður ein 200 mm hola og er kostnaður við verkið tæpar 27 milljónir króna. Meira

Ritstjórnargreinar

31. mars 2000 | Staksteinar | 296 orð | 2 myndir

Godot kemur ekki

ÁGÚST Einarsson, fyrrverandi alþingismaður skrifar á vefsíðu sinni: "Í leikriti Samuels Beckett "Beðið eftir Godot" kemur Godot aldrei. Leikritið fjallar m.a. um þá blekkingu að bíða eftir því að lausnir falli manni í skaut. Biðin eftir dómi Hæstaréttar minnir á bið þeirra Vladimirs og Estragons. Flestir reikna með því að annaðhvort staðfesti Hæstiréttur héraðsdóminn eða hafni honum. Það eru þó fleiri möguleikar í stöðunni." Meira
31. mars 2000 | Leiðarar | 654 orð

MIKILVÆG STEFNUBREYTING

VALGERÐUR Sverrisdóttir iðnaðarráðherra hefur boðað mikilvæga stefnubreytingu vegna áforma um stórvirkjun og álver á Austurlandi. Meira

Menning

31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 814 orð | 2 myndir

Afslöppun fram að keppni

ÚRSLITAVIÐUREIGN Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskóla verður háð í Valsheimilinu í kvöld. Meira
31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 188 orð | 1 mynd

Ástir án landamæra

1/2 Leikstjóri: Rose Troche. Handrit: Robert Farrar. Aðalhlutverk: Kevin McKidd, Jennifer Ehle, Simon Callow. (94 mín.) Háskólabíó. Bretland 1999. Bönnuð innan 12 ára. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 57 orð

Baumann kennir blásaranemum

HINN kunni hornleikari Hermann Baumann heldur námskeið fyrir nokkra blásaranemendur Tónlistarskóla Garðabæjar o.fl. fimmtudaginn 6. apríl í blásarasal skólans. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 117 orð

Birgir Andrésson í Slunkaríki

SÝNING á verkum Birgis Andréssonar verður opnuð í Slunkaríki á Ísafirði á morgun, laugardag, kl. 16. Í fréttatilkynningu frá Slunkaríki segir: "Í útgáfu Listasafns Íslands í tilefni af sýningu hans Minni og minningar, sem opnuð verður 15. Meira
31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 428 orð | 1 mynd

Bragðgóð listgrein

LISTIN getur brugðið sér í marga búninga (eða búðinga ef út í það er farið) og einn þeirra er ætur, það er matargerðarlistin. Sérstaklega litríkur og sætur hluti hennar eru kökuskreytingar bakara. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 552 orð

Endurreisnarkonan Kata

Eftir Dana Stabenow. Berkley Mystery 1999. 239 síður. Meira
31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Eru mjög hamingjusöm

PAUL McCartney hefur fundið ástina á ný en hann missti eiginkonu sína, Lindu, fyrir tveimur árum úr krabbameini. Unnustan heitir Heather Mills og er fyrrum fyrirsæta. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 114 orð

Finnsk hönnun í Listhúsi Ófeigs

FINNINN Harri Syrjänen opnar sýningu á verkum sínum á morgun, laugardag, kl. 15 í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5. Harri er gull- og leðursmiður og hefur rekið listhús og vinnustofu í miðbæ Helsinki í 29 ár. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 137 orð

Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ

TVEIR fyrirlestrar verða í Litaháskóla Íslands í næstu viku. Mánudaginn 3. apríl kl. 12. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 591 orð | 3 myndir

Gengur í endurnýjun lífdaga

STÓRU veggmósaíkverki sem Nína Tryggvadóttir gerði fyrir afgreiðslusal Loftleiða á John F. Kennedy-flugvelli í New York árið 1968 hefur verið komið fyrir í húsakynnum Flugleiða við Reykjavíkurflugvöll, aðalskrifstofu. Meira
31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 515 orð | 2 myndir

Gítarmæður í grillið

Hljómsveitin Mama Guitar. Geisladiskurinn Introducing Mama Guitar. Captain Trip Records. Japan 1999. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 253 orð | 1 mynd

Harry Potter útlægur af bókasafninu

BARNASKÓLI á vegum brezku kirkjunnar í Chatham í Kent hefur gert bækur JK Rowlings um Harry Potter útlægar úr bókasafninu af því þær fjalla um galdra og galdramenn með hætti sem stangast á við Biblíuna. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 732 orð | 1 mynd

Hljómur hafsins

Fyrsta færeyska sinfónían, Oceanic Days eftir Sunleif Rasmussen, verður frumflutt af Sinfóníuhljómsveit Íslands í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í kvöld. Orri Páll Ormarsson ræddi við tónskáldið og stjórnandann, Bernharð Wilkinson. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 529 orð

Hægláti handritshöfundurinn

Eftir Matt Witten. Signet Mistery 2000. 242 síður. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 336 orð

Hönnunarsafni Íslands berst stór gjöf frá finnskum fyrirtækjum

Í FRAMHALDI af sýningu á finnskri iðnhönnun sem sett var upp samtímis í Reykjavík og átta öðrum evrópskum borgum sl. Meira
31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 204 orð | 1 mynd

Jagger leiddist í skóla

EKKI njóta þess allir að vera í skóla og er rokkarinn Mick Jagger einn þeirra. Í minningunni einkenndu ofbeldisfullir kennarar og óþægir nemendur skólaár hans. Meira
31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 375 orð | 1 mynd

Keppni í sérvisku

ÞAÐ er hægt að elska vín eins og bækur, þannig að hver dropi þjóni sama tilgangi fyrir vínelskandann eins og uppáhalds ljóð bókaormsins. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 124 orð

Listaverk tengd kristni í Listasetrinu Kirkjuhvoli

SOSSA og Gyða L. Jónsdóttir opna sýningu í Listasetrinu Kirkjuhvoli, Akranesi á morgun, laugardag, kl. 16. Sossa sýnir olíumálverk og Gyða sýnir skúlptúra. Verkin tengjast kristni og eru sett upp í tilefni Kristnihátíðar. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 14 orð | 1 mynd

M-2000

Föstudagur 31. mars. Skálafell kl. 10.30. Skíðalandsmót 2000. Landsmót í stórsvigi. Skíðalandsmót 2000 er liður í Vetraríþróttahátíð ÍBR. http://www.toto. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 164 orð

Nemendatónleikar Tónlistarskólans í Reykjavík

TÓNLEIKAR nemenda í tónfræðadeild Tónlistarskólans í Reykjavík verða í Fella- og Hólakirkju í dag, föstudag, kl. 20.30. Flutt verða ný verk eftir nemendur tónfræðadeildar og er í flestum tilfellum um frumflutning að ræða. Tónskáldin ungu, Davíð B. Meira
31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 400 orð | 2 myndir

Pottþéttar safnplötur

Á NÍUNDA áratugnum biðu ungmennin spennt eftir safnplötum sem báru nöfn á borð við Með tvær í takinu, Skallapopp, Gæðapopp, Rás 3 og 4 o.s.frv. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 123 orð

Samnorræn hönnun barna og unglinga

FANTASI Design er samnorræn sýning á hönnun og uppfinningum barna og unglinga sem opnuð verður í Kalmar í Svíþjóð laugardaginn 1. apríl. Á sýningunni eru hlutir frá Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og Íslandi. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 108 orð | 1 mynd

Sigraði í lestrarkeppni

SVANFRÍÐUR H. Hallbergsdóttir, nemandi í Rimaskóla, bar sigur úr bítum í Stóru upplestrarkeppninni í Grafarvogi á dögunum, en hún fór fram í Grafarvogskirkju. Meira
31. mars 2000 | Leiklist | 861 orð

Stórfjölskyldan og sannleikurinn

Höfundar: Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason. Tónlist og söngtextar: Ármann, Sævar og Þorgeir. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson Tónlistarstjóri: Valmar Valmajots. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 76 orð

Strandaglópar sýna í Galleríi Geysi

TVEIR þýskir ferðamenn, sem hafa verið veðurtepptir á Patreksfirði, opna sýningu á verkum sínum á morgun, laugardag, kl. 16 í Galleríi Geysi, Hinu húsinu v/Ingólfstorg. Listamennirnir eru Thorgis Hammerfelt og Eva Friedenschutz. Meira
31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 185 orð | 1 mynd

Thom Yorke og Björk syngja saman

FLESTIR áhugamenn tónlistar hljóta að bíða eins og smákrakkar á aðfangadag eftir nýjustu mynd Lars Von Trier, "Dancer In The Dark". En í þeirri mynd leikur og syngur fallegasta snjókorn íslensku tónlistarúrkomunnar, Björk Guðmundsdóttir. Meira
31. mars 2000 | Fólk í fréttum | 53 orð | 1 mynd

Turner á svið

LEIKKONAN Kathleen Turner fer nú með hlutverk í sýningu á West End í London í fyrsta sinn. Hún er þekktari fyrir kvikmyndaleik en það virðist vera draumur margra leikara í Hollywood að slá í gegn á leiksviði. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 104 orð | 1 mynd

Verk Gunnlaugs Scheving á Húsavík

HÁLFRAR aldar afmælis Húsavíkur er minnst á ýmsan hátt og nú stendur yfir í Safnahúsinu sýning á verkum Gunnlaugs Scheving sem eru í eigu Listasafns Íslands. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 69 orð

Vilhjálmur Vilhjálmsson sýnir í Hári og list

VILHJÁLMUR Vilhjálmsson opnar myndlistarsýningu í Hári og list í Hafnarfirði á morgun, laugardag. Vilhjálmur er fæddur 1963 og hefur haldið fimm sýningar. Þessi sjötta sýning er óbeint framhald af gosþemasýningu hans 1998, segir í fréttatilkynningu. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 96 orð | 1 mynd

Vorboðinn í tónum á Húsavík

KVARTETTINN Út í vorið og Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona skemmtu Húsvíkingum á dögunum með söng sínum í sal Tónlistarskólans. Tónleikagestir voru á þriðja hundrað og fögnuðu tónleikagestum mjög vel. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 203 orð

Vortónleikar Rökkurkórsins úr Skagafirði

VORTÓNLEIKAR Rökkurkórsins í Skagafirði hefjast með tónleikum í Miðgarði, Varmahlíð, á morgun, laugardag kl. 21. Meira
31. mars 2000 | Menningarlíf | 135 orð

Vorvaka Emblu í Stykkishólmi

HIN árlega menningarvaka Emblu í Stykkishólmi hefst með kvöldvöku í Stykkishólmskirkju í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson segir sögur og flytur ljóð. Meira

Umræðan

31. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 31. mars, er fimmtugur Kristján Gunnarsson, pípulagningameistari, Eskiholti 21, Garðabæ . Eiginkona hans er Anný... Meira
31. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 35 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 31. mars, er sjötugur Gunnar Pétursson, Hlíðarvegi 17, Ísafirði . Eiginkona hans er Sigríður Sigurðardóttir. Taka þau ásamt fjölskyldu sinni á móti gestum í Oddfellow-húsinu á Ísafirði kl. 20 á... Meira
31. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 67 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. 2. apríl nk. verður sjötug Elsa P. Níelsdóttir, matráðskona leikskólanum Ásborg, Skálagerði 3, Reykjavík. Eiginmaður Elsu er Hermann Ólafur Guðnason. Í tilefni dagsins taka þau á móti gestum á morgun, 1. apríl, milli kl. Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 375 orð | 1 mynd

Afmælistónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju

Mikill hátíðarsvipur var á þessum tónleikum, segir Jóhanna G. Linnet, og öllum til mikils sóma er að stóðu. Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Aukinn réttur foreldra til fæðingarorlofs

Það er framtíðarsýn jafnréttisnefndar Hafnarfjarðar, segir Svala Jónsdóttir, að fæðingarorlof verði að minnsta kosti 12 mán- uðir á fullum launum. Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 32 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Húsavíkur Að loknum 11 umferðum er staða efstu para í aðaltvímenningi félagsins sem hér segir: Gunnar - Hermann 113 Magnús - Þóra 71 Óli - Pétur 63 Sveinn - Guðmundur 55 Síðustu 4 umferðirnar verða spilaðar nk.... Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 67 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 27. mars var spiluð Patton-sveitakeppni hjá félaginu, en í stað board-a-match hluta útreikningsins var reiknaður tvímenningur yfir allan salinn, þar sem allir spiluðu á sömu spil. Úrslit urðu þannig: Högni Friðþjófss. Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 495 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsfélag Reyðarfjarðar og Eskifjarðar Hinn 14. og 21. Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 90 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Félag eldri borgara í Kópavogi Tuttugu og eitt par mætti til spilamennsku föstudaginn 24. marz og var lokastaða efstu para í N/S þessi: Ólafur Ingvarss. - Þórarinn Árnason 278 Sæmundur Björnss. - Ólafur Lárusson 271 Stefán Ólafss. - Sigurjón Sigurjónss. Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 1012 orð | 1 mynd

Dugar "Litla gula hæn-an" til tölvukennslu?

Þeir sem eru búnir að koma sínum börnum "til manns" geta samt ekki verið "stikkfrí", segir Bryndís Kristjánsdóttir og spyr, hafa þeir hugleitt hvernig skóla þeir vilja fyrir barnabörnin? Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 981 orð | 1 mynd

Fækkun umferðarslysa

Þetta virðingarleysi fyrir reglum um ökuhraða, segir Karl Gústaf Ásgrímsson, skapar virðingarleysi fyrir öðrum greinum umferðarlaga eins og víða má sjá. Meira
31. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 627 orð

Handknattleikur, hvað er til ráða?

SIGMUNDUR Ó. Steinarsson skrifaði í Morgunblaðið miðvikudaginn 29. mars og kvartaði sáran yfir þeirri hugmynd handknattleiksmanna að færa 2. deildarliðin í karlaflokki upp um deild og hafa eina deild með 16 liðum. Svo hefst skrípaleikur hans að tölum. Meira
31. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 272 orð

MARGIR nota opnanir á fjórum laufum...

MARGIR nota opnanir á fjórum laufum og fjórum tíglum til að sýna átta slaga hönd í hálit. Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 203 orð | 1 mynd

Mikið vill meira, gróðahyggjan blindar

Landssíminn gengur nú fram fyrir skjöldu, segir Guðmundur Gunnarsson, og slær eign sinni á hluta af þeirri skattalækkun sem ríkis- stjórnin slakaði út. Meira
31. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 663 orð

Ólöf frá Hlöðum

Mig langar til að þakka Mbl. fyrir að birta fyrir mig mynd af konu í Velvakanda sl. sunnudag Myndina fann ég í kommóðuskúffu Ólafar skáldkonu frá Hlöðum. Það hringdu þrír menn í mig sem þekktu strax myndina, sem reyndist vera af Sigríði E. Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 801 orð | 1 mynd

Rökþrota forsætisráðherra

Enn heldur Davíð áfram, segir Jón Ingi Cæsarsson, að dásama stöðugleikann. Meira
31. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 22 orð

SMALADRENGURINN

Út um græna grundu gakktu, hjörðin mín. Yndi vorsins undu. Eg skal gæta þín. Sól og vor ég syng um, snerti gleðistreng. Leikið, lömb, í kringum lítinn... Meira
31. mars 2000 | Aðsent efni | 977 orð | 1 mynd

Tillaga um nýskipan og lækkun iðgjalda í bifreiðatryggingum

Tillaga mín leiðir til minnkandi þenslu í þjóðfélaginu, segir Óli H. Þórðarson, og eykur sparnað. Meira
31. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 400 orð

Tíminn er búinn

AÐ TELJA fólki trú um eitthvað sem ekki er rétt er að sjálfsögðu verulega ámælisvert og gildir það um alla, ekki bara stjórnvöld. Mér sýnist þó að stjórnvöld hafi hreinan skjöld í þessu efni og einnig heimildir í lögum. Meira
31. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 616 orð

VÍKVERJI hefur fylgst vel með fréttum...

VÍKVERJI hefur fylgst vel með fréttum af pólförunum tveim og ótrúlegri seiglunni sem þeir hafa sýnt. Þótt annar hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir kalinu er afrek hans líka mikið. Meira

Minningargreinar

31. mars 2000 | Minningargreinar | 329 orð | 1 mynd

ALMA ELÍSABET HANSEN

Alma Elísabet Hansen fæddist á Siglufirði 20. júní 1935. Hún lést á kvennadeild Landspítalans 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Rudolf Theil Hansen klæðskerameistari, f. 10.8. 1897, d. 21.11. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 899 orð | 1 mynd

ÁSTRÍÐUR RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

Ástríður Ragnheiður Jónsdóttir fæddist á Þangskála á Skaga í Skagafirði 13. september 1903. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 23. mars síðastliðinn. Hún var sjötta í röð tíu barna þeirra Jóns Sveinssonar, bónda og kennara, f. 24. maí 1867, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 1212 orð | 1 mynd

BJÖRGVIN LÚTHERSSON

Björgvin Lúthersson, fyrrverandi stöðvarstjóri Pósts og síma í Keflavík, fæddist í Reykjavík 9. maí 1926. Hann lést á heimili sínu 22. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 29. mars. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 460 orð | 1 mynd

GUÐMUNDA GUÐLAUG SVEINSDÓTTIR

Guðmunda Guðlaug Sveinsdóttir fæddist á Nýlendu undir Austur-Eyjafjöllum 29. apríl 1923. Hún lést 21. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Háteigskirkju 28. mars. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 3293 orð | 1 mynd

JÓN FRÍMANN JÓNSSON

Jón Frímann Jónsson fæddist í Brekknakoti í Reykjahverfi 4. febrúar 1934. Hann lést á heimili sínu Bláhvammi 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Grenjaðarstaðarkirkju 25. mars. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 731 orð | 1 mynd

LAUFEY JÓNSDÓTTIR

Laufey Jónsdóttir fæddist á Víðivöllum í Staðardal við Steingrímsfjörð 20. september 1930. Hún lést á líknardeild Landspítalans 24. mars síðastliðinn. Laufey var dóttir Jóns Jóhannssonar og Guðrúnar Halldórsdóttur. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 6034 orð | 1 mynd

Magnús Ingimarsson

Magnús Ingimarsson, hljómlistarmaður og prentsmiður, fæddist á Akureyri 1. maí 1933. Hann lést á heimili sínu 21. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Margrét K. Steinsdóttir, f. 10.3. 1896, d. 28.8. 1982, og Ingimar A. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 1067 orð | 1 mynd

NJÓLA DAGSDÓTTIR

Njóla Dagsdóttir fæddist 11. desember 1911. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 24. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Dagur Guðmundsson, f. 28. maí 1885, d. 17. nóv.1914, og kona hans, Guðrún Margrét Guðjónsdóttir, f. 8. sept. 1888, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 2371 orð | 1 mynd

STEINAR VILHJÁLMUR JÓHANNSSON

Steinar Vilhjálmur Jóhannsson fæddist í Reykjavík 6. febrúar 1967. Hann lést hér í borg 27. mars síðastliðinn. Foreldrar hans eru hjónin Jóhann Þórir Jónsson, ritstjóri Tímaritsins Skákar, f. 21. október 1941, d. 2. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 405 orð | 1 mynd

STURLA EINARSSON

Sturla Einarsson fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1940. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 18. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Seljakirkju 28. mars. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 573 orð | 1 mynd

ÞÓRA BJARNADÓTTIR TIMMERMANN

Þóra Bjarnadóttir Timmerman fæddist á Höfn í Hornafirði 28. apríl 1912. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík 20. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 27. mars. Í minningargrein um Þóru í blaðinu 26. mars sl. féll niður texti í eftirfarandi grein. Hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á þessum mistökum. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 3519 orð | 1 mynd

ÞÓRARINN VILHJÁLMSSON

Þórarinn Vilhjálmur Helgi Vilhjálmsson fæddist á Hamri í Gaulverjabæjarhreppi 12. apríl 1921. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi, 22. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þórarinn Vilhjálmur Guðmundsson, bóndi, f. 26. mars 1880, d. 8. Meira  Kaupa minningabók
31. mars 2000 | Minningargreinar | 1597 orð | 1 mynd

ÖRN INGÓLFSSON

Örn Ingólfsson fæddist á Seyðisfirði 7. september 1930. Hann lést 17. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Víðistaðakirkju 24. mars. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 91 orð

Ax orðið dótturfyrirtæki Skýrr

SKÝRR hf. hefur keypt viðbótarhlut í Axi-hugbúnaðarhúsi hf. fyrir 76 milljónir króna og við kaupin eykst hlutur Skýrr úr 40% í 53,3%. Telst Ax hugbúnaðarhús hf. þar með dótturfyrirtæki Skýrr hf. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 359 orð

Bréfin væntanlega skráð í júnímánuði

TÆKNIFYRIRTÆKIÐ OZ.COM hefur sótt formlega um skráningu fyrir bréf sín hjá sænsku kauphöllinni í Stokkhólmi. Búast forsvarsmenn fyrirtækisins við að af skráningu geti orðið í fyrri hluta júnímánaðar, svo framarlega sem ytri markaðsaðstæður leyfa. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 131 orð | 1 mynd

CNN fjallar um WAPorizer hugbúnað Dímons

FJALLAÐ var um WAPorizer, hugbúnað Dímons hugbúnaðarhúss ehf., í viðskiptaþætti sjónvarpsstöðvarinnar CNN, World Business This Morning, síðastliðinn miðvikudag, en þátturinn er sendur út í beinni útsendingu um allan heim. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 1807 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 30.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 30.3.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) AUSTFJARÐAM. FÁSKRÚÐSFIRÐI Þorskur 156 100 123 1.042 127.666 Samtals 123 1.042 127.666 FMS Á ÍSAFIRÐI Hrogn 250 235 239 473 113. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 216 orð | 1 mynd

Halli á vöruskiptum við útlönd minnkar

HALLI á vöruskiptajöfnuði við útlönd í janúar- og febrúarmánuði dróst saman um 1,7 milljarða króna milli ára. Vöruskiptin voru óhagstæð um 1,5 milljörðum króna, fyrstu tvo mánuði þessa árs, en á sama tíma í fyrra nam hallinn 3,2 milljörðum á föstu gengi. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 179 orð

Hlutabréf tæknifyrirtækja lækka

FTSE-100 vísitalan í London lækkaði í gær um 2,3%, sem er ein mesta lækkun sem vísitalan hefur orðið fyrir. FTSE endaði í 6.445,2 stigum í gær og fylgdi Nasdaq í Bandaríkjunum sem lækkaði einnig í gær. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Landssíminn kaupir 33% hlut í Áliti ehf.

GERT hefur verið samkomulag um að Landssími Íslands hf. kaupi 33% hlut í Áliti ehf. og verður það útfært með aukningu hlutafjár. Álit hefur um alllangt skeið boðið upp á sérhæfða rekstrarþjónustu upplýsingakerfa á Íslandi. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 101 orð

Rúmlega 70 þúsund heimsóknir á job.is

SKRÁNINGAR hjá "umboðsmanninum" á job.is vegna áhuga einstaklinga á lausum störfum fóru yfir 10.000 í fyrradag, en heimsóknir á job.is eru komnar yfir 70.000 á árinu og 520 störf hafa verið auglýst á síðunni á sama tíma. Þann 9. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 186 orð

Samið um samstarf Símans og Landsteina

LANDSSÍMINN og Landsteinar hafa ákveðið að ganga til samstarfs um vistun og rekstur tölvukerfa á miðlægum gagnagrunni. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 503 orð | 1 mynd

Samþykkt að EFA verði fjárfestingarbanki

SAMÞYKKT var á aðalfundi Eignarhaldsfélags Alþýðubankans hf. (EFA), sem haldinn var í gær, að breyta samþykktum og starfssviði félagsins þannig að félagið geti starfað sem fjárfestingarbanki með sérstaka áherslu á áhættufjárfestingar. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Sérhæfing í rekstri MSKÞ og MSKEA

UNNIÐ er að stofnun nýs mjólkurfélags sem byggist m.a. á samruna MSKEA ehf., sem áður hét Mjólkursamlag KEA, og MSKÞ, Mjólkursamlags Kaupfélags Þingeyinga, sem Kaupfélag Eyfirðinga keypti á síðastliðnu ári. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 129 orð

Tap KHB 28 milljónir í fyrra

TAP á rekstri Kaupfélags Héraðsbúa, KHB, nam 28 milljónum króna á síðasta ári en árið 1998 varð 22 milljóna króna hagnaður af rekstrinum. Rekstrartekjur kaupfélagsins voru nánast óbreyttar milli ára, eða 2. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 74 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. janúar '00 3 mán. RV00-0417 10,74 - 5-6 mán. RV00-0620 10,50 - 11-12 mán. Meira
31. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 69 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 30.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 30.3. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

31. mars 2000 | Viðhorf | 834 orð

Áttavilltir á meðalvegi

Hvað er að hjá Framsóknarflokknum? Meira
31. mars 2000 | Fastir þættir | 795 orð | 1 mynd

Kirkjugöngur

Á MORGUN, laugardag 1. apríl, verður tólfta kirkjugangan og jafnframt sú næstsíðasta sem farin verður að þessu sinni á vegum Reykjavíkurprófastsdæma. Meira
31. mars 2000 | Dagbók | 624 orð

(Mark. 11, 24.)

Í dag er föstudagur 31. mars, 91. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Fyrir því segi ég yður: Hvers sem þér biðjið í bæn yðar, þá trúið, að þér hafið öðlast það, og yður mun það veitast. Meira
31. mars 2000 | Fastir þættir | 50 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. VIKTOR Korchnoi hefur staðið lengi í eldlínunni á meðal bestu skákmanna heims. Í meðfylgjandi stöðu hafði hann hvítt gegn ungverska stórmeistaranum Lajos Portisch á IBM-mótinu í Reykjavík 1987. 43. Hxg7+! Kxg7 44. Bd4+ Kg8 45. De6+ Kh7 46. Meira
31. mars 2000 | Fastir þættir | 381 orð

Skjól fyrir öll útigangshross fyrir árslok

Landbúnaðarráðuneytið hefur með auglýsingu vakið athygli bænda og annarra hrossaeigenda á því að frestur til að koma upp sérstöku skýli fyrir útigangshross rennur út í lok þessa árs. Ásdís Haraldsdóttir rifjar upp nokkur ákvæði reglugerðar um aðbúnað hrossa. Meira
31. mars 2000 | Fastir þættir | 255 orð | 2 myndir

Uppselt á Ístölt 2000 í Skautahöllinni

Mörg þekkt hross verða í eldlínunni á ístöltsmóti Töltheima í Skautahöllinni í Laugardal laugardagskvöldið 1. apríl. Hestamenn sýna þessari keppni gífurlegan áhuga og komast færri að en vilja, því uppselt er í 1400 sæti í Skautahöllinni. Keppnin hefst... Meira
31. mars 2000 | Fastir þættir | 315 orð

Vísa umsóknum um styrki til sumarexemrannsókna frá

Stjórn Framleiðnisjóðs hefur ákveðið að vísa frá tveimur umsóknum um styrki til rannsóknar á sumarexemi í hrossum. Báðar umsóknir voru taldar jafn hæfar og hljóðuðu hvor um sig upp á 8 milljónir króna. Meira

Íþróttir

31. mars 2000 | Íþróttir | 145 orð

Allt HM-liðið gegn Íslandi

April Heinrichs, þjálfari bandaríska heimsmeistaraliðsins í knattspyrnu kvenna, hefur valið gífurlega sterkan þrjátíu manna hóp til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í Sydney. Hópurinn kemur saman á mánudaginn kemur og fyrstu verkefnin eru landsleikirnir tveir gegn Íslandi í Charlotte 5. og 8. apríl. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

DONAR, lið Herberts Arnarsonar í hollensku...

DONAR, lið Herberts Arnarsonar í hollensku úrvalsdeildinni í körfuknattleik tapaði í gær fyrir Image Center Werkendam. Þetta var annar leikur liðanna í 8-liða úrslitum deildarin. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 153 orð

Einar hættur

EINAR Einarsson, sem hefur þjálfað Stjörnuna undanfarin tvö ár, hefur ákveðið að hætta þjálfun liðsins. Hann ætlar jafnframt að leggja skóna á hilluna. Einar, sem er 33 ára, sagði að hann gæti ekki sinnt þjálfun né keppni áfram vegna anna í starfi. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 463 orð | 1 mynd

Framarar hertu róðurinn og unnu

Fram er komið í undanúrslit Íslandsmóts karla í handknattleik. Liðið ruddi Stjörnunni úr vegi í átta liða úrslitum í jöfnum og spennandi oddaleik í Safamýri í gærkvöld, 21:20. Sebastian Alexandersson, markvörður Fram, var hetja liðsins en hann varði á síðustu sekúndu leiksins frá Björgvini Rúnarssyni, Stjörnunni, og tryggði liðinu sigur. En Stjarnan, sem aldrei hefur komist úr átta liða úrslitum karla, er úr leik níunda árið í röð. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 29 orð

HANDKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, oddaleikur: KA-hús:KA...

HANDKNATTLEIKUR 8-liða úrslit karla, oddaleikur: KA-hús:KA - FH 20 SKÍÐI Skíðalandsmót Íslands í Skálafelli: Stórsvig - Landsmót/Stigamót 10. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 472 orð

HANDKNATTLEIKUR Fram - Stjarnan 21:20 Framhús,...

HANDKNATTLEIKUR Fram - Stjarnan 21:20 Framhús, 8-liða úrslit Íslandsmóts karla, oddaleikur, fimmtudaginn 30. mars 2000. Gangur leiksins: 0;2, 1:4, 4:6, 6:8, 8:8, 10:9, 12:9, 15:11, 16:13, 19:16, 20;19, 20:20, 21:20. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 858 orð | 1 mynd

Haukur tekur upp þráðinn þar sem frá var horfið

AKUREYRINGURINN gamalreyndi, Haukur Eiríksson, varði Íslandsmeistaratitil sinn í 15 km göngu karla á fyrsta degi Skíðalandsmóts Íslands í Skálafelli í gær. Þar að auki varð Katrín Árnadóttir, tæplega 17 ára stúlka frá Ísafirði, hlutskörpust í 5 kílómetra göngu kvenna, 17 ára og eldri. Það má segja að hún hafi gefið tóninn fyrir bróður sinn, Ólaf Th. Árnason, sem fagnaði sigri í 10 kílómetra göngu pilta, 17 til 19 ára, skömmu síðar. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 203 orð

Heimavöllur-inn vó þungt

Við sýndum mikið þrek að vinna því liðið byrjaði illa í leiknum. Við urðum fyrir ákveðnu áfalli að tapa í Garðabæ, eftir að hafa leitt allan leikinn, en við vorum staðráðnir að gera betur. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 105 orð

ÍSÍ mælir með hnefaleikum

FRAMKVÆMDASTJÓRN Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, ÍSÍ, mælir með því að frumvarp um lögleiðingu ólympískra hnefaleika verði samþykkt. Frumvarpið liggur nú fyrir Alþingi og fékk framkvæmdastjórnin það til umsagnar á dögunum. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 290 orð

Í upphafi vikunnar var Ísfirðingurinn Ólafur...

Í upphafi vikunnar var Ísfirðingurinn Ólafur Th. Árnason ekki vongóður um að standa uppi sem sigurvegari í skíðagöngu á landsmótinu í Skálafelli. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 110 orð

KNATTSPYRNUDEILD Vals hefur samið við færeysku...

KNATTSPYRNUDEILD Vals hefur samið við færeysku landsliðsmennina Pól Thorsteinsson og Henning Jarnskor. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 204 orð

Kristinn sló fyrsta draumahögg árþúsundsins

KRISTINN Eymundsson, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi er hann var við leik ásamt Sveinbirni Kristjánssyni, einnig úr GR, á Mill Ride-vellinum í Ascot á Suður-Englandi. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 180 orð

Kristján skellti John Read

KRISTJÁN Helgason hélt áfram sigurgöngu sinni í snókernum á Bretlandseyjum í gær en þá lagði hann John Read að velli í 2. umferð opna skoska meistaramótsins í Aberdeen, 5:4. Frammistaða Kristjáns vekur mikla athygli og sérstaklega var fjallað um hann á íþróttavefnum Sporting Life eftir sigurinn í gær.Leikurinn var hörkuspennandi en Kristján komst þó í 3:0 og 4:1. Read jafnaði metin en Kristján vann afgerandi sigur í úrslitalotunni, 96:0. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 216 orð

Ótrúlegir yfirburðir Byrjunin hjá okkur var...

Ótrúlegir yfirburðir Byrjunin hjá okkur var hreint út sagt hörmuleg og að setja aðeins 9 stig á 12 mínútum gengur ekki gegn liði eins og Njarðvík og það varð okkar banabiti að þessu sinni," sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari vesturbæjarliðs KR... Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 88 orð

Seldir Wembleymiðar fyrir 29 milljónir

MIKILL áhugi er meðal stuðningsmanna Stoke City á úrslitaleik liðsins gegn Bristol City í bikarkeppni neðri deildarliða. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 422 orð

Spennandi viðureignir

FYRSTI leikur í úrslitahrinu Íslandsmeistara KR og bikarmeistara Keflavíkur um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna fer fram í KR-húsinu í kvöld. Jón Örn Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins, segir að liðin séu gríðarlega jöfn að getu og að óvæntur liðsstyrkur Keflvíkinga muni hleypa aukinni spennu í leikina, en hann telur að úrslitin ráðist ekki fyrr en í fimmta leik. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 88 orð

Tómas Ingi skoraði aftur

Tómas Ingi Tómasson skoraði eftir 1,40 mín. í leik AGF og Esbjerg í dönsku deildinni í gærkvöldi og reyndist það sigurmarkið. Hann tryggði þar með AGF mikilvæg stig í botnbaráttunni, rétt eins og hann gerði í október en þá áttust liðin við. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 219 orð

Vörn Hauka firnasterk

DAGSKIPUN leikmanna Hauka og Grindvíkinga, þegar liðin mættust í þriðja leiknum í Hafnarfirði í gærkvöldi, var að öllum líkindum að leggja alla áherslu á varnarleik. Það gekk eftir en Haukar voru að auki betri í sóknarleiknum og áttu ekki í miklum vandræðum með að sigra gestina, 74:56, og geta tryggt sér sæti í úrslitum með sigri í næsta leik í Grindavík. Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 41 orð

Þannig vörðu þeir

Sebastian Alexandersson, Fram, 11 (knötturinn fór fjórum sinnum aftur til mótherja) - 7 (3) langskot, 3 (1) úr horni, 1 víti. Birkir Ívar Guðmundsson, Stjörnunni , níu (knötturinn fór einu sinni aftur til mótherja) - sex langskot, 2 (1) úr horni, 1... Meira
31. mars 2000 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd

ÞORVALDUR Örlygsson , þjálfari KA í...

ÞORVALDUR Örlygsson , þjálfari KA í knattspyrnunni og fyrrum landsliðsmaður, hefur fengið leikheimild með félaginu og getur byrjað að spila með því í deildabikarnum. Meira

Úr verinu

31. mars 2000 | Úr verinu | 208 orð | 1 mynd

Afköstin fjórfölduð

BGB hf. á Dalvík tók nú nýverið í notkun nýja tölvustýrða pökkunarlínu fyrir hausaþurrkunardeild fyrirtækisins. Hún gerir það að verkum að afköst pökkunarinnar fjórfaldast frá því sem áður var, auk þess sem hún sparar 2-3 störf. Meira
31. mars 2000 | Úr verinu | 474 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri hjá Snæfelli á Dalvík

Dalvík -Magnús Gauti Gautason, framkvæmdastjóri Snæfells, sem áður hafði sagt starfi sínu lausu hjá Snæfelli hf. á Dalvík, lætur af störfum nú um mánaðamótin og við tekur Þórir Matthíasson, framkvæmdastjóri BGB hf. á Dalvík. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

31. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1605 orð | 2 myndir

Á síðara gelgjuskeiðinu

Þau seldu allt sem þau áttu á Íslandi til að eiginmaðurinn gæti farið í nám og þau spreytt sig á nýju lífi í nýju umhverfi. Sigrún Davíðsdóttir ræddi við Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur myndlistarkonu og Sigurð Karlsson kondítórnema um nýtt líf í landi nægjuseminnar. Meira
31. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 474 orð

(Byggt á upplýsingum frá Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins ásamt bæklingi Umsjónarfélags einhverfra.)

Ætla má að um 200 Íslendingar séu með einhverfu, en það er heiti á samsafni einkenna sem tengjast truflun á taugaþroska. Skyldar einhverfu eru aðrar raskanir á svonefndu einhverfurófi, meðal annars ódæmigerð einhverfa og Aspergersheilkenni. Meira
31. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 800 orð | 2 myndir

gefur góða raun

Flest börn með einhverfu hérlendis hljóta meðferð samkvæmt aðferðafræði TEACCH, en fyrir fimm árum var einnig hafin atferlismeðferð í anda dr. Lovaas. Sigríður Lóa Jónsdóttir skýrði Hildi Friðriksdóttur frá því, að fjölþjóðleg rannsókn sýni að börn, sem fengið hafa atferlismeðferðina hafi tekið meiri framförum en samanburðarhópar sem hlotið hafa aðrar meðferðir. Meira
31. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 746 orð | 1 mynd

Hvert lítið skref er stór sigur

BARN með einhverfu nýtur þess ekki að vera í félagsskap með öðrum börnum, né samverustunda þar sem er sungið og farið í hreyfileiki. Því líður illa og það grætur oft. Meira
31. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 770 orð | 9 myndir

Keppt í kaffi

Fimmtíu starfsmenn kaffihúsa skráðu sig til keppni í þeirri kúnst að búa til espresso, cappuccino og kaffidrykk að eigin vali. Tíu keppa til úrslita á sunnudag á sýningunni Matur 2000 í tennishöllum Kópavogs. Þórunn Þórsdóttir komst að því að kaffigerðin krefst natni og nákvæmni ef vel á að vera. Meira
31. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 884 orð | 2 myndir

Leikföng sem spýta sælgæti

LEIKFANG sem spýtir út úr sér nammi er draumur margra barna. Slíkt leikfang kom fram á sjónarsviðið á sjötta áratugnum og hefur æ síðan notið vinsælda meðal smáfólksins. Meira
31. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 119 orð | 1 mynd

Tekkviður

TEKKTRÉ er upprunnið í Austur-Indíum og er ræktað á Indlandi, í Burma, á Taílandi og víðar vegna viðarins, sem er geysilega harður og endingargóður. Meira
31. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 549 orð | 1 mynd

Tjáningin opnar nýjan heim

Í vetur eru sjö börn með einhverfu á aldrinum 6-15 ára í sérdeild Digranesskóla en undanfarin ár hafa þau að jafnaði verið tíu. Meira
31. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 484 orð | 3 myndir

Þeir sem hentu tekkhúsgögnum sínum á...

Þeir sem hentu tekkhúsgögnum sínum á haugana fyrir þrjátíu árum eða svo naga sig efalítið í handarbökin núna. Tekk er aftur orðið verulega eftirsótt og hafa sumir jafnvel gripið til þess ráðs að auglýsa eftir tekkhúsgögnum í dagblöðum. Meira

Ýmis aukablöð

31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 512 orð | 1 mynd

Eftir gullæðið

Lífið er sjálfsagt komið í eins eðlilegt horf í kvikmyndaheiminum eftir hrunadans Óskarsverðlaunaafhendingarinnar og það getur orðið. Fjórir verða að taka ósigri því aðeins einn stendur uppi sem sigurvegari, líkt og annars staðar í frumskóginum. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 540 orð | 3 myndir

Endurkoma Jewisons

Það er líklega hárrétt að tala um endurkomu eins hæfileikaríkasta leikstjóra samtímans þegar rætt er um hina ævisögulegu mynd Hurricane eftir Norman Jewison, skrifar Arnaldur Indriðason. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 402 orð | 2 myndir

Enn heyrast öskrin

Regnboginn, Laugarásbíó, Nýja bíó, Keflavík, og Borgarbíó, Akureyri, frumsýna hryllingsmyndina Öskur 3 eða Scream 3 með Courtney Cox í leikstjórn Wes Cravens. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 1162 orð | 5 myndir

Ég bjargaði ekki lífi Annette Bening

"American Beauty er hræðileg mynd. Ég meina, skilaboðin í myndinni eru hræðileg," segir Marlene Rocha við Sigurbjörn Aðalsteinsson sem skrifar frá Hollywood um viðburðaríka helgi þar, bæði með og án Óskars frænda. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 349 orð | 1 mynd

Heiður Winslowfjölskyldunnar

Stjörnubíó sýnir Winslow-strákinn eða "The Winslow Boy "sem leikritaskáldið David Mamet gerir eftir leikriti Terence Rattigans. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 2639 orð | 2 myndir

Heimurinn er ekki svarthvítur

Karlinn á tunglinu er nýjasta útspil leikstjórans Milos Formans, sem unnið hefur til tuga Óskarsverðlauna á ferlinum. Ævi hans hefur líka verið viðburðaríkari en flestra. Pétur Blöndal ræðir við hann um foreldramissi í seinna stríði, vorið í Prag, kímni og gerð myndarinnar Karlsins á tunglinu, sem nú er sýnd hérlendis. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 679 orð | 2 myndir

Hollywoodbruðlið og Simpson

Einstaka sinnum eru skrifaðar bækur sem gefa góða innsýn í Hollywood, þá sem þar starfa, þá sem taka ákvarðanir um hvaða myndir eru gerðar, hvaða fólk þetta er, hvaðan það kemur, af hverju það stjórnast. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 398 orð | 1 mynd

Homminn og harðjaxlinn

Sambíóin Álfabakka og Kringlubíó frumsýna gamandramað Gallalaus eða "Flawless" með Robert De Niro og Philip Seymour Hoffman í leikstjórn Joel Schumachers. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 827 orð | 1 mynd

Hver er Hillary Swank?

ER VON að menn spyrji. Fyrir síðustu helgi var nafn leikkonunnar Hillary Swank nánast óþekkt, en óvænt Óskarsverðlaun á sunnudagskvöldið fyrir bestan leik í aðalhlutverki, kom því á hvers manns varir. Sæbjörn Valdimarsson kynnti sér hver það er sem leikur stúlkuna sem vildi verða strákur í Boys Don't Cry. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 123 orð | 1 mynd

Hver vill eignast Edda Film?

NÝLEGA var auglýst til sölu hlutafé í elsta kvikmyndafyrirtæki á Íslandi, Edda Film ehf., sem stofnað var 1949. Hlutabréfin 18 eru talin nema um 5% af öllu hlutafé félagsins og voru flest í eigu Guðlaugs heitins Rósinkranz , sem var formaður Edda Film. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 499 orð

Mannfjallið ljúfa

AFTUR tókst Frank Darabont að gera góða sögu eftir Stephen King að engu síðri mynd. Hinsvegar skorti nokkuð upp á að skáldsagan Græna mílan jafnaðist á við hina bráðsnjöllu The Shawshank Redemption . Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 282 orð | 1 mynd

Stóru nöfnin og aldurinn

ALDURINN eltir uppi kvikmyndastjörnur, eins og annað fólk. Nú hafa þær Vanessa Redgrave og Eileen Atkins sagt sig frá hlutverkum Virginiu Woolf og Vita Sackwille-West, þar sem svo langan tíma hefur tekið að afla fjár til kvikmyndarinnar Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 199 orð

Stuttmyndadagar verða alþjóðlegir

UMSÓKNARFRESTUR um þátttöku í Stuttmyndadögum í Reykjavík á þessu ári rennur út 21. apríl, en hátíðin fer svo fram 23. til 25. maí. Þetta er í níunda sinn sem Stuttmyndadagarnir eru haldnir. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 1265 orð

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

NÝJAR MYNDIR: The Winslow Boy Stjörnubíó: Alla daga kl. 5:45 - 8 - 10:25. Flawless Bíóhöllin: Kl. 3:40 - 5:45 - 8 - 10:15 Aukasýning föstudag kl. 00:30 Kringlubíó: Kl. 3:45 - 5:45 - 8 - 10:15. Aukasýning föstudag kl. 00:30. Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 384 orð

Tíu litlir negrastrákar

LIFIRÐU áhugaverðu lífi? Mikið er óþægilegt að vera spurður þessarar spurningar í morgunsárið áður en maður fær sér ylvolgan Brezel á lestarstöðinni Zoologischer Garten. Lifi ég áhugaverðu lífi? Meira
31. mars 2000 | Kvikmyndablað | 538 orð | 1 mynd

Vandaðar myndir fyrir kröfuharðan markað

Friðbert Pálsson var framkvæmdastjóri Háskólabíós í tvo áratugi, eða til loka ársins 1998. Í byrjun síðasta árs stofnaði hann sitt eigið innflutnings- og dreifingarfyrirtæki kvikmynda, Góðar stundir, og segir hér Páli Kristni Pálssyni frá því. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.