Greinar þriðjudaginn 4. apríl 2000

Forsíða

4. apríl 2000 | Forsíða | 136 orð

Aukin netvæðing SÞ

KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, kynnti í gær hugmyndir um aukna netvæðingu SÞ í skýrslu með tillögum um nýja forgangsröðun í starfi samtakanna á 21. Meira
4. apríl 2000 | Forsíða | 327 orð

Aukin samvinna í stað peningagjafa

RÍKI Afríku hafa áhuga á aukinni samvinnu við nágranna sína í Evrópu, en ekki frekari peningagjöfum, sagði Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, við setningu tveggja daga ráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) og ríkja Afríku sem hófst í Kaíró í gær, en... Meira
4. apríl 2000 | Forsíða | 62 orð | 1 mynd

Hlúð að særðum félaga

RÚSSNESKIR fallhlífahermenn koma særðum félaga sínum fyrir ofan á brynvörðum liðsflutningavagni, en Tsjetsjníustríðið hefur nú staðið á áttunda mánuð. Meira
4. apríl 2000 | Forsíða | 209 orð | 1 mynd

Lög um hringamyndun brotin

MICROSOFT-hugbúnaðarfyrirtækið braut gegn bandarískum lögum um hringamyndun, svonefndum Sherman-lögum, auk þess sem það viðhélt einokunaraðstöðu sinni á markaði með ólöglegum aðferðum, að því er bandarískur dómari úrskurðaði í gær. Meira
4. apríl 2000 | Forsíða | 111 orð

Miðunartæki á sjúklinga

ANDLÁT tveggja alzheimer-sjúklinga sem ráfuðu að heiman og fundust ekki í tæka tíð hafa orðið til að á Spáni er verið að hanna miðunarbúnað fyrir sjúklinga með þennan heilahrörnunarsjúkdóm. Meira
4. apríl 2000 | Forsíða | 148 orð | 1 mynd

Obuchi heiladauður

FJÖLMIÐLAR í Japan sögðu í gær að stjórn landsins kynni að segja af sér í dag til að þingið gæti kosið nýjan forsætisráðherra í stað Keizo Obuchis sem er í dái á sjúkrahúsi í Tókýó eftir að hafa fengið heilablóðfall um helgina. Meira

Fréttir

4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

30% hækkun á einu ári

BENSÍN hefur hækkað um rúm 30% á rúmu ári eða frá því í marsmánuði árið 1999. Þá var verðið á 95 oktana bensíni um 70 krónur lítrinn og verð á 98 oktana bensíni um 75 kr. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð

Aðalfundur Skógræktarfélags Garðabæjar

AÐALFUNDUR Skógræktarfélags Garðabæjar verður haldinn í kvöld, þriðjudaginn 4. apríl, kl. 20 í Safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli við Kirkjulund. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 217 orð

Alþjóðamiðstöð GSM-kerfis Mint yrði á Íslandi

FRJÁLS fjarskipti hf. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 195 orð

Aukinn kostnaður vegna sveppalyfja

ÁSTA R. Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, spurði Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra á Alþingi í gær hvort hún myndi beita sér fyrir því að breyta reglum varðandi hlut sjúklinga í sveppalyfjum. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 389 orð

Á ekki að þurfa að hafa áhrif á viðræðurnar

ARI Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segist telja að sumir forystumenn í verkalýðshreyfingunni dragi upp full neikvæða mynd af niðurstöðu atkvæðagreiðslu um kjarasamning Flóabandalagsins. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

ÁRNI HALLDÓRSSON

ÁRNI Halldórsson, hæstarétttarlögmaður er látinn, 77 ára að aldri. Árni fæddist á Borg í Bakkgerði í Borgarfirði eystra 17. október 1922 og lést á sjúkrahúsinu í Neskaupstað 31. mars 2000. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð

Barnfóstrunámskeið á vegum RRKÍ

REKJAVÍKURDEILD Rauða krossins gengst fyrir barnfóstrunámskeiði fyrir nemendur fædda 1986 -1988. Markmiðið er að þátttakendur fái aukna þekkingu um börn og umhverfi þeirra og öðlist þannig aukið öryggi við barnagæslu. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 124 orð

Biskup vill koma lagi á samband Karls og Camillu

ERKIBISKUPINN af Kantaraborg, George Carey, hefur að sögn The Sunday Telegraph lýst þeirri skoðun sinni við samstarfsmenn að binda þurfi enda á núverandi fyrirkomulag sambands Karls Bretaprins og Camillu Parker Bowles. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð

Bílvelta í Hvalfirði

JEPPI valt skammt norðan við Grundartanga í Hvalfirði í gærmorgun. Engan sakaði í veltunni, en auk þriggja íslenskra fréttamanna voru tveir erlendir blaðamenn í bílnum; frá Bandaríkjunum og Bretlandi. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 653 orð | 1 mynd

Breytingar í aðsigi

Halla Grétarsdóttir fæddist á Akranesi 1971. Hún lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði árið 1991 og útskrifaðist af námsbraut í hjúkrunarfræði í Háskóla Íslands 1995. Hún starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Landspítala í Fossvogi í tæp fjögur ár en er nú hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Halla er í sambúð með Ásgeiri Jónssyni, sölustjóra hjá Margt smátt auglýsingavörum. Þau eiga einn tveggja ára gamlan son. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 330 orð

Breyting á vöru-gjaldi lækkar verð bifreiða

FRUMVARP um breytingar á vörugjaldi af ökutækjum, sem fela í sér að algengir bílar geta lækkað um 6-7% var lagt fram á Alþingi í gær og afgreitt frá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingi í gærkvöldi með fyrirvara. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 835 orð

Breytt áform fjárfesta hafa kollvarpað áætlunum

ÞURÍÐUR Backman, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, óskaði eftir umræðu utan dagskrár í gær um breytta stöðu í álvers- og virkjanamálum. Meira
4. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 337 orð | 1 mynd

Bygging verslunarmiðstöðvar eykur verðmæti fasteigna

SKIPULAGSNEFND Akureyrar samþykkti á fundi sínum á föstudag að leggja til við bæjarstjórn að tillaga að deiliskipulagi verslunarlóðar og athafnasvæðis á Gleráreyrum yrði samþykkt. Meira
4. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 402 orð

Byggt verði ofan á spennistöðinni

BORGARRÁÐI hafa verið kynntar hugmyndir um byggingu 400 fermetra skólahúsnæðis ofan á gömlu spennistöðinni sunnan við Austurbæjarskóla, eða á milli hans og Vörðuskólans. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 3372 orð | 2 myndir

Dánarvottorð á framkvæmdir ekki gefið út

Fjölmenni var á opnum kynningarfundi um nýja stöðu í orku- og stóriðjumálum á Austurlandi sem fram fór á Egilsstöðum á sunnudagskvöld. Björn Ingi Hrafnsson fylgdist með líflegum umræðum, þar sem því var m.a. velt upp hvort gefa ætti út dánarvottorð á framkvæmdir af þessu tagi í fjórðungnum. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

Deyi dýrin, deyr fólkið

Búpeningur hríðfellur úr hor í Mongólíu vegna fimbulkuldanna sem þar hafa ríkt. Ásgeir Sverrisson er á ferð í Mongólíu og ræddi í gær við hirðingjafjölskyldur og embættismenn í þorpinu Arvaikheer í Uvurkhangai-héraði, um 400 kílómetra frá höfuðborginni, Úlan Bator. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 366 orð | 1 mynd

Fellibylur stefnir á Mósambík

ÖFLUGUR fellibylur fór yfir norðurhluta Madagaskars á sunnudag og í gær fór hann út Mósambík-sund og stefndi á Mósambík. Var búist við, að hann kæmi inn yfir landið á morgun og talið er að honum fylgi mikið úrfelli. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 274 orð

Fégræðgi að baki morðunum?

STJÓRNVÖLD í Úganda telja, að leiðtogar dómsdagssafnaðarins, sem bera hugsanlega ábyrgð á dauða um 1.000 manna, séu enn á lífi. Þá segir fólk, sem þekkti þá, að ekki hafi neitt annað vakað fyrir þeim en gróðafíkn. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 41 orð

Fjallar um fólksflutninga frá Litháen til Kanada

ARNÓR Hannibalsson, prófessor og ræðismaður Litháens á Íslandi, mun rekja sögu fólksflutninga frá Litháen til Kanada á vegum Vináttufélags Íslands og Kanada. Fundurinn fer fram í Lögbergi, Háskóla Íslands, stofu 102, miðvikudaginn 5. apríl kl. 20. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 214 orð

Fjölbreytt dagskrá kristniboðsviku

NÚ stendur yfir í Reykjavík árleg kristniboðsvika Sambands íslenskra kristniboðsfélaga og er boðið uppá samkomur ýmist í Kristniboðssalnum við Háaleitisbraut eða í húsi KFUM og K við Holtaveg. Meira
4. apríl 2000 | Landsbyggðin | 172 orð | 3 myndir

Fjölmenni á Kristnihátið 2000 í Reykjanesbæ

Reykjanesbæ - Mikið fjölmenni var á Kristnihátíð 2000 sem haldin var í Reykjaneshöllinni í Reykjanesbæ á sunnudaginn í tilefni af þúsund ára kristni á Íslandi. Meira
4. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 82 orð | 1 mynd

Fjölmenni í VMA

FJÖLMENNI heimsótti Verkmenntaskólann á Akureyri um helgina, en þá opnuðu starfsmenn og nemendur skólans dyr sínar og kynntu þá fjölbreyttu starfsemi sem þar fer fram. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Fjöltefli á Langjökli

GARRÍ Kasparov, stigahæsti skákmaður heims, skemmti sér konunglega og lék á als oddi í gær þegar hann tefldi fjöltefli við tíu skákmenn uppi á Langjökli, þrátt fyrir heldur hráslagalegt veður. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Forseti Alþingis heimsækir þýska þingið

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, hélt af stað í opinbera heimsókn til neðri deildar þýska þingsins (der Bundestag) á sunnudag og er þetta í fyrsta skipti sem slík heimsókn á sér stað milli þinganna. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Framhaldsskólaeiningar samhliða grunnskóla

FJÖLBRAUTASKÓLINN við Ármúla og Árbæjarskóli hafa tekið upp samstarf sem þeir kalla Samvinna um valgreinar - forskot í framhaldsskóla. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 201 orð

Frá feminisma til stéttarstjórnmála

Dr. AUÐUR Styrkársdóttir, verkefnisstjóri hjá Skrefi fyrir Skref, kynnir doktorsritgerð sína "Frá feminisma til stéttarstjórnmála" á fundi hjá Félagi stjórnmálafræðinga í dag, þriðjudaginn 4. apríl, í Norræna húsinu kl. 17.15. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

Frostið minnkar og dagleið-irnar lengjast

HARALDUR Örn Ólafsson norðurpólsfari nálgaðist norðurpólinn um 18,9 km á sunnudag og hefur því lagt að baki 166 km af 800 km frá því hann lagði af stað 10. mars. Hann býst við að fá sendar birgðir úr flugvél 17. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 132 orð

Fræðsluefni um móttöku nýrra starfsmanna

HJÁ Myndbæ hefur verið útbúið fræðsluefni til notkunar við móttöku nýrra starfsmanna. Þessi fræðslugögn eru myndband í 3 þáttum og mappa sem í eru handrit myndarinnar, tillögur að umræðuefni og glærur sem tengjast efni myndarinnar. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 297 orð

Hugur í háskólamönnum varðandi komandi samninga

BJÖRK Vilhelmsdóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir að hún sé mjög ánægð með þing samtakanna sem haldið var um helgina. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 277 orð

Hægt að semja um fast forskeyti í millilandasímtölum

NÝJAR reglur Póst- og fjarskiptastofnunar um forval og fast forval símnotenda tóku gildi 1. apríl sl. Reglurnar fela m.a. Meira
4. apríl 2000 | Miðopna | 1544 orð | 2 myndir

Í hringekju sögunnar

Mál og menning og Vaka-Helgafell eiga sameiginlegar rætur í bókaforlaginu Heimskringlu sem Kristinn E. Andrésson og Ragnar í Smára ráku á fjórða áratugnum. Svo virðist sem sagan hafi því farið í hring með sameiningu þeirra nú. Þröstur Helgason tók sér far með hringekju sögunnar og skoðaði feril þessara stærstu útgáfufyrirtækja landsins sem væntanlega munu skyggja á önnur slík er þau sameinast - nema þau verði þeim skjól. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 75 orð

Jarðgöng boðin út haustið 2001

STEFNT er að því að bjóða út framkvæmdir við gerð jarðganga milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar og Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar haustið 2001 og að framkvæmdir hefjist með fjárveitingu á árinu 2002. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Krajisnik handtekinn og ákærður

SAKSÓKNARAR stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag fögnuðu því mjög í gær að Bosníu-Serbinn Momcilo Krajisnik, fyrrverandi samstarfsmaður Radovans Karadzic, skyldi hafa verið handtekinn. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 85 orð

Kærir lögregluna fyrir meint harðræði

HÁLFÞRÍTUGUR karlmaður hefur kært lögregluna í Reykjavík fyrir meint harðræði í fyrrinótt. Lögreglumenn voru sendir að heimili hans seint á sunnudagskvöld til að svipta hann vörslu bifreiðar hans. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 335 orð | 2 myndir

Köld opnun stangaveiðivertíðar

VERTÍÐ stangaveiðimanna hófst á laugardaginn er nokkrar sjóbirtingsveiðiár á Suðurlandi voru opnaðar fyrir veiði. Ár voru þó að miklu leyti ísi lagðar og mikill kuldi í norðaustanáttinni gerði veiðimönnum erfitt fyrir. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 80 orð

Leiðrétt

Nafn misritaðist NAFN Kristjáns Hallgrímssonar, flugmanns hjá Flugfélagi Íslands, misritaðist í myndatexta á baksíðu blaðsins á sunnudag og er beðist velvirðingar á því. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 784 orð | 2 myndir

Leit hafin að eftirmanni Obuchis

KEIZO Obuchi, forsætisráðherra Japans, var í dái í gær eftir að hafa fengið heilablóðfall um helgina og hugsanlegt er að nýr forsætisráðherra verði skipaður. Læknar sögðu að Obuchi væri í lífshættu og honum var haldið á lífi með öndunarvél. Meira
4. apríl 2000 | Landsbyggðin | 155 orð | 1 mynd

Lestrarkeppni í Varmalandsskóla

Borgarnesi - Nemendur Varmalandsskóla í Stafholtstungum í Borgarfirði háði keppni í lestri fyrir skömmu. Voru það flestir nemendur úr fimmta, sjötta, sjöunda og áttunda bekk skólans sem tóku þátt í keppninni. Meira
4. apríl 2000 | Landsbyggðin | 77 orð | 1 mynd

Litfagrir kálfar

Laxamýri- Íslensku kúalitirnir eru margbreytilegir en undanfarin ár hefur skrautlegum kúm heldur fækkað. Nú eru flestar kýr bröndóttar, kolóttar og rauðar en alltaf fæðist eitthvað af mislitum kálfum. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 111 orð

Ljósmyndamaraþon gegn ofbeldi

RAUÐI kross Íslands og Hans Petersen standa fyrir ljósmyndamaraþoni gegn ofbeldi laugardaginn 8. apríl. Þátttakendur hafa 12 klukkustundir til að taka myndir sem lýsa "umhyggju". Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 60 orð

Lýst eftir stolnum bifreiðum

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir þremur stolnum bifreiðum í Reykjavík: rauðri Lödu Samara árg. 1992, fastnúmer OE-252, stolið frá Hæðargarði hinn 6. mars, gylltum Saab 900 árg. 1987, fastnúmer IS-471, stolið frá Hólatorgi hinn 26. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 899 orð | 1 mynd

Markaðurinn ekki einfær um að útrýma fátækt

Ríki heims þurfa að setja sér raunhæf markmið til að sigrast á skorti og fátækt í heiminum. Þetta segir Nitin Desai, einn yfirmanna Sameinuðu þjóðanna, sem var staddur hér á landi í gær. Meira
4. apríl 2000 | Miðopna | 1123 orð | 3 myndir

Mál og menning og Vaka-Helgafell sameinast

STJÓRNIR bókaforlaganna Máls og menningar hf. og Vöku-Helgafells hf. hafa samþykkt viljayfirlýsingu um að stofna sameiginlegt fyrirtæki sem yfirtaki rekstur beggja félaganna. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 222 orð

Málþing um skipulag í skólabyggingum

FJALLAÐ verður um skólabyggingar framtíðarinnar á málþingi 7. apríl næstkomandi. Hvernig verður skólahúsnæði framtíðarinnar, er spurt í fréttatilkynningu og jafnframt hvort nemendur muni hafa eigin skrifstofu eins og á hverjum öðrum vinnustað? Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 206 orð

Ný skjöl í athugun

RANNVEIG Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, beindi þeirri fyrirspurn til dómsmálaráðherra, hvernig standi á því að þau gögn sem fram hafa komið á liðnum árum í Geirfinnsmálinu hafi ekki áður verið lögð fram þrátt fyrir að ítrekað hafi verið... Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 282 orð

Óánægja innan VR með 91.000 kr. lágmarkslaun

MAGNÚS L. Sveinsson, formaður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur, segir að helsti átakapunkturinn í viðræðum VR og Samtaka atvinnulífsins sé um laun fólks í stórmörkuðunum. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 489 orð | 1 mynd

Ósátt við að fá ekki að skoða einangrunarbúðir

VLADÍMÍR Pútín, forseti Rússlands, mun ekki eiga fund með Mary Robinson, mannréttindafulltrúa Sameinuðu þjóðanna, í Moskvu, að sögn talsmann Pútíns í gær. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

"Náði að snúa bílnum upp í flóðið"

"OKKUR var auðvitað mjög brugðið þegar við fórum niður með snjóflóðinu. Ég náði að snúa bílnum upp í flóðið og það bjargaði miklu. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð

Rabbfundur um hreindýralöggjöfina

UMHVERFISRÁÐHERRA hefur lagt fram tillögu um breytingar á lögum um hreindýraveiðar. Skotveiðifélag Íslands hefur rabbfund um hreindýralöggjöfina annað kvöld á Ráðhúskaffi, Ráðhúsi Reykjavíkur, kl. 20.30. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 912 orð | 3 myndir

Rafmagn í lofti í þéttsetnum Salnum

Spennan var áþreifanleg í Salnum í Kópavogi þar sem nokkrir af fremstu skákmönnum heims tefldu fram sínu besta á sunnudag. Birna Anna Björnsdóttir upplifði afar sérstaka stemmningu og ræddi við gesti og skákmenn á úrslitakeppni Heimsmótsins í skák. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 374 orð

Samiðn vísar kjaradeilu við borgina til sáttasemjara

SAMIÐN hefur vísað kjaradeilu sambandsins og Reykjavíkurborgar til ríkissáttasemjara. Finnbjörn A. Meira
4. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 42 orð | 1 mynd

Selir vekja athygli

TVEIR selir sem komu upp úr vök í fjöruborðinu við Drottningarbraut, skammt sunnan Torfunefsbryggju, hafa vakið óskipta athygli meðal vegfarenda. Meira
4. apríl 2000 | Landsbyggðin | 140 orð | 1 mynd

Setti Íslandsmet á sínu fyrsta Íslandsmóti

Borgarnesi- Tólf ára strákur úr Borgarfirðinum, Jón Vigfús Sigvaldason, setti Íslandsmet í strákaflokki í 60 m hlaupi í sinni fyrstu keppni á Íslandsmóti fyrir skömmu er hann hljóp á 8,69 sek. Þessi knái hlaupari á heima á bænum Hesti í Borgarfirði. Meira
4. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 297 orð

Skeljungur og Toyota til liðs við Knatthús

SKELJUNGUR og P. Samúelsson, umboðsaðili Toyota, hafa hug á samvinnu við Knatthús ehf. um byggingu knattspyrnuhúss í Garðabæ. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 112 orð

Skóg- og trjárækt fyrir sumarbústaðaeigendur

GARÐYRKJUSKÓLI ríkisins, Reykjum í Ölfusi verður með tvö námskeið á næstunni um skóg- og trjárækt fyrir sumarbústaðaeigendur. Annars vegar laugardaginn 8. apríl í húsakynnum skólans, og hins vegar laugardaginn 22. apríl í Félagsheimilinu Borg í... Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 275 orð

Skráning á erlendum markaði skoðuð

TILKYNNT var um samþykktir stjórnar Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og bankaráðs Íslandsbanka um sameiningu bankanna í gær. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð

Slasaður sjómaður sóttur á haf út

SJÓMAÐUR, sem hafði fótbrotnað um borð í togaranum Kaldbak, var sóttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar í gær og fluttur á sjúkrahús. Togarinn var staddur um 70 mílur suðvestur af Reykjanesi þegar aðstoðarbeiðni barst. Meira
4. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 141 orð | 2 myndir

Starf fullorðinna fatlaðra kynnt

KYNNING á starfi Fullorðinsfræðslu fatlaðra var opnuð í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina, að viðstöddum Birni Bjarnasyni menntamálaráðherra og fjölmörgum gestum. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 491 orð

Stærstu mistökin að taka frjálslynda ekki í stjórnina

TONY Blair telur það einhver mestu mistök sín á forsætisráðherrastóli að hafa ekki fengið Paddy Ashdown, formanni Frjálslynda flokksins, ráðherraembætti í ríkisstjórn sinni. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 77 orð

Svartur svanur á Mýrum

SVARTUR svanur sást við bæinn Laxárholt á Mýrum um helgina. Unnsteinn Jóhannsson, bóndi í Laxárholti, varð var við svaninn þegar hann var að aka eftir þjóðveginum skammt frá bænum. Svanurinn flaug þá fyrir framan bílinn ásamt tveimur öðrum svönum. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð

Sækja um stöðu þjóðminjavarðar

NÍU sækja um embætti þjóðminjavarðar en umsóknarfrestur vegna starfsins rann út kl. 16 föstudagnn 30. apríl. Umsækjendur um stöðu þjóðminjavarðar eru Adolf Friðriksson fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun Íslands, dr. Bjarni F. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 171 orð

Telur fullyrðingar um Schengen stangast á

ÖGMUNDUR Jónasson, þingmaður Vinstrihreyfingar - græns framboðs, gerði Schengen-samstarfið að umræðuefni í fyrirspurnartíma á þingi í gær. Meira
4. apríl 2000 | Erlendar fréttir | 50 orð

Tómas - ekki Ragnar

Í GREIN í síðasta sunnudagsblaði Morgunblaðsins, "Nýir tímar í taívönskum stjórnmálum", kemur fram í kynningu, að höfundurinn sé Ragnar Orri Ragnarsson en hið rétta er, að hann heitir Tómas Orri Ragnarsson. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 201 orð

Veltan tæpir tveir milljarðar

STJÓRNIR Máls og menningar hf. og Vöku-Helgafells hf. hafa lýst yfir vilja til að stofna sameiginlegt félag sem yfirtaki rekstur beggja fyrirtækjanna. Stefnt er að því að undirrita endanlegan samning þess efnis í maí. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 506 orð

Verður ertu víst að fá vísu,...

Rangt kvikmyndahús Í viðtali Dóru Óskar Halldórsdóttur við leikarann Philip Seymour Hoffman í Morgunblaðinu hinn 1. apríl stóð að kvikmyndin Flawless væri sýnd í Háskólabíói. Hið rétta er að hún er sýnd í Sambíóunum Álfabakka og Kringlubíói. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 193 orð

Vill rannsaka vegstæðið við Búlandshöfða

JÓHANN Ársælsson, þingmaður Samfylkingarinnar, óskaði eftir því við samgönguráðherra í gær að rannsakað yrði hvað gæti verið að varðandi vegstæði undir Búlandshöfða þar sem kafli á nýjum vegi skolaðist burtu í rigningum fyrir nokkru. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 113 orð

Vinnufundur um vanrækslu og misnotkun á börnum

SÍMENNTUNARSTOFNUN KHÍ heldur stutt fræðslunámskeið fimmtudaginn 6. apríl kl. 14.30-17.30 í Kennaraháskóla Íslands v/ Stakkahlíð, stofu M-302. Umfjöllunarefnið er "Vanræksla og kynferðisleg misnotkun á börnum". Meira
4. apríl 2000 | Akureyri og nágrenni | 173 orð

Vinsæl söngleikjalög flutt

KÓR Tónlistarskólans á Akureyri ásamt hljómsveit efnir til tónleika í Íþróttaskemmunni á Akureyri annað kvöld, miðvikudagskvöldið 5. apríl, kl. 20.30. Stjórnandi er Michael Jón Clarke. Meira
4. apríl 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 450 orð | 2 myndir

Víkurskóli kostar um 660 milljónir

FYRSTA skóflustungan að Víkurskóla, nýjum grunnskóla í Borgahverfi í Grafarvogi, var tekin í gær af Sigrúnu Magnúsdóttur, formanni Fræðsluráðs Reykjavíkur. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 816 orð | 1 mynd

Ölvun og ólæti í miðbænum

UM helgina tók lögreglan 44 ökumenn fyrir of hraðan akstur um helgina, 15 fyrir ölvun við akstur og sinnti 34 umferðaróhöppum. Talsvert var um ofbeldisbrot og nokkur fíkniefnamál komu upp. Frekar rólegt var í miðbænum aðfaranótt laugardags en um kl. Meira
4. apríl 2000 | Innlendar fréttir | 241 orð | 2 myndir

Össur og Tryggvi hefja fundaferð um landið

TVEGGJA vikna fundaferð þeirra Össurar Skarphéðinssonar og Tryggva Harðarssonar, formannsefna Samfylkingarinnar, hefst í kvöld kl. 20.30 á Fosshóteli KEA á Akureyri. Meira

Ritstjórnargreinar

4. apríl 2000 | Leiðarar | 688 orð

KJARASAMNINGAR SAMÞYKKTIR

KJARASAMNINGUR Flóabandalagsins og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur með 26 atkvæða meirihluta í atkvæðagreiðslu, en atkvæði voru talin í húsakynnum Eflingar í Reykjavík á laugardag. Greiddu 1.348 atkvæði með samningnum en 1.322 voru á móti. Meira
4. apríl 2000 | Staksteinar | 420 orð | 2 myndir

Sannleiknum meta sitt gagn meir

BÆJARINS besta á Ísafirði skrifar um Vatneyrarmálið og væntanlegan dóm Hæstaréttar og fjallar um sjálfskipaða dómara. Meira

Menning

4. apríl 2000 | Menningarlíf | 277 orð

15 milljónir til endurbóta á húsum Gunnarsstofnunar

ENDURBÓTASJÓÐUR menningarbygginga hefur samþykkt að veita Gunnarsstofnun allt að 15 milljónir króna til nauðsynlegra endurbóta á húsum að Skriðuklaustri í Fljótsdal á þessu ári. Meira
4. apríl 2000 | Skólar/Menntun | 1464 orð | 2 myndir

Aðferðir til greiningar á þroska

Barnaþroski II - Orsakir námserfiðleika eru fjölmargar og þekking á þeim eykst stöðugt. Hér fjallar Tryggvi Sigurðsson yfirsálfræðingur í annarri grein sinni um greiningaraðferðir. Hann segir að rekja megi upphaf þroskamælinga til mannúðarsjónarmiða. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 748 orð | 1 mynd

Dauðvenjulegur meðaljón

Höfundur og flytjandi: Bjarni Haukur Þórsson. Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Tónlist: Máni Svavarsson. Laugardagur 1. apríl. Meira
4. apríl 2000 | Tónlist | 992 orð

Dreymandi síðrómantík

Gunnar Þórðarson: Noktúrna (úts. Szymon Kuran); Heilög messa. Þórunn Guðmundsdóttir sópran; Sigurður Skagfjörð Steingrímsson barýton; Jóhann Baldvinsson, orgel; Aldamótakórinn og Kammersveit Hafnarfjarðar u. stj. Úlriks Ólasonar. Sunnudaginn 2. apríl kl. 20.30. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 70 orð | 1 mynd

Dætur faraós?

ÞESSI skúlptúr úr kalksteini, þar sem sjá má barnfóstru með fjórar prinsessur í fangi sér, er meðal þeirra gripa sem nú eru til sýnis í þjóðminjasafninu í Kaíró. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 189 orð | 1 mynd

Ein slæm nótt

½ Leikstjóri: Michael Christofer. Handrit: David McKenna. Aðalhlutverk: Tara Reid, Jerry O'Connel, Sean Patrick Flannery, Amanda Peet, Ron Livingstone. (105 mín.) Bandaríkin. Myndform, 1999. Myndin er bönnuð börnum innan 16 ára. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 339 orð | 2 myndir

Fimm mínútna vísindaskáldsögur

Planetary: All Over The World And Other Stories eftir Warren Ellis. Teiknari er John Cassaday. Samansafn af fyrstu sex blöðunum í þessari seríu sem kemur út mánaðarlega frá WildStorm Productions, DC Comics. Fæst í myndasöguversluninni Nexus IV. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 675 orð | 1 mynd

Frost og funi

SPÆNSK og skandinavísk sönglög munu hljóma á söngtónleikum þeirra Ásgerðar Júníusdóttur mezzósópransöngkonu og Jónasar Ingimundarsonar píanóleikara í Salnum í Kópavogi í kvöld. Tónleikarnir eru í Tíbrá, röð 3, og hefjast kl. 20.30. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 179 orð

Gömlu lögin í Oddakirkju

EYRÚN Jónasdóttir mezzósópran og Smári Ólason orgelleikari flytja "gömlu lögin" við Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Oddakirkju á Rangárvöllum á morgun, miðvikudagskvöld, kl. 20:30. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 170 orð | 1 mynd

Hlutu verðlaun í flutningi franskra ljóða

KÁRI Tulinius frá Menntaskólanum í Reykjavík og Skúli H. Mechiat frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti hlutu fyrstu verðlaun í samkeppni í flutningi franskra ljóða sem haldin var í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík á dögunum. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 223 orð

Höggmynd Hirst sögð eftirlíking á barnaleikfangi

MANNSBÚKURINN, sex metra há höggmynd Damien Hirst, sem hann seldi fyrir 117 milljónir króna, er samkvæmt The Sunday Times, stækkuð eftirmynd af líffræðileikfangi fyrir börn, sem fá má fyrir um 1. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 435 orð | 1 mynd

Kanna samband hafnar og miðborgar

HÓPUR 22 nemenda í arkitektúr frá Háskólanum í Karlsruhe og fjögurra kennara hefur verið staddur hér á landi undanfarna daga að vinna að skipulagsverkefni þar sem tekið er á tengslum hafnarinnar við miðborg Reykjavíkur. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 72 orð | 1 mynd

Kiss klikka ekki

HLJÓMSVEITIN Kiss kom sá og sigraði á veitingastaðnum Hard Rock Café síðastliðið fimmtudagskvöld. Þeir Ace, Gene, Peter og Paul mættu í glansgöllunum á svið og var mikill hamagangur í öskjunni. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 504 orð | 4 myndir

Matur og drykkur í öndvegi

Á MATVÆLASÝNINGUNNI Matur 2000, sem haldin var í Smáranum í Kópavogi um helgina, var keppt í ýmsum greinum sem tengjast mat og drykk á einhvern hátt. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 122 orð

Málþing og námskeið í íkonagerð

YURI Bobrov prófessor í íkonafræðum við Listaháskólann í Pétursborg leiðir málþing um rússneska íkonahefð við guðfræðideild Hákóla Íslands í dag, þriðjudag kl. 15.15 í stofu V í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 167 orð | 1 mynd

Mikill áhugi á mbl.is fyrir kvikmyndinni 101 Reykjavík

Í TILEFNI af íslensku kvikmyndinni 101 Reykjavík, sem er væntanleg í kvikmyndahús, var efnt til spennandi netleiks á mbl.is. Gífurlega mikil þátttaka var í netleiknum sem Morgunblaðið á Netinu og aðstandendur kvikmyndarinnar 101 Reykjavík stóðu að. Meira
4. apríl 2000 | Skólar/Menntun | 228 orð

Nýir eigendur Tölvuskóla Reykjavíkur

TÖLVUSKÓLI Reykjavíkur og Framtíðarbörn hafa sameinast í einn skóla. Eigendur hins nýja skóla eru Efling-stéttarfélag, Framtíðarbörn og RTV-menntastofnun ehf. Það er ætlun nýrra eigenda að reka öflugan tölvuskóla fyrir almenna tölvunotendur á öllum... Meira
4. apríl 2000 | Skólar/Menntun | 115 orð

Nýr upplýsingavefur

Opnaður hefur verið upplýsingavefurinn www.ist.hi.is um þemaáætlun ESB um Upplýsingasamfélagið (IST). Áætlunin er ein fjögurra þemaáætlana innan fimmtu rammaáætlunar ESB (5RA), sem kveður á um forgangsverkefni er varða rannsóknir og tækniþróun í Evrópu. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Rotweiler-hundar á Stefnumóti

ÞAÐ gerðist í fyrsta sinn í sögu Músíktilrauna í ár að rapphljómsveit bar sigur úr býtum. Músíktilraunahljómsveit ársins 2000 eru 110 Rotweiler-hundar úr Árbænum sem rappa á íslensku um kynlífið og fjölskylduna. Meira
4. apríl 2000 | Tónlist | 683 orð

Sibelius hættir að reykja og drekka

Jean Sibelius: Sinfónía nr. 4 í a-moll, op. 63. Sinfónía nr. 5 í Es-dúr, op. 82. Hljómsveit: Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hljómsveitarstjóri: Petri Sakari. Útgáfa: Naxos 8.554377. Heildartími: 69'19. Verð kr. 690. Dreifing: Japis Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 288 orð

Sígild myndbönd

BANDARÍKJAMAÐUR Í PARÍS American In Paris (´51) Bandaríkjamaðurinn Jerry Mulligan (Gene Kelly) sest að í París eftirstríðsáranna til að þroskast sem listamaður. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 211 orð | 2 myndir

Sjötta skilningarvitið beint á toppinn

FJÓRAR nýjar myndir eru á myndbandalistanum þessa vikuna og fer Sjötta skilningarvitið beint í toppsætið. Myndin naut gífurlegra vinsælda í kvikmyndahúsum enda fer sjálfur Bruce Willis með eitt aðalhlutverkið. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 116 orð | 4 myndir

Stjörnur í Bíóborginni

REYKJAVÍK er troðfull af þekktum andlitum þessa dagana og erum við þá að tala um Michael Jackson, Elton John, Madonnnu, Tinu Turner og fleiri. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 601 orð | 1 mynd

Stuðandi stjörnuhermir

Söngleikurinn Las Vegas Legends í Bíóborginni, sunnudaginn 2. apríl 2000. Erlendir skemmtikraftar brugðu sér í gervi Tinu Turner, Tom Jones, Madonnu, Elton John, Michael Jackson, Whitney Houston og Elvis Presley. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 264 orð

Tveir kostir í stöðunni

HAFNARFJARÐARBÆR hefur gert menntamálaráðuneytinu tilboð um lóð á norðurbakka hafnarinnar undir nýbyggingu fyrir Listaháskóla Íslands. Meira
4. apríl 2000 | Skólar/Menntun | 323 orð | 3 myndir

Upplýsingaskrifstofur um Evrópumál

Opnaður hefur verið upplýsingavefur um þemaáætlun ESB um Upplýsingasamfélagið (IST). Áætlunin er ein fjögurra þemaáætlana innan fimmtu rammaáætlunar ESB (5RÁ), sem kveður á um forgangsverkefni er varða rannsóknir og tækniþróun í Evrópu. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 204 orð

Verk Kjartans Ólafssonar á Háskólatónleikum

HÁSKÓLAKÓRINN flytur tónverk eftir Kjartan Ólafsson á Háskólatónleikunum í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 12.30. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 782 orð | 3 myndir

Vincente Minelli

EINN nafntogaðasti leikstjóri Metro Goldwyn Meyer á gullaldarárum kvikmyndaversins var Vincente Minelli. Meira
4. apríl 2000 | Menningarlíf | 158 orð | 1 mynd

Vortónleikar Vox academica

VOX academica, kammerkór Háskóla Íslands, heldur vortónleika í Salnum á morgun, miðvikudagskvöld kl. 20:30. Meira
4. apríl 2000 | Fólk í fréttum | 202 orð | 1 mynd

Örvhenta undrið kvikmyndað

ÆVI gítarhetjunnar Jimi Hendrix verður loksins varpað upp á hvíta tjaldið. Kvikmyndagerðarmenn í Toronto hafa hafið tökur á myndinni í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin síðan rokkstjarnan sukkaði yfir sig, þá 27 ára gamall. Meira

Umræðan

4. apríl 2000 | Aðsent efni | 646 orð | 1 mynd

Er einhver þörf á að lengja skólatímann?

Er ekki einblínt óþarflega á stundatöflurnar, stólinn, borðið, bókina og forskrift kennarans í skólastarfinu, spyr Einar Ólafsson, meðan frjáls leikur, starf og umhyggja gleymist? Meira
4. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 282 orð

Farsæll flugstjóri lentur

ÞÓRÓLFUR Magnússon flugstjóri hefur nú lokið farsælu starfi aldurs vegna. Hin síðari ár starfaði hann hjá Íslandsflugi, en mestan tíma flugævinnar starfaði Þórólfur við innanlandsflugið. Meira
4. apríl 2000 | Aðsent efni | 828 orð | 1 mynd

Flausturslegt tannsmíðafrumvarp - Fyrir hvern og hví?

Það er væntanlega fordæmalaust í okkar lýðræðislega heimshluta, segir Gunnar Rósarsson, að löggjafinn láti plata sig út í að setja fram jafn vanhugsað og illa grundað frumvarp. Meira
4. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 336 orð

Getuleysi Morgunblaðsins

EINS OG lesendur Morgunblaðsins hafa væntanlega tekið eftir er vikulega, nánar tiltekið á fimmtudögum, dreift með Morgunblaðinu fyrirbæri sem nefnist 24-7. Þessu er dreift á sama hátt og fylgiblöðum Morgunblaðsins t.d. Meira
4. apríl 2000 | Aðsent efni | 443 orð | 1 mynd

Húðkrabbamein, ljósabekkir og sól

Eins og hér hefur verið nefnt, segir Sigurður M. Magnússon, er ástæða til að stunda sólböð í hófi og nota ljósabekki með mikilli varúð. Meira
4. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 89 orð

ÍSLAND

Ó, fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga, er laufin grænu litka börð og leikur hjörð í haga, en dalur lyftir blárri brún mót blíðum sólar loga og glitrar flötur, glóir tún og gyllir sunna voga. Meira
4. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 505 orð

Meira um lóð númer þrjú

Í Morgunblaðinu miðvikudaginn 29. mars sl. birtist grein eftir Barða Bogason verkfræðing sem nefnist Lóð númer þrjú. Eftir lestur greinarinnar veit ég ekki hvort Barði Bogason mælir af alvöru eða gamansemi. Meira
4. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
4. apríl 2000 | Aðsent efni | 830 orð | 1 mynd

Ný höfuðborg?

Höfuðborg alls Íslands, allrar þjóðarinnar, segir Guðjón Jónsson. Hún á skyldum að gegna við að byggja upp landið - fyrir austan, norðan og vestan. Meira
4. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 516 orð

Opið bréf til Sigríðar Jóhannesdóttur alþingismanns

Sigríður. Ég trúði varla mínum eigin eyrum, þegar ég varð vitni að málflutningi þínum um blessuð áfengismálin, sem var sjónvarpað frá Alþingi 23. febrúar sl. Meira
4. apríl 2000 | Aðsent efni | 636 orð | 1 mynd

Um kokka og þjóna framtíðarinnar

Faglærða matreiðslumenn og þjóna vantar, segir Jakob H. Magnússon, á nánast hvern einasta matsölustað og hótel í borginni og úti á landsbyggðinni. Meira
4. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 197 orð | 1 mynd

Unaðsreiturinn Árgerði

HÚSIÐ var reist árið 1947 af lækninum Daníel Daníelssyni, en hann átti sér fáa eða enga líka. Meira
4. apríl 2000 | Aðsent efni | 535 orð | 1 mynd

Verksvið lyfjatækna í lyfjabúðum

Tækninni fleygir fram og Ingi Guðjónsson sér fram á breytt hlutverk lyfjatækna í framtíðinni. Meira
4. apríl 2000 | Bréf til blaðsins | 611 orð

Víkverji fagnaði því á síðasta ári...

Víkverji fagnaði því á síðasta ári að geta talið fram á Netinu. Það gerðu fleiri því mikill fjöldi framteljenda nýtti sér þessa góðu leið til að skila af sér með bestu samvisku. Meira
4. apríl 2000 | Aðsent efni | 605 orð | 1 mynd

Þjálfun fatlaðra á hestum

Hreyfing hestsins, segir Sigurður Már Helgason, ýtir við svo gott sem öllum vöðvum líkamans, stórum og smáum. Meira

Minningargreinar

4. apríl 2000 | Minningargreinar | 7216 orð | 1 mynd

ÁRNI KRISTJÁNSSON

Árni Kristjánsson, fyrrverandi aðalræðismaður, fæddist í Reykjavík hinn 19. janúar árið 1924. Hann lést á Landakotsspítala hinn 25. mars síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
4. apríl 2000 | Minningargreinar | 1651 orð | 1 mynd

BRYNDÍS (STELLA) MATTHÍASDÓTTIR

Bryndís (Stella) Matthíasdóttir fæddist í Hafnarfirði 3. september 1930 og ólst þar upp hjá móður sinni og stjúpföður. Stella andaðist á Landspítalanum Fossvogi 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóna Ásgeirsdóttir, f. 19.4. Meira  Kaupa minningabók
4. apríl 2000 | Minningargreinar | 442 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR HELGI INGÓLFSSON

Guðmundur Helgi Ingólfsson, sveitarstjóri í Reykhólahreppi, fæddist í Hnífsdal 6. október 1933. Hann lést í Landspítalanum í Fossvogi 19. mars síðastliðinn og fór útför hans fram frá Ísafjarðarkirkju 25. mars. Meira  Kaupa minningabók
4. apríl 2000 | Minningargreinar | 1475 orð | 1 mynd

Hulda Hrefna Jóhannesdóttir

Hulda Hrefna Jóhannesdóttir fæddist í Hafnarfirði 12. ágúst 1923. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í Fossvogi 26. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Jóna Guðlaug Jóhannsdóttir, f. 8. des. 1901, d. 28. nóv. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 301 orð

Aukinn hagnaður af reglulegri starfsemi Samskipa

HAGNAÐUR Samskipa hf. nam tæplega 112 milljónum króna á árinu 1999 og er það rúmlega 27% lækkun frá fyrra ári en þá nam hagnaður samstæðunnar 154 milljónum króna. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 148 orð | 2 myndir

FBA Holding stærsti hluthafi

FBA Holding, eignarhaldsfélag Orca-hópsins svokallaða, verður stærsti hluthafi í Íslandsbanka-FBA með 14,64%. Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Lífeyrissjóður verslunarmanna koma þar á eftir með rúmlega 7% hlut hvor. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 1797 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 03.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 03.04.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kíló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 315 60 77 3.963 304.790 Gellur 210 205 207 163 33.730 Grásleppa 44 20 29 2.925 85.885 Hlýri 70 51 64 709 45. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 110 orð

Hagnaður af rekstri Nýsköpunarsjóðs 870 milljónir króna

REKSTUR Nýsköpunarsjóðs skilaði liðlega 870 milljóna króna heildarhagnaði á síðasta ári og hefur þá verið gert ráð fyrir styrkjum til einstakra verkefna og framlögum til að mæta hugsanlegri afskriftaþörf vegna fjárfestinga í nýsköpunarverkefnum. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 122 orð

Hagnaður Samkaupa 79 milljónir króna

HAGNAÐUR Samkaupa hf. og dótturfélags á árinu 1999 var 78,8 milljónir króna. Samkaup hf. reka 11 matvöruverslanir á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og á Vestfjörðum og að auki rekur dótturfélagið Staðarborg tvær matvöruverslanir á Suðurnesjum. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Microsoft orsakar verðhrun tæknifyrirtækja

Bandaríska Nasdaq-hlutabréfavísitalan féll um 350 stig í gær, eða 7,65%, en það er mesta lækkun vísitölunnar á einum degi hingað til. Í síðastliðinni viku lækkaði Nasdaq um 390 stig og hefur nú alls lækkað um 16% frá því hún náði hámarki hinn 10. mars. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 502 orð | 1 mynd

Mikil umskipti í rekstri Hraðfrystistöðvar Þórshafnar

HRAÐFRYSTISTÖÐ Þórshafnar hf. skilaði 121 milljónar króna tapi á árinu 1999, en hagnaður rekstrarársins 1998 nam 46 milljónum. Tap af reglulegri starfsemi eftir skatta nam 17,7 milljónum króna í fyrra, en árið á undan varð 62 milljóna króna hagnaður. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 285 orð | 1 mynd

Samningar við mörg erlend stórfyrirtæki

HUGBÚNAÐARFYRIRTÆKIÐ Degasoft, áður Fjarhönnun, hefur náð samningum við mörg af öflugustu fyrirtækjum heims á sviði rafrænnar verslunar í gegnum svokallaða "kioska", en það eru nettengdir upplýsingastandar þar sem aðgerðum er stjórnað með... Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 1324 orð | 1 mynd

Stærsti banki landsins verður til

Við samruna Íslandsbanka og FBA verður til stærsti banki landsins hvort sem miðað er við eignir, eigið fé eða markaðsverðmæti hlutafjár. Samruninn var kynntur fyrir starfsfólki bankanna á fundi undir yfirskriftinni "Samruni til sóknar" í gær. Steingerður Ólafsdóttir var á kynningarfundinum. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 228 orð

Tap SamvinnuferðaLandsýnar 12,9 milljónir króna

REKSTRARTAP Samvinnuferða-Landsýnar hf. á síðasta ári nam 12,9 milljónum króna, en afkoma félagsins síðustu mánuði ársins var lakari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 475 orð

Telia einkavætt að hluta

SALA á 49 prósentum af Telia, sænska ríkissímafélaginu og 8,3 milljarðar sænskra króna, um 83 milljarðar íslenskra króna í breiðbandsframkvæmdir frá ríkinu með álíka framlagi frá sveitafélögum eru tillögur sænsku stjórnarinnar á sviði upplýsingatækni. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 74 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. janúar '00 3 mán. RV00-0417 10,74 - 5-6 mán. RV00-0620 10,50 - 11-12 mán. Meira
4. apríl 2000 | Viðskiptafréttir | 69 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 03.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 03.4. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Daglegt líf

4. apríl 2000 | Neytendur | 173 orð | 1 mynd

Bjóða í byrjun um 80 vörutegundir

Poppkorn, hrísgrjón, kornflex, spaghettí, appelsínusafi og sítrónur er meðal þeirra 80 lífrænt ræktuðu vörutegunda sem Hagkaup hefur hafið sölu á. Meira
4. apríl 2000 | Neytendur | 203 orð | 1 mynd

Hægt að fá tillögur að helgarmatnum

"Uppskriftir.is er ætlað sem eldhúsáhald framtíðarinnar en vefurinn er ætlaður öllum þeim sem hafa áhuga á mat og matargerð," segir Brynja Kristjánsdóttir vefstjóri sem hefur umsjón með þessum nýja uppskriftavef. Meira
4. apríl 2000 | Neytendur | 186 orð | 1 mynd

Óverðmerkt í 43% sýningarglugga

Þegar Samkeppnisstofnun lét nýlega kanna verðmerkingar í 397 sýningargluggum verslana á höfuðborgarsvæðinu kom í ljós að í 43% tilvika voru vörur í gluggum verslana óverðmerktar með öllu. Meira
4. apríl 2000 | Neytendur | 57 orð | 1 mynd

Páskajógúrt

Mjólkursamsalan hefur nú hafið sölu á páskajógúrti. Um er að ræða árstíðavöru sem kemur fyrir páskana í hátíðarumbúðum. Í fréttatilkynningu segir að páskajógúrtið sé hefðbundið jógúrt með toppi sem inniheldur hjúpað morgunkorn. Meira

Fastir þættir

4. apríl 2000 | Fastir þættir | 456 orð | 1 mynd

Áskirkja .

Áskirkja . Opið hús fyrir alla aldurshópa í safnaðarheimilinu kl. 10-14. Léttur hádegisverður framreiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu kl. 14-16. Dómkirkja. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15. Meira
4. apríl 2000 | Fastir þættir | 382 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

UNDANKEPPNI Íslandsmótsins í sveitakeppni fór fram í Bridshöllinni í Þönglabakka um helgina. Þetta er hörkukeppni 40 sveita, sem skipt er í 5 átta sveita riðla og markmiðið er að velja 10 sveitir til að keppa til úrslita um páskahelgina. Meira
4. apríl 2000 | Viðhorf | 667 orð

Einkavæðing í Alberta

"Í nokkra áratugi hefur hvað eftir annað komið í ljós, í ýmsum löndum, að heilbrigðisþjónusta sem rekin er í hagnaðarskyni af einkaaðilum er síðri en heilsugæsla, sem ekki er rekin í hagnaðarskyni, á vegum hins opinbera." Úr skýrslu Parkland-stofnunarinnar í Kanada vegna fyrir- hugaðrar einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu í Alberta. Meira
4. apríl 2000 | Dagbók | 594 orð

(I. Jóh. 3, 16.)

Í dag er þriðjudagur 4. apríl, 95. dagur ársins 2000. Ambrósíusmessa. Orð dagsins: Af því þekkjum vér kærleikann, að Jesús lét lífið fyrir oss. Svo eigum vér og að láta lífið fyrir bræðurna. Meira
4. apríl 2000 | Fastir þættir | 239 orð | 1 mynd

"Viðbrögð áhorfenda veittu mér aukið öryggi"

"ÞAÐ var rosalega skemmtileg tilfinning að upplifa þessa stemmningu og það fyllti mig auknu öryggi að fá þessi sterku viðbrögð strax í upphafi keppninnar," sagði Magnús Arngrímsson eftir hinn frækilega sigur á hryssu sinni Filmu í... Meira
4. apríl 2000 | Fastir þættir | 1456 orð | 3 myndir

Sigur áhugamennsku og brekkunnar

Nýtt par á toppnum eftir æsispennandi keppni í dúndrandi stemmningu, hvað er hægt að hafa það betra þegar frábærum fákum er att saman við skemmtilegar aðstæður? Valdimar Kristinsson var einn fjölmargra sem brá sér í Skautahöllina í Laugardal á laugardagskvöldið til að fylgjast með þriðja hestamótinu sem haldið er þar, nú í nafni verslunarinnar Töltheima. Meira
4. apríl 2000 | Fastir þættir | 91 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Svartur á leik. 24.-25. mars sl. lauk Íslandsflugsdeildinni með sigri A-sveitar Taflfélagsins Hellis. Meira
4. apríl 2000 | Fastir þættir | 289 orð | 2 myndir

Sterkustu sveitirnar í úrslitakeppnina

31. mars - 2. apríl. Aðgangur ókeypis. Meira
4. apríl 2000 | Fastir þættir | 913 orð | 4 myndir

Öruggur sigur Kasparovs á bráðskemmtilegu Heimsmóti

1.-2 apríl 2000 Meira

Íþróttir

4. apríl 2000 | Íþróttir | 372 orð

Annar hver keppandi prófaður í Sydney

VÍÐTÆK lyfjapróf verða gerð á íþróttamönnum um allan heim á næstu mánuðum, áður en Ólympíuleikarnir í Sydney fara fram. Reiknað er með því að þegar Ólympíuleikarnir hefjast hafi a.m.k. annar hver þátttakandi gengist undir lyfjapróf. Með þessum prófum vonast forráðamenn Alþjóða ólympíunefndarinnr, IOC, eftir að hægt verði að hafa hendur í hári þeirra íþróttamanna sem ætla sér að hafa rangt við á leikunum. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 196 orð

Aron ennþá frá keppni

ARON Kristjánsson er ekki enn búinn að jafna sig af hnémeiðslum sem hann hlaut fyrir síðustu áramót. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 413 orð

Bayer Leverkusen náði loks forystunni í...

BAYERN München féll úr efsta sæti þýsku 1. deildarinnar um helgina er liðið gerði 1:1-jafntefli við Wolfsburg. Bayer Leverkusen greip tækifærið, vann 1860 München 2:1 og komst í efsta sæti deildarinnar. Eyjólfur Sverrisson og félagar í Hertha Berlin unnu mikilvægan 2:1-sigur á Schalke og halda í vonina um að ná Evrópusæti. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 62 orð

Björn aftur í KR

BJÖRN Jakobsson er hættur hjá norska 1. deildarliðinu Raufoss og leikur að óbreyttu með KR-ingum í úrvalsdeildinni í knattspyrnu í sumar. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 310 orð | 1 mynd

Bolton hársbreidd frá bikarúrslitum

GUÐNI Bergsson og Eiður Smári Guðjohnsen misstu af úrslitaleik ensku bikarkeppninnar á sorglegan hátt. Bolton beið lægri hlut fyrir Aston Villa í vítaspyrnukeppni eftir markalaust jafntefli liðanna í framlengdum leik á Wemley á sunnudaginn. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 145 orð

Cesar áfram í Brasilíu

JULIO Cesar, Werder Bremen, hefur undanfarið dvalist í Brasilíu og reynt að ná sér af þrálátum meiðslum. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 64 orð

Collymore slapp vel

STAN Collymore, knattspyrnumaður hjá Leicester, gekkst undir aðgerð á fæti í gær en hann fótbrotnaði í leik liðsins gegn Derby í ensku úrvalsdeildinni á sunnudag. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Eiður átti ekki skilið að tapa

EIÐUR Smári Guðjohnsen átti ekki skilið að vera í tapliði í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar á sunnudaginn þegar Bolton beið lægri hlut fyrir Aston Villa í bikarkeppni. Svo var a.m.k. sagt í umsögn enska blaðsins Daily Telegraph um leikinn. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 100 orð

Enn fylgst með Eiði Smára

EIÐUR Smári Guðjohnsen var sem fyrr í sviðsljósinu þegar Bolton lék við Aston Villa í undanúrslitum enska bikarsins á Wembley á sunnudaginn. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 490 orð | 3 myndir

Eyjastúlkur með pálmann í höndunum

SKJÓTT skipast veður í lofti - það fengu Gróttu/KR-stúlkur að sannreyna á Seltjarnarnesinu í gærkvöld þegar þær glutruðu níu síðustu sóknum sínum í venjulegum leiktíma og það nýttu vígreifar Eyjastúlkur sér til að jafna og sjálfstraustið, sem fylgdi með, fleytti þeim til 27:25 sigurs. Þar með hafa þær unnið báða leiki liðanna í úrslitum og geta rekið endahnútinn á deildina í þriðja leiknum í Eyjum á miðvikudaginn. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 545 orð

Eyjastúlkur virtust koma mun ákveðnari til...

EYJASTÚLKUR tóku á móti Gróttu/KR í fyrstu rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn í Eyjum. Leikurinn var bráðfjörugur í alla staði, troðfullt hús og mikil stemmning. Eyjastúlkur voru skrefinu á undan Gróttu/KR í leiknum og uppskáru góðan sigur, 30:25. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 119 orð

Eyjólfur hættir með Stjörnuna

EYJÓLFUR Bragason, sem þjálfaði kvennalið Stjörnunnar í handknattleik í vetur, verður ekki áfram með liðið á næsta tímabili. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 1236 orð | 1 mynd

Ég á mína drauma

"Það sem situr helst eftir er að það er ekkert sem bætir manni það upp að vera kippt út úr þessu daglega lífi. Auðvitað eru fjárhagsáhyggjurnar og allt það erfiðar og ekki er á það bætandi að manni líður illa, en þessi kúvending sem varð hjá fjölskyldunni breytti mjög miklu," segir Herdís Sigurbergsdóttir í viðtali við Ingibjörgu Hinriksdóttur. Hásin var grædd í Herdísi í Þýskalandi á dögunum. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 245 orð

Ég er mjög ánægð með árangurinn...

Ég er mjög ánægð með árangurinn því ég átti alls von á að vinna gönguna í dag vegna þess að ég var ekki mjög hress og eiginlega þreytt eftir hinar göngurnar," sagði Katrín Árnadóttir frá Ísafirði, eftir sigur í 10 km göngu, en hún fór frá Skálafelli... Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 262 orð | 1 mynd

FALUR Harðarson og félagar í finnska...

FALUR Harðarson og félagar í finnska liðinu Honka byrjuðu ekki vel í úrslitakeppninni í körfuknattleik. Liðið tapaði fyrir Huima í fyrsta leiknum á heimavelli 66:81. Mjög óvænt úrslit enda var Honka fyrsta lið í úrslit en Huima síðasta. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 156 orð

Framtíð Trapattonis óráðin

GIOVANNI Trapattoni hefur heldur dregið í land með þá yfirlýsingu sína að hætta að þjálfa Fiorentina eftir þetta tímabil. Hann sagði í samtali við ítalska fjölmiðla um helgina að hann hefði ekkert ákveðið varðandi framtíð sína. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 192 orð | 1 mynd

FRIÐRIK Ragnarsson , fyrirliði Njarðvíkur ,...

FRIÐRIK Ragnarsson , fyrirliði Njarðvíkur , kom inn á þegar 5 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en hann missti af þremur fyrstu leikjunum gegn KR vegna rifins vöðva í kálfa. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 704 orð

Fyrir keppnistímabilið var spá flestra að...

NÚ er skemmtilegur tími í deildarkeppninni í NBA-deildinni. Venjulega er barátta um að komast í úrslitakeppnina, en nú er nokkuð ljóst hvaða lið munu verða í átta efstu sætunum í austur- og vesturdeild. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 129 orð | 1 mynd

Gerpla vann í áttunda sinn í röð

GERPLUSTÚLKUR úr Kópavogi urðu Íslandsmeistarar í trompfimleikum í áttunda sinn í röð um helgina. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 1162 orð | 3 myndir

Greitt fyrir gelgjurnar

ENSKIR knattspyrnumenn eru dýrir. Einkum framherjar. Það veit Liverpool sem keypti Emile Heskey á ellefu milljónir sterlingspunda frá Leicester City, og Chelsea, sem borgaði Blackburn Rovers tíu milljónir fyrir Chris Sutton. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 260 orð | 1 mynd

Guðmundur var bjargvættur Geel

GUÐMUNDUR Benediktsson og Þórður Guðjónsson skoruðu mikilvæg mörk fyrir félög sín í belgísku knattspyrnunni um helgina. Guðmundur var hetja Geel sem sigraði Harelbeke, 3:2, en hann skoraði jöfnunarmark og lagði upp sigurmark á lokakafla leiksins. Genk komst á sigurbraut á ný eftir slæmt gengi að undanförnu og gerði Þórður sigurmarkið gegn Lokeren. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

Harpa vann fyrsta gull Breiðabliks

"ÉG átti alls ekki von á að sigra en fyrri ferðin var nógu góð til að þetta gengi því síðari ferðin var mun slakari hjá mér," sagði Harpa Kjartansdóttir úr Breiðabliki, sem varð Íslandsmeistari í svigi kvenna á sunnudaginn og náði fjórða sætinu... Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

HEIÐAR Helguson lék ekki með Watford...

HEIÐAR Helguson lék ekki með Watford gegn Everton á laugardaginn vegna meiðsla í nára og Egil Olsen , stjóri Wimbledon , ákvað að láta Hermann Hreiðarsson bíða einn leik í viðbót með að byrja að spila á ný eftir hnéaðgerðina í síðasta mánuði. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 390 orð | 1 mynd

Hér eru fleiri en á stóru mótunum erlendis

"ÉG er mjög sáttur við árangur minn hér því ég gerði það sem ég ætlaði og skíðaði ágætlega, held ég," sagði Kristinn Björnsson skíðakappi, sem getið hefur sér góðan orðstír í heimsbikarkeppninni, enda dró hann marga áhorfendur að svigbrautinni. Hann átti sigurinn nokkuð vísan og skíðaði af öryggi í landsmótinu á sunnudeginum. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 104 orð

HM 2003 í Birmingham

ÁKVEÐIÐ var á fundi Alþjóða frjálsíþróttasambandsins um helgina að færa heimsmeistaramótið innandyra fram til ársins 2004, en það átti að halda 2005. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 199 orð

Hvar eru trén?

INGAR Botten var eftirlitsmaður Alþjóðaskíðasambandsins og fylgdist með hvort allt færi fram eftir settum ströngum reglum. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 361 orð

JENS Paeslack, þýski knattspyrnumaðurinn sem lék...

JENS Paeslack, þýski knattspyrnumaðurinn sem lék með ÍBV fyrir tveimur árum, var fyrir helgina keyptur til St. Mirren í Skotlandi frá Karlsruhe , þar sem hann hefur spilað í vetur. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 370 orð

Jóhann Friðrik Haraldsson gerði vel þegar...

Jóhann Friðrik Haraldsson gerði vel þegar hann vann brons í Íslandsmótinu á sunnudaginn en fyrir ofan hann voru Kristinn Björnsson og Michael Dickson frá Ástralíu. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 253 orð | 1 mynd

Keflavík stendur jafnfætis KR

KEFLAVÍKURSTÚLKUR gerðu sér lítið fyrir og sigruðu KR-stúlkur 68:61 í æsispennandi leik í úrslitum 1. deildarkeppninnar í körfuknattleik í Keflavík í gærkvöldi. Þetta var annar leikur liðanna og er staðan nú jöfn 1:1. Þriðji leikurinn fer fram á fimmtudagskvöldið í KR-heimilinu en það lið sem fyrr sigrar í 3 leikjum hlýtur Íslandsmeistaratitilinn. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 212 orð

KIEL varð um helgina þýskur bikarmeistari...

KIEL varð um helgina þýskur bikarmeistari í handknattleik þriðja árið í röð, en liðið lagði Flensburg 26:25 í framlengdum úrslitaleik. Liðið hefur nú sett stefnuna á að vinna deildina og meistaradeild Evrópu. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 140 orð

Markvarðapóker í Þýskalandi

ÞÝSKA blaðið Bild Zeitung greinir frá miklum markvarðapóker sem í gangi er þessa dagana. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 425 orð

Meistarabaráttan harðnar á Ítalíu

LAZIO lagði Juventus í toppslag ítölsku 1. deildarinnar um helgina og munar nú aðeins þremur stigum á liðunum. Á sama tíma tíma töpuðu önnur lið, sem eru í baráttunni á toppnum, stigum og má þar nefna Inter Mílanó, AC Milan og Roma en Parma skaust í fimmta sætið með sigri á Milan. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 66 orð

Miklir peningar fyrir sigur á EM

LJÓST er að þátttaka í Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu í Hollandi og Belgíu í sumar verður landi því sem sigrar mikil peningaleg lyftistöng. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 190 orð

Ólíklegt að Stoke fái stigin

STEVE Double, talsmaður enska knattspyrnusambandsins, sagði í gær að kröfur Guðjóns Þórðarsonar um að Stoke yrðu dæmd öll stigin úr viðureign liðsins við Bristol Rovers í 2. deildinni á laugardag ættu ekki við rök að styðjast. Sambandið mun fara yfir skýrslur frá dómara leiksins, lögregluyfirvöldum og frá Bristol Rovers áður en ákvörðun um viðurlög heimaliðinu til handa verða ákveðin. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 199 orð

Óvæntur sigur hjá Gústaf og félögum

WILLSTÄTT vann Wetzlar óvænt 27:23, í þýsku 1. deildinni í handknattleik á sunnudaginn. Gústaf Bjarnason skoraði eitt mark fyrir Willstätt en Magnús Sigurðsson komst ekki á blað. Sigurður Bjarnason gerði tvö, þar af eitt úr víti, fyrir Wetzlar. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 611 orð

Rafmögnuð spenna í Grindavík

ÞAÐ þarf oddaleik til að fá fram úrslit í rimmu Grindvíkinga og Hauka því að heimamenn í Grindavík sigruðu Hauka í æsispennandi leik á sunnudagskvöld 83:80 eftir að vera 42:36 yfir í leikhléi. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 731 orð | 1 mynd

Rauðu djöflarnir halda uppteknum hætti

Rauðu djöflarnir, eins og leikmenn Manchester United eru kallaðir, virðist gjörsamlega óstöðvandi í ensku úrvalsdeildinni og hefur liðið nú tíu stiga forystu á Leeds. Kanadíski markvörðurinn Craig Forrest komst að því að það er allt annað en skemmtilegt að standa í marki gestaliðsins á Old Trafford þegar heimamenn eru í stuði eins og á laugardaginn. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 64 orð

RÍKARÐUR Ríkarðsson setti á föstudagskvöldið Íslandsmet...

RÍKARÐUR Ríkarðsson setti á föstudagskvöldið Íslandsmet í 100 m flugsundi í 50 m laug. Ríkarður tók þátt í bandaríska meistaramótinu sem haldið er í Seattle og synti þar á 56,22 sekúndum og bætti eigið met frá því í júlí síðastliðnum um 5/100 úr sekúndu. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 151 orð

Rosenborg sigurstranglegast

MEISTARALIÐIÐ Rosenborg þykir sigurstranglegasta liðið til þess að vinna norska meistaratitilinn, að mati netblaðsins Nettavisen. Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst 9. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 49 orð

Sagt frá aðgerðinni í Bild

AÐGERÐIN á Herdísi Sigurbergsdóttur vakti nokkra athygli í Þýskalandi og þýska blaðið Bild birti grein með mynd um aðgerðina. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 86 orð

Sex útlendingar hjá Leiftri

SEX erlendir leikmenn, sem hyggjast leika með Leiftri frá Ólafsfirði í efstu deild í knattspyrnu í sumar, eru komnir til liðsins. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 85 orð

Sigurður hættur með HK

SIGURÐUR Valur Sveinsson er hættur sem þjálfari og leikmaður 1. deildarliðs HK í handknattleik en hann hefur stjórnað Kópavogsliðinu undanfarin fimm ár. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 531 orð | 2 myndir

Skynsemin sterkasta vopn KR

KR-INGAR fjölmenntu á sunnudaginn til að sjá lið sitt leika fjórða leikinn við Njarðvíkinga í undanúrslitum úrvalsdeildar karla í körfuknattleik. Það má segja að það hafi borið árangur því KR sigraði 91:77 og því þurfa liðin að mætast í hreinum oddaleik í Njarðvík í kvöld. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 141 orð

Snjóbrettakeppni var sýningargrein

SNJÓBRETTAKEPPNI var sýningargrein á Skíðalandsmótinu um helgina og voru keppendur um fjörutíu en til stendur að keppni á brettum verði fullgild grein á næsta móti. Að sögn brettafólks voru aðstæður mjög góðar. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 387 orð

Spennan heldur áfram í efstu deild...

Spennan heldur áfram í efstu deild á Spáni þar sem nú eru eftir níu umferðir. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 470 orð

Systkinin hlaðin gulli

SKÍÐAFÓLK nýtti sér góðan samning mótstjórnar Skíðalandsmótsins við veðurguðina og flykktist í Skálafell um helgina til að fylgjast með öllu besta skíðafólki landsins spreyta sig í hinum ýmsu greinum og líka til að láta ljós sitt skína í ljómandi veðri. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 406 orð

Tap Bolton gegn Aston Villa eykur líkurnar á að Guðni Bergsson flytji heim í vor

Það var grátlegt að ná ekki að klára þennan leik, sérstaklega eftir stangarskotið og dauðafærið hjá Dean Holdsworth í framlengingunni. En ég tel að við höfum sýnt að á góðum degi erum við ekki með lakara lið en mörg sem leika í úrvalsdeildinni og okkur vantaði aðeins herslumuninn til að sigra Aston Villa. Við áttum ekki síðri möguleika en þeir á að komast í bikarúrslitin," sagði Guðni Bergsson, leikmaður Bolton, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 142 orð

Þannig vörðu þær

LAUGARDAGUR: Lukrecija Bokan, ÍBV, 12 (6 skot þar sem knötturinn fór aftur til mótherja) - 4 (2) langskot, 5 (3) af línu, 3 (1) úr horni. Vigdís Sigurðardóttir, ÍBV, 3 (1 skot þar sem knötturinn fór aftur til mótherja) - 2 (1) langskot, 1 af línu. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 707 orð

Þetta var umfram allt góð varnarvinna...

VIÐ vorum með bakið uppi við vegg fyrir þennan leik og það var ekki um annað að ræða en að sigra. Það tókst og ég er mjög stoltur af liðinu. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 145 orð

Þrefað um kaupverð á Róberti

ÞÝSKU handknattleiks félögin Nordhorn og Dormagen eiga í viðræðum þessa dagana um kaup fyrrnefnda félagsins á landsliðsmanninum Róberti Sighvatssyni. Meira
4. apríl 2000 | Íþróttir | 417 orð

Þýsku læknarnir sem framkvæmdu aðgerðina voru...

"Í RAUN átti sér þarna stað beinígræðsla, því beinhlutar voru fastir á nýju sininni, sem þeir boltuðu í hælinn með tveimur pinnum." Jörundur Áki Sveinsson, eiginmaður Herdísar, var viðstaddur þegar læknar skoðuðu myndbandsupptöku af skurðaðgerðinni. Meira

Fasteignablað

4. apríl 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Alþjóðleg stofa

Málverkið er skoskt, brjóstmyndirnar eru franskar, klukkan og púðarnir eru danskir. Hvíti liturinn "bindur" stofuna... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 25 orð | 1 mynd

Á veggjum fiskveiðiþjóðar

Við Íslendingar erum fiskveiðiþjóð, eigi að síður eru myndir af fiskum ekki algengt veggjaskraut hjá okkur. Þetta getur þó verið fallegt eins og hér má... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 5 orð | 1 mynd

Barstóllinn storkur háfætti

Hönnun þessa skemmtilega barstóls er... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 19 orð | 1 mynd

Blaðageymsla

Zero heitir þessi einfalda blaðageymsla, ef svo má að orði komast. Hægt er að sauma svona sjálfur án mikillar... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 976 orð | 1 mynd

Borgarstefna - byggðastefna

Í hverju Evrópulandinu á fætur öðru hefur verið gripið til aðgerða á mörgum sviðum til styrktar borgunum, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. Víða hafa verið stofnuð sérstök ráðuneyti borgarmála ogólík fagráðuneyti reyna í vaxandi mæli að samræma aðgerðir á þessu sviði. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 121 orð | 1 mynd

Bygging Lagnakerfamiðstöðvar Íslands

Uppbyggingarstarfið við Lagnakerfamiðstöð Íslands gengur vel. Teikningar að húsinu voru samþykktar hjá byggingarfulltrúaembættinu í Reykjavík 24. febrúar sl. Er frá þessu skýrt í fréttatilkynningu frá Lagnakerfamiðstöðinni. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 458 orð | 1 mynd

Einbýlishús með þremur íbúðum

HJÁ fasteignasölunni H-gæði er nú í sölu húseignin Hraunberg 5, sem samanstendur af tveimur húsum, sem í eru þrjár íbúðir, og rúmgóður bílskúr fylgir að auki. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Einfalt fatahengi

Þetta er óvenjulega einfalt fatahengi, það stendur upp við vegg og er auðvelt í... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Einn sígildur

STÓLLINN Gipsy kom fram um 1960. Hann þykir einkar glæsilegur og er mjög vinsæll um þessar... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 144 orð | 1 mynd

Fallegt einbýlishús á útsýnisstað

EIGNASALAN - HÚSAKAUP er með til sölu stórt íbúðarhús að Álfabrekku 13 í Kópavogi. Þetta er er steinhús á tveimur hæðum, byggt 1978 og er 245 fermetrar að flatarmáli. Húsið stendur í halla og er neðri hæðin því jarðhæð. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 182 orð | 2 myndir

Flytja inn finnska glugga

MIKIL umsvif í byggingariðnaði hér á landi hafa haft í för með sér aukinn innflutning á erlendum byggingarvörum. Nú hefur AB Hekla í Álandseyjum hafið innflutning hér á gluggum frá finnska fyrirtækinu Fenestra. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 722 orð | 1 mynd

Fólk nýti réttinn til að móta umhverfi sitt

Í Vesturbæjarskóla í Reykjavík var fyrir skömmu opnuð sýning á vegum Skipulagsfræðingafélags Íslands. Brynja Tomer kíkti á sýninguna og ræddi við Gest Ólafsson skipulagsfræðing, sem sagði brýnt að vekja athygli ungs fólks á því að skipuleggja þurfi umhverfið með sjálfbæra þróun í huga. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 538 orð | 3 myndir

Gagnleg þrenna

Kæliraftar, plasthringir og skólpdælur eru nýjungar, þó misjafnlega gamlar, segir Sigurður Grétar Guðmundsson. Þær hafa komið að góðu gagni. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 26 orð | 1 mynd

Gamaldags skápur

Skápar með svona útlit, málaðir á þennan hátt, þykja skemmtileg hýbýlaprýði í dag. Þetta er stíll sem er einkum mikið í tísku hjá ungu fólki á... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 180 orð | 1 mynd

GERT er ráð fyrir líflegum sumarhúsamarkaði...

GERT er ráð fyrir líflegum sumarhúsamarkaði í vor. En markaðurinn hefur verið að breytast undanfarin ár og fólk gerir nú meiri kröfur til sumarhúsa en áður. "Fólk notar þau meira en áður og vill geta farið í þau að vetri til, ef tíð leyfir, t.d. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 10 orð | 1 mynd

Gler og málmur

Opalgler og mattur krómaður málmur er efniviðurinn í lampa Claus... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 200 orð | 1 mynd

Glæsilegt timburhús við Hraunbrún í Hafnarfirði

FASTEIGNASTOFAN er með í sölu einbýlishús, kjallara, hæð og ris, að Hraunbrún 18 í Hafnarfirði. Um er að ræða timburhús á steyptum kjallara, byggt árið 1982. Flatarmál hússins er 257, 5 fermetrar auk sérstæðs bílskúrs sem er 21,5 fermetrar. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 46 orð

HREINLEIKI og einfaldleiki einkenna japanska garða.

HREINLEIKI og einfaldleiki einkenna japanska garða. Þeir eru skipulagðir eins og þeir væru náttúran sjálf. Þess vegna skiptir útsýni úr görðum miklu máli, gagnstætt því sem er hér á landi. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 413 orð | 1 mynd

Japanskir garðar á Íslandi

Garðahönnun á sér langa sögu og er ólík eftir því hvaðan hún er upprunin. Brynja Tomer blaðamaður hlustaði á Björn Jóhannsson landslagsarkitekt segja frá japanskri garðlist. Hann segir vel hægt að útfæra stílhreinan einfaldleika japanskrar garðlistar í íslensku umhverfi. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 406 orð

KAUPENDUR GREIÐSLUSTAÐUR KAUPVERÐS - Algengast er...

KAUPENDUR GREIÐSLUSTAÐUR KAUPVERÐS - Algengast er að kaupandi greiði afborganir skv. kaupsamningi inn á bankareikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Ketill frá 1828

SVONA koparketil væri ekki amalegt að eiga, hann er nákvæmlega eins og þeir sem voru í tísku á gömlum herragörðum á nítjándu öld enda smíðaði H. Dörge koparsmiður hann árið... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Lampi í svefnherbergið

ZOOM-LAMPINN er hentugur í svefnherbergið. Hann varpar góðu ljósi á t.d. bók en ekki á allt herbergið. Það skiptir miklu máli að hafa góða leslampa fyrir ofan rúm eins og allir... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 1011 orð | 1 mynd

Losnaðu við allt píp!

Það verður e.t.v. eitthvert píp með iðnaðarmennina, en miklu meira píp er að reyna að gera allt sjálfur, segja þau Eyjólfur Bjarnason, byggingartæknifræðingur hjá Samtökum iðnaðarins og Fanný Kristín Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri Húsráða. Losnaðu við slík vandamál með góðum undirbúningi og láttu píparann um pípulagnirnar. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 877 orð

Lögmæti aðalfunda í húsfélögum

Góður undirbúningur aðalfunda í húsfélögum er nauðsynlegur, segir Elísabet Sigurðardóttir, lögfræðingur hjá Húseigendafélaginu. Þar eru gjarnan teknar ákvarðanir um dýrar framkvæmdir. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 296 orð

Mikil hreyfing á Akureyri

ÍBÚÐABYGGINGAR á Akureyri hafa verið nokkuð jafnar undanfarin tvö ár. Mest hefur verið byggt í Giljahverfi, aðallega fjögurra íbúða fjölbýlishús. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Notalega hornið

ÞAÐ má ekki gleymast þegar íbúðir eru innréttaðar að hafa einhvers staðar notalegt horn eins og þetta... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 42 orð | 1 mynd

Nýja eldhúsið

ÞETTA eldhús lítur út fyrir að vera gamalt en er í raun spánýtt. Takið eftir hvað blómin fara vel við græna litinn. Málningin er dálítið skemmtileg, svo og gardínurnar. Þetta er gott dæmi um nýtt eldhús sem hefur yfir sér mjög gamalt... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 15 orð | 1 mynd

Ópíumbekkurinn

Bekkurinn á myndinni er 200 ára gamall og er hannaður sem ópíumbekkur. Hann er frá... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 117 orð | 1 mynd

Parhús með einstöku útsýni

HJÁ Eignavali eru í einkasölu tvö parhús á tveimur hæðum, 205 fermetrar með innbyggðum bílskúr hvort um sig að Fellsási 9 og 9a. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 666 orð

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala...

SELJENDUR SÖLUUMBOÐ - Áður en fasteignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að hafa sérstakt söluumboð frá eiganda og skal það vera á stöðluðu formi sem dómsmálaráðuneytið staðfestir. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 206 orð | 1 mynd

Sérhæð á eftirsóttum stað

HJÁ fasteignasölunni Borgir er nú til sölu vönduð sérhæð að Flókagötu 69. Þetta er efsta húsið við götuna, steinsteypt og byggt 1953 og þetta er efri sérhæð og möguleiki er á að kaupa risið jafnframt. Þar er nú fullbúin séríbúð. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 13 orð | 1 mynd

Sérkennileg ljósakróna

Þessi ljósakróna er í sérkennilegri kantinum - hún er hönnuð úr sex ílöngum... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Skrítinn málmskápur

Þessi undarlegi málmskápur heitir Odla og er úr galvaniseruðum málmi, hann er álitinn hentugur fyrir ýmiss konar... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 16 orð | 1 mynd

Svartur glæsileiki

GLÆSILEG kaffikanna - ekki satt? Hún er hönnuð af Carlo Gianinni og er til í þremur... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 35 orð | 1 mynd

Svefnherbergi í dökkum litum

ÞAÐ er óvitlaust að hafa svefnherbergið sitt í dökkum litum, þá er færra sem truflar, ekki síst er þetta vafalaust hentugt fyrir þá svefnstyggu. Aðeins teppið er í ljósu og svo skermveggurinn sem er úr... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 29 orð | 1 mynd

Tímalaus glæsileiki

SÓFINN Night hefur verið mjög vinsæll frá því hann kom fram á sjónarsviðið fyrir nokkrum árum. Hann er danskur og leðurklæddur. Hann þykir gott dæmi um tímalausan glæsileika í... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 3 orð | 1 mynd

Tvískiptur eggjabikar

Tric-eggjabikarinn hannaði Kay... Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 1354 orð | 3 myndir

Vaxandi kröfur gerðar til húsanna og fólk notar þau meira

Eftir að hlána tók hefur sumarhúsamarkaðurinn tekið vel við sér. Áður fyrr var Árnessýsla eftirsóttasta svæðið. Vegna Hvalfjarðarganganna hefur ásókn í sumarhús í Borgarfirði aukizt til muna. Magnús Sigurðsson kynnti sér sumarhúsamarkaðinn. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 41 orð

VIÐ skulum alls ekki kasta byggðasjónarmiðunum...

VIÐ skulum alls ekki kasta byggðasjónarmiðunum fyrir róða, segir Jón Rúnar Sveinsson félagsfræðingur. En við hlið byggðastefnunnar þarf sem allra fyrst að móta skýra og framsækna borgarstefnu. Meira
4. apríl 2000 | Fasteignablað | 532 orð | 2 myndir

Öll sumarhús í landinu fái sérstakt öryggisnúmer

LANDSSAMBAND sumarhúsaeigenda hefur verið að eflast á undanförnum árum. Sambandið hélt aðalfund sinn á fimmtudaginn var og þar var Ásgeir Guðmundsson kjörinn formaður. Sambandið hefur beitt sér fyrir miklu átaki varðandi öryggismerkingar á sumarhúsum. Meira

Úr verinu

4. apríl 2000 | Úr verinu | 121 orð | 1 mynd

Til Íslands í fyrsta sinn

ÁSGRÍMUR Halldórsson SF kom í fyrsta sinn til hafnar á Íslandi á föstudag en skipið verður gert út af útgerðarfélaginu Þingey ehf., sem er í eigu Skinneyjar-Þinganess hf. á Höfn í Hornafirði og SR-mjöls hf. Meira
4. apríl 2000 | Úr verinu | 262 orð | 2 myndir

Tvíhliða samningur undirritaður

TVÍHLIÐA samningur um samvinnu Rússa og Íslendinga á sviði sjávarútvegs var undirritaður í Moskvu í gær þar sem nú stendur yfir opinber heimsókn Árna M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra en hann er þar í boði Yu. P. Sinelnik, sjávarútvegsráðherra Rússa. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.