Greinar laugardaginn 21. október 2000

Forsíða

21. október 2000 | Forsíða | 95 orð

Rússum fækkar

RÚSSUM fækkaði um rúmlega 500.000 manns á fyrstu átta mánuðum þessa árs. Voru þeir 145,1 milljón 1. september sl. að sögn Interfax . Á fyrrnefndum tíma fækkaði Rússum um 0,3% en um 0,4% á sama tíma fyrir ári. Meira
21. október 2000 | Forsíða | 162 orð | 1 mynd

Tilnefningu harðlínumanna mótmælt

BANDAMENN Vojislav Kostunica, forseta Júgóslavíu, mótmæltu í gær tilnefningu harðlínumanna úr flokki Slobodans Milosevic, Sósíalistaflokknum, í þjóðstjórn Serbíu. Komist var að samkomulagi um það sl. Meira
21. október 2000 | Forsíða | 576 orð | 1 mynd

Umsamið vopnahlé hundsað

NÍU Palestínumenn létust og á sjöunda tug særðist á einum blóðugasta degi átaka Ísraela og Palestínumanna í gær. Vopnahlé það sem taka átti gildi í gær og samið var um á neyðarfundi leiðtoganna á þriðjudag var virt að vettugi. Meira
21. október 2000 | Forsíða | 182 orð

WHO varar við fleiri faröldrum

WHO, Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, sagði í gær, að 47 hefðu látist og 122 sýkst í ebólafaraldrinum í Norður-Úganda. Jafnframt var varað við því, að líklega væri þetta aðeins fyrsti faraldurinn af mörgum. Meira

Fréttir

21. október 2000 | Innlendar fréttir | 138 orð | 1 mynd

800 sjálfboðaliðar skrá sig

RÚMLEGA 800 sjálfboðaliðar víðs vegar að af landinu hafa skráð sig til þátttöku í landssöfnun Rauða krossins gegn alnæmi í Afríku undir kjörorðinu Göngum til góðs, en hún fer fram laugardaginn 28. október. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð

840 e-töflur í um 80 smokkum

MAÐURINN sem handtekinn var á sunnudag með e-töflur innvortis hefur nú skilað af sér öllu efninu. Við röntgenmyndatöku á sunnudag kom í ljós að hann var með talsvart magn af smokkum í meltingarvegi. Meira
21. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 91 orð | 1 mynd

ADSL-þjónusta Símans á markað

SÍMINN hóf í gær, föstudag, ADSL-þjónustu á Akureyri en þetta er jafnframt fyrsti staðurinn utan höfuðborgarsvæðsins þar sem þjónustan er sett á markað. Þar með eiga 67% landsmanna kost á þessari þjónustu. Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Aflýsti fréttamannafundi

BORÍS Jeltsín, fyrrverandi forseti Rússlands, kom við á bókasýningunni í Frankfurt í gær til að kynna síðasta bindi ævisögu sinnar, "Miðnæturskrifanna". Þótti hann heldur laslegur að sjá og fréttamannafundi með honum var aflýst. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Allar þyrlur varnarliðsins í flughæfu ástandi

ÞAU tímamót urðu hjá varnarliðinu í Keflavík fyrir skömmu að allar fimm Sikorsky HH60G björgunarþyrlur þess voru í flughæfu ástandi á sama tíma en ekki er gert ráð fyrir því að svo sé. Reglan er sú að tvær séu til taks á hverjum tíma. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 382 orð

Athugasemd frá Húsnæðisskrifstofu

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Arnaldi M. Bjarnasyni, framkvæmdastjóra Húsnæðisskrifstofu Reykjavíkur: "Í Morgunblaðinu föstudaginn 20. október s.l. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 69 orð

Athugasemdir við uppgjör

Í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar um ríkisreikning 1999 kemur fram að meðal þeirra sem fóru framúr fjárheimildum er embætti forseta Íslands. Námu umframútgjöld þess í fyrra 15,1 milljón króna. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 504 orð

Áhersla á mikilvægi samnings um afnám misréttis gegn konum

FASTAFULLTRÚI Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Þorsteinn Ingólfsson sendiherra, flutti þrjú ávörp á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í sl. viku. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 170 orð

Áhyggjur vegna aukinna lífeyrisskuldbindinga

SKULDIR ríkissjóðs jukust um 11,7 milljarða króna á árinu 1999, sem stafaði aðallega af aukningu lífeyrisskuldbindinga sem ríkissjóður er ábyrgur fyrir. Þetta kemur fram í skýrslu um endurskoðun ríkisreiknings 1999 sem Ríkisendurskoðun hefur sent frá... Meira
21. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 296 orð

Barnadeild FSA í nýtt húsnæði innan tíðar

BARNADEILD Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri verður flutt í nýtt húsnæði í nýbyggingu FSA seinni partinn í næsta mánuði, að sögn Vignis Sveinssonar, framkæmdastjóra fjármála og reksturs FSA. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 632 orð | 1 mynd

Betri menntun og aukin samvinna nauðsynleg löggæslunni

MENNTUN lögreglumanna er lykilþáttur í bættri löggæslu að sögn Hans Sverre Sjøvold sem brátt tekur við embætti eins af þremur aðstoðarríkislögreglustjórum Noregs. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 76 orð

Bílvelta á Fjarðarheiði

FÓLKSBÍLL valt út af veginum yfir Fjarðarheiði um klukkan hálfníu í gær. Kona sem var ein í bílnum slapp ómeidd. Talið er að hálka hafi valdið slysinu. Skömmu áður en slysið varð kom þokubakki yfir heiðina. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 51 orð

Bílvelta á Holtavörðuheiði

UNG KONA missti stjórn á jeppabifreið sinni á Holtavörðuheiðinni laust eftir klukkan átján í gærkvöldi með þeim afleiðingum að bíllinn valt. Ökumaður og farþegi voru fluttir með sjúkrabíl til Reykjavíkur. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 77 orð

Braut bein í andliti konu sinnar

LÖGREGLUMENN óku fram á konu um klukkan sex í morgun sem hafði orðið fyrir harkalegum barsmíðum eiginmanns sín. Stórsá á konunni en hún var m.a. nef- og kinnbeinsbrotin. Hún var samstundis flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Brautskráning frá Háskóla Íslands í dag

BRAUTSKRÁNING kandídata frá Háskóla Íslands verður í Háskólabíói í dag, fyrsta vetrardag, laugardaginn 21. október nk. og hefst kl. 14. Að þessu sinni brautskrást 202 kandídatar auk þess sem 17 hafa lokið starfsréttindanámi í félagsvísindadeild. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Bæjarlækurinn í Kerlingardal virkjaður

BÆNDURNIR í Kerlingardal í Mýrdal eru að virkja bæjarlækinn til raforkuframleiðslu. Karl Pálmason bóndi (til hægri á myndinni) og Kjartan Stefánsson gröfumaður hjá Framrás í Vík voru að útbúa uppistöðulón með gerð lítillar stíflu. Meira
21. október 2000 | Landsbyggðin | 185 orð | 1 mynd

Bætt úr vatnsskorti í Stykkishólmi

Stykkishólmi- Á undanförnum árum hefur verið vatnsskortur í húsum í Stykkishólmi þann tíma sem skel- og rækjuvinnslurnar eru starfandi. Í haust hefur ástandið verið mjög slæmt. Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 650 orð | 2 myndir

Clinton kemur inn á síðasta sprettinum

BANDARÍSKU forsetaframbjóðendurnir virðast ennþá vera hnífjafnir, þegar aðeins tvær og hálf vika eru í kosningar, og reyna nú hvað þeir geta til að vinna atkvæði hvor af öðrum. Meira
21. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 128 orð | 1 mynd

Drullupollar í miðbænum

VEGNA mikilla framkvæmda hefur miðbærinn á Akureyri verið víða illa útlítandi undanfarin misseri og þegar framkvæmdum er lokið á einum stað og búið að ganga frá götum og gangstéttum eru hafnar framkvæmdir á næsta stað. Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Duisenberg gagnrýndur

WIM Duisenberg, hinn hollenzki aðalbankastjóri Seðlabanka Evrópu (ECB), sætir þessa dagana þungri gagnrýni á frammistöðu sína í embætti. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Dæmdur í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisafbrot

KARLMAÐUR var dæmdur í 15 mánaða fangelsi og til greiðslu sektar fyrir kynferðisafbrot gegn tveimur ungum stúlkum. Dómurinn var kveðinn upp í héraðsdómi Norðurlands vestra þann 18. október sl. Brotin voru fjölmörg og áttu sér stað á tíu ára tímabili. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 155 orð

Einangra erfðavísi tengdan geðklofa

TEKIST hefur að einangra erfðavísi sem tengist geðklofa. Vísindamenn Íslenskrar erfðagreiningar hafa unnið að rannsóknunum í samvinnu við íslenska geðlækna. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 609 orð | 1 mynd

Ekki seinna vænna að fjör færðist í leikinn

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra stóð í stórræðum í þingsölum í þessari viku. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 58 orð

Eldur í Saltvík

ELDUR kom upp í ruslagámi við sláturhús í Saltvík á Kjalarnesi seint í gær. Húsið var mannlaust. Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 1531 orð | 1 mynd

Er friðarferli Ísraela og Palestínumanna lokið?

Hið stríðskennda ástand í Mið-Austurlöndum er bein afleiðing friðarumleitana síðustu ára, segir Magnús Þorkell Bernharðsson í grein sinni. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 304 orð

Erlendir útgefendur slást um 101 Reykjavík

"ÉG hef hreinlega aldrei lent í neinu svipuðu áður með íslenska skáldsögu erlendis," sagði Halldór Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgáfusviðs Eddu, í samtali við Morgunblaðið í gær. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 257 orð

FÍB-trygging beinir viðskiptum til TM

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hefur síðustu daga tekið við tryggingum nokkurra tryggingataka sem voru hjá FÍB-tryggingu en viðskiptavinir FÍB-tryggingar hafa ekki getað endurnýjað tryggingar sínar. Meira
21. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 289 orð

Fundað með Hafnfirðingum á næstunni

ENN hefur ekki fundist lausn á aðstöðuvanda Skotfélags Reykjavíkur, en byggingarframkvæmdir í Grafarholti hafa það í för með sér að félagið missir æfingaaðstöðu sem það hefur byggt upp og notað áratugum saman í Leirdal. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð

Fyrirlestur um börn í Úganda

ERLA Halldórsdóttir mannfræðingur heldur fyrirlestur um börn í Úganda sem hafa misst foreldra sína vegna alnæmis. Fyrirlesturinn er kl. 12 á hádegi á þriðjudag í húsi Rauða krossins í Efstaleiti 9 í Reykjavík. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 125 orð | 1 mynd

Fyrsta kvennafjöltefli á Íslandi

FYRSTA kvennafjöltefli sem haldið hefur verið á Íslandi fer fram í Ráðhúsinu í Reykjavík sunnudaginn 22. október nk. og hefst kl. 13.30. Ólympíusveit kvenna í skák mun þar tefla við 20-30 konur sem standa framarlega á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 99 orð

GENGISSKRÁNING SEÐLABANKA ÍSLANDS 20-10-2000 Gengi Kaup...

GENGISSKRÁNING SEÐLABANKA ÍSLANDS 20-10-2000 Gengi Kaup Sala Dollari 85,69000 85,46000 85,92000 Sterlpund. 124,0300 123,7000 124,3600 Kan. dollari 56,77000 56,59000 56,95000 Dönsk kr. 9,74900 9,72100 9,77700 Norsk kr. 9,06200 9,03600 9,08800 Sænsk kr. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 187 orð

Geri úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga

HEILBRIGÐISRÁÐHERRA verður falið að skipa nefnd til að gera úttekt á stöðu óhefðbundinna lækninga á Íslandi ef Alþingi samþykkir þingsályktunartillögu sem átta þingmenn úr öllum þingflokkum hafa lagt fram. Meira
21. október 2000 | Landsbyggðin | 351 orð | 1 mynd

Góður árangur af uppgræðslu við Hafnarfjall

Grund- Landgræðslufélag við Skarðsheiði boðaði til kynningar og skoðunar á uppgræðsluverkefni sínu undir Hafnarfjalli 9. október sl. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Greint frá kvennahúsum í Bosníu

Árlegur morgunverðarfundur til styrktar UNIFEM Á Íslandi verður haldinn að Hótel Loftleiðum, Víkingasal, þriðjudaginn 24. október kl. 8:00 - 9:30. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

Gönguferð á Keili

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir sunnudaginn 22. október til gönguferðar á Keili en það fjall hefur verið í sérstöku uppáhaldi hjá félaginu í gegnum árin. Þangað var farin fyrsta gönguferð félagsins fyrir 25 árum, en sl. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 68 orð

Gönguferð við Kleifarvatn

FERÐAFÉLAG Íslands efnir til gönguferðar við Kleifarvatn sunnudaginn 22. október. Gangan hefst við Vatnshlíðarhorn og er gengið þar upp. Eftir það er gengið með fjallsbrúninni austan Kleifarvatns og stefnt í Kálfadali. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 276 orð

Hafði ekkert með starfsemina á Íslandi að gera

ANTHONY Hines, deildarstjóri endurtryggingadeildar breska tryggingarfélagsins Markel, sem áður hét Octavian og var í samstarfi við FÍB-tryggingu, staðfestir í samtali við Morgunblaðið þær upplýsingar FÍB-trygginga að Markel hafi dregið sig út úr... Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 240 orð

Hallinn gæti orðið 133 milljónir í lok árs

UPPSAFNAÐUR rekstrarhalli málefna fatlaðra í Reykjavík í lok síðasta árs nam rúmlega 50 milljónum kr. Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 463 orð | 1 mynd

Handbendi Milosevic sveik hann í uppreisninni

DRAGAN höfuðsmaður, fyrrverandi leiðtogi vopnaðra sveita Serba í Króatíu og einn af dyggustu skósveinum Slobodans Milosevic, átti stóran þátt í falli júgóslavneska forsetans fyrrverandi í uppreisninni fyrr í mánuðinum. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð

Iðgjaldahækkanir tryggingafélaga verði skýrðar

NÍU þingmenn úr öllum þremur flokkum stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram á Alþingi beiðni um skýrslu frá viðskiptaráðherra um iðgjaldahækkanir tryggingafélaganna. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 132 orð

Í samningum við Danfoss

Samningaviðræður standa yfir við Danfoss fyrirtækið um kaup á sýningarskála Íslands á heimssýningunni í Hannover og verður fundur um málið í næstu viku, að sögn Sverris Hauks Gunnlaugssonar, ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins. Meira
21. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 40 orð | 1 mynd

Í samræmdum prófum

BÖRN í 4. og 7. bekk í grunnskólum landsins luku við samræmdu prófin sín í gær. Þá var lagt fyrir stærðfræðipróf en á fimmtudaginn var prófað í íslensku. Skólasysturnar í 7. bekk í Grandaskóla höfðu um nóg að spjalla á... Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 300 orð

Japansstjórn efnir til rannsóknar á ástæðum sjálfsvíga

JAPÖNSK stjórnvöld hyggjast verja 300 milljónum jena, andvirði 236 milljóna króna, á næsta ári til að komast til botns í því hvers vegna yfir 30.000 Japanir stytta sér aldur á ári hverju. Meira
21. október 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 1341 orð

Kaupskylda andstæð lögum og jafnræði

HAFNARFJARÐARBÆR hefur alfarið fallið frá forkaupsrétti á félagslegum eignaríbúðum og beitir ekki kaupskylduákvæði nema eigendur óski eftir því, samkvæmt einróma ákvörðun allra bæjarfulltrúa á síðasta ári. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 213 orð

Kindakjötssala jókst um 5,5%

SALA á kindakjöti hefur aukist mikið í sumar. Salan í ágúst er 18,2% meiri en í sama mánuði í fyrra. Sala frá ágúst í sumar til ágúst í fyrra er 5,5% meiri en síðustu 12 mánuði þar á undan. Samtals hefur sala á kjöti aukist um 4,1% á þessu tímabili. Meira
21. október 2000 | Akureyri og nágrenni | 432 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun, sunnudag, kl. 11, sr. Guðmundur Guðmundsson, héraðsprestur. Gunnar Gunnarsson, píanó, og Sigurður Flosason, saxófónn, leika við athöfnina. Sunnudagaskólinn hefst kl. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 196 orð

Kínverjar uppfylltu ekki samninginn

ÚTGERÐAR- og fiskvinnslufyrirtækið Guðmundur Runólfsson hf. á Grundarfirði hefur rift samningi sem félagið gerði við kínverska skipasmíðastöð í maí sl. um smíði fersfisktogara. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 188 orð

Koma að norðan til að gefa blóð

Fimmtíu manna hópur frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki verður á ferð í höfuðborginni um næstu helgi og mun þá gefa blóð í Blóðbankanum, jafnframt því að kynna starfsemi Blóðbankans í framhaldsskólum og fyrir almenningi. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Kona formaður í fyrsta skipti

Á AÐALFUNDI Framsóknarfélags Reykjavíkur sem haldinn var þann 10. október sl. gerðist það í fyrsta skipti í 76 ára sögu félagsins að kona var kjörin formaður. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 217 orð

Kröfðust að bætur fylgdu launaþróun

TÍUNDA þing Sambands lífeyrisþega ríkis og bæjar var haldið 13. október. Á þinginu voru samþykktar ályktanir og kröfur og núverandi ástandi í lífeyrismálum harðlega mótmælt. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 559 orð

Kverkatak Valdimars á Sverri Hermannssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi svar Gunnars Inga Gunnarssonar við athugasemd frá Sverri Hermannssyni, sem birtist í Morgunblaðinu í gær. Fyrirsögnin er höfundar. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Kvikmynd um ÓL í Moskvu '80 sýnd í MÍR

HIN opinbera kvikmynd sem gerð var í Sovétíkjunum um 22. Ólympíuleikana í Moskvu sumarið 1980 verður sýnd í bíósal MÍR, Vatnsstíg 10, sunnudaginn 22. október kl. 15. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 117 orð

Kynningarfundur fyrir Rauðakrosshús og Vinalínu

VINALÍNAN og Rauðakrosshús halda sameiginlegan kynningarfund um starfsemi sína í Sjálfboðamiðstöð R-RKÍ að Hverfisgötu 105, sunnudaginn 22. okt. kl. 14 og fimmtudaginn 26. okt. kl. 20 fyrir verðandi sjálfboðaliða. Meira
21. október 2000 | Miðopna | 1325 orð | 2 myndir

Lagt til að boraðar verði holur í tankana og sýni tekin

Norski sérfræðingurinn Thor Haavie leggur til að boraðar verði 132 holur í tanka El Grillo og sýni tekin. Reynist olía í þeim leggur hann til að boraðar verði svokallaðar dælingarholur og olían fjarlægð. Haavie kannaði aðstæður við El Grillo og hefur skilað skýrslu um málið. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 246 orð

Laxeldi í Mjóafirði fer ekki í umhverfismat

UMHVERFISRÁÐHERRA staðfesti í gær ákvörðun Skipulagsstofnunar um að fyrirhugað þauleldi á laxi í sjókvíum í Mjóafirði skuli ekki fara í mat á umhverfisáhrifum, en sú ákvörðun Skipulagsstofnunar var áður kærð til umhverfisráðherra. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 72 orð

Leiðrétt

1999 en ekki 1900 Í frétt í blaðinu í gær var sagt frá opnun sýningar Ilmu Maríu Stefánsdóttur í Galleríi Sævars Karls. Þar sagði að hún væri að sýna verk unnin á árunum 1900-2000. Þetta átti auðvitað að vera 1999 og er beðist velvirðingar á mistökunum. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 713 orð

Leigjendur, ekki borgin, njóta hagnaðarins

HELGI Hjörvar, formaður félagsmálaráðs Reykjavíkur, segir að leigjendur félagslegra leiguíbúða njóti góðs af þeim hagnaði, sem borgin nær fram af núverandi fyrirkomulagi við innlausn félagslegra eignaríbúða. Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 231 orð

Leitað að heitu vatni í Kaupmannahöfn

Danir gera sér nú vonir um að hægt verði að hita hús á Kaupmannahafnarsvæðinu upp með heitu vatni. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 173 orð

Lýsa vilja til að hækka launin

LAUNANEFND sveitarfélaganna lagði á samningafundi með grunnskólakennurum í gær fram minnisblað þar sem lýst er vilja til að hækka grunnlaun kennara "verulega" á komandi samningstímabili gegn því að vinnutími kennara verði endurskilgreindur og... Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 50 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina NZ 801 þar sem henni var lagt í bifreiðastæði við Hreyfingu í Faxafeni. Þetta gerðist 18. október milli kl. 14 og 15. Tjónvaldur fór af staðnum á þess að tilkynna um áreksturinn. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 609 orð

Margar stofnanir og ráðuneyti virtu ekki fjárheimildir sínar

MARGAR stofnanir ríkisins virtu ekki þær fjárheimildir sem þeim var ætlað að haga rekstri sínum eftir á seinasta ári, að því er fram kemur í skýrslu um endurskoðun Ríkisendurskoðunar á ríkisreikningi ársins 1999. Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 607 orð | 1 mynd

Mega sækja Gaddafi til saka

FRANSKUR áfrýjunardómstóll úrskurðaði í gær að hægt væri að sækja Muammar Gaddafi, leiðtoga Líbýu, til saka í Frakklandi vegna meintrar aðildar hans að sprengjutilræði í franskri flugvél sem sprakk í loft upp yfir Afríkuríkinu Níger árið 1989. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 266 orð

Munu nota skoskan humar

Dótturfélag SH í Bretlandi, Coldwater Seafood UK Ltd., hefur ásamt nokkrum aðilum stofnað fyrirtækið Coldwater Shellfish Ltd. Hlutur Coldwater Seafood í nýja félaginu er 50%, en meðal annarra eigenda eru Frank Flear, stofnandi Bluecrest Foods Ltd. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 39 orð

Námskeið um inngang að skjalastjórnun

NÁMSKEIÐIÐ Inngangur að skjalastjórnun verður endurtekið mánudaginn 20. og þriðjudaginn 21. nóvember nk. Hádegisverður ásamt kaffi báða dagana er innifalinn í námskeiðsgjaldi. Nánari upplýsingar má fá á heimasíðunni www.skjalastjornun.is. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Ný sýsluskrifstofa í Stykkishólmi formlega vígð

SÓLVEIG Pétursdóttir dómsmálaráðherra vígði í gær nýtt húsnæði Sýslumanns Snæfellinga í Stykkishólmi. Athöfnin hófst kl.14 með ávarpi ráðherra þar sem hún fagnaði þessum áfanga í sögu embættisins. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Óku um og stálu fánum og húsnúmerum

FJÖGUR ungmenni voru handtekin í fyrrinótt í Þorlákshöfn fyrir stuld á ýmiskonar merkingum. Stúlka og þrír piltar óku um Selfoss og nærliggjandi byggðalög og stálu fyrirtækjafánum af fánastöngum, götustikum og húsnúmeraplötum svo eitthvað sé nefnt. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 74 orð | 1 mynd

Rakarastofa flytur um 10 metra

RAKARASTOFAN Laugavegi 178 hefur nú verið flutt um set og opnuð 10 metrum vestar í sama húsi, næst aðalinngangi. Húsnæðið hefur verið endurnýjað og fært til nútímalegra horfs. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

Ráðstefnu um nýja hagkerfið frestað

ÁÐUR auglýstri ráðstefnu fjármálaráðuneytisins um nýja hagkerfið, sem fram átti að fara 13. nóvember nk. í Salnum í Kópavogi, hefur verið frestað fram yfir áramót. Ákveðið var að fresta ráðstefnunni þar sem aðalræðumaður ráðstefnunnar, dr. Martin N. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð

Rjúpnaskytterí í sumarbústaðabyggð

LÖGREGLAN á Selfossi fékk í vikunni tilkynningu um að rjúpnaskytta væri á veiðum inni í miðri sumarbústaðabyggð í uppsveitum Árnessýslu. Sást til skyttunnar þar sem hún skaut á rjúpur skammt frá sumarbústöðunum. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 1138 orð | 3 myndir

Safnið virkar vonandi sem segull á fólkið

Íslenska bókasafnið við Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada flutti í nýtt og glæsilegt húsnæði í Elizabeth Dafoe-safninu, aðalbókasafni háskólans, í gær. Af því tilefni ræddi Steinþór Guðbjartsson við Sigrid Johnson, sem hefur verið forstöðumaður safnsins í aldarfjórðung. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 246 orð

Sambandið náði fram meginkröfunni

GUÐMUNDUR Vignir Óskarsson, formaður Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, segir að sambandið hafi náð fram meginkröfu málarekstrar síns á hendur ríkinu um að fá felldan úr gildi úrskurð kaupskrárnefndar varnarsvæða og að fá... Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 523 orð

Segjast tilbúin að hækka "verulega" laun kennara

LAUNANEFND sveitarfélaga lýsti sig í gær tilbúna til að hækka grunnlaun kennara verulega á komandi samningstíma í tengslum við að vinnutíma kennara verði breytt þannig að hætt verði að nota hugtakið kennsluskylda heldur miðist vinnutími við árlega... Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 173 orð | 1 mynd

Sér eftir kynnunum við Hitler

HIN fræga, þýska kvikmyndagerðarkona Leni Riefenstahl sagði á fréttamannafundi í Frankfurt á fimmtudag, að hún hefði aðeins unnið fyrir Adolf Hitler í sjö mánuði og ætti sér enn þá ósk heitasta, að fundum þeirra hefði aldrei borið saman. Meira
21. október 2000 | Landsbyggðin | 94 orð | 1 mynd

Síðgot á Hauksstöðum

Norður-Héraði- Snæbjörn Ólason bóndi á Hauksstöðum á Jökuldal fékk tvær veturgamlar ær með síðgoti í haust. Það sem verður að teljast óvenjulegt við þetta var að ærnar báru með aðeins tveggja daga millibili um síðustu mánaðamót. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 125 orð

Slysalaus dagur í umferðinni

LÖGREGLA allt frá Akranesi að Akureyri stóð fyrir viðamiklu umferðarátaki í gær til að stuðla að slysalausum degi í umferðinni. Afskipti voru höfð af ökumönnum þar sem ljósanotkun, öryggisbeltanotkun og hraðakstur voru athuguð. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 136 orð

Starfsmenntaverðlaunin 2000

Starfsmenntaverðlaunin 2000 verða veitt þann 27. nóvember nk. MENNT - samstarfsvettvangur atvinnulífs og skóla og starfsmenntaráð félagsmálaráðuneytisins standa fyrir verðlaununum. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð | 1 mynd

Steypt í Smáralind

STÖÐUGT er unnið að byggingu Smáralindar, verslanamiðstöðvarinnar í Kópavogi, sem hýsa á fjölmargar stórar og smáar verslanir. Tugir manna sinna þar verkum sínum og í blíðunni í gær var auðvelt að sinna steypuvinnu. Meira
21. október 2000 | Erlendar fréttir | 325 orð | 1 mynd

Stjórnarkreppu afstýrt

AÐ MINNSTA kosti 23 særðust þegar meintur liðsmaður skæruliðahreyfingar tamílskra aðskilnaðarsinna á Sri Lanka réð sér bana í sprengjuárás í miðborg Colombo í gær. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 867 orð | 1 mynd

Stjórnfyrirkomulagi breytt

Marga Ingeborg Thome fæddist í Vadern Saarlandi árið 1942. Hún lauk hjúkrunarprófi árið 1963 í Saarlandi og 1965 lauk hún ljósmæðraprófi í Sviss. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 40 orð

Sýning á járnsmíðavélum

IÐNVÉLAR ehf. standa fyrir sýningu á járnsmíðavélum sunnudaginn 22. október í húsakynnum sínum við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði. M.a. Meira
21. október 2000 | Landsbyggðin | 135 orð | 1 mynd

Sægarpar á Rifi

Ólafsvík-Rifsarar hafa löngum þótt harðsæknir sjómenn og aflaklær. Ekki er líklegt að á því verði breyting í framtíðinni ef þessara ungu manna fær notið við. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 603 orð | 1 mynd

Sætti mig í raun bara við að vera svona

VITUNDARVAKNING 2000, átak til að auka almenna þekkingu á vélindabakflæði, miðar að því að fræða almenning um þennan kvilla í því skyni að efla forvarnir gegn honum, en talið er að um 22% Íslendinga finni fyrir einkennum vélindabakflæðis. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 128 orð

Til skoðunar að selja Vífilfell

EIGENDUR Vífilfells ehf. eru með í skoðun að selja fyrirtækið, samkvæmt frétt í danska blaðinu Börsen í gær. Þar er haft eftir aðalforstjóra Carlsberg A/S í Danmörku, Flemming Lindelöv, að Vífilfell verði hugsanlega selt. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 796 orð

Tryggingamiðstöðin tekur við hluta viðskiptanna

TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð

Tveir kostir ræddir

TVEIR kostir koma til greina til breytinga á umferð við Langarima í Grafarvogi, að mati Árna Þórs Sigurðssonar, formanns skipulags- og umferðarnefndar Reykjavíkur. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Varði doktorsritgerð í læknisfræði

SVEINBJÖRN Brandsson, bæklunarskurðlæknir, varði doktorsritgerð sína 12. maí sl. við háskólann í Gautaborg. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 978 orð | 1 mynd

Varðveitir upprunann og viðheldur menningunni

ÍSLENSKA bókasafnið við Manitoba-háskóla var opnað í nýjum og glæsilegum húsakynnum aðalbókasafns skólans í gærkvöldi að viðstöddum um 300 manns. Þar á meðal var Davíð Oddsson forsætisráðherra og fylgdarlið, auk áhrifamanna í háskólanum og Manitobafylki. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 534 orð

Var tekin á dagskrá og vísað frá án umræðu

SAMÞYKKT var á aðalfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, að taka á dagskrá tillögu um skipulag á Vatnsendalandi sem Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi í Reykjavík, lagði fram. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 292 orð

Vilja aukið fé til skólastarfs

ÁRSÞING SAMFOK 2000, Sambands foreldrafélaga og foreldraráða í skólum Reykjavíkur á grunnskólastigi, var haldið í félagsmiðstöðinni Fjörgyn, Foldaskóla, 3. október sl. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 601 orð | 1 mynd

Þegar byrjað að þróa lyf á grundvelli rannsóknanna

VÍSINDAMÖNNUM Íslenskrar erfðagreiningar hefur tekist í samvinnu við íslenska geðlækna að einangra erfðavísi sem tengist geðklofa. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 91 orð

Þing BSRB haldið í næstu viku

BANDALAG starfsmanna ríkis og bæja verður haldið dagana 25. til 28. október nk. í Borgartúni 6. Þetta er 39. þing BSRB. Þingið verður sett við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 25. október kl. 13 í Bíóborginni, Snorrabraut 37 og er þingsetningin öllum opin. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Þingmenn Norðurlands eystra á ferð um kjördæmið

ÞINGMENN Norðurlands eystra verða á ferð um kjördæmið frá þriðjudegi 24. október til fimmtudags 26. október nk. og bjóða upp á viðtöl við sveitarfélög og stofnanir og aðra þá sem telja sig eiga erindi við þingmannahópinn sameiginlega. Meira
21. október 2000 | Landsbyggðin | 274 orð | 1 mynd

Þjónustan flutt í nýja þorpið

Súðavík-Súðavíkurhreppur stendur fyrir byggingu svokallaðs þjónustuhúss. Meira
21. október 2000 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd

Þyngdin sexfölduð

SILUNGUR hf. á Vatnsleysuströnd hefur nú slátrað um 25 tonnum af eldislaxi úr sjókvíum sínum á Stakksfirði. Meira

Ritstjórnargreinar

21. október 2000 | Staksteinar | 453 orð | 2 myndir

Draumalandið

Starfsmenn ríkisbanka æfa sig í innherjaviðskiptum áður en þeir búa til forkaupsrétt sjálfum sér til handa þegar ríkiseignirnar fara á markað. Þetta segir í Degi. Meira
21. október 2000 | Leiðarar | 845 orð

SKATTAHÆKKUN?

Nefnd um tekjustofna sveitarfélaga hefur kynnt tillögur, sem eiga að bæta fjárhagsstöðu sveitarfélaganna. Meira

Menning

21. október 2000 | Fólk í fréttum | 150 orð | 1 mynd

Á sjó og landi

Leikstjóri: George Miller. Handrit: Tom Benedek. Aðalhlutverk: Steve Guttenberg og Kathleen Quinlan. (98 mín) Bandaríkin, 1997. Sam myndbönd. Öllum leyfð. Meira
21. október 2000 | Fólk í fréttum | 906 orð | 2 myndir

Bangsímon er djúpur og sannur

Kvikleikhúsið er nýstofnað leikhús þeirra Guðmundar Haraldssonar og Finnboga Kristjánssonar. Birgir Örn Steinarsson hitti þá félaga og það fyrsta sem þeir gerðu var að leiðrétta fremur vandræðalegan misskilning blaðamanns. Meira
21. október 2000 | Fólk í fréttum | 696 orð | 1 mynd

Barn náttúrunnar

Norðmaðurinn Geir Jenssen, sem kallar sig listamannsnafninu Biosphere, þykir vera í fremstu röð sveimlistamanna um þessar mundir. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við Geir í tilefni af heimsókn hans á alþjóðlegu raf- og tölvutónlistarhátíðina ART 2000. Meira
21. október 2000 | Fólk í fréttum | 151 orð | 1 mynd

Bullock í vanda

½ Leikstjóri: Luis Llosa. Handrit: Catherine Cyran og Jane Gray. Aðalhlutverk: Sandra Bullock og Craig Sheffer. (78 mín.) Bandaríkin, 1993. Myndform. Bönnuð innan 16 ára. Meira
21. október 2000 | Kvikmyndir | 254 orð

Djöfullinn sjálfur

Leikstjórn: Janusz Kaminski. Handrit: Pierce Gardner og Betsy Stahl. Aðalhlutverk: Winona Ryder, Ben Chaplin, John Hurt og Philip Baker Hall. New Line Cinema 2000. Meira
21. október 2000 | Myndlist | 884 orð | 2 myndir

ECHO

Opin alla daga á tíma Ráðhússins. Til 23. október. Aðgangur ókeypis. Sýningarskrá 500 krónur. Meira
21. október 2000 | Fólk í fréttum | 1294 orð | 3 myndir

Ég býð þér í dans

Karen Björk Björgvinsdóttir og Adam Reeve atvinnudansarar eru þessi misserin að ná góðum árangri í alþjóðlegum danskeppnum. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti parið og skyggndist inn í fagran en oft á tíðum harðan heim þeirra þar sem dansinn dunar frá sólarupprás til sólarlags. Meira
21. október 2000 | Fólk í fréttum | 184 orð | 1 mynd

Fangi frægðarinnar

Aðalhlutverk: Eric Thal, Naomi Campbell. (90 mín.) Bandaríkin 1999. Háskólabíó. Bönnuð innan 16 ára. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 436 orð

Fyrirlestrar og námskeið í Opna Listaháskólanum

HÚN breytti þvottavél í skotpall fyrir eldflaugar. Hún málaði myndina "Hlandblautar löggur". Hún barðist gegn listasnobbi borgarastéttarinnar og ranglæti auðvaldsins. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 88 orð

HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Ísland...

HÁSKÓLAÚTGÁFAN hefur gefið út bókina Ísland á nýrri öld í ritstjórn Gunnars G. Schram, prófessors. Við upphaf nýrrar aldar og árþúsunds voru tuttugu og tveir þjóðkunnir Íslendingar beðnir að lýsa framtíðarsýn sinni á þessum tímamótum. Meira
21. október 2000 | Leiklist | 784 orð | 1 mynd

Hlátur án gleði

Höfundur: Neil Simon. Þýðing og staðfæring: Gísli Rúnar Jónsson. Leikstjórn: Saga Jónsdóttir. Leikmynd og búningar: Hallmundur Kristinsson. Lýsing: Ingvar Björnsson. Hljóðmynd: Gunnar Sigurbjörnsson. Leikarar: Aðalsteinn Bergdal, Björgvin Halldórsson (af segulbandi), Herdís Jónsdóttir, Hjálmar Hjálmarsson (af myndbandi), Jónsteinn Aðalsteinsson, Skúli Gautason, Sunna Borg, Tinna Smáradóttir, Þórarinn Blöndal og Þráinn Karlsson. Föstudagur 20. október. Meira
21. október 2000 | Myndlist | 283 orð | 1 mynd

Kerfið bak við tilveruna

Til 22. október. Opið daglega frá kl. 10-23:30, en sunnudaga frá kl. 14-23:30. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 194 orð | 1 mynd

Kraftur í myndlistarfólki í Eyjum

ÞAÐ er mikill kraftur í myndlistarfólki í Vestmannaeyjum með Steinunni Einarsdóttur í broddi fylkingar. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 259 orð | 1 mynd

Kvenna hvað...!

Í TILEFNI af því að 25 ár eru liðin frá kvennafrídeginum 24. október verður mikið um dýrðir. Konur munu ganga gegn örbirgð og ofbeldi og haldinn verður útifundur á Ingólfstorgi. Meira
21. október 2000 | Fólk í fréttum | 103 orð | 3 myndir

Lítill asi á sauðkindinni

ÞAÐ VAR mikið um að vera í Breiðuvík fyrir nokkru þegar smalað var af fjalli í Grafarrétt. Það var sem hrópin drukknuðu í jarmi og hneggi. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 40 orð

Ljóð og djass í Listaklúbbi

LJÓÐA- og djassveisla verður á mánudag kl. 20.30 í Listaklúbbi Leikhúskjallarans. Dagskráin er liður í upplestradagskrá Máls og menningar, Forlagsins og Vöku-Helgafells: "Ljáðu þeim eyra". Þar munu ljóðskáld lesa úr bókum sínum og Tómas R. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 241 orð | 1 mynd

M-2000

ICELAND AIRWAVES Stórtónleikar í Laugardalshöll 18 -24.30. Súrefni, Egill Sæbjörnsson, Thievery, Corporation, Flaming Lips, Suede og Mínus. Bláa Lónið kl.14-16 - samkvæmi. Thomsen kl. 24- 7. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 183 orð

Nýjar bækur

Út er komin bókin Situations eftir Sigurð Guðmundsson , myndlistarmann og rithöfund. Í kynningu útgefanda segir að nafn Sigurðar Guðmundssonar sé heimsþekkt meðal þeirra sem láta sig listir varða. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 121 orð

Nýjar bækur

ÚT ER komin bókin Tölvustærðfræði eftir Ellert Ólafsson verkfræðing. Útgefandi er Tölvu- og stærðfræðiþjónustan í Reykjavík. Í bókinni eru leyst algeng verkefni í stærðfræði á framhalds- og háskólastigi með stærðfræðiforritinu Maple. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 124 orð | 1 mynd

Píanótríóið FLÍS í Múlanum

PÍANÓTRÍÓIÐ FLÍS leikur á Múlanum í Betri stofunni á Kaffi Reykjavík á sunnudaginn kemur kl. 21. FLÍS var stofnað haustið 1998. Meðlimir þess eru Davíð Þór Jónsson píanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson kontrabassa og Helgi Svavar Helgason trommur. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 322 orð | 1 mynd

Prinsessan í hörpunni

PRINSESSAN í hörpunni verður sýnd í Tjarnarbíói núna um helgina og næstu helgi, þ.e. í dag laugardaginn 21. okt. og á morgun sunnudaginn 22. okt. og laugardaginn 28. okt. og sunnudaginn 29. okt. Allar sýningarnar hefjast klukkan 15. Meira
21. október 2000 | Fólk í fréttum | 446 orð | 4 myndir

Raftónar og rakettur

ÞAÐ FÓR vart framhjá nokkrum Kópavogsbúa á fimmtudagskvöldið að ART - Alþjóðlega raf- og tölvutónlistarhátíðin - er hafin, þvílík voru tilþrifin. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 46 orð

Síðasta sýningarhelgi í Listasafni ASÍ

TVEIMUR sýningum lýkur sunnudaginn 22. október í Listasafni ASÍ. Í Ásmundarsal lýkur sýningu Helgu Magnúsdóttur, Rís úr sæ, en hún sýnir olíumálverk. Í Gryfjunni lýkur sýningu Grétu Mjallar Bjarnadóttur, Grímsnes og Laugardalur, tölvugrafík og hljóðverk. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 223 orð | 1 mynd

Sneiða framhjá Disney

TVÆR leiksýningar eftir sígildum sögum fyrir börn eru í undirbúningi í leikhúsunum í borginni. Báðar sögurnar eiga það sameiginlegt að vera þekktastar fyrir meðhöndlun Disney-samsteypunnar á þeim í teiknuðum kvikmyndum. Meira
21. október 2000 | Fólk í fréttum | 213 orð | 1 mynd

Stjörnum prýddur blaðamannafundur

ICELAND AIRWAVES-tónlistarhátíðinni var formlega hleypt af stokkunum í gær með blaðamannafundi á Hótel Sögu þar sem viðstaddir voru allir helstu listamennirnir sem upp munu troða. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 54 orð

Sýningunni ECHO lýkur

SÝNINGUNNI ECHO í Ráðhúsi Reykjavíkur sem er samsýning Ingu Sólveigar og Ingu Hlöðversdóttur lýkur mánudaginn 23. október. Verkin á sýningunni eru byggð á sögulegum atburðum sem tengjast samskiptum Hollendinga og Íslendinga á 17. öld. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 118 orð

Söngtónleikar í Hömrum á Ísafirði

SÖNGTÓNLEIKAR verða haldnir í dag, laugardag, kl. 17 í Hömrum á Ísafirði, þar sem fram koma barítónsöngvarinn Ólafur Kjartan Sigurðarson og píanóleikarinn Tómas Guðni Eggertsson. Á afar fjölbreyttri efnisskrá má finna lög tónskálda fyrri alda s.s. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 582 orð

Til heiðurs Eyþóri

Kvartett Ómars Axelssonar, tríó Ólafs Gauks, dixílandhljómsveit Árna Ísleifssonar, tríó Eyþórs Þorlákssonar og djammsessjón. Hafnarborg miðviku-dagskvöldið 18.10. Meira
21. október 2000 | Myndlist | 368 orð | 1 mynd

Tilveruland

Opið virka daga frá 10-16. Laugardaga10-17. Sunnudaga 14-17. Til 22. október. Aðgangur ókeypis. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 39 orð

Upplestur á Lækjarbrekku

OPINN fundur Hellasarhópsins verður sunnudaginn 22. október kl. 14. 30 á veitingahúsinu Lækjarbrekku. Félagar í skáldahópnum eru Gunnar Dal, Sigurður A. Magnússon, Kristján Árnason og Tryggvi V. Líndal. Meira
21. október 2000 | Menningarlíf | 535 orð | 1 mynd

Víkingasýningin opnuð í New York

Víkingasýning Smithsonian-stofnunarinnar í Bandaríkjunum, sem fyrst var opnuð í Washington í apríl, hefur verið flutt til náttúrusögusafnsins, American Museum of Natural History, í New York. Hulda Stefánsdóttir segir frá opnun sýningarinnar og viðburðum henni tengdum. Meira
21. október 2000 | Fólk í fréttum | 155 orð | 5 myndir

Víkingaveisla á Gauknum

ICELAND Airwaves tónlistarhátíðin hófst með látum á fimmtudagskvöld og mátti þá njóta nýrrar og djarfrar tónlistar á einum átta stöðum í miðborginni. Meira

Umræðan

21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 32 orð | 1 mynd

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Nk. mánudag, 23. október, verður fimmtugur Jón Kristjánsson, Klapparstíg 9, Njarðvík. Eiginkona hans er Elín Ingvadóttir . Þau taka á móti gestum í sal Iðnsveinafélags Suðurnesja í dag, laugardag, kl.... Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 36 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun 22. október, verður sextugur Sveinn Halldórsson, húsgagnabólstrari, Skógarlundi 11, Garðabæ. Hann og eiginkona hans, Inga Anna Lísa Bryde, taka á móti ættingjum og vinum í Skógarlundi 11, laugardaginn 21. október kl.... Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 28 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag, 21. október, verður sjötugur Jón Kristinn Pálsson, skipstjóri og útgerðarmaður, Botnahlíð 21, Seyðisfirði . Eiginkona hans er Helga Þorgeirsdóttir. Þau eru að heiman í... Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 15 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 21. október, verður níræður Dagur Hannesson, járnsmiður, Efstasundi 82,... Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 47 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 21. október, verður níræð Sigríður Pétursdóttir frá Laugum í Súgandafirði, búsett á Nönnugötu 8, Reykjavík . Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 471 orð | 1 mynd

Bjór og léttvín og matvöruverslanir

Verði sala bjórs og léttvíns leyfð í matvöruverslunum, segir Elísa Wíum, er hægt að fullyrða að það muni auka neyslu barna og unglinga. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 561 orð | 1 mynd

Evrópa skipulögð

Mikil áhersla er lögð á aukna samvinnu, segir Gestur Ólafsson, til þess að stuðla að sjálfbærri þéttbýlisþróun. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 954 orð | 1 mynd

Fjölbrautaskólahugsjónin

Skólinn verður að koma til móts við þarfir fólksins og samfélagsins, segir Ásgeir Sigurðsson, hafa sveigjanleika og umfram allt bjóða upp á mikla fjölbreytni. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 784 orð | 1 mynd

Fræknir forstjórar

Það er nóg að Samherji og fleiri hafi fengið fiskimiðin frá þjóðinni, segir Birgir Hólm Björgvinsson, störfin verða varin. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 582 orð | 2 myndir

Fyrir hvern er menntun í ferðaþjónustu?

Með þátttöku í starfsnáminu, segja Hildur Jónsdóttir og Sigríður Þrúður Stefánsdóttir, fá fyrirtækin tækifæri til að koma sér á framfæri. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 436 orð | 2 myndir

,,Geðveikir dagar"

Geðraskanir, segja Sara Hlín Hálfdánardóttir og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, höggva skarð í mannauðinn. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 649 orð | 1 mynd

Gjald karlmennskunnar?

Á aldrinum 15-19 ára er dánartala karla tvöfalt hærri en kvenna, segir Svanfríður Jónasdóttir, og á aldrinum 20 til 24 ára er hún þrefalt hærri. Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

GULLBRÚÐKAUP .

GULLBRÚÐKAUP . Í dag, 21. október, eiga 50 ára hjúskaparafmæli hjónin Guðrún J. Þorsteinsdóttir píanókennari og Gunnar B. Guðmundsson, fv. hafnarstjóri í Reykjavík, Laugarásvegi 73 . Þau eru stödd í Kaupmannahöfn um þessar... Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 506 orð

Hetjudáðir í garð dýra ÉG þakka...

Hetjudáðir í garð dýra ÉG þakka dýravini orð hans í Morgunblaðinu 14. september sl., er hann nefnir "málleysingjar og aðfarir gegn þeim". Ég sá frétt í DV 30. ágúst sl. Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 54 orð

HITT

Ég elska þig, logn, er við ylríka sól hið ilmandi blóm prýðir grænkandi hól, þegar speglandi sjórinn er spenntur og þaninn og spóinn í heiðinni talar við svaninn. Ég hata þig, stormur, því hvað er þitt vald? Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 479 orð | 1 mynd

Hvar stendur þú?

Ungir jafnaðarmenn vilja samfélag, segir Ágúst Ágústsson, þar sem hinn sneggri vinnur hinn hægari í stað samfélags þar sem hinn stóri vinnur þann smærri. Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 551 orð

Hverra hagur?

Sú hagfræði að ganga á eigur sínar til að sjá sér og sínum farborða, hefur löngum verið talið órækt merki um að viðkomandi lifði um efni fram. Stjórnendur ríkissjóðs og íslenska ríkisins virðast ekki þekkja þessi alkunnu sannindi. Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 839 orð

(Kól. 3, 15.)

Í dag er laugardagur 21. október, 295. dagur ársins 2000. Fyrsti vetrardagur. Orð dagsins: Látið frið Krists ríkja í hjörtum yðar, því að til friðar voruð þér kallaðir sem limir í einum líkama. Verið þakklátir. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 314 orð | 1 mynd

Menntun og heilbrigði án fíkniefna - lýst eftir fjármagni

Þeir liðir sem skapa velferðina í samfélagi okkar, segir Jóhann G. Reynisson, fá ekki sæmandi skerf. Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 50 orð

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík.

MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 399 orð | 1 mynd

Sitjum ekki eftir!

Aðstöðukostur tónlistarkennara í flestum skólum er þröngur, segir Sigríður Jónsdóttir, og margir kennarar um sömu kennslustofu. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 783 orð | 1 mynd

Sjoppa forsætisráðherrans

Aflinn síðustu 8 ár, segir Halldór Halldórsson, er 244 þúsund tonnum minni en þegar útlendingar voru einnig á miðunum. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 277 orð | 1 mynd

Stjórnkerfið og jafnaðarstefnan

Fjallað verður um stöðu stjónmálaflokkanna og framkvæmd lýðræðisins, segir Hinrik Már Ásgeirsson, á landsþingi Ungra jafnaðarmanna. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 481 orð | 1 mynd

Svar við fyrirspurn

Ég get glatt Rannveigu með því, segir Ingvi Hrafn Óskarsson, að umrædd rannsókn hefur nú staðið í nokkra mánuði og og er niðurstaðna að vænta innan nokkurra vikna. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 564 orð | 1 mynd

Tískulyf og annar tilbúningur

Ólíklegt er, segir Hildur Ragnars, að ríkið sé tilbúið að standa straum af kostnaði við að kynna heilbrigðisstéttum ný lyf. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 1768 orð | 1 mynd

Um dauðdaga listamanns

FIMM eftirlifandi og nánustu ættingjar listamannsins Birgis Engilberts hafa óskað eftir birtingu á eftirfarandi greinargerð vegna ákvæða í erfðalögum, sem kveða svo á, að höfundarréttur af verkum hans, málverk, innbú og húseign gangi til ríkisins þar sem... Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 232 orð

Um hremmingar pítsusendla

Fréttir frá Íslandi eru því miður ekki allar gleðilegar og m.a. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 460 orð | 3 myndir

Ungir sjálfstæðismenn styðja fæðingarorlof

SUS hvatti þvert á móti til þeirrar réttarbótar, sem síðar var gerð, segja Aðalheiður Inga Þorsteinsdóttir, Friðjón R. Friðjónsson og Guðrún Inga Ingólfsdóttir, og fagnaði er málið var í höfn á Alþingi. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 1298 orð | 1 mynd

Upphrópanir og óregla

Það er dæmigert fyrir umræðuna, segir Pétur H. Blöndal, að taka eitt atriði út úr, velta sér upp úr því, leggja fólki orð í munn og gera því upp skoðanir. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 686 orð | 1 mynd

Uppsagnir hjá Kvennakór Reykjavíkur

Margrét sagði upp störfum, segir Þuríður E. Pétursdóttir, en var ekki rekin. Meira
21. október 2000 | Bréf til blaðsins | 565 orð

VÍKVERJI brá sér, aldrei þessu vant,...

VÍKVERJI brá sér, aldrei þessu vant, í kvikmyndahús hér á dögunum og sá myndina "Buena Vista Social Club", sem sýnd hefur verið í Bíóborginni að undanförnu. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 781 orð | 1 mynd

Þjóðfélagið hefur breyst

Markmiðið, segir Hjördís Edda Broddadóttir, er að upplýsa fjöldann. Meira
21. október 2000 | Aðsent efni | 698 orð | 1 mynd

Ævisparnaður aldraðra

Grípa þarf til sérstakra ráðstafana, segir Ásta Möller, vegna þeirra öldruðu sem bera lítið úr býtum. Meira

Minningargreinar

21. október 2000 | Minningargreinar | 913 orð | 1 mynd

ARNÓR KARLSSON

Arnór Karlsson fæddist í Tóarseli í Breiðdal 7. maí 1931. Hann lést á Sauðárkróki 10. október síðastliðinn. Foreldrar Arnórs voru Eiríkur Karl Guðjónsson, bóndi í Tóarseli, og kona hans Björg Ólafsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 2041 orð | 1 mynd

ÁSTA SIGURBRANDSDÓTTIR PELTOLA

Ásta Sigurbrandsdóttir Peltola fæddist í Flatey á Breiðafirði 24. júní 1918. Hún lést á sjúkrahúsi í Sysmä í Finnlandi 6. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Snót Björnsdóttir, f. 1. maí d. 17. desember 1951 og Sigurbrandur Kristján Jónsson, f. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 1917 orð | 1 mynd

GUÐNÝ MARTA IMSLAND

Guðný Marta Imsland fæddist á Djúpavogi 21. október 1910. Hún andaðist á Kumbaravogi 23. febrúar síðastliðinn. Foreldar hennar voru Höskuldur Sigurðsson, f. 28.11. 1877, d. 30.7. 1966 og Þórdís Stefánsdóttir, f. 14.7. 1876, d. 2.12. 1963. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 1294 orð | 1 mynd

GUÐRÍÐUR FRIÐRIKKA ÞORLEIFSDÓTTIR

Guðríður Friðrikka Þorleifsdóttir, fyrrum húsfreyja í Viðfirði, fæddist að Hofi í Norðfirði 4. nóvember 1908. Hún lést í Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað 14. október síðastliðinn. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 1376 orð | 1 mynd

HALLFRÍÐUR NJÁLSDÓTTIR

Hallfríður Njálsdóttir fæddist á Siglufirði hinn 4. maí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Siglufjarðar 11. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Johandine Amalie Sæby, f. 10.5. 1895, d. 15.4. 1988, og Njáll Hallgrímsson, f. 4.7. 1891, d. 8.5. 1956. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 2606 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR RÖGNVALDSDÓTTIR

Hólmfríður Rögnvaldsdóttir fæddist á Tungu í Fljótum 9. maí 1904. Hún andaðist á Sunnuhlíð 13. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Rögnvaldur Kristinn Rögnvaldsson, f. 18. júlí 1858 á Hóli á Upsaströnd, Svarfaðardalshr., d. 5. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 1221 orð | 1 mynd

JÓHANNES KRISTJÁNSSON

Jóhannes Kristjánsson fæddist á Efra-Hóli í Staðarsveit, Snæfellsnesi 17. júní 1906. Hann lést á Landspítalanum, Fossvogi, 9. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Þóra Jónsdóttir, f. 16. janúar 1864, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 1239 orð | 1 mynd

JÓN AÐALSTEINN KJARTANSSON

Jón Aðalsteinn Kjartansson fæddist á Sauðárkróki 10. apríl 1963. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 21. september síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bakkagerðiskirkju í Borgarfirði eystra 30. september. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 759 orð | 1 mynd

SIGURÐUR EINARSSON

Sigurður Einarsson fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1950. Hann lést úr krabbameini í Vestmannaeyjum 4. október síðastliðinn og fór útför hans fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 14. október. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 5280 orð | 1 mynd

SIGURSTEINN JÓHANNSSON

Sigursteinn Jóhannsson var fæddur í Kjólsvík við Borgarfjörð eystri hinn 3. september 1924. Hann lést á heimili sínu að kvöldi miðvikudagsins 11. október síðastliðins. Hann var sonur Jóhanns Helgasonar, f. 30. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 578 orð | 1 mynd

STEINÞÓR GUNNAR MARTEINSSON

Steinþór Gunnar Marteinsson fæddist á Fáskrúðsfirði 18. júní 1910. Hann lést í Landspítala - háskólasjúkrahúsi 12. október síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Rósu Þorsteinsdóttur frá Hóli í Stöðvarfirði, f. 22. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 2410 orð | 1 mynd

VALGARÐ EINAR BJÖRNSSON

Valgarð Einar Björnsson fæddist að Hellulandi í Hegranesi 30. nóvember 1918. Hann lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga sunnudaginn 15. október síðastliðinn. Foreldrar hans voru Björn Skúlason veghefilsstjóri og Ingibjörg Jósafatsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
21. október 2000 | Minningargreinar | 552 orð | 1 mynd

VALGERÐUR SIGRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

Valgerður Sigríður Ólafsdóttir fæddist 21. desember 1908. Hún lést 9. október síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Helgi Jónsson og Sigríður Þorsteinsdóttir. Systir hennar Valgerður Guðrún lést á öðru ári. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 132 orð

3p fjárhús kaupa 35% hlut í Mecca Spa

FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ 3p fjárhús hefur keypt 35% hlut í heilsuræktarfyrirtækinu Mecca Spa. 3p fjárhús eru í meirihlutaeigu bræðranna Sigurðar Gísla Pálmasonar, Jóns Pálmasonar og Páls Kr. Pálssonar framkvæmdastjóra. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 105 orð

Breyttar reglur um gjaldeyrismarkað

SEÐLABANKI Íslands hefur að höfðu samráði við viðskiptavaka á gjaldeyrismarkaði gefið út nýjar reglur um gjaldeyrismarkaðinn og leysa þær af hólmi reglur sem settar voru 9. desember 1999. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 1774 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 20.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 20.10.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 335 10 303 41 12.435 Blandaður afli 50 50 50 5 250 Blálanga 87 72 82 2.063 169.626 Gellur 450 350 416 229 95. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 92 orð

Frestun á tengingu við SAXESS

VERÐBRÉFAÞING Íslands hf. hefur ákveðið að fresta tengingu við SAXESS-viðskiptakerfið um eina viku. SAXESS verður því ekki gangsett mánudaginn 23. október eins og stefnt hefur verið að, heldur mánudaginn 30. október. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 130 orð

GENGI GJALDMIÐLA Reuter, 20.

GENGI GJALDMIÐLA Reuter, 20. október Eftirfarandi eru kaup og sölugengi helstu gjaldmiðla gagnvart evrunni á miðdegismarkaði í Lundúnum. NÝJAST HÆST LÆGST Dollari 0.8373 0.848 0.8349 Japanskt jen 91.16 92.17 90.93 Sterlingspund 0.5791 0.5856 0.5789 Sv. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 310 orð | 1 mynd

Guðmundur Hauksson tekur við sem formaður

AÐALFUNDUR Sambands íslenskra sparisjóða var haldinn í gær. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 236 orð

Hagnaður hjá norrænum farsímaframleiðendum

SÆNSKI farsímaframleiðandinn Ericsson tilkynnti í gær að hagnaður fyrir skatt á fyrstu níu mánuðum ársins hefði verið sem svarar til um 210 milljarða ísl. kr. sem er um þrefalt meira en á sama tímabili árið áður. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 79 orð | 1 mynd

Hlutafélag um íþróttahús

STOFNAÐ hefur verið hlutafélagið Íþrótta- og sýningarhöllin hf. Tilgangur félagsins er bygging og rekstur fjölnota íþrótta- og sýningarhúss við hlið Laugardalshallar. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 86 orð

IMG tekur nýjar höfuðstöðvar í notkun

IMG, móðurfyrirtæki Gallups, Ráðgarðs og fleiri fyrirtækja á sviði þekkingarsköpunar, flutti nýverið í nýjar höfuðstöðvar á Laugavegi 170 í Reykjavík, en fram til þessa hefur fyrirtækið verið með skrifstofur víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 108 orð

KEA og Samherji ræða skipti á hlutabréfum

STJÓRNIR Kaupfélags Eyfirðinga annars vegar og Samherja hf. hins vegar hafa samþykkt að taka upp viðræður um skipti á hlutabréfum KEA í BGB-Snæfelli hf. fyrir hlutabréf í Samherja hf. Saman eiga KEA og Samherji yfir 80 % hlutafjár í BGB-Snæfelli. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 524 orð

Lífeyrissjóðir styrkja stöðu sína í Flugleiðum

ÞRÍR af fimm lífeyrissjóðum, sem fyrir einu ári voru meðal 20 stærstu hluthafa Flugleiða hf., hafa aukið hlut sinn í félaginu síðan þá. Þetta eru Lífeyrissjóður verslunarmanna, Lífeyrissjóðurinn Framsýn og Sameinaði lífeyrissjóðurinn. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 360 orð

Lífræna mjólkin selst illa

MARKAÐURINN fyrir lífrænar mjólkurafurðir í Danmörku virðist ofmettaður og er við mjólkursamlögin sjálf að sakast, að mati matvælaráðherra Dana. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 95 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.422,46 -0,66 FTSE 100 6.276,30 0,92 DAX í Frankfurt 6.618,43 -0,02 CAC 40 í París 6.149,44 1,37 OMX í Stokkhólmi 1.135,52 -3,75 FTSE NOREX 30 samnorræn 1. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 348 orð

Neyðast til að loka á sunnudögum

FÁA hefur líklega órað fyrir því umferðaröngþveiti og þeim deilum sem nýjasta verslanamiðstöð Danmerkur, Fiskitorgið, hefur valdið. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 80 orð | 1 mynd

Ráðinn framkvæmda-stjóri Flugstöðvarinnar

STJÓRN Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar hf. hefur ráðið Höskuld Ásgeirsson rekstrarhagfræðing sem framkvæmdastjóra hins nýstofnaða hlutafélags um rekstur Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og fríhafnarinnar. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 53 orð

Samkeppnisstofnun hyggst skoða kaupin

SAMKEPPNISSTOFNUN mun að öllum líkindum taka til skoðunar kaup Prentsmiðjunnar Odda á prentsmiðjunni Steindórsprenti-Gutenberg vegna stærðar fyrirtækjanna á markaðnum. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 127 orð

Streymi í samstarf við The Romann Group

Margmiðlunarfyrirtækið Streymi áformar stofnun nýs fyrirtækis á Bandaríkjamarkaði í samstarfi við auglýsingasamsteypuna The Romann Group. Meira
21. október 2000 | Viðskiptafréttir | 72 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 20.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 20.10. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Daglegt líf

21. október 2000 | Neytendur | 303 orð | 1 mynd

25 vörur af 39 fengu brons, silfur eða gull

NÚ er nýlokið fagkeppni norrænna kjötiðnaðarmanna og fór hún sem fyrr fram í tengslum við matvælasýninguna Interfair 2000 sem haldin er í Herning, Danmörku annað hvert ár. Af þeim 39 vörum sem bárust í keppnina frá Íslandi hlutu 25 verðlaun, þ.e. Meira
21. október 2000 | Neytendur | 734 orð | 1 mynd

Framleiðsla og förgun getur skapað vanda

Fyrr á þessu ári var sett reglugerð um takmörkun á framleiðslu, innflutningi og dreifingu leikfanga fyrir börn þriggja ára og yngri sem innihalda ákveðin þalöt sem mýkingarefni. Meira
21. október 2000 | Neytendur | 147 orð | 1 mynd

Meðalkostnaður við að skipta um hjólbarða 7% meiri en á sama tíma í fyrra

Meðalverð á sóluðum hjólbörðum hefur lækkað um 11% frá sama tíma í fyrra og meðalkostnaður við að skipta um hjólbarða á fólksbíl hefur aukist um 7%. Meira
21. október 2000 | Neytendur | 317 orð | 1 mynd

Risarækjur, trufflur og sítrónugras

Í vikunni var Sælkerabúðin á Suðurlandsbraut 6 opnuð á ný eftir miklar breytingar. Að sögn Bjarna Óskarssonar, annars eiganda verslunarinnar, fást í búðinni matvörur frá löndum eins og Asíu, Kína, Indlandi Malasíu, Taílandi, Japan og Kóreu. Meira

Fastir þættir

21. október 2000 | Fastir þættir | 116 orð

Bridsfélag Borgarfjarðar Vetrarstarfið er nú hafið...

Bridsfélag Borgarfjarðar Vetrarstarfið er nú hafið og voru heimtur eftir sumarið nokkuð góðar. Mánudaginn 16. október var spilaður tvímenningur með þátttöku 10 para. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 37 orð

Bridsfélag Hreyfils Mánudagsköldið 16.

Bridsfélag Hreyfils Mánudagsköldið 16. okt. byrjaði aðalsveitakeppni Bridgefélags Hreyfils eftir tvær umferðir er staða efstu sveita þessi. 1. sæti, sv. Sveins R. Þorvaldssonar 2. sæti, sv. Óskars Sigurðssonar 3. sæti, sv. Guðmundar Magnússonar 4. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 57 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Reykjavíkurmótið í tvímenningi 2000 Mótið verður spilað 21. október í húsnæði BSÍ, Þönglabakka 1. Spilaður verður Barómeter eða Monrad Barómeter eftir þátttöku. Mótið hefst klukkan 11.00. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 678 orð | 1 mynd

Brjóstamyndatökur eru fyrirbyggjandi heilsuvernd

EINUNGIS rúmlega 60% kvenna af höfuðborgarsvæðinu mæta að meðaltali til reglubundinnar brjóstamyndatöku, þegar þær fá boð frá Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 770 orð | 3 myndir

Dálæti hans á þessari undirstöðu allrar myndlistar, línunni, birtist í eftirfarandi orðum: Ég fer í göngutúr með línunni!

Edinborg, á haustdögum Allar ferðir enda einhvers staðar og með einhverjum hætti. Og þá einnig lífið sjálft. Myndi ekki vera við hæfi að ljúka þessari ferðarispu í þeirri stórborg erlendri sem ég kom fyrst til ungur messagutti á gamla Brúarfossi, 1946. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 175 orð

Djúpsjávarveira bætir bein

EFNI sem djúpsjávarveira framleiðir virkar mjög örvandi á bein sem eru að gróa, að því er vísindamenn greina frá. Veiran "Vibrio diabolicus", framleiðir efnið en hún finnst í neðansjávarhverum á miklu dýpi. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 367 orð | 1 mynd

Efasemdir um gildi hvítlauksrannsókna

SÍFELLT eru að birtast niðurstöður rannsókna sem lofa gagnsemi hvítlauks. En tvær nýbirtar rannsóknir benda til þess að ekki sé allt með felldu í þeim rannsóknum sem hingað til hafa komið fram. "Birtar rannsóknir eru ekki margar. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 193 orð | 1 mynd

Engar vísbendingar finnast um aukna hættu

NÝ rannsókn á Viagra (sidenafil), sem gerð var eftir að lyfið kom á markað, hefur ekki leitt í ljós neinar vísbendingar um að menn sem taka lyfið við getuleysi séu í aukinni hættu á að fá hjartaáfall, að því er framleiðandi lyfsins, lyfjafyrirtækið... Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 485 orð | 1 mynd

Er eðlilegt að börn pissi undir?

Spurning: Sex ára sonur minn pissar undir á næturnar. Tvö önnur af fjórum börnum mínum hafa pissað undir, annað til fimm ára aldurs og hitt til átta ára. Hvaða skýringar eru á þessum vandamálum hjá börnum og hvað er til ráða? Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 385 orð | 1 mynd

Hefst námið í móðurkviði?

SNEMMA beygist krókurinn, segir máltækið, en hversu snemma? Mun fyrr en margan grunaði, ef marka má hollenska vísindamenn sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að fóstur geti lært, vegna þess að þau hafi bæði langtímaminni og skammtímaminni. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 1022 orð | 3 myndir

Hvað er ofurflæði?

Á Vísindavefnum hafa að undanförnu birst svör um starfsemi hjartans, áhrif hita og kulda á mannslíkamann, ópíöt, lengd tíðahringsins, lífið í hafinu, vetnisbruna, grá hár, strokleður, geispa, erfðafræðilegan mun á manni og mannapa, uppruna prótína og... Meira
21. október 2000 | Í dag | 1136 orð | 1 mynd

Kirkjudagur Fríkirkjunnar í Hafnarfirði

Á morgun, sunnudaginn 22. október, er hinn árlegi kirkjudagur Fríkirkjusafnaðarins í Hafnarfirði. Barnasamkoma verður kl. 11 eins og alla sunnudaga en kl. 14 hefst hátíðarguðsþjónusta í kirkjunni. Sr. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 487 orð | 1 mynd

Koli

Að matreiða kola án beina og roðs, segir Kristín Gestsdóttir, er eins og að drekka kampavín úr plastglasi. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 315 orð | 1 mynd

Lífshættir ógna heilsu komandi kynslóða

ÞÆR ungu konur sem ekki neyta hollrar fæðu og iðka ekki heilsurækt eru að skapa heilbrigðisvanda, sem mun ekki einasta bitna á þeim sjálfum heldur mun skella af fullum þunga á komandi kynslóðum. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 749 orð | 1 mynd

Martröð hin meiri

ANGURVÆRÐ draumsins er engu lík þegar ásókn þeirra er brúa bilið milli lífs og dauða verður raunveruleg og þyngd næturinnar kæfir morgundaginn. Ásókn í draumi er löngu þekkt fyrirbæri og er ekki séríslenskt. Meira
21. október 2000 | Í dag | 1938 orð | 1 mynd

(Matt. 22. )

Guðspjall dagsins: Hvers son er Kristur? Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 168 orð

Meiri hætta á bakteríum í fituskertu mjólkinni

MEIRI hætta er á að bakteríur á borð við salmonellu og ecoli sé að finna í fituskertri mjólk en nýmjólk, að því er vísindamenn hafa greint frá. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 271 orð

Mismunandi einkenni eftir kynþáttum

EINKENNI breytingaskeiðs virðast vera mismunandi eftir kynþætti, samfélags- og efnahagslegum þáttum og lífsstíl, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar. Vísindamenn undir stjórn dr. Ellen B. Meira
21. október 2000 | Viðhorf | 844 orð

Pillan umdeilda

"Í landi þar sem jafnhatrömm átök verða um fóstureyðingar er ekki að furða þótt umræðan færi á flug þegar bandaríska lyfjaeftirlitið samþykkti loks neyðargetnaðarvörnina." Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 109 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Hvítur á leik. Fyrir skömmu var í þriðja skiptið í sögu skáklífs Færeyinga haldið alþjóðlegt skákmót. Mótið var eins og hin tvö haldið í Þórshöfn og tóku þátt í ár tveir Íslendingar, þeir Hannes Hlífar Stefánsson (2557) og Jón Viktor Gunnarsson (2368). Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 286 orð | 1 mynd

Trefjar vart til bóta

SÍFELLT fleiri vísbendingar koma fram um að trefjar komi ekki í veg fyrir ristilkrabbamein, og benda niðurstöður nýrrar rannsóknar til þess, að ákveðin tegund fæðubótarefna kunni jafnvel að vera slæm fyrir meltingarfærin. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 886 orð

Ylhlýja málið með andblæinn bestan alstaðar...

MÉR hefur borist afar vinsamlegt og skemmtilegt bréf frá Pálma Jónssyni á Sauðárkróki. Drep ég hér á nokkur atriði sem þar koma fram. Meðal annars barst mál hans að sögninni að klaka sem er ævaforn og kom fyrir í oddhendu Guðmundar Benediktssonar í 1073. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 308 orð

ÞÚ ERT í suður og spilar...

ÞÚ ERT í suður og spilar sex spaða, sem er hörð slemma, en þó ekki alveg vonlaus. Norður gefur; allir á hættu. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 267 orð | 1 mynd

Öll hreyfing sögð skila árangri

AFSAKANIR þeirra sem halda því fram að þeir hafi ekki tíma til að hreyfa sig eða stunda líkamsrækt eru nú að öllum líkindum úr gildi fallnar. Meira
21. október 2000 | Fastir þættir | 478 orð | 2 myndir

Öryggistrúnaðarmaðurinn og vinnuumhverfi

Vinnuverndarvikan 2000 Vinnuverndarvikan 2000 verður haldin á Íslandi í næstu viku. Um er að ræða fræðslu- og upplýsingaátak en sérstök áhersla verður lögð á vandamál sem tengjast baki. Meira

Íþróttir

21. október 2000 | Íþróttir | 225 orð | 1 mynd

EVRÓPULEIKUR Hauka og Braga í dag...

EVRÓPULEIKUR Hauka og Braga í dag verður fyrsti Evrópuleikurinn í hinu nýja íþróttahúsi Hauka við Ásvelli . Til stóð að vígja húsið með Evrópuleik Hauka og Eynatten í 1. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 178 orð

Framtíð Helga hjá Panathinaikos óljós

Helgi Sigurðsson og félagar hans í gríska knattspyrnuliðinu Panathinaikos eru í fríi aðra helgina í röð en hálfs mánaðar verkfall stendur yfir hjá liðunum í úrvalsdeildinni. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 125 orð

Grimandi og Mihajlovic í bann

Frakkinn Gilles Grimandi leikmaður Arsenal var í gær úrskurðaður í þriggja leikja bann af aganefnd knattspyrnusambands Evrópu, UEFA. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 131 orð

Guðmundur áfram hjá KR

GUÐMUNDUR Benediksson skrifaði í gær undir nýjan samning við Knattspyrnufélag Reykjavíkur og er gildistími samningsins þrjú ár. "Ég er himinlifandi að hafa náð samkomulagi við KR og það eru báðir aðilar sáttir við nýja samninginn. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 92 orð

Guðmundur sýndi góða takta

GUÐMUNDUR Steinarsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, sem skoraði 14 mörk á Íslandsmótinu í sumar meiddist í leik með varaliði enska 1. deildarliðsins Stockport gegn Sheffield United í fyrrakvöld. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 341 orð

HANDKNATTLEIKUR HK - Grótta/KR 27:30 Digranes,...

HANDKNATTLEIKUR HK - Grótta/KR 27:30 Digranes, Nissandeildin (1. deild karla), föstudagur 20. október 2000. Gangur leiksins: 1:2, 2:4, 5:7, 8:7, 11:11, 15:13, 16:15 , 17:16, 20:18, 23:22, 26:25, 29:29, 27:30 . Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 54 orð

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Evrópukeppni: Ásvellir: Haukar -...

HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Evrópukeppni: Ásvellir: Haukar - Braga 16 Nissandeild 1. deild kvenna: Seltj.:Grótta/KR - FH 16.30 Hlíðarendi:Valur - KA/Þór 16.30 Víkin:Víkingur - Haukar 13.30 2. deild karla: Austurberg:ÍR b - Selfoss 13. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 300 orð | 1 mynd

JOHN Woods, fyrrverandi leikmaður Tindastóls í...

JOHN Woods, fyrrverandi leikmaður Tindastóls í körfuknattleik, mun ekki ganga til liðs við KR-inga, eins og líklegt var . Woods er á förum til Frakklands, þar sem hann mun leika í vetur. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 167 orð | 1 mynd

KRISTÍN Rós Hákonardóttir tryggði sér bronsverðlaun...

KRISTÍN Rós Hákonardóttir tryggði sér bronsverðlaun á fyrsta keppnisdeginum á Ólympíumóti fatlaðra í Sydney sem hófst í gær. Hún varð þriðja í 200 m fjórsundi í flokki SM7 á tímanum 3.20,28 mín. Kristín Rós átti heimsmetið í greininni - 3.15,16 mín. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 130 orð

Meistarar kjöldregnir

MEISTARALIÐ Eyjastúlkna í handknattleik gengu heldur daprar af leikvelli í Eyjum í gærkvöldi. Ástæðan var tap fyrir Fram 18:24. Framstúlkur léku við hvern sinn fingur í leiknum og var sigurinn síst of stór. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 444 orð

Mörkin komu ótt og títt í...

FLENSAN, sem hrjáð hefur leikmenn Gróttu/KR að undanförnu, virtist sitja í liðinu þegar það sótti HK heim í Digranesið í gærkvöldi. Undir lokin náðu þeir að hrista af sér slenið og sigra 30:27 með því að skora 5 af sex síðustu mörkum leiksins. Hilmar Þórlindsson, sem missti af síðasta leik Gróttu/KR, skoraði tíu af mörkum liðsin. HK verður því enn að bíða eftir sínum fyrstu stigum. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 52 orð

Silja komst ekki í úrslit

Silja Úlfarsdóttir komst ekki í úrslit í 200 metra hlaupi á Heimsmeistaramóti unglinga í Chile. Undanúrslit 200 metra hlaupsins fóru fram í gær og Silja kom 12. ímark á tímanum 24,22 sekúndur sem er nýtt íslandsmet í flokki ungkvenna 19 - 20 ára. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 101 orð

Tchikoulaev fær ekki góðar móttökur

LEIKSTJÓRNANDI ABC Braga, Rússinn Victor Tchikoulaev (nr. 19), á ekki von á góðum móttökum frá leikmönnum Hauka og stuðningsmönnum liðsins í leiknum gegn Haukum í dag. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 85 orð

Trúðu ekki úrslitunum

ÚRSLITIN í fyrri leik Hauka og Braga um síðustu helgi vöktu talsverða athygli. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 77 orð

Tryggvi fer til Forest

KR-ingurinn Tryggvi Bjarnason (Friðrikssonar júdókappa) fer á mánudaginn til reynslu hjá enska 1. deildarliðinu Nottingham Forest. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 255 orð

Tungumálaerfiðleikar hjá Ranieri

CLAUDIO Ranieri hinn nýi knattspyrnustjóri hjá enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea kvartar yfir því að leikmenn sínir skilji sig ekki á æfingum. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 468 orð | 2 myndir

Tökum eitt skref í einu

ÍSLANDSMEISTARAR Hauka mæta portúgalska liðinu ABC Braga í síðari leik liðanna í forkeppni meistaradeildarinnar í handknattleik í dag. Leikurinn fer fram í hinu nýja, glæsilega íþróttahúsi Hauka á Ásvöllum og hefst klukkan 16. Braga vann fyrri leikinn með þriggja marka mun, 25:22, svo möguleikar Haukanna á að slá portúgalska liðið út og tryggja sér sæti í meistaradeildinni verða að teljast nokkuð góðir. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 147 orð

Venables úr leik

ENGLENDINGAR eru enn að velta því fyrir sér hver verður næsti landsliðsþjálfari þeirra í knattspyrnu. Meira
21. október 2000 | Íþróttir | 329 orð | 1 mynd

Yorke þurfti þónokkuð að hafa fyrir...

DWIGHT Yorke lýsti því yfir við enska fjölmiðla í gær að þungu fargi hefði verið af sér létt þegar hann skoraði langþráð fyrsta mark sitt á þessu leiktímabili gegn PSV Eindhoven á miðvikudag. Meira

Úr verinu

21. október 2000 | Úr verinu | 114 orð

Reglum um rækjuveiðar breytt

GEFNAR hafa verið út tvær reglugerðir um notkun smárækjuskilju við úthafsrækjuveiðar. Í annarri er heimilað að notað sé plast í grind skiljunnar, en til þessa hefur grindin orðið að vera úr stáli. Meira
21. október 2000 | Úr verinu | 813 orð | 1 mynd

Sjómenn taka enn þátt í kvótakaupum

TILRAUN til að uppræta kvótabrask og aflétta þátttöku sjómanna í kvótakaupum útgerðarinnar hefur mistekist að mati Sjómannasambands Íslands. Í ályktun 22. Meira

Lesbók

21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 917 orð | 5 myndir

AÐ KANNA HIÐ ÓSÝNILEGA MEÐ ÞVÍ GAGNSÆJA

Myndlistarkonan Harpa Árnadóttir er fædd á Bíldudal, hún óx upp í Ólafsvík og stundaði síðar myndlistarnám í Reykjavík. Undanfarin sjö ár hefur Harpa verið búsett í Gautaborg í Svíþjóð. Fyrstu tvö árin sem nemi við Valand listaskólann en að námi loknu hefur hún tekið virkan þátt í listalífi borgarinnar og er þar með vinnustofu. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 22 orð

Á HVERFANDA HVELI

Ljóð mín og lækir hvísla dúett þegar vetur hvítra jökla tapar röddinni í sópranhæð vorsins Þetta er ekki einleikið Rennandi tími lækjarins markar lengd víðáttunnar langt frá stressi... Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 10 orð

ÁSTIN

Hann kyssti hana dúndur fínt á tröppunum Svo kom hraði andardrátturinn: ekki hætta leik þá hæst... Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1042 orð | 1 mynd

FORGENGILEIKINN Í MYND

Endurminningar eru viðfangsefni Nönnu Bisp Büchert, ljósmyndara í Danmörku, í bókinni Einstakur dagur sem hún vann með Kristínu Ómarsdóttur ljóðskáldi og á samnefndri sýningu sem opnuð verður í dag í Hafnarborg. URÐUR GUNNARSDÓTTIR hitti hana einn haustdag á Sjálandi. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 93 orð

GELGJUSKEIÐSÞJÓÐFÉLAGIÐ

Kvöldið nálgast sem grunur úr dimmu djúpi. Dynur götunnar kallar fram ljóð á vör. Ég opna töskuna og sveipa mig huliðshjúpi og heyri ólga í kringum mig svimandi fjör. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1897 orð | 3 myndir

GÖMLU HÚSIN Í SKERJAFIRÐI OG FLUGVÖLLURINN

Í lista um niðurrif húsanna er þess getið, að í þeim hafi búið 32 fjölskyldur og heimilisfólk alls 128 manns. Sé gert ráð fyrir sama fólksfjölda í þeim húsum sem síðar voru rifin, má telja að um 115 fjölskyldur, eða um 460 manns, hafi misst heimili sín og verið hraktar burt með valdi. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 212 orð | 1 mynd

Halldór Laxness hjá Random House

RÉTTINDASTOFA Eddu - miðlunar og útgáfu hefur gert samning við bandarísku útgáfusamsteypuna Random House um réttinn á tveimur skáldsögum Halldórs Laxness, Heimsljósi og Paradísarheimt. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 65 orð

HAUST

Frostið reisir kristalskletta í mold og kuldans hendur endurbyggja fold augu jarðar, vötnin, stara stirð til stjarnanna í himins óra firð. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 926 orð

HEIMUR EYMDARINNAR

Menn verða að berjast fyrir því sem þeir trúa á. Kjarninn í kristinni siðfræði er að þola ekki órétt og rísa upp gegn hinu illa. Þroskað siðvit felur það í sér að maðurinn er aldrei hlutlaus eða afskiptalaus. Hann er sjálfur meira en einstaklingur. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1686 orð | 1 mynd

HÉR HRINGLAÐI Í SPESÍUM KATTARINS

Oddný Þorgilsdóttir á Hraunsnefi í Norðurárdal ákvað að heita á köttinn í slæmu árferði og þá batnaði tíðin og henni tókst að bjarga öllu af túnunum. Þetta fréttist og nú streymdu áheitin á köttinn. Það voru lömb og smjör og annað sem fólk gat látið frá sér. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1100 orð | 4 myndir

ÍSLANDI ORÐIÐ

Þann 10. sept. sl. var kynnt í Berlín nýútkomin sýnisbók íslenskra nútímabókmennta, Wortlaut Island (Ísland orðrétt). Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

Leiðrétting

Í þriðju og síðustu grein Bergsteins Gizurarsonar um beinhringinn við Eystri-Rangá urðu þau mistök að mynd var birt af kínverskum beinhring sem er að sjálfsögöu ekki sá sem fannst við Rangá. Þá er einnig rangur myndatexti við mynd á bls. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 52 orð

Listgluggar

Listgluggar Búnaðarbanka Íslands veita innsýn í listaverkasafn bankans sem orðið er mikið að vöxtum, en bankinn hefur um áratuga skeið gegnt mikilvægu hlutverki sem kostunaraðili í íslenskri málaralist. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1486 orð | 5 myndir

LISTGLUGGUM LOKIÐ UPP

Búnaðarbanki Íslands hefur um áratugaskeið stutt við myndlistarlífið í landinu með reglulegum kaupum á myndlist. Listaverkasafn hans er orðið mikið að vöxtum og í tilefni af 70 ára afmæli bankans verður í dag opnuð sýning á úrvali úr safninu í Hafnarborg í Hafnarfirði. FRÍÐA BJÖRK INGVARSDÓTTIR kynnti sér sögu þessa safns og komst að því að forráðamenn bankans hafa lokið upp listgluggum af ýmsu tagi, myndlistinni og menningarlífinu til framdráttar. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1780 orð | 1 mynd

LÍFGEISLINN OG LÍFIÐ Á JÖRÐINNI

FYRIR ármilljónum átti sér stað undursamleg og um leið óskiljanleg atburðarás sem varð til þess að líf kviknaði hér á jörðu. Ekki er minna merkilegt hversu margbreytilegar myndir lífið kynkvíslaði sig í. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1208 orð | 8 myndir

LÍPARÍT ÚR HAMARSFIRÐI PRÝÐIR SENDIRÁÐ ÍSLANDS Í BERLÍN

Pálmar Kristmundsson arkitekt er höfundur íslenzka sendiráðsins í Berlín. Hefur hann unnið gott verk og vekur það ekki síður athygli en sendiráðsbyggingar hinna Norðurlandanna sem allar standa saman. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1346 orð | 1 mynd

Margir veruleikar og klofnir kjarnar

Listasafn Íslands hefur opnað sýningu á sjö þrívíðum verkum eftir Sigurð Guðmundsson og er sýningin á dagskrá Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Jafnframt er ný- útkomin bók með ljósmyndaverkum Sigurðar hjá Máli og menningu. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræðir við Sigurð um bókina, verkin á sýningunni, andlega samkynhneigð og veruleika sem enginn veit hvað er. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 135 orð

Málþing um Kristni á Íslandi

MÁLÞING verður haldið um ritsafnið Kristni á Íslandi í Þjóðarbókhlöðunni í dag. Hefst það kl. 13.15. Verkið, sem kom út fyrr á árinu, er framlag Alþingis til hátíðarhalda þeirra sem efnt er til í tilefni af því að 1000 ár eru liðin frá kristnitökunni. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1193 orð | 1 mynd

MENNINGARÞJÓNUSTA Á MYNDLISTARVETTVANGI

Sólon Sigurðsson bankastjóri segir í samtali um listaverkasafn Búnaðarbankans að hann sé þeirrar skoðunar að stærri fyrirtæki eigi að sinna því hlutverki að styðja unga listamenn. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 43 orð | 1 mynd

Menning Mínosar konungs

Jarðvegurinn á Krít er svo hlaðinn fornminjum að helzt verður líkt við sögubók, segir Ólína Þorvarðardóttir í síðari grein sinni um Krít og þar tekur hún til meðferðar minjar um hina sérstæðu menningu, hálfu öðru árþúsundi fyrir Krist, sem talin er... Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1873 orð | 5 myndir

MENNING MÍNOSAR KONUNGS OG MENJAR HENNAR

Rústirnar í Festos og Knossos eru tvímælalaust merk- astar þeirra fornminja Mínósarmenningarinnar sem fundist hafa á Krít. Flestir eru sammála um að þessi menning hafi verið upphaf evrópskrar siðmenningar, en enginn veit þó hvað hún fól raunverulega í sér. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð | 1 mynd

Nauðungarflutningar úr Skerjafirði

Um það var aldrei fjallað í fréttum á sínum tíma, enda tengt gerð hernaðarmannvirkis, að um 460 íbúum húsa í Skerjafirði var sagt að hypja sig og húsin rifin þegar bandaríski herinn byggði flugbrautir 1942. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 430 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar. Ásmundarsafn: Sýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Til 1. nóv. Café Mílanó: Myndlistarsýning Hólmfríðar Dóru Sigurðardóttur. Til 31. okt. Gallerí Fold, Rauðarárstíg: Dominique Ambroise. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 826 orð | 3 myndir

ÓVART TRÚÐAR

Leiklistarhátíðin Á mörkunum heldur áfram um helgina með frumsýningu á Trúðunum í Iðnó. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við höfundinn, Hallgrím H. Helgason, og leikstjórann, Maríu Reyndal, um hlutverkaleikinn, trúðinn og efasemdir hans um eigið ágæti. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 41 orð | 1 mynd

Sendiráð Íslands í Berlín

Fyrir ári var tekin í notkun ný bygging fyrir sendiráð Íslands í Þýzkalandi. Norðurlöndin fengu lóð saman í Berlín. Pálmar Kristmundsson arkitekt teiknaði íslenska sendiráðið og klæddi það að utanverðu með líparíti af Austfjörðum. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 10 orð

SKJÁLFTINN

Hestfjallið hristir Richterkvarða með hvíldum Hekla horfir öfundsjúk í augsýn: Minn tími kemur Skjálftafræðingar sverja ekki Suðurlandsskjálfta eldgamlan aftur á... Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1714 orð | 3 myndir

STJÖRNUVERK

Jenný Guðmundsdóttir, Valgerður Hauksdóttir og Ívar Valgarðsson sýna verk sín í sölum Gerðubergs. RAGNA GARÐARSDÓTTIR fór að finna listamennina. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1580 orð | 4 myndir

Sögur úr bleikri borg

Í ítölsku borginni Bologna hefur kraumað í menningarpottum þetta árið rétt eins og í systurmenningarborgunum átta. Sigurbjörg Þrastardóttir hefur fylgst með framvindu menningarársins í Bologna og segir hér frá helstu uppákomum í vor, sumar og haust. Meira
21. október 2000 | Menningarblað/Lesbók | 128 orð

VÍSUR

Brunnu beggja kinna björt ljós á mig drósar - oss hlægir það eigi - eldhúss of við felldan; en til ökkla svanna ítrvaxins gat eg líta - þrá muna oss um ævi eldast - hjá þreskeldi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.