Greinar fimmtudaginn 28. ágúst 2003

Forsíða

28. ágúst 2003 | Forsíða | 48 orð | 1 mynd

Á "vígvelli" tómataslags

ÞÁTTTAKANDI í hinni árlegu tómataslagshátíð í bænum Bunol nærri Valencia á Spáni rennir sér hér kylliflatur eftir "vígvellinum", sem er þakinn maukuðum tómötum. Meira
28. ágúst 2003 | Forsíða | 97 orð

Eimskip helsta eign Straums

MEÐAL helstu eigna Straums er 15,08% hlutur í Eimskipafélagi Íslands en Landsbankinn á 6,29% hlut í Eimskipafélaginu. Samanlagður hlutur þessara tveggja aðila í Eimskipafélaginu er því 21,37%. Meira
28. ágúst 2003 | Forsíða | 155 orð

Erindrekar ræddust við

TALSMENN Bandaríkjastjórnar vildu í gær ekki að mikil merking yrði lögð í viðræður sem erindrekar hennar og Norður-Kóreustjórnar áttu, augliti til auglitis, í Peking í gær, er fjölhliða viðræður hófust þar um kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna. Meira
28. ágúst 2003 | Forsíða | 126 orð

Frídegi fórnað?

FRANSKA stjórnin sagði í gær að hún væri að hugleiða að fara fram á að opinberum frídögum yrði fækkað um einn í því skyni að skjóta frekari stoðum undir fjármögnun ráðstafana sem ætlaðar eru til að bæta þjónustu við aldrað fólk, en sá þjóðfélagshópur... Meira
28. ágúst 2003 | Forsíða | 84 orð | 1 mynd

Fyrstu réttir á sunnudag í Mývatnssveit

FYRSTU fjárréttir haustsins verða á sunnudaginn en þá verður réttað í Hlíðarrétt í Mývatnssveit. Fyrstu helgina í september verður réttað á níu stöðum um land allt og síðustu réttir verða þriðju helgina í mánuðinum. Meira
28. ágúst 2003 | Forsíða | 485 orð | 1 mynd

LANDSBANKI Íslands keypti 19,39% hlutafjár í...

LANDSBANKI Íslands keypti 19,39% hlutafjár í Fjárfestingarfélaginu Straumi í gær. Meira

Baksíða

28. ágúst 2003 | Baksíða | 66 orð

Aukinn hagnaður af bílatryggingum

SAMANLAGÐUR hagnaður stóru tryggingafélaganna þriggja, Sjóvár-Almennra, Tryggingamiðstöðvarinnar og Vátryggingafélagsins, af ökutækjatryggingum nam 1.072 milljónum króna á fyrri hluta ársins og jókst um rúmlega 20% frá sama tímabili í fyrra. Meira
28. ágúst 2003 | Baksíða | 176 orð | 1 mynd

Guja í Grímsey með 57 daga

GUJA EA, 2,3 tonna trilla úr Grímsey, fær úthlutað 57 sóknardögum á næsta fiskveiðiári sem hefst hinn 1. september nk. Meira
28. ágúst 2003 | Baksíða | 166 orð

Lambakjöt boðið til sölu á Netinu

SLÁTURFÉLAG Austurlands mun innan skamms bjóða upp á nýjung í sölu og markaðssetningu á lambakjöti beint til neytandans. Meira
28. ágúst 2003 | Baksíða | 86 orð

Lést af slysförum á Spáni

18 ÁRA íslensk stúlka hrapaði til bana á sumardvalarstaðnum Torremolinos á Spáni í fyrrinótt. Atvikið átti sér stað í klettum nærri útsýnispalli við ströndina og mun hin látna hafa hrapað niður 20 metra háa kletta. Meira
28. ágúst 2003 | Baksíða | 281 orð | 1 mynd

Maísræktun hefur gefist vel

TILRAUNARÆKTUN á maís á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum hefur farið fram úr björtustu vonum, að sögn Ólafs Eggertssonar bónda. Hann segir að plantan hafi dafnað ótrúlega vel í sumar sem sýni að þessi ræktun sé vel möguleg hér á landi. Meira
28. ágúst 2003 | Baksíða | 136 orð

Mannanafnanefnd hefur samþykkt nokkur ný nöfn

MANNANAFNANEFND tekur afstöðu til nokkurra tuga mannanafna á hverju ári og á meðal nafna sem nefndin hefur samþykkt nýlega eru til dæmis Engilbjört, Marela, Dara, Alva, Silvana, Manúel, Brit, Emelína, Dísella, Tea og Ástvar. Meira

Fréttir

28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 122 orð

Allir kálfar merktir

KÚABÆNDUR þurfa frá og með næstu mánaðamótum að merkja alla kálfa sem koma í heiminn og ekki er slátrað strax eftir fæðingu. Meira
28. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 317 orð | 1 mynd

Amtsbókasafnið lokað í tvær vikur

HIN langþráða viðbygging við Amtsbókasafnið á Akureyri er nú komin vel á veg og þegar er byrjað að flytja safnkost úr eldri hluta safnsins yfir í þann nýja. En sagan er þó ekki öll sögð þótt nýbyggingin sé að verða klár. Meira
28. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 309 orð

Arafat vill vopnahlé

YASSER Arafat, leiðtogi Palestínumanna, hvatti í gær samtök harðlínumanna til að hefja vopnahlé að nýju en þeir aflýstu sjö vikna löngu vopnahléi í síðustu viku eftir að Ísraelar drápu háttsettan Hamas-liða. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 247 orð | 1 mynd

Bjargaði sér á sundi

AÐ SYNDA 200 metra í köldum sjónum og klöngrast síðan upp á klettasker er ekki fyrir hvern sem er. Þetta gerði samt einn af lambhrútum Magnúsar bónda Guðmannssonar og hímdi síðan á skerinu og beið björgunar. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 753 orð | 1 mynd

Boð og bönn ekki endilega rétta leiðin

Þorgerður Ragnarsdóttir er fædd árið 1958 í Reykjavík. Hún útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1978 og sem hjúkrunarfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1982. Þorgerður er einnig útskrifaður fjölmiðlafræðingur frá Háskólanum í Wisconsin og Madison. Hún hefur starfað við hjúkrun og blaðaútgáfu. Þorgerður tók við starfi framkvæmdastjóra Vímuvarnaráðs árið 1999. Hún er gift Gísla Heimissyni verkfræðingi og eiga þau þrjú börn. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 96 orð

Boeing 777 lenti vegna bilunar

FLUGVÉL af gerðinni Boeing 777 frá flugfélaginu United Airlines óskaði eftir að koma inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli vegna gruns um bilun um klukkan 18.30 í gærkvöldi. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 79 orð

Doktorsvörn um geymslu vetnis í málmum

DOKTORSVÖRN um geymslu vetnis í málmum fer fram á morgun, föstudaginn 29. ágúst kl. 14, í Hátíðarsal Háskóla íslands. Guðmundur Þór Reynaldsson mun þá verja doktorsritgerð sína í tilraunaeðlisfræði. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 49 orð

Ellefta hrefnan veidd

NJÖRÐUR KO veiddi í gær elleftu hrefnuna af þeim þrjátíu og átta sem heimilt er að veiða í vísindaskyni á þessu ári. Áhöfnin á Nirði KO hefur veitt þrjár hrefnur það sem af er. Meira
28. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 388 orð

Enn á ný átök við Fallujah

TVEIR bandarískir hermenn féllu í gær í Írak, annar í Bagdad en hinn í bænum Fallujah sem er skammt vestur af borginni. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 547 orð

Fjárréttir haustið 2003

Nú liggur fyrir listi yfir fjár- og stóðhestaréttir þessa hausts. Samkvæmt listanum verða fyrstu fjárréttir hausts- ins í Mývatnssveit á sunnudag. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 112 orð

Flutningabílnum bjargað úr ósnum

BJÖRGUNARMENN björguðu í fyrrinótt flutningabílnum sem fór út af Borgarfjarðarbrúnni og lenti í Borgarfjarðarósnum á mánudagsmorgun. Aðgerðir hófust á þriðjudagskvöld með hífingu á gámi festivagns bílsins, og síðan bílnum sjálfum. Meira
28. ágúst 2003 | Suðurnes | 56 orð | 1 mynd

Framkvæmdum að ljúka á Fitjum

Starfsmenn Nesprýði eru að ljúka við mikla framkvæmd sem þeir hafa unnið að fyrir Reykjanesbæ á Fitjum í Njarðvík í sumar. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 244 orð

Frumkvæðið komi frá einkaaðilum

TÓMAS Ingi Olrich menntamálaráðherra segir það vel koma til greina að sínu áliti að einkaaðilar komi í auknum mæli að rekstri skóla á öllum skólastigum. Tómas Ingi lýsti þessari skoðun sinni í viðtali á Morgunvakt RÚV í gær. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 210 orð | 1 mynd

Gaf treyju úr fyrsta knattspyrnulandsleik Íslands

SIGURÐUR Ólafsson hefur fært Íþróttasafninu á Akranesi keppnistreyju úr fyrsta landsleik Íslands. Sigurður, sem var leikmaður Vals, lék í stöðu miðframvarðar í fyrsta landsleik Íslands, sem fram fór á Melavellinum í Reykjavík 17. júlí 1946. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 244 orð | 1 mynd

Hafa miklar áhyggjur af þróun mála

FORYSTA ASÍ óskaði í gær eftir fundum með forystu Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórn vegna stöðu mála á Kárahnjúkasvæðinu. "Þarna er að okkar viti og reyndar fleiri einnig sitthverju og reyndar afar mörgu ábótavant. Meira
28. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 134 orð

Hamingjan ekki höndluð með peningum

ÞAÐ eru gömul sannindi og ný; hamingjan fæst ekki keypt fyrir peninga. Nú hefur vísindarannsókn sem unnin var við Háskóla Suður-Kaliforníu (USC) í Los Angeles staðfest þetta. Meira
28. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 98 orð | 1 mynd

Heimsókn landbúnaðarnefndar

LANDBÚNAÐARNEFND Alþingis var í heimsókn í Húnaþingi vestra í vikunni. Sveitarstjórn Húnaþings vestra tók á móti nefndinni og saman var farið í sláturhús KVH, Ísprjón ehf. og Hestamiðstöðina á Gauksmýri, þem snæddur var hádegisverður. Meira
28. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 602 orð | 1 mynd

Hoon segir að Kelly hafi verið hlíft

ÞAÐ var aldrei um að ræða neitt "samsæri" um að benda opinberlega á efnavopnasérfræðinginn David Kelly sem aðalheimildarmanninn fyrir ásökunum um að brezkir ráðamenn hefðu ýkt ógnina sem stafaði af gereyðingarvopnabúri Írakstjórnar Saddams... Meira
28. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 362 orð

Hóta að flytja úr landi hafni Svíar evrunni

SÆNSKI farsímarisinn Ericsson hefur hótað því að flytja bæði framleiðslu sína og höfuðstöðvar úr landi ef Svíar hafna evrunni í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fram fer 14. september. Byrjað var að taka við utankjörfundaratkvæðum á hinum 1. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Höll minninganna seld til Bandaríkjanna

PANTHEON, sem er dótturforlag Random House í Bandaríkjunum, hefur keypt útgáfuréttinn á Höll minninganna eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Bókin kemur út í innbundnu formi í lok október vestra. Útgáfan hefur látið prenta 3. Meira
28. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 78 orð | 1 mynd

Indíáni í návígi við Mars

STJARNFRÆÐINGAR, stjörnuspekingar og margt áhugafólk um himinhnettina beindu í gær sjónum sínum að Mars en þá var reikistjarnan rauða nær jörðu en hún hefur verið frá því Neanderthalsmenn voru uppi fyrir um 60.000 árum. Meira
28. ágúst 2003 | Miðopna | 307 orð

Ingibjörg ógnar stöðu þingflokksins

"ÞAÐ er alltaf erfitt fyrir stjórnmálaflokka að vera með einhvern einstakling sem allir eru að bíða eftir að taki við forystunni. Meira
28. ágúst 2003 | Suðurnes | 210 orð

Í fyrsta skipti í Grindavíkurhöfn

TVÖ frystiskip Samherja hf. lönduðu í fyrsta skipti í Grindavíkurhöfn í vikunni. Annað þeirra, Víðir EA, var skráð í Grindavík fyrir rúmum tuttugu árum en mun þó ekki hafa komið þar til hafnar fyrr en nú. Akureyrin EA landaði um 11. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 366 orð

Íslenskir kennarar ráða ekki við stóra bekki

ÍSLENSKUM nemendum vegnar betur í smærri bekkjum enda er meðalstærð bekkja í íslenska skólakerfinu minni en annarra þjóða. Ástæða þess er léleg menntun íslenskra kennara, þeir ráða ekki við stóra bekki. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Íslenskur matur kynntur í Kanada

MATREIÐSLUMAÐURINN Siggi Hall kom fram í morgunsjónvarpi CTV-sjónvarpsstöðvarinnar í Kanada í vikunni, þar sem hann kynnti m.a. verkefni Iceland Naturally í Toronto í Kanada í næsta mánuði. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 157 orð

Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar heldur umdæmisþing samtakanna í...

Kiwanisumdæmið Ísland-Færeyjar heldur umdæmisþing samtakanna í Reykjavík dagana 29.-31. ágúst nk. Þingið verður sett í Dómkirkjunni föstudaginn 29. Meira
28. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 113 orð | 1 mynd

Kornskurður hafinn í Aðaldal

KORNUPPSKERA verður góð í Suður-Þingeyjarsýslu á þessu hausti en kornskurður er hafinn og er það hálfum mánuði fyrr en vanalega. Meira
28. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 329 orð | 1 mynd

Lagt til að endurbyggja Melshúsabryggju

Á FUNDI skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnarnesbæjar hinn 15. ágúst sl. kom fram tillaga um að hafinn yrði undirbúningur að endurbyggingu Melshúsabryggju á Seltjarnarnesi með það fyrir augum að bryggjan verði nýtt til útivistar í þágu Seltirninga. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 608 orð | 2 myndir

Laxar drápust í hitanum

ÁRNEFND SVFR fyrir Norðurá fer nk. mánudag upp í Borgarfjörð til að veiða dálítið í ánni og loka síðan húsum fyrir veturinn. Jón G. Baldvinsson, árnefndarmaður og fyrrum formaður SVFR, telur það afrek ef það nást 1. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 65 orð

Lát konu ekki af mannavöldum

LÖGREGLAN í Reykjavík hefur sleppt karlmanni úr gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á láti 22 ára konu í íbúð í miðborginni á mánudagskvöld. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 445 orð

LEIÐRÉTT

Rangt farið með ljóð Rangt var farið með ljóð og það eignað öðrum höfundi í minningargrein sunnudaginn 24. ágúst. Ljóðið er eftir Guðfinnu Þorsteinsdóttur, Erlu skáldkonu, og er í bókinni Hélublóm, sem út kom 1937. Meira
28. ágúst 2003 | Austurland | 502 orð | 1 mynd

Listrænt annríki í Skaftfelli

MENNINGARMIÐSTÖÐIN Skaftfell á Seyðisfirði er orðin fræg um allar jarðir fyrir fjölbreytt og metnaðarfullt sýningarhald, auk annarra menningarviðburða. Meira
28. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 108 orð

Lokadjass á Listasumri

Í KVÖLD verða síðustu djasstónleikarnir á þessu sumri í tónleikaröðinni Heitur fimmtudagur. Þessi djasskvöld hafa undanfarin ár verið hluti af Listasumri og notið mikilla vinsælda. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 170 orð

Merkjasala Hjálpræðishersins Árleg merkjasala Hjálpræðishersins hefst...

Merkjasala Hjálpræðishersins Árleg merkjasala Hjálpræðishersins hefst í dag, fimmtudag og verður einnig á morgun og laugardag. Merkið kostar kr 300. Sölumenn verða m.a. Meira
28. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 164 orð | 1 mynd

Mikið manntjón í troðningi

AÐ minnsta kosti 39 manns létu lífið og meira en 100 slösuðust þegar þeir tróðust undir mannfjölda á Kumbh Mela, trúarhátíð hindúa, í bænum Nashik í Vestur-Indlandi í gær. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 224 orð

Mikil spurn eftir kýrkjöti

SLÁTURFÉLAG Suðurlands býður bændum nú staðgreiðslu fyrir kýrkjöt þar sem eftirspurn er meiri en framboð. Þetta er ígildi 3% verðhækkunar til bænda og er líklegt að þessi háttur verði hafður á næstu mánuði. Meira
28. ágúst 2003 | Miðopna | 1096 orð | 1 mynd

Millilending að loknu taugastríði

Taugastríð hefur verið háð innan forystu Samfylkingarinnar síðustu daga vegna forystumála flokksins. Steingrímur Sigurgeirsson tók púlsinn á forystumönnum í flokknum og segir flesta fegna því að ekki komi til harðra átaka á landsfundi í haust. Meira
28. ágúst 2003 | Miðopna | 195 orð

Niðurstaða sem gerir engan reiðan

"ÞETTA er málamiðlunarlausn hjá Ingibjörgu Sólrúnu. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Nýja brúin liggur á boganum

SMÍÐI nýju Þjórsárbrúarinnar gengur vel, og að sögn Valgeirs Þórðarsonar, verkstjóra hjá Norma, sem sér um verkið, er nú búið að steypa hábogann og næst á dagskrá að leggja bitana sem fara undir veginn. Veggólfið er síðan lagt ofan á bitana. Meira
28. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 372 orð | 1 mynd

Ný stefna í félagslegu húsnæði

GAMLA "bæjarblokkin" er úrelt hugtak og tákn liðins tíma og nýjar áherslur hafa tekið við í málefnum félagslegs húsnæðis undanfarin ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Félagsbústaðir hf. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 227 orð

Opið málþing um Þjórsárdal verður haldið...

Opið málþing um Þjórsárdal verður haldið laugardaginn 30. ágúst kl. 10-14, í félagsheimilinu Árnesi. Markmið málþingsins er að fjalla um Þjórsárdalinn í víðu samhengi frá sem flestum hliðum og fá fjölbreytt sjónarhorn fram. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 268 orð

Óskað eftir fundi með foreldrum í næstu viku

ÞÓRA Þórarinsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags vangefinna, segir sér virðast sem unnt verði að hefja undirbúning að varanlegri lausn í skólamálum mikið fatlaðra nemenda í framhaldsdeild Safamýrarskóla strax í næstu viku. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 380 orð | 1 mynd

Óskar eftir sérstakri fjárveitingu til rannsóknar

HARALDUR Johannessen ríkislögreglustjóri hefur farið fram á það við dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, að Ríkislögreglustjóraembættið fái 25 milljóna kr. Meira
28. ágúst 2003 | Suðurnes | 137 orð

Púlsinn er að hefja dagskrá komandi vetrar

ÆVINTÝRAHÚSIÐ Púlsinn í Sandgerði hefur vetrarstarfið 1. september næstkomandi. Þá leggur Púlsinn sitt af mörkum á Sandgerðisdögum sem hefjast í dag. Á dagskránni í vetur verða fjölmörg námskeið. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 415 orð | 2 myndir

"Heildstætt útlit dagskrárliðsins haft í huga"

BREYTINGAR verða á dagskrá Stöðvar 2 frá og með föstudeginum 5. september nk. Aðalfréttatími Stöðvar 2 verður á dagskrá klukkan 19 og Ísland í dag verður klukkutími að lengd, hefst klukkan 18.30 og heldur svo áfram að loknum fréttum klukkan 19.30. Meira
28. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 321 orð

"Ósanngirnin er augljós"

EIGENDUR og rekstraraðilar heilsársgististaða á Akureyri hafa miklar áhyggjur af versnandi afkomu og nýtingu gististaða sinna. Meira
28. ágúst 2003 | Erlendar fréttir | 367 orð | 1 mynd

Reynt að kaupa kjarnorkubúnað

STJÓRNVÖLD í Íran reyndu að kaupa í nokkrum löndum, þar á meðal Frakklandi, kjarnorkubúnað, sem jafnt má nota í hernaðarlegum sem friðsamlegum tilgangi. Meira
28. ágúst 2003 | Akureyri og nágrenni | 87 orð | 2 myndir

Róleg umferð en einn árekstur

LÖGREGLAN á Akureyri hefur fylgst vel með umferðinni í bænum nú í upphafi skólahalds og segir hún að allt hafi gengið stóráfallalaust. Umferð hafi verið róleg og ökumenn tillitssamir. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 212 orð

Rúmlega 10% raunávöxtun á fyrrihluta ársins

RAUNÁVÖXTUN Lífeyrissjóðs sjómanna var 10,6% á ársgrundvelli á fyrrihluta þessa árs, sem er mikil umskipti frá síðasta ári þegar raunávöxtun sjóðsins var 0,6%. Fjármagnstekjur á fyrstu sex mánuðum ársins námu rúmum þremur milljörðum kr. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Sjúkralið kallað út frá Akranesi

MISTÖK starfsmanns Neyðarlínunnar urðu til þess að læknir og sjúkraflutningamenn frá Akranesi voru kallaðir til þegar alvarlegt umferðarslys varð á Borgarfjarðarbrúnni sl. mánudag. Sjúkraflutningamenn þurftu því að ferðast um fjörutíu kílómetra leið. Meira
28. ágúst 2003 | Suðurnes | 311 orð | 2 myndir

Skemmtilegast að taka myndir af dýrum

"MAMMA fattaði upp á þessu," segir Salka Björt Kristjánsdóttir, fimm ára ljósmyndari í Njarðvík sem heldur sýningu á ljósanótt. Hún var spurð um tildrög þess að hún fór að taka myndir og setja þær upp á sýningu. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 68 orð

Skipverji sóttur á haf út

ÁHÖFNIN á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sótti slasaðan skipverja um borð í Sindra Sf 26 20 mílur vestur af Sandgerði um hádegið í gær og flutti hann á Landspítalann í Fossvogi. Maðurinn hafði fallið niður um þrjá metra og hlotið bakmeiðsl. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 217 orð

Sláturhúsi SS við Laxá í Leirársveit lokað

STJÓRN Sláturfélags Suðurlands ákvað í síðustu viku að úrelda sláturhúsið við Laxá í Leirársveit og slátra ekki í húsinu í haust. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir þessa ákvörðun tekna á rekstrarlegum forsendum. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 211 orð

Sláturhúsi SS við Laxá í Leirársveit lokað

STJÓRN Sláturfélags Suðurlands ákvað í síðustu viku að úrelda sláturhúsið við Laxá í Leirársveit og slátra ekki í húsinu í haust. Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir þessa ákvörðun tekna á rekstrarlegum forsendum. Meira
28. ágúst 2003 | Austurland | 95 orð | 1 mynd

Snjóflóðavarnamannvirki leyna á sér

EITT af því sem ferðamenn í Neskaupstað láta ekki hjá líða að skoða eru snjóflóðavarnamannvirkin fyrir ofan miðbæinn. Mannvirkin láta ekki mikið yfir sér neðan úr bænum séð. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Snorra Má Skúlasyni sagt upp á Stöð 2

SNORRA MÁ Skúlasyni, umsjónarmanni Íslands í dag á Stöð 2, hefur verið sagt upp störfum og tekur uppsögnin gildi 1. september nk. Skýringuna á uppsögninni segir Karl Garðarsson, fréttastjóri Stöðvar 2, vera þá að fækka hafi þurft starfsfólki. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 55 orð

Sólheimar

Elds eru glóðir í augum vatna uppsprettulind við ungar rætur, daggarblöð við dags vængi fljúga til himins sem faðmlag guðs. Losnar hugarafl úr læðingi sem brimskafl fari að föstum klettrótum þó stendur enn sem áður fyrrum hugarveröld af vonum öllum. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 116 orð | 1 mynd

Stefnir í hitamet í ágúst í Reykjavík

ALLT stefnir í að ágústmánuður í Reykjavík verði sá heitasti frá því að mælingar hófust en meðalhiti það sem af er mánuðinum hefur verið 12,9°, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Stórhveli í trollið

ÞEIM brá nokkuð skipverjum á frystitogaranum Örvari frá Skagaströnd þegar þeir fengu stórhveli í trollið í síðustu veiðiferð. Örvar var á grálúðuveiðum í Víkurál en í einu halinu fengu þeir stóran hval í trollið. Meira
28. ágúst 2003 | Landsbyggðin | 101 orð

Styrkir veittir úr Húnasjóði

HÚNAÞING vestra veitti nú fyrir skömmu fimm styrki úr Húnasjóði, en hann var stofnaður af Ásgeiri Magnússyni og Unni Ásmundsdóttur, sem ráku Alþýðuskóla á Hvammstanga árin 1913 til 1920. Meira
28. ágúst 2003 | Höfuðborgarsvæðið | 586 orð | 2 myndir

Um 120 hafa skoðað síðuna dag hvern í sumar

NÝLEG heimasíða Kattavinafélags Íslands, www.kattholt.is, hefur vakið mikla athygli, og hafa um 7.000 flettingar verið skráðar á síðunni á þeim tveimur mánuðum sem hún hefur verið starfrækt. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 167 orð

Umframbirgðir til landgræðslu og útflutnings

VEGNA óvenjugóðs tíðarfars eiga bændur margir hverjir fyrningar af heyi og eins er útlit fyrir umframuppskeru af kartöflum. Meira
28. ágúst 2003 | Miðopna | 1876 orð | 1 mynd

Um helmingaskipti og fyrirgefningu skulda

ÞORVALDUR Gylfason fer mikinn í Lesbókarrabbi laugardaginn 23. ágúst sl. Þar fellur hann í þá gryfju að sveigja með aðdróttunum sögulegar staðreyndir að kenningu sinni og ber í leiðinni menn og fyrirtæki sökum sem ég get ekki látið ósvarað. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 586 orð

Viðræður aðila um stækkun á frumstigi

TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, segir að borgaryfirvöld hafi komið að máli við sig og óskað eftir því að ríkið komi að fjármögnun íþróttamannvirkja í Laugardalnum. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 583 orð

Viðræður um stækkun á frumstigi

TÓMAS Ingi Olrich, menntamálaráðherra, segir að borgaryfirvöld hafi komið að máli við sig og óskað eftir því að ríkið komi að fjármögnun íþróttamannvirkja í Laugardalnum. Meira
28. ágúst 2003 | Innlendar fréttir | 244 orð | 2 myndir

Við sumarblómin í Sólheimum

"ÞAÐ ríkir einstakur andi á þessum stað, Sólheimum," sagði Matthías Johannessen skáld við afhjúpun ljóðaskiltis í miðgarði Sólheima í Grímsnesi í gær. Meira

Ritstjórnargreinar

28. ágúst 2003 | Leiðarar | 502 orð

Allir fyrir einn og einn fyrir alla

Ár fatlaðra, sem nú stendur yfir, hefur orðið til þess að draga sérstöðu og þarfir þessa þjóðfélagshóps fram í sviðsljósið, ekki síst með tilliti til þess margvíslega vanda sem fatlaðir þurfa að glíma við í sínu daglega lífi. Meira
28. ágúst 2003 | Staksteinar | 356 orð

- Lax og sjálfbær þróun

Kolbrún Halldórsdóttir lýsir yfir áhyggjum af laxeldi á heimasíðu sinni. Þingmaðurinn segir: "Í tilefni af því, sem formaður Landssambands veiðifélaga hefur kallað "versta umhverfisslys sem við höfum séð í fiskeldi á Íslandi", þegar 2. Meira
28. ágúst 2003 | Leiðarar | 293 orð

Viðskiptapólitísk fjárfesting

Kaup Samsonar og Landsbankans á stórum eignarhlut í Fjárfestingarfélaginu Straumi, sem tilkynnt var um í gær, geta haft grundvallarþýðingu í þeim miklu átökum og sviptingum, sem um langt skeið hafa staðið yfir í íslenzku viðskiptalífi. Meira

Menning

28. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 362 orð | 2 myndir

* ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustic...

* ARI Í ÖGRI: Dúettinn Acoustic föstudag og laugardag. * ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Harmonikkufélag Reykjavíkur heldur sinn fyrsta dansleik á haustinu laugardag kl. 22. Söngvarar Ragnheiður Hauksdóttir og Corina Cubid. Dans fyrir alla. Dans sunnudag kl. Meira
28. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 213 orð | 2 myndir

Beck byrjar vinnu á nýrri plötu...

Beck byrjar vinnu á nýrri plötu í næstu viku og hefur lofað því að hún verði pönkuð og hávaðasöm - ekkert í líkingu við hina ljúfsáru Sea Change , sem að margra mati var besta plata síðasta árs. Meira
28. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 297 orð | 3 myndir

Besta stund í lífi mínu

ÁHORFENDUR á tónleikum Foo Fighters í Laugardalshöllinni vissu ekki hvaðan á þá stóð veðrið þegar forsprakki sveitarinnar, Dave Grohl, hóf tónleikana á því að lýsa heimsókn sinni á Stokkseyri. Meira
28. ágúst 2003 | Menningarlíf | 26 orð

Edwin Kaaber sýnir í Þrastarlundi

Á VEITINGASTAÐNUM Þrastarlundi við Sog stendur nú yfir málverkasýning Edwins Kaaber. Flestar myndirnar eru unnar í akrýl og eru allar til sölu. Sýningin stendur til... Meira
28. ágúst 2003 | Menningarlíf | 833 orð | 1 mynd

Endurmat á samspili ritmiðla og myndmiðla

Fjöldi fræðimanna frá ólíkum löndum kom saman um nýliðna helgi til þess að kanna tengsl myndmiðla og ritmiðla á ráðstefnu um bókmenntir og sjónmenningu sem haldin var í Háskóla Íslands. Heiða Jóhannsdóttir komst að því að þar er um auðugan garð að gresja hvað fræðilegar rannsóknir áhrærir. Meira
28. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 142 orð | 1 mynd

Floetry með þrenn verðlaun

NÝSÁLARSVEITIN Floetry, Missy Elliot og nýliðinn Heather Headley fengu flest verðlaunin á á hátíðinni Soul Train - Lady of Soul, sem fram fór í Kaliforníu um helgina. Meira
28. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 625 orð | 4 myndir

fólk í fréttum

JULIANNE Moore giftist unnusta sínum Bart Freundlich við leynilega athöfn í New York á laugardaginn var... Lee Ryan í Blue hefur verið sviptur ökuréttindum í 18 mánuði eftir að hafa verið gripinn ölvaður undir stýri af lögreglunni. Meira
28. ágúst 2003 | Menningarlíf | 149 orð | 1 mynd

Lofsöngvar í hádeginu

BERGÞÓR Pálsson barítonsöngvari og Lenka Mátéová organisti koma fram á síðustu fimmtudagstónleikunum í Hallgrímskirkju í sumar. Tónleikarnir hefjast kl. 12 og á þeim bjóða þau Bergþór og Lenka til veislu lofsöngva í kirkjunni. Meira
28. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 269 orð | 4 myndir

MARY J.

MARY J. Blige syngur tvö lög með sálardrottningunni Arethu Franklin á væntanlegri plötu þeirrar síðarnefndu. Blige, sem sumir tala um sem arftaka Franklin, syngur með henni í lögunum "Holdin On" og "No Matter What". Meira
28. ágúst 2003 | Menningarlíf | 182 orð | 1 mynd

Meistarar formsins í Listasafni Sigurjóns

HÖGGMYNDASÝNINGIN Meistarar formsins - Úr höggmyndasögu 20. aldar verður opnuð í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar næstkomandi laugardag klukkan 15. Meira
28. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 213 orð | 1 mynd

...myndbandaverðlaunum MTV

MYNDBANDAVERÐLAUN MTV verða haldin í Radio City Music Hall í New York í kvöld. Bein útsending frá verðlaunahátíðinni sjálfri hefst á miðnætti en frá 22.30 verður hægt að fylgjast með stjörnunum mæta á staðinn og ganga rauða dregilinn. Meira
28. ágúst 2003 | Tónlist | 611 orð

Norrænt og þjóðlegt

Sönglög eftir Sibelius og Hjálmar H. Ragnarsson. Íslenzkar þjóðlagaútsetningar eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Haugtussa Op. 67 eftir Grieg. Hallveig Rúnarsdóttir sópran, Árni Heimir Ingólfsson píanó. Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20:30. Meira
28. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 362 orð | 1 mynd

Nýir þáttastjórnendur

AÐ VENJU eru ýmsar breytingar á dagskrá sjónvarpsstöðvanna að hausti og er Stöð 2 engin undantekning. Helst má nefna að nýir stjórnendur taka við Íslandi í dag , Íslandi í bítíð og að aðalfréttatími Stöðvar 2 verður færður aftur um hálftíma. Meira
28. ágúst 2003 | Menningarlíf | 51 orð | 1 mynd

Olíuverk í Árskógum

Í félagsmiðstöðinni Árskógum 4 stendur nú yfir málverkasýning Sólrúnar Bjarkar og Bettyar d'Is. Til sýnis eru nýjar olíumyndir af blómum og dýrum. Sólrún sýnir um 30 blómamyndir en Betty 25 myndir af dýrum. Meira
28. ágúst 2003 | Myndlist | 1022 orð | 4 myndir

"Þér eigið víst ekki lýsislampa?"

Til 31. ágúst. Opið fimmtudaga til sunnudaga frá kl. 14-18. Meira
28. ágúst 2003 | Menningarlíf | 79 orð | 1 mynd

Sellófon sýnt í Iðnó

EINLEIKURINN Sellófon, eftir Björk Jakobsdóttur, færir sig um set og verður fyrsta sýningin í Iðnó fimmtudaginn 4. september kl. 21. Sellófon var fyrst sýnt í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Þaðan fór sýningin á Nasa og spanna sýningar orðið á annað hundrað. Meira
28. ágúst 2003 | Menningarlíf | 57 orð

Síðustu sýningar á Poppeu

SÍÐUSTU sýningar á óperunni Poppeu eftir Claudio Monteverdi í Borgarleikhúsinu verða annað kvöld og laugardagskvöld kl. 20. Það er Sumarópera Reykjavíkur sem setur upp óperuna í samstarfi við Reykjavíkurborg og fleiri aðila. Meira
28. ágúst 2003 | Fólk í fréttum | 377 orð | 5 myndir

Tindersticks - Waiting For The Moon...

Tindersticks - Waiting For The Moon Sem gamall Tindersticks-unnandi hef ég ekki alveg verið að skála í botn yfir því sem þessi annars dásamlega dramatíska sveit hefur verið að sulla í á síðustu plötum. Meira
28. ágúst 2003 | Menningarlíf | 374 orð

Ævisaga Vilhjálms Stefánssonar verður meðal haustbóka

ÆVISAGA Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar eftir Gísla Pálsson mannfræðing kemur út hjá Máli og menningu í haust en hún er að nokkru byggð á áður ókönnuðum heimildum. Einnig kemur út seinna bindi ævisögu Jóns Sigurðssonar eftir Guðjón Friðriksson. Meira

Umræðan

28. ágúst 2003 | Aðsent efni | 275 orð | 1 mynd

Finnsk mynd um vetni

MÉR finnst ég vera tilneyddur til að segja nokkur orð um finnskan þátt, sem sýndur var í sjónvarpinu 5. ágúst síðastliðinn um vetnisvæðingu, hvað svo sem það orð merkir. Meira
28. ágúst 2003 | Aðsent efni | 262 orð | 1 mynd

Heimilislausum hefur fjölgað í Reykjavík

ÁRIÐ 1995 gerði Landlæknisembættið ásamt Axel Kvaran varðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík könnun á fjölda heimilislausra í Reykjavík. Fjöldi heimilislausra þ.e. ekki skráðir í hús eða án aðstöðu að heimili var yfir 100. Meira
28. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 13 orð | 1 mynd

Hvar eigum við að standa á...

Hvar eigum við að standa á morgun? Veðurspáin segir vera heiðskírt allan... Meira
28. ágúst 2003 | Aðsent efni | 1059 orð | 1 mynd

Langþráðu takmarki náð

ÞÁ er langþráðu takmarki náð. Hvalveiðar eru hafnar við Ísland aftur eftir 14 ára hlé. Eftir að Ísland varð aftur fullgildur aðili að Alþjóða hvalveiðiráðinu var ekkert að vanbúnaði að hefja veiðar. Meira
28. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 422 orð | 1 mynd

Sammála Illuga NÍÐINGAR á Vestfjörðum er...

Sammála Illuga NÍÐINGAR á Vestfjörðum er fyrirsögn Illuga Jökulssonar um barnaverndarmál er birtist í Fréttablaðinu sl. laugardag 23. ágúst. Ég er sammála skoðun Illuga og finnst hann gera þjóðfélaginu mikinn greiða með því að skrifa um málið. Meira
28. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 546 orð | 1 mynd

Um Dalsmynni

FYRIR stuttu skrifaði kona í Velvakanda og sagðist ekki skilja hvað fólk hefði á móti Dalsmynni. Nefndi hún það einnig að þetta stafaði af öfund fólks í garð Ástu Sigurðardóttur. Meira
28. ágúst 2003 | Bréf til blaðsins | 273 orð

Um fordæmi og fyrirmynd

ÉG hef fylgst með máli Árna Johnsen í fjölmiðlum og hef fundið til með skipbroti hans. Ég fór fyrst að fylgjast með honum þegar hann fór að spila á gítarinn sinn á samkomum og dóttir mín bað um leyfi til að fara á þessar skemmtanir. Meira

Minningargreinar

28. ágúst 2003 | Minningargreinar | 179 orð | 1 mynd

ÁSTRÍÐUR ÓLAFSDÓTTIR

Ástríður Ólafsdóttir fæddist í Reykjavík 30. maí 1926. Hún lést á krabbameinsdeild Landspítalans 13. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík 22. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
28. ágúst 2003 | Minningargreinar | 911 orð | 1 mynd

FRIÐRIK J. EYFJÖRÐ

Friðrik J. Eyfjörð fæddist í Reykjavík 8. ágúst 1912. Hann lést á Landspítala við Hringbraut 14. ágúst síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík 26. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
28. ágúst 2003 | Minningargreinar | 2391 orð | 1 mynd

HELGA SIGRÍÐUR EIRÍKSDÓTTIR

Helga Sigríður Eiríksdóttir fæddist í Reykjavík 22. júní 1915. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni 15. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin María Þuríður Bjarnadóttir frá Geirlandi í V-Skaftafellssýslu, f. 27. apríl 1888 og d. 16. Meira  Kaupa minningabók
28. ágúst 2003 | Minningargreinar | 821 orð | 1 mynd

JÓHANNA MARÍA GESTSDÓTTIR

Jóhanna María Gestsdóttir fæddist í Bakkagerði í Svarfaðardal 14. janúar 1925. Hún lést 15. ágúst síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Seltjarnarneskirkju 26. ágúst. Meira  Kaupa minningabók
28. ágúst 2003 | Minningargreinar | 1733 orð | 1 mynd

MARGRÉT INGVARSDÓTTIR

Margrét Ingvarsdóttir fæddist á Skipum á Stokkseyri 23. maí 1911. Hún lést á sjúkradeild Hrafnistu í Hafnarfirði 18. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Gísli Ingvar Hannesson, bóndi á Skipum, f. 10. febrúar 1878, d. 16. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 304 orð

356 milljóna hagnaður Olís á fyrri árshelmingi

OLÍUVERSLUN Íslands hf. var rekin með 356 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrri helmingi þessa árs, samanborið við 774 milljóna króna hagnað á sama tímabili fyrra árs. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 83 orð

75 m.kr. hagnaður hjá Sparisjóði Vestmannaeyja

HAGNAÐUR Sparisjóðs Vestmannaeyja nam 75 milljónum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins, samanborið við 26 milljóna króna hagnað á sama tímabili 2002. Vaxtatekjur námu 216 m.kr., vaxtagjöld 118 m.kr. og aðrar rekstrartekjur 108 m.kr. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 1212 orð | 1 mynd

Afrakstur tveggja ára vinnu

Íslandsbanki sér um millilagslántöku eignarhaldsfélagsins Soldier vegna kaupa á bresku leikfangasölunni Hamleys. Ívar Páll Jónsson ræddi við Erlend Magnússon, framkvæmdastjóra alþjóðasviðs, og Kristínu Hrönn Guðmundsdóttur, fjárfestingastjóra millilagsfjármögnunar hjá bankanum. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 650 orð | 1 mynd

Auðveldara að selja föt í Evrópu

EVRÓPSKUM fataverslanakeðjum hefur ekki gengið sem skyldi að fóta sig vestanhafs á undanförnum árum. Svo virðist sem evrópskur fatamarkaður sé nokkuð frábrugðinn bandarískum. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 825 orð

Fjárfestirinn Warren Buffett

Frægasti núlifandi fjárfestir heims er Warren Edward Buffett, rúmlega sjötugur Omaha-búi í Nebraska-fylki sem lifir einföldu lífi þrátt fyrir frægð og gífurlegan auð. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 260 orð

FMÍ með 47,3 milljónir í hagnað

HAGNAÐUR af rekstri Fiskmarkaðs Íslands hf. var 47,3 milljónir króna fyrstu sex mánuði ársins en var 53,7 milljónir á sama tímabili árið 2002. Tekjur félagsins voru 251,7 milljónir króna á móts við 263,6 milljónir fyrir sama tímabil árið á undan. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 151 orð | 1 mynd

Forstjóri Freddie Mac látinn fara

STJÓRN bandaríska húsnæðislánafyrirtækisins Freddie Mac hefur fengið boð frá yfirvöldum um að láta forstjóra fyrirtækisins frá því í júní, Gregory Parseghian, fara og skipa nýjan í embættið. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 1742 orð | 4 myndir

Hagnaður tryggingafél aganna eykst um 150%

Samanlagður hagnaður tryggingafélaganna hefur aukist verulega milli ára. Batinn er þó misjafnlega mikill og hlutabréf félaganna eru ólíkt verðlögð eftir mikla en misjafna hækkun þeirra á árinu. Haraldur Johannessen fjallar um afkomu tryggingafélaganna, markaðshlutdeild þeirra, kostnað, verðmæti og fleira. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 283 orð

ÍÚ tapar 180 milljónum

TAP varð af rekstri Íslenska útvarpsfélagsins hf. (ÍÚ), á fyrri helmingi ársins sem nam 182,3 milljónum króna. Á sama tímabili í fyrra hagnaðist félagið um 4,3 milljónir. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 558 orð | 1 mynd

Jákvæð samkeppni milli skóla

MARKAÐS- og stefnumótunarkeppni Viðskiptaháskólans á Bifröst verður haldin í fyrsta sinn nú í september. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 222 orð

KEA með 27 milljónir í tap

TAP Kaupfélags Eyfirðinga svf. (KEA) nam 27 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagnaður félagsins 180 milljónum króna. Heildareignir félagsins nema 2.358 milljónum króna og skuldir 353 milljónum króna. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 780 orð | 2 myndir

Landsbankinn og Samson með 33,82% hlut í Straumi

LANDSBANKI Íslands er orðinn stærsti hluthafinn í Fjárfestingarfélaginu Straumi eftir að bankinn keypti hlut félaga tengdum Jóni Helga Guðmundssyni, forstjóra BYKO, Straumborg og Norvik, Eyris fjárfestingarfélags sem er að mestu í eigu Þórðar... Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 342 orð | 1 mynd

Liður í útrás á Norðurlandamarkaðinn

NORDICPHOTOS hefur keypt tvo sænska myndabanka á þessu ári. Fyrirtækið keypti IMS Bildbyrå í júní síðastliðnum og hefur nú jafnframt keypt Mira Bildarkive. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 275 orð | 1 mynd

Mun minni hagnaður hjá Vinnslustöðinni

HAGNAÐUR Vinnslustöðvarinnar nam rúmum 353 milljónum króna fyrstu sex mánuði ársins en á sama tímabili í fyrra nam hagnaðurinn 943 milljónum króna. Er um 63% samdrátt að ræða milli tímabila. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 143 orð | 1 mynd

Sigla milli Noregs, Hollands og Belgíu

SAMSKIP hófu siglingar á nýrri gámaflutningaleið milli Belgíu, Hollands og Noregs sl. föstudag og er það liður í að bæta flutningaþjónustu félagsins milli Skandínavíu og Benelúxlandanna, að því er segir í tilkynningu. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 520 orð

Skammtímaávöxtun á ársgrunni

FYRIR fáeinum árum hækkuðu hlutabréf hratt í verði og þá vaknaði áhugi almennings á því að taka þátt í hækkuninni með því að kaupa bréf og græða vel. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 2194 orð | 4 myndir

Sláturhúsin týna tölunni

Um næstu áramót er líklegt að verulega hafi fækkað í hópi sláturhúsa á landinu. Þóroddur Bjarnason kynnti sér sláturhúsageirann og komst að því að fækkunin er óhjákvæmileg. Menn eru þó ekki allir á eitt sáttir um þróunina. Meira
28. ágúst 2003 | Viðskiptafréttir | 77 orð

Tap hjá Fiskeldi Eyjafjarðar

FISKELDI Eyjafjarðar tapaði 32,4 milljónum króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins, borið saman við 33,5 m.kr. tap á sama tímabili í fyrra. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var tæpar tvær milljónir króna, eða 1,5% af rekstrartekjum. Meira

Daglegt líf

28. ágúst 2003 | Neytendur | 41 orð | 1 mynd

Argos-listinn kominn út

ÚT er kominn Argos-vetrarlistinn, en í honum má finna úrval af nýjum vöruflokkum, t.d. gjafavöru, búsáhöld, húsgögn, jólavörur o.fl. Keys fatalistinn er hættur en í stað hans kom Argos fatalisti, sem er með mun betra úrvali af fatnaði á alla... Meira
28. ágúst 2003 | Neytendur | 26 orð | 1 mynd

Áfyllingar í prentara

PALMAT ehf. hefur byrjað sölu á blek- og tóneráfyllingum í alla helstu prentara, að því er fram kemur í tilkynningu. Nánari upplýsingar á heimasíðu Palmat,... Meira
28. ágúst 2003 | Neytendur | 237 orð | 1 mynd

Einungis 58% verðmerkinga í búðargluggum í lagi

VERÐMERKINGAR inni í verslunum eru óaðfinnanlegar í 93% tilvika en einungis í 58% tilvika þegar um sýningarglugga verslana er að ræða, samkvæmt nýrri athugun Samkeppnisstofnunar. Náði hún til 690 sérverslana á höfuðborgarsvæðinu og var gerð í sumar. Meira
28. ágúst 2003 | Neytendur | 116 orð | 1 mynd

Heimilið með augum barnsins

IKEA vörulistinn fyrir árið 2004 er að koma út. Nýtt markaðsár gekk í garð í gær, 27. ágúst, segir í tilkynningu frá fyrirtækinu, og var þá byrjað að dreifa listanum til heimila í landinu. Meira
28. ágúst 2003 | Neytendur | 532 orð

Kjötmeti víða á tilboðsverði, afsláttur af hreinlætisvörum

BÓNUS Gildir 28.-31. ágúst nú kr. áður kr. mælie.verð Svali, 3 í pk., allar teg. 85 99 113 kr. ltr Bónus ís, 2 ltr 199 269 99 kr. ltr Óðals hamborgarhryggur 699 1.258 699 kr. kg Óðals ungnautagúllas 799 1.439 799 kr. kg Egils pilsner, 500 ml 49 69 98 kr. Meira
28. ágúst 2003 | Neytendur | 37 orð

Lokað í Bónusi á sunnudag

VERSLANIR Bónuss verða lokaðar næstkomandi sunnudag, 31. ágúst, vegna vörutalningar. Í fréttatilkynningu frá Bónusi segir að verslanir verði opnar frá 10-19.30 á föstudaginn og 10-18 á laugardag. Meira
28. ágúst 2003 | Neytendur | 59 orð | 1 mynd

Otto haust- og vetrarlistar

OTTO haust- og vetrarlistarnir eru komnir. Í listanum má finna fatnað á alla fjölskylduna í öllum stærðum. Einnig vefnaðarvöru, húsgögn, borðbúnað og margskonar gjafavöru. Aðallistinn er um 1.400 síður, en einnig er hægt að fá aukalista sem inniheldur m. Meira
28. ágúst 2003 | Neytendur | 58 orð | 1 mynd

PHYTO-hárvörur

KOMIN er á markaðinn ný lína af frönskum hárvörum. Vörurnar taka á ýmsum hár-vandamálum sem fólk á við að stríða, svo sem hármissi, t.d. eftir barnsburð, stress, veikindi o.s.frv. Einnig tilheyra línunni sjampó við flösu og psoriasis í hársverði. Meira

Fastir þættir

28. ágúst 2003 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Á morgun, föstudaginn 29. ágúst, verður sextug Lilja Margrét Karelsdóttir, Fjallalind 10, Kópavogi. Eiginmaður hennar, Aðalgeir Gísli Finnsson , er 65 ára í dag, 28. ágúst. Meira
28. ágúst 2003 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

90 ára afmæli.

90 ára afmæli. Á morgun, föstudaginn 29. ágúst, verður níræður Jóhannes Guðmundsson frá Syðri-Þverá, Illugastöðum, Vatnsnesi. Eiginkona hans er Auðbjörg Guðmundsdóttir . 30. júní síðastliðinn áttu Auðbjörg og Jóhannes demantsbrúðkaup. Meira
28. ágúst 2003 | Fastir þættir | 218 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Sveit Rose Meltzer komst í úrslitaleik Spingold-keppninnar og beið þar lægri hlut gegn Roy Welland og félögum. Áður en til úrslita dró hafði Meltzer þurft að yfirstíga ýmsar hindranir. Meira
28. ágúst 2003 | Fastir þættir | 152 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Síðsumarsbrids á Akureyri Nú líður senn að lokum sumarbrids hjá Bridsfélagi Akureyrar þó enn séu nokkur kvöld eftir. Þriðjudaginn 19. ágúst mættu 11 pör og var mikil barátta um efstu sætin en tvö pör urðu jöfn og efst: Hjalti Bergmann - Gissur Jónass. Meira
28. ágúst 2003 | Dagbók | 185 orð

Hallgrímskirkja.

Hallgrímskirkja. Hádegistónleikar kl. 12. Björk Jónsdóttir alt og Lenka Mátéová orgel. Háteigskirkja. Taize-messa kl. 20. Landspítali háskólasjúkrahús. Arnarholt : Guðsþjónusta kl. 15. Sr. Birgir Ásgeirsson. Laugarneskirkja . Kyrrðarstundir kl. Meira
28. ágúst 2003 | Fastir þættir | 359 orð | 4 myndir

Hannes Hlífar, Þröstur og Stefán efstir í landsliðsflokki

24.8.-4.9. 2003 Meira
28. ágúst 2003 | Dagbók | 480 orð

(Jóhannes 14,15.)

Í dag er fimmtudagur 28. ágúst, 240. dagur ársins 2003, Ágústínusmessa. Orð dagsins: Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín. Meira
28. ágúst 2003 | Fastir þættir | 80 orð

KOMUM, TÍNUM BERIN BLÁ

Komum, tínum berin blá. Bjart er norðurfjöllum á. Svanir fljúga sunnan yfir heiði. Hér er laut, og hér er skjól. Hér er fagurt, - móti sól gleðidrukkinn feginsfaðm ég breiði. Sko, hvar litla lóan þaut, langt í geiminn frjáls á braut. Meira
28. ágúst 2003 | Fastir þættir | 80 orð

Siglfirðingar í fjögurra liða úrslit í...

Siglfirðingar í fjögurra liða úrslit í bikarnum Sveit Sparisjóðs Siglufjarðar og Mýrasýslu er komin í fjögurra liða úrslit eftir góða ferð á Suðurnesin sl. þriðjudag. Meira
28. ágúst 2003 | Fastir þættir | 204 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 g6 6. Be3 Bg7 7. f3 O-O 8. Dd2 Rc6 9. O-O-O Bd7 10. g4 Re5 11. Bh6 Bxh6 12. Dxh6 Hc8 13. h4 Hxc3 14. bxc3 Da5 15. De3 Hc8 16. Meira
28. ágúst 2003 | Viðhorf | 747 orð

Vald án miskunnar

Fúin mælistika afhjúpaðist fyrir landsmönnum í sumar þegar rúmenskri fjölskyldu var vísað úr landi. Fjölskyldufaðirinn var mælistikan - en velferð og hagsmunum barnanna var fórnað. Meira
28. ágúst 2003 | Fastir þættir | 395 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

KUNNINGJAKONA Víkverja var með sportbifreið í láni um nokkurra daga skeið í sumar. Þessi kunningjakona er vönust jeppum og stærri bílum og þótti nokkuð skrýtið að vera allt í einu komin á lágan bíl með allt öðruvísi aksturseiginleika. Meira

Íþróttir

28. ágúst 2003 | Íþróttir | 119 orð

Býst við varnarsinnuðum Grindvíkingum

HANNES Haubitz, þjálfari austurríska liðsins Kärnten, reiknar með því að Grindvíkingar leggi mikla áherslu á varnarleik í kvöld þegar liðin eigast við í UEFA-bikarnum á Grindavíkurvelli. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 236 orð | 1 mynd

* EVRÓPUMEISTARALIÐ Íslands skipað leikmönnum 18...

* EVRÓPUMEISTARALIÐ Íslands skipað leikmönnum 18 ára og yngri í handknattleik verður styrkt um 1,5 milljónir króna vegna árangurs síns, að því er stjórn sjóðs ungra og efnilegra íþróttamanna hjá Íþrótta- og ólympíusambandinu (ÍSÍ) ákvað á fundi sínum í... Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 362 orð | 1 mynd

* FH-ingar sigruðu danska 2.

* FH-ingar sigruðu danska 2. deildarliðið Amager , 33:26, í æfingaleik í Danmörku í fyrrakvöld. Logi Geirsson var markahæstur í liði FH með 8 mörk, þar af sex úr vítum, og þeir Guðmundur Pedersen og Arnar Pétursson skoruðu 5 hvor. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 221 orð

Fjórir landsliðsfyrirliðar með knattspyrnuskóla

ÞRÍR fyrrverandi landsliðsfyrirliðar Íslands í knattspyrnu, Guðni Bergsson, Eyjólfur Sverrisson og Sigurður Jónsson, hafa tekið höndum saman við þann fjórða, Arnór Guðjohnsen, og munu reka með honum knattspyrnuskólann sem Arnór stofnaði síðasta vetur,... Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 373 orð | 1 mynd

* GYLFI Þór Orrason , milliríkjadómari,...

* GYLFI Þór Orrason , milliríkjadómari, mun dæma leik írska liðsins Shelbourne og Olimpija Ljubljana frá Slóveníu í UEFA-kepnninni í Shelbourne í kvöld. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 448 orð | 1 mynd

Í knattspyrnu eru tækifæri óvæntra hluta

GRINDVÍKINGAR eiga ágæta möguleika á að komast í gegnum fyrstu umferð forkeppni UEFA-bikarsins, en þeir mæta Helga Kolviðssyni og liðsfélögum hans í austurríska knattspyrnufélaginu Kärnten í Grindavík í dag klukkan 17.30. Grindavík tapaði fyrri leik liðanna 2:1 í Austurríki og eru Suðurnesjamenn því í ágætri stöðu en þeim dugar 1:0 sigur til að komast áfram í Evrópukeppninni. Góð stemning er í Grindavík fyrir leiknum en það er búist við að um 100 stuðningsmenn Kärnten verði á leiknum. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 36 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA UEFA-keppnin, 1. umferð, síðari leikir: Grindavíkurv.: Grindavík - Kärnten 17. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 136 orð

Ísland í 56. sæti FIFA-listans

Íslenska landsliðið í knattspyrnu fer upp um þrjú sæti á nýjum styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins, FIFA, og er í 56. sæti en var í 59. sæti á listanum fyrir mánuði. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

Jóhannes með Úlfunum gegn Portsmouth?

Yfirgnæfandi líkur eru á að landsliðsmaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson klæðist gula og svarta búningnum að nýju. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 319 orð

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu Forkeppni, 3.

KNATTSPYRNA Meistaradeild Evrópu Forkeppni, 3. umferð, síðari leikir: Lokom. Moskva - Shakhtar Donetsk 3:1 Míkhaíl Ashvetja 20., 44., Sergei Ignashevítsj 86. víti - Mariousz Lewandowski 71. *Lokomotiv áfram, 3:2 samanlagt. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 160 orð

KR-ingar sömdu við Gray

ÚRVALSDEILDARLIÐ KR-inga í körfuknattleik hefur gert samning við Bandaríkjamanninn Gregory Jerome Gray um að leika með liðinu á komandi leiktíð. Gray, sem er 2 metrar á hæð og nálægt 100 kg. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 271 orð | 1 mynd

Kristján Örn nýr í landsliðshópinn

KRISTJÁN Örn Sigurðsson, varnarmaður úr KR, er eini nýliðinn sem landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu, Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, völdu í hóp sinn fyrir landsleikinn við Þjóðverja á Laugardalsvelli í undankeppni EM annan laugardag, en hópurinn var tilkynntur í gær. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 50 orð

Leiðrétting Eyjamenn æfa ekki hjá Víkingi...

Leiðrétting Eyjamenn æfa ekki hjá Víkingi Forráðamenn 1. deildarliðs Víkings í knattspyrnu vilja koma því á framfæri að ekki sé rétt sem fram kom í frétt Morgunblaðsins á þriðjudag að nokkrir leikmanna ÍBV muni æfa með Víkingum á næstu vikum. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 162 orð

Lærisveinar Alfreðs koma í dag

ÞÝSKA stórliðið Magdeburg kemur til landsins síðdegis í dag en lærisveinar Alfreðs Gíslasonar, með Sigfús Sigurðsson innanborðs, eru annað tveggja erlendra liða sem taka þátt í opna Reykjavíkurmótinu. Hitt er franska liðið Combault. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 182 orð

Meistararnir rétt mörðu nýliðana

ENSKU meistararnir í Manchester United rétt mörðu nýliðana í Wolves þegar liðin mættust á Old Trafford í gær. John O'Shea gerði eina mark leiksins og var þetta fyrsta mark hans fyrir United. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 98 orð

Naumt tap hjá TBR

SVEIT Tennis- og badmintonfélags Reykjavíkur, TBR, tapaði naumlega fyrsta leik sínum í Evrópukeppni félagsliða sem hófst í gær í Svíþjóð. TBR mætti þá Basel frá Sviss og tapaði 4:3. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 120 orð

Ólafur velur sex nýliða í Þjóðverjaleikinn

SEX nýliðar eru í U-21 árs landsliðshópnum sem landsliðsþjálfarinn Ólafur Þórðarson tilkynnti í gær fyrir leikinn á móti Þjóðverjum í undankeppni EM sem fram fer á Akranesi föstudaginn 5. september. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Pappas vann gull í tugþrautinni

BANDARÍKJAMAÐURINN Tom Pappas stóð uppi sem sigurvegari í tugþraut á heimsmeistaramótinu í frjálsíþróttum, hlaut 8.750 stig, fékk 116 stigum meira en heimsmethafinn Roman Sebrle frá Tékklandi, en keppni lauk í gærkvöldi. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 147 orð

"Alltaf jafnmikil vonbrigði"

ÞAÐ var þungt hljóðið í Guðmundi Ingvasyni, formanni Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar, er Morgunblaðið hafði samband við hann í gærmorgun. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 594 orð | 1 mynd

Skuldum stuðningsmönnum okkar betri frammistöðu

FYLKISMENN fá í kvöld gott tækifæri til að rífa sig upp eftir tvo skelli í Landsbankadeildinni þegar þeir taka á móti sænska liðinu AIK á Laugardalsvelli í síðari viðureign liðanna í forkeppni UEFA-keppninnar. Svíarnir hafa naumt forskot eftir fyrri leikinn í Stokkhólmi þar sem þeir sigruðu, 1:0, með marki á lokamínútunum. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 111 orð

Stuðningsmenn fylgja Kärnten en Haider situr heima

UM 60-70 stuðningsmenn austurríska knattspyrnuliðsins Kärnten voru væntanlegir með liðinu til Grindavíkur í gær. Félögin mætast í kvöld í forkeppni UEFA-bikarsins á Grindavíkurvelli en það er síðari viðureign þeirra. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 377 orð

Teitur sagði upp hjá Lyn

TEITUR Þórðarson sagði í gær upp starfi sínu sem þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Lyn. Teitur sagði upp á fundi með forráðamönnum félagsins. Það hefur legið í loftinu um nokkurn tíma að breytingar kynnu að eiga sér stað hjá Lyn. Meira
28. ágúst 2003 | Íþróttir | 535 orð

Þýðir ekki að spila upp á jafntefli

HELGI Kolviðsson og félagar í austurríska knattspyrnufélaginu Kärnten komu til Grindavíkur um hádegisbilið í gær. Þeir mæta heimamönnum þar kl. 17.30 í dag en það er síðari viðureign liðanna í forkeppni UEFA-bikarsins. Kärnten vann nauman sigur, 2:1, í fyrri leiknum í Klagenfurt fyrir hálfum mánuði þannig að Grindvíkingar eiga ágæta möguleika á að slá austurríska liðið úr keppninni. Meira

Úr verinu

28. ágúst 2003 | Úr verinu | 209 orð | 1 mynd

Aflaverðmætið 30,9 milljarðar króna

Á FYRSTU fimm mánuðum ársins 2003 nam aflaverðmæti íslenskra skipa af öllum miðum 30,9 milljörðum króna en heildaraflinn var 938 þúsund tonn. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 248 orð

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 100 45 54...

ALLIR FISKMARKAÐIR Blálanga 100 45 54 1,097 59,348 Gellur 673 620 639 31 19,803 Grálúða 126 126 126 124 15,624 Gullkarfi 104 6 79 5,208 410,222 Hlýri 130 92 114 5,697 649,607 Hvítaskata 13 13 13 83 1,079 Hámeri 404 404 404 118 47,672 Keila 70 5 45 5,119... Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 350 orð | 1 mynd

Engin undirboð á síld

ÍSLENDINGAR eru jafnt og þétt að auka hlutdeild sína á heimsmarkaðnum fyrir frysta síld eftir að þeir fóru að frysta síldina um borð í fiskiskipum. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 1967 orð | 3 myndir

Gæft og yndislegt húsdýr

Þorskeldi við Ísland virðist vera að vaxa fiskur um hrygg. Fjölmargir aðilar hafa byrjað á áframeldi á veiddum þorski og hugmyndir eru uppi um seiðaeldi í framtíðinni. Hjörtur Gíslason kynnti sér gang mála hjá Guðmundi Runólfssyni hf. á Grundarfirði, en þar veiða menn þorskinn í gildru. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 398 orð | 1 mynd

Með 57 sóknardaga

GUJA EA, 2,3 tonna trilla úr Grímsey, fær úthlutað langflestum sóknardögum í sóknardagakerfi krókabáta á næsta fiskveiðiári sem hefst á næsta fiskveiðiári. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 149 orð

Mestur kvóti á Akureyri

Akureyri er stærsta útgerðarhöfn landsins en þangað hefur verið úthlutað rúmum 42 þúsund þorskígildistonnum á næsta fiskveiðiári eða 11,2% heildarkvótans. Á yfirstandandi fiskveiðiári voru um 12% heildarkvótans vistuð á Akureyri. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 475 orð | 1 mynd

Miklar skipulagsbreytingar hjá Brimi

UMFANGSMIKLAR skipulagsbreytingar koma til framkvæmda hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Brimi ehf., dótturfélagi Eimskipafélags Íslands, 1. september næstkomandi. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 771 orð

Rangfærslur og tvískinnungur Breta

VIÐBRÖGÐ Breta við veiðum okkar Íslendinga á 38 hrefnum í vísindaskyni eru athyglisverð. Það kemur ekki á óvart að veiðarnar veki andúð umhverfisverndarsinna og ýmissa háttsettra embættis- og stjórnmálamanna. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 165 orð | 1 mynd

Staulast um á eyruggunum

Dragnótabáturinn Esjar fékk fjóra urrara í dragnótina í kolluálnum. Urrarinn fær nafnið af því að hann býr til urrhljóð með sundmaganum. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 251 orð

Tækifæri og ógnanir

VÍÐTÆK könnun meðal pólskra sjómanna og útgerðarmanna hefur leitt í ljós að þeir telja inngönguna í Evrópusambandið bæði fela í sér ákveðin tækifæri og ógnanir. Könnunin náði til helmings svokallaðra sjálfstærða sjómanna. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 149 orð | 1 mynd

Veitt í gildru

Leiðigildrur fyrir fisk hafa verið notaðar við Kanada áratugum saman en slíkar gildrur munu upprunnar í Japan. Meðan þorskveiðin var sem mest við Nýfundnaland var gífurlega mikið af þorski veitt í slíkar grildrur. Meira
28. ágúst 2003 | Úr verinu | 407 orð | 2 myndir

Öryggismál í fyrirrúmi

ÖRYGGISMÁLIN eru í fyrirrúmi í Grundarfjarðarhöfn, en þar hafa einnig verið miklar framkvæmdir undanfarin ár og er aðstaðan við höfnina með því bezta sem gerist. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.