Greinar þriðjudaginn 1. júní 2004

Forsíða

1. júní 2004 | Forsíða | 233 orð | 1 mynd

Ellefu ára stúlka lést af völdum stungusára

ELLEFU ára gömul stúlka lést af völdum stungusára sem hún hlaut í heimahúsi í vesturbæ Reykjavíkur í fyrrinótt. Bróðir stúlkunnar, 14 ára, og móðir þeirra hlutu einnig áverka og gengust undir aðgerð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í gærmorgun. Meira
1. júní 2004 | Forsíða | 168 orð

Moska sprengd í Karachi

SEXTÁN manns að minnsta kosti fórust er sprengja sprakk í mosku sjía-múslíma í pakistönsku hafnarborginni Karachi í gær. 38 særðust. Var þetta nýjasta tilræðið í bylgju hryðjuverka sem gengið hefur yfir borgina. Meira
1. júní 2004 | Forsíða | 245 orð | 1 mynd

Nýju forsetaefni teflt fram

HERNÁMSYFIRVÖLD í Írak, sem Bandaríkjamenn fara fyrir, tefldu í gær fram nýju nafni í umræðunni um það hver skuli verða fyrsti forseti landsins eftir að hernámsyfirvöld láta fullveldi þess í hendur nýrri bráðabirgðastjórn. Meira

Baksíða

1. júní 2004 | Baksíða | 414 orð

Ágreiningur um hvort samningur nýs félags gildi

STARFSMANNAFÉLAG ríkisstofnana, SFR, hefur fyrir hönd 45 starfsmanna af geðdeildum Landspítala - háskólasjúkrahúss, LSH, höfðað mál á hendur íslenska ríkinu og Eflingu-stéttarfélagi fyrir Félagsdómi. Meira
1. júní 2004 | Baksíða | 152 orð

Fjórðungur eigna lífeyrissjóða hlutabréf

HLUTABRÉFAEIGN lífeyrissjóða hefur vaxið úr 1% af heildareignum fyrir rúmum áratug í það að vera rúmur fjórðungur af eignum eða 28%. Á sama tíma hefur hlutfall lána til sjóðfélaga lækkað úr 22% af heildareignum í 11%. Meira
1. júní 2004 | Baksíða | 245 orð

Kostnaður vegna viðgerðar Herness um 100 milljónir

ÁÆTLAÐUR viðgerðarkostnaður vegna skemmda á vikurflutningaskipinu Hernesi, sem strandaði í mynni Þorlákshafnar á miðvikudaginn, er um 100 milljónir króna, samkvæmt upplýsingum frá stjórn Nesskipa, sem gerir út skipið. Meira
1. júní 2004 | Baksíða | 68 orð | 1 mynd

Sumarsíldin komin

Fyrsta síld sumarsins barst á land á Þórshöfn síðastliðinn föstudag en þrjú skip lönduðu þá sama daginn samtals rúmum 2.000 tonnum. Júpíter landaði fyrstur og tvö dönsk skip þar á eftir en allur aflinn fór í bræðslu. Meira
1. júní 2004 | Baksíða | 54 orð | 1 mynd

Susana Baca slítur Listahátíð

SUÐUR-ameríska söngkonan Susana Baca hélt síðari tónleika sína á Broadway á Listahátíð í Reykjavík í gærkvöldi. Var botninn þar með sleginn í Listahátíðina sem staðið hefur frá 14. maí. Meira
1. júní 2004 | Baksíða | 205 orð | 1 mynd

Vélarvana 90 milljóna Ferrari yfirgefinn

TILKYNNT var um mannlausan Ferrari Enzo-bíl á Grindavíkurvegi laust fyrir klukkan níu í fyrrakvöld. Bíllinn vakti athygli vegfarenda enda sjaldgæf sjón að Ferrari-bílar eigi leið um veginn til Grindavíkur sem og raunar um aðra vegi landsins. Meira

Fréttir

1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð

50 sígarettukarton fundust í bíl

LÖGREGLAN í Hafnarfirði lagði hald á 50 karton af sígarettum í bifreið á föstudag. Þrír karlmenn, skipverjar á rússneskum togara sem lá í Hafnarfjarðarhöfn, voru í bifreiðinni. Þeir voru færðir í vörslu lögreglu, en sleppt eftir skýrslutöku. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 279 orð | 1 mynd

Allt bendir til að HÍ fái ekki greitt fyrir 350 virka nemendur í ár

ALLT bendir til þess að Háskóli Íslands fái ekki greitt fyrir um 350 virka nemendur í ár til viðbótar við þá 602 virku nemendur sem skólinn hefur ekki fengið greitt fyrir árin 2001-2003. Meira
1. júní 2004 | Miðopna | 195 orð | 1 mynd

Alveg ný nálgun að hindra bólguferlið

FJÖLMARGIR hjartalæknar við Landspítala - háskólasjúkrahús taka þátt í lyfjarannsókn ÍE. Guðmundur Þorgeirsson, sviðsstjóri á lyflækningasviði LSH, er í forsvari fyrir klínískum þætti rannsóknarinnar. Meira
1. júní 2004 | Miðopna | 270 orð | 2 myndir

Arfgerðarupplýsingar úr þúsundum sjúklinga

ANNA Helgadóttir, verkefnisstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu, stýrði erfðarannsóknum á orsökum hjartaáfalls en niðurstöðurnar leiddu m.a. í ljós að tiltekinn breytileiki í erfðavísi sem býr til svokallað FLAP prótín, tengist u.þ.b. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 131 orð

Atlanta tekur 3,5 milljarða lán

FLUGFÉLAGIÐ Air Atlanta hefur gengið frá samningum um sambankalán að fjárhæð 48 milljóna bandaríkjadala eða 3.460 milljóna króna frá innlendum lánardrottnum. Landsbankinn leiðir lánveitinguna en aðrir lánveitendur eru Sparisjóðabankinn hf. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Borgarholtsskóla slitið í áttunda sinn

BORGARHOLTSSKÓLA var slitið í áttunda sinn síðastliðinn laugardag og 198 nemendur voru útskrifaðir. Aldrei hafa fleiri nemendur verið útskrifaðir frá skólanum. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 47 orð

Brutust inn í Grandaskóla

LÖGREGLAN í Reykjavík handtók þrjá unglingspilta vegna innbrots í Grandaskóla í Vesturbæ á sunnudagsmorgun. Lögreglu var tilkynnt um innbrotið um fimmleytið og þegar að var komið var einn piltanna inni í skólanum en tveir fyrir utan. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 159 orð

Bæklingur á hvert heimili

BLÁTT áfram, verkefni innan Ungmennafélags Íslands, miðar að því að efla forvarnir vegna kynferðislegs ofbeldis gegn börnum. Svava Björnsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri og hefur þegar tekið til starfa. Í haust verður m.a. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Drukkinn bílaþjófur hætt kominn í Eyjum

LITLU mátti muna að illa færi þegar ölvaður maður tók bíl ófrjálsri hendi í Vestmannaeyjum í fyrrinótt. Ekki er vitað hvað manninum gekk til, en aksturinn endaði á golfvellinum og var eitt hjólið út af hamrinum þar sem undir var 30 til 40 metra... Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 113 orð

Ekki líklegt að sú leið verði farin

JÓN Kristjánsson heilbrigðisráðherra segir ekki líklegt að tekin verði upp sjúklingagjöld við Landspítala - háskólasjúkrahús. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 524 orð

Fagnar auknum samskiptum landanna

FERÐAMÁLASTJÓRI Kína, He Guangwei, var nýlega í heimsókn hér á landi í kjölfar samkomulags milli Íslands og Kína um komu þarlendra ferðamanna hingað til lands. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 91 orð | 1 mynd

Fermdi langafabarn sitt

SÉRA Sigurður Guðmundsson vígslubiskup tók þátt í fermingarathöfn í Akureyrarkirkju á hvítasunnudag og fermdi langafabarn sitt, Halldór Stefán Haraldsson, sem búsettur er í Reykjavík. Myndin er tekin af þeim að athöfn lokinni. Meira
1. júní 2004 | Erlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Fimm ferðamenn drukknuðu

AUSTURRÍSKIR björgunarsveitarmenn sjást hér að störfum við leitina að þýzkum ferðamanni sem ásamt 26 öðrum datt í kalt vatnið er bát hvolfdi á stærsta neðanjarðarstöðuvatni Evrópu, Seegrotte, í Hinterbrühl um 20 km suður af Vín í gær. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 53 orð

Fjórir teknir fyrir bílastuld

LÖGREGLAN í Reykjanesbæ handtók fjóra karlmenn eftir að bifreið, sem þeir tóku ófrjálsri hendi, hafnaði utan vegar við Vogaveg á Reykjanesbrautinni um sexleytið í gærmorgun. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 245 orð | 1 mynd

Flutti fyrirlestur um stofnun Alþingis 930

HALLDÓR Blöndal, forseti Alþingis, hélt fyrirlestur á eyjunni Mostur skammt fyrir utan Bergen í Noregi á laugardaginn var um stofnun Alþingis árið 930. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 41 orð

Fundur um aðskilnað ríkis og kirkju

Í KVÖLD, þriðjudag halda Samtök um aðskilnað ríkis og kirkju (SARK) opinn fund um aðskilnaðarmálið í sal á annarri hæð á Kaffi Reykjavík. Á dagskránni verða stutt erindi frá fulltrúum stjórnmálaflokkanna, þjóðkirkjunni og Fríkirkjunni. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 48 orð

Handtekinn eftir líkamsárás með hnífi

UNGUR karlmaður var handtekinn eftir líkamsárás á veitingastað í miðborginni um sexleytið í gærmorgun. Sá sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahús, en var ekki talinn alvarlega slasaður. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 172 orð

Kjarasamningar við hjúkrunarheimili í hnút

SAMNINGAVIÐRÆÐUR Eflingar - stéttarfélags við hjúkrunarheimili og sjálfseignarstofnanir eru í hnút. Að mati Eflingar er ástæðan sú að ekki hafa fengist svör frá heilbrigðisráðuneytinu um framlög vegna fyrirhugaðra launahækkana. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Kólga kom á óvart

HREINDÝRIÐ Kólga kom á óvart þegar hún bar myndarlegum kálfi í Húsdýragarðinum sl. laugardag. Kólga hafði misst hornin fyrr í vetur en hreindýrskýr halda vanalega hornum sínum fram yfir burð til varnar sér og kálfinum. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 62 orð

LEIÐRÉTT

Samstarf Samherja og Vísis Brengl urðu á texta undir mynd af Andrési Skúlasyni í Morgunblaðinu 28. maí sl., þar sem fram kemur að "Samherji og Vísir ætli væntanlega að koma með einhverjum hætti að bræðslumálinu". Meira
1. júní 2004 | Erlendar fréttir | 421 orð | 1 mynd

Leiðtogi al-Qaeda í Sádi-Arabíu lýsir sig ábyrgan

ABDEL Aziz-al Muqrin, leiðtogi al-Qaeda-hryðjuverkanetsins í Sádi-Arabíu, lýsti sig í gær ábyrgan fyrir árás sem gerð var um helgina á íbúðir vesturlandabúa í olíuborginni Khobar. Meira
1. júní 2004 | Miðopna | 1334 orð | 1 mynd

Liðsmenn eða lögfræðingar?

Eftir Jón Steinar Gunnlaugsson: "Þeir (lögfræðingarnir) hafa með hinni nýju lagaframkvæmd Hæstaréttar og kenningum fræðara verið uppfærðir í samfélagi mannanna...Nú geta þeir látið samfélagsmálin til sín taka og borið fyrir sig lagaþekkingu." Meira
1. júní 2004 | Miðopna | 724 orð | 2 myndir

Mun að öllum líkindum minnka líkur á hjartaáfalli

Þróun lyfja mun í framtíðinni snúast í auknum mæli um að minnka líkur á að fá tiltekna sjúkdóma ekki síður en að lækna þá. Kristján Geir Pétursson ræddi við Kára Stefánsson og Hákon Hákonarson hjá ÍE um lyfjaprófanir á hópi Íslendinga sem hafa fengið hjartaáfall eða kransæðastíflu. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 166 orð | 1 mynd

Myndi leiða til vandaðri ákvarðanatöku

AÐALHEIÐUR Jóhannsdóttir, lektor í umhverfisrétti við lagadeild Háskóla Íslands, telur að gera megi ráð fyrir því að ákvæði í stjórnarskrá Íslands sem ætlað væri að tryggja umhverfisvernd og rétt almennings til umhverfis að ákveðnum gæðum, myndi leiða... Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Opnaði sýningu á Skriðuklaustri

FYRRI hluti alþjóðlegu myndlistarsýningarinnar Fantasy Island var opnaður á Skriðuklaustri í gær. Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, opnaði sýninguna að viðstöddum nokkrum listamannanna og fjölda gesta. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 579 orð | 1 mynd

Orkukostnaður álvera gæti aukist um 43 milljarða

ÁLFYRIRTÆKI í Evrópu hafa nokkrar áhyggjur af áhrifum viðskipta með mengunarkvóta orkuvera á áliðnaðinn og orkukostnað hans, einkum þar sem álver kaupa rafmagn af olíu- og kolaorkuverum og útblástur mengandi efna er meiri. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 696 orð

Ótækt að stjórnarmenn beiti sér gegn ákveðnum félögum

JÓN Ásgeir Jóhannesson, forstjóri Baugs Group, sendi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins, bréf 23. mars síðastliðinn vegna umræðna um lífeyrismál. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 109 orð

Rafræn skráning í Háskóla Íslands

NÝNEMAR við Háskóla Íslands geta nú sent inn umsóknir um skólavist með rafrænum hætti í fyrsta sinn en fram til þessa hafa nýnemar orðið að koma á staðinn og fylla út eyðublöð til að skrá sig í skólann. Fylgigögn með skráningu, s. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Rauði kross Íslands sendir hlý föt til Afganistans

SJÁLFBOÐALIÐAR Rauða kross Íslands komu um helgina eitt þúsund kössum af fatnaði fyrir í flugvél sem fór í fyrrinótt á vegum utanríkisráðuneytisins til Afganistans. Meira
1. júní 2004 | Erlendar fréttir | 230 orð

Reykingar auka á fátæktarnauð

WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, vakti í gær, er hinn árlegi reyklausi dagur var haldinn um heim allan, athygli á þeim tolli sem reykingar kostuðu fátæk lönd heimsins. Reykingar ykju á fátækt og útbreiðslu sjúkdóma. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 722 orð | 1 mynd

Reykingar og kynjamunur

Lilja Sigrún Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 18. mars 1962. Hún lauk stúdentsprófi 1980 frá MH og læknaprófi frá Háskóla Íslands 1988, hún stundar nám í faraldsfræði við Erasmusháskólann í Rotterdam. Hún er verkefnisstjóri hjá landlæknisembættinu og er ráðgefandi um dánarmeinaskrá hjá Hagstofu Íslands. Hún á sæti í verkefnisstjórn heilbrigðisráðuneytis um heilsufar kvenna. Lilja er gift Sveini Víkingi Árnasyni vélaverkfræðingi og eiga þau þrjú börn. Meira
1. júní 2004 | Erlendar fréttir | 222 orð | 2 myndir

Rússar til liðs við PSI

RÚSSNESK stjórnvöld tilkynntu í gær að þau hefðu fallizt á að undirrita nýjan alþjóðasamning gegn útbreiðslu gereyðingarvopna, sem Bandaríkjamenn eiga frumkvæðið að. Samningurinn er nefndur PSI (Proliferation Security Initative), en George W. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 277 orð

Skatttekjur aukast um tæp 11% að raungildi

INNHEIMTAR skatttekjur jukust um 13,1% á fyrsta fjórðungi þessa árs samanborið við sama tímabil í fyrra en það jafngildir 10,8% hækkun að raungildi milli ára. Meira
1. júní 2004 | Erlendar fréttir | 202 orð

Skriffinnar ESB stytti mál sitt í þágu þýðinga

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) hefur gefið út fyrirmæli til embættismanna sinna um að þeir stilli í hóf lengd skjala þeirra sem þeir framleiða. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 195 orð

Stjórnarskrárákvæði verði sett um umhverfisvernd

LANDVERND samþykkti á aðalfundi sínum nýlega að beina því til stjórnvalda að við næstu endurskoðun stjórnarskrárinnar verði sett inn ákvæði um umhverfisvernd. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 73 orð

Styrkveitingar úr Æskulýðssjóði

MENNTAMÁLARÁÐHERRA hefur samþykkt styrkveitingar úr Æskulýðssjóði alls að upphæð kr. 2.300.000 til 12 verkefna. Alls bárust 59 umsóknir. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 197 orð

Stöðvaðir í tvígang með eiturlyf í bílnum

LÖGREGLAN á Blönduósi stöðvaði bifreið á norðurleið rétt upp úr hádegi í gær. Höfðu lögreglumenn upplýsingar um að í bifreiðinni væru menn sem grunur léki á að hefðu fíkniefni meðferðis. Voru mennirnir stöðvaðir er þeir óku bifreið sinni inn á Blönduós. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 290 orð | 1 mynd

Tefldi í þrjátíu klukkustundir án hvíldar

HRAFN Jökulsson tefldi 221 hraðskák samfleytt í rúmlega þrjátíu klukkustundir í Smáralind um helgina en líklegt þykir að um heimsmet sé að ræða. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 30 orð

Tveir á sjúkrahús eftir aftanákeyrslu

TVEIR voru fluttir á sjúkrahús eftir aftanákeyrslu í Reykdalsbrekku í Hafnarfirði um fjögurleytið í gær. Fólkið meiddist ekki alvarlega en ástæða þótti til þess að veita því aðhlynningu á... Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Umferð náði hámarki um kvöldmatarleytið

UMFERÐ í átt til höfuðborgarsvæðisins jókst jafnt og þétt framan af degi í gær og náði hámarki um kvöldmatarleytið. Í umdæmi lögreglunnar í Borgarnesi höfðu um 6.000 bílar ekið framhjá Hafnarfjalli um níuleytið í gærkvöldi, flestir á suðurleið. Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 564 orð

Vísvitandi ósannar ásakanir

VÍGLUNDUR Þorsteinsson, sem sæti á í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og í bankasráði Íslandsbanka, segir að þær ásakanir séu ósannar að hann hafi sem bankaráðsmaður í Íslandsbanka sýnt fyrirtækjum Baugs óvild sem leitt hafi til þess að eitt af... Meira
1. júní 2004 | Innlendar fréttir | 190 orð | 1 mynd

Þriðjungur með óviðunandi verðmerkingar

SAMKEPPNISSTOFNUN kannaði í vor verðmerkingar á 1.650 vörum í 33 matvöruverslunum á Suðurlandi, Vesturlandi og á Suðurnesjum. Tilgangurinn var að athuga verðmerkingar í hillu og hvort samræmi væri milli verðmerkinga í hillu og verðs í afgreiðslukassa. Meira

Ritstjórnargreinar

1. júní 2004 | Leiðarar | 427 orð

Ekki áhyggjuefni

Það er ekki tímabært að slá því föstu, að Baugur hafi tekið ákvörðun um að draga saman seglin á Íslandi og einbeita sér að fjárfestingum erlendis. Fyrirtækið hefur að vísu selt hlutabréf sín í Flugleiðum og selt Lyfju. Meira
1. júní 2004 | Leiðarar | 363 orð

Khodorkovskíj

Sl. föstudag hófust réttarhöld í Moskvu yfir Mikhaíl Khodorkovskíj, sem sagður er ríkasti maður Rússlands um þessar mundir, en hann hefur setið í fangelsi í nokkra mánuði á meðan rannsókn hefur staðið yfir á viðskiptaháttum hans á undanförnum árum. Meira
1. júní 2004 | Staksteinar | 325 orð

- Sigur kvótakerfisins

Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra skrifar á vef sinn, bjorn.is, um breytingar á reglum um veiðar smábáta. "Guðjón Hjörleifsson er [...] nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Meira

Menning

1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 176 orð | 3 myndir

Ánægjan í réttu hlutfalli við svita tónleikagesta

GÓÐUR rómur var gerður að tónleikum bandarísku þungarokkssveitarinnar Korn í Laugardalshöll á sunnudagskvöld, en þeir héldu aðra tónleika í gærkvöld sem þóttu síst lakari. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 107 orð | 1 mynd

Ebert lofar Mávahlátur

BANDARÍSKI kvikmyndagagnrýnandinn Roger Ebert fór fögrum orðum um Mávahlátur, eða The Seagull's Laughter eins og hún er nefnd á ensku, í gagnrýni sinni í Chicago Sun-Times á dögunum. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 196 orð | 1 mynd

Elvin Jones látinn

HINN ástsæli djasstrommuleikari, Elvin Jones, sem m.a. lék með Coltrane-kvartettinum, er látinn. Jones lést á sjúkrahúsi í New Jersey 18. maí sl., sjötíu og sex ára að aldri. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 92 orð | 2 myndir

Fegurst fljóða

HUGRÚN Harðardóttir, 21 árs Selfyssingur, var kjörin fegursta kona Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Ísland, sem haldin var á veitingastaðnum Broadway á laugardagskvöld. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 176 orð | 1 mynd

Femínistar með vitundarvakningu

FÉLAGAR í Femínistafélagi Íslands efndu til vitundarvakningar við Broadway á laugardagskvöldið. Femínistarnir voru með bleikt pappaspjald af ungfrú staðalímynd en ljóst hár og kóróna höfðu verið sett á spjaldið. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 106 orð | 1 mynd

Flokkuðu mynt fyrir Vildarbörnin

ÞAÐ var glatt á hjalla og handagangur í öskjunni þegar starfsfólk Flugleiða og Landsbankans tók höndum saman á dögunum og flokkaði mynt sem farþegar Flugleiða hafa gefið til Vildarbarna. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 110 orð | 3 myndir

Menningarleg kjötsúpa af hæsta gæðaflokki

ÞAÐ var mikið fjör í áhorfendum í Laugardalshöll á laugardagskvöldið þegar tónleikarnir Ísland-Írland fóru fram, en þar leiddu tveir fremstu tónlistarmenn Íslands og Írlands, tónskáldin Donal Lunny og Hilmar Örn Hilmarsson, stóran hóp tónlistarmanna frá... Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 446 orð | 1 mynd

Nútíma þjóðlagatónlist

Tónleikar Nuova Compagnia di Canto Popolare á Listahátið í Reykjavík. Hljómsveitina skipa Fausta Vetere, söngur og gítar, Corrado Sfogli, gítarar og mandólín, Gino Evangelista, gítar og flauta, Gianni Lamagna, söngur og gítar, Michele Signore, fiðla og mandólín, Pasquale Ziccardi, söngur og bassi og Carmine Bruno, slagverk. Haldnir í Nasa sunnudaginn 23. maí. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 85 orð | 1 mynd

Ný plata með The Hives á leiðinni

SÆNSKU rokkpiltarnir í The Hives, sem hlutu heimsfrægð fyrir plötu sína "Your new favourite band", hafa nú tilkynnt um útkomu nýrrar plötu, en sú mun koma í plötubúðirnar nítjánda júlí. Meira
1. júní 2004 | Tónlist | 1105 orð | 1 mynd

Ó, að þetta væri alltaf svona!

Tónlist eftir Sculthorpe, Snorra S. Birgisson, Beethoven og Shostakovich. Brodsky-kvartettinn (Andrew Haverton, Ian Belton, Paul Cassidy og Jacqueline Thomas). Föstudagur 28. maí. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 209 orð | 1 mynd

...passlegum vemmileik

UNGAR konur í brúðkaupshugleiðingum geta tekið gleði sína á ný, enda er sumarið árstíð brúðkaupanna og þá fer Elín María Björnsdóttir á stjá með brúðkaupsþáttinn Já. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 109 orð | 1 mynd

Rabbað við fólkið í landinu

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld þáttinn Út og suður í umsjón Gísla Einarssonar, þar sem hann ræðir við líffræðinginn og kvikmyndagerðarmanninn Jón H. Sigurðsson í Reykjavík. Jón hefur gefið út tvö myndbönd um litaafbrigði í sauðfé og hrossum. Meira
1. júní 2004 | Fólk í fréttum | 692 orð | 1 mynd

Tryllidans með Samma og Tomma

Lasse Lindgren, Kjartan Hákonarson og Ívar Guðmundsson trompeta, David Bobroff bassabásúnu, Sigurður Flosason altósaxófón, Daniel Rorke tenórsaxófón, Óskar Guðjónsson barítónsaxófón, Daði Birgisson hljómborð, Börkur Hrafn Birgisson gítar, Ingi S. Meira

Umræðan

1. júní 2004 | Aðsent efni | 774 orð | 1 mynd

Eru kennarar annars flokks þegnar?

Jóhannes Þ. Skúlason skrifar um atkvæðagreiðslu kennara: "Það er ljóst að við komumst ekki lengra við samningaborðið." Meira
1. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 215 orð

Faglegur útræðisréttur strandjarða

ER ég keypti Þýskubúðar-hjáleiguna frá Straumi í Straumsvík fyrir 40 árum, gerði ég mér ekki grein fyrir því, að ég var eigandi sjávarjarðar með öllum hlunnindum og réttindum. Meira
1. júní 2004 | Aðsent efni | 921 orð | 1 mynd

Hið rétta í starfsmannamálum Atlanta

Eftir Hafþór Hafsteinsson: "Forsendur þess að flugfélög geti keppt á alþjóðamörkuðum með þeim hætti sem Air Atlanta gerir er að geta skipt við áhafnaleigur." Meira
1. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 363 orð

Hollusta ávaxta ÁVEXTIR eru hollir, svo...

Hollusta ávaxta ÁVEXTIR eru hollir, svo er manni sagt, og sennilega er það rétt. Manneldisráð ráðleggur öllum að borða minnst fimm tegundir ávaxta og grænmetis á dag. Ýmis heilsublöð leggja mikla áherslu á notkun þeirra sömuleiðis. Meira
1. júní 2004 | Aðsent efni | 360 orð | 1 mynd

Misskipt samúð

Sveinn Scheving skrifar um málskotsrétt forseta: "Þrýstir nú á forsetann einhver aðili sem honum stendur nær en öryrkjar?" Meira
1. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 116 orð

Svar til Ara Skúlasonar

ARI Skúlason skrifar bréf til Morgunblaðsins hinn 12. maí sl. þar sem hann óskar eftir því að geta svarað því bréfi sem honum barst frá stuðningsmönnum Greenpeace í Þýskalandi. Meira
1. júní 2004 | Aðsent efni | 430 orð | 1 mynd

Tímamót í innflytjendamálum á Íslandi

Toshiki Toma skrifar um málefni innflytjenda: "Ég vona að þessi tímamót boði betri framtíð handa Íslendingum og innflytjendum." Meira
1. júní 2004 | Bréf til blaðsins | 326 orð

Þjóðaratkvæðagreiðslu, herra forseti

Í LIÐINNI viku tæpti Morgunblaðið á túlkun tveggja genginna fræðimanna og stjórnmálamanna á 26. grein stjórnarskrár lýðveldisins, um rétt forseta Íslands til að synja lögum staðfestingar og leggja þau þar með í dóm þjóðarinnar. Meira

Minningargreinar

1. júní 2004 | Minningargreinar | 1543 orð | 1 mynd

ÁRNI JÓN HALLDÓRSSON

Árni Jón Halldórsson fæddist í Reykjavík 23. desember 1923. Hann lést á heimili sínu 21. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Halldór Sigmundur Guðmundsson, f. 27. ágúst 1898, d. 12. mars 1925, og Kristín Ágústa Árnadóttir, f. 28. ágúst 1891, d. Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2004 | Minningargreinar | 1253 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR SIGURÐUR SIGURJÓNSSON

Guðmundur Sigurður Sigurjónsson fæddist í Reykjavík 19. nóvember 1920. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 23. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Ólöf Guðrún Elíasdóttir, f. 6.8. 1897, d. 20.5. 1950, og Sigurjón Jóhannsson, f. 18.1. 1892, d.... Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2004 | Minningargreinar | 1812 orð | 1 mynd

STEFANÍA GÍSLADÓTTIR

Stefanía Gísladóttir fæddist í Reykjavík 22. ágúst 1926. Hún lést að kvöldi 23. maí á Landspítalanum við Hringbraut. Foreldrar hennar voru Gísli Pálsson læknir, f. 15. ágúst 1902, d. 11. ágúst 1955, og kona hans Svanlaug Jónsdóttir, f. 9. des. 1903, d. Meira  Kaupa minningabók
1. júní 2004 | Minningargreinar | 1031 orð | 1 mynd

UNNUR SIGURÐARDÓTTIR

Unnur Sigurðardóttir fæddist 1. maí 1915 á Stokkseyri. Hún lést af slysförum 26. maí síðastliðinn. Unnur var dóttir hjónanna Önnu Helgadóttur og Sigurðar Ingimundarsonar. Hún var næstelst fimm systkina. Þau voru Haraldur, f. 12. október 1913, d. 7. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 45 orð

Actavis með bestu fjárfestatengslin

Actavis Group hefur hlotið verðlaun Investor Relations Magazine fyrir bestu fjárfestatengslin á meðal stærstu félaga í Kauphöll Íslands . Meira
1. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 228 orð | 1 mynd

Framleiðsla Hampiðju á leið til Litháens

HAGNAÐUR Hampiðjunnar á fyrsta fjórðungi ársins nam 31 milljón króna en var 112 milljónir króna á sama tíma á síðasta ári. Rekstrartekjur Hampiðjusamstæðunnar í fjórðungnum námu 1.250 milljónum króna og jukust um 24% frá fyrra ári. Meira
1. júní 2004 | Viðskiptafréttir | 474 orð | 1 mynd

Norðurljós selja allan hlut sinn í Skífunni

NORÐURLJÓS hafa selt Róberti Melax fyrir hönd óskráðs félags allan hlut í Skífunni ehf. Í tilkynningu frá Norðurljósum segir að tilboðið sé háð fyrirvörum um áreiðanleikakönnun. Stefnt sé að því að nýir eigendur taki við rekstrinum í byrjun júlí nk. Meira

Daglegt líf

1. júní 2004 | Daglegt líf | 448 orð | 4 myndir

Einföld og sjálfstæð húsgögn

Litli borðstofustóllinn eftir Svein Kjarval, sem nýlega gekk í endurnýjun lífdaga, var útgangspunktur þeirra Guðrúnar Margrétar Ólafsdóttur og Oddgeirs Þórðarsonar þegar þau hönnuðu borðstofuborðið sem er með nýjustu hugarsmíðum þeirra. Meira
1. júní 2004 | Daglegt líf | 405 orð

Reykingar geta dregið úr frjósemi hjá konum

Skaðsemi reykinga hjá konum og körlum er vel þekkt. Aukin tíðni lungnakrabbameins er þar ofarlega á blaði og reykingar eru algengasta ástæða langvinnra lungnateppusjúkdóma. Einnig er aukning á æðakölkun í slagæðum, m.a. Meira

Fastir þættir

1. júní 2004 | Árnað heilla | 26 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli.

60 ÁRA afmæli. Guðmundur Björnsson vélvirki er sextugur í dag, þriðjudaginn 1. júní. Guðmundur verður að heiman á afmælisdaginn en hann er staddur á Garda,... Meira
1. júní 2004 | Árnað heilla | 34 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Þorbjörg Pálsdóttir, húsmóðir og fv. lagerstjóri, Suðurgötu 5, Keflavík, er sjötug í dag, þriðjudaginn 1. júní. Þorbjörg ásamt eiginmanni sínum, Eyjólfi Eysteinssyni, verslunarstjóra ÁTVR í Keflavík, verður ekki heima á... Meira
1. júní 2004 | Í dag | 342 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa milli kl. 10 og 14 í neðri safnaðarsal kirkjunnar. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12. Léttur hádegisverður að lokinni bænastund. Tólf spora fundur kl. 19 í neðri safnaðarsal. Hallgrímskirkja . Meira
1. júní 2004 | Fastir þættir | 248 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson

Nú verður kafað í djúpin. Austur er í kafarabúningnum og hlutverk hans er að finna réttu vörnina gegn fjórum hjörtum suðurs: Austur gefur; allir á hættu. Meira
1. júní 2004 | Dagbók | 80 orð

HEILRÆÐAVÍSUR

Ungum er það allra bezt að óttast guð, sinn herra. Þeim mun vizkan veitast mest og virðing aldrei þverra. Hafðu hvorki háð né spott, hugsa um ræðu mína, elska guð og gerðu gott, geym vel æru þína. Foreldrum þínum þéna af dyggð, það má gæfu veita. Meira
1. júní 2004 | Dagbók | 485 orð

(I. Kor. 2, 10.)

Í dag er þriðjudagur 1. júní, 153. dagur ársins 2004. Orð dagsins: En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs. Meira
1. júní 2004 | Fastir þættir | 203 orð | 1 mynd

SKÁK - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Rc6 5. Rf3 Db6 6. a3 Bd7 7. b4 cxd4 8. cxd4 Rge7 9. Rc3 Rf5 10. Ra4 Dd8 11. Rc5 Bxc5 12. dxc5 f6 13. g4 Rfe7 14. exf6 gxf6 15. Bb2 Hf8 16. Dc2 Rg6 17. Bd3 Hg8 18. O-O-O Dc7 19. Kb1 Df4 20. Rd4 Rxd4 21. Bxd4 Kf7 22. Meira
1. júní 2004 | Fastir þættir | 420 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Fjölskylda Víkverja á sér dulítið afdrep við sextugustu og sjöttu breiddargráðu, lengst norður í Skagafirði, þar sem Víkverja finnst gott að koma og stunda skógrækt hvernig sem viðrar. Meira

Íþróttir

1. júní 2004 | Íþróttir | 149 orð

Bárður liggur undir feldi

FORSVARSMENN körfuknattleiksliðs Snæfells úr Stykkishólmi sem varð deildarmeistari á sl. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 240 orð

Birgir Leifur í 16. sæti í Sarpsborg

ÍSLANDSMEISTARI karla í golfi árið 2003, Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG, hafnaði í 16. sæti á Nordic League-mótaröðinni í Noregi sem lauk á sunnudag. Birgir Leifur tók því ekki þátt á fyrsta stigamóti ársins á Toyota-mótaröðinni um helgina. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 133 orð

Bjarni vill spila með Coventry

BJARNI Guðjónsson vonast til að samningar takist á milli Bochum og Coventry um að hann fái að fara til enska liðsins á frjálsri sölu í sumar en Bjarni var í láni hjá Coventry frá Bochum og lék með því frá janúar fram til loka tímabilsins. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 266 orð

Claudio Ranieri fékk reisupassann sem knattspyrnustjóri Chelsea

SÖGUNNI endalausu hvað þjálfaramálin varðar hjá Chelsea er lokið. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 428 orð | 1 mynd

* DETROIT Pistons er með vænlega...

* DETROIT Pistons er með vænlega stöðu eftir 83:63-sigur liðsins gegn Indiana Pacers á útivelli í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurdeildar NBA. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 126 orð

Eiður orðaður við Newcastle

EIÐUR Smári Guðjohnsen var um helgina enn og aftur orðaður við lið Newcastle í enskum blöðum, til að mynda í News of the World , en blaðið heldur því fram að Sir Bobby Robson, knattspyrnustjóri Newcastle, ætli að gera Chelsea tilboð í íslenska... Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 24 orð | 1 mynd

Eiður Smári Guðjohnsen fagnar markinu sem...

Eiður Smári Guðjohnsen fagnar markinu sem Heiðar Helguson skoraði á fimmtu mínútu leiksins gegn Japan í Manchester og Pétur Marteinsson fagnar með þeim... Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 32 orð | 1 mynd

Eiður Smári Guðjohnsen sendir knöttinn að...

Eiður Smári Guðjohnsen sendir knöttinn að marki Japana úr aukaspyrnu, en Seigo Narasaki markvörður varði. Þeir þrír leikmenn sem eru til vinstri eru Tsuneyasu Miyamoto, fyrirliði Japans, Takashi Fukunishi og Yuji... Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 330 orð

Einbeittir í aðgerðum

GUÐMUNDUR Þórður Guðmundsson landsliðsþjálfari renndi nokkuð blint í sjóinn með sitt lið fyrir leikinn á móti Ítölum en undirbúningsleikirnir við Austurríki og Grikkland gengu ekki sem skyldi og gerðu það að verkum að Guðmundur hafði að hluta til nokkrar áhyggjur fyrir leikinn. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 122 orð

Eriksson spilar út trompunum í kvöld

SVEN Göran Eriksson, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, sagði á fundi með fréttamönnum í gær að byrjunarlið Englendinga gegn Japan á Manchester-mótinu í kvöld yrði skipað þeim leikmönnum sem verða í byrjunarliði Englands í fyrsta leik liðsins á... Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

* FJÓRIR tenniskappar frá Argentínu hafa...

* FJÓRIR tenniskappar frá Argentínu hafa tryggt sér sæti í fjórðungsúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis en það er eitt af fjórum stórmótum ársins. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 588 orð | 2 myndir

Framherjar ÍBV sáu um Ungverja

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í knattspyrnu átti ekki í vandræðum með að leggja Ungverja að velli í undankeppni Evrópumótsins en leikið var í bænum Székesfehérvár á laugardag. Ísland skoraði fimm mörk gegn engu marki heimamanna og sá framherjapar kvennaliðs ÍBV um að skora mörkin. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 374 orð | 1 mynd

* GUÐMUNDUR Hrafnkelsson kom ekki heim...

* GUÐMUNDUR Hrafnkelsson kom ekki heim til Íslands með liðinu á sunnudaginn. Guðmundur fór þess í stað til Þýskalands en lið hans , Kronau/Östringen leikur annað kvöld síðari leik sinn við Post Schwerin um laust sæti í 1. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 377 orð | 1 mynd

* GYLFI Einarsson skoraði mark Lilleström...

* GYLFI Einarsson skoraði mark Lilleström sem gerði 1:1-jafntefli við Ham-Kam í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Gylfi lék allan leikinn en Davíð Þór Viðarsson var ekki í leikmannahópi Lilleström . Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 80 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Akranes: ÍA - KA 19.15 Grindavík: Grindavík - Fram 19.15 Hásteinsvöllur: ÍBV - KR 19.15 Víkin: Víkingur - FH 19. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 48 orð

Íris í banni gegn Frökkum

ÍRIS Andrésdóttir, varnarmaður úr Val, leikur ekki með íslenska kvennalandsliðinu gegn Frökkum á Laugardalsvellinum á morgun. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 199 orð | 1 mynd

Ísland - England 53:58 Þriðji vináttulandsleikur...

Ísland - England 53:58 Þriðji vináttulandsleikur þjóðanna í körfuknattleik kvenna, Ásvöllum 30. maí 2004. Gangur leiksins: 11:10, 24:30, 38:48, 53:58. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 280 orð | 1 mynd

Ítalía - Ísland 31:37 Teramo á...

Ítalía - Ísland 31:37 Teramo á Ítalíu, fyrri leikur í umspili um sæti á HM í Túnis 2005, laugardaginn 29. maí 2004. Gangur leiksins: 0:1, 1:1, 1:4, 4:6, 7:12, 9:16, 11:21, 12:23, 13:23, 18:25, 20:27, 20:31, 24:31, 29:33, 30:34, 31:37. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 185 orð

Jón Arnar lauk ekki keppni

JÓN Arnar Magnússon tugþrautarkappi lauk ekki keppni á tugþrautarmóti í Götzis í Austurríki, sleppti síðustu greininni sem er 1.500 metra hlaup. Þá var hann í 12. sæti með 7.337 stig. 28 keppendur hópu keppni á þessu sterka móti. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Margrét Lára með tíu mörk í átta landsleikjum

MARGRÉT Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukonan unga frá Vestmannaeyjum, er orðin þriðja markahæsta A-landsliðskona Íslands frá upphafi, þótt hún sé aðeins 17 ára gömul og hafi einungis spilað sinn 8. landsleik gegn Ungverjum á laugardaginn. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 19 orð | 1 mynd

Ólafur Stefánsson náði sér vel á...

Ólafur Stefánsson náði sér vel á strik gegn Ítalíu og skoraði þrettán mörk og sitt 900. landsliðsmark í... Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 137 orð

Páll áfram með Hauka

PÁLL Ólafsson hefur gefið Íslandsmeisturum Hauka í handknattleik jákvætt svar um taka að sér að þjálfa Hafnarfjarðarliðið á næstu leiktíð en Páll hljóp sem kunnugt í skarðið fyrir Viggó Sigurðsson þegar hann hætti í byrjun febrúar og stýrði liðinu til... Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 567 orð

"Alltof seinar og nýttum ekki færin"

"ÉG er ferlega súr því við vorum búnar að leggja upp með að ná upp miklum hraða en vorum alltof seinar auk þess að við nýttum ekki dauðafærin okkar því það var ekki eins og markvörður Tékka verði vel - við skutum einfaldlega of mikið í hann,"... Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 291 orð

"Fórum illa með marktækifærin"

"ÞAÐ er mjög langt síðan við náðum að snúa við blaðinu eftir að lenda marki undir í upphafi leiks. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 646 orð

"Leyfði mér að flippa út"

STJARNA Ólafs Stefánssonar skein skært í Teramo í leiknum við Ítali en Ólafur lék sinn allra besta leik í langan tíma, skoraði 13 mörk, var með fjölda stoðsendinga og frammistaða hans minnti á margt þegar íslenska landsliðið gerði garðinn frægan á Evrópumótinu í Svíþjóð fyrir tveimur árum. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 116 orð

"Réðum lítið við hraða þeirra"

"Við vorum búnir að skoða vel leiki íslenska liðsins frá því á Evrópumótinu í Slóveníu og töldum okkur því vita býsna mikið um það. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 312 orð

"Sex marka sigur hérna á að duga til að komast til Túnis"

GUÐJÓN Valur Sigurðsson var einn af bestu leikmönnum Íslands. Guðjón var eins og raketta fram völlinn og skoraði obbann af níu mörkum sínum úr hraðaupphlaupum og nýting hans í leiknum var einstaklega góð, 10 skot og 9 mörk. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 510 orð | 1 mynd

"Varnarleikurinn var slakur"

ÍSLENSKA karlalandsliðið í knattspyrnu tapaði, 3:2, gegn landsliði Japan á þriggja landa mótinu sem fram fer Manchester á Englandi. Heiðar Helguson, framherji Watford, skoraði bæði mörk Íslands, það fyrra á 5. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 298 orð

"Það var mjög gaman að komast í slaginn á nýjan leik"

"FYRRI hálfleikurinn var sérlega góður af okkar hálfu en sá síðari var að sama skapi ekki nógu góður. Samt sem áður held ég að við getum ekki verið annað en mjög sáttir með sex marka sigur. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 430 orð | 2 myndir

Ragnhildur setti glæsilegt vallarmet

RAGNHILDUR Sigurðardóttir, Íslandsmeistari kvenna úr GR og Sigurpáll Geir Sveinsson úr GA sigruðu á fyrsta stigamóti GSÍ um helgina. Ragnhildur með fáheyrðum yfirburðum, ellefu högga mun, og Sigurpáll með tveggja högga mun. Bráðabana þriggja kylfinga þurfti um annað sætið hjá körlunum. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 488 orð | 1 mynd

Schumacher stakk af á fyrsta hring

MICHAEL Schumacher kom á röð og reglu í Formúlu-1 á ný er hann vann Evrópukappaksturinn í Nürnburgring í Þýskalandi á sunnudag. Var það fjórða mótið af 7 á árinu sem Ferrari á fyrstu tvo bíla á mark. Liðið hefur nú unnið 106 stig í keppninni um heimsmeistaratitil bílsmiða eða einu stigi minna en næstu tvö lið, Renault og BAR, samanlagt. Var þetta og sjötti sigur Schumachers í sjö mótum. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 234 orð

Scott Drummond kom, sá og sigraði

SKOSKI kylfingurinn Scott Drummond kom gríðarlega á óvart á Volvo PGA mótinu sem fram fór á Wentworth-vellinum á Englandi og lauk á sunnudag. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 281 orð | 1 mynd

Sigur og tap gegn Englendingum

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í körfuknattleik lék tvo leiki um helgina við Englendinga, vann í Grindavík á laugardaginn, 85:76, en tapaði í Hafnarfirði á sunnudaginn 53:58. Þjóðirnar mættust fyrsta sinni á föstudaginn og þá unnu Englendingar þannig að þriggja leikja rimma þjóðanna endaði 2:1 fyrir Englendinga. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 254 orð

Stór stund hjá Crystal Palace

NEIL Shipperley tryggði Crystal Palace sigur gegn West Ham í úrslitaleik liðanna um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 889 orð

Stórt stökk til Túnis tekið í Teramo

TÍMI sannleikans er runninn upp, sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, fyrir leikinn gegn Ítölum í undankeppni HM sem háður var í Teramo á Ítalíu á laugardaginn. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 228 orð

Svíar standa vel að vígi

SVÍAR og Norðmenn hrósuðu báðir sigri í fyrri leikjum sínum í umspili fyrir heimsmeistaramótið í Túnis 2005. Svíar standa vel að vígi eftir sex marka sigur í Póllandi, 25:19, og eins og oft áður voru sænsku landsliðsmarkverðirnir í miklu stuði. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Tap gegn Tékkum

FLEST sem gat farið úrskeiðis fór úrskeiðis þegar íslenska kvennalandsliðið í handknattleik tók á móti því tékkneska í Garðabænum á laugardaginn, en það var fyrri leikur liðanna um laust sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins. Hraður leikur sem átti að sprengja þær tékknesku á limminu gekk engan veginn upp, skotin voru mörg slök og vörnin sofnaði of oft á verðinum. Ísland mátti þola tap, 27:26, en samt er ekki öll nótt úti, því stúlkurnar geta betur. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 104 orð | 1 mynd

Toyotamótaröðin KB-mótið, Korpúlfsstaðavöllur, 29.

Toyotamótaröðin KB-mótið, Korpúlfsstaðavöllur, 29. og 30. maí 2004. Meira
1. júní 2004 | Íþróttir | 445 orð | 1 mynd

Ungverjaland - Ísland 0:5 Székesfehérvár, Ungverjalandi,...

Ungverjaland - Ísland 0:5 Székesfehérvár, Ungverjalandi, undankeppni Evrópumóts kvenna, 2. riðill, laugardaginn 29. maí 2004. Mörk Íslands: Olga Færseth 41. (víti), 54., 60., Margrét Lára Viðarsdóttir 12., 62. Meira

Fasteignablað

1. júní 2004 | Fasteignablað | 259 orð | 1 mynd

Álmholt 17

Mosfellsbær - Fasteignasala Mosfellsbæjar er nú með í sölu mjög fallega 142,8 ferm. hæð í fjórbýlishúsi með 50 ferm. tvöföldum bílskúr. Húsið stendur neðst í botnlanga við Álmholt 17 í Mosfellsbæ. Komið er inn í forstofu með leirbrúnum flísum á gólfi. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 313 orð | 1 mynd

Enn gott yfirverð á húsbréfum

MIKLAR sveiflur hafa verið í ávöxtunarkröfu húsbréfa undanfarna daga, en hún hækkaði í kjölfar vaxtahækkunar Seðlabankans snemma í maí. En nú styttist óðum í hina miklu kerfisbreytingu á lánveitingum Íbúðalánasjóðs 1. júlí nk. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 449 orð

Fasteignalán Frjálsa fjárfestingar bankans

Lánstími er allt að 40 ár, veðsetningarhlutfall m.v. markaðsverð er 80%, farið er fram á greiðslumat ef lánveiting er á bilinu 75%-80%, lánað allt að 100% af brunbótamati en þó ekki hærra en 80% af markaðsverði. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 620 orð | 6 myndir

Fífilbrekka, gróin grund

EKKI er allt gull sem glóir, segir gamalt máltæki. Það má velta því fyrir sér hvort það geti átt við túnfífilinn sem glóir eins og gull hvar sem nokkurn jarðveg er að finna. Túnfífillinn virðir engin landamæri. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Frönsk klukka frá um 1840 Verð...

Frönsk klukka frá um 1840 Verð áður: 79.000 kr. Verð nú: 39.500... Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 305 orð | 1 mynd

Gert upp gamalt salthús

Á síðasta ári gerðu menntamálaráðherra og Vestmannaeyjabær samning um byggingu menningarhúss í Eyjum. Bæjaryfirvöld fengu utanaðkomandi aðila til að meta þá kosti sem í boði voru. Bæði var skoðaður möguleikinn á nýbyggingu sem og að nýta eldri hús. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 75 orð | 1 mynd

Grágrýtishleðsla í Birkihlíð

Í SÍÐASTA Fasteignablaði var sagt frá skemmtilega útfærðum vegg úr grágrýti í Gróðrarstöðinni Birkihlíð við Dalveg í Kópavogi. Rangt var farið með nafn gróðrarstöðvarinnar í þeim pistli og leiðréttist það hér með. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 137 orð | 1 mynd

Grunnskólinn í Skógum

Rangárþing eystra - Fasteignamiðstöðinni hefur verið falið að óska eftir tilboðum í hús Grunnskólans í Skógum í Rangárþingi eystra. Húsið er 297 ferm., byggt úr steinsteypu 1958, en hefur verið klætt að utan með stáli. Húsið skiptist í fjögurra herb. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Hjá Ömmu antik, Hverfisgötu 37, Reykjavík

Útskorið borð Verð áður: 89.000 kr. Verð nú: 53.400... Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 162 orð | 1 mynd

Hólshraun 2

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Hraunhamar er nú með í sölu 504,4 ferm. skrifstofuhúsnæði að Hólshrauni 2 í Hafnarfirði. "Þetta húsnæði er í mjög góðu ástandi, en það er á 1. og 2. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 199 orð | 2 myndir

Kirkjuhvammskirkja

STUTT austan við Hvammstanga í Vestur-Húnavatnssýslu er Kirkjuhvammskirkja. Jörðin Kirkjuhvammur á Vatnsnesi, sem í fornum skjölum er nefnd Hvammur í Miðfirði, var talin góð jörð, þó ekki væri um stórbýli að ræða. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 939 orð | 1 mynd

Maður verður að kunna á græjurnar

Ef það er eitthvað sem íslenska þjóð vantar ekki í dag þá eru það græjur, já græjur af öllum mögulegum og ómögulegum gerðum og sortum. Einhver góður íslenskumaður kann að setja hnýflana í þetta, að mörgum finnst, lágkúrulega orð "græjur". Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 14 orð | 1 mynd

Mynstruð rúmföt í ýmsum litum, hentug...

Mynstruð rúmföt í ýmsum litum, hentug í sumarbústaðinn Verð áður 6.900 kr. Verð nú 5.800... Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 17 orð | 1 mynd

Postulínsmatarstell fyrir 12, innflutt af SÍS...

Postulínsmatarstell fyrir 12, innflutt af SÍS frá Póllandi í kringum 1950 Verð áður: 69.000 kr. Verð nú: 34.500... Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 1321 orð | 3 myndir

"Vel skal vanda það sem lengi á að standa"

Nú líður að því að fólk fari að smíða eða dytta að sólpöllum, girðingum og sumarbústöðum. Vigfús Gíslason, sölustjóri í Hörpu Sjöfn, sagði Guðlaugu Sigurðardóttur að undirvinnan gæti ráðið úrslitum um endingu timbursins. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 1190 orð | 2 myndir

Sérsníða þarf fasteignalán að þörfum lántakenda

Aðstæður fólks eru mismunandi hvað varðar greiðslugetu, veðhæfni og hvers konar eign það hyggst kaupa. Fasteignalán þurfa því framar öðru að taka mið af aðstæðum lántakenda. Magnús Sigurðsson kynnti sér fasteignalán Frjálsa fjárfestingarbankans. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 70 orð | 1 mynd

Skipholt 62

Reykjavík - Hjá Eignamiðlun er nú til sölu glæsileg 185 ferm. sérhæð á efstu hæð í þríbýlishúsi við Skipholt 62. Auk þess fylgir 26 ferm. innbyggður bílskúr. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 11 orð | 1 mynd

Sófi frá um 1870, danskur Verð...

Sófi frá um 1870, danskur Verð áður: 320.000 kr. Verð nú: 192.000... Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 180 orð | 2 myndir

Staðarbakki 12

Reykjavík - Hjá fasteignasölunni Húsakaupum er nú til sölu mjög fallegt og mikið endurnýjað pallbyggt raðhús á góðum stað. Íbúðin í húsinu er skráð 142,5 m 2 , en að auki eru tvö útgrafin rými og innbyggður bílskúr. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 648 orð | 1 mynd

Svalir í fjöleignarhúsum

TIL sameignar fjöleignarhúss telst allt ytra byrði svala, stoð- og burðarvirki þeirra, svo og svalahandrið. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 402 orð

Útreikningar á greiðslumati

Greiðslumatið sýnir hámarksfjármögnunarmöguleika með lánum Íbúðalánasjóðs miðað við eigið fé og greiðslugetu umsækjenda. Forritið gerir ráð fyrir að eignir að viðbættum nýjum lánum s.s. Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 628 orð | 4 myndir

Vel að verki staðið í Garðabæ

HOFSSTAÐIR voru einn bæjanna í Garðahreppi hinum forna; þar var búið langt fram eftir síðustu öld og íbúðarhúsið stendur ennþá, en orðið nokkuð aðþrengt. Norðan við húsið rís Vídalínskirkja, en Tónlistarskóli Garðabæjar hefur verið byggður austan við... Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 8 orð | 1 mynd

Verið, Glæsibæ

Handbróderuð sængurföt Verð áður 13.500 kr. Verð nú 9.500... Meira
1. júní 2004 | Fasteignablað | 172 orð | 1 mynd

Þrjár íbúðir seldar á eina milljón

BOLUNGARVÍKURBÆR seldi á dögunum þrjár íbúðir í fjölbýlishúsi í bænum á samtals eina milljón. Að sögn Einars Péturssonar, bæjarstjóra Bolungarvíkur, er skýringin á þessu lága verði sú, að ástand íbúðanna hafi verið orðið afar hrörlegt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.