Greinar föstudaginn 18. janúar 2013

Fréttir

18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 360 orð | 1 mynd | ókeypis

57,6% í VM á móti uppsögn

Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Gerð var viðhorfskönnun innan Félags vélstjóra og málmtæknimanna um hvort segja ætti gildandi kjarasamningum upp við endurskoðun þeirra sem nú stendur yfir. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 99 orð | 1 mynd | ókeypis

Alþjóðlegur snjódagur á Ísafirði

Alþjóðlegur snjódagur verður haldin hátíðlegur víða um heim á sunnudag, þar á meðal á Ísafirði. Ókeypis verður á skíðasvæði Ísfirðinga og 25% afsláttur af skíðaleigu. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 260 orð | ókeypis

Á allt of miklum hraða

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins mótmæltu því harðlega í umræðum á Alþingi í gær að verið væri að keyra umsagnarferli um frumvarp að nýrri stjórnarskrá á allt of miklum hraða í gegnum nefndir þingsins og án þess að eðlileg umræða gæti farið fram í þeim um... Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 84 orð | ókeypis

Árni Páll og Katrín leiða listann

Kjördæmisráð Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi samþykkti einróma framboðslista flokksins í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum á kjördæmisþingi sem fram fór í húsi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í gærkvöldi. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 298 orð | 2 myndir | ókeypis

Deila um skuldalækkun heimila

Óli Björn Kárason, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Ágúst Ólafur Ágústsson, efnahagsráðgjafi forsætisráðherra, hafa undanfarna daga deilt í blaðagreinum um skuldamál. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 420 orð | 1 mynd | ókeypis

Egill er „elsta rottan“ í 101

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Á árum áður var líf á hverju horni í gömlu Reykjavík, bakari, málari, skóari eða kaupmaðurinn á horninu, en nú er þetta að mestu liðin tíð og til dæmis bara einn bólstrari eftir í miðbænum. Meira
18. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd | ókeypis

Eldgos vekur ugg meðal íbúanna

Eldgos hófst á ítölsku eyjunni Stromboli á mánudaginn var en yfirvöld sögðu að íbúar hennar væru ekki í hættu. Stromboli er norðan við Sikiley og íbúar eyjunnar eru um 500. „Við erum hrædd,“ hafði fréttastofan ANSA eftir einum íbúanna. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd | ókeypis

Eldsnöggur brauðræningi

Baráttan um brauðmolana getur verið hörð á milli fuglanna og mikilvægt að vera snarpur og einbeittur standi vonir til að ná í bestu bitana. Þá hika fuglarnir ekki við að stela molum sem ætlaðir eru öðrum. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 566 orð | 3 myndir | ókeypis

Endurvinnsla og ævintýraferðir

Fréttaskýring Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Leikskóli Seltjarnarness hlaut á dögunum Grænfánann í fimmta sinn en fáninn er viðurkenning fyrir störf og stefnumótun í þágu umhverfis- og náttúruverndar. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 599 orð | 1 mynd | ókeypis

ESB-málið hefði þróast eins án samkomulagsins

Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Miklar umræður spunnust á Alþingi í gær um umsóknina um inngöngu í Evrópusambandið. Bæði í óundirbúnum fyrirspurnum og í umræðum um störf þingsins sem fram fóru í kjölfarið. Meira
18. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 102 orð | 1 mynd | ókeypis

Fann 40 milljóna króna gullmola

Ástrali, sem hefur stundað gullleit í tómstundum, varð fyrir óvæntu happi í fyrradag þegar hann fann um fimm kílógramma þungan gullmola í Viktoríuríki í Ástralíu. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 81 orð | 1 mynd | ókeypis

Felldu leiðtoga alsírsku gíslatökumannanna

Alsírski herinn hóf í gær árásir á gasvinnslustöð þar sem hryðjuverkamenn höfðu tekið marga starfsmenn í gíslingu. Um 30 gíslar eru taldir hafa látið lífið í árásinni en samkvæmt heimildum fréttaveitunnar Reuters létu a.m.k. sjö erlendir gíslar lífið,... Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 147 orð | 1 mynd | ókeypis

Fleiri flytja til landsins en frá því

„Í fyrsta skipti frá hruninu árið 2008 flytjast nú umtalsvert fleiri til landsins en frá því. Um er að ræða verulegan viðsnúning á síðasta ársfjórðungi eins og fram kemur í gögnum sem Hagstofa Íslands birti í dag. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 112 orð | 2 myndir | ókeypis

Formannskjör að hefjast

Kosning til formanns Samfylkingarinnar hefst í dag og stendur kjörið yfir til mánudagsins 28. janúar, þegar frestur til að skila inn atkvæðum rennur út kl. 18.00. Kosningarnar eru rafrænar og eru í gegnum vefsetur Samfylkingar, xs.is. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 305 orð | 1 mynd | ókeypis

Fyrirtæki hafði sigur í gengislánamáli

Umbúðamiðlun ehf. hafði í gær betur í gengislánamáli sem Íslandsbanki höfðaði gegn fyrirtækinu, en málið varðaði lán upp á 120 milljónir í íslenskum krónum sem tekið var árið 2006. Íslandsbanki segir að dómurinn hafi áhrif á tæplega 1. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd | ókeypis

Gaf berkjuómspeglunartæki

Landspítali fékk nýlega gjöf frá Ólöfu Októsdóttur til kaupa á berkjuómspeglunartæki. Ólöf greindist með útbreiddan sarklíkissjúkdóm árið 2007 og hefur náð góðum bata með meðferð, að því er kemur fram í tilkynningu frá Landspítala. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd | ókeypis

Gert að fella tvö grenitré

Hjón í Kópavogi voru dæmd í Hæstarétti í gær til að fella tvö grenitré við lóðarmörk. Trén voru gróðursett stuttu eftir að húsið var reist árið 1961. Trén eru núna um 18 metrar á hæð. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 670 orð | 3 myndir | ókeypis

Geta ekki barist eða flúið

Baksvið Una Sighvatsdóttir una@mbl. Meira
18. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 112 orð | ókeypis

Gjöldum á handfarangur mótmælt

Þingmenn á Evrópuþinginu gagnrýna það að flugfélög fái að krefja flugfarþega um greiðslu fyrir handfarangur. Telja þeir að Evrópusambandið eigi að hlutast til um að samræma reglur sem gilda um hvað flugfarþegar eiga að greiða fyrir. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd | ókeypis

Gróðureldar eiga eftir að verða tíðari

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is „Sveitarfélögin gera brunavarnaáætlanir þar sem er lýst helstu hættum og viðbrögðum við þessum venjulegu verkefnum. Meira
18. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd | ókeypis

Gæludýrin blessuð í kirkjum

Hundar, kettir, og önnur gæludýr fóru í kirkjur víða á Spáni í gær til að fá blessun á degi heilags Antóníusar, verndardýrlings dýra. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd | ókeypis

Hjúkrunarfræðingar ekki vongóðir og líta til Noregs

Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Ég treysti því ekki að það verði gert eitthvað fyrir okkur og er tilbúin að labba út [...] maður er búinn að beygja sig í svo mörg ár að manni blöskrar. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd | ókeypis

Hæstiréttur staðfesti 14 ára dóm

Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær 14 ára fangelsisdóm yfir Guðgeiri Guðmundssyni, en hann var ákærður fyrir tilraun til manndráps með því að stinga Skúla Eggert Sigurz, framkvæmdastjóra lögmannsstofunnar Lagastoðar, í mars í fyrra. Meira
18. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

Hönum att saman

Áhorfendur fylgjast með hanaslag í Saint-Amand-les-Eaux í norðanverðu Frakklandi. Hanaat hefur verið stundað í um 6.000 ár og elstu heimildir um það eru frá Persíu. Hanaat er enn stundað víða um heim þótt dýraverndarsamtök hafi barist gegn því. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 134 orð | ókeypis

Landsbanki, FME og ríkið sýknuð

Hæstiréttur sýknaði í gær Landsbankann, Fjármálaeftirlitið og íslenska ríkið af kröfum spænska bankans Aresbank. Í málinu var tekist á um túlkun á hugtakinu innlán. Þetta er sama niðurstaða og varð í héraðsdómi. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd | ókeypis

Má ekki nota göngutjald við alfaraleið?

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Tvær gerðir tjalda eru nefndar í frumvarpi til nýrra laga um náttúruvernd sem umhverfisráðherra mælti fyrir í vikunni, almenn viðlegutjöld og göngutjöld. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 175 orð | 1 mynd | ókeypis

Myndu skoða það vel að birta blaðið

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Til er eintak af 2. tölublaði skoptímaritsins Spegilsins frá árinu 1983 í hirslum Landsbókasafns - háskólasafns í Þjóðarbókhlöðunni. Aðgangur að því er hins vegar lokaður, jafnvel fyrir fræðimenn. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 213 orð | 1 mynd | ókeypis

Mælingar langt undir væntingum

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í leiðangri sem er nýlokið mældust aðeins um 320 þúsund tonn af kynþroska loðnu sem er langt undir því sem búist var við miðað við mælingar sem gerðar voru við góðar aðstæður í október síðastliðnum. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 31 orð | ókeypis

OA-deild stofnuð fyrir unglinga

Stofnuð hefur verið ný OA-deild fyrir unglinga en fundir deildarinnar eru sérstaklega fyrir ungmenni sem glíma við stjórnlausar matarvenjur. Fundirnir eru á miðvikudögum kl. 16.30-17.30 í Skógarhlíð 8 í húsi... Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 24 orð | 1 mynd | ókeypis

Ómar

Rigning Regnhlífar komu höfuðborgarbúum að góðum notum í gær en utan stöku hverfandi snjóskafla er ósköp fátt í þessari hlýindatíð sem minnir á... Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd | ókeypis

Ráða illa við gróðurelda

Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Búast má við tíðari stórum gróðureldum á Íslandi í framtíðinni vegna loftslagsbreytinga, breyttra búnaðarhátta og gróðurfars en slökkvilið á landinu eru hins vegar ekki nógu vel búin undir þá. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 1056 orð | 4 myndir | ókeypis

Sauðféð til skemmtunar

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Það er stundum sagt að menn hafi kýrnar til að lifa af en sauðféð til skemmtunar. Meira
18. janúar 2013 | Erlendar fréttir | 537 orð | 3 myndir | ókeypis

Segja tugi manna hafa fallið

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Her Alsírs hóf í gær árásir á gasvinnslustöð þar sem vopnaðir íslamistar höfðu tekið marga starfsmenn í gíslingu. Haft var eftir mannræningjunum að 34 gíslar og fimmtán íslamistanna hefðu beðið bana í árásunum. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd | ókeypis

Síldin sækir í Kolgrafafjörð

„Síldinni finnst gott að vera þarna [í Kolgrafafirði] en liði eflaust betur ef það væri ekki svona mikið af hval. Það er mikið af háhyrningi á svæðinu. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 386 orð | 1 mynd | ókeypis

Skila bráðabirgðaáliti í lok janúar

Skúli Hansen skulih@mbl.is Feneyjanefnd Evrópuráðsins stefnir að því að skila af sér bráðabirgðaáliti í lok janúar. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 182 orð | 1 mynd | ókeypis

Staðfesti sextán ára dóm

Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær sextán ára fangelsisdóm yfir Hlífari Vatnari Stefánssyni en hann var ákærður fyrir að hafa banað unnustu sinni, Þóru Eyjalín, í febrúar í fyrra. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd | ókeypis

Stefán Pétur Eggertsson jarðsunginn

Útför Stefáns Péturs Eggertssonar verkfræðings var gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík í gær. Birgir Ásgeirsson, prestur í Hallgrímskirkju, jarðsöng og kammerkórinn Schola cantorum söng við athöfnina. Organisti var Hörður Áskelsson. Líkmenn voru f.v. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 78 orð | ókeypis

Stórtæk lóða- og fasteignakaup í 101

Landsbankinn hefur samið við Pálmar Harðarson um kaup á Hljómalindarreit, Brynjureit og Vatnsstígsreit, að því er heimildir Morgunblaðsins herma. Ekki er búið að ganga frá kaupunum heldur vinnur Pálmar nú að því að ganga frá fjármögnun til kaupanna. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 210 orð | 2 myndir | ókeypis

Vilborg er komin á suðurpólinn

Vilborg Arna Gissurardóttir lauk í gærkvöldi ferð sinni á suðurpólinn. Hún gekk 1140 km á skíðum, en það tók hana 60 daga að komast á pólinn. Vilborg er fyrsti Íslendingurinn í sögunni til að ganga á Suðurpólinn ein síns liðs. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 375 orð | 1 mynd | ókeypis

Yfir hámarki vegna útreikninga á virði tegunda

Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Engin breyting hefur orðið á aflahlutdeild HB Granda síðustu sex árin, að sögn Vilhjálms Vilhjálmssonar forstjóra. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd | ókeypis

Þegar byrjað að ráða á grundvelli stórátaks

Vinnumarkaðsátakið Liðsstyrkur er að fara af stað um þessar mundir. Sveitarfélög og atvinnurekendur hafa þegar skapað um 200 störf og hafa fyrstu atvinnuleitendur verið ráðnir á þeim grundvelli sem átakið byggist á. Með átakinu á að skapa 2. Meira
18. janúar 2013 | Innlendar fréttir | 606 orð | 2 myndir | ókeypis

Þurfa að skapa allt að 2.200 störf á árinu

Fréttaskýring Heimir S. Guðmundsson heimirs@mbl.is Um þessar mundir er verið að hrinda af stað átaksverkefninu Liðsstyrkur. Verkefninu er beint að einstaklingum sem hafa þegar fullnýtt rétt sinn til atvinnuleysisbóta eða munu fullnýta hann á árinu 2013. Meira

Ritstjórnargreinar

18. janúar 2013 | Staksteinar | 194 orð | 2 myndir | ókeypis

Alvarlegum blekkingum var beitt

Því er reglulega haldið fram að aðildarferlið gangi vel og er þá átt við að góður gangur sé í aðlögun Íslands að Evrópusambandinu. Þetta heyrist frá forystumönnum ríkisstjórnarinnar og öðrum sölumönnum aðildar. Meira
18. janúar 2013 | Leiðarar | 535 orð | ókeypis

Hvað þá um minni mál?

Atli Gíslason horfir á sviðna jörð þegar hann lýsir meðferð ríkisstjórnarinnar á eigin loforðum um jafnréttismál Meira

Menning

18. janúar 2013 | Kvikmyndir | 420 orð | 2 myndir | ókeypis

Ástin, ellin og lífið undir smásjánni

Leikstjóri: Michael Haneke. Leikarar: Emmanuelle Riva, Jean-Louis Trintignant og Isabelle Huppert. Frakkland, 2012. 127 mín. Meira
18. janúar 2013 | Kvikmyndir | 492 orð | 4 myndir | ókeypis

„Skrítið og óraunverulegt“

Tökulið bandarískrar kvikmyndar um uppljóstrunarvefinn WikiLeaks og stofnanda hans Julian Assange er statt hér á landi og verður í dag tekið upp atriði á Austurvelli þar sem mótmæli í upphafi árs 2009 koma við sögu og þingkonan Birgitta Jónsdóttir. Meira
18. janúar 2013 | Leiklist | 44 orð | 1 mynd | ókeypis

Breaker Sölku sýnt á Adelaide Fringe

Leikritið Breaker eftir Sölku Guðmundsdóttur verður sýnt á áströlsku sviðslistahátíðinni Adelaide Fringe í febrúar og mars en um ein og hálf milljón gesta sækir hátíðina á ári hverju. Meira
18. janúar 2013 | Fjölmiðlar | 169 orð | 1 mynd | ókeypis

Folar talsettir á þýsku - ekki sexí

Kíkt var á þýskt sjónvarp á dögunum og litið á helstu stöðvar eða að minnsta kosti allar sem voru í boði. Það er alltaf forvitnilegt að kanna nýja sjónvarpsheima þegar land er lagt undir fót. Meira
18. janúar 2013 | Leiklist | 331 orð | 1 mynd | ókeypis

Gamalt sakamál varð kveikjan að nýju leikriti

Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Mig hefur lengi langað að setja upp leikrit hér í mínum heimabæ og var að leita að spennandi verkefni. Meira
18. janúar 2013 | Leiklist | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

Gullregn verður fært yfir á stóra sviðið

Miðasala á uppsetningu Borgarleikhússins á Músum og mönnum hefur gengið vonum framar og er uppselt á allar sýningar í febrúar. Verkið verður tekið aftur til sýningar í vor þegar leikarinn Ólafur Darri Ólafsson snýr aftur frá Hollywood. Meira
18. janúar 2013 | Tónlist | 92 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Þór fagnar Sérðu mig í lit?

Tónlistarmaðurinn Jón Þór, sem gerði garðinn frægan sem söngvari og gítarleikari Lödu Sport og Dynamo Fog á árum áður, heldur upp á útgáfu fyrstu sólóplötu sinnar, Sérðu mig í lit? , á Faktorý í kvöld og hefjast tónleikarnir kl. 23. Meira
18. janúar 2013 | Tónlist | 738 orð | 1 mynd | ókeypis

Lifandi auglýsing fyrir Bítlana

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is The Bootleg Beatles var stofnuð árið 1980 og hefur allar götur síðan flutt tónlist Bítlanna við góðar undirtektir aðdáenda og áheyrenda. Meira
18. janúar 2013 | Fólk í fréttum | 80 orð | 1 mynd | ókeypis

Mamúska til himna

Útför Marianne Kowalew, sem kölluð var Mamúska, fer fram í dag. Einungis voru 10 dagar í að hún yrði 100 ára. Halldór Guðmundsson rithöfundur skrifaði ævisögu þessarar litríku konu, „Mamutschkas Lebensrezepte“, sem kom út árið 2010. Meira
18. janúar 2013 | Myndlist | 356 orð | 2 myndir | ókeypis

Nemendur LHÍ vinna með hugmyndir Bjarkar

Biophilia í Samtali nefnist þverfaglegt námskeið sem hófst í Listaháskóla Íslands 7. janúar sl. og lýkur í dag. Meira
18. janúar 2013 | Menningarlíf | 268 orð | 1 mynd | ókeypis

Styrkir til þriggja hátíða

Einar Örn Benediktsson, formaður menningar- og ferðamálaráðs Reykjavíkurborgar, tilkynnti í gær styrkveitingar borgarinnar til menningarmála í ár sem nema alls tæpum 95 milljónum króna. Meira
18. janúar 2013 | Tónlist | 49 orð | 1 mynd | ókeypis

Sykruð stemning á Bar 11

Hljómsveitin Sykur heldur tónleika á Bar 11 í miðbæ Reykjavíkur í kvöld og verður húsið opnað kl. 21. Aðgangur er ókeypis. Tónleikarnir verða haldnir í kjallaranum og má því búast við hita, svita og sykursætu stuði. Meira
18. janúar 2013 | Tónlist | 68 orð | ókeypis

Tarfur er eiginnafn

Í viðtali við hljómsveitina Ylju í blaðinu sl. miðvikudag var m.a. rætt við Smára Tarf Jósepsson. Þau leiðu mistök urðu að Tarfur var skrifað með litlu t-i en það á að skrifast með stórum staf, þar sem um eiginnafn er að ræða en ekki viðurnefni. Meira
18. janúar 2013 | Tónlist | 134 orð | 1 mynd | ókeypis

Verk eftir Mozart, Grieg og Haydn

Breska sópransöngkonan Sally Matthews syngur einsöng á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19:30. Meira
18. janúar 2013 | Tónlist | 138 orð | 1 mynd | ókeypis

Verk tónsmíðanema í Kaldalóni

Í dag, föstudag, og á morgun munu nemendur tónsmíðadeildar Listaháskóla Íslands flytja tónleikahald sitt í tónlistarhúsið Hörpu, þar sem flutt verða erindi og boðið upp á röð ókeypis tónleika sem allir áhugasamir tónlistarunnendur eru velkomnir á. Meira
18. janúar 2013 | Kvikmyndir | 179 orð | 1 mynd | ókeypis

Þingmaður, brimbretti og Django

XL Kvikmynd eftir Martein Þórsson sem segir af þingmanninum Leifi sem er áfengissjúklingur. Hann er skikkaður í meðferð af forsætisráðherra og ákveður að halda eitt gott og villt partí áður en hún hefst, býður í það vinum og velgerðarmönnum. Meira

Umræðan

18. janúar 2013 | Aðsent efni | 723 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingarbanka lágmarkar ekki áhættu almennings

Eftir Loft Altice Þorsteinsson: "Þeir sem aðhyllast ríkisrekstur á öllum sviðum telja eðlilegt að almenningur beri ábyrgð á öllum mistökum sem ríkisvaldið gerist sekt um." Meira
18. janúar 2013 | Aðsent efni | 345 orð | 1 mynd | ókeypis

Aumingja Jón Bjarnason

Eftir Heiðar Ragnarsson: "Ef hann er fórnarlamb, þá er hann fórnarlamb eigin gerða." Meira
18. janúar 2013 | Aðsent efni | 234 orð | 1 mynd | ókeypis

Barátta eldri borgara

Eftir Jón Kristin Óskarsson: "Er barátta okkar ekki nógu kröftug?" Meira
18. janúar 2013 | Pistlar | 467 orð | 1 mynd | ókeypis

Fríverslun til framtíðar

Vonir standa nú til þess að fríverslunarsamningur á milli Íslands og Kína kunni að verða að veruleika á þessu ári en viðræður um hann hafa staðið yfir frá árinu 2007. Meira
18. janúar 2013 | Aðsent efni | 511 orð | 1 mynd | ókeypis

Ófremdarástand á Landspítala

Eftir Örnu A. Antonsdóttur: "Landspítalinn er láglaunasvæði innan ríkisstofnana. Yfirmenn annarra ríkisstofnana sáu sér fært að hækka laun sinna starfsmanna. Engin sátt um það." Meira
18. janúar 2013 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd | ókeypis

Rammaáætlun – Áfangi á langri leið

Eftir Hjörleif Guttormsson: "Sjaldan eða aldrei hafa jafn margir komið að undirbúningi máls og látið sig það varða á mótunarstigi." Meira
18. janúar 2013 | Aðsent efni | 755 orð | 1 mynd | ókeypis

Tökum til og nýtum tækifærin

Eftir Þorsteinn M. Kristinsson: "Nýtum tækifærin, aukum verðmætasköpun, þannig sköpum við störf, þjóðinni til heilla." Meira
18. janúar 2013 | Velvakandi | 105 orð | ókeypis

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Nei ESB Ég held að það hljóti að vera einhver lög sem banna þessa óáran að framselja allt vald til Brussel með þá fullri aðild að ESB.Við Íslendingar eigum að sjálfsögðu að láta okkur nægja EES-samninginn. Meira
18. janúar 2013 | Aðsent efni | 589 orð | 1 mynd | ókeypis

Össur, víglína ESB-umsóknarinnar er um stjórnarskrána

Eftir Atla Gíslason: "Það verður ekki lengra gengið í aðlögun íslenskra laga að regluverki ESB án þess að breyta stjórnarskrá lýðveldisins Íslands." Meira

Minningar- og afmælisgreinar

18. janúar 2013 | Minningargreinar | 1464 orð | 1 mynd | ókeypis

Aðalheiður Ingólfsdóttir

Aðalheiður Ingólfsdóttir fæddist í Krossgerði í Berufirði 31. maí 1941. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 9. janúar 2013. Foreldrar hennar voru Hrefna Sigurðardóttir, fædd 27. mars 1915, dáin 4. nóvember 2000 og Ingólfur Árnason, fæddur 19. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 2626 orð | 1 mynd | ókeypis

Ágúst Guðjónsson

Ágúst Guðjónsson fæddist í Rifshalakoti, Ásahreppi, Rangárvallasýslu hinn 1. ágúst 1929. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hinn 8. janúar 2013. Foreldrar Ágústs voru hjónin Margrét Guðmundsdóttir, f. 27.9. 1888, d. 25.1. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 2412 orð | 1 mynd | ókeypis

Bjarni Dagbjartsson

Bjarni Dagbjartsson fæddist í Reykjavík 15. maí 1937, hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 2. janúar 2013. Foreldrar hans voru Aðalheiður Tryggvadóttir, f. 10.11. 1912, d. 22.9. 1994, og Dagbjartur Bjarnason, f. 24.10. 1907, d. 20.5. 1974. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 2566 orð | 1 mynd | ókeypis

Björn Hróar Agnarsson

Björn Hróar Agnarsson fæddist á Akureyri 18. nóvember 1952. Hann lést á Sjúkrahúsi Akureyrar 7. janúar 2013. Foreldrar Björns Hróars eru Sigurlaug Th. Óskarsdóttir, f. 16. mars 1926, og Agnar Tómasson, f. 22. mars 1923. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 4201 orð | 1 mynd | ókeypis

Eva Lind Jónsdóttir

Eva Lind Jónsdóttir fæddist á fæðingarheimilinu í Reykjavík að kvöldi dags 2.9. 1981. Hún lést á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn 8. janúar 2013 eftir stranga en skammvinna baráttu við sjaldgæfan blóðsjúkdóm aðeins 31 árs gömul. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 560 orð | 1 mynd | ókeypis

Eyjólfur Einar Jónsson

Eyjólfur Einar Jónsson fæddist á Reykhólum í Reykhólahreppi hinn 10. júní 1925. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 11. janúar 2013. Foreldrar hans voru Jón Hákonarson frá á Stað í Reykhólahreppi, f. 9.5. 1899, d. 1.9. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 1473 orð | 1 mynd | ókeypis

Hafsteinn Guðmundsson

Hafsteinn Guðmundsson rafvirki fæddist 9. júlí 1938 á Brennistöðum í Borgarfirði. Hann lést á Landspítalanum að kvöldi 11. janúar á deild 11G. Foreldrar hans voru Guðmundur Breiðfjörð Jóhannsson, sjómaður frá Stykkishólmi, f. 4. júlí 1907, d. 4. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 3367 orð | 1 mynd | ókeypis

Helga Þórðardóttir

Helga Þórðardóttir var fædd 2. nóvember 1920 á Bjarnastöðum í Ölfusi. Hún lést 7. janúar 2013 á Kumbaravogi. Foreldrar hennar voru Ásta María Einarsdóttir, f. 11. júlí 1900 á Grímslæk í Ölfusi, d. 28. maí 1981, og Þórður Jóhann Símonarson, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 247 orð | 1 mynd | ókeypis

Hilmar Ævar Jóhannesson

Hilmar Ævar fæddist í Reykjavík 30. september 1978. Útför Hilmars fór fram frá Fossvogskirkju 4. janúar 2013. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 2353 orð | 1 mynd | ókeypis

Ingveldur Ásmundsdóttir

Ingveldur Ásmundsdóttir fæddist á Akranesi 19. júlí 1919. Hún lést á Dvalarheimilinu Höfða Akranesi 12. janúar sl. á 94. aldursári. Foreldrar hennar voru Ásmundur Jónsson, sjómaður og síðar rafvirkjameistari á Akranesi, f. 28. maí 1892, d. 11. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 673 orð | 1 mynd | ókeypis

Jón Þór Pálsson

Jón Þór Pálsson var fæddur á Skeggjastöðum í Fellum 21.5. 1931. Hann lést á dvalarheimilinu Grund hinn 11.1. 2013. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargrein á mbl.is | 2237 orð | 1 mynd | ókeypis

Magnús Haukur Guðlaugsson

Magnús Haukur Guðlaugsson fæddist á Guðrúnargötu 2 í Reykjavík hinn 20. desember 1943. Foreldrar hans voru María Hermannsdóttir húsmóðir, frá Ketilseyri við Dýrafjörð, f. 4. september 1905, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 3372 orð | 1 mynd | ókeypis

Magnús Haukur Guðlaugsson

Magnús Haukur Guðlaugsson fæddist á Guðrúnargötu 2 í Reykjavík hinn 20. desember 1943. Foreldrar hans voru María Hermannsdóttir húsmóðir, frá Ketilseyri við Dýrafjörð, f. 4. september 1905, d. 15. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 279 orð | 1 mynd | ókeypis

Óttar Símon Einarsson

Óttar Símon Einarsson fæddist 11. október 1943 á Akranesi. Hann lést á heimili sínu, Landakoti, föstudaginn 4. janúar sl. Útför Óttars fór fram frá Akraneskirkju 14. janúar 2013. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 8423 orð | 1 mynd | ókeypis

Sigurður Jónsson

Sigurður Jónsson fæddist í Neskaupstað 31.12. 1938. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja í Keflavík 11.1 .2013. Foreldrar hans voru Jón Svan Sigurðsson, f. 1913, d. 1986, og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir, f. 1913, d. 1992. Meira  Kaupa minningabók
18. janúar 2013 | Minningargreinar | 191 orð | 1 mynd | ókeypis

Svanlaug Sigurjónsdóttir

Svanlaug fæddist á heimili sínu, Þórsgötu 4, í Reykjavík, 20. júní 1923. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut á aðfangadag jóla. Útför Svanlaugar fór fram frá Háteigskirkju 9. janúar 2013. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

18. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 81 orð | ókeypis

45 þúsund í vinnu 2023

Árabilið sem birtist með grafi í opnuviðtali í Viðskiptablaðinu í gær sem sýnir hve margir vinna í sjávarklasanum auk framtíðarspár er rangt. Tímabilið átti að vera 2000-2023 en ekki 2000-2013. Meira
18. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

Áhyggjur vegna bilana í Boeing 787 Dreamliner

Flugmálayfirvöld og flugfélög víða um heim kyrrsettu í gær flestar Boeing 787 Dreamliner-vélar heimsins þangað til búið er að koma í veg fyrir hættuna á eldsupptökum vegna bilunar í rafgeymum vélanna. Meira
18. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 115 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóhannes Jónsson selur meirihlutann í Iceland

Félag í eigu Árna Péturs Jónssonar hefur keypt 51% hlut í fyrirtækinu Ísland-Verslun hf. sem á og rekur matvöruverslanirnar Iceland hér á landi. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Meira
18. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 464 orð | 3 myndir | ókeypis

Keypti verðmæta reiti í 101

Baksvið Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Landsbankinn hefur samið við Pálmar Harðarson um kaup á Hljómalindarreit, Brynjureit og Vatnsstígsreit, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
18. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 401 orð | 1 mynd | ókeypis

Miklar hindranir

Samtök fjármálafyrirtækja – SFF – fjölluðu í gær á vefsíðu sinni um frétt Viðskiptablaðs Morgunblaðsins í gær, undir fyrirsögninni Styttist í erlenda lánsfjármögnun íslensku bankanna. Meira
18. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 102 orð | 1 mynd | ókeypis

Ný hraðþjónusta kynnt

Ný hraðþjónusta sem kallast eBOX hefur verið tekin í notkun hjá Eimskip og er ætlunin að bjóða þar með upp á hraðari og einfaldari lausnir til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Meira
18. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 283 orð | 1 mynd | ókeypis

Segir ráðleysi ríkja vegna haftanna

Vilhjálmur Eg ilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, er mjög gagnrýninn á stjórnvöld og það að ekkert sé gert til þess að tryggja afnám gjaldeyrishafta. Meira
18. janúar 2013 | Viðskiptafréttir | 76 orð | ókeypis

Ætla að fækka um 1.200

Þýska fjarskiptafyrirtækið Deutsche Telekom ætlar að fækka stjórnendum um 1.200 í Þýskalandi fyrir lok júní, samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu, sem AFP greindi frá í gær. Meira

Daglegt líf

18. janúar 2013 | Daglegt líf | 80 orð | 1 mynd | ókeypis

...búið til origami

Í aðalsafni Borgarbókasafns Reykjavíkur eru sunnudagar barnadagar og hefst dagskráin klukkan 15. Næstkomandi sunnudag 20. janúar klukkan 15 verður haldið námskeið í origami. Meira
18. janúar 2013 | Daglegt líf | 352 orð | 1 mynd | ókeypis

Heimur Guðrúnar Sóleyjar

Verum örlát á knúsin, bjóðum í kvöldmat í miðri viku... Meira
18. janúar 2013 | Daglegt líf | 105 orð | 1 mynd | ókeypis

Nótur fyrir nánast hvað sem er

Þeir sem eru að læra á hljóðfæri eða bara að prófa sig áfram á eigin vegum sækja sér eflaust margir ýmsilegt á netið. Ein er sú vefsíða sem hentar vel fyrir fólk með áhuga á hljóðfæraleik, en það er síðan ultimate-guitar.com. Meira
18. janúar 2013 | Daglegt líf | 740 orð | 3 myndir | ókeypis

Radda líka píp í uppþvottavél

Þeim finnst gaman að koma fram og hafa sungið í brúðkaupi, fermingarveislum og ýmsum öðrum viðburðum. Stelpurnar í stelpubandinu Að eilífu Einar fara létt með að radda sjálfar lögin sem þær syngja og þær hafa líka samið sjálfar eitt lag. Meira
18. janúar 2013 | Daglegt líf | 106 orð | 1 mynd | ókeypis

Öll dýrin í skóginum vinir

Lilli klifurmús og hin dýrin í Hálsaskógi, eftir Thorbjørn Egner, kemur nú út á íslensku í þriðja sinn. Hún kom fyrst út í íslenskri þýðingu Huldu Valtýsdóttur og Kristjáns frá Djúpalæk árið 1978. Meira

Fastir þættir

18. janúar 2013 | Í dag | 342 orð | ókeypis

Af epli Sigrúnar og vísu um blekkingu og þekkingu

Bergur Torfason, Felli í Dýrafirði, sendir lausn í bundnu máli við vísnagátu Sigrúnar Haraldsdóttur sem birtist í Vísnahorninu 13. janúar: Með epli tældi Eva forðum. Af epli Mjallhvít höfði laut. Epli í graut er oft á borðum. Meira
18. janúar 2013 | Fastir þættir | 158 orð | ókeypis

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Blaðsíða þrjú. N-NS Norður &spade;1032 &heart;K ⋄ÁKD10764 &klubs;Á10 Vestur Austur &spade;KG74 &spade;D9 &heart;4 &heart;ÁD108732 ⋄G853 ⋄2 &klubs;G976 &klubs;K54 Suður &spade;Á865 &heart;G965 ⋄9 &klubs;D832 Suður spilar 3G. Meira
18. janúar 2013 | Í dag | 22 orð | ókeypis

Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið...

Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld sem getur frelsað okkur. Meira
18. janúar 2013 | Árnað heilla | 209 orð | 1 mynd | ókeypis

Forleggjarinn flýgur norður í dag

Ég hef starfað við bókaútgáfu síðan á unglingsárunum. Þetta er skapandi grein sem stendur á þröskuldi mikilla breytinga. Rafrænni útgáfu vex stöðugt ásmegin og það á ekki síst við um námsbækur,“ segir Heiðar Ingi Svansson, sem er 45 ára í dag. Meira
18. janúar 2013 | Árnað heilla | 46 orð | 1 mynd | ókeypis

Heiðrún Sif Garðarsdóttir

30 ára Heiðrún lauk prófum frá háskólabrú Keilis og stundar nú kennaranám við HA. Systkini: Sólrún P. Garðarsdóttir, f. 1981; Björgvin A. Garðarsson, f. 1991, og Kristófer D. Garðarsson, f. 1997. Foreldrar: Garðar Jónsson, f. Meira
18. janúar 2013 | Árnað heilla | 45 orð | 1 mynd | ókeypis

Helgi Már Helgason

30 ára Helgi fæddist í Grindavík og er lyfjafræðingur við Lyfju í Keflavík. Maki: Íris Thordersen, f. 1982, nemi í næringarfræði. Sonur: Heimir Gamalíel, f. 2007. Stjúpdóttir: Elísa, f. 2009. Foreldrar: Helgi Gamalíelsson, f. 1947, starfsm. Meira
18. janúar 2013 | Í dag | 265 orð | 1 mynd | ókeypis

Jóhannes Reykdal

Jóhannes fæddist að Vallakoti í Reykjadal í Suður-Þingeyjarsýslu 18.1. 1874. Jóhannes var einn merkasti athafnamaður og framfarasinni síðustu aldar. Hann stundaði trésmíðanám á Akureyri og síðan þriggja ára framhaldsnám í Kaupmannahöfn. Meira
18. janúar 2013 | Árnað heilla | 575 orð | 4 myndir | ókeypis

Liggur yfir brids og bókum af öllu tagi

Birgir Örn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, í Breiðholtinu. Hann flutti átján ára í Háaleitishverfið og hefur átt þar heima síðan. Meira
18. janúar 2013 | Í dag | 41 orð | ókeypis

Málið

„Mörg umhverfisspjöll eru óafturkræf og það mun verða lýðum ljóst þegar kemur að þeim óafturkræfustu: heimsendi.“ Afturkræfur hefur þýtt „sem krefja (taka) má aftur“ og verið notað um gjafir, styrki, lán o.þ.u.l. Tjón , t.d. Meira
18. janúar 2013 | Árnað heilla | 29 orð | 1 mynd | ókeypis

Nýr borgari

Akureyri Sesar Amír Geirdal fæddist 20. mars kl. 6.17. Hann vó 2.330 g og var 46,5 cm langur. Foreldrar hans eru Katrín Ósk Steingrímsdóttir og Óskar Björn Guðmundsson... Meira
18. janúar 2013 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd | ókeypis

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. Rf3 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. cxd5 Rxd5 5. d3 Bg7 6. Bd2 0-0 7. g3 e5 8. Bg2 Re7 9. Dc1 He8 10. Bh6 Bh8 11. h4 Rf5 12. h5 Rxh6 13. hxg6 Bg7 14. Hxh6 hxg6 15. Hh4 Rc6 16. Dd2 Be6 17. 0-0-0 b5 18. Hdh1 Rd4 19. Hh7 Bf5 20. g4 e4 21. Meira
18. janúar 2013 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd | ókeypis

Teitur Örn Viðarsson

30 ára Teitur ólst upp á Akureyri, hefur stundað sjómennsku um árabil og er nú bílstjóri hjá Landflutningum á Akureyri. Dóttir: Aníta Líf Teitsdóttir, f. 2006. Systur: Tinna Ösp, f. 1991, og Berglind Ösp, f. 1994. Foreldrar: Kamilla Hansen, f. Meira
18. janúar 2013 | Árnað heilla | 158 orð | 1 mynd | ókeypis

Til hamingju með daginn

90 ára Dóra Magnúsdóttir Kristín Eyvindsdóttir Sigríður Þórðardóttir 85 ára Einar Þ. Hjaltalín Árnason Tryggvi Árnason 80 ára Sigrún Jónsdóttir 75 ára Guðrún Ágústa Sigurðardóttir Sigrún Sigurðardóttir 70 ára Alma V. Sverrisdóttir Edda M. Meira
18. janúar 2013 | Fastir þættir | 293 orð | ókeypis

Víkverji

Þegar Víkverji fór á flakk á milli sjónvarpsstöðva í vikunni fylgdist hann um stund með umræðum á sjónvarpsstöðinni ÍNN. Meira
18. janúar 2013 | Í dag | 161 orð | 1 mynd | ókeypis

Þetta gerðist...

18. janúar 1930 Hótel Borg tók til starfa þegar veitingasalirnir voru opnaðir, en gistihúsið var tekið í notkun í maí. Meira

Íþróttir

18. janúar 2013 | Íþróttir | 293 orð | 1 mynd | ókeypis

A-RIÐILL Staðan: Frakkland 4400124:926 Þýskaland 4301116:966 Túnis...

A-RIÐILL Staðan: Frakkland 4400124:926 Þýskaland 4301116:966 Túnis 4202101:1054 Brasilía 420296:1024 Argentína 410398:1142 Svartfjallaland 400492:1160 Lokaumferð í dag: 15.00 Argentína – Túnis 17.15 Frakkland – Þýskaland 19. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 86 orð | 1 mynd | ókeypis

Aron hefur ekkert heyrt frá Guif

„Ég las þessa frétt bara á netinu en ég veit ekkert meira en þú. Guif hefur ekkert rætt við mig núna en kannski hefur það rætt við Haukana. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 256 orð | 1 mynd | ókeypis

Danir vilja leggja Íslendingum lið

Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Ulrik Wilbek, landsliðsþjálfari Evrópumeistara Dana, vill leggja Íslendingum lið með því að tryggja þeim hagstæðari mótherja í 16 liða úrslitunum á HM. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 358 orð | 2 myndir | ókeypis

Fólk sport@mbl.is

Friðrik Stefánsson , miðherji Njarðvíkur, var í gær úrskurðaður í tveggja leikja keppnisbann af aganefnd KKÍ vegna brottvísunar sem hann fékk í grannaslagnum á móti Keflavík á dögunum. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 251 orð | 1 mynd | ókeypis

Guðjón með 17 þegar Ísland skellti Katar

Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Lið Katars er í þeirri stöðu að með sigri gegn Íslendingum í lokaumferð riðlakeppninnar á HM á Spáni í kvöld komast Katarmenn í 16-liða úrslitin og senda íslenska liðið heim. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 63 orð | 1 mynd | ókeypis

Helga Dagný komin í Mosfellsbæinn

Helga Dagný Bjarnadóttir hefur gengið til liðs við kvennalið Aftureldingar í knattspyrnu úr ÍR. Helga er miðjumaður og hefur spilað 92 leiki með meistaraflokki frá því hún var 15 ára – en hún verður 21 árs í næsta mánuði. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 140 orð | 1 mynd | ókeypis

Jafnt á toppnum í D-riðli

Króatar unnu Egypta, 24:20, í lokaleik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik karla og komust þar með á ný upp að hlið Spánverja í efsta sæti riðilsins með átta stig að loknum fjórum leikjum. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd | ókeypis

Karabatic á leið til Kiel á nýjan leik?

Þýska meistaraliðið Kiel, sem Alfreð Gíslason þjálfar og Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson leika með, er á höttunum eftir franska handknattleiksmanninum Nikola Karabatic. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 801 orð | 2 myndir | ókeypis

Keflvíkingar voru sterkari á endasprettinum

Í Keflavík Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Stjörnumenn sóttu Keflvíkinga heim í Toyotahöllinni í gærkvöldi og fyrir leik var búist við hörkuviðureign þar sem bæði liðin eru að berjast á svipuðum slóðum í deildinni. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 1104 orð | 2 myndir | ókeypis

Knattspyrnumaður fékk samningi sínum rift

Fréttaskýring Kristján Jónsson kris@mbl.is Dómur féll í nokkuð óvenjulegu máli hjá Knattspyrnusambandi Íslands á miðvikudaginn þegar knattspyrnumanninum Hlyni Atla Magnússyni var heimilað að rifta samningi sínum við úrvalsdeildarlið Fram. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 57 orð | 1 mynd | ókeypis

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Hveragerði: Hamar – Augnablik...

KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Hveragerði: Hamar – Augnablik 19.15 Akranes: ÍA – Breiðablik 19.15 Schenkerhöllin: Haukar – FSu 19.15 Vodafone-höllin: Valur – Reynir S 19.15 Síðuskóli: Þór Ak. – Höttur 19. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 599 orð | 2 myndir | ókeypis

Mikil fjárfesting fyrir framtíðina

SEvilla Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 136 orð | 1 mynd | ókeypis

Pólverjar skelltu Serbum

Hornamaðurinn Robert Orzechowski tryggði Pólverjum sigur á Serbum, 25:24, í C-riðli heimsmeistaramótsins í handknattleik í hnífjöfnum og spennandi leik. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 352 orð | 2 myndir | ókeypis

Rétti tímapunkturinn

Fótbolti Skúli B. Sigurðsson sport@mbl.is Guðmundur Steinarsson, knattspyrnumaðurinn reyndi, hefur tekið þá ákvörðun að segja skilið við Keflvíkinga og færa sig um set en þó ekki langt. Guðmundur mun á næstu leiktíð leika með Njarðvíkingum í 2. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 24 orð | 1 mynd | ókeypis

Spánn Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, fyrri leikur: Atlético Madrid &ndash...

Spánn Bikarkeppnin, 8-liða úrslit, fyrri leikur: Atlético Madrid – Real Betis 2:0 Reykjavíkurmót karla Fram – Víkingur R. 1:1 Fylkir – Leiknir R. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 210 orð | 1 mynd | ókeypis

Vil síst fá Frakkana

,,Svona eru stórmótin. Það er gleði annan daginn og svo geta komið vonbrigði. Meira
18. janúar 2013 | Íþróttir | 622 orð | 1 mynd | ókeypis

Þór Þ. – ÍR 87:70 Gangur leiksins : 4:2, 7:4, 15:9, 22:13 , 26:17...

Þór Þ. – ÍR 87:70 Gangur leiksins : 4:2, 7:4, 15:9, 22:13 , 26:17, 26:21, 30:23, 38:25 , 38:34, 44:40, 53:43, 59:47 , 63:51, 70:61, 81:63, 87:70 . Þór Þ . Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.