Greinar föstudaginn 2. maí 2014

Fréttir

2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 84 orð | 1 mynd

100.000 manns gengu undir rauðum fána

Talið er að meira en hundrað þúsund manns hafi tekið þátt í mótmælagöngu á Rauða torginu í Moskvu. Er þetta í fyrsta sinn frá falli Sovétríkjanna árið 1991 sem farið er í slíka göngu 1. maí. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 62 orð

9,3% undir lágtekjumörkum Í frétt um lífskjararannsókn Hagstofunnar í...

9,3% undir lágtekjumörkum Í frétt um lífskjararannsókn Hagstofunnar í blaðinu í gær sagði ranglega í fyrirsögn að 42 þúsund væru undir lágtekjumörkum. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Auglýst eftir presti til Dómkirkjunnar

Biskup Íslands hefur auglýst embætti prests við Dómkirkjuna í Reykjavík laust til umsóknar. Sr. Anna Sigríður Pálsdóttir, sem þjónað hefur við kirkjuna undanfarin ár, lætur af prestskap 1. ágúst í sumar 67 ára að aldri og kemur nýr prestur í hennar... Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 451 orð | 1 mynd

Áhersla lögð á alþjóðlegt samstarf

Baldur Arnarson Vilhjálmur A. Kjartansson Íslensk skattayfirvöld hafa ekki átt greiðan aðgang að gögnum um félög Íslendinga sem skráð hafa verið í skattaskjólum árin fyrir hrun. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 26 orð | 1 mynd

Árni Sæberg

1. maí-kaffi Margir settust niður við Austurvöll til að njóta góða veðursins og spjalla yfir kaffibolla í gær eftir kröfugöngu niður Laugaveg á alþjóðlegum baráttudegi... Meira
2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 468 orð | 2 myndir

Áróðursstríð rússneskra ráðamanna

Fréttaskýring Karl Blöndal kbl@mbl.is Rússar eru ekki komnir í stríð út af Úkraínu, en áróðursstríð þeirra hefur staðið svo vikum og mánuðum skiptir. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 340 orð | 2 myndir

Bandaríkjamenn kaupa mest

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Bandaríkjamenn voru kaupglaðastir erlendra ferðamanna á Íslandi í fyrra, keyptu vörur og þjónustu fyrir 14,4 milljarða. Næstir þeim koma Bretar sem eyddu um 10,7 milljörðum króna á ferðalagi um Ísland í fyrra. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Besta afkoma Árborgar frá upphafi

Rekstrarafkoma Árborgar á árinu 2013 er jákvæð um 386,6 milljónir króna. Skuldahlutfall sveitarfélagsins var komið niður í 130,2 prósent í lok árs 2013. Rekstur sveitarfélagsins hefur verið stöðugur og hefur skilað hagnaði fjögur ár í röð. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Birtir til í bókhaldinu í Hafnarfirði

Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2013 var samþykktur á þriðjudaginn. Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu tæpum 18,7 milljörðum fyrir bæði A og B hluta en þar af námu rekstrartekjur A hluta um 17 milljörðum. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 277 orð | 2 myndir

Byggja við sundlaugina fyrir 450 milljónir króna

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Áformað er að viðbygging við Sundhöll Selfoss, sem fyrsta skóflustungan var tekin að sl. miðvikudag, verði tilbúin að ári. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 197 orð | 2 myndir

Einkenni Mývatns að hverfa

Þörungamotta á botni Mývatns er nú nánast algerlega horfin, líklega vegna næringarefnamengunar af mannavöldum. Þetta sýna rannsóknir sem gerðar hafa verið á vatninu undanfarin ár. „Þetta er mjög stór breyting á lífríki Mývatns. Meira
2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Ford fer í meðferð og sætir rannsókn

Rob Ford, borgarstjóri Toronto, ákvað í gær að taka sér leyfi frá störfum til þess að fara í meðferð, en ný myndbandsupptaka birtist á netinu þar sem borgarstjórinn litríki þótti hegða sér með annarlegum hætti, og leikur grunur á að hann hafi verið... Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 171 orð | 1 mynd

Frestar skuldabréfaútgáfu

Arion banki hefur ákveðið að bíða með að gefa út skuldabréf í evrum eftir að í ljós kom að kjörin sem bankanum bauðst voru ekki eins hagstæð og vonast hafði verið til. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 314 orð | 2 myndir

Földu fé í fjölda félaga

Baldur Arnarson Vilhjálmur A. Kjartansson Skattrannsóknarstjóra hafa verið boðnar upplýsingar um hundruð íslenskra félaga sem skráð voru í skattaskjólum árin fyrir hrunið. Meira
2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 222 orð | 1 mynd

Gömul sár opnuð á N-Írlandi

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Handtaka Gerry Adams, formanns Sinn Fein, í tengslum við 42 ára gamalt morðmál á Norður-Írlandi hefur dregið dilk á eftir sér. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 860 orð | 4 myndir

Hefur mikla trú á kornræktinni

Viðtal Helgi Bjarnason helgi@mbl.is „Þetta er skref í áttina að því að gera búskapinn sjálfbæran. Við nýtum þau miklu verðmæti sem eru í skítnum og framleiðum fóður fyrir svínin,“ segir Geir Gunnar Geirsson, framkvæmdastjóri Stjörnugríss. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 226 orð | 1 mynd

Helgi Daníelsson

Helgi Daníelsson, fyrrverandi yfirlögregluþjónn, lést á Sjúkrahúsi Akraness í gær, 81 árs að aldri. Hann var landsliðsmarkvörður í knattspyrnu á sjötta og sjöunda áratug síðustu aldar. Helgi Biering Daníelsson var fæddur á Akranesi 16. apríl 1933. Meira
2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Heróín talið tengjast andláti Peaches

Talið er líklegt að of stór skammtur af heróíni hafi dregið Peaches Geldof, sjónvarpsstjörnu í Bretlandi og dóttur tónlistarmannsins Bobs Geldofs, til bana. Meira
2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 349 orð | 1 mynd

Herskylda tekin upp að nýju

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Yfirvöld í Úkraínu ákváðu í gær að taka upp herskyldu á nýjan leik í viðleitni sinni til þess að stemma stigu við árásum aðskilnaðarsinna á opinberar byggingar í austurhluta landsins. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 371 orð | 1 mynd

Íhuga stöðu sína innan SA

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Fyrirtæki og samtök landbúnaðarins íhuga stöðu sína innan Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins vegna tillögu um landbúnaðarmál sem kynnt var á aðalfundi SA í byrjun síðasta mánaðar. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 193 orð | 1 mynd

Í hvalaskoðun vestanhafs

Hópur níu fulltrúa íslenskra hvalaskoðunarfyrirtækja og safna sem tengjast hvalaskoðun er nú staddur í Bandaríkjunum til að kynna sér hvalaskoðunarmál þar í landi. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 60 orð

Í mál við Aldi til að vernda vörumerki

Icelandic Group höfðar mál á hendur bresku matvöruverslanakeðjunni Aldi vegna þess að hún er talin hafa brotið höfundarrétt með því að herma eftir vörulínu Icelandic, The Saucy Fish Co, sem höfðar til ungs fólks. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 89 orð

Jákvæð rekstrarafkoma á Akranesi

Umskipti hafa orðið á rekstri Akraneskaupstaðar en rekstrarafgangur A-hluta var jákvæður um 316 milljónir króna. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Leiðarljós stofnar systkinahóp

Leiðarljós, stuðningsmiðstöð fyrir alvarlega langveik börn og fjölskyldur þeirra, hleypti í gær af stokkunum Systkinahópi Leiðarljóss en markmiðið með honum er að kynna mikilvægi starfseminnar og safna fé til rekstursins. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Leitað að eigin nafni í listinni

Gert er ráð fyrir að um 1.500 spilarar tölvuleiksins EVE Online muni heimsækja landið í tilefni af EVE Fanfest-hátíðinni sem sett var í Hörpu í gær. Þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 576 orð | 2 myndir

LH hvetur til banns á tunguboga

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Forysta Landssambands hestamannafélaga hvetur til þess að alþjóðasamtök um íslenska hestinn, FEIF, setji stangarmél með tunguboga á bannlista. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Með betri liðum KR

KR-ingar urðu í gærkvöldi Íslandsmeistarar í körfuknattleik karla í 13. skipti og í fjórða sinn á síðustu átta árum. Þeir unnu fjórða úrslitaleikinn gegn Grindvíkingum, 87:79, í Grindavík. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 617 orð | 3 myndir

Mennta kennara betur til að draga úr hegðunarvanda

Viðtal Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is „Í nýlegri rannsókn kom fram að rúmlega helmingur kennara íhugaði að hætta kennslu vegna erfiðrar hegðunar nemenda. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Minna tap RÚV en búist var við

Á reikningstímabilinu 1. september 2013 til 28. febrúar á þessu ári varð 219 milljóna króna tap á rekstri RÚV ohf. eftir skatta. Meira
2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 75 orð | 1 mynd

Nú gilda engar reglur

„Þetta eru allt lygar,“ segir Lilja Sjevtsova, sérfræðingur um rússnesk stjórnmál, við dagblaðið The New York Times. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Óvíst hvort hestamenn banna mélin

FEIF, alþjóðasamtök um íslenska hestinn, eru með til athugunar að banna stangamél með tunguboga í kjölfar rannsóknar sem sýnir að þau valda oft áverkum á kjálka hesta. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 68 orð

Skemmdarverk unnin um hverja helgi

Eldur var borinn að skátaheimili Heiðabúa í Keflavík snemma í gærmorgun. Slökkviliðið kom á vettvang og slökkti. Nokkurt tjón varð af völdum eldsins einkum vegna þess að skipta þarf um glugga. Skemmdarverk hafa verið unnin á húsinu þrjár helgar í röð. Meira
2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Skæð loftárás í Aleppo

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Talið er að að minnsta kosti 33 óbreyttir borgarar hafi fallið þegar orustuflugvélar sýrlenska stjórnarhersins skutu eldflaugum á markaðshverfi í Aleppo, næststærstu borg Sýrlands, í gær. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 498 orð | 1 mynd

Stundum veit ég óorðna hluti

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Amadeus var nafn sem hæfði vel á sínum tíma, en varð svo merkingarlaust. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 34 orð | 1 mynd

Stungið niður fánum umhverfisverndar

Umhverfisverndarfélög og ferða- og útivistarfélög gengu aftast í kröfugöngum stéttarfélaga í gær undir grænum fánum. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Stærstu kornakrarnir í Melasveit

Stærstu kornakrar landsins í ár eru á búi Stjörnugríss í Melasveit. Þar er sáð í allt að 270 hektara. Ef sumarið verður gott má búast við að það skili 600 til 1.000 tonnum af korni á haustmánuðum. Uppskeran verður öll notuð til að fóðra svínin. Meira
2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Táragasi beitt í Istanbúl

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Sjötíu mótmælendur og nítján lögreglumenn særðust í Istanbúl þegar lögreglan leysti upp mótmælagöngu á Taksim-torgi með því að beita táragasi og vatni á mannfjöldann. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 268 orð | 4 myndir

Telja grunngildum samfélagsins ógnað

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Á Íslandi tókst að byggja upp samfélag þar sem jöfnuður fólksins var settur framar öllu – kerfi sem veitti fólki tækifæri óháð efnahag. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Varað við afleiðingum verkfalls fyrir nemendur

Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Stjórn og fulltrúaráð Heimilis og skóla hefur áhyggjur af gangi kjaraviðræðna grunnskólakennara og sveitarfélaga. Náist ekki samningar verður boðað til verkfalls dagana 15., 21. og 27. maí. Meira
2. maí 2014 | Erlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Xi krefst harðra mótaðgerða

Xi Jinping, forseti Kína, fyrirskipaði í gær að sótt yrði hart að hryðjuverkamönnum í Xinjiang-héraði í kjölfar árásar á lestarstöð í fyrradag þar sem þrír féllu og 79 særðust. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Ýtan frá 1949 senn á beltin og er þá tilbúin

„Ýtan verður bæði safngripur og heimilistæki. Neskaupstaður er snjóakista og á veturna liggur við að þurfi stórvirkar vinnuvélar til að moka út úr heimkeyrslunni,“ segir Þorgrímur Sófus Þorgrímsson, vélvirki og rennismiður í Neskaupstað. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 85 orð | 1 mynd

Þá var faðmast og kysst

Hálfbræðurnir Snúður Baggi, 15 mánaða, og Krummi, eins og hálfs árs, hafa hist þrisvar á stuttri ævi, tvisvar í fyrrasumar og í þriðja sinn í fyrradag. Meira
2. maí 2014 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Þyrlu frá Norðurflugi hlekktist á

Þyrlu frá Norðurflugi hlekktist á í flugi á Eyjafjallajökli í gær. Samkvæmt heimildum Morgunblaðisins var verið að fljúga með kvikmyndagerðarfólk sem leitar að heppilegum tökustað fyrir nýju Star Wars myndirnar sem verða í leikstjórn J.J. Meira

Ritstjórnargreinar

2. maí 2014 | Staksteinar | 194 orð | 1 mynd

Brugðust ekki veikum vonum

Aðdáendur fréttastofu „RÚV“ eins og Staksteinar, sem standa undir rekstri hennar með gleðibragði, enda ekki annarra kosta völ, treystu því auðvitað að ekkert myndi breytast á þeim bæ, þótt „ný“ nöfn væru færð inn í skipuritið. Meira
2. maí 2014 | Leiðarar | 629 orð

Þjóðarkakan

Eins og jafnan var í gær lögð meiri áhersla á skiptingu kökunnar en baksturinn og stærðina Meira

Menning

2. maí 2014 | Menningarlíf | 621 orð | 2 myndir

Á annað þúsund erlendra gesta

Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Hin árlega alþjóðlega hátíð og ráðstefna leikmanna tölvuleiksins EVE Online, „EVE Fanfest“, hófst í Hörpu í gær og stendur fram á laugardagskvöld. Meira
2. maí 2014 | Fólk í fréttum | 50 orð | 4 myndir

Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur fluttu þætti úr Oktett eftir Franz...

Félagar úr Kammersveit Reykjavíkur fluttu þætti úr Oktett eftir Franz Schubert í Iðnó í gær og kynntu jafnframt hljóðfæri sín áhugasömum áheyrendum. Á Kjarvalsstöðum stjórnuðu 6. Meira
2. maí 2014 | Myndlist | 121 orð | 2 myndir

Google Nest Kristins

Google Nest nefnist sýning Kristins Más Pálmasonar sem opnuð hefur verið í Gallerí Bakaríi. Sýningin samanstendur af nýjum grafít- og blekteikningum unnum á pappír og karton. Meira
2. maí 2014 | Myndlist | 49 orð | 1 mynd

Hringsól opnuð í SÍM-salnum

Hringsól nefnist sýning sem opnuð verður í SÍM-salnum í Hafnarstræti 16 í Reykjavík í dag milli kl. 17 og 19. Sýnendur eru Anna Þ. Guðjónsdóttir, Hulda B. Ágústsdóttir, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Sigríður Ágústsdóttir. Meira
2. maí 2014 | Tónlist | 85 orð | 1 mynd

Lagræna, Hljómræna og Ítrekun

Örn Ýmir Arason heldur útskriftartónleika í Salnum í dag kl. 18 en hann útskrifast með BA-gráðu í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands í vor. Flutt verður verkið L.H.Í. sem samið er fyrir kammersveit og er í þremur þáttum sem bera hver sitt megineinkenni. Meira
2. maí 2014 | Myndlist | 216 orð | 1 mynd

Lesið í náttúru og menningu

Lestur kallar Guðrún Kristjánsdóttir myndlistarkona sýninguna sem hún opnar í Artóteki Borgarbókasafnsins í dag, föstudag klukkan 16. Meira
2. maí 2014 | Bókmenntir | 101 orð | 1 mynd

Norrænt bókband

Sýningin Norrænt bókband 2013 verður opnuð í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni í dag. „JAM hópurinn skipuleggur sýninguna en hann var stofnaður 1. Meira
2. maí 2014 | Myndlist | 99 orð | 1 mynd

Olíumyndir í Norræna húsinu

Þóra Jónsdóttir frá Laxamýri opnar sýningu sína í anddyri Norræna hússins í dag kl. 16. „Myndirnar á sýningunni eru olíumyndir á striga og flestar málaðar á sl. sex árum. Myndirnar eru ýmist abstrakt litaflæði eða landslagsminni,“ segir m.a. Meira
2. maí 2014 | Fjölmiðlar | 170 orð | 1 mynd

Raunverulegur raunveruleiki

Sjónvarp er að mörgu leyti yndislegur miðill þótt stundum geti hann orðið þreytandi. Fjölmargt er þar frábært; menning og listir, fréttir, fróðleikur. Meira
2. maí 2014 | Myndlist | 200 orð | 1 mynd

Samspil garða og húsa í miðbænum

Sýning á ljósmyndum þýska ljósmyndarans Hennings Kreitels, Næturljós , verður opnuð í dag í Ljósmyndasafni Reykjavíkur. Næturljós er verkefni sem Kreitel vann á meðan hann dvaldi á Íslandi. Meira
2. maí 2014 | Bókmenntir | 455 orð | 3 myndir

Skín í mjúka hlið á hörðum nagla

Eftir Lee Child. Jón St. Kristjánsson þýddi. Kilja. 473 bls. JPV útgáfa 2014. Meira
2. maí 2014 | Myndlist | 95 orð | 1 mynd

Skúrinn mætir Hörpu á hátíð Víkings

Minnsta menningarhús landsins, Skúrinn, verður heiðursgestur á tónlistarhátíð píanóleikarans Víkings Heiðars Ólafssonar, Reykjavík Midsummer Music, sem fram fer 13.-16. júní. Meira
2. maí 2014 | Tónlist | 86 orð | 1 mynd

Tvö tríó í hádeginu í dag

Á hádegistónleikum í Háteigskirkju í dag kl. 12 verða flutt tvö tríó fyrir víólu, klarinett og píanó eftir W.A. Mozart og Max Bruch. „Kegelstatt-tríóið er fyrsta verkið sem skrifað var fyrir þessa hljóðfærasamsetningu. Meira
2. maí 2014 | Kvikmyndir | 100 orð | 1 mynd

Verðlaunastuttmyndir fyrir börn

Bíó Paradís sýnir á laugardaginn, 3. maí, tólf stuttar teiknimyndir frá átta löndum fyrir börn á öllum aldri. Myndirnar eru allar verðlaunamyndir og eru tíu þeirra án tals, ein með ensku tali og ein á spænsku með íslenskum texta. Meira

Umræðan

2. maí 2014 | Aðsent efni | 736 orð | 1 mynd

Dásamlega Reykjavík

Eftir Kristin Karl Brynjarsson: "Flokkurinn vill auka frelsi foreldra barna á báðum skólastigum til að velja þann skóla er þeir telja börnum sínum fyrir bestu." Meira
2. maí 2014 | Aðsent efni | 1669 orð | 3 myndir

Er ójöfn tekjudreifing „stærsta mál samtímans“?

Eftir Hannes H. Gissurarson: "Bók Pikettys á það hins vegar ekki skilið, að hún sé notuð sem vopn í þeirri herferð, sem Öndvegissetrið Edda skipuleggur af almannafé gegn „nýfrjálshyggju“." Meira
2. maí 2014 | Aðsent efni | 284 orð | 1 mynd

Hver er forsenda gróskumikils atvinnulífs?

Eftir Sigurjón Arnórsson: "Framleiðsla banka á innistæðum er forsenda vaxandi verðmætasköpunar og gróskumikils atvinnulífs." Meira
2. maí 2014 | Pistlar | 432 orð | 1 mynd

Mjaðmskiptingar og fleira fólk

Ætti þá ekki að kalla mig mjaðmskipting?“ spurði eiginmaður minn um daginn. Meira
2. maí 2014 | Aðsent efni | 834 orð | 1 mynd

Skipulagsruglið í Reykjavík, þó sérstaklega Vesturbænum

Eftir Guðbjörgu Snót Jónsdóttur: "Að setja svo íbúðarbyggð við Suðurgötuna, fyrir framan prófessorsbústaðina svokölluðu, er annað ruglið, sem tekur alveg útsýnið frá íbúum þeirra húsa." Meira
2. maí 2014 | Velvakandi | 72 orð

Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is

Hrein borg Ég hvet alla þá sem fara út að ganga til að taka með sér poka og tína rusl sem á vegi þeirra verður. Ég held að við munum fljótt sjá hreinni borg, margt smátt gerir... Borgari. Meira
2. maí 2014 | Aðsent efni | 440 orð | 1 mynd

Ævintýri í Vatnaskógi

Eftir Halldór Elías Guðmundsson: "Dvöl mín í Vatnaskógi mótaði líf mitt, hjálpaði mér að skilja hver Guð er og opnaði augu mín fyrir sköpunarverki Guðs." Meira

Minningargreinar

2. maí 2014 | Minningargreinar | 826 orð | 1 mynd

Ásmundur Kristján Jónsson

Ásmundur Kristján Jónsson fæddist á Arnarvatni í Mývatnssveit 19. apríl 1936. Hann lést á Hofsstöðum í Mývatnssveit 22. apríl 2014. Foreldrar hans voru hjónin Kristjana Jóhanna Kristjánsdóttir frá Álftagerði, f. 12.8. 1893, d. 14.12. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 1687 orð | 1 mynd

Benedikta Sigurrós Sigmundsdóttir

Benedikta Sigurrós Sigmundsdóttir fæddist á Hvalsá í Kollafirði vestra 28. nóv. 1929, og lést á heimili sínu að Árskógum 8, Reykjavík, 23. apríl 2014. Foreldrar hennar voru Arndís Benediktsdóttir, saumakona og ráðskona frá Hvalsá, f. 29.3. 1904, d. 5.5. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 733 orð | 1 mynd

Bergsveinn Haralz Elíasson

Bergsveinn Haralz Elíasson fæddist í Reykjavík 21. september 1958. Hann lést á heimili sínu 19. apríl 2014. Foreldrar hans eru Ragnhildur Guðrún Bergsveinsdóttir, f. á Gimli í Ólafsvík 13. apríl 1931 og Jóhannes Elías Baldvinsson, f. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 2195 orð | 1 mynd

Birgir Sigurðsson

Birgir Sigurðsson fæddist á Sæbóli í Grindavík 11. janúar 1927. Hann lést á Borgarspítalanum 22. apríl 2014. Foreldrar hans voru Sigurður Sigurðsson frá Pálsbæ á Seltjarnarnesi, f. 17.6. 1891, d. 12.6. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 2934 orð | 1 mynd

Elsabet Jónsdóttir

Elsabet fæddist á Kaðalstöðum í Stafholtstungum 25. maí 1933. Hún lést á Landspítalanum 24. apríl 2014. Foreldrar Elsabetar voru Jón Gunnarsson og Kristín Helgadóttir. Elsabet átti tvo albræður þá Guðbjörn Helga, f. 1942, d. 1957, og Þóri, f. 1950. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 2085 orð | 1 mynd

Guðfinna Einarsdóttir

Guðfinna Einarsdóttir, Stella í Stóradal, fæddist í Reykjavík 19. desember 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 23. apríl 2014. Foreldrar hennar voru Einar Guðmundsson, bifvélavirki og bílstjóri, f. 2. október 1898, d. 7. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 2101 orð | 1 mynd

Guðjón Pálsson

Guðjón Pálsson var fæddur í Háagarði Vestmannaeyjum 23. ágúst 1929. Hann lést aðfaranótt laugardagsins 12. apríl 2014. Foreldrar hans voru Páll Eyjólfsson, forstjóri Sjúkrasamlags Vestmanneyja, f. 22.9. 1901 í Höfnum á Reykjanesi, d. 4.4. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 1808 orð | 1 mynd

Guðlaug Guðrún Torfadóttir

Guðlaug Guðrún Torfadóttir er fædd í Ólafsdal, Dalasýslu, 23. júlí 1938. Hún lést á dvalar-og hjúkrunarheimilinu Grund 26. apríl 2014. Foreldrar hennar voru Torfi Markússon, bílstjóri, f. 30.ágúst 1913, d. 27. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 306 orð | 1 mynd

Guðrún Jónasdóttir

Guðrún Jónasdóttir fæddist 7. febrúar 1924. Hún andaðist 15. apríl 2014. Útför Guðrúnar var gerð 25. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 1858 orð | 1 mynd

Guðrún Ólafsdóttir

Guðrún Ólafsdóttir fæddist 19. nóvember 1919 að Þórisstöðum í Svínadal í Hvalfjarðarsveit. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 25. apríl 2014. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Guðlaugur Magnússon, f. 27.7. 1887, d. 14.6. 1952, og Þuríður Guðnadóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 212 orð | 1 mynd

Hallfreður Björgvin Lárusson

Hallfreður Björgvin Lárusson fæddist á Drangsnesi við Steingrímsfjörð 11. janúar 1938. Hann lést á St. Franciskusspítalanum í Stykkishólmi þann 18. apríl síðastliðinn. Hallfreður var jarðsunginn 25. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 3963 orð | 1 mynd

Helena Hálfdanardóttir

Helena Hálfdanardóttir fæddist í Vestmannaeyjum 23. júní 1935. Hún lést á heimili sínu við Norðurbrún 1 í Reykjavík 22. apríl 2014. Foreldrar hennar voru hjónin Hálfdan Þorsteinsson, f. 27. september 1904, d. 22. júlí 1981, og Guðbjörg Daníelsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 286 orð | 1 mynd

Kolbeinn Ólafsson

Kolbeinn Ólafsson fæddist í Hjálmholti í Hraungerðishreppi 3. júní 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 29. mars 2014. Útför Kolbeins fór fram 9. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 546 orð | 1 mynd

Sigríður Jóhannesdóttir

Sigríður Jóhannesdóttir fæddist á Hóli í Höfðahverfi við Eyjafjörð 17. janúar 1932. Hún lést á Landspítalanum 20. apríl 2014. Foreldrar hennar voru Jóhannes Jónsson og Sigrún Guðfinna Guðjónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 1188 orð | 1 mynd

Stefán Eggert Pétursson

Stefán Eggert Pétursson fæddist á Siglufirði 23. júní 1932. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans 20. apríl 2014. Foreldrar hans voru Pálína Petrea Skarphéðinsdóttir, f. 23. júní 1903, d. 19. desember 1940 og Pétur Vermundsson vélstjóri, f. 3. Meira  Kaupa minningabók
2. maí 2014 | Minningargreinar | 104 orð | 1 mynd

Örvar Kristjánsson

Örvar Kristjánsson fæddist 8. apríl 1937. Hann lést 7. apríl 2014. Útför Örvars fór fram 11. apríl 2014. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

2. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 158 orð | 1 mynd

Hagnaður Master-Card eykst með aukinni kortanotkun

Hagnaður MasterCard Inc jókst um 14% skv. nýbirtu ársfjórðungsuppgjöri. Á heimsvísu jókst kortanotkun hjá viðskiptavinum fyrirtækisins um 10% og nam samtals 759 milljörðum dala, jafnvirði um 85.000 milljarða króna. Meira
2. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 413 orð | 3 myndir

Icelandic fer í hart við Aldi

Baksvið Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Breskur dómstóll hefur samþykkt lögbannskröfu Icelandic Group á hendur matvöruverslanakeðjunni Aldi í Bretlandi. Meira
2. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 308 orð | 1 mynd

Ójöfnuður í Kína meiri en í Bandaríkjunum

Ný rannsókn sem framkvæmd var við Háskólann í Michigan sýnir að tekjudreifing er orðin ójafnari í Kína en í Bandaríkjunum. Rannsóknin ber saman ójöfnuð eftir s.k. Meira
2. maí 2014 | Viðskiptafréttir | 137 orð | 1 mynd

Töpuðu 11,2 milljörðum dala á björgun GM

Björgunarsjóður bandaríska fjármálaráðuneytisins tapaði 11,2 milljörðum dala, jafnvirði um 1.250 milljarða króna, með aðstoð sinni við bifreiðaframleiðandann General Motors Co. Þetta kemur fram í skýrslu sem kynnt var Bandaríkjaþingi á miðvikudag. Meira

Daglegt líf

2. maí 2014 | Daglegt líf | 101 orð | 1 mynd

Fjölbreytt lifandi tónlist

Annað kvöld, laugardaginn 3. maí, troða nokkrar hljómsveitir upp á Dillon á Laugavegi 30. Staðurinn er þekktur fyrir lifandi tónlist og glaðlegt andrúmsloft. Að þessu sinni koma hljómsveitirnar Lucy in Blue og Ring of Gyges fram og er aðgangur ókeypis. Meira
2. maí 2014 | Daglegt líf | 536 orð | 1 mynd

HeimurAuðar

Sumarið er ekki planað út frá vinnu eða veðri, heldur út frá leikjaskrá KR. Meira
2. maí 2014 | Daglegt líf | 192 orð | 1 mynd

Óskabörn þjóðarinnar fá reiðhjólahjálma að gjöf á vorin

Allir nemendur sem ljúka 1. bekk grunnskóla í vor fá að gjöf reiðhjólahjálma frá Eimskipafélagi Íslands og Kiwanishreyfingunni. Verkefnið er árviss viðburður félaganna til að stuðla að umferðaröryggi yngstu hjólreiðarmanna landsins. Meira
2. maí 2014 | Daglegt líf | 79 orð | 1 mynd

...ræðið stöðu sviðslista

Á milli klukkan 16:30 og 18:30 verður sérstakt málþing í Tjarnarbíói tileinkað sviðslistum fyrir yngri áhorfendur. Það er haldið í tengslum við Barnamenningarhátíð í Reykjavík. Meira
2. maí 2014 | Daglegt líf | 171 orð | 1 mynd

Sjórekið rusl á ströndum landa

Í dag klukkan 16 verður opnuð ljósmyndasýningin „Mengun í lífkerfi sjávar – Verur í viðjum“ á Háskólatorgi. Meira
2. maí 2014 | Daglegt líf | 573 orð | 3 myndir

Upprennandi stjörnur gleðja gaflara

Fjórir nemendur úr Lækjar- og Víðistaðaskóla hafa sannarlega látið að sér kveða að undanförnu í bæjarlífi Hafnarfjarðar. Krakkarnir fjórir kalla sig Gengin af göflurunum? og bregða á leik með söng og leik. Meira

Fastir þættir

2. maí 2014 | Fastir þættir | 161 orð | 1 mynd

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rf3 g6 7. Bf4 a6...

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 c5 4. d5 exd5 5. cxd5 d6 6. Rf3 g6 7. Bf4 a6 8. a4 Bg7 9. h3 O-O 10. e3 De7 11. Bd3 Rbd7 12. O-O Rh5 13. Bh2 f5 14. He1 Hb8 15. Db3 Kh8 16. Rd2 Be5 17. Bxe5+ Rxe5 18. Be2 Rf6 19. Bxa6 bxa6 20. Dxb8 Bb7 21. Da7 Dc7 22. Meira
2. maí 2014 | Í dag | 14 orð

Augu Guðs hvíla á vegferð mannsins, hann horfir á hvert hans spor...

Augu Guðs hvíla á vegferð mannsins, hann horfir á hvert hans spor. Meira
2. maí 2014 | Árnað heilla | 54 orð | 1 mynd

Fannar Þór Kristjánsson

30 ára Fannar Þór er frá Flateyri en býr á Patreksfirði og vinnur hjá Orkubúi Vestfjarða. Maki: Olga Sif Smáradóttir, f. 1981, vinnur á Besta bitanum. Börn: Emilía Bára, f. 2001, Viktor Sörli, f. 2003, Harpa Soffía, f. 2007, og Díana Kristel, f. 2009. Meira
2. maí 2014 | Árnað heilla | 27 orð | 1 mynd

Ísafjörður Emilía Dögun fæddist 13. ágúst kl. 10.09. Hún vó 3.050 g og...

Ísafjörður Emilía Dögun fæddist 13. ágúst kl. 10.09. Hún vó 3.050 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Linda Kristín Grétarsdóttir og Emil Ragnarsson... Meira
2. maí 2014 | Í dag | 44 orð

Málið

Nafnorðið heill , sem merkir gæfa , er bæði til í kvenkyni og hvorugkyni . Kvenkynið sést ekki oft í eintölu, e.t.v. oftast með greini: heillin (mín), þ.e. góða (mín). Hvorugkynið tíðkast aðeins í fleirtölu : að árna e-m heilla ; formaður Hjartaheilla... Meira
2. maí 2014 | Árnað heilla | 233 orð | 1 mynd

Óskar sér Google-gleraugna í gjöf

Í dag fagnar verkfræðingurinn Gunnar Már Þorleifsson 25 ára afmæli. Hann er ekki með stór plön fyrir daginn. „Ætli ég muni ekki fara út að borða með unnustunni og eigi svo gott kvöld með vinum. Annars er ég ekki viss. Meira
2. maí 2014 | Árnað heilla | 28 orð | 1 mynd

Reykjanesbær Valgerður Asalah fæddist 31. ágúst kl. 1. Hún vó 3.530 g og...

Reykjanesbær Valgerður Asalah fæddist 31. ágúst kl. 1. Hún vó 3.530 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Fida Abu Libdeh og Jón Kristinn Ingason... Meira
2. maí 2014 | Árnað heilla | 51 orð | 1 mynd

Sigrún Skúladóttir

40 ára Sigrún býr í Hafnarfirði, er fædd þar og uppalin, og starfar sem deildarstjóri á hjúkrunarheimilinu Ísafold í Garðabæ. Börn: Skúli Þór Birkisson, f. 2005, og Hugrún Eva Unnarsdóttir, f. 2011. Foreldrar: Skúli Bjarnason, f. 1943, d. Meira
2. maí 2014 | Árnað heilla | 545 orð | 4 myndir

Sinnir enn ökukennslu og veiðir í frístundum

Gylfi fæddist á Ísafirði 2.5. 1944. Foreldrar hans skildu þegar hann var tveggja ára, faðir hans fékk forræðið yfir honum meðan móðir hans fékk forræðið yfir systrum Gylfa. Meira
2. maí 2014 | Árnað heilla | 49 orð | 1 mynd

Soffía Elín Egilsdóttir

30 ára Soffía er Ólsari í húð og hár og er líffræðingur að mennt en starfar við bókhald. Maki: Friðbjörn Ásbjörnsson, f. 1984, aðstoðarframkvæmdastjóri Fiskmarkaðar Íslands. Börn: Ásbjörn, f. 2009 og Særún, f. 2011. Foreldrar: Egill Viðar Þráinsson, f. Meira
2. maí 2014 | Árnað heilla | 199 orð

Til hamingju með daginn

90 ára Þorsteinn Sveinsson 85 ára Ari Sigurjónsson Bragi Ásbjörnsson Einar Sigurðsson Ellen Sigríður Emilsdóttir Guðlaug H. Meira
2. maí 2014 | Árnað heilla | 254 orð | 1 mynd

Víkingur H. Arnórsson

Víkingur Heiðar Arnórsson fæddist á Bakka í Ólafsfirði 2. maí 1924. Foreldrar hans voru Arnór Björnsson, búfræðingur og bóndi á Upsum í Svarfaðardalshreppi, og kona hans, Þóra Sigurðardóttir húsfreyja. Meira
2. maí 2014 | Fastir þættir | 264 orð

Víkverji

Áttin er góð, sagði knattspyrnuáhugamaður við Víkverja og meira hafði hann ekki að segja um Íslandsmótið í fótbolta sem hefst um helgina. Kannski eins gott, því í boltanum skipast veður oft fljótt í lofti. Meira
2. maí 2014 | Í dag | 264 orð

Það eru leikir og afleikir á árstíðaskiptum

Hér er fram haldið ljóðabréfi – „óðarflóði“ – sem Helgi Zimsen setti á Leirinn og segir frá ferðalagi hans í góðum félagsskap um Austurríki, Saltsborg og Vín. Meira
2. maí 2014 | Í dag | 210 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

2. maí 1897 Franska spítalaskipið St. Paul strandaði í afspyrnuroki við Klöpp í Reykjavík. Skipið náðist út og gert var við það. Meira

Íþróttir

2. maí 2014 | Íþróttir | 127 orð | 1 mynd

Á þessum degi

2. maí 1982 Ísland sigrar Egyptaland, 73:72, í síðasta leik sínum í C-keppni Evrópumóts karla í körfuknattleik í Skotlandi og endar þar með í fimmta sæti. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 387 orð | 2 myndir

„Þetta var ákaflega ljúft“

Í Grindavík Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is KR-ingar urðu Íslandsmeistarar í þrettánda sinn í gærkvöld þegar þeir lögðu Grindvíkinga í fjórða úrslitaleik liðanna í Grindavík, 87:79. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Dominos-deild karla Fjórði úrslitaleikur karla Grindavík – KR...

Dominos-deild karla Fjórði úrslitaleikur karla Grindavík – KR 79:87 *KR er Íslandsmeistari, vann einvígið, 3:1. NBA-deildin Austurdeild, 1. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 401 orð | 1 mynd

Evrópudeild UEFA Undanúrslit, seinni leikir: Juventus – Benfica...

Evrópudeild UEFA Undanúrslit, seinni leikir: Juventus – Benfica 0:0 *Benfica áfram, 2:1 samanlagt. Valencia – Sevilla 3:1 *Sevilla áfram, 3:3 samanlagt. *Benfica og Sevilla mætast í úrslitaleik í Torínó 14. maí. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 183 orð | 1 mynd

Forföll hjá Fylkismönnum

Talsvert vantar uppá að Fylkismenn geti teflt fram sínu sterkasta liði þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á sunnudaginn kemur en þeir mæta Stjörnunni í Garðabænum í sínum fyrsta leik. Fjórir sterkir leikmenn í þeirra hópi eru meiddir. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 243 orð | 2 myndir

Gef áfram kost á mér í landsliðið

Handbolti Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég áfram kost á mér í landsliðið. HM í Katar á næsta ári er mín gulrót,“ segir Sverre Andreas Jakobsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Grosswallstadt. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 248 orð | 1 mynd

Íþróttabærinn Vestmannaeyjar stendur enn og aftur undir nafni. Það var...

Íþróttabærinn Vestmannaeyjar stendur enn og aftur undir nafni. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 27 orð | 1 mynd

KNATTSPYRNA Meistarakeppni kvenna: Samsungv.: Stjarnan &ndash...

KNATTSPYRNA Meistarakeppni kvenna: Samsungv.: Stjarnan – Breiðablik 19.15 Lengjubikar kvenna, B-deild: Akraneshöllin: ÍA – Þróttur R 19.15 Borgunarbikar karla, 1. umferð: Fjarðab.höll: Leiknir F. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 631 orð | 5 myndir

KR meistari

Í Grindavík Kristinn Friðriksson kiddigeirf@gmail.com KR kom til Grindavíkur í gærkveldi með eitt markmið: vinna sinn 13. íslandsmeistaratitil í körfuknattleik! Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 670 orð | 5 myndir

Lengi deilt um endalokin

Á Ásvöllum Ívar Benediktsson iben@mbl.is Það vantaði hvorki dramatík né spennu í uppgjör Hafnarfjarðarliðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handknattleik í Schenkerhöllinni á Ásvöllum í Hafnarfirði í gær. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 30 orð | 1 mynd

M oggamaður leiksins

Hrafnhildur Skúladóttir Er að ljúka ferlinum og sýndi í gær að hún ætlar að kveðja með titli. Skoraði mikilvæg mörk og fór fyrir sínu liði bæði í vörn og... Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 488 orð | 5 myndir

Nýliðarnir í úrslitin

Í Eyjum Júlíus G. Ingason sport@mbl.is ÍBV er komið í úrslit Íslandsmótsins eftir sannfærandi sigur á Val í Eyjum í gær. Lokatölur urðu 28:23 en Eyjamenn náðu mest átta marka forystu í seinni hálfleik. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Olís-deild karla Undanúrslit, oddaleikir: Haukar – FH 28:27...

Olís-deild karla Undanúrslit, oddaleikir: Haukar – FH 28:27 *Haukar unnu einvígið, 3:2. ÍBV – Valur 28:23 *ÍBV vann einvígið, 3:2. *Fyrsti úrslitaleikur Hauka og ÍBV fer fram á Ásvöllum mánudag 5. maí kl. 19.45 og annar leikur fimmtudag 8. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 483 orð | 4 myndir

Sannfærandi hjá Val

Í Eyjum Júlíus G. Ingason sport@mbl.is Valur komst í úrslit Íslandsmóts kvenna í handbolta eftir öruggan sigur á ÍBV í Eyjum í gær, 23:20. Meira
2. maí 2014 | Íþróttir | 266 orð | 2 myndir

V iðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Vålerenga í norsku...

V iðar Örn Kjartansson skoraði tvö mörk fyrir Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið lagði meistara Strömsgodset, 3:0. Selfyssingurinn er markahæsti leikmaður deildarinnar með 6 mörk eftir fyrstu sex umferðirnar. Meira

Ýmis aukablöð

2. maí 2014 | Blaðaukar | 165 orð | 1 mynd

Afgerandi trú á KR-inga á Twitter

Eins og undanfarin tvö ár bauð Morgunblaðið knattspyrnuáhugafólki á samskiptavefnum Twitter að taka þátt í sérstakri skoðanakönnum um hver lokaröð liðanna yrði í Pepsi-deild karla. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 313 orð | 1 mynd

Áður byrjað á gervigrasi

Vellir Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Slæm vallarskilyrði á höfuðborgarsvæðinu setja mark sitt á upphaf Íslandsmótsins. Hvorki Fram né KR ná að hefja mótið á sínum heimavöllum. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 274 orð | 1 mynd

Áhorfendum fjölgaði á nýjan leik

Áhorfendum á leikjum í Pepsi-deild karla fjölgaði á ný síðasta sumar eftir að hafa fækkað tvö undanfarin ár. Árið 2010 mættu að meðaltali 1.205 manns á hvern leik í deildinni, sem er næstbesta aðsóknin frá upphafi. Áhorfendum fækkaði niður í 1. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 912 orð | 5 myndir

Besta eða þann næstbesta?

FH Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þegar skammt var eftir af síðasta Íslandsmóti var útlit fyrir að FH myndi í fyrsta sinn frá árinu 2002 hafna utan efstu tveggja sætanna. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 653 orð | 3 myndir

Blómaskeið undir stjórn Rúnars

Meistarar Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fyrir nokkrum árum var samþykkt á ársþingi KSÍ að félög sem hefðu unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum hefðu leyfi til að bera sérstaka stjörnu á keppnisbúningi sínum. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 630 orð | 1 mynd

Byrjaði að æfa 36 ára gamall

Hákon segir fólk ekki þurfa að vera á allra sprækasta aldursskeiði til að geta náð góðum árangri í þríþraut. Fólk með bakgrunn í sundi á það til að ná lengst í íþróttinni. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 1223 orð | 1 mynd

Dellusport sem gaman er að sökkva sér í

Það er kunnara en frá þurfi að segja að hjólreiðaáhugi landsmanna hefur bókstaflega sprungið út hin seinni ár. Meðal þeirra sem hafa smitast af honum er Ágúst Hallvarðsson, söluráðgjafi hjá Brimborg. Hann fékk áhugann fyrir tveimur árum og hefur ekki litið um öxl af hjólinu síðan. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 1124 orð | 3 myndir

Dómgæsla er heilsárs verkefni

Dómarar Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Ég er að nánast allt árið. Það er orðið heilsársverkefni að vera knattspyrnudómari,“ segir Gunnar Jarl Jónsson, sem valinn var besti dómari Pepsi-deildar karla á síðasta keppnistímabili. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 539 orð | 2 myndir

Erfitt að leika sama leikinn í ár

Evrópukeppni Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslensku liðin fjögur sem taka þátt í Evrópumótunum í sumar eru KR, Fram, FH og Stjarnan. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 850 orð | 5 myndir

Er líf eftir Ólaf hjá Blikum?

Breiðablik Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 265 orð | 1 mynd

Ég er ekki einn þeirra sem fögnuðu því þegar Fjölnir og Víkingur R...

Ég er ekki einn þeirra sem fögnuðu því þegar Fjölnir og Víkingur R. tryggðu sér sæti í Pepsi-deildinni síðastliðið haust. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 345 orð | 1 mynd

Ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög spenntur fyrir komandi...

Ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög spenntur fyrir komandi fótboltasumri, eiginlega svo að það hefur komið mér á óvart. Framundan er fyrsta sumarið mitt í höfuðstaðnum og nálægðin við deildirnar mun meiri en ég hef áður upplifað. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 164 orð

Fá til sín fólk úr ýmsum áttum

Þeir sem fylgst hafa með fréttum hafa örugglega tekið eftir því að íslenskt þríþrautarfólk ratar oftar í fréttir og reglulega heyrist af Íslendingum sem láta verða af því að keppa í járnmanns-mótum hér og þar á jarðarkringlunni. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 372 orð | 2 myndir

FH-ingarnir markahæstir allra í vetur

Mörk í vetur Víðir Sigurðsson vs@mbl.is FH-ingar áttu tvo markahæstu leikmennina á undirbúningstímabilinu þegar skoðaðir eru mótsleikir liðanna innanlands frá janúar og fram í lok apríl. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 217 orð | 2 myndir

FH-ingar sigursælastir

Deildabikar Víðir Sigurðsson vs@mbl.is FH-ingar eru orðnir sigursælasta félagið í deildabikar karla frá upphafi eftir að þeir lögðu Breiðablik að velli, 4:1, í úrslitaleiknum á Stjörnuvellinum í Garðabæ föstudagskvöldið 25. apríl. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 168 orð | 1 mynd

Fimm byrja í leikbanni

Fimm leikmenn verða í banni í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla vegna rauðra spjalda sem þeir fengu í lokaumferð Íslandsmótsins 2013. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 301 orð | 4 myndir

Fjórir af níu markahæstu farnir í atvinnumennsku

Farnir út Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fjórir af níu markahæstu leikmönnum Pepsi-deildarinnar 2013 hurfu á vit atvinnumennskunnar erlendis í vetur og samtals fóru þrettán íslenskir leikmenn til erlendra liða. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 742 orð | 1 mynd

Fjöldi félagsmeðlima hefur margfaldast

Aldrei verið annar eins áhugi á keppnishjólreiðum hér á landi og félagaskráin hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur hefur blásið út. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 572 orð | 2 myndir

Færri erlendir leikmenn

Erlendir Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Gámurinn er ekki kominn til landsins ennþá. Spár vetrarins um að erlendir leikmenn yrðu fleiri í Pepsi-deildinni í ár en nokkru sinni fyrr hafa ekki ræst enn sem komið er. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 876 orð | 5 myndir

Geta gert betur en í fyrra

Valur Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Valsmenn sigldu lygnan sjó í Pepsi-deildinni á síðustu leiktíð en fimmta sæti varð hlutskipti þeirra. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 469 orð | 1 mynd

Góð stemning á vinnustað þar sem hjólað er í vinnuna

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir vinnustaðakeppninni Hjólað í vinnuna dagana 7.-27. maí næstkomandi og er það í tólfta sinn sem hún er haldin. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 912 orð | 5 myndir

Hefur hausverkurinn hjaðnað?

Þór Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Þrátt fyrir ýmiskonar vandræði hvað varðar vörn og markvörslu enduðu Þórsarar síðasta Íslandsmót í 8. sæti, sjö stigum frá fallsæti eftir að hafa fengið jafnmörg stig úr síðustu þremur leikjum sínum. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 230 orð | 3 myndir

Hjólaðu betur í Berluti

Franski skóframleiðandinn Berluti sendi nýverið frá sér nýjar og spennandi vörur sem ættu að fá hjörtu áhugamanna um hjólreiðar og lífsgæði almennt til að slá hraðar. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 978 orð | 6 myndir

Kjölturakkinn í körfunni

Reiðhjólaverzlunin Berlin selur klassísk hjól, fatnað og fylgihluti í anda 3. og 4. áratugarins. Meðal nýjunga má nefna borgarhjól í björtum litum, fislétta hjálma og skemmtilegan aukabúnað fyrir gæludýraeigendur. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 842 orð | 5 myndir

KR áfram í titilbaráttu

KR Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is KR-ingar lönduðu Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð í 26. sinn í sögu félagsins og endurheimtu þar með titilinn úr höndum FH-inga. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 177 orð | 1 mynd

KR fékk meistarabikarinn í fimmta skipti

KR-ingar kræktu í síðasta bikarinn sem var í boði áður en Íslandsmótið hófst þegar þeir sigruðu Framara, 2:0, í Meistarakeppni KSÍ á gervigrasvellinum í Laugardal. Þar eigast jafnan við Íslands- og bikarmeistarar síðasta árs. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 424 orð | 2 myndir

KR-ingar þykja aðeins líklegri en FH

Spáin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KR-ingar verða Íslandsmeistarar karla í knattspyrnu annað árið í röð og nýliðar Víkings úr Reykjavík og Fjölnis falla úr Pepsi-deildinni, ef hin árlega spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna félaganna tólf gengur eftir. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 390 orð | 6 myndir

Kristján þriðji leikjahæsti

Leikjahæstir Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fimm leikmenn sem hafa spilað 200 leiki eða meira í efstu deild hér á landi eru í leikmannahópum liðanna í Pepsi-deildinni í upphafi Íslandsmótsins. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 245 orð | 1 mynd

KR og Breiðablik á toppnum eftir veturinn

Vetrarleikir Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KR fékk flest stig, FH skoraði flest mörk, Þór tapaði fæstum leikjum og Breiðablik náði bestum árangri gegn öðrum liðum í efstu deild. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 323 orð | 3 myndir

Langþráður bikarsigur Framara

Bikarkeppnin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Framarar unnu langþráðan titil í fyrra þegar þeir báru sigurorð af Stjörnunni í úrslitaleik bikarkeppninnar á Laugardalsvellinum. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 869 orð | 5 myndir

Leika þeir sama leik og 2008?

Fjölnir Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Grafarvogurinn á lið í efstu deild á nýjan leik. Fjölnismenn eru mættir til leiks þar á ný eftir fjögurra ára fjarveru en þeir spiluðu í fyrsta skipti á meðal þeirra bestu árin 2008 og 2009. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 804 orð

Leikirnir í Pepsi-deild karla 2014

1. UMFERÐ Sunnudagur 4. maí: Keflavík – Þór 16.00 Fram – ÍBV 16.00 Fjölnir – Víkingur R. 19.15 Stjarnan – Fylkir 19.15 KR – Valur 20.00 Mánudagur 5. maí: FH – Breiðablik 19.15 2. UMFERÐ Fimmtudagur 8. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 198 orð

Lengsta Íslandsmótið frá upphafi

Íslandsmótið 2014 verður það lengsta í sögu íslenskrar knattspyrnu en það mun standa yfir í fulla fimm mánuði. Fyrstu leikirnir fara fram sunnudaginn 4. maí og lokaumferðin á að fara fram laugardaginn 4. október. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 294 orð | 1 mynd

Léttari umferð og hraustara fólk, með meira milli handanna

Sem samgöngumáti hafa hjólreiðar marga kosti fyrir bæði rekstur borgarinnar og heilbrigði samfélagsins. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 897 orð | 5 myndir

Líklega á svipuðum slóðum

Keflavík Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 177 orð

Lokastöður árið 2013

Úrvalsdeild karla, Pepsi-deildin: KR 22171450:2752 FH 22145347:2247 Stjarnan 22134534:2543 Breiðablik 22116537:2739 Valur 2289545:3133 ÍBV 2285926:2829 Fylkir 22751033:3326 Þór 22661031:4424 Keflavík 22731233:4724 Fram 22641226:3722... Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 216 orð | 1 mynd

Markakóngur með mögnuðum endaspretti

FH-ingar áttu markakóng efstu deildar karla annað árið i röð á síðasta keppnistímabili. Atli Viðar Björnsson tók við keflinu af nafna sínum og samherja, Atla Guðnasyni, og skoraði 13 mörk í deildinni. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 267 orð | 1 mynd

Markamet Tryggva ekki slegið á næstunni

Markahæstir Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Tryggvi Guðmundsson yfirgaf efstu deild á miðju sumri 2013 eftir að hafa skorað tvö mörk fyrir Fylkismenn og bætt markamet sitt í deildinni. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 890 orð | 5 myndir

Mesta spurningarmerkið

Fram Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Það má segja að Framarar hafi verið við sama heygarðshornið í fyrra og mörg undangengin ár. Safamýrarliðið var í bullandi fallbaráttu en tókst eins og oftast áður að bjarga sér frá falli. Framarar enduðu í 10. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 266 orð | 1 mynd

Mér finnst ótrúlegt að þessar sex leiktíðir sem leikið hefur verið í 12...

Mér finnst ótrúlegt að þessar sex leiktíðir sem leikið hefur verið í 12 liða úrvalsdeild hafi markametið ekki verið slegið. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 934 orð | 5 myndir

Mikilvægt að ná stöðugleika

Víkingur Þorkell Gunnar Sigurbjörnss. thorkell@mbl.is Víkingum hefur verið velt endalaust mikið upp úr einhverjum markmiðalista sem félagið setti sér fyrir þremur árum. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 196 orð

Mogginn og mbl.is á vellinum

Morgunblaðið og mbl.is munu að vanda fjalla á ítarlegan hátt um Íslandsmótið í knattspyrnu 2014. Íþróttafréttamenn blaðsins verða á öllum leikjum í Pepsi-deild karla. Þeim verður lýst í nákvæmum textalýsingum á mbl. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 893 orð | 5 myndir

Mótorinn og mörkin hurfu

Fylkir Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eftir ævintýralega rússíbanareið síðasta tímabils, og forföllin sem orðið hafa í vetur, er full ástæða fyrir Fylkismenn til að hafa varann á fyrir leiktíðina sem nú er að renna upp. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 458 orð | 2 myndir

Naumur slagur KR og FH

Mogginn Þorkell Gunnar Sigurbjörnss. thorkell@mbl.is Íþróttafréttamenn Morgunblaðsins ásamt lausapennum og nokkrum öðrum sparkspekingum sem vinna á blaðinu telja að KR verji Íslandsmeistaratitilinn frá því í fyrra. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 895 orð | 5 myndir

Nær nýliði ÍBV úr miðjumoði?

ÍBV Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Stemningin fyrir síðasta tímabili var gríðarleg í Vestmannaeyjum. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 818 orð | 5 myndir

Ólík hjól fyrir ólíkar þarfir

Þegar kemur að því að velja hjól þarf að hafa í huga hvernig stendur til að nota hjólið. Nýjar útfærslur hafa litið dagsins ljós og blanda t.d. saman eiginleikum borgarhjóla og fjallahjóla á áhugaverðan hátt. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 199 orð | 1 mynd

Ómar og Bjarni verða ekkert með

Enda þótt flestir leikmenn bíði spenntir eftir fyrsta leik á Íslandsmótinu eru aðrir sem hafa orðið fyrir því áfalli að meiðast illa og sjá fyrir að geta ekkert spilað á komandi keppnistímabili. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 244 orð | 1 mynd

Sandurinn skapar hættu á vorin

Aðspurður segir Albert eitt og annað mega til betri vegar færa til að bæta aðstöðu til hjólreiða á Íslandi. Það fyrsta sem hann nefnir er viðhald, ruðningur, sópun og almenn umhirða á stígum. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 108 orð

Silfur í bikar gefur ekki Evrópusæti

Sú nýjung er varðandi bikarkeppni Knattspyrnusambands Íslands þetta árið að ef sama liðið verður bæði Íslands- og bikarmeistari fær tapliðið úr bikarúrslitunum ekki lengur þátttökurétt í forkeppni Evrópudeildar UEFA. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 493 orð | 2 myndir

Sjö þjálfaranna hafa leikið með KR

Þjálfarar Þorkell Gunnar Sigurbjörnss. thorkell@mbl.is Rúmlega helmingur þjálfara í Pepsideildinni í sumar hefur leikið fyrir KR eða sjö af tólf þjálfurum deildarinnar. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 172 orð

Skiptir kynjaskiptingin máli?

Munurinn á karl- og kvenhjólum berst í tal og segir Jón Þór að Íslendingar séu kannski helst til uppteknir af því hvort hjól eru hönnuð fyrir karl eða konu. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 56 orð

Staðan eftir vetrarleikina

Allir leikir: KR 16113237:1436 FH 14101342:1631 Þór 1293132:930 Breiðablik 1483328:2227 Stjarnan 1282230:1626 Fram 1471633:2322 Keflavík 1263331:2321 Víkingur R. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 454 orð | 5 myndir

Stefánar og Arnór stærstu bitarnir sem snúa heim

Komnir heim Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Á hverju ári snúa aftur heim til Íslands einhverjir þeirra knattspyrnumanna sem hafa reynt fyrir sér í atvinnumennsku erlendis í lengri eða skemmri tíma. Að þessu sinni skiluðu sex leikmenn sér heim. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 696 orð | 1 mynd

Stefna á 100 km af hjólastígum árið 2020

Unnið eftir metnaðarfullri áætlun hjá Reykjavíkurborg. Aukningin í notkun reiðhjóla hefur verið slík að á sumum stöðum hefur of þung umferð hjóla verið vandamál. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 393 orð | 2 myndir

Stórleikurinn á Melavelli

Mótabókin Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Mér telst til að þetta sé 45. sumarið sem ég fylgist með Íslandsmótinu í knattspyrnu. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 189 orð | 1 mynd

Tólf FH-ingar ófæddir þegar Kristján spilaði fyrstu leikina

Kristján Finnbogason, varamarkvörður FH, er aldursforseti Pepsi-deildarinnar í ár og tekur við því hlutverki af David James, sem varði mark Eyjamanna í fyrra, 43 ára gamall. Kristján, sem sjálfur verður 43 ára 8. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 1017 orð | 3 myndir

Uppábúinn í öllum veðrum

Pétur Ívarsson, verslunarstjóri Boss-búðarinnar í Kringlunni, hjólar af Seltjarnarnesi í vinnuna í jakkafötum og vel pússuðum skóm og lætur veður eða færð aldrei stoppa sig. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 362 orð | 1 mynd

Valsmenn byrja á þúsundasta leiknum

Stig og leikir Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Valsmenn hefja Íslandsmótið 2014 á sannkölluðum tímamótaleik. Þegar flautað verður til leiks hjá þeim gegn KR í Laugardalnum í fyrstu umferðinni leika Valsarar sinn eittþúsundasta leik í efstu deild frá upphafi. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 903 orð | 4 myndir

Verkstæði, verslun og félagsmiðstöð

Verslunin Kría hjól á Grandagarðinum tekur á móti hjólreiðafólki með espresso-bolla og úrvali af hjólavörum. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 187 orð | 3 myndir

Þingmenn í þjálfarastörfum

Willum Þór Þórsson, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur við sem aðstoðarþjálfari Breiðabliks í byrjun júní. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 89 orð | 1 mynd

Þjálfararnir árið 2014

Þessir tólf þjálfarar hefja Íslandsmótið 2014. Ólafur Þórðarson á flesta leiki að baki sem þjálfari í efstu deild en þrír hafa aldrei stýrt liðið þar. Þjálfararnir eru eftirtaldir og hafa stjórnað leikjum eins og hér segir: Ólafur Þórðarson, Víkingi R. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 386 orð | 1 mynd

Þjálfararnir í Pepsi-deildinni eiga það flestir sameiginlegt að hafa...

Þjálfararnir í Pepsi-deildinni eiga það flestir sameiginlegt að hafa spilað sjálfir áður en þeir fóru út í þjálfun. Meira en helmingur þjálfaranna í deildinni á annað sameiginlegt en það er að hafa spilað með KR. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 257 orð | 1 mynd

Þótt ég hafi starfað við íþróttafréttamennsku í nærri 20 ár og fylgst...

Þótt ég hafi starfað við íþróttafréttamennsku í nærri 20 ár og fylgst með öllum tegundum íþrótta frá blautu barnsbeini þá er ég ekki einn þeirra sem finna til sérstakrar tilhlökkunar þegar Íslandsmótið í knattspyrnu hefst á vori hverju. Meira
2. maí 2014 | Blaðaukar | 859 orð | 5 myndir

Öflugir menn horfnir á braut

Stjarnan Guðmundur Hilmarsson gummih@mbl.is Á sama tíma í fyrra varpaði ég þeirri spurningu upp í umfjöllun um Stjörnuliðið í fótboltablaði okkar Morgunblaðsmanna fyrir Íslandsmótið hvort Stjarnan tæki næsta skref. Já, Stjörnumenn tóku næsta skref. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.