Greinar laugardaginn 25. nóvember 2017

Fréttir

25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 155 orð

136 sögur opinberaðar

Nokkrar frásagnir kvennanna í hópnum vísa í fyrrverandi formenn stjórnmálaflokka, líkt og þessi: „Var á barnum, formaðurinn þáverandi kom aftan að mér, strauk rassinn á mér. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

38 farþegar hafa slasast í rútuslysum á árinu

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „Við teljum fulla ástæðu til að skoða þessi slys nánar. Á umferðarsviðinu höfum við nær eingöngu náð að sinna banaslysum og sem betur fer hafa rútuslysin undanfarið ekki orðið svo alvarleg. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 195 orð | 1 mynd

Allt að 50 flóttamenn koma

Íslensk sendinefnd fór í síðustu viku til Jórdaníu og hélt þar námskeið fyrir um 50 manna hóp flóttafólks frá Sýrlandi og Írak í samstarfi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 138 orð

Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn...

Alvarlegur klofningur er kominn upp meðal hluthafa í félaginu Valsmenn hf. Félagið var stofnað um verðmætar eignir á Hlíðarenda en því var ætlað að standa vörð um eignirnar með hagsmuni Knattspyrnufélagsins Vals að leiðarljósi. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Björt framtíð kýs nýjan formann í dag

Framkvæmdastjórn Bjartrar framtíðar boðar til aukaársfundar í dag, 25. nóvember. Á fundinum verður kosið í embætti formanns og stjórnarformanns og rennur framboðsfrestur út í upphafi fundar. Allir skráðir félagar hafa atkvæðisrétt. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 873 orð | 3 myndir

Borgin kaupir 73 íbúðir

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða. Meðalstærð íbúðanna er 78,6 fermetrar og er fermetraverðið að meðaltali 434.373 krónur. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 148 orð

Borgin kaupir íbúðir fyrir 2,5 milljarða

Reykjavíkurborg hefur í haust keypt 73 félagslegar íbúðir fyrir um 2,5 milljarða króna. Þar af eru 24 í byggingu á Grensásvegi 12. Meðalverð íbúðanna er 34,12 milljónir kr. og kostar fermetrinn að meðaltali rúmar 434 þúsund. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 148 orð | 1 mynd

Dregur úr skattbyrðinni

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Hlutfall skatta af landsframleiðslu á Íslandi var 36,4% í fyrra, sem skilaði landinu í 15. sæti OECD-ríkja. Alls 35 ríki eiga aðild að Efnahags- og framfarastofnuninni, OECD. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 57 orð

Dæmi um Nígeríubréf

„Athygli Kæri viðskiptavinur! Við höfum afhent athugun / eftirlit með sjóðnum þínum ($ 1,5 milljón) í gegnum Money-Gram {MG} deild eftir lokasamkomu okkar varðandi sjóðinn. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 103 orð

Eins og á almennum markaði

Bjarni Kr. Grímsson, framkvæmdastjóri fjármála- og rekstrarsviðs Eirar, segir að sig reki ekki minni til þess að áður hafi þurft að leita til dómstóla til að innheimta leigu. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 473 orð | 1 mynd

Ekki líta undan

Í vikunni komu hundruð stjórnmálakvenna á Íslandi fram til að vekja athygli á því að kynferðisleg áreitni og ofbeldi á sér stað í stjórnmálum rétt eins og annars staðar í samfélaginu. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Erla fékk Skúlaverðlaun

Á opnunardegi sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur nú á fimmtudaginn voru afhent Skúlaverðlaunin 2017. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 281 orð | 1 mynd

Eru viðbúin því að boða til aukafunda

Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Eins og kunnugt er hafa Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og Vinstrihreyfingin – grænt framboð átt í stjórnarmyndunarviðræðum undanfarnar tvær vikur. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Framhaldsskólanemar dimmitera í litríkum búningum

Þessir strákar úr Flensborgarskóla voru hoppandi kátir í kuldanum í gær enda voru þeir að dimmitera, eða fagna því að brátt ljúka þeir framhaldsskólanámi sínu. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 449 orð | 2 myndir

Framkvæmdaleyfi stóðst erfiða prófið

Baksvið Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála telur umferðaröryggi til almannahagsmuna og að þeir séu brýnir þegar sýnt er að ein veglína leiði til meira umferðaröryggis en önnur. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 360 orð | 2 myndir

Framtíðin situr á Skólaþingi

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Yngsti varaþingmaður sem setið hefur á Alþingi, Bjarni Halldór Janusson, er fæddur árið 1995. Hann tók sæti á síðasta þingi. Bjarni Halldór er einn af 15.500 nemendum í 8. til 10. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 307 orð | 1 mynd

Frekar að karlarnir stígi fram

Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Undanfarna sex daga hafa rúmlega 800 konur rætt saman og deilt reynslusögum í lokaða Facebook-hópnum „Í skugga valdsins“. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 235 orð

Fundust án meðvitundar

Anna Sigríður Einarsdóttir annaei@mbl.is „Þessir krakkar eru oft að taka inn eitthvað sem þau vita ekkert hvað er eða hversu sterkt það er. Þetta er framleitt einhvers staðar hjá mönnum úti í bæ eða úti í löndum. [... Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 579 orð | 1 mynd

Fæðingum á landsvísu hefur fækkað

Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Samkvæmt upplýsingum frá fæðingardeildum stærstu sjúkrahúsa á landinu hefur fæðingum eilítið fækkað á milli ára. Á þessu ári hafa fæðingar verið um 3.340 talsins en voru um 3.360 á sama tíma í fyrra. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 284 orð | 2 myndir

Gleðirík hátíðarstund í afmæli kirkjunnar

Í tilefni af 50 ára afmæli Ólafsvíkurkirkju var þar hátíðarþjónusta síðastliðinn sunnudag. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands prédikaði, og séra Óskar Ingi Ingason þjónuðu fyrir altari ásamt fyrrverandi prestum sóknarinnar. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Greinileg brunamerki á rofanum

Orsök rafmangsleysisins sem varð á Aust-urlandi í kring-um miðnætti í gær virðist vera sú að aðskota-hlutur hafi fokið á teinrofa í tengivirki fyrir Eyvindarárlínu. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 200 orð | 2 myndir

Grunur um lögbrot við söluna á Pressunni ehf.

Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Nýja stjórn Pressunnar ehf. grunar að kröfuhöfum félagsins hafi verið mismunað þegar helstu eignir þess voru seldar til Frjálsrar fjölmiðlunar ehf. 5. september sl. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Hagsmunir EFTA í forgangi

Mikilvægi þess að tryggja hagsmuni EFTA-ríkjanna við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu (ESB) var þungamiðja umræðna á ráðherrafundi EFTA sem haldinn var í Genf í gær auk þess sem staða mála í fríverslunarviðræðum var rædd. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Heiðruðu gamla félagsmenn í afmælishófi

Blaðamannafélag Íslands fagnaði 120 ára afmæli sínu í gærkvöldi. Nokkrir félagar sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað yfir 40 ár á vettvangi félagsins voru heiðraðir og sæmdir gullmerki fyrir langan og farsælan feril. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Hjördís dæmdi í stað Róberts Spanó

Hjördís B. Hákonardóttir, fyrrum hæstaréttardómari, dæmdi í máli Geirs H. Haarde gegn íslenska ríkinu í stað Róberts Spanó, setts dómara við Mannréttindadómstól Evrópu (MDE). Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 395 orð | 2 myndir

Kastalar byggðir á Blönduósi

Úr bæjarlífinu Jón Sigurðsson Blönduósi Á Katrínarmessu , 329. degi ársins gengur allt sinn vanagang hér við botn Húnafjarðar nema hvað nýtt tungl sem kviknaði fyrir skömmu í suðaustri bar með sér vindsperring og snjó. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 27 orð | 1 mynd

Kristinn Magnússon

Svartur föstudagur Gærdagurinn var mikill afsláttardagur í mörgum verslunum og það var gaman að sjá að sumir verslunareigendur völdu að skrifa svartur fössari í stað Black... Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 109 orð

Lagning vegar er hafin

Framkvæmdir við lagningu nýs vegar yfir ósa Hornafjarðarfljóts eru hafnar með lagningu vegar á Mýrum, vestan fljótsins. Er það fyrsti áfangi verksins. Áætlað er að verkið í heild kosti rúma fjóra milljarða. Meira
25. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 264 orð | 1 mynd

LED-perur auka ljósmengun

Svonefnd LED-ljós, eða díóðuljós, áttu að leiða til mikils orkusparnaðar en vinsældir þeirra hafa orðið til þess að ljósmengunin í heiminum hefur aukist, að sögn vísindamanna. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 365 orð | 1 mynd

Leitar að jólunum

Esther Talía Casey leikkona á 40 ára afmæli í dag. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Léku í auglýsingu Iceland-keðjunnar

Þegar íslenska karlalandsliðið í fótbolta komst í fyrsta skipti á stórmót greip breska verslunarkeðjan Iceland Foods tækifærið og fór í auglýsingaherferð á samfélagsmiðlum þar sem landsliðsmennirnir komu við sögu. Meira
25. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 655 orð | 4 myndir

Ljá máls á viðræðum við Merkel

Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Forystumenn flokks þýskra jafnaðarmanna, SPD, léðu í gær máls á viðræðum við Angelu Merkel kanslara um stjórnarmyndun eftir að viðræður hennar við Græningja og Frjálsa demókrata, FDP, fóru út um þúfur. Meira
25. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Lofar miklum breytingum frá stefnu Roberts Mugabe

Emmerson Mnangagwa sór í gær embættiseið sem næsti forseti Simbabve eftir að Robert Mugabe sagði óvænt af sér á þriðjudaginn. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 158 orð | 1 mynd

Lögbann á gistiskýlið Bíldshöfða

Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu féllst á það í gær að setja lögbann á fyrirhugað gistiskýli Útlendingastofnunar við Bíldshöfða 18. Það voru eigendur fjórtán fyrirtækja í húsnæðinu sem fóru fram á lögbannið. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 189 orð | 1 mynd

Lögsækir heilabilaðan öryrkja

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 595 orð | 1 mynd

Markaði braut í velferðarmálum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þess var minnst í gær að rétt 150 ár eru frá stofnun Styrktar- og sjúkrasjóðs verslunarmanna í Reykjavík. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Mál Aldísar gegn ríkinu endurflutt

Endurflytja þarf mál Aldísar Hilmarsdóttur gegn ríkinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Ástæðan er sú að dómur hefur ekki verið kveðinn upp í málinu átta vikum eftir að aðalmeðferð lauk. Meira
25. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 291 orð | 2 myndir

Minnst 235 manns létu lífið í árás á mosku

Að minnsta kosti 235 manns létu lífið og rúmlega 100 særðust í skot- og sprengjuárás á mosku á Sínaískaga í gær. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Mjög hefur dregið úr brottkasti

Mjög hefur dregið úr brottkasti á liðnum árum, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 389 orð | 2 myndir

Netárásir eru atvinnugrein og fara vaxandi

Ólöf Ragnarsdóttir olofr@mbl.is Landsmenn kunna að hafa fundið fyrir auknu áreiti svindltölvupósta, sem stundum eru kallaðir Nígeríubréf, þar sem reynt er að sannfæra viðtakanda um að hans bíði umbun í formi peninga fari hann eftir fyrirmælum póstanna. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 433 orð | 9 myndir

Nýjar leiguíbúðir í Kjörgarði

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fasteignaþróunarfélagið Vesturgarður hefur auglýst átta íbúðir til leigu í Kjörgarði á Laugavegi 59. Útleigan sætir tíðindum á íslenskum fasteignamarkaði. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 129 orð

Ógnaði börnunum alblóðugur

Karlmaður á fimmtugsaldri var dæmdur í þriggja mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Vesturlands fyrir húsbrot, líkamsárás og fyrir að hafa „sýnt af sér ógnandi og vanvirðandi háttsemi gagnvart tveimur börnum húsráðenda“. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 260 orð | 1 mynd

Saga landafunda rakin á sýningu

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Unnið er að undirbúningi Vínlandsseturs í Leifsbúð í Dalabyggð. Tvö ráðuneyti hafa lagt verkefninu lið með 40 milljóna króna framlagi í gegnum sóknaráætlun Vesturlands. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 340 orð | 6 myndir

Skattahlutfallið hefur lækkað

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Skattar á Íslandi sem hlutfall af landsframleiðslu hafa farið lækkandi á síðustu misserum. Hlutfallið hefur sveiflast mikið á þessari öld. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 310 orð | 2 myndir

Spara tíma og peninga á netinu

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Miklar breytingar hafa orðið á starfsemi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands, HSN, eftir að rafræn samskipti innan hennar voru bætt. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 332 orð | 1 mynd

Tilboð í eignir á Laugum of lágt

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur samþykkt að gera fyrirtæki sem lagt hefur fram tilboð í allar eignir sveitarfélagsins á Laugum í Sælingsdal gagntilboð. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 356 orð | 1 mynd

Tíu stunda nám í íslensku í Fríslandi

Guðrún Erlingsdóttir ge@mbl.is Cees Meijles er Íslandsvinur búsettur í Leeuwarden í Fríslandi sem er í norðurhluta Hollands. Frísland er af eitt af tólf fylkjum Hollands. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 333 orð | 1 mynd

Tvöfalt fleiri kennarar á sjúkradagpeningum

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Útlit er fyrir að fjöldi þeirra kennara sem fá sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði Kennarasambandsins muni tvöfaldast á milli ára og að stór hluti af heildarútgjöldum sjóðsins verði vegna þessara greiðslna. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Vesturálma skólans rifin

Verktaki er að rífa vesturálmu skólahúss gamla Garðykjuskólans á Reykjum í Ölfusi. Byggingarnar heyra nú undir Landbúnaðarháskóla Íslands. Björgvin Örn Eggertsson, verkefnisstjóri hjá Landbúnaðarháskólanum, segir að húsið sé orðið gamalt og þreytt. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Vilja inn í Gufunes

Á fundi borgarráðs, sem fram fór síðastliðinn þriðjudag, voru lögð fram bréf þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki að veita Sonik tækni ehf. og Exton ehf. vilyrði fyrir lóðum á svæði gömlu Áburðarverksmiðjunnar í Gufunesi í Reykjavík. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 280 orð | 1 mynd

Vilja reisa vinnubúðir fyrir erlenda verkamenn í Mosó

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Hugsunin hjá okkur er tvíþætt. Meira
25. nóvember 2017 | Erlendar fréttir | 133 orð | 1 mynd

Örtröð í verslunum víða um hinn vestræna heim

Verslunarmenn víða um hinn vestræna heim bjuggu sig undir örtröð í gær á „föstudeginum svarta“, en sá dagur hefur rutt sér til rúms á síðustu árum sem upphaf jólaverslunarinnar. Meira
25. nóvember 2017 | Innlendar fréttir | 581 orð | 1 mynd

Öryrki krafinn um 1½ milljón

Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Lýð Ægissyni, 69 ára gömlum öryrkja í hjólastól og með heilabilun, er gert að greiða hjúkrunarheimilinu Eir rúmlega eina og hálfa milljón króna fyrir næstu mánaðamót. Meira

Ritstjórnargreinar

25. nóvember 2017 | Staksteinar | 221 orð | 2 myndir

Ár skal rísa, sá er á yrkjendur fáa

Björt framtíð er hvergi af baki dottin þó að hún sé dottin út af þingi. Meira
25. nóvember 2017 | Leiðarar | 264 orð

Tökum lesblindu fastari tökum

Ef lesblindir fá ekki þörfum sínum mætt í skólakerfinu getur farið illa Meira
25. nóvember 2017 | Leiðarar | 354 orð

Umfangsmikið starf

Væntanlegt öldrunarsetur Sjómannadagsráðs mun mæta bráðri þörf Meira

Menning

25. nóvember 2017 | Myndlist | 129 orð | 1 mynd

12 listamenn túlka verk Hugleiks

Teiknarinn Hugleikur Dagsson fékk 12 listamenn „með raunverulega listræna hæfileika“, eins og segir í tilkynningu, til að gera ábreiður af Óla-priks-myndum hans og verður í dag kl. Meira
25. nóvember 2017 | Hugvísindi | 60 orð | 1 mynd

Afmælismálþing til heiðurs Guðrúnu

Í tilefni af sjötugsafmæli Guðrúnar Sveinbjarnardóttur fornleifafræðings gangast hugvísindasvið Háskóla Íslands og Þjóðminjasafn Íslands fyrir málþingi til heiðurs henni í dag. Málþingið hefst kl. Meira
25. nóvember 2017 | Myndlist | 122 orð | 1 mynd

Áhugi á eðli jarðstöngulsins

Rhizome , sýning gestalistamanns Gilfélagsins. Jessicu Tawczynski, verður opnuð í dag kl. 14 í Deiglunni á Akureyri og verður hún einnig opin á morgun frá kl. 14 til 17. Meira
25. nóvember 2017 | Bókmenntir | 49 orð | 1 mynd

Dóri les ljóð í húsi ömmu sinnar og afa

Skáldið og grínistinn Dóri DNA mun lesa upp ljóð sín á morgun kl. 16 á Gljúfrasteini, húsi afa hans og ömmu, Halldórs og Auðar Laxness, auk skáldanna Bubba Morthens, Hallgríms Helgasonar og Kristínar Eiríksdóttur. Meira
25. nóvember 2017 | Tónlist | 154 orð | 1 mynd

Fjallar um Wagnerisma í Frakklandi

Hvað var það einkum í tónverkum Wagners sem hreif svo marga listamenn í Frakklandi á seinni hluta 19. aldar og fram yfir aldamót? Hvernig birtast áhrif hans í tónsmíðum þessa tíma? Og hvers vegna vöktu þau áhrif svo miklar deilur? Meira
25. nóvember 2017 | Bókmenntir | 1186 orð | 4 myndir

Hlekkur í frystikeðjunni

Út er komin bókin Maður nýrra tíma, sem eru æviminningar Guðmundar H. Garðarssonar, fyrrverandi alþingismanns. Fjölbreyttum starfsferli Guðmundar eru gerð skil í bókinni. Höfundur bókarinnar er Björn Jón Bragason, lögfræðingur og sagnfræðingur. Meira
25. nóvember 2017 | Myndlist | 44 orð | 1 mynd

Kristbergur opnar sýningu í Gerðubergi

Sýning á verkum myndlistarmannsins Kristbergs Péturssonar verður opnuð í Gerðubergi í dag kl. 14. Meira
25. nóvember 2017 | Tónlist | 37 orð | 1 mynd

Kvöldstund með Pálma og Þóri

Pálmi Gunnarsson, söngvari og bassaleikari, flytur lög sín og segir gestum sögur í Hannesarholti í kvöld kl. 20, ásamt píanóleikaranum og upptökustjóranum Þóri Úlfarssyni en Pálmi og Þórir hafa unnið að mörgum verkefnum saman í gegnum... Meira
25. nóvember 2017 | Myndlist | 87 orð | 1 mynd

Listviðburður í Safnahúsinu í dag

Nemendur í meistaranámi á brautinni NAIP (Sköpun, miðlun og frumkvöðlastarf) við Listaháskóla Íslands standa fyrir uppákomu í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag kl. 14. Meira
25. nóvember 2017 | Fjölmiðlar | 171 orð | 1 mynd

Notaleg nærvera Nigellu og Netflix

Það er gaman að fá listakokkinn Nigellu Lawson aftur á skjáinn en RÚV sýnir nú Einfalt með Nigellu ( Simply Nigella ) á þriðjudagskvöldum. Hún hefur einstaklega notalega nærveru og það er gaman að eyða stund með henni á skjánum. Meira
25. nóvember 2017 | Tónlist | 690 orð | 1 mynd

Nudda sálir tónleikagesta

Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is „Hææææææ,“ er svarað heldur mjóróma og táningslegri röddu þegar blaðamaður þykist hafa slegið á þráðinn til söngvara og gítarleikara skosku síðrokksveitarinnar Mogwai, Stuart Braithwaite. Meira
25. nóvember 2017 | Tónlist | 301 orð | 2 myndir

Ódáinssöngur úr austurvegi

Rakhmaninoff: Krysostómusarmessa Op. 31 (1910; ísl. frumfl.). Ægisifjarkórinn. Stjórnandi: Hreiðar Ingi Þorsteinsson. Fimmtudaginn 23. nóv. kl. 20. Meira
25. nóvember 2017 | Bókmenntir | 1101 orð | 3 myndir

Ósýnileg kona kemur í ljós

Eftir Kristínu Steinsdótur. Vaka-Helgafell, 2017. Innb., 212 bls. Meira
25. nóvember 2017 | Bókmenntir | 209 orð | 1 mynd

Sex þýðendur tilnefndir

Tilnefningar til Íslensku þýðingaverðlaunanna voru kunngjörðar í gær. Meira
25. nóvember 2017 | Bókmenntir | 712 orð | 4 myndir

Skuggamyndin af þorpi í höfðinu eins og ljósmynd

Eftir Jónas Reyni Gunnarsson. Leiðarvísir um þorp, 26 bls. Stór olíuskip, 40 bls. Útgefandi: Partus, 2017. Kiljur Meira
25. nóvember 2017 | Bókmenntir | 391 orð | 3 myndir

Sýnir Kolrössu

Keflvíska rokksveitin Kolrassa krókríðandi fagnar frumburði sínum, Drápu, með tónleikum á Húrra í kvöld kl. 22 en auk þess er platan komin út á vínyl. Höfundur rölti niður Minningatröð. Meira
25. nóvember 2017 | Tónlist | 102 orð | 1 mynd

Sönglagaflokkur frumfluttur

Sextán söngvar fyrir sópran og tenór nefnist nýr sönglagaflokkur eftir Þorvald Gylfason prófessor við kvæði eftir Kristján Hreinsson, skáld og heimspeking, sem frumfluttur verður í Hljóðbergi, tónleikasal Hannesarholts, í dag kl. 15 og 17. Meira
25. nóvember 2017 | Tónlist | 117 orð | 1 mynd

Velkomin heim með Marínu og Mikael

Djasstónleikar í tónleikaröðinni Velkomin heim verða haldnir í Hörpu á morgun kl. 20. Á þeim kemur fram dúettinn Marína og Mikael, þ.e. Meira

Umræðan

25. nóvember 2017 | Pistlar | 848 orð | 1 mynd

Að kynnast gömlum vinum upp á nýtt

Sveinn R. brosti og svaraði: „Den fattige mands kloghed“. Meira
25. nóvember 2017 | Aðsent efni | 1116 orð | 1 mynd

Af hverju Norðmenn vilja atkvæðagreiðslu um uppsögn EES-samningsins

Eftir Morten Harper: "Mesta áhyggjuefnið er víkjandi hagsmunir Noregs vegna lagareglna ESB. Evrópska efnahagssvæðið er umdeilt vegna óendanlegs flóðs nýrra lagareglna ESB sem ógnar norrænum vinnumarkaði." Meira
25. nóvember 2017 | Aðsent efni | 420 orð | 1 mynd

„Óttastu hvorki vald né ríkidæmi heldur opnaðu munninn“

Eftir Jón Ásgeir Sigurvinsson: "Því er ekki hægt að meta áskorun biskupsritara á annan veg en þann að hún sé gróf aðför að lýðræðinu í hinni evangelísk-lútersku þjóðkirkju." Meira
25. nóvember 2017 | Pistlar | 295 orð

Landsdómsmálið

Landsdómurinn íslenski er sniðinn eftir danska ríkisréttinum, en frægt varð mál Eriks Ninn-Hansens dómsmálaráðherra í okkar gamla sambandslandi. Meira
25. nóvember 2017 | Aðsent efni | 1067 orð | 1 mynd

Lífeyrissjóður í gíslingu banka

Eftir Hróbjart Jónatansson: "Þessu fyrirkomulagi, að lífeyrissjóður sé innmúraður inn í tiltekið fjármálafyrirtæki með slíkum hætti, má jafna við að sjóðurinn sé í gíslingu þess." Meira
25. nóvember 2017 | Pistlar | 500 orð | 2 myndir

Samtalsmeðferð gegn ógleði

Fyrir skömmu hlustaði ég á viðtal við konu sem hefur langa reynslu af því að vinna með ungu fólki með ýmiss konar vandamál. Í stuttu máli má segja að aðferðir hennar snúist um sjálfstyrkingu sem eflir líkama og sál. Meira
25. nóvember 2017 | Aðsent efni | 755 orð | 1 mynd

Virkjum Gullfoss

Eftir Svavar Halldórsson: "Samfélagsleg og efnahagsleg áhrif gætu orðið mikil auk neikvæðra áhrifa á náttúru og líffræðilegan fjölbreytileika." Meira
25. nóvember 2017 | Aðsent efni | 392 orð | 1 mynd

Þarf endilega að klára hringavitleysuna við Hringbraut?

Eftir Önnu Kolbrúnu Árnadóttur: "Það er algerlega ómögulegt að skilja af hverju ekki er farið í að endurskoða staðarval fyrir þjóðarsjúkrahúsið." Meira

Minningargreinar

25. nóvember 2017 | Minningargreinar | 3226 orð | 1 mynd

Bryndís Guðjónsdóttir

Bryndís Guðjónsdóttir fæddist á Brimnesi á Langanesi 14. október 1934. Hún lést á sjúkrahúsinu á Húsavík 17. nóvember 2017. Foreldrar hennar voru Guðjón Helgason, f. 17.12. 1876, d. 15.10. 1955, og Guðrún Guðbrandsdóttir, f. 18.1. 1893, d. 11.7. 1990. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2017 | Minningargreinar | 914 orð | 1 mynd

Katrín Þorvaldsdóttir

Katrín Þorvaldsdóttir fæddist 16. ágúst 1955. Hún lést 14. nóvember 2017. Útför Katrínar fór fram 24. nóvember 2017. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2017 | Minningargreinar | 2076 orð | 1 mynd

Magnús V. Jónsson

Magnús Viggó Jónsson fæddist á Klukkufelli í Reykhólasveit 13. október 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. nóvember 2017. Foreldrar hans voru Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1916, d. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2017 | Minningargrein á mbl.is | 2043 orð | 1 mynd | ókeypis

Magnús V. Jónsson

Magnús Viggó Jónsson fæddist á Klukkufelli í Reykhólasveit 13. október 1940. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 12. nóvember 2017.Foreldrar hans voru Sigríður Ingibjörg Sveinsdóttir húsfreyja, f. 1916, d. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2017 | Minningargreinar | 1349 orð | 1 mynd

Signý Magnfríður Jónsdóttir

Signý Magnfríður Jónsdóttir, bóndi og handverkskona, fæddist á Gróustöðum 19. júlí 1962. Hún lést á Landspítalanum 10. nóvember 2017. Foreldrar hennar eru Jón Oddur Friðriksson, f. 8.11. 1927, og Þuríður Sumarliðadóttir, f. 11.11. 1935, d. 12.10. 2017. Meira  Kaupa minningabók
25. nóvember 2017 | Minningargreinar | 1872 orð | 1 mynd

Sigurður Kr. Árnason

Sigurður Kristján Árnason fæddist 20. september 1925. Hann lést 11. nóvember 2017. Útför Sigurðar fór fram 24. nóvember 2017. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 107 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi var 3,6% í októbermánuði

Samkvæmt vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands voru að jafnaði 201.100 manns á aldrinum 16-74 ára á vinnumarkaði í október síðastliðnum sem jafngildir 82% atvinnuþátttöku. Af þeim voru 193.800 starfandi og 7.200 án vinnu og í atvinnuleit. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 133 orð | 1 mynd

Bjóða ódýrari orku

Forsvarsmenn Eignaumsjónar og HS Orku hafa gert með sér samkomulag sem skilar viðskiptavinum Eignaumsjónar föstum afslætti af smásöluverði við rafmagnskaup. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 364 orð

Blikið er í auga Súlunnar

Menningarhópurinn Með blik í auga fékk á dögunum Súluna , menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2017. Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað hafa menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í 21. sem Súlan var afhent. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 364 orð | 1 mynd

Blikið er í auga Súlunnar

Menningarhópurinn Með blik í auga fékk á dögunum Súluna , menningarverðlaun Reykjanesbæjar fyrir árið 2017. Verðlaunin eru veitt þeim sem auðgað hafa menningarlíf sveitarfélagsins og var þetta í 21. sem Súlan var afhent. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 37 orð | 1 mynd

Draumastarfið

Ég er nú þegar í ótrúlega skemmtilegu starfi, en í mínum villtustu draumum ferðast ég um heiminn með a cappella sönghóp eins og Real Group eða Pentatonix – eða syng bakraddir hjá listamönnum. Lovísa Árnadóttir, upplýsingafulltrú... Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 638 orð | 2 myndir

Harðar deilur meðal Valsmanna

Baksvið Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Harðar deilur meðal hluthafa í félaginu Valsmönnum hf. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 212 orð | 2 myndir

Innréttingasmíði í 40 ár

„Að hafa góðan og traustan mannskap, sýna útsjónarsemi og halda yfirbyggingu í starfseminni í lágmarki eru lykilatriði. Þetta þakka ég því að við höfum haldið striki í allan þennan tíma. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 214 orð | 1 mynd

Leitar viðbragða frá almenningi

Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir viðbrögðum frá almenningi og fyrirtækjum við tveimur samrunum á dagvöru- og eldsneytismarkaði. Annars vegar vegna samruna Haga og Olís, og hins vegar samruna N1 og Festis. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 125 orð

Mörg þekkt nöfn í hópnum

Margir þjóðþekktir einstaklingar hafa með beinum hætti komið að kaupunum á bréfum Valsmanna. Það gerir hópurinn í gegnum Valshjartað hf. Hafa þeir annaðhvort skráð sig persónulega fyrir hlut í félaginu eða gert það í gegnum hlutafélög. Í hópnum er m.a. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 241 orð | 2 myndir

Ný póstnúmer í dreifbýlinu

Pósturinn mun gera nokkrar breytingar á póstnúmerum landsins frá og með næstu mánaðamótum. Breytingarnar eru þær að sérstakt póstnúmer verður tekið upp á svæðum í dreifbýli sem áður féllu undir sama póstnúmer og næsti þéttbýliskjarni. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 49 orð

Premis lýkur kaupum á Opex og Davíð og Golíat

Premis ehf. hefur lokið við kaup og sameiningu á starfsemi Opex ehf. og Davíð og Golíat ehf. Samhliða þessu hefur Premis ráðið starfsmenn frá Skapalón veflausnum. Sameinað félag er með um 1.500 viðskiptavini og tæplega 60 starfsmenn. Meira
25. nóvember 2017 | Viðskiptafréttir | 100 orð

Segja réttindi brotin á eldra fólki

Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) lýsir í ályktun, sem samþykkt var á fundi þess í vikunni, miklum áhyggjum af því ófremdarástandi sem sagt er ríkja í málefnum veikra eldri borgara sem ekki fá pláss á hjúkrunarheimilum. Meira

Daglegt líf

25. nóvember 2017 | Daglegt líf | 657 orð | 5 myndir

Í dimmum, dimmum skógi

Örmyndasamkeppnin Bókaræman var haldin í þriðja sinn af Borgarbókasafninu. Verðlaun voru afhent fyrir þrjár bestu myndaræmurnar. Tilgangur keppninnar er að vekja áhuga ungs fólks á bókalestri. Meira
25. nóvember 2017 | Daglegt líf | 137 orð | 1 mynd

Jólin tala tungum á Kjarvalsstöðum í dag og næstu helgar

Boðið verður upp á jólaföndur frá ólíkum löndum á Kjarvalsstöðum í dag og næstu þrjá laugardaga í samstarfi við Móðurmál - samtök um tvítyngi. Skoðað verður hefðbundið jólaföndur frá löndunum fjórum. Meira
25. nóvember 2017 | Daglegt líf | 112 orð | 1 mynd

Markaður í smástund

Smástundamarkaður verður haldinn í safnbúð Hönnunarsafns Íslands, Garðatorgi 1, Garðabæ, kl. 12 - 17 í dag, laugardaginn 25. nóvember. Meira
25. nóvember 2017 | Daglegt líf | 143 orð | 2 myndir

Skáldin lesa listir sínar

Hópur skálda kemur saman til að taka þátt í ljóðaslammi í Iðnó kl. 19 - 20 í kvöld, laugardaginn 25. nóvember. Meira

Fastir þættir

25. nóvember 2017 | Fastir þættir | 175 orð | 1 mynd

1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. Rc3 g6 4. e3 Rf6 5. d4 cxd4 6. exd4 d5 7. cxd5...

1. Rf3 c5 2. c4 Rc6 3. Rc3 g6 4. e3 Rf6 5. d4 cxd4 6. exd4 d5 7. cxd5 Rxd5 8. Db3 e6 9. Bb5 Bg7 10. Bxc6+ bxc6 11. 0-0 0-0 12. Ra4 Dd6 13. He1 Hb8 14. Dd3 c5 15. Rxc5 Rb4 16. Dc3 Bb7 17. a3 Rd5 18. Dd3 Ba8 19. b4 Hbc8 20. Re5 Re7 21. Bb2 Rf5 22. Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 19 orð

Á því munuð allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið...

Á því munuð allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars (Jóh. Meira
25. nóvember 2017 | Fastir þættir | 178 orð

Fyrsta hugsunin. S-NS Norður &spade;86 &heart;G84 ⋄D97542 &klubs;K9...

Fyrsta hugsunin. S-NS Norður &spade;86 &heart;G84 ⋄D97542 &klubs;K9 Vestur Austur &spade;1075432 &spade;KDG &heart;D10 &heart;97632 ⋄G3 ⋄K108 &klubs;Á73 &klubs;54 Suður &spade;Á9 &heart;ÁK5 ⋄Á6 &klubs;DG10862 Suður spilar 3G. Meira
25. nóvember 2017 | Fastir þættir | 520 orð | 3 myndir

Glæsilegt mótshald Færeyinga í Rúnavík

Landskeppni Íslendinga og Færeyinga á sér meira en 40 ára sögu og ef ég man rétt hófst hún í sal skákfélags Hreyfils um miðjan áttunda áratuginn og Friðrik Ólafsson tefldi á 1. borði fyrir Íslands hönd. Meira
25. nóvember 2017 | Árnað heilla | 38 orð | 1 mynd

Hveragerði Steingrímur Darri Elvarsson fæddist 25. nóvember 2016 á...

Hveragerði Steingrímur Darri Elvarsson fæddist 25. nóvember 2016 á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og á því eins árs afmæli í dag. Hann vó 4.200 g og var 56 cm langur. Foreldrar hans eru Laufey Sif Lárusdóttir og Elvar Þrastarson... Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 54 orð

Málið

“Það er ekki óvænt að fyrirtækið skilar gróða, flest sem hann hefur lagt lag sitt við hefur heppnast. Líklega ætti hér að standa: flest sem hann hefur tekið sér fyrir hendur , komið nálægt, komið að, stofnað til o.s.frv. Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 69 orð | 1 mynd

Meat Loaf gekkst undir hjartaaðgerð

Bandaríski tónlistarmaðurinn Meat Loaf gekkst undir hjartaaðgerð á þessum degi árið 2003. Hann hné niður nokkru áður við upphaf tónleika á Wembley í Lundúnum og var fluttur á sjúkrahús vegna ofþreytu sem stafaði af veirusýkingu. Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 1727 orð | 1 mynd

Messur

Orð dagsins: Þegar mannssonurinn kemur. Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 273 orð

Oft er svarið út í hött

Gátan er sem endranær eftir Guðmund Arnfinnsson: Í skóginum knár var kappi sá. Kuldanum bægir höfði frá. Marklaust gefur sá maður svar. Á mörk eftir bráð á hnotskógi var. Guðrún Bjarnadóttir á þessa lausn: Hrói var kappi, kenndur við hött. Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 767 orð | 3 myndir

Sjómennskan og búskapurinn toguðust á

Páll Jóhann Pálsson fæddist í Keflavík 25.11. 1957 og ólst þar upp til átta ára aldurs. Þá flutti fjölskyldan til Grindavíkur þar sem þau hafa flest átt heima síðan. Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 417 orð

Til hamingju með daginn

Laugardagur 80 ára Baldur Guðlaugsson Friðgerður Hallgrímsdóttir Guðmundur Sigurpálsson Hanna S. Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 87 orð | 2 myndir

Tróðu upp í dulargervum á lestarstöð

Fyrr í vikunni brá spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon á leik með Adam Levine og félögum í Maroon 5. Þeir klæddu sig í dulargervi svo þeir yrðu óþekkjanlegir og lá svo leiðin á lestarstöð í New York þar sem þeir stilltu upp hljóðfærum og tóku lagið. Meira
25. nóvember 2017 | Fastir þættir | 303 orð

Víkverji

Víkverja finnst afskaplega gaman að fara í sund. Sá stutti tími sem opið er um helgar er samt sem áður sífellt tilefni vonbrigða. Árbæjarlaug er aðeins opin til klukkan 18 um helgar. Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 123 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

25. nóvember 1902 Vélbátur var reyndur í fyrsta sinn hér á landi, á Ísafirði. Tveggja hestafla „olíuhreyfivél“ hafði verið sett í árabátinn Stanley. „Ferðin gekk ágætlega og gekk báturinn álíka og 6 menn róa,“ sagði í Vestra. 25. Meira
25. nóvember 2017 | Í dag | 255 orð | 1 mynd

Þórður Halldórsson

Þórður Halldórsson frá Dagverðará fæddist í Bjarnarfosskoti í Staðarsveit á Snæfellsnesi 25.11. 1905 og ólst þar upp og á Tröðum. Foreldrar Þórðar voru Halldór Jónsson, bóndi að Tröðum og á Dagverðará, og k.h., Ingiríður Bjarnadóttir húsfreyja. Meira

Íþróttir

25. nóvember 2017 | Íþróttir | 153 orð | 1 mynd

1. deild karla ÍA – Fjölnir 86:99 Staðan: Skallagrímur...

1. deild karla ÍA – Fjölnir 86:99 Staðan: Skallagrímur 981909:78416 Breiðablik 862723:62512 Vestri 752621:58710 Hamar 853728:72410 Snæfell 853793:75310 Fjölnir 954746:77810 Gnúpverjar 826703:7694 FSu 918750:8202 ÍA 808598:7310 1. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 430 orð | 2 myndir

29 stig Martins hrukku skammt

HM2019 Kristján Jónsson kris@mbl.is Tékkar nýttu skotfærin sín mun betur en Íslendingar þegar liðin mættust í undankeppni heimsmeistarakeppni karla í körfuknattleik í Pardubice í Tékklandi í gær. Enda stóðu Tékkar uppi sem sigurvegarar 89:69. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 157 orð | 1 mynd

Áhugasamir Þjóðverjar

Gríðarlegur áhugi er fyrir þýska landsliðinu í handknattleik karla um þessar mundir. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 495 orð | 2 myndir

„Komu okkur á óvart“

Handbolti Sindri Sverrisson sindris@mbl.is Eyjamenn eru í nokkuð vænlegri stöðu fyrir seinni leik sinn við Gomel frá Hvíta-Rússlandi í 3. umferð Áskorendabikars Evrópu í handbolta, en leikurinn fer fram í Vestmannaeyjum kl. 13 í dag. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 349 orð | 1 mynd

„Prýðileg sóknarógn“

„Ég er mjög ánægður með að fá þessa leikmenn,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari knattspyrnuliðs FH, eftir að þeir Kristinn Steindórsson og Geoffrey Castillion sömdu við félagið í gær til næstu tveggja ára. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 274 orð | 1 mynd

Danmörk Randers – SönderjyskE 0:2 • Hannes Þór Halldórsson...

Danmörk Randers – SönderjyskE 0:2 • Hannes Þór Halldórsson lék allan tímann í marki Randers. • Eggert Gunnþór Jónsson lék allan leikinn fyrir SönderjyskE . Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 103 orð | 1 mynd

David Moyes krækti í sitt fyrsta stig

West Ham og Leicester gerðu 1:1 jafntefli í fyrsta leik 13. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum í gærkvöld. Um var að ræða fyrsta heimaleik West Ham eftir að David Moyes tók við stjórn liðsins á dögunum. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 182 orð | 1 mynd

Einstefna hjá Arnóri Þór í toppslagnum

Ekkert lát virðist vera á sigurgöngu Arnórs Þórs Gunnarssonar og samherja í Bergischer HC í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 396 orð | 2 myndir

Erfitt en skemmtilegt

HANDBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 434 orð

Fengu opin skotfæri

HM2019 Kristján Jónsson kris@mbl.is Eitt það athyglisverðasta við leik Tékklands og Íslands í gær var frammistaða Hafnfirðingsins Kára Jónssonar. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 148 orð | 1 mynd

Fyrrverandi norðankona í lykilhlutverki

Mateja Zver, fyrrverandi leikmaður Þórs/KA, lagði upp tvö fyrstu mörk Slóveníu í gær þegar liðið sigraði Færeyjar, 5:0, í undankeppni heimsmeistaramóts kvenna í knattspyrnu en liðin eru í riðli með Íslandi, Þýskalandi og Tékklandi. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 112 orð | 1 mynd

Grill 66 deild karla Þróttur – Hvíti riddarinn 35:15 Stjarnan U...

Grill 66 deild karla Þróttur – Hvíti riddarinn 35:15 Stjarnan U – Haukar U 18:34 Staðan: KA 8800206:16216 HK 8602245:20412 Akureyri 7601189:15412 Þróttur 9504233:20310 Haukar U 8413213:1989 Valur U 7304182:1726 Stjarnan U 8305185:2256 ÍBV U... Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 202 orð | 1 mynd

Hafa þrengt hringinn

Rúmur mánuður er liðinn frá því að forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins Everton sögðu Hollendingnum Ronald Koeman um störfum sem knattspyrnustjóra liðsins og hafa Gylfi Þór Sigurðsson og félagar haft David Unsworth sem bráðabirgðastjóra frá þeim tíma. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 126 orð | 1 mynd

HANDKNATTLEIKUR Áskorendabikar karla, seinni leikur: Vestmannaeyjar: ÍBV...

HANDKNATTLEIKUR Áskorendabikar karla, seinni leikur: Vestmannaeyjar: ÍBV – Gomel L13 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Dalhús: Fjölnir – Grótta S17 Víkin: Víkingur – Selfoss S19.30 1. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Lars íhugar framtíðina

Lars Lagerbäck, fyrrverandi þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu og núverandi landsliðsþjálfari Noregs, segist þurfa að íhuga framtíð sína. Lars tók við norska liðinu í febrúar síðastliðnum þegar liðið var í 84. sæti á heimslista FIFA. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 124 orð | 1 mynd

Ólafur framlengdi

Ólafur Guðmundsson, landsliðsmaður í handknattleik og fyrirliði sænska meistaraliðsins Kristianstad, hefur framlengt samning sinn við félagið og er nú samningsbundinn til ársins 2020. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Sara mætir Stjörnubönum

Þýska meistaraliðið Wolfsburg, sem Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með, dróst í gær gegn tékknesku meisturunum Slavia Prag í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 115 orð | 1 mynd

Sögulegt hjá Guðrúnu

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, kylfingur úr Keili, hefur brotið blað í íslenskri golfsögu með sæti sínu á heimslista áhugamanna í golfi. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 127 orð | 2 myndir

Tékkland – Ísland 89:69

Tipsport Arena, Pardubice, undankeppni HM karla, föstudag 24. nóvember 2017. Gangur leiksins : 6:0, 6:4, 12:8, 15:11 , 22:17, 32:24, 39:30 , 49:38, 52:46, 60:51 , 66:53, 74:56, 78:58, 82:66, 89:69 . Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 159 orð | 1 mynd

Tryggvi með gegn Búlgaríu

Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfuknattleik og leikmaður Valencia á Spáni, getur spilað með íslenska landsliðinu sem mætir Búlgaríu í undankeppni HM í Laugardalshöll á mánudagskvöldið. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 376 orð | 2 myndir

Valdi Val fram yfir Blikana

FÓTBOLTI Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Þegar ég ákvað að koma heim þá komu ekki mörg lið til greina. Ég fór bara í alvöruviðræður við tvö lið, Val annars vegar og Breiðablik hins vegar. Meira
25. nóvember 2017 | Íþróttir | 276 orð | 1 mynd

Það var áhugavert að fylgjast með umræðunni sem skapaðist eftir frétt...

Það var áhugavert að fylgjast með umræðunni sem skapaðist eftir frétt Morgunblaðsins í fyrradag. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.