Greinar fimmtudaginn 2. febrúar 2023

Fréttir

2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 341 orð | 1 mynd

650 milljóna hagræðing með sameiningu stofnana

Gert er ráð fyrir að minnsta kosti 650 milljóna króna hagræðingu á ári við sameiningu tíu stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins í þrjár stofnanir. Núverandi starfsmenn njóta forgangs í störfin í nýju stofnununum Meira
2. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 483 orð | 1 mynd

Aukin lyfjanotkun og vaxandi kostnaður

Heildargjöld ríkisins vegna lyfjakostnaðar hafa aukist verulega á umliðnum árum bæði vegna leyfisskyldra lyfja og almennra lyfja og lyfjanotkun landsmanna vex jafnt og þétt með hækkandi aldri og fjölgun þjóðarinnar Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Aukin öryggisgæsla

Öryggisgæsla í húsnæði ríkissáttasemjara hefur verið aukin samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Eftir því sem næst verður komist er þetta gert eftir að fóru að birtast á samfélagsmiðlum hatursfull ummæli og jafnvel ógnandi Meira
2. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

„Lögmæt skotmörk“ fyrir herafla Rússa

Yfirlýsingu Emmanuels Macrons Frakklandsforseta um að „ekkert væri útilokað“ þegar kæmi að hernaðaraðstoð við Úkraínu var ekki vel tekið í Rússlandi í gær. Macron lýsti þessu yfir eftir að Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði að ekki kæmi til greina að … Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 181 orð | 1 mynd

Eftirlitsflugvélin verður seld

Rekstri eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, verður hætt á árinu vegna hagræðingar. Í bréfi sem dómsmálaráðuneytið sendi Landhelgisgæslunni fyrr í vikunni var tilkynnt um þessa ákvörðun og lagt fyrir Landhelgisgæsluna að undirbúa söluferli vélarinnar Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 23 orð | 1 mynd

Eggert Jóhannesson

Pína Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra þurfti að taka á öllum sínum kröftum er hann plankaði við upphaf Lífshlaupsins í húsakynnum Advania í... Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Eyjamenn uggandi yfir raforkumálum í kjölfar bilunar

Bilun, sem upp kom á mánudaginn í raforkustrengnum Vestmannaeyjastreng 3, virðist ætla að reynast rekstraraðilanum Landsneti óþægur ljár í þúfu og greindi fyrirtækið frá því í fréttatilkynningu í gær að þar á bæ væri búist við umfangsmikilli, flókinni og tímafrekri viðgerð Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 97 orð

Fleiri kjarasamningar bætast við

↵Skrifað hefur verið undir kjarasamninga á undanförnum dögum og vikum sem allir eru á sömu nótum og samningarnir sem gerðir voru í desember. Skv. yfirliti sem fékkst hjá Samtökum atvinnulífsins hafa samtökin undirritað níu kjarasamninga til viðbótar frá því um seinustu áramót Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 237 orð | 1 mynd

Gáfu yfir 2.500 barnabækur

Íslandsbanki, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins og Toyota á Íslandi hafa fært öllum skólum og leikskólum landsins bókagjöf í samstarfi við útgáfufélagið Stóra drauma. Um er að ræða sex barnabækur úr bókaflokknum um Litla fólkið og stóru draumana Meira
2. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 481 orð | 4 myndir

Harpa heillar hugaríþróttamenn

Harpa hefur aðdráttarafl fyrir iðkendur hugaríþrótta, brids og skákar. Nýlokið er þar einu fjölmennasta bridsmóti sem haldið hefur verið hér á landi og í næsta mánuði hefst í Hörpu langfjölmennasta Reykjavíkurskákmótið frá upphafi Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Háskólar sækja í sjóðinn

Alls bárust 124 umsóknir um verkefnastyrk til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar, samtals að upphæð rúmar 365 milljónir króna. Rannsóknasjóðurinn hefur 150 milljónir króna til umráða á þessu ári. Tilkynnt verður um úthlutun úr sjóðnum í byrjun mars,… Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Heilbrigð sál í hraustum líkama ávallt fleyg orð

„Mens sana in corpore sano,“ skrifaði rómverska skáldið Júvenalis í Satírum sínum og er setningin enn fleyg þrátt fyrir að skáldið hafi verið fætt nálægt árinu 55 eftir Krists burð. Hefur líkamsræktarvakning nútímafólks ekki síst haldið… Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 494 orð | 3 myndir

Heldur við gömlu handbragði með stæl

Ólafur Sveinsson, myndlistarmaður, kennari, leiðsögumaður og fleira, hefur vakið athygli fyrir list sína og ekki síst fyrir útskurð og smíði á íslenskum munum. „Ég er í 100% stöðu sem kennari við Hlíðarskóla á Akureyri, en vinn jöfnum höndum við allt hitt,“ segir hann Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 465 orð | 2 myndir

Hrun í bréfamagni hjá Póstinum

Baldur Arnarson baldura@mbl.is Með greiðsluseðli fasteignagjalda í Reykjavík um þessi mánaðamót fylgdi tilkynning um að frá og með 1. mars muni borgin hætta að senda greiðsluseðla heim til greiðenda nema óskað hafi verið eftir því sérstaklega. Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 413 orð | 5 myndir

Hús sem opnar nýja möguleika

„Tilhlökkunin liggur í loftinu. Nýtt húsnæði opnar þessari stofnun alveg nýja möguleika í starfseminni; hvort heldur er í rannsóknum, miðlun eða sýningarhaldi. Við erum orðin spennt,“ segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna… Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 212 orð | 1 mynd

Hættuleg þróun ef málfrelsið glatast

Það er rétt að það fari fram uppgjör á því hvernig stjórnvöld víða í hinum vestræna heimi gengu fram á meðan kórónuveirufaraldurinn gekk yfir, meðal annars í því að hefta eða takmarka umræðu og ólík sjónarmið um það hvernig best væri að takast á við faraldurinn Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Landað úr konungi línuveiða

Fiskur um allan sjó og þorskur er í sókn, segja sjómenn sem eru bjartsýnir nú í byrjun vetrarvertíðar. Oft er Vísisbáturinn Páll Jónsson GK kallaður konungur línuveiðiflotans og víst er áhöfnin fiskin Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 607 orð | 1 mynd

Laxinum slátrað beint úr kvíunum

Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Risastórt laxasláturskip er í ferðum milli Dýrafjarðar og Ísafjarðarhafnar og þaðan fara flutningabílar á 50 mínútna fresti til Suðurnesja og austur á land þar sem laxinum er pakkað til útflutnings. Aðstaða til að starfrækja þetta óvenjulega sláturhús, sem er dreift um landið, var sett upp á mettíma til að leysa tímabundinn vanda í slátrun hjá Arctic Fish. Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 159 orð | 1 mynd

LED-skilti verður við Egilshöll

Áberandi auglýsingaskilti hefur sett svip sinn á nágrenni Egilshallar í Grafarvogi. Þetta er flettiskilti eins og tíðkaðist þegar leyfi var veitt fyrir skiltinu árið 2006. En nú á breyta því í LED-ljósaskilti í takt við nútímatækni Meira
2. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Leitað að skjölum í sumarhúsi forsetans

Húsleit á vegum bandaríska dómsmálaráðuneytisins var gerð í sumarhúsi Joe Bidens Bandaríkjaforseta í gær í tengslum við rannsókn þess á ólögmætri vörslu leynilegra skjala ríkisins. Lögfræðingur Bidens, Bob Bauer, sagði leitina ekki hafa verið… Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 278 orð | 1 mynd

Lögreglan leitar liðsinnis

Embætti ríkislögreglustjóra (RLS) hefur sent út viðvörun til ríkislögreglustjóra á Norðurlöndunum og embætti þeirra látin vita að hugsanlega verði formlega óskað eftir aðstoð frá lögregluembættum þar Meira
2. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 1069 orð | 3 myndir

Milljarða hagsmunir í húfi

Fréttaskýring Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Ingvi Hrafn Óskarsson, lögmaður nokkurra einstaklinga sem vilja að íslenskir viðskiptabankar útskýri betur í skilmálum lánasamninga hvernig þeir taka ákvarðanir um vaxtahækkanir breytilegra fasteignalána, segir í samtali við Morgunblaðið að Héraðsdómur Reykjaness hafi nú ákveðið að beina spurningu vegna skilmála í lánasamningum Íslandsbanka til EFTA-dómstólsins. Málin voru höfðuð í tengslum við vaxtamál Neytendasamtakanna. Milljarða hagsmunir eru í húfi. Meira
2. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Munu vélmenni bjarga heiminum?

Átta vélmenni sem líkjast mönnum verða helsta aðdráttaraflið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um gervigreind í þágu heimsins sem haldin verður í Genf 6.-7. júlí nk. „Það er okkur öllum í hag að við getum mótað gervigreind hraðar en hún muni móta… Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 1131 orð | 3 myndir

Mörgum spurningum enn ósvarað

Viðtal Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 142 orð

Nánara samstarf almannavarna

Yfirmenn almannavarna í Danmörku, Finnlandi, Íslandi, Noregi og Svíþjóð samþykktu á dögunum aukið samstarf á milli stofnana sinna í takt við nýjar áherslur og áskoranir. „Norðurlöndin hafa um árabil unnið náið saman á sviði almannavarna með góðum árangri Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 237 orð | 2 myndir

Ný göngu- og hjólabrú yfir Glerá á Akureyri

Nýja brúin mun bæta öryggi fyrir gangandi og hjólandi fólk, núverandi leið yfir brúna á Glerá er mjög nálægt bílaumferðinni,“ segir Andri Teitsson formaður umhverfis- og mannvirkjaráðs á Akureyri en nú liggja fyrir frumdrög að nýrri göngu- og… Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 497 orð | 2 myndir

Nýr Royal-búðingur væntanlegur

Royal-búðingarnir hafa verið fastur liður á matseðli þjóðarinnar og sjálfsagt muna margir eftir því þegar Eitt sett búðingurinn kom á markað í fyrra og seldist upp. Svo mikil voru lætin að starfsfólk verslana hafði ekki undan að fylla á Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Nýsköpunarverðlaun forsetans afhent

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í vikunni. Verðlaunin hlutu þeir Axel Pálsson, Tómas Frostason og Tómas Orri Pétursson fyrir verkefnið „Vélræn endurhæfing í heimahúsi með sýndarveruleika“ Meira
2. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 664 orð | 2 myndir

RLS virkjar fyrsta stig samstarfs

Hundruð lögreglumanna frá öllum lögregluembættum landsins munu sinna öryggisgæslu á leiðtogafundi Evrópuráðsins sem haldinn verður í Reykjavík dagana 16.-17. maí nk. Embætti ríkislögreglustjóra (RLS) hefur sent út viðvörun til ríkislögreglustjóra á… Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 557 orð | 3 myndir

Róttækra breytinga þörf í rekstri Strætó

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Staða Strætó er alvarleg og verður félagið rekið frá degi til dags þar til stefnumótandi ákvörðun verður tekin um reksturinn. Sú ákvörðun kann að verða tekin eftir að hópur fjármálastjóra sveitarfélaganna sem standa að Strætó skilar af sér tillögum um fjárhagsskipan Strætó til framtíðar um næstu mánaðamót. Þetta segir Magnús Örn Guðmundsson, formaður stjórnar Strætó bs. Ekki sé boðlegt fyrir stjórnendur að fyrirtækið sé í þessari spennitreyju, nú þegar sé búið að hagræða töluvert. Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 804 orð | 3 myndir

Saman á ný eftir rúmlega 70 ár

Hér er garmurinn. Ég þori ekki að þvo hana, ég er hrædd um að hún detti í sundur, enda hefur hún safnað ryki hreyfingarlaus í meira en sjötíu ár. Hún var bókstaflega loðin af ryki þegar við hittumst aftur, en ég lét duga að dusta hana,“ segir Helga R Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 511 orð | 3 myndir

Sá söguna fyrir sér sem bíómynd

Viðtal Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég er mjög sáttur við útkomuna. Hasarinn er gegndarlaus og hvergi dauður punktur og leikararnir standa sig allir vel,“ segir Arnaldur Indriðason rithöfundur. Meira
2. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 1045 orð | 5 myndir

Skákeinvígið 1972 sló allt annað út

Sviðsljós Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 182 orð | 5 myndir

Skólasetning Pizzaskólans

Að sögn Jóns Arnars Guðbrandssonar, eigenda Grazie Trattoria, hefur skólinn fengið frábærar viðtökur. „Við byrjuðum að auglýsa hann fyrir jól og það má með sanni segja að hann hafi slegið í gegn enda hefur verið fullbókað hjá okkur síðan hann… Meira
2. febrúar 2023 | Erlendar fréttir | 110 orð | 1 mynd

Stærsta verkfall Breta frá 2012

Hálf milljón Breta lagði í gær niður störf í stærstu verkfallsaðgerðum landsins í meira en áratug. Kennarar, lestarstarfsmenn og landamæraverðir hófu verkföll í gær, en áður hafa hjúkrunarfræðingar, póststarfsmenn og lögfræðingar lagt niður störf Meira
2. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 430 orð | 1 mynd

Vandasöm framkvæmd við Klepp

Bygging 26 þúsund fermetra miðstöðvar fyrir löggæslu- og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu (HVH) við Kleppsspítala er eitt stærsta og dýrasta verkefni ríkisins á næstu árum. Framkvæmdin verður jafnframt vandasöm, enda í nágrenni við eitt mikilvægasta geðsjúkrahús landsins Meira
2. febrúar 2023 | Fréttaskýringar | 1119 orð | 4 myndir

Velgengni er sameiginlegur árangur

Sviðsljós Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 368 orð | 2 myndir

Vilja auka sölu Biblíunnar

Lítil sala Biblíunnar hér á landi undanfarin ár bjó að baki ákvörðun Biblíufélagsins að taka á ný við útgáfu hennar en hún hefur verið í höndum Forlagsins undanfarin ár. Þetta segir Halldór Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri félagsins Meira
2. febrúar 2023 | Innlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Ærslaleikur Halaleikhóps

Halaleikhópurinn heldur upp á 30 ára afmæli sitt með frumsýningu á leikritinu Obbosí, eldgos! föstudaginn 10. febrúar nk. Halaleikhópurinn er blandaður leikhópur þar sem fatlaðir og ófatlaðir leika og stýra leikfélaginu jöfnum höndum Meira

Ritstjórnargreinar

2. febrúar 2023 | Leiðarar | 645 orð

Að bregðast eða bregðast við

Strætó stefnir að óbreyttu í þrot en samt er borgarlínan keyrð áfram Meira
2. febrúar 2023 | Staksteinar | 232 orð | 1 mynd

Blaðamennskan sveigð og beygð

Sigurður Már Jónsson blaðamaður gerir Twitter-skjölin að umfjöllunarefni í pistli á mbl.is, en þau byggjast á upplýsingum frá Twitter eftir að Elon Musk hleypti blaðamönnum í gögn fyrirtækisins. Sigurður Már segir ekki annað hægt „en að undrast þá ritstýringu sem fram hefur farið á samfélagsmiðlunum og hvernig starfsmenn þeirra hafa látið misnota sig í pólitískum tilgangi,“ eins og þessi gögn sýni. Meira

Menning

2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 232 orð | 1 mynd

18% toppmynda í leikstjórn kvenna

Aðeins 18% af þeim 250 kvikmyndum sem skiluðu mestum hagnaði í fyrra og framleiddar voru í Bandaríkjunum voru í leikstjórn kvenna. Það er einu prósentustigi meira en 2021. Þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem Martha Lauzen gerði… Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

„Fuser“ varpað á Hallgrímskirkju

Vetrarhátíð hefst í dag og stendur fram til 4. febrúar nk. Hátíðin fer fram í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Tilgang­urinn með henni er að lífga upp á borgarlífið á dimmustu vetrarmánuðunum með því að tengja saman ólíka menningarlega … Meira
2. febrúar 2023 | Fólk í fréttum | 779 orð | 5 myndir

Aðeins einn næstum verið rekinn

Það var ekki lítið hlegið í stúdíói K100 þegar hluti karlakórsins Fjallabræðra mætti í Ísland vaknar. Þeir Haldór Gunnar Pálsson, kórstjóri Fjallabræðra, og Þorsteinn Bragi Jónínuson, stundum kallaður Steini sleggja, einn af meðlimum kórsins, mættu… Meira
2. febrúar 2023 | Fólk í fréttum | 1051 orð | 11 myndir

Að fara mýkri höndum um lífsreynsluna

Það var þéttsetinn bekkurinn þegar förðunarmeistarinn Ísak Freyr Helgason hélt förðunarnámskeið í MakUp Studio Hörpu Kára. Fyrir þá sem ekki þekkja Ísak þá er hann einn af fremstu förðunarmeisturum landsins Meira
2. febrúar 2023 | Bókmenntir | 860 orð | 3 myndir

Á flótta frá hryllingi þrælahaldsins

Skáldsaga Neðanjarðarjárnbrautin ★★★★★ Eftir Colson Whitehead. Árni Óskarsson þýddi. Bjartur – Neon ritröð, 2022. Kilja, 315 bls. Meira
2. febrúar 2023 | Kvikmyndir | 595 orð | 2 myndir

Á vítisvöllum fyrra stríðs

Netflix Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum ★★★★· Leikstjóri: Edward Berger. Handrit: Edward Berger, Lesley Paterson og Ian Stokell. Byggt á skáldsögu Erichs Maria Remarque. Aðalleikarar: Felix Kammerer, Albert Schuch og Aaron Hilmer. Þýskaland. 148 mín. Meira
2. febrúar 2023 | Fólk í fréttum | 742 orð | 4 myndir

„Verður algjör sturlun“

Það er aldrei lognmolla í söngnum hjá söngkonunni og leikstjóranum Gretu Salóme, jafnvel ekki í fæðingarorlofinu en hún átti son sinn Bjart Elí 24. nóvember síðastliðinn. Hún byrjaði fljótlega eftir fæðingu að vinna að því að leikstýra… Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 203 orð | 1 mynd

Brotakennd saga

Sýningin Að rekja brot verður opnuð í Gerðarsafni í dag, fimmtudaginn 2. febrúar, kl. 18. Er það samsýning myndlistarmannanna Kathy Clark, Söshu Huber, Hugo Llanes, Fridu Orupabo, Inuuteq Storch og Abdullah Qureshi sem í tillkynningu eru sögð rekja… Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 141 orð | 1 mynd

Brúa bilið milli myndlistar og vísinda

Sýningin Viðnám, þverfagleg sýning fyrir börn á öllum aldri, verður opnuð í Safnahúsinu á morgun, 3. febrúar. Opnunin er hluti af Safnanótt en sýningin stendur til 26. mars Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 167 orð | 1 mynd

Fisléttar fjaðrir Jónínu

Einkasýning Jónínu Mjallar Þormóðsdóttur, Allt um kring, verður opnuð í dag kl. 18 í Listasafni Einars Jónssonar. Sýningin er í völdum rýmum safnsins og á morgun, á safnanótt, býður Jónína Mjöll upp á þrjár leiðsagnir um sýninguna Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 1482 orð | 2 myndir

Harðfiskur og gerjuð mjólk

Í Kalmanstungu skildum við lausu hestana eftir og tókum með okkur mann sem ætlaði að vera leiðsögumaður okkar í hellinn en til að komast þangað þurfti að fara eina og hálfa mílu. Í dalnum þar sem hellirinn er, en hann er einn sá merkasti á Íslandi, eru alls konar stórmerkilegar minjar um eldsumbrot Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 135 orð | 1 mynd

Henrik Nordbrandt látinn, 77 ára að aldri

Danski rithöfundurinn Henrik Nordbrandt er látinn, 77 ára að aldri, eftir stutt veikindi. Nordbrandt hóf rithöfundarferil sinn með því að senda frá sér ljóðabók 1966 og í kjölfarið fylgdu yfir 40 bækur Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 597 orð | 1 mynd

Hvað er að frétta?

Fréttatíminn sem fyrirbæri verður rannsakaður í sviðsverkinu Í fréttum er þetta helst, sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld, 2. febrúar. Annalísa Hermannsdóttir, Hákon Örn Helgason, Katrín Helga Ólafsdóttir og Magnús Thorlacius mynda… Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 212 orð | 1 mynd

Líkamlegt fyrirbæri og myndræn túlkun

Gunnhildur Þórðardóttir opnar myndlistarsýninguna Brot í Litla galleríinu í Hafnarfirði í dag kl. 18. Hún sýnir ný verk og bæði tví – og þrívíð sem fjalla um brot, bæði sem líkamlegt fyrirbæri en einnig sem myndræn túlkun, eins og því er lýst í tilkynningu Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 204 orð | 2 myndir

Málþing um Leiklistarskóla SÁL

Málþing um Leiklistarskóla SÁL, samtal um tilurð og sögu skólans verður haldið í Þjóðarbókhlöðunni í dag, fimmtudag, milli kl. 16 og 18. Fundarstjóri er Lísa Pálsdóttir, leikari og dagskrárgerðarmaður Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 1106 orð | 1 mynd

Mikilvirkari en hann lætur yfir sér

Gallerí Gangur er líklega elsta einkarekna gallerí landsins sem starfað hefur samfellt frá stofnun eins og segir í kynningartexta um sýninguna Gallerí Gangur í 40 ár sem opnuð verður á Listasafni Íslands á morgun, 3 Meira
2. febrúar 2023 | Fjölmiðlar | 231 orð | 1 mynd

Mikilvæg rödd

Franski rithöfundurinn Edouard Louis var gestur danska fréttaskýringaþáttarins Deadline 9. janúar sl. en þáttinn má nálgast á dr.dk fram til 8. febrúar. Í samtalinu, sem fram fór á ensku, ræddi Louis um bakgrunn sinn og átakanlega reynslu Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 63 orð | 1 mynd

Osmo Vänskä stjórnar Erin Keefe á tónleikum í Eldborg Hörpu í kvöld

Osmo Vänskä, heiðursstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Íslands, stjórnar eigin verki á tónleikum sveitarinnar í Eldborg Hörpu í kvöld kl. 19.30. Á efnisskránni eru einnig Fiðlukonsert eftir Kurt Weill, þar sem Erin Keefe leikur einleik, og Sinfónía nr Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Stormkrókur heldur tónleika í Mengi

Raftónlistar­dúettinn Stormkrókur heldur tónleika í menningarhúsinu Mengi í kvöld kl. 20. Stormkrókur var stofnaður árið 2020 sem viðbragð við takmörkunum á tónleikahaldi á Covid-tímum. Tónlist sveitarinnar er innblásin af hljóðum, aðferðum og… Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Tónleikasýning á Hárinu í Laugardalshöll

Tónleikasýning unnin upp úr söngleiknum Hárið verður frumsýnd 27. maí í Laugardalshöll. Á henni verða flutt lögin úr söngleiknum og fleiri góðkunn lög frá frá hippatímabilinu af söngvurum, Stuðlabandinu, brasssveit og slagverksleikurum og einnig… Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Tríó Baldvins með Bogomil Font

Tríó Baldvins Hlynssonar kemur fram með Bogomil Font í kvöld kl. 21 á Edition hótelinu í Reykjavík. Verður boðið upp á tónlistarhlaðborð með lögum úr amerísku söngbókinni í bland við sígild popplög í djassútgáfum og jafnvel calypso Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 68 orð | 1 mynd

Úbbs, ég hafði enga vitneskju um þetta

Sænska tónlistarkonan Zara Larsson hefur beðist afsökunar á klæðnaði sínum við verðlaunaafhendingu sænskra tónlistarverðlauna sem nefnast P3. Larsson klæddist fötum með merkjum ýmissa þungarokkshljómsveita, þeirra á meðal Burzum Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 140 orð | 1 mynd

Var í símanum á skotfæraæfingu

Alec Baldwin var upptekinn í símanum meðan á skotfæraæfingu stóð fyrir tökur kvikmyndarinnar Rust, að því er fram kemur í ákæru saksóknaraembættis Santa Fe í Nýju-Mexíkó. Í ákærunni er Baldwin sakaður um margvíslega vanrækslu og ófagleg vinnubrögð… Meira
2. febrúar 2023 | Myndlist | 1008 orð | 4 myndir

Vaxtarsprotar Hildar Hákonardóttur

Kjarvalsstaðir Rauður þráður ★★★★★ Sýning á verkum myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur. Sýningarstjóri: Sigrún Inga Hrólfsdóttir. Sýningin var opnuð 14. janúar 2023 og stendur til 12. mars 2023. Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 95 orð | 1 mynd

Þjóðsögur, ævintýri og ímyndunarafl

Andardráttur á glugga nefnist sýning sem opnuð verður í Ásmundarsafni á morgun, föstudag, kl. 17. Þar verður verkum Siggu Bjargar Sigurðardóttur stillt upp með verkum Ásmundar Sveinssonar en Listasafn Reykjavikur hefur um nokkurt skeið kynnt ný verk … Meira
2. febrúar 2023 | Menningarlíf | 148 orð | 1 mynd

Ætlar aðeins að taka þátt á netinu

Rithöfundurinn Salman Rushdie ku vera á batavegi eftir að ráðist var á hann fyrir fimm mánuðum með þeim afleiðingum að hann missti sjón á öðru auga og hreyfigetu í annarri hendi. Rushdie segist nú ekki ætla að taka þátt í kynningarviðburðum tengdum… Meira

Umræðan

2. febrúar 2023 | Aðsent efni | 501 orð | 1 mynd

Eiga yngstu börnin heima í leikskólum?

Steindór Tómasson: "Sveitarfélögin svara kalli þeirra sem þau telja helstu hagsmunaaðila, það er foreldra og atvinnulífs. Yngstu börnin hafa ekki rödd í samfélaginu." Meira
2. febrúar 2023 | Aðsent efni | 699 orð | 1 mynd

Margþætt hlutverk langbylgjustöðva RÚV

Kristján Benediktsson: "Ef einungis væri rekið eitt útsendingarkerfi (FM) í stað tveggja (FM+LB) þýddi það mun minna kerfislægt öryggi, því ef FM dettur út er ekkert sem tekur sjálfkrafa við." Meira
2. febrúar 2023 | Pistlar | 402 orð | 1 mynd

Neitunarvald forseta Alþingis

Undanfarin ár hafa fjölmiðlar, með Viðskiptablaðið í fararbroddi, reynt að fá afhenta greinargerð Sigurðar Þórðarsonar, þá setts ríkisendurskoðanda, um Lindarhvol. Til upprifjunar þá setti fjármála- og efnahagsráðherra á stofn Lindarhvol árið 2016… Meira
2. febrúar 2023 | Aðsent efni | 535 orð | 1 mynd

Samgöngusáttmáli eða skattheimtusáttmáli?

Kjartan Magnússon: "Með slíkum skatti fengju Reykvíkingar yfir sig einhverja mestu gjaldahækkun sem um getur." Meira
2. febrúar 2023 | Aðsent efni | 364 orð | 1 mynd

Svik á kosningaloforði

Helga Þórðardóttir: "Fulltrúar Samfylkingar, Viðreisnar, Vinstri-grænna, Pírata og Framsóknarflokksins lögðust allir gegn því að stimpilklukka væri afnumin þvert gegn því sem þeir höfðu lofað." Meira
2. febrúar 2023 | Aðsent efni | 696 orð | 1 mynd

Um samkeppnisreglur og landbúnað

Páll Gunnar Pálsson: "Undanþáguheimildir til íslenskra mjólkurafurðastöðva og frumvarpsdrögin ganga lengra en í Noregi og innan ESB." Meira
2. febrúar 2023 | Aðsent efni | 721 orð | 1 mynd

Um veggjöld og hagkvæmni samgöngumannvirkja

Þórarinn Hjaltason: "Ef við tökum orð framkvæmdastjórans bókstaflega verða þau ekki skilin öðruvísi en svo að borgarlínan muni ekki hamla gegn aukningu umferðartafa" Meira

Minningargreinar

2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 635 orð | 1 mynd

Anna Margrét Sigurðardóttir

Anna Margrét Sigurðardóttir fæddist 8. júlí 1934. Hún lést 15. október 2022, á hjúkrunarheimilinu Brákarhlíð. Foreldrar hennar voru Sigurður Magnússon og Sæunn Bjarnadóttir. Systkini hennar voru Guðveig S. Sigurðardóttir og Sigríður Sigurðardóttir. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2011 orð | 1 mynd

Einar Viðar Júlíusson

Einar Viðar Júlíusson fæddist í Keflavík 20. ágúst 1944. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum 21. janúar 2023. Foreldrar hans voru Júlíus Jónsson, f. 19.7. 1907, d. 29.1. 1986, bifreiðarstjóri, og Jónína Ingveldur Vilborg Árnadóttir, f. 16.7. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 637 orð | 1 mynd

Erla Guðrún Gunnarsdóttir

Erla Guðrún Gunnarsdóttir fæddist í Syðra-Vallholti í Seyluhreppi í Skagafirði 28. maí 1929. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki 14. janúar 2023. Móðir hennar var Ragnildur Erlendsdóttir, f. 8. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 699 orð | 1 mynd

Erling Einarsson

Erling Einarsson fæddist 7. ágúst 1938 að Skriðuklaustri í Fljótsdal. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð 24. janúar 2023. Foreldrar Erlings voru Helga Friðbjarnardóttir frá Staðartungu í Hörgárdal, f. 6. sept. 1903, d. 21. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2258 orð | 1 mynd

Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir

Hólmfríður Inga Eyþórsdóttir fæddist 18. júlí 1971. Hún lést 13. janúar 2023. Útförin fór fram 30. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 771 orð | 1 mynd

Jóhan Hendrik Winther Poulsen

Jóhan Hendrik Winther Poulsen, fv. prófessor í norrænum málum, sérstaklega færeysku, við Fróðskaparsetur Færeyja, fæddist í Sumba á Suðurey 20. júní 1934. Hann lést 19. desember 2022, 88 ára að aldri. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 474 orð | 1 mynd

Jóhann Jónmundsson

Jóhann Jónmundsson fæddist 7. september 1942 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 16. janúar 2023. Foreldrar hans voru Jónmundur Sveinn Einarsson, f. 27. september 1902, d. 3. júní 1980, og Sigurlilja Bjarnadóttir, f. 18. ágúst 1906,... Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1406 orð | 1 mynd

Jón Stefánsson

Jón Stefánsson, rennismiður og kennari, fæddist í Ási, Ásahreppi, Rangárvallasýslu 7. október 1939. Hann andaðist 25. janúar 2023 á Landspítalanum. Foreldrar hans voru hjónin Stefán Jónsson smiður, f. 29. maí 1897 í Ási, Ásahreppi, Rangárvallasýslu, d. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1105 orð | 1 mynd

Jón Ölver Pétursson

Jón Ölver Pétursson fæddist í Drápuhlíð í Helgafellssveit á Snæfellsnesi 25. júlí 1933. Hann lést á Landspítalanum 11. janúar 2023. Foreldrar hans voru Pétur Jónsson, f. 6. október 1894, d. 8. ágúst 1987, og Lára Sigríður Björnsdóttir, f. 31. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 563 orð | 1 mynd

Karl Diðrik Björnsson

Karl Diðrik Björnsson fæddist í Reykjavík 7. desember 1953. Hann lést 21. desember 2022. Foreldrar hans voru Fanney Dagmar Arthúrsdóttir, f. 1930, d. 2014, og Björn Axelsson, f. 1930, d. 1982. Uppeldisfaðir Karls er Ólafur Helgi Grímsson, f. 1931. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 890 orð | 1 mynd

Magnús Finnur Jóhannsson

Magnús Finnur Jóhannsson (Finni) var fæddur 28. júlí 1955. Hann lést á heimili sínu 19. janúar 2023. Foreldrar hans voru Lára Jónína Árnadóttir, f. 25. júlí 1928, d. 13. nóvember 2013, og Jóhann Valberg Sigurjónsson, f. 23. janúar 1925, d. 17. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 580 orð | 1 mynd

Matthías Ingimarsson

Matthías Ingimarsson fæddist 4. febrúar 1965. Hann lést 23. desember 2022. Útför Matthíasar fór fram 6. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 2362 orð | 1 mynd

Sólveig Guðfinna Stígsdóttir Sæland

Sólveig Guðfinna Stígsdóttir Sæland fæddist í Hafnarfirði 26. ágúst 1928. Hún lést á líknardeild Landakotsspítala í Reykjavík 18. janúar 2023. Foreldrar hennar voru Stígur Sveinsson Sæland lögregluþjónn í Hafnarfirði, f. 30.11. 1890, d. 21.4. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 679 orð | 1 mynd

Unnur Hermannsdóttir

Unnur Hermannsdóttir fæddist á Bjargi á Flatey á Skjálfanda 8. janúar 1931. Hún lést á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. janúar 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Hermann Jónsson útvegsbóndi frá Krosshúsum í Flatey, f. 29.8. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 454 orð | 1 mynd

ValdísÁrnadóttir

Valdís Árnadóttir fæddist 16. júní 1938. Hún lést 10. janúar 2023. Útför hennar fór fram 20. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók
2. febrúar 2023 | Minningargreinar | 1479 orð | 1 mynd

Vilborg Pétursdóttir

Vilborg Pétursdóttir fæddist 11. febrúar 1932. Hún lést 19. janúar 2023. Útför fór fram 30. janúar 2023. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

2. febrúar 2023 | Sjávarútvegur | 201 orð

Vilja vinna á kynjahalla

Útvíkka þarf gildissvið löggjafar um kynjakvóta í stjórnum þannig að skyldan nái til hagsmuna- og félagasamtaka yfir ákveðinni stærð og kveði þannig á um að eitt kyn (karl, kona eða kvár) skuli ekki vera hærra hlutfall en 60% stjórnar Meira
2. febrúar 2023 | Sjávarútvegur | 815 orð | 1 mynd

Þrjár ákvarðanir um veiðileyfissviptingar í janúar

Fiskistofa birti þrjár ákvarðanir um veiðileyfasviptingar í janúar og snúa þær allar að brottkasti. Eitt mál hefur verið kært til lögreglu og vekur athygli að það er annað skipið sem Nesfiskur gerir út sem kært er til lögreglustjórans á Suðurnesjum á rúmum mánuði Meira

Daglegt líf

2. febrúar 2023 | Daglegt líf | 361 orð | 2 myndir

Aldarfjórðungur síðan mbl.is var opnaður

Það er óhætt að segja að spenna hafi verið í loftinu í húsi Morgunblaðsins í Kringlunni í Reykjavík að kvöldi sunnudagsins 1. febrúar 1998 þegar lögð var lokahönd á fréttavef, sem átti að opna á miðnætti aðfaranætur mánudagsins Meira

Fastir þættir

2. febrúar 2023 | Dagbók | 61 orð | 1 mynd

Bjarnarandlit fannst á Mars

Mynd frá NASA sem tek­in var á plán­et­unni Mars hef­ur vakið gíf­ur­­­lega at­hygli en hún þykir minna á bjarn­ar­and­lit. „Nefið“ er raun­ar V-laga hóll og „aug­un“ eru mótuð úr tveim­ur gíg­um, sam­kvæmt niður­stöðum Arizona-rík­is­háskól­ans Meira
2. febrúar 2023 | Í dag | 178 orð

Hrópið. N-Enginn

Norður ♠ 6 ♥ D873 ♦ K853 ♣ Á853 Vestur ♠ ÁG109743 ♥ G962 ♦ D9 ♣ -- Austur ♠ D82 ♥ Á104 ♦ 72 ♣ KD764 Suður ♠ K5 ♥ K6 ♦ ÁG1064 ♣ G1092 Suður spilar 5♦ doblaða Meira
2. febrúar 2023 | Dagbók | 35 orð | 1 mynd

Hættulegt ef málfrelsið glatast

Arnar Þór Jónsson lögmaður ræðir um mikilvægi þess að standa vörð um frelsi fólks til að móta sér sjálfstæðar skoðanir. Hann segir stjórnvöld hafa gengið of langt í því að takmarka tjáningarfrelsi á tímum heimsfaraldurs. Meira
2. febrúar 2023 | Í dag | 1073 orð | 2 myndir

Leiddi yfirkjörstjórn í 14 kosningum

Sveinn Sveinsson er fæddur 2. febrúar 1948 í Drápuhlíð 13 í Reykjavík, og ólst þar upp og bjó þar til hann stofnaði sitt eigið heimili. „Ég fór fimm ára gamall í sveit í Kjósina og sjö ára gamall að Hvítadal í Dalasýslu Meira
2. febrúar 2023 | Í dag | 273 orð

Með sínu göngulagi

Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði: Kjarna mylur kuldabylur, klatrast ylur beinum frá. Kvíða dylur, kergju hylur, kvæði þylur skáldið þá. Philip Vogler Egilsstöðum svarar: Oddhent Gunnars góð mér finnst, geri aðrir betur! Manni í hjarta yljar innst þó allt sé tal um vetur Meira
2. febrúar 2023 | Í dag | 67 orð

Sáttir eru þeir sem kemur vel saman eða sem hafa sæst. Að vera sáttur við…

Sáttir eru þeir sem kemur vel saman eða sem hafa sæst. Að vera sáttur við e-ð er að láta sér e-ð (vel) lynda Meira
2. febrúar 2023 | Í dag | 165 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. Bf4 c5 4. e3 Rc6 5. Rbd2 cxd4 6. exd4 Bg4 7. c3 e6 8. Db3 Dc8 9. h3 Bxf3 10. Rxf3 Re4 11. Bd3 Bd6 12. Be3 Rf6 13. 0-0 0-0 14. Hae1 Dc7 15. Dd1 Hae8 16. Bg5 Bf4 17. Bxf6 gxf6 18 Meira
2. febrúar 2023 | Í dag | 323 orð | 1 mynd

Thorvald K. Imsland

80 ára Thorvald er Reykvíkingur og ólst upp á Brávallagötunni. „Ég bjó síðan í Breiðholti, var einn af frumbyggjunum þar, en flutti til Hveragerðis þegar ég fór að vinna á Selfossi.“ Thorvald vann í kjötskurðardeild Sláturfélags Suðurlands eftir að hafa lært kjötiðn hjá félaginu Meira

Íþróttir

2. febrúar 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Brady hættur fyrir fullt og allt

Leikstjórnandinn Tom Brady hefur tilkynnt að hann sé hættur í ameríska fótboltanum fyrir fullt og allt, 45 ára að aldri. Hann tilkynnti þetta sama fyrir ári síðan en hætti við að hætta og tók eitt tímabil enn með Tampa Bay Buccaneers Meira
2. febrúar 2023 | Íþróttir | 62 orð | 1 mynd

Chelsea keypti fyrir 99 milljarða

Þegar kaup enska knattspyrnufélagsins Chelsea á argentínska miðjumanninum Enzo Fernández eftir miðnættið í fyrrakvöld voru staðfest, fyrir tæpar 107 milljónir punda, lá fyrir að félagið hefði keypt átta leikmenn fyrir 318 milljónir punda í janúar Meira
2. febrúar 2023 | Íþróttir | 85 orð | 1 mynd

Jón missir af öðru tímabili

Knattspyrnumaðurinn Jón Guðni Fjóluson missir af sínu öðru tímabili í röð með Hammarby í Svíþjóð en félagið skýrði frá því í gær. Jón sleit krossband í hné seint á árinu 2021 og lék ekkert á síðasta ári Meira
2. febrúar 2023 | Íþróttir | 1880 orð | 2 myndir

Kemur að því að taka stærra skref

Knattspyrnumaðurinn Hákon Arnar Haraldsson hefur skotist hratt upp á stjörnuhimininn en hann er samningsbundinn stórliði København í Danmörku. Hákon Arnar, sem er einungis 19 ára gamall, er uppalinn hjá ÍA á Akranesi en hann gekk til liðs við danska félagið sumarið 2019 Meira
2. febrúar 2023 | Íþróttir | 285 orð | 1 mynd

Lovísa Thompson, landsliðskona í handknattleik, mun ekki leika með norska…

Lovísa Thompson, landsliðskona í handknattleik, mun ekki leika með norska úrvalsdeildarliðinu Tertnes út þetta tímabil, eins og til stóð. Félagið tilkynnti um komu Lovísu í desember, að láni frá Val, en vegna meiðsla var samningi hennar við félagið rift Meira
2. febrúar 2023 | Íþróttir | 75 orð | 1 mynd

Sara mætt til æfinga á ný

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir hefur jafnað sig á meiðslum sem hún hefur verið að glíma við að undanförnu og er byrjuð að æfa með liði sínu Juventus að nýju. Sara Björk hefur ekkert leikið með Juventus í tæpa tvo mánuði, eða síðan hún fór … Meira
2. febrúar 2023 | Íþróttir | 238 orð | 1 mynd

Sú stund þegar Ísland þarf að spila sinn fyrsta heimaleik á erlendri…

Sú stund þegar Ísland þarf að spila sinn fyrsta heimaleik á erlendri grundu nálgast hægt og bítandi. Við vitum ekki nákvæmlega enn þá í hvaða íþróttagrein það verður. Nægja áætlanir um nýja þjóðarhöll til þess fá undanþágur fyrir heimaleikina í… Meira
2. febrúar 2023 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Topplið Keflavíkur aftur á sigurbraut

Topplið Keflavíkur átti ekki í neinum vandræðum með að vinna 99:51-sigur á botnliði ÍR er liðin mættust í 19. umferð Subway-deildar kvenna í körfubolta í gærkvöldi. Keflavík fór inn í hálfleikinn með 50:31-forskot og ljóst í hvað stefndi í seinni hálfleik Meira
2. febrúar 2023 | Íþróttir | 56 orð | 1 mynd

Úrslitaleikur milli Víkings og Fram

Fyrsti úrslitaleikur ársins í fótboltanum fer fram í kvöld þegar Víkingur og Fram leika til úrslita um Reykjavíkurmeistaratitilinn í karlaflokki. Leikur liðanna fer fram á Víkingsvellinum og hefst klukkan 19 Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.