Greinar miðvikudaginn 15. mars 2023

Fréttir

15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 344 orð | 1 mynd

„Vakti ýmsar tilfinningar“

Katrín Jakobsdóttir segir ferð sína til Úkraínu hafa verið afar gagnlega, en hún hitti Volodimír Selenskí Úkraínuforseta í gær, auk þess sem hún kynnti sér vegsummerki árásarstríðs Rússa á Úkraínu, þar á meðal á vettvangi fjöldamorðanna í Bútsja, þorpi í útjaðri höfuðborgarinnar Kænugarðs Meira
15. mars 2023 | Fréttaskýringar | 523 orð | 2 myndir

Afurðahæsta sauðfjárbúið í áratug

Sauðfjárbú Eiríks Jónssonar í Gýgjarhólskoti í Biskupstungum var með mestu meðalafurðir allra búa landsins á síðasta ári, samkvæmt skýrsluhaldi sem Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heldur utan um. Það telst raunar varla til tíðinda því búið hefur náð … Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 370 orð | 2 myndir

Áformin gætu verið háð umhverfismati

Kristján Jónsson kris@mbl.is Möguleg endurnýjun á vindmyllum í Þykkvabæ er nú á borði Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umferðarnefnd Rangárþings ytra tók málið fyrir á fundi fyrr í mánuðinum en í fundargerð kemur fram að mat skipulagsnefndarinnar sé að framkvæmdin geti verið háð umhverfismati framkvæmda. Sveitarstjórnin tók undir þau sjónarmið. Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

Áform um mikla stækkun

Áformað er að stækka Keflavíkurflugvöll um á fjórða hundrað þúsund fermetra eða sem nemur ríflega fimmföldum grunnfleti Smáralindar. Þetta má lesa úr skýrslu VSÓ vegna umhverfismats fyrirhugaðra framkvæmda Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 461 orð | 3 myndir

Bóndinn og Bítlarnir

„Bítlarnir breyttu öllu. Þetta finnur maður vel í Liverpool en þar er sögu hljómsveitarinnar gert hátt undir höfði með söfnum, skoðunarferðum, tónlistarviðburðum og minjagripasölu. Að tala um Bítlaborgina á vel við,“ segir Ólafur Páll Gunnarsson, útvarpsmaður í Rokklandi Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Fjöldi hunda er talinn 10 þúsund

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Fjöldi skráðra hunda í Reykjavík var tæplega 2.500 um síðustu áramót. Raunverulegur fjöldi hunda er hins vegar áætlaður um 10 þúsund þar sem meirihluti hunda er óskráður. Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 98 orð

Glerbrotum rigndi inn á hárgreiðslustofu

Mikl­ar skemmd­ir urðu á hársnyrti­stof­unni Hár­fjelagið í Álf­heim­um eft­ir að bíl var ekið á rúðu stof­unn­ar í gær. Fjór­ir voru þar inni þegar óhappið varð. Hársnyrt­ar stof­unn­ar segja eng­an hafa slasast hjá sér en at­vikið hafi verið þeim og kúnn­un­um mikið áfall Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Járnsmiðir logsjóða bryggju í kafi

Lagfæringar standa yfir á Hafnarfjarðarbryggju sem er komin til ára sinna, en tæring hefur valdið götum á klæðningu hennar, að sögn Einars Kára Björgvinssonar hjá Köfunarþjónustunni ehf. Járnsmiðir með atvinnukafararéttindi eru sendir undir yfirborð … Meira
15. mars 2023 | Erlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Kaupa allt að 8 kafbáta

Anthony Albanese, forsætisráðherra Ástralíu, Joe Biden Bandaríkjaforseti og Rishi Sunak, forsætisráðherra Bretlands, tilkynntu í fyrrinótt um kaup Ástrala á allt að átta kjarnorkuknúnum kafbátum frá Bandaríkjunum og Bretlandi, í tengslum við AUKUS-bandalag ríkjanna þriggja Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 273 orð | 1 mynd

MBF verður slitið og stofnað aftur

Félagi um hið fyrrum þekkta framleiðslufyrirtæki sunnlenskra kúabænda, Mjólkurbú Flóamanna, verður slitið formlega eftir sameiningu við samvinnufélagið Auðhumlu sem nú stendur yfir. En bændum þykir enn vænt um heitið og stofna því annað skúffufyrirtæki til að varðveita það áfram Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 538 orð | 1 mynd

Móðir með böggum hildar yfir leikskólamálum

„Fólk veit ekki hvað það á að gera og þetta er óviðunandi ástand,“ sagði Thelma Björk Wilson í samtali við mbl.is í gær, móðir sjö mánaða gamals barns, sem veit vart í hvorn fótinn hún á að stíga vegna stöðunnar í leikskólamálum Reykjavíkurborgar Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 254 orð | 1 mynd

Refsilaust verði að framleiða heima öl og léttvín

Tímabært er talið að aflétta fortakslausu banni við framleiðslu áfengis til einkaneyslu og er því lagt til í frumvarpsdrögum dómsmálaráðherra að bann við framleiðslu áfengis til einkaneyslu á áfengi sem inniheldur minna en 21% af hreinum vínanda verði afnumið Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 136 orð

Samgróin þjóðarsálinni

Hafinn er undirbúningur að skráningu sundlaugarmenningar og laufabrauðsgerðar á yfirlitsskrá UNESCO yfir óáþreifanlegan menningararf mannkyns. Gert er ráð fyrir að ferlið taki eitt ár og í skýrslu Árnastofnunar sem var unnin fyrir… Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Samgöngusáttmáli uppfærður

Ríkið og sex sveitarfélög sem standa að samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins hafa ákveðið að hefja undirbúning að því að uppfæra sáttmálann og gera viðauka við hann. Verkáætlun um uppfærsluna var samþykkt á fundi forsætisráðherra, fjármálaráðherra… Meira
15. mars 2023 | Erlendar fréttir | 722 orð | 1 mynd

Segir Bakhmút lykilinn að vörnum

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Valerí Salúsjní, yfirmaður Úkraínuhers, sagði í gær að orrustan um Bakhmút væri lykillinn að því að hægt væri að halda aftur af sókn Rússa, en harðir bardagar geisuðu enn í miðborg hennar í gær. Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 339 orð

Segir fleiri verða að axla ábyrgð

Í kjarasamningum sem gerðir voru á almennum vinnumarkaði í desember 2022 var ákveðið að taka upp sameiginlegt verðlagseftirlit. Samningsaðilar hittast einu sinni í mánuði og bera saman bækur sínar og til stendur að opna sérstaka matvælagátt á vefnum Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

Séríslensk sundlaugarmenning

Dóra Ósk Halldórsdóttir doraosk@mbl.is Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Sjaldgæfir jafn ferðafúsir ungar

„Við erum búin að vera að setja senda á fugla í nokkur ár, en það er misjafnt hvernig þeir hegða sér á fyrsta árinu. Sumir bara hanga heima og fara kannski nokkra kílómetra en halda sig í námunda við hreiðrið, en svo eru aðrir, eins og… Meira
15. mars 2023 | Fréttaskýringar | 505 orð | 1 mynd

Stækkunin á við fimm Smáralindir

Áformað er að stækka Keflavíkurflugvöll um á fjórða hundrað þúsund fermetra eða sem nemur ríflega fimmföldum grunnfleti Smáralindar. Fjallað er um þessi áform í skýrslu VSÓ vegna umhverfismats sem unnin var að frumkvæði Isavia Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 87 orð

Úrskurðaður í varðhald fram á föstudag

Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á föstudag að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn er grunaður um að hafa skotið úr byssu inni á The Dubliner á sunnudagskvöld Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

Vilja ekki afnema húsmæðraorlof

Orlofsnefnd kvenna í Reykjavík lýsir sig alfarið andsnúna frumvarpi á Alþingi um að felld verði úr gildi lög um orlof húsmæðra. Það sé byggt á þeim forsendum að jafnrétti kynjanna sé náð, „sem er því miður ekki raunin, þrátt fyrir að lagalegt jafnrétti sé komið langt á leið Meira
15. mars 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð

Vill umræðu um leikskólamál í borgarráði enda sitji foreldrar eftir í úrræðaleysi

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæðis­flokks­ins í borg­inni, hef­ur óskað eft­ir því að staða leik­skóla­mála verði sett á dag­skrá borg­ar­ráðs á fimmtu­dag. Mót­mæli hafa verið boðuð fyr­ir fund­inn vegna slæmr­ar stöðu í… Meira

Ritstjórnargreinar

15. mars 2023 | Leiðarar | 301 orð

Bankar fipast

Fullyrðingar um breyttar og bættar reglur segja aðeins hálfa söguna Meira
15. mars 2023 | Leiðarar | 252 orð

Óhóflegar þrengingar

Reykjavík getur ekki leyft sér hvað sem er gagnvart nágrönnum sínum Meira
15. mars 2023 | Staksteinar | 220 orð | 2 myndir

Stjórnleysi

Formaður kærunefndar útlendingamála mætti á fund allsherjar- og menntamálanefndar í gær til að ræða viðbótarvernd fólks frá Venesúela sem hingað hefur leitað í stríðum straumum. Ísland er eitt Evrópuríkja um að hafa veitt slíka viðbótarvernd, en það var gert með úrskurði kærunefndarinnar og hefur reynst Íslandi óheyrilega kostnaðarsamt. Formaðurinn reyndi að verja afstöðu kærunefndarinnar og taldi að þegar ástandið í Venesúela væri skoðað heildstætt mætti réttlæta hana. Hann taldi ófært að taka út einstök atriði og ræða þau, líkt og Birgir Þórarinsson nefndarmaður gerði ágætlega. Meira

Menning

15. mars 2023 | Menningarlíf | 144 orð | 1 mynd

Áhorf eykst á Óskarinn vestanhafs

Mælingar sýna að 18,7 milljónir Bandaríkjamanna horfðu á beina útsendingu Óskarsverðlaunanna aðfaranótt mánudags. Eru það 12% fleiri áhorfendur en í fyrra. Þá horfðu 16,6 milljónir Bandaríkjamanna á útsendinguna og árið 2021 horfðu 10,4 milljónir… Meira
15. mars 2023 | Menningarlíf | 88 orð | 1 mynd

Ball snýr aftur á svið í kvöld

Sýningin Ball eftir Alexander Roberts og Ásrúnu Magnúsdóttur í uppfærslu Íslenska dansflokksins snýr aftur á Stóra svið Borgarleikhússins í kvöld, miðvikudag, og föstudaginn 24. mars. „Ball býður danselskendum á öllum aldri, með ólíka líkama,… Meira
15. mars 2023 | Kvikmyndir | 1034 orð | 2 myndir

Hring eftir hring í hringnum

Sambíóin Creed III ★★★·· Leikstjórn: Michael B. Jordan. Handrit: Keegan Coogler og Zach Baylin. Aðalleikarar: Michael B. Jordan, Tessa Thompson, Jonathan Majors, Wood Harris, Phylicia Rashad, Mila Davis- Kent og Jose Benavidez. Bandaríkin, 2023. 116 mín. Meira
15. mars 2023 | Menningarlíf | 103 orð | 1 mynd

Óskar og Skúli á Múlanum í kvöld

Saxófónleikarinn Óskar Guðjónsson og bassagítarleikarinn Skúli Sverris­son koma fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans á Björtuloftum á 5. hæð Hörpu í kvöld kl. 20. „Einstakt samstarf Skúla og Óskars hefur gefið af sér tvær hljómplötur, Eftir þögn og … Meira
15. mars 2023 | Menningarlíf | 790 orð | 1 mynd

Rannsaka þjóðararfinn og söguna

„Þessi uppfærsla á sér langan aðdraganda,“ segir Jónmundur Grétarsson sem leikur Árna Árnason eða Arnas Arnæus í uppfærslu leikhópsins Elefant á Íslandsklukkunni eftir Halldór Laxness sem frumsýnd verður í Kassanum í Þjóðleikhúsinu annað kvöld í samstarfi við leikhúsið Meira
15. mars 2023 | Fjölmiðlar | 198 orð | 1 mynd

Tragíkómedía af bestu gerð

HBO er einhver allra besti framleiðandi sjónvarpsefnis á þessari öld og þrátt fyrir harðari samkeppni hin síðustu ár virðist stöðin enn á toppnum. Fyrstu þættirnir sem slógu í gegn hjá HBO voru The Sopranos, sérlega vel skrifaðir og vandaðir þættir… Meira

Umræðan

15. mars 2023 | Aðsent efni | 910 orð | 1 mynd

Fjárhagslegar þvinganir og hærri skattar

Nái þessar tillögur fram að ganga verður refsivendinum beitt harkalega gagnvart þeim sveitarfélögum sem hafa ákveðið að gæta hófsemi í álögum á íbúa. Meira
15. mars 2023 | Pistlar | 417 orð | 1 mynd

Fulli frændinn

Verðbólga er í sögulegum hæðum hér á landi, nokkuð sem allur almenningur finnur á eigin skinni. Þá gildir einu hvort rætt er um búðarferðir fjölskyldunnar eða afborganir af húsnæði. Verð allra hluta er að hækka Meira

Minningargreinar

15. mars 2023 | Minningargreinar | 2132 orð | 1 mynd

Atli Smári Ingvarsson

Atli Smári Ingvarsson fæddist á Ísafirði þann 9. október 1943 og leit alla tíð á sig sem Vestfirðing, enda frá Atlastöðum í Fljótavík á Hornströndum. Hann lést 1. mars 2023. Foreldrar Atla voru Ingvar Guðjónsson vélstjóri, f Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2023 | Minningargreinar | 1375 orð | 1 mynd

Hólmfríður Gísladóttir

Hólmfríður Gísladóttir, kennari, deildarstjóri og leiðsögumaður, fæddist á Akureyri 3. nóvember 1938. Hún lést 7. mars 2023. Foreldrar hennar voru Gísli Sigurjónsson bifreiðarstjóri, f. 24.4. 1904, d Meira  Kaupa minningabók
15. mars 2023 | Minningargreinar | 1209 orð | 1 mynd

Jón Valgeir Halldórsson

Jón Valgeir Halldórsson fæddist 5. október 1964 í Reykjavík. Hann lést á krabbameinsdeild Landspítalans við Hringbraut 7. mars 2023. Foreldrar hans voru Friðrik Halldór Valgeirsson frá Gemlufalli í Dýrafirði f Meira  Kaupa minningabók

Fastir þættir

15. mars 2023 | Í dag | 349 orð

Í letilífi og þess slags

Í síðustu viku skrifaði Steinn G. Lundholm mér og segir, að þessi hafi orðið til á Gran Canarí rétt í þessu: Sæl í letilífi við liggjum, meiri hitinn. Sólin bakar bak og kvið, brúnan gefur litinn. Jón Jens Kristjánsson yrkir á Boðnarmiði og kallar… Meira
15. mars 2023 | Í dag | 844 orð | 2 myndir

Lions „First Lady“ úr Garðinum

Jenný Kamilla Harðardóttir er fædd 15. mars 1953 á Landspítalanum og ólst upp í Garði en einnig á Gufuskálum á Snæfellsnesi. „Frá 1959-1965 áttum við heima á Lóranstöðinni á Gufuskálum, en pabbi vann þar sem vélamaður hjá bandarísku strandgæslunni Meira
15. mars 2023 | Í dag | 186 orð

Of sterkur. S-NS

Norður ♠ 963 ♥ Á8765 ♦ 432 ♣ K9 Vestur ♠ 874 ♥ G10 ♦ KD108 ♣ 8632 Austur ♠ 102 ♥ KD432 ♦ G976 ♣ G7 Suður ♠ ÁKDG5 ♥ 9 ♦ Á5 ♣ ÁD1054 Suður spilar 7♠ Meira
15. mars 2023 | Í dag | 58 orð

Orðtakið to put sth on ice er frá þeim tíma er viðkvæm matvara var geymd í …

Orðtakið to put sth on ice er frá þeim tíma er viðkvæm matvara var geymd í klaka. Eftir að matvælin fluttust í ísskápa var farið að setja fyrirbæri eins og viðræður, fundi, íþróttastarf og jafnvel Kjalarnesið á ís og ekki ætlunin að halda þessu… Meira
15. mars 2023 | Í dag | 292 orð | 1 mynd

Óskar Bjarni Óskarsson

50 ára Óskar er Reykvíkingur og ólst upp í Seljahverfinu en býr nú í Laugardalnum. Hann gekk í Ölduselsskóla, er stúdent frá FB og er íþróttakennari frá Kennaraháskólanum. Frá útskrift hefur hann að mestu leyti unnið fyrir Val við handboltaþjálfun… Meira
15. mars 2023 | Í dag | 169 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. Bb5+ Rd7 4. Ba4 Rgf6 5. 0-0 e6 6. De2 Da5 7. Bxd7+ Bxd7 8. c4 g6 9. Rc3 Bg7 10. d4 cxd4 11. Rxd4 0-0 12. Be3 Hac8 13. Rdb5 Bxb5 14. Rxb5 Rxe4 15. f3 Rc5 16. Rxd6 Hc6 17. Rb5 a6 18 Meira
15. mars 2023 | Dagbók | 93 orð | 1 mynd

Ættu að hugsa meira um útlitið

Listamaður­inn Pat­rik Atla­son hef­ur gefið út sitt fyrsta lag, Pretty­boitjok­ko. Hann mætti í Ísland vakn­ar á K100 og ræddi um tón­list­ina og ís­lenska menn­ingu við þau Krist­ínu Sif og Ásgeir Pál Meira

Íþróttir

15. mars 2023 | Íþróttir | 76 orð | 1 mynd

Albert valinn á ný í landsliðið?

Albert Guðmundsson gæti komið á ný inn í A-landslið Íslands í knattspyrnu en í dag birtir Arnar Þór Viðarsson ­leikmannahópinn fyrir leikina gegn Bosníu og Liechtenstein í undankeppni EM. Albert hefur ekki verið valinn í landsliðið síðan í júní 2022 en Arnar kvaðst vera óánægður með hugarfar hans Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Endurhæfingin gengur vel

Handknattleiksmaðurinn Haukur Þrastarson er mættur aftur til Póllands eftir að hann sleit krossband í leik með félagsliði sínu Kielce í byrjun desember. Endurhæfingin hefur gengið vel og hann vonast til þess að snúa aftur á keppnisvöllinn snemma á næstu leiktíð Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 53 orð | 1 mynd

Haaland jafnaði markametið

Norðmaðurinn Erling Haaland fór á kostum fyrir Manchester City þegar liðið vann stórsigur gegn RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu, 7:0, á Etihad-vellinum í Manchester í gær Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 450 orð | 2 myndir

Handknattleikskonurnar Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir …

Handknattleikskonurnar Elna Ólöf Guðjónsdóttir og Berglind Þorsteinsdóttir eru gengnar til liðs við Fram en þær hafa báðar leikið allan sinn feril með HK. Báðar hafa þær misst nánast alveg af yfirstandandi tímabili vegna meiðsla Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 143 orð | 1 mynd

ÍBV í undanúrslitin á kostnað Breiðabliks

ÍBV varð í gær fjórða og síðasta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum deildabikars karla í fótbolta, Lengjubikarsins, með því að sigra Íslandsmeistara Breiðabliks, 3:2, á Kópavogsvellinum. Þetta var hreinn úrslitaleikur liðanna en Eyjamenn… Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Ísabella og Haley til liðs við Val

Íslands- og bikarmeistarar Vals í knattspyrnu hafa fengið tvo nýja leikmenn. Ísabella Sara Tryggvadóttir er aðeins 16 ára en var í fyrra í stóru hlutverki hjá KR og skoraði tvö mörk í 16 leikjum í Bestu deildinni Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 239 orð | 1 mynd

Norðmaðurinn jafnaði markametið

Norðmaðurinn Erling Haaland fór á kostum fyrir Manchester City þegar liðið tók á móti RB Leipzig í síðari leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í knattspyrnu á Etihad-vellinum í Manchester í gær Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 79 orð | 1 mynd

Snýr aftur til Keflavíkur

Enski knattspyrnumaðurinn Marley Blair er genginn í raðir Keflavíkur að nýju og mun leika með liðinu á komandi tímabili. Blair, sem er 23 ára kantmaður, lék með Keflvíkingum í efstu deild sumarið 2021 þar sem hann skoraði eitt mark í 12 leikjum í efstu deild Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 84 orð | 1 mynd

Staðfesta komu Ólafs

Sænska handknattleiksfélagið Karlskrona staðfesti í gær að Ólafur Andrés Guðmundsson landsliðsmaður kæmi til félagsins í sumar frá Amicitia Zürich í Sviss. Ólafur hefur þegar skrifað undir þriggja ára samning við félagið en hann lék áður í átta ár í Svíþjóð og þá með Kristianstad Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Stjarnan og Breiðablik í undanúrslit

Breiðablik tryggði sér sæti í undanúrslitum deildabikars kvenna í knattspyrnu, Lengjubikarsins, með þægilegum sigri gegn ÍBV á Kópavogsvelli í gær, 2:0. Hafrún Rakel Halldórsdóttir kom Breiðabliki yfir með marki strax á 13 Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 1171 orð | 2 myndir

Tvö ár í Noregi urðu sjö

Noregur Gunnar Egill Daníelsson gunnaregill@mbl.is Handboltaþjálfarinn Halldór Stefán Haraldsson lætur af störfum hjá norska kvennaliðinu Volda að loknu yfirstandandi tímabili eftir afar farsæla sjö ára dvöl og tekur þá við karlaliði KA hér á landi. Halldór, sem er 32 ára, hefur undanfarin ár stýrt Volda úr C-deild og upp í norsku úrvalsdeildina, þar sem liðið leikur nú í fyrsta skipti í sögu félagsins. Meira
15. mars 2023 | Íþróttir | 230 orð | 1 mynd

Valur og ÍBV eru sigurstrangleg í kvöld

Undanúrslitaleikirnir í bikarkeppni kvenna í handknattleik fara fram í Laugardalshöllinni í kvöld en með þeim hefst hin svokallaða bikarhelgi HSÍ sem stendur til laugardags. Annað kvöld eru undanúrslitin hjá körlunum og úrslitaleikirnir fara síðan… Meira

Viðskiptablað

15. mars 2023 | Viðskiptablað | 1256 orð | 1 mynd

Alltaf er einhver tilbúinn að móðgast

Ég veit hreinlega ekki hvað Jean-Philippe Rameau var að hugsa, snemma á 18. öld, þegar hann samdi ballettóperuna Les Indes Galantes – Ástríku Indíánarnir. Segir sagan að árið 1725 hafi franskir landnemar í Illinois tekið höndum saman um að… Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 544 orð | 1 mynd

Erlend þátttaka á verðbréfamarkaði eykst hröðum skrefum

Áður en langt um líður getur markaðurinn hérlendis verið auðveldlega á pari við það sem þekkist í þeim löndum sem við berum okkur jafnan saman við. Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 795 orð | 1 mynd

Er vinnumarkaðslíkanið í uppnámi?

Verkefni Heiðmars Guðmundssonar eru af ýmsum toga en hans daglegu störf felast einkum í samskiptum við hin ýmsu sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Greinin er í stöðugri þróun og alltaf nýjar áskoranir til að takast á við og tækifæri til að grípa Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 2413 orð | 1 mynd

Gefur mest að sjá tæknina verða til góðs

Áhrif hinnar árlegu inflúensu gætu því orðið mun minni á samfélög manna innan nokkurrra ára. Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 163 orð | 1 mynd

Grænlandsflug flyst til KEF

Icelandair hefur tekið ákvörðun um að flytja allt Grænlandsflug sitt til Keflavíkur, en á liðnum árum hefur það að mestu verið flogið frá Reykjavíkurflugvelli. Icelandair hefur flogið til fjögurra áfangastaða á Grænlandi um árabil, Nuuk, Ilulissat, Kulusuk og Narsarsuaq Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 175 orð | 1 mynd

Gæti aukið arðsemina í íslenskum sjávarútvegi

Sigmar Guðbjörnsson hafði unnið að þróun nýrrar tækni fyrir farsíma í Danmörku þegar hann stofnaði fyrirtækið Stjörnu-Odda árið 1985. Eftir að hafa þróað vörur sem meðal annars japanska fyrirtækið Panasonic notaði við smíði farsíma flutti hann heim… Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 862 orð | 3 myndir

Ísrael – loksins aftur í alfaraleið frá Íslandi

Þann 12. september 2017 hóf þota undir merkjum WOW air sig til flugs og hélt í suðurátt. Ólíkt flestum vélum félagsins sem þangað beindu trýninu var ferðinni ekki heitið til áfangastaðar í Evrópu. Sjö tímum síðar var hún lent með öllu föruneyti í Tel Aviv í Ísrael Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 977 orð | 2 myndir

Metfjöldi innsendinga í Lúðurinn

Um fjögur hundruð innsendingar bárust fyrir auglýsingaverðlaunin Lúðurinn í ár og hafa þær sjaldan eða aldrei verið fleiri að sögn Katrínar M. Guðjónsdóttur, formanns ÍMARK, Samtaka markaðs- og auglýsingafólks Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 608 orð | 1 mynd

Nýr Hæstaréttardómur um hæfi dómara

Það má velta fyrir sér hvort sama myndi gilda um harkalegan ágreining á öldurhúsum á námsárunum í lagadeild... Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 398 orð | 1 mynd

Nýsköpun var mikilvægasta covid-aðgerðin

„2018 og 2020 voru mjög stór skref stigin í að auka þessa hvata og við sjáum það í tölunum að fjárfesting í rannsóknum og þróun jókst samstundis. Á Iðnþingi fengum við að heyra sögur frá Controlant um að þessi aðgerð sem ráðist var í á… Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 717 orð | 1 mynd

Spáir minnst 0,5% vaxtahækkun

Þetta er mat Yngva Harðarsonar, hagfræðings og framkvæmdastjóra Analytica, sem telur jafnframt að órói í bandarísku fjármálalífi kunni að hafa efnahagsleg áhrif í Evrópu. Seðlabankinn hefur frá því í maí 2021 hækkað vexti úr 0,75% í 6,5%, í samtals… Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 233 orð | 1 mynd

Stundin skiptir um nafn – ný stjórn skipuð

Útgáfufélagið Stundin hefur skipt um nafn og heitir nú Sameinaða útgáfufélagið ehf., samkvæmt skráningu hjá fyrirtækjaskrá Skattsins. Þá hafa einnig orðið breytingar á stjórn félagsins. Birna Anna Björnsdóttir, Hjálmar Gíslason, Vilhjálmur… Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 420 orð | 1 mynd

Tímabundinn titringur í Evrópu

Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið Moody's telur ólíklegt að afkoma evrópskra banka, þar með talið íslenskra, verði fyrir höggi vegna lækkunar á markaðsvirði skuldabréfasafna, ólíkt því sem sést hefur vestanhafs Meira
15. mars 2023 | Viðskiptablað | 413 orð | 1 mynd

Um laun og meint ofurlaun

Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins Gildis, fjallaði í aðsendri grein í síðustu viku um starfskjarastefnu skráðra fyrirtækja. Greinin vakti athygli, enda er hún birt á svipuðum tíma og skráðu félögin birta ársreikninga sína, þar sem… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.