Greinar fimmtudaginn 27. júlí 2023

Fréttir

27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

55.000 skátar til Suður-Kóreu

Rúmlega hundrað íslenskir skátar á aldrinum 14-18 ára eru nú flognir á vit ævintýranna í Suður-Kóreu þar sem Alheimsmót skáta fer fram. Alheimsmótið, sem fer fram dagana 1.-12. ágúst, er haldið á fjögurra ára fresti og hefur sveit íslenskra skáta sótt mótið svo áratugum skiptir Meira
27. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 796 orð | 2 myndir

„Jordan Henderson sveik okkar samfélag“

Jordan Henderson, fráfarandi fyrirliði enska knattspyrnufélagsins Liverpool, er á leiðinni frá Bítlaborginni til sádiarabíska félagsins Al-Ettifaq. Er félagaskiptin ganga í gegn mun Henderson skrifa undir ótrúlegan þriggja ára samning við félagið, sem mun færa honum 120 milljónir króna í vikulaun Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 135 orð | 1 mynd

Atvinnuhús brann við Keflavíkurhöfn

Eldur kom upp í atvinnuhúsnæði við Keflavíkurhöfn í Reykjanesbæ í hádeginu í gær. Allt tiltækt slökkvilið var kallað á vettvang og var búið að ná tökum á eldinum klukkan 14 og hann kveðinn niður upp úr klukkan 15 Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 208 orð | 1 mynd

ÁTVR biðlar til viðskiptavina

Verslunarmannahelgin er um aðra helgi og sjálfur frídagur verslunarmanna er 7. ágúst. ÁTVR hefur samkvæmt venju birt tilkynningu á heimasíðu sinni þar sem fólk er minnt á að vikan fyrir verslunarmannahelgi er að jafnaði ein annasamasta vika ársins í Vínbúðunum Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 152 orð | 1 mynd

Blóðmerahald verði stöðvað án tafar

Dýraverndarsamband Íslands fer fram á tafarlausa stöðvun blóðtöku úr fylfullum hryssum og að öll þau tilvik þar sem hryssa drapst í tengslum við blóðtöku í fyrrasumar verði rannsökuð og viðbrögð við þeim í samræmi við lög Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 523 orð | 1 mynd

Brekkur ekkert mál á rafmagnshjólinu

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Þegar farið er um Meradalaleið í átt að eldgosinu við Litla-Hrút eru göngugarpar í miklum meirihluta en líka fjöldi hjólreiðafólks. Meira
27. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 104 orð | 1 mynd

Eldar skilja eftir sig sviðna jörð

Ísland er langt því frá eina Evrópulandið sem hefur þurft að kljást við gróðurelda undanfarna daga, en miklir skógar- og gróðureldar hafa herjað á íbúa í Frakklandi, Grikklandi, Ítalíu og Króatíu. Þannig hafa þúsundir manna þurft að yfirgefa… Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 323 orð | 1 mynd

Gerræðisleg stjórnsýsla ráðherra

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Bréf umboðsmanns til matvælaráðherra er afar þýðingarmikið innlegg í þetta mál og ber með sér að Umboðsmaður telur þörf á frekari skýringum á veigamiklum þáttum í stjórnsýslu ráðherrans í þessu hvalveiðimáli,“ segir Teitur Björn Einarsson, alþingismaður og meðlimur í atvinnuveganefnd Alþingis, en hann var spurður álits á fyrirspurn Umboðsmanns Alþingis til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um bann það sem hún lagði við hvalveiðum í sumar. Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 216 orð

Hafði ekki umboð

Drífa Hjartardóttir forseti kirkjuþings ákvað sjálf að framlengja starfstíma sr. Agnesar M. Sigurðardóttur biskups um eitt ár. Aðspurð hvort hún hefði haft umboð kirkjuþings eða heimild til þess gjörnings svaraði Drífa: „Nei, ég gerði þetta með aðstoð lögfræðinga Meira
27. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 787 orð | 3 myndir

Heimkynni huldufólks í Grundarfirði

Til eru margar skemmtilegar sögur af ýmiss konar vættum í Grundarfirði, en þar hafa verið skrásettir sjö staðir þar sem finna má heimkynni álfa og huldufólks. Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðar, segir álfatrúna gegna mikilvægu hlutverki í íslenskri menningu Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 584 orð | 2 myndir

Hótel rísi á hornlóð í Borgartúni

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í ósk um breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar Borgartúns 1. Núverandi byggingar víki og í staðinn verði byggt stórt hótel samkvæmt uppdrætti T.ark arkitekta Meira
27. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 914 orð | 3 myndir

Hunter Biden lýsir yfir sakleysi

Brennidepill Andrés Magnússon andres@mbl.is Réttarhald yfir Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta, fór öðruvísi en ráð hafði verið fyrir gert, en í stað þess að hann játaði á sig minniháttar brot gegn því að dómsátt yrði gerð um önnur alvarlegri þurfti hann að lýsa yfir sakleysi sínu, sem þýðir að málið mun að líkindum þurfa að fara sína leið í réttarkerfinu. Þá gætu fleiri og alvarlegri ákæruliðir bæst við. Meira
27. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 608 orð | 3 myndir

Íbúðarhús byggð í Norður-Mjódd

Lengi hefur staðið til að gjörbreyta svokallaðri Norður-Mjódd í Breiðholti. Fjarlægja á núverandi byggingar, þ.e. gróðrarstöð Garðheima, bensínstöð Olís og bílasöluna 100 bíla. Í þeirra stað koma fjölbýlishús Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 335 orð | 1 mynd

Kallar eftir endurskoðun á reglugerð

Matvælastofnun, MAST, hefur kært tvo bændur á Norðurlandi vestra til lögreglu fyrir að hunsa fyrirmæli yfirdýralæknis. Fram kemur á vef MAST að þeir hafi neitað að afhenda stofnuninni kindur sem þeir höfðu fengið frá nágrannabæ þar sem allt fé hafði verið skorið niður vegna riðusmits Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 2308 orð | 4 myndir

Konur ættu ekki erindi í lögregluna

„Þetta hefur verið góður tími og þegar maður hugsar til baka þá hugsar maður fyrst og fremst um öll þau skipti sem lögreglan og starfsfólk lögreglunnar hefur náð góðum árangri í mjög mikilvægum verkefnum,“ segir Halla Bergþóra… Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 671 orð | 10 myndir

Kræsingar í garðveisluna undir himnasæng

Í tilefni þess að nú styttist óðum í stærstu ferðahelgi ársins sló Þórunn upp glæsilegri garðveislu heima á pallinum með ljúffengum og litríkum kræsingum. Hún stillir þeim fagurlega upp enda er Þórunn annáluð fyrir skreytingarnar sínar og skreytir með sínu nefi Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 225 orð | 1 mynd

Listaverki stolið í skjóli nætur

Undarlegt atvik átti sér stað á Höfn í Hornafirði nýverið þegar útilistaverk eftir Áslaugu Thorlacius hvarf í skjóli nætur. Sýningin var sett upp 22. júní en átti að standa fram í miðjan ágúst. „Við förum í frí og fáum svo tilkynningu frá… Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 164 orð | 2 myndir

Líflegt á aðalvelli Þróttar í gærkvöldi

Þróttarar fylltu aðalvöll félagsins af manngæsku og rauðklæddum einstaklingum í gærkvöldi til stuðnings Isaac Kwateng, vallarstjóra félagsins. Með viðburðinum vildu Þróttarar sýna Isaac í verki að hann skipti samfélagið máli og að þeim sé ekki sama um baráttu hans Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Mannfólkið ógnarsmátt í samanburði við náttúruna

Eldgosið við Litla-Hrút hefur sem von er vakið mikla athygli og spennu, og fjölmargir sem leggja leið sína þangað til að berja náttúruöflin augum. Kraftar náttúrunnar eru enda risavaxnir miðað við mannfólkið, en miklir gróðureldar í nágrenninu hafa einnig reynt á Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Með böggum hildar yfir hnífaburði

Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, kveðst í samtali við Morgunblaðið í dag hafa áhyggjur af þróun ofbeldismála á landinu þar sem ungir gerendur vopnaðir hnífum komi við sögu Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 590 orð | 3 myndir

Rannsakar tilfinningar okkar gagnvart ruslinu

„Ruslið hefur alltaf fylgt manninum. Það sem við notum endar einhvers staðar, við vitum það, og við vitum líka að allt sem við gerum hefur áhrif. Samt sem áður er mýtan um að ruslið hverfi um leið og það er komið í ruslatunnuna ansi… Meira
27. júlí 2023 | Fréttaskýringar | 594 orð | 3 myndir

Rannsóknin stóð yfir í rúman áratug

Lögreglan í Suffolk-héraði í New York-ríki Bandaríkjanna hefur lokið við tæplega tveggja vikna húsleit á heimili Rex Heuermanns arkitekts sem talinn er vera „Long Island-raðmorðinginn“ en hann hefur verið ákærður fyrir morð á þremur ungum konum Meira
27. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 284 orð | 1 mynd

Reyndu að sækja í suðri og austri

Úkraínumenn reyndu að sækja fram í gær í suður- og austurhéruðum landsins. Sagði rússneska varnarmálaráðuneytið að Úkraínuher hefði reynt stóra árás í nágrenni við Orikhív í Saporísja-héraði. Tóku þrjú herfylki þátt í árásinni með aðstoð skriðdreka að sögn Rússa, sem sögðust hafa hrundið áhlaupinu Meira
27. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Saklaus af einni dauðasyndanna

Leikarinn heimskunni, Kevin Spacey, grét í dómsal Southwark Crown í London í gær þegar kviðdómur þar sýknaði hann af ákæru fyrir níu kynferðisbrot gagnvart fjórum karlmönnum árabilið 2001 til 2013. Tók kviðdómurinn sér rúmar tólf klukkustundir til… Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 750 orð | 2 myndir

Samningurinn kom í opna skjöldu

Ólafur E. Jóhannsson oel@mbl.is Forseti kirkjuþings, Drífa Hjartardóttir, tilkynnti sr. Agnesi M. Sigurðardóttur biskup Íslands það bréflega í lok júní í fyrra að hún túlkaði ný lög um þjóðkirkjuna, sem tóku gildi 1. júlí 2021, þannig að biskup ætti að gegna embætti sínu í sex ár frá 1. júlí 2017 og þar með að biskup myndi gegna embætti sínu að óbreyttu til og með 30. júní 2023. Morgunblaðið hefur undir höndum bréf sem gengu á milli aðila og varða þetta mál. Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Segja upp öllu starfsfólki

Öllum 22 starfsmönnum Sæferða í Stykkishólmi, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, hefur verið sagt upp störfum þar sem óvissa ríkir um áframhaldandi rekstur. Sæferðir reyndust vera eini þátttakandinn í útboði Vegagerðarinnar vegna reksturs nýrrar ferju á Breiðafirði að nafni Röst Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 681 orð | 4 myndir

Sólríkar strendur, svalandi sangríur og stórbrotnar byggingar – Sláðu tvær flugur í einu höggi!

Barselóna er heilsársáfangastaður hjá Icelandair. Þangað er flogið í afar hentugu morgunflugi þrisvar sinnum í viku; þriðjudaga, fimmtudaga og laugardaga. Barselóna hittir þig samstundis í hjartastað og það er auðvelt að sjá hvers vegna Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 539 orð | 2 myndir

Stærstu aðgerðirnar gegn eldunum

Slökkviliðsmenn gengu í gær í sínar stærstu aðgerðir gegn gróðureldunum á Reykjanesskaga síðan gos hófst við Litla-Hrút í mánuðinum. Aðgerðirnar gengu vel að sögn slökkviliðsstjóra Grindavíkur en gert var ráð fyrir að þær myndu standa yfir fram eftir nóttu Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 566 orð | 2 myndir

Stöðvun hafstrauma boðuð við Ísland

„Hugtakið Golfstraumurinn hefur tekið yfir nánast alla hringrás í Norður-Atlantshafi, síðustu ár hefur verið talað um hann sem allan varmaflutning í hafi frá ströndum Norður-Ameríku og norður á bóginn,“ segir Halldór Björnsson, veður- og … Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 359 orð | 1 mynd

Sýna skal aðgát á Vigdísarvöllum

Minjastofnun hefur vakið athygli á nauðsyn þess að sýna aðgát við viðkvæmar fornleifar á Vigdísarvöllum á Reykjanesi. Í tilkynningu á heimasíðu sinni biðlar stofnunin til fólks að leggja ekki bílum á graslendinu við Vigdísarvelli en þar má finna mjög fallegt og heillegt minjasvæði kotbýla frá 19 Meira
27. júlí 2023 | Erlendar fréttir | 132 orð | 1 mynd

Söngkonan Sinéad O'Connor látin

Tilkynnt var í gærkvöldi að írska söngkonan Sinéad O'Connor væri látin, 56 ára gömul. Dánarorsök lá ekki fyrir þegar Morgunblaðið fór í prentun. Andlátið ber að um einu og hálfu ári eftir að sonur hennar, Shane Lunny, féll fyrir eigin hendi, en hann var þá 17 ára gamall Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 145 orð | 1 mynd

Tíu þúsund eru um borð

Tvör gríðarstór skemmtiferðaskip lágu við Skarfabakka í Sundahöfn í gær. Aldrei áður hafa svo stór skip legið við Skarfabakka, að sögn Gísla Jóhanns Hallssonar, yfirhafnsögumanns Faxaflóahafna. Skipin eru 640 metrar að lengd samtals og Skarfabakkinn er 650 metra langur Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 283 orð | 2 myndir

Verðlag á dilkakjöti snemma á ferðinni í ár

Sláturleyfishafar hafa nú birt verðskrár sínar fyrir sauðfjárslátrun í haust. Samkvæmt útreikningum Bændasamtaka Íslands (BÍ) hækkar verð á dilkakjöti að meðaltali um 17% á milli ára. Árið 2022 var reiknað afurðaverð fyrir dilkakjöt 748 kr./kg en er nú 876 kr./kg Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 188 orð | 1 mynd

Vill sjá breytingar á stjórnarstefnunni

„Ef satt skal segja þá finnst mér ekki líklegt að menn komist að niðurstöðu í málunum sem ég skrifaði um,“ sagði Brynjar Níelsson fyrrverandi þingmaður í samtali við mbl.is í gær, spurður um grein í Viljanum sem hann ritaði í gær, þar… Meira
27. júlí 2023 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Þýskar orrustuþotur á leiðinni til Íslands

Sex orrustuþotur þýska flughersins eru væntanlegar til Íslands á morgun og mættu 30 liðsmenn flugsveitarinnar til landsins í gær. Tilefni komunnar er að stunda æfingar og kynna sér betur aðstæður hér á landi Meira

Ritstjórnargreinar

27. júlí 2023 | Staksteinar | 168 orð | 1 mynd

Gegn vinnandi fólki

Jón Magnússon, lögmaður og fyrrverandi alþingismaður, skrifar: „Svokallaðir vinstri flokkar, sem kenna sig við almannahagsmuni, hafa á nokkrum árum skipt algerlega um áherslur. Meira
27. júlí 2023 | Leiðarar | 261 orð

Vandi vegna vinnumarkaðar

Þrátt fyrir fjölda ferðamanna er rekstur ferðaþjónustufyrirtækja snúinn Meira
27. júlí 2023 | Leiðarar | 327 orð

Woke-æðið ­eyðileggingarafl

Dellusjónarmið atlaga að bankastarfsemi Meira

Menning

27. júlí 2023 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Blái fuglinn hefur sungið sitt síðasta

Blái fuglinn sem einkennt hefur samfélagsmiðilinn Twitter hefur nú sungið sitt síðasta. Í vikubyrjun tilkynnti auðkýfingurinn Elon Musk, eigandi miðilsins, að vörumerkinu yrði skipt út fyrir hvítt X á svörtum grunni Meira
27. júlí 2023 | Menningarlíf | 196 orð | 1 mynd

Danskir foreldrar gera aðeins illt verra

Það tekur dönsk börn lengri tíma að læra móðurmál sitt en norsk börn og nú hefur ný dönsk rannsókn leitt í ljós að foreldrar danskra barna eru ekki að hjálpa til. Í frétt Politiken um málið kemur fram að sökum þess að danskan hljómar eins og… Meira
27. júlí 2023 | Menningarlíf | 378 orð | 3 myndir

Dularfulli hversdagurinn

Í nýjasta hefti Ord & Bild er sjónum beint að íslenskum samtímabókmenntum. Ord & Bild er elsta og virtasta bókmenntatímarit Svíþjóðar og eitt elsta menningartímarit Evrópu, en það hefur komið út óslitið frá 1892 Meira
27. júlí 2023 | Kvikmyndir | 1473 orð | 2 myndir

Faðir kjarnorkusprengjunnar

Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó Oppenheimer ★★★★· Leikstjórn: Christopher Nolan. Handrit: Christopher Nolan. Aðalleikarar: Cillian Murphy, Robert Downey Jr, Matt Damon, Emily Blunt og Florence Pugh. Bandaríkin, 2023. 180 mín. Meira
27. júlí 2023 | Menningarlíf | 171 orð | 1 mynd

Gagnrýnir leikaravalið í Wonka

Leikarinn George Coppen, sem er dvergvaxinn, gagnrýnir það að Hugh Grant hafi verið fenginn til að leika Úmpa-Lúmpa í myndinni Wonka sem Paul King leikstýrir og frumsýnd verður hérlendis um miðjan desember Meira
27. júlí 2023 | Menningarlíf | 69 orð | 1 mynd

Hilmir Snær leikur Heiðar snyrti

Kvöldstund með Heiðari snyrti nefnist nýtt leikrit eftir Tyrfing Tyrfingsson sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í janúar á næsta ári í leikstjórn Stefáns Jónssonar. Börkur Jónsson hannar leikmyndina og Helga I Meira
27. júlí 2023 | Fólk í fréttum | 726 orð | 3 myndir

Hljómsveitin með einstaka drauma

„Okkur langar rosalega að keyra aftur upp þessa stemningu á Íslandi sem var þegar Stuðmenn og Grýlurnar og allt það var,“ segir Bára Katrín Jóhannsdóttir, ein af tónlistarkonunum sem skipa hljómsveitina Dóru og döðlurnar Meira
27. júlí 2023 | Menningarlíf | 825 orð | 1 mynd

Klassísk sumarhátíð

Það verður mikið um dýrðir og að sjálfsögðu tónlist á Reykholtshátíð sem hefst á morgun og lýkur á sunnudaginn. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur af fernum tónleikum þar sem flutt verða kammerverk, kórverk og einsöngslög auk fyrirlesturs á vegum Snorrastofu sem er orðinn að föstum lið Meira
27. júlí 2023 | Fjölmiðlar | 167 orð | 1 mynd

Mun spá Oppenheimers rætast?

„Ég er orðinn dauðinn sjálfur, sá sem eyðir veröldum.“ Þessi fleygu orð mælti Julius Robert Oppenheimer, sem nefndur hefur verið „faðir atómsprengjunnar“, þegar eyðingarmáttur sprengjunnar kom í ljós Meira
27. júlí 2023 | Fólk í fréttum | 523 orð | 6 myndir

Taskan sem er verðmætari en hlutabréf og gull

Saga Birkin-töskunnar hófst árið 1981 þegar Birkin sat við hliðina á Jean-Louis Dumas, þáverandi framkvæmdastjóra Hermès, í flugi sem var á leið frá París til Lundúna. Tveimur dögum áður hafði fyrrverandi eiginmaður Birkin keyrt yfir töskuna… Meira
27. júlí 2023 | Myndlist | 689 orð | 3 myndir

Yfirbragð þess sem koma skal

Listasafn Íslands Fram fjörðinn, seint um haust ★★★½· Sigtryggur Bjarni Baldvinsson sýnir. Verkefnastjórn sýningar: Vigdís Rún Jónsdóttir. Textar: Sigtryggur Bjarni Baldvinsson og Vigdís Rún Jónsdóttir. Sýningin var opnuð 20. maí og stendur til 27. ágúst 2023. Opið alla daga milli kl. 10 og 17. Meira
27. júlí 2023 | Menningarlíf | 64 orð | 1 mynd

Þorleifur Örn leikstýrir í Bayreuth 2024

Stjórnendur Bayreuth-tónlistar­hátíðarinnar í Þýskalandi hafa tilkynnt að Þorleifur Örn Arnarsson muni leikstýra óperunni Tristan og Isolde eftir Richard Wagner á hátíðinni árið 2024 Meira

Umræðan

27. júlí 2023 | Aðsent efni | 270 orð | 1 mynd

Ferðamenn í alsælu

Margir hrópuðu upp yfir sig, höfðu aldrei upplifað annað eins á ævinni, þetta væri það magnaðasta og fallegasta sem þeir hefðu séð. Meira
27. júlí 2023 | Pistlar | 397 orð | 1 mynd

Framtíð frekar en fortíð

Á nýlegum landsfundi norska Hægri flokksins var samþykkt með miklum meirihluta að rétt væri að stefna að aðild Noregs að Evrópusambandinu án frekari tafa. Með hagsmuni Noregs í huga bæri flokknum að leiða kröftuga og upplýsta umræðu um fulla aðild Noregs að ESB fyrir kosningar 2025 Meira
27. júlí 2023 | Aðsent efni | 565 orð | 1 mynd

Hlýnun af mannavöldum stefnir heimsbyggðinni í voða

Aðalritari Sameinuðu þjóðanna: „Ef stjórnvöld hvarvetna breyta ekki á næstunni um stefnu í orkumálum verður jörðin óbyggileg.“ Meira
27. júlí 2023 | Aðsent efni | 649 orð | 1 mynd

Íbúasamráði hafnað í mikilvægum málum

Samráð er mikilvægt þegar um er að ræða breytingar í nærumhverfi íbúa, sem hafa veruleg áhrif á lífsgæði þeirra. Meira
27. júlí 2023 | Aðsent efni | 342 orð | 1 mynd

Ríkisendurskoðandi njóti vafans

„Ert þú hér með leystur frá starfi þínu sem settur ríkisendurskoðandi.“ Meira

Minningargreinar

27. júlí 2023 | Minningargreinar | 665 orð | 1 mynd

Elín Eiríksdóttir

Elín Eiríksdóttir fæddist á Dröngum, Árneshreppi í Strandasýslu 10. september 1927. Elín lést á heimili sínu, Hrafnistu Hafnarfirði, 8. júlí 2023. Foreldrar hennar voru Eiríkur Guðmundsson bóndi þar og Ragnheiður Karitas Pétursdóttir Meira  Kaupa minningabók
27. júlí 2023 | Minningargreinar | 809 orð | 1 mynd

Halla Hannesdóttir

Halla Hannesdóttir fæddist í Reykjavík 21. ágúst 1951. Hún lést á heimili sínu í Kópavogi 4. júlí 2023. Foreldrar hennar voru hjónin Hannes Pálsson aðstoðarbankastjóri, f. 5. 10. 1920, d. 23.7. 2015, og Sigrún Helgadóttir, húsmóðir og ritari, f Meira  Kaupa minningabók
27. júlí 2023 | Minningargreinar | 1629 orð | 1 mynd

Jóhann Atli Elfarsson

Jóhann Atli Elfarsson fæddist í Reykjavík 28. janúar 2005. Hann lést af slysförum þann 13. júlí 2023. Foreldrar hans eru Elín María Jóhannsdóttir, f. 6. júlí 1983, og Elfar Bjarni Guðmundsson, f. 13 Meira  Kaupa minningabók
27. júlí 2023 | Minningargreinar | 5008 orð | 1 mynd

Katrín Thorsteinsson

Katrín Þórdís Birnudóttir Thorsteinsson fæddist í Reykjavík 13. febrúar 1982. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 17. júlí 2023. Hún er dóttir hjónanna Péturs Gunnars Thorsteinsson, f. 26.9. 1955, lögfræðings, og Birnu Hreiðarsdóttur, f Meira  Kaupa minningabók
27. júlí 2023 | Minningargreinar | 675 orð | 1 mynd

Kristín Björnsdóttir

Kristín Björnsdóttir fæddist á Akureyri 8. júní 1964. Hún lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 10. júlí 2023. Foreldrar hennar voru Sigríður Magnúsdóttir, f. 14.3. 1923, d. 2014, og Björn Gestsson, f. 2.5 Meira  Kaupa minningabók
27. júlí 2023 | Minningargreinar | 1490 orð | 1 mynd

Magnús Guðjónsson

Magnús Guðjónsson var fæddur 3. nóvember 1936 á Neðri-Þverá í Fljótshlíð, Rangárvallasýslu, en lést á Landspítalanum í Fossvogi 11. júlí 2023. Foreldrar hans voru Guðjón Árnason, bóndi á Neðri-Þverá, f Meira  Kaupa minningabók
27. júlí 2023 | Minningargreinar | 1104 orð | 1 mynd

Margrét Óskarsdóttir

Margrét Óskarsdóttir fæddist á Selfossi 22. apríl 1968. Hún lést á heimili sínu þann 18. júlí 2023. Foreldrar hennar voru Óskar Böðvarsson, f. 26. mars 1923, d. 4. nóvember 2011, og Unnur Árnadóttir, f Meira  Kaupa minningabók
27. júlí 2023 | Minningargreinar | 2208 orð | 1 mynd

Njáll Skarphéðinsson

Njáll Skarphéðinsson fæddist á Siglufirði 13. júlí 1937. Hann lést 12. júlí 2023. Foreldrar Njáls voru þau Elín Sigurðardóttir, f. 1907, d. 1995, og Skarphéðinn Júlíusson, f. 1909, d. 1941. Fósturforeldrar Njáls voru þau Kristinn Jónasson, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

27. júlí 2023 | Sjávarútvegur | 159 orð | 1 mynd

Fá ekki að landa makríl á Íslandi

Færeyskum skipum verður ekki heimilt að landa makrílafla hér á landi, en ekkert verður því til fyrirstöðu að færeysk skip landi afla í Noregi. Engir samningar hafa náðst milli strandríkja um hlutdeild þeirra í makrílveiðunum Meira
27. júlí 2023 | Sjávarútvegur | 880 orð | 1 mynd

Gagnrýna tillögur gegn stroki úr kvíum

Arnarlax telur starfshóp um strok úr sjókvíaeldi hafa í skýrslu sinni lagt fram tillögur án þess að í skýrslunni liggi fyrir í öllum tilvikum skilgreind viðmið á þeim kröfum sem eru gerðar, að sumar tillögurnar kalli á verulega aukið skrifræði, aukinn kostnað og hafi jafnframt óljósan ávinning Meira

Viðskipti

27. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 589 orð | 1 mynd

Auðvelda fyrirtækjum lífið

Magdalena Anna Torfadóttir magdalena@mbl.is Fyrirtækið GET Ráðgjöf kynnir nýja nálgun á „Mínar síður“ þar sem fyrirtæki vinna með viðskiptagögn margra aðila en í gegnum eitt viðmót á hraðan, þægilegan og öruggan hátt. GET Ráðgjöf er eitt þeirra tíu fyrirtækja sem taka þátt í StartUp Supernova-viðskiptahraðlinum í ár. Meira
27. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 187 orð | 1 mynd

Hagnaður Lex nam 202 milljónum króna

Hagnaður lögmannsstofunnar Lex nam í fyrra 202 milljónum króna, samanborið við hagnað upp á 269 milljónir króna 2021. Þetta kemur fram í samstæðureikningi LEX ehf. fyrir árið 2022. Stjórn félagsins leggur til arðgreiðslu sem nemur 180 milljónum króna en hluthafar í félaginu eru 16 talsins Meira
27. júlí 2023 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Metuppgreiðsla heimila á óverðtryggðum lánum

Heimilin greiddu óverðtryggð íbúðalán á breytilegum vöxtum upp um sem nemur 8,3 milljörðum umfram ný lán í bankakerfinu í júní, en um er að ræða metmánuð í þeim efnum. Í maí nam uppgreiðsla slíkra lána tæpum 6 milljörðum króna umfram nýja lántöku, líkt og í apríl Meira

Daglegt líf

27. júlí 2023 | Daglegt líf | 541 orð | 3 myndir

Akureyrarkisur eru í vanda

Langt er síðan jafnmargir kettir hafa verið á vergangi á Akureyri og um þessar mundir. Ragnheiður Gunnarsdóttir, sem rekur Kisukot – kattaaðstoð á Akureyri, segir að kettir haldi sig í þó nokkrum mæli á þremur stöðum í bænum og fer hún á milli og gefur mat Meira
27. júlí 2023 | Daglegt líf | 88 orð | 1 mynd

Skeljar til sölu

Lífsbarátta fólks tekur á sig ýmsar myndir og víst þarf stundum að hafa svolítið fyrir hlutunum. Slíkt gefur málum þó oftast aukið gildi. Tvær ungar stúlkur urðu á vegi blaðamanns í Flatey á Breiðafirði um síðustu helgi, þar sem þær sátu við… Meira
27. júlí 2023 | Daglegt líf | 141 orð | 1 mynd

Trillur og síld

Mikið verður um að vera á Siglufirði nú um helgina, en þar og þá er hinn árlegi Trilludagur. Auk þess verður afhjúpaður minnisvarði um síldarstúlkur, málþing, síldarsöltun og bryggjuball. Á laugardagsmorgun, 29 Meira

Fastir þættir

27. júlí 2023 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Biskup í limbó og fleiri fréttir

Óvenjumikið er um safaríkar fréttir nú yfir hásumarið og blaðamennirnir Andrea Sigurðardóttir og Gísli Freyr Valdórsson koma og ræða þær helstu, t.d. biskupsmál, Íslandsbanka, eldgos og vandræði Svandísar Svavarsdóttur. Meira
27. júlí 2023 | Í dag | 572 orð | 4 myndir

Dalakona lítur yfir farinn veg

Jóhanna Anna Einarsdóttir fæddist 23. júlí 1923 á Dunki í Hörðudal og ólst þar upp. „Ég átti góða foreldra og ólst upp við rólegheit og öryggi í sveitinni,“ segir Jóhanna. Jóhanna fór í Héraðsskólann í Reykholti þegar hún var 18 ára gömul og var þar í tvo vetur Meira
27. júlí 2023 | Í dag | 107 orð | 1 mynd

Eygló Egilsdóttir

40 ára Eygló er Vestmannaeyingur og er að flytja aftur til Eyja. Hún er með B.Sc.-gráðu í viðskiptafræði frá HÍ og er jógakennari og einkaþjálfari. Eygló er einn þriggja eigenda þjálfunarstöðvarinnar Metabolic Reykjavík Meira
27. júlí 2023 | Dagbók | 79 orð | 1 mynd

Heimsfrægustu íslensku lögin

Þór Bæring var innblásinn af twitter-færslu í morgunþættinum Ísland vaknar á föstudaginn og velti því fyrir sér ásamt Bolla Má Bjarnasyni hvaða íslenska lag hefði notið mestrar athygli á alþjóðlegum vettvangi Meira
27. júlí 2023 | Í dag | 370 orð

Kæti er í kúnum

Ólafur Stefánsson segir „skrattinn hrósi gosinu í minn stað“. Gosið er ljóta greyið, það geisar sem berlega sést. Það er móða, hún mengar heyið og meinlegt er hérna flest. Hallmundur Guðmundsson yrkir um „Þolinmæði“: Loks þegar ranglætið rénaði, Róbert á búskapnum þénaði Meira
27. júlí 2023 | Í dag | 62 orð

Málið

Málið er svo margort um það að vera í vandræðum að halda mætti að mannlífið snerist mest um vesen. Eitt er það að illakomið fyrir manni – ekki „fyrir mann“. Þá er illa ástatt fyrir manni Meira
27. júlí 2023 | Í dag | 33 orð | 1 mynd

Nýr borgari

Kópavogur Jóhanna Guðrún Hauksdóttir fæddist 15. mars 2023 kl. 16.52 á Landspítalanum við Hringbraut. Hún vó 3.100 g og var 49 cm löng. Foreldrar hennar eru Haukur Ingi Heiðarsson og Ólafía Lára Lárusdóttir. Meira
27. júlí 2023 | Í dag | 184 orð

Sjálfskipaður vandi. A-AV

Norður ♠ K108754 ♥ 43 ♦ 2 ♣ G1043 Vestur ♠ Á92 ♥ 8752 ♦ KG94 ♣ 82 Austur ♠ DG3 ♥ 9 ♦ D8765 ♣ ÁD65 Suður ♠ 6 ♥ ÁKDG106 ♦ Á103 ♣ K97 Suður spilar 5♥ Meira
27. júlí 2023 | Í dag | 173 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c5 2. Rf3 e6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Be3 a6 7. f4 Dc7 8. Be2 Be7 9. 0-0 0-0 10. Bf3 Rc6 11. Rb3 b5 12. g4 He8 13. Dd2 Rd7 14. Df2 Hb8 15. Had1 b4 16. Ra4 a5 17. c4 bxc3 18. Rxc3 Rb4 19 Meira

Íþróttir

27. júlí 2023 | Íþróttir | 250 orð | 1 mynd

Bakvörður

Þessa dagana streyma háar fjárhæðir erlendis frá til íslenskra knattspyrnufélaga. Þegar danska félagið FC Köbenhavn seldi Skagamanninn Hákon Arnar Haraldsson til Lille í Frakklandi varð ljóst að Akurnesingar myndu fá um það bil hálfan milljarð króna í sinn hlut Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 72 orð | 1 mynd

Hákon raðar inn mörkunum

Skagamaðurinn Hákon Arnar Haraldsson skoraði tvö mörk og lagði upp eitt fyrir franska liðið Lille er það vann 3:2-sigur á Le Havre á undirbúningstímabilinu í gær. Var Hákon að leika sinn annan leik fyrir Lille, en hann skoraði þrennu gegn Cercle… Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 321 orð

KA mætir liði með mikla Evrópureynslu

Dundalk, mótherji KA í annarri umferð Sambandsdeildar karla í fótbolta á Framvellinum í Úlfarsárdal í kvöld, er næstsigursælasta félag Írlands og þrautreynt í Evrópukeppni. Dundalk, sem er frá samnefndum 40 þúsund manna bæ á austurströnd Írlands,… Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 70 orð | 1 mynd

Landsleikirnir í hættu hjá Arnóri

Knattspyrnumaðurinn Arnór Sigurðsson verður frá keppni næstu tvo mánuðina vegna meiðsla í nára. Arnór meiddist á æfingu með enska liðinu Blackburn, skömmu eftir að hann gekk í raðir þess að láni frá CSKA Moskvu Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Martin yfirgefur Harðarmenn

Spænski handknattleiksþjálfarinn Carlos Martin hefur látið af störfum sem þjálfari karlaliðs Harðar eftir fjögurra ára veru á Vestfjörðum. Liðið lék í fyrsta skipti í efstu deild á síðustu leiktíð, en fékk aðeins tvö stig og féll aftur niður í 1 Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 144 orð | 1 mynd

Messi heldur áfram að heilla í Miami

Óhætt er að segja að Lionel Messi hafi tekist vel upp á fyrstu dögum sínum hjá bandaríska knattspyrnufélaginu Inter Miami. Hann skoraði glæsilegt sigurmark í fyrsta leiknum með liðinu gegn Cruz Azul frá Mexíkó og í fyrrinótt skoraði hann tvívegis og … Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Ómar væntanlega ekki klár

Ómar Ingi Magnússon verður væntanlega ekki klár í slaginn með Magdeburg er liðið hefur leik í þýsku 1. deildinni í handbolta á komandi keppnistímabili. Ómar hefur verið að glíma við meiðsli í hæl og ekki spilað síðan á HM í janúar Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 65 orð | 1 mynd

Pálmi tekur við KR-ingum

Knattspyrnudeild KR hefur ráðið Pálma Rafn Pálmason sem nýjan þjálfara kvennaliðs félagsins. Hann tekur við af Perry Mclachlan, sem var rekinn í byrjun mánaðar. Síðan þá hafa Jamie Brassington og Vignir Snær Stefánsson stýrt liðinu og verða þeir Pálma til aðstoðar Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Sara vildi ekki fara til Arsenal

Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði Íslands í fótbolta, hafði ekki áhuga á að færa sig frá ítalska félaginu Juventus og til Arsenal á Englandi. Ítalski blaðamaðurinn Mauro Munno greindi frá að Arsenal hefði haft mikinn áhuga á… Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 47 orð | 1 mynd

Spánn og Japan fyrst áfram á HM

Spánn og Japan tryggðu sér í gær fyrst liða sæti í sextán liða úrslitum heimsmeistaramóts kvenna í fótbolta með öruggum sigrum gegn Sambíu og Kosta Ríka. Kanada lagði Írland að velli í baráttuleik og þar með er ljóst að Írar eru á heimleið eftir riðlakeppnina » 62 Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 147 orð | 1 mynd

Steinar þjálfar Ármann

Gengið hefur verið frá samningum í Laugardalnum og verður Steinar Kaldal nýr þjálfari meistaraflokks karla í körfuknattleik hjá Ármanni Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 74 orð

Stórsigur í lokaleiknum

Íslenska U18 ára landslið karla í körfubolta vann 92:59-stórsigur á Norður-Makedóníu í lokaleik sínum í riðlakeppni B-deildar Evrópumótsins í Matosinhos í Portúgal í gær. Hilmar Arnarson var stigahæstur í íslenska liðinu með 19 stig og þeir Þórður Jónsson og Kristján Ingólfsson gerðu 12 stig hvor Meira
27. júlí 2023 | Íþróttir | 484 orð | 1 mynd

Ævintýri Íra er á enda

Ólympíumeistarar Kanada náðu að knýja fram sinn fyrsta sigur á heimsmeistaramóti kvenna í fótbolta í gær með því að vinna baráttuglaða Íra í hörkuleik í Perth í Ástralíu, 2:1. Þar með er ljóst að Írar þurfa að pakka saman og halda heimleiðis eftir… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.