Greinar þriðjudaginn 10. október 2023

Fréttir

10. október 2023 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

147 milljónir söfnuðust fyrir Grensás

Alls söfnuðust 147 milljónir króna í söfnunarþætti Grensáss sem sýndur var í beinni útsendingu á RÚV sl. föstudagskvöld. Sjálf söfnunin fór fram í þjónustuveri Vodafone. Markmiðið með söfnuninni var að standa fyrir landssöfnun meðal fyrirtækja,… Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 399 orð | 2 myndir

Á annað þúsund látnir og Hamas hóta fleiri aftökum

Stríð Ísraelsmanna gegn hryðjuverkasamtökunum Hamas er hafið af fullum krafti eftir grimmdarlega árás Hamas á Ísraelsmenn á laugardag. Snemma gærdags var að mestu leyti búið að fella þá hryðjuverkamenn sem enn voru innan landamæra Ísraels og voru… Meira
10. október 2023 | Erlendar fréttir | 986 orð | 3 myndir

„Algjört umsátur“ um Gaza

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ísraelsher lýsti því yfir í gær að hann hefði náð að hrekja hryðjuverkamenn Hamas-samtakanna frá öllum þeim svæðum sem þeir náðu að leggja undir sig í óvæntri atlögu sinni að Ísrael á laugardaginn. Daniel Hagari, talsmaður hersins, varaði hins vegar við því að einstaka hryðjuverkamenn kynnu að leynast á svæðinu. Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 348 orð | 3 myndir

„Óbærilegur“ hiti á Tenerife

„Þetta hefur verið óbærilegur hiti hérna að undanförnu, allt með miklum ólíkindum. Það er eins og að labba á vegg þegar maður kemur út úr húsi,“ segir Alfreð Alfreðsson í samtali við Morgunblaðið um hitabylgjuna á Tenerife en hann hefur verið búsettur á eynni í bráðum fimm ár Meira
10. október 2023 | Fréttaskýringar | 518 orð | 4 myndir

Enn engin áhrif hér á landi

Baksvið Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Árás Hamas á Ísrael á laugardaginn og átökin sem haldið hafa áfram á svæðinu ollu 5% hækkun olíuverðs við opnun markaða í gær. Fjárfestar óttuðust að ástandið myndi halda áfram að versna enda hefur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, sagt að landið ætti nú í stríði. Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 409 orð | 5 myndir

Fengu gamlan selfangara í trollið

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Óvenjulegur fengur blasti við áhöfninni á Veiðey RE 50 þegar skipið var á veiðum á Dohrnbanka á föstudaginn í síðustu viku, en þegar skipverjar tóku trollið mátti sjá þar leifar af fornum selveiðibát. Í trollinu gat að líta part af skipi, stýri og þó nokkur selskinn, svo nokkuð sé nefnt. Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 379 orð | 1 mynd

Ferhyrningurinn sýndi mikil tilþrif

Ferhyrndur hrútur í eigu Hilmars Jóhannessonar bónda í Syðra-Langholti í Hreppum vakti mikla athygli á árlegri hrútasýningu Sauðfjárræktarfélags Hrunamannahrepps sem haldin var um helgina. Hrúturinn er mórauður og er afkvæmi sæðingahrútsins Satúrnusar Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 465 orð | 2 myndir

Fjalla um flótta frá Mið-Austurlöndum

Af hverju flýr fólk frá Mið-Austurlöndum til Íslands? er umfjöllunarefni málstofu um málefni flóttafólks og hælisleitenda á vegum Vinnustofu vonarinnar í Herkastalanum við Suðurlandsbraut klukkan 17-19 á morgun Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 334 orð | 2 myndir

Fjárfestar vilja hús björgunarsveitar

Fjárfestar hafa gert tilboð í húsnæði Flugbjörgunarsveitarinnar Reykjavík við Öskjuhlíð. Húsnæðið er steinsnar frá Reykjavíkurflugvelli og við hlið nýrrar byggingarlóðar. Þannig var sagt frá því í Morgunblaðinu 1 Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 240 orð | 2 myndir

Glæpadrottningar hlaðnar lofi

Bráðin eftir Yrsu Sigurðardóttur er ein af fjórum bestu glæpasögum októbermánaðar í Bretlandi, að mati Sunday Times. Gagnrýnandi blaðsins, Joan Smith, segir að sögur Yrsu séu ævinlega þrungnar óþægilegri tilfinningu og persónurnar í andlegu uppnámi, … Meira
10. október 2023 | Erlendar fréttir | 319 orð | 1 mynd

Hátíðin varð að harmleik

Áætlað er að um 260 manns af þeim rúmlega 800 sem vitað er til að fórust í árás Hamas-samtakanna um helgina hafi verið gestir á tónlistarhátíðinni Supernova. Hátíðin á rætur sínar að rekja til Brasilíu en á henni er einkum spiluð tónlist sem kennd er við „psytrance“ Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 385 orð | 2 myndir

Íslendingarnir flugu frá Jórdaníu

Íslendingar sem urðu strandaglópar í Ísrael eftir að Hamas-samtökin hófu innrás sína í Ísrael um helgina þurftu um langa leið að fara til að komast heim til Íslands í öruggt skjól. Með farþegaflugvél Icelandair fóru 126 Íslendingar, fimm Færeyingar, fjórir Norðmenn og tólf manna hópur frá Þýskalandi Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Kaupmenn bíða enn eftir kaffiboði með borgarstjóra

„Fólk er mikið að spyrja um þetta kaffiboð en borgarstjóri hefur ekki haft samband. Ég taldi nú að hann myndi gera það,“ segir Gunnar Halldór Jónasson, kaupmaður í versluninni Kjötborg við Ásvallagötu Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Ljós Friðarsúlunnar tendrað í Viðey

Ljós Friðarsúlunnar í Viðey var tendrað klukkan átta í gærkvöldi. Athöfninni úti í Viðey var aflýst vegna veðurs en þar hefur verið haldin friðsæl athöfn til minningar um tónlistarmanninn John Lennon Meira
10. október 2023 | Fréttaskýringar | 601 orð | 3 myndir

Meðferð meinvarpa í heila nú veitt hérlendis

Ný tækni við að meðhöndla krabbameinsmeinvörp í heila hefur verið notuð núna í ár á Landspítalanum, en áður þurfti að senda sjúklinga til útlanda til að fá þessa meðferð, oft með aðstandanda og tilheyrandi kostnaði Meira
10. október 2023 | Erlendar fréttir | 201 orð | 1 mynd

Molnar undan stjórnarflokkum

Versnandi staða ríkisstjórnar Olafs Scholz Þýskalandskanslara virðist endurspeglast í nýafstöðnum fylkiskosningum í bæði Bæjaralandi og Hessen Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 182 orð | 2 myndir

Prestum á Suðurlandi hrókerað

Í uppsveitum Árnessýslu hefur nú sú breyting verið gerð að prestum þar er hrókerað milli safnaða. Sr. Axel Á. Njarðvík, sem frá 2010 hefur verið héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi, er frá líðandi stundu til júlíloka á næsta ári sóknarprestur í Skálholtsprestakalli Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Ráðherra og forstjóri á nefndarfund

Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, og Páll Gunnar Pálsson forstjóri Samkeppniseftirlitsins, SKE, mæta á opinn fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis sem haldinn er í dag og hefst kl Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 318 orð

Segja gögnin nú tilheyra opinberum skjalasöfnum

Samkeppniseftirlitið (SKE) mun að svo stöddu ekki eyða þeim gögnum sem eftirlitsstofnunin aflaði með ólögmætum hætti frá sjávarútvegsfyrirtækjum fyrr í sumar. Þetta kemur fram í svörum SKE til nokkurra úgerðarfélaga sem farið hafa fram á það að gögnum um þau verði eytt Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 498 orð

Segja þörf á 12 milljörðum í landbúnaðinn

Það er mat Bændasamtaka Íslands (BÍ) að þörf sé á um 12 milljörðum króna inn í greinina á þessu ári svo að landbúnaðurinn geti staðið undir rekstrarlegum skuldbindingum. Í upphafi árs töldu samtökin að á bilinu 9,4 til 12,2 milljarða króna vantaði… Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Selfangari í trollið af sjávarbotni

Það bar til tíðinda hjá áhöfninni á Viðey RE 50 síðastliðinn föstudag að óvenjulegur afli kom upp með trollinu þegar skipið var á veiðum á Dornbanka. Þar voru á ferðinni hlutar úr selfangara eins og ljóst varð þegar talsverður fjöldi selskinna reyndist vera í vörpunni Meira
10. október 2023 | Erlendar fréttir | 243 orð | 1 mynd

Skelfileg neyð ríkir í Afganistan

Sjálfboðaliðar og þorpsbúar leita fólks í rústum húsa sem hrundu í skjálftanum mikla sem reið yfir Afganistan síðastliðinn laugardag. Yfir tvö þúsund eru látnir og enn fleiri særðir. Björgunar- og uppbyggingarstarf mun taka einhverja mánuði hið minnsta Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Telur eldi án stroks mögulegt

„Þetta er mjög sorglegt atvik sem okkur þykir mjög leitt að hafi átt sér stað,“ segir Ivan Vindheim, forstjóri Mowi, um strok 3.500 laxa úr sjókví Arctic Fish í Patreksfirði í ágúst, en Mowi fer með meirihluta í Arctic Fish Meira
10. október 2023 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Tilraunabannið í hættu?

Rússneska dúman ræddi í gær hvort Rússland ætti að draga sig út úr samningnum um allsherjarbann við tilraunum á kjarnorkuvopnum, CTBT Meira
10. október 2023 | Innlendar fréttir | 97 orð | 1 mynd

Tólf styrkjum úthlutað

Tólf íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum hefur verið boðið að ganga til samninga um styrki úr Fléttunni – styrki til innleiðingar nýsköpunar í heilbrigðisþjónustu. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, kynnti úthlutun styrkjanna í gær en alls voru um 104 m Meira

Ritstjórnargreinar

10. október 2023 | Leiðarar | 620 orð

Börn semja við bandíta

Hermdarverkastríð á kunnuglegum slóðum Meira
10. október 2023 | Staksteinar | 226 orð | 2 myndir

Hvers eiga landsmenn að gjalda?

Sérstakir þingmenn „fólks á flótta“, sem kalla sig því óvenjulega nafni Píratar, ruku upp til handa og fóta á Alþingi í gær. Tilefnið var eina ferðina enn að gæta hagsmuna flóttafólksins gagnvart íslenskum skattgreiðendum, en Píratar telja að skattgreiðendum beri að greiða fyrir flóttafólkið án nokkurra takmarkana eða efri marka. Meira

Menning

10. október 2023 | Menningarlíf | 1026 orð | 5 myndir

Gott tól til að kryfja okkur sjálf

Listahátíðin Sequences verður haldin í ellefta skipti dagana 13.-22. október í Reykjavík og ber hún að þessu sinni yfirskriftina Get ekki séð. Titill hátíðarinnar er fenginn úr verki eftir eistneska listamanninn Edith Karlson, sem tekur þátt í… Meira
10. október 2023 | Menningarlíf | 71 orð | 1 mynd

Heimsþekktur saxófónleikari á Múlanum annað kvöld

Saxófónleikarinn Jerry Bergonzi frá Boston í Bandaríkjunum kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans ásamt skandinavískum kvartett sínum annað kvöld, miðvikudagskvöldið 11. október, kl. 20 í Flóa í Hörpu Meira
10. október 2023 | Menningarlíf | 492 orð | 1 mynd

Leiðist að vinna

Þegar Morgunblaðið náði tali af Agli Loga Jónassyni laust fyrir helgi var hann nýstiginn upp í rútu á Akureyri á leið í bæinn til að spila á Upprásartónleikum sem fram fara í Hörpu í kvöld kl. 20, ásamt þungarokkssveitinni Krowners og martraðarpoppsveitinni MSEA Meira
10. október 2023 | Menningarlíf | 365 orð | 1 mynd

Vestfirska kvikmyndahátíðin PIFF færir út kvíarnar

„Okkur fannst ómögulegt að skilja suðurfirðina útundan þannig að í ár fer hátíðin líka fram á Patreksfirði. Það er líka svo fínt bíó þar og um að gera að nýta það,“ segir Fjölnir Baldursson, stjórnandi Pigeon International Film Festival… Meira
10. október 2023 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Öldur ljósvakans og bókaflóðsins

Þessi árstími sem nú gengur í garð einkennist hjá mér af lestri enda munu nýjar íslenskar bækur berast ritstjórn Morgunblaðsins í stríðum straumum. Það gefst því minni tími hjá mér í sjónvarpsgláp og þá verður eitthvað auðmeltanlegt iðulega fyrir… Meira

Umræðan

10. október 2023 | Aðsent efni | 854 orð | 1 mynd

Alþjóðastjórnmál í ólgusjó

Afar brýnt er að hagstjórnin sé styrk á Íslandi þegar alþjóðastjórnmálin eru stödd í ólgusjó sem þessum. Meira
10. október 2023 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Fólksflutningar

Munur er á upplifun þeirra sem velja nýtt land og hinna sem flýja vegna slæms ástands í föðurlandinu. Meira
10. október 2023 | Aðsent efni | 402 orð | 1 mynd

Með krabbamein í 10 ár

Ég bið fyrir öllum þeim sem enn standa í baráttunni við krabbamein og þrá að fá að vera með í lífsins leik enn um sinn. Meira
10. október 2023 | Aðsent efni | 277 orð | 1 mynd

Nýtt öxulveldi hins illa

Hið nýja öxulveldi hins illa samanstendur af Rússlandi, Íran og Norður-Kóreu. Meira
10. október 2023 | Aðsent efni | 547 orð | 1 mynd

Sjávarflóð eru náttúruvá

… varnir gegn sjávarflóðum séu að mörgu leyti sambærilegar við varnir gegn ofanflóðum, enda hvort tveggja náttúruhamfarir í eðli sínu. Meira
10. október 2023 | Pistlar | 409 orð | 1 mynd

Undir fölsku flaggi!

Aldraðir hafa lengi þurft að umbera stjórnmálamenn sem sigla undir fölsku flaggi. Fyrir kosningar lofa frambjóðendur upp í ermina á sér í þeirri von að það muni skila auknum fjölda atkvæða á kjördag Meira
10. október 2023 | Aðsent efni | 735 orð | 1 mynd

Upplýsingaóreiða í raforkumálum

Leiðrétta verður upplýsingaóreiðu í raforkumálum og stytta verkferla við undirbúning og byggingu nýrra raforkuvera svo lífskjör á Íslandi versni ekki. Meira
10. október 2023 | Aðsent efni | 597 orð | 1 mynd

Verða flóttaleiðir í Fjarðarheiðargöngum?

Til eru alltof mörg dæmi um að það hafi þurft veghefla alla vetrarmánuðina til að draga fulllestaða flutningabíla upp á heiðina milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar. Meira
10. október 2023 | Aðsent efni | 709 orð | 1 mynd

Við höfum val um viðhorf: Fræðsla, forvarnir og friður

… en það eru samt tækifæri til að jafna kjörin á meðal almennings, sérstaklega með hag barnanna okkar í huga. Meira

Minningargreinar

10. október 2023 | Minningargreinar | 1581 orð | 1 mynd

Auðbjörg Ingimundardóttir

Auðbjörg Ingimundardóttir fæddist 27. janúar 1934 á Ísafirði. Hún lést 30. september 2023 á Droplaugarstöðum í Reykjavík. Foreldrar Auðbjargar voru hjónin Ingimundur Ögmundsson, sjómaður og smiður, f Meira  Kaupa minningabók
10. október 2023 | Minningargreinar | 629 orð | 1 mynd

Bjarni Hilmir Sigurðsson

Bjarni Hilmir Sigurðsson, alltaf nefndur Hilmir, fæddist 3. september 1932. Hann lést 14. september 2023. Útför Hilmis fór fram 25. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2023 | Minningargreinar | 539 orð | 1 mynd

Brynjar Þórðarson og Unnur Jónasdóttir

Brynjar Þórðarson fæddist í Reykjavík 18. janúar 1947. Hann varð bráðkvaddur í Lúxemborg 15. september 2023. Foreldrar hans voru Þórður Halldórsson, f. 11.1. 1917, d. 31.7. 2004, og Sigríður Guðmundsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók
10. október 2023 | Minningargreinar | 2013 orð | 1 mynd

Guðmundur Heiðar Sigurðsson

Guðmundur Heiðar Sigurðsson fæddist á Höfn í Hornafirði 10. júní 1936. Hann lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi 26. september 2023. Foreldrar Guðmundar voru Sigurður Jónsson, f. 19.8. 1906, d Meira  Kaupa minningabók
10. október 2023 | Minningargreinar | 427 orð | 1 mynd

Guðmundur Jóhann Guðmundarson

Guðmundur Jóhann Guðmundarson fæddist 8. janúar 1951. Hann lést 11. september 2023. Guðmundur var jarðsunginn 25. september 2023. Meira  Kaupa minningabók
10. október 2023 | Minningargreinar | 345 orð | 1 mynd

Magnúsína Ólafsdóttir

Magnúsína Ólafsdóttir, Magga, fæddist 30. júlí 1931. Hún lést 8. september 2023. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

10. október 2023 | Viðskiptafréttir | 187 orð | 1 mynd

FME en ekki SA að meta hæfi til stjórnarsetu

Ekki er að finna heimildir í lögum eða samþykktum lífeyrissjóðsins Birtu til þess að afturkalla umboð stjórnarmanns eða víkja honum úr stjórn sjóðsins. Þetta kemur fram í svari Samtaka atvinnulífsins (SA) við fyrirspurn Morgunblaðsins þar sem spurt… Meira
10. október 2023 | Viðskiptafréttir | 206 orð | 1 mynd

Málskotsbeiðni verktaka hafnað

Hæstiréttur hefur hafnað málskotsbeiðni Byggingarfélags Gylfa og Gunnars hf. gegn Lundi 2-6 húsfélagi. Tilefni málskotsbeiðninnar var að Byggingarfélaginu var gert að greiða húsfélaginu skaðabætur þar sem frágangur á þakplötu yfir bílageymslu hefði… Meira

Fastir þættir

10. október 2023 | Í dag | 967 orð | 2 myndir

Af veiðiætt og með græna fingur

Árni Stefánsson fæddist 10. október 1953 á Akureyri. Hann ólst upp á „Eyrinni“ fram að 11 ára aldri. En þá fór hann frá því að vera „Eyrarpúki“ yfir í „Brekkusnigil“ en það voru innanbæjarstimplarnir sem gáfu búsetu til kynna Meira
10. október 2023 | Í dag | 192 orð

Alkrafa. S-NS

Norður ♠ 654 ♥ 87 ♦ 8763 ♣ G1087 Vestur ♠ ÁG10 ♥ Á94 ♦ DG105 ♣ ÁK2 Austur ♠ 973 ♥ G1052 ♦ 942 ♣ 964 Suður ♠ KD82 ♥ KD63 ♦ ÁK ♣ D53 Suður spilar 2G Meira
10. október 2023 | Í dag | 259 orð

Brugðið á orðaleik

Hólmfríður Bjartmarsdóttir birtir þetta fallega haustljóð á Boðnarmiði: Senn er horfinn sumars undrakraftur. Senn mun gróskan draga sig í hlé og skógurinn mun skila sínu aftur. Í skógi ljóma sólgul birkitré Meira
10. október 2023 | Dagbók | 84 orð | 1 mynd

Óstöðvandi snjóbolti Todmobile

Tónlistarmaðurinn Eyþór Arnalds var á línunni á dögunum í þættinum Ísland vaknar þar sem hann ræddi við þau Kristínu Sif og Þór Bæring um hljómsveitina Todmobile, afmælistónleikana fram undan hinn 14 Meira
10. október 2023 | Í dag | 168 orð | 1 mynd

Skák

1. e4 c6 2. d4 d5 3. f3 dxe4 4. fxe4 e5 5. Rf3 Bg4 6. c3 Rd7 7. Bd3 Bd6 8. 0-0 Rgf6 9. Bg5 Dc7 10. h3 Bh5 11. Rbd2 0-0 12. Rc4 b5 13. Rxd6 Dxd6 14. Be3 Hfe8 15. Dc2 Had8 16. Rh4 Bg6 17. Rxg6 hxg6 18 Meira
10. október 2023 | Í dag | 54 orð

Við þykjumst hafa nokkra sérstöðu, mannkynið, og m.a. fæða konur eða ala…

Við þykjumst hafa nokkra sérstöðu, mannkynið, og m.a. fæða konur eða ala börn í þolfalli, en margar aðrar dýrategundir gjóta afkvæmum sínum í þágufalli Meira
10. október 2023 | Í dag | 293 orð | 1 mynd

Þórhallur Hákonarson

50 ára Þórhallur ólst upp í Breiðholti en býr í Garðabæ. „Ég flutti í Neðra-Breiðholt þegar ég var sex ára og bjó þar þangað til ég varð 18 ára gamall. Við hjónin fengum afhenta íbúðina okkar í hruninu, í lok september 2008, og höfum búið þar… Meira

Íþróttir

10. október 2023 | Íþróttir | 64 orð

Arnór í liði umferðarinnar

Knattspyrnumaðurinn Arnór Sigurðsson hefur verið útnefndur í lið 11. umferðar ensku B-deildarinnar eftir frábæra frammistöðu sína í 4:0-sigri Blackburn Rovers á Queens Park Rangers um liðna helgi. Arnór skoraði tvö marka Blackburn og er af þeim… Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Björn heldur áfram á Selfossi

Knattspyrnuþjálfarinn Björn Sigurbjörnsson mun halda áfram þjálfun kvennaliðs Selfoss í fótbolta, þrátt fyrir að liðið hafi fallið úr Bestu deildinni á leiktíðinni. Hann skrifaði í gær undir nýjan tveggja ára samning við félagið Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 277 orð | 1 mynd

Eggert var bestur á endasprettinum

Eggert Aron Guðmundsson, miðjumaðurinn efnilegi úr Stjörnunni, var besti leikmaður Bestu deildar karla í knattspyrnu í september og október, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Eggert fékk átta M fyrir frammistöðu sína í síðustu fjórum … Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Herdís Halla var best í lokaumferðinni

Herdís Halla Guðbjartsdóttir, sextán ára markvörður FH-inga, var besti leikmaðurinn í 23. og síðustu umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta síðasta föstudagskvöld, að mati Morgunblaðsins Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 233 orð | 1 mynd

Íslandsmeistarar Vals taka á móti austurrísku meisturunum í St. Pölten í…

Íslandsmeistarar Vals taka á móti austurrísku meisturunum í St. Pölten í fyrri leik liðanna í 2. umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu kvenna í kvöld. Von er á ansi athyglisverðri viðureign þar sem útlit er fyrir að Valur eigi fína möguleika þrátt fyrir að St Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 171 orð | 1 mynd

Íslenskir heimsmeistarar

Elsa Pálsdóttir og Hörður Birkisson urðu bæði heimsmeistarar í sínum flokkum á heimsmeistaramóti öldunga í kraftlyftingum sem nú stendur yfir í Ulaanbaatar í Mongólíu. Þau kepptu bæði í flokkum í klassískum kraftlyftingum þar sem keppt er án útbúnaðar Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Pétur var bestur í lokaumferðinni

Pétur Bjarnason sóknarmaður Fylkis var besti leikmaðurinn í 27. og síðustu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu sem var leikin um helgina, að mati Morgunblaðsins Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 272 orð | 2 myndir

Tanya besti leikmaður haustsins

Tanya Boychuk, framherji úr Þrótti í Reykjavík, var besti leikmaður Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í september og október, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Tanya fékk samtals sex M í fimm leikjum Þróttar á lokaspretti… Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 66 orð | 1 mynd

Tanya og Eggert sköruðu fram úr

Eggert Aron Guðmundsson, miðjumaðurinn efnilegi úr Stjörnunni, var besti leikmaður Bestu deildar karla í knattspyrnu í september og október, samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins, M-gjöfinni. Eggert fékk átta M fyrir frammistöðu sína í síðustu fjórum leikjum Stjörnunnar á tímabilinu Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 141 orð | 1 mynd

Topplið Valsmanna reyndist of sterkt fyrir Garðbæinga

Valur er áfram með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildar karla í handbolta eftir 34:28-heimasigur á Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðarinnar á Hlíðarenda í gærkvöldi. Stjarnan er enn í næstneðsta sæti með tvö stig Meira
10. október 2023 | Íþróttir | 61 orð | 1 mynd

Örvar frá HK til Stjörnunnar

Örvar Eggertsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Stjörnunnar. Hann kemur frá HK á frjálsri sölu þegar samningur hans við Kópavogsliðið rennur út í næsta mánuði. Örvar átti flott tímabil með HK og skoraði sjö mörk í Bestu deildinni Meira

Ýmis aukablöð

10. október 2023 | Blaðaukar | 880 orð | 2 myndir

Aldrei meiri áhugi á íslensku lagareldi

Umfang ráðstefnunnar hefur farið mjög ört vaxandi samhliða mjög örum og skemmtilegum vexti eldis- og ræktunargreina. Ráðstefnan fjallar um allt lagareldi og það er mismunandi staða í þessum greinum, en þær eiga það sameiginlegt að þær hafa vaxið og dafnað á undanförnum árum Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 933 orð | 3 myndir

„Eftirspurnin eftir íslenskum þörungum er einfaldlega svo mikil“

Markaðurinn fyrir sjávarþörunga fer ört vaxandi enda eru neytendur um allan heim að vakna til vitundar um heilsubætandi áhrif þessarar vöru. Fyrirtækið ISEA (áður Asco Harvester) er nýliði á íslenska þangmarkaðinum en stofnendur félagsins eru… Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 692 orð | 4 myndir

„Eftir því sem íslensk fiskeldisfyrirtæki stækka þá stækkum við einfaldlega með þeim“

Það er til marks um vaxandi umsvif fiskeldis og þann fjölda afleiddra starfa sem hefur orðið til í kringum greinina, að Hampiðjan vígði á dögunum 1.800 fermetra byggingu á Ísafirði sem mun hýsa nýtt netaverkstæði og þjónustustöð fyrir fiskeldisfyrirtækin á svæðinu Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 1089 orð | 3 myndir

„Laxinn er Tesla matvælaframleiðslunnar“

Mannkynið er þegar um átta milljarðar manna og bendir flest til að okkur muni halda áfram að fjölga að minnsta kosti út þessa öld. Eðli málsins samkvæmt þarf allt þetta fólk að leggja sér eitthvað til munns, en nú þegar er ræktunarland víða fullnýtt og takmarkanir settar á beitiland Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 1554 orð | 3 myndir

Fiskar sem líður vel skila betri afurð

Stjörnu-Oddi, sem þekktur er erlendis sem Star-Oddi, býður upp á fjölbreytt úrval mæla og merkinga fyrir villt dýr sem og þau sem ræktuð eru. „Allt er þetta þróað innan fyrirtækisins og framleitt hér í Garðabænum Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 1665 orð | 3 myndir

Ísland geti verið hreyfiafl í fiskeldi á heimsvísu

Framtíðarhorfur fiskeldis á Íslandi eru eins og best verður kosið að því gefnu að umhverfi greinarinnar bjóði upp á það. Ísland hefur allar forsendur til að verða raunverulegt hreyfiafl í fiskeldi á heimsvísu og það verður mjög spennandi að fylgjast … Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 892 orð | 3 myndir

Kræklingur er hluti af lausninni

Ein af stærstu áskorunum jarðarbúa er að auka framleiðslu á matvælum sem eru í senn próteinrík og vistvæn. Júlíus Kristinsson segir þessa áskorun fela í sér gríðarleg tækifæri til nýsköpunar og til að þróa atvinnugreinar sem verða í senn arðbærar og góðar fyrir umhverfið Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 1087 orð | 3 myndir

Laxalús er farin að verða til ama

Fiskeldisfrömuðir höfðu vonað að aðstæður í íslenskum fjörðum myndu halda í skefjum mörgum af þeim sjúkdómum sem plagað hafa fiskelidsstöðvar í öðrum löndum. Höfðu fyrirtækin í greininni ekki síst vonast til að laxalúsin yrði auðveldari viðureignar… Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 613 orð | 3 myndir

Laxinn vex 19% hraðar við rétt skilyrði

Að tryggja súrefnisgæði í fiskeldi á landi getur verið flókin áskorun, og ef súrefnisgjöfin er ekki nógu góð má reikna með að fiskurinn vaxi hægar og ýmsir kvillar komi upp. Alda Hlín Karlsdóttir er sölustjóri á fiskeldissviði Linde en félagið er umsvifamikið í þróun súrefnislausna fyrir fiskeldi Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 159 orð | 1 mynd

Leynast ónýtt tækifæri í smáþörungum?

Í skýrslu Boston Consulting Group um stöðu og tækifæri lagareldis á Íslandi sem kynnt var í vor kemur fram: „Ísland býr við náttúrulegar aðstæður sem eru hagstæðar fyrir þörungaframleiðslu með svalt loftslag, mikið ferskvatn og aðgengilega endurnýjanlega orku á viðráðanlegu verði Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 276 orð | 2 myndir

Mesta tækifærið til aukinnar verðmætasköpunar

Fyrr á þessu ári kom út skýrsla Boston Consulting Group um stöðu og tækifæri eldis- og ræktunargreina, eða lagareldi, hér á landi og sést þar bersýnilega að tækifærin eru nánast óteljandi. Í þessu blaði er gerð tilraun til að gera sem flestum… Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 1303 orð | 3 myndir

Mikilvægt að ímynd fiskeldis sé jákvæð

Benchmark Genetics Iceland hefur fjárfest fyrir mikla fjármuni undanfarin ár og rekur tvær stórar kynbótastöðvar, á Kalmanstjörn og í Vogum, sem og nýtt hrognahús sem opnað var á síðasta ári. „Þetta hefur gjörbreytt allri aðstöðu til þess bæði … Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 1026 orð | 3 myndir

Njóta góðs bæði af mannauðinum og náttúrulegum skilyrðum í Eyjum

Í Vestmannaeyjum býr stórhuga fólk sem bíður ekki boðanna þegar áhugaverðar viðskiptahugmyndir láta á sér kræla. Sést þetta vel á viðskiptaáætlun fyrirtækisins Laxey (áður Icelandic Farmed Salmon) sem hyggst reisa þar landeldisstöð, framleiða allt… Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 967 orð | 2 myndir

Nýta má reynslu og þekkingu annarra þjóða

Á heimsvísu eru framleiddar 36 milljónir tonna af stórþörungum á ári bæði til manneldis og til notkunar í ýmiss konar framleiðslu. Þetta er rúmlega þrjátíu sinnum meira en íslenski fiskiskipaflotinn veiðir á ári Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 996 orð | 3 myndir

Ótvírætt að fiskeldinu hafi fylgt bætt lífsgæði

Eitt er að horfa á beinu störfin, en þau áhrif sem fiskeldi hefur haft á fjölda óbeinna starfa og áhrif þess á rekstrargrundvöll annarra fyrirtækja, verslunar og þjónustu er annað. Fjöldi fólks á sunnanverðum Vestfjörðum á lífsviðurværi sitt undir… Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 698 orð | 3 myndir

Rannsókn á smáþörungum lofar góðu

Ein af stærstu áskorunum fiskeldis er að finna umhverfisvænar og sjálfbærar leiðir til fóðurframleiðslu. Davíð Gíslason er verkefnastjóri hjá Matís og stjórnaði áhugaverðri rannsókn á kostum þess að nota smáþörunga, framleidda á Íslandi af VAXA, sem hráefni í fóður fyrir fiskeldi Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 1026 orð | 1 mynd

Sjókvíaeldi verði sniðinn þrengri stakkur

Meðal þess sem lagt er til er að gerðar verði breytingar á núverandi fyrirkomulagi gjaldtöku af sjókvíaeldi. Stefnt sé að því að kom á gjaldtöku sem fylgi betur breytingum á heimsmarkaðsverði en verið hefur Meira
10. október 2023 | Blaðaukar | 732 orð | 4 myndir

Skapa enn meiri verðmæti með fullvinnslu

Nýting kalkþörunga býður upp á ótal spennandi tækifæri en hráefnið má nýta á marga vegu. Jörundur Garðarsson er framkvæmdastjóri Hafkalks en félagið framleiðir hágæða fæðubótarefni úr kalkþörungum og þykja sumar vörur Hafkalks allra meina bót Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.