Greinar fimmtudaginn 22. febrúar 2024

Fréttir

22. febrúar 2024 | Fréttaskýringar | 482 orð | 5 myndir

„Ævintýralegar“ myndir eða „feik“?

„Mér finnst mjög skrítið að þetta stéttarfélag skuli ekki bara notast við alvöruljósmyndir af fuglum í stað mynda sem eru byggðar á ljósmyndum af fuglum. Þetta er bara feik,“ segir Vilhelm Gunnarsson, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 206 orð | 2 myndir

Aðstoðuðu við leit að skipverjum

Áhöfnin á Barða NK var meðal þeirra sem komu að leitinni að tveimur skipverjum færeyska línuskipsins Kambs sem sökk suður af Suðurey í Færeyjum 7. febrúar. Sextán voru um borð þegar Kambur fékk á sig brotsjó og lagðist á hliðina en aðeins tókst að bjarga fjórtán um borð í þyrlu Meira
22. febrúar 2024 | Erlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Anfinn Kallsberg látinn

Anfinn Kallsberg, fyrrverandi lögmaður Færeyja, er látinn 76 ára að aldri að því er kemur fram í færeyskum fjölmiðlum. Kallsberg var fyrst kjörinn á færeyska Lögþingið árið 1980 fyrir Fólkaflokkinn og varð formaður flokksins árið 1996 en því starfi gegndi hann í 11 ár Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Bananabrauð við upphaf samningafundar

Bára Hildur Jóhannsdóttir sáttasemjari, Stefán Ólafsson, sérfræðingur hjá Eflingu, og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari gæða sér á nýbökuðu bananabrauði og kaffisopa fyrir fund breiðfylkingar stéttarfélaga Alþýðusambandsins og Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu í gær Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Bílastæðagjöld í Stykkishólmi

Í undirbúningi er að hefja gjaldtöku fyrir afnot af bílastæðum við höfnina í Stykkishólmi. Jakob Björgvin Sigríðarson Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi, segir að á góðum dögum yfir sumartímann sé algengt að 200-300 bílum sé lagt í nágrenni hafnarinnar og við Súgandisey Meira
22. febrúar 2024 | Fréttaskýringar | 1576 orð | 5 myndir

Blása lífi í gamla bæinn í Borgarnesi

Með tveimur nýjum almenningstorgum í Borgarnesi á að fegra bæinn og styrkja hann sem sögustað. Þá er þeim meðal annars ætlað að efla bæinn sem ferðamannastað og laða að nýja íbúa. Annars vegar með nýju miðbæjartorgi, Skallagrímstorgi/Kveldúlfstorgi… Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Breytir miklu fyrir leik liðsins

Craig Pedersen, þjálfari karlalandsliðsins í körfu­knattleik, segir að það breyti miklu fyrir leikinn gegn Ungverjum í kvöld að vera með bæði Martin Hermannsson og Elvar Friðriksson í liðinu og að geta alltaf haft að minnsta kosti annan þeirra inni á vellinum Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 153 orð | 1 mynd

Bæjarbragurinn mælist jákvæður

Skv. nýrri könnun Gallup eru 87% íbúa í Hafnarfirði ánægð með Hafnarfjörð sem búsetustað. Mest er ánægjan með aðstöðu til íþróttaiðkunar og menningarmál, en um 80% sögðu þau atriði í góðu lagi. Hafnarfjörður er nú í 2 Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Ekki búin að kynna sér frumvarpið

„Erum á Norðurlandi á fundarferð og um atvinnu og samgöngur. Þurfum að skoða frumvarpið betur áður en við bregðumst við.“ Þetta segir aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur formanns Samfylkingarinnar í skilaboðum til blaðamanns Morgunblaðsins Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 180 orð | 2 myndir

Ekki-stefnubreytingin

Samfylkingarmenn sverja af sér stefnubreytingu formannsins í útlendingamálum. Hún blasir þó við ef nýleg ummæli formannsins eru borin saman við stefnuskrár flokksins síðustu árin, líkt og rifjað var upp hér í gær. Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 679 orð | 3 myndir

Eliza Reid forsetafrú tók á móti fyrstu „köku ársins“

Þeir mættu á Bessastaði ásamt Sigurði Hannessyni framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins þar sem forsetafrúin Eliza tók vel á móti þeim, full tilhlökkunar að smakka á kökunni. Sala á köku ársins 2024 hefst í bakaríum Landssambands bakarameistara í dag,… Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 42 orð | 1 mynd

Festulegir á veitingastaðnum Fjallkonunni

Þessir tveir herramenn voru einbeittir á svip þegar þeir nutu veitinganna á veitingastaðnum Fjallkonunni í miðbæ Reykjavíkur í gær. Eins jafnan áður eru veitingastaðir í borginni þéttsettnir þar sem bæði innlendir og erlendir ferðamenn gera vel við sig í mat og drykk. Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Fordæma meðferðina á Navalní

Íslensk stjórnvöld fordæma meðferð rússneskra stjórnvalda á stjórnarandstæðingnum Alexei Navalní sem leiddi til andláts hans í fangelsi í síðustu viku. Í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu segir m.a Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 299 orð | 2 myndir

Geðhjálp til liðs við Umhyggju með foreldrastarfi

„Ég trúi að nú fái foreldrar barna með alvarlegan geðrænan vanda betri þjónustu. Gjarnan upplifir þetta fólk sig eitt í baráttunni og aðstæðna vegna er lífið komið í öngstræti. Núna ættu að bjóðast betri möguleikar til hjálpar,“ segir Árný… Meira
22. febrúar 2024 | Erlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Gráðugt svarthol gleypir sól á dag

Stjörnufræðingar hafa uppgötvað það sem kann að vera bjartasti hluturinn í alheiminum, dulstirni með svarthol í miðjunni sem vex svo hratt að það gleypir efni sem jafnast á við eina sól daglega. Þessu er lýst í grein sem birtist í tímaritinu Nature Astronomy í vikunni Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 435 orð | 2 myndir

Greiðir sekt en nágranninn ekki

Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Íbúa við Nesveg í Vesturbæ Reykjavíkur verður gert að greiða sömu stöðusekt og nágranni hennar fékk niðurfellda eftir kvörtun til bílastæðasjóðs. Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Heiðruð fyrir framlag til Eurovision

Sigríður Beinteinsdóttir söngkona, Sigga Beinteins, fékk sérstaka heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöða, Eurovision, á fyrra undanúrslitakvöldi keppninnar hér heima sl Meira
22. febrúar 2024 | Fréttaskýringar | 655 orð | 4 myndir

Heiður sem á ekki að vera til sölu

Baksvið Kristján Jónsson kris@mbl.is Af og til gerist það að eintak af fálkaorðunni sé til sölu. Morgunblaðinu barst á dögunum ábending um að stórriddarakross með stjörnu væri auglýstur til sölu á erlendri uppboðssíðu á netinu. Ef marka má upplýsingarnar á síðunni var alls boðið fjörutíu og einu sinni í orðuna og virðist sem orðan hafi verið seld á 2.650 evrur eða tæplega 400 þúsund krónur. Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 873 orð | 2 myndir

Heildarstefna og heimsmarkmið

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Til umfjöllunar í bæjarstjórn Akraness er nú heildarstefna sveitarfélagsins sem gilda á frá líðandi stundu fram til ársins 2030. Líkja má stefnu þessari við stjórnarskrá; hún er leiðarvísir um hvernig starfi bæjarfélagsins skuli háttað enda taki áherslur á völdum sviðum mið af stefnu þessari. Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Hert öryggisgæsla við Alþingishúsið

„Eðli málsins samkvæmt er aukin öryggisgæsla á Alþingi þegar mótmæli eru. Að öðru leyti getum við ekki tjáð okkur um öryggisráðstafanir þingsins,“ sagði Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri Alþingis í skriflegu svari til Morgunblaðsins,… Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 82 orð | 1 mynd

Horft til hafs frá Sólfarinu

Engir ferðamenn geta sagt að þeir hafi komið til Íslands, nema að virða höggmyndina Sólfarið fyrir sér. Verkið hefur staðið við Sæbraut í Reykjavík frá árinu 1990 þegar það var afhjúpað á afmæli Reykjavíkurborgar 18 Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 459 orð | 2 myndir

Hraðlestin gefur skóla 20 milljónir

Chandrika Gunnarsson, eigandi og framkvæmdastjóri veitingahúsakeðjunnar Hraðlestarinnar, færði SKS-barnaskólanum í Kodlipet í Coorg-héraði á Suður-Indlandi styrk að andvirði 20 milljónir króna skömmu fyrir jól Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 271 orð

Hrun í sölu nýrra rafbíla

Tæplega 50% færri rafbílar hafa selst á Íslandi frá áramótum en á sama tímabili í fyrra. Miðað er við fólksbíla og sölu til og með 16. febrúar. Þá hefur sala bensín- og díselbíla dregist saman um 45% á sama tímabili Meira
22. febrúar 2024 | Erlendar fréttir | 126 orð | 1 mynd

Komust ekki á sjó í mánuð

Franskir fiskimenn gátu á ný lagt net sín í Biskajaflóa í gær eftir mánaðarlangt veiðibann sem sett var í janúar til að vernda höfrunga og hnýsur og önnur sjávarspendýr á svæðinu. Frönsk stjórnvöld bönnuðu veiðar í flóanum allt frá Bretagne-skaga að … Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 623 orð | 2 myndir

Lakari nýting Landeyjahafnar

Það sem af er vetri 2023-2024 hefur Herjólfur siglt til Landeyjahafnar í um 70% tilfella en í 30% ferða til Þorlákshafnar. Þetta kemur fram á heimasíðu Vegagerðarinnar. Tölur fyrir febrúar, mars og apríl eiga eftir að bætast við fyrir árið 2024 en… Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 701 orð | 1 mynd

Lífsgæðakjarni í Skógarhlíð

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Reir þróun ehf. hefur sent Reykjavíkurborg fyrirspurn þess efnis hvort leyfð verði uppbygging á svokölluðum lífsgæðakjarna með fjölbreytt búsetuform fyrir eldra fólk á lóðinni Skógarhlíð 16. Á lóðinni er bensín- og smurstöð byggð árið 1964 og er húsið friðað. Starfsemi þar var hætt í desember síðastliðnum. Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Líklegt að ráðist yrði á Keflavíkurstöðina í stríði

Fabian Hoffmann, sérfræðingur í varnarmálum og eldflaugahernaði, segir í samtali við Morgunblaðið í dag að miklar líkur séu á því að Rússar myndu ráðast á Ísland og Keflavíkurstöðina ef til átaka kemur á milli Rússa og Atlantshafsbandalagsins, og að … Meira
22. febrúar 2024 | Fréttaskýringar | 830 orð | 4 myndir

Mikill samdráttur í sölu nýrra bíla

Sala rafknúinna fólksbíla frá 1. janúar til og með 16. febrúar var tæplega 49% minni en á sama tímabili í fyrra. Talan miðast við hreina rafbíla en almennt varð um 43% samdráttur í sölu fólksbíla milli ára Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Myndir af lundum og lóum bara „feik“

„Ég hefði nú frekar kosið að stórt stéttarfélag hefði keypt myndir af íslenskum ljósmyndurum fyrir þetta blað. Þetta er bara feik,“ segir Vilhelm Gunnarsson, formaður Blaðaljósmyndarafélags Íslands, um orlofsblað Sameykis Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Ragnar Kjartansson sýnir í i8

Ragnar Kjartansson opnar sýninguna Móðir og barn, gin og tónik í dag, fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 17 í i8 galleríi. Á sýningunni eru ný málverk eftir Ragnar og er þetta fimmta sýning hans í galleríinu Meira
22. febrúar 2024 | Fréttaskýringar | 731 orð | 2 myndir

Reglur um beitarlönd vekja hörð viðbrögð

Sauðfjárbændur eru margir ósáttir við reglugerðardrög um sjálfbæra landnýtingu og eru þungorðir í umsögnum um drögin sem matvælaráðuneytið lagði fram til umsagnar í samráðsgátt á dögunum. Komnar eru vel á fjórða tug umsagna, flestar frá bændum og fulltrúum þeirra og sveitarstjórnarfólki o.fl Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Ríflega þrjátíu tegundir í boði

Sala á páskabjór er hafin í Vínbúðum ríkisins og á næstunni ratar fjöldi bjórtegunda þangað. Jafnframt er hægt að kynna sér páskabjóra á ýmsum börum og veitingastöðum auk þess sem líklegt má telja að metnaðarfullar netverslanir með áfengi láti ekki sitt eftir liggja Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Ræða útlendinga­mál á opnum fundi

Árleg hringferð Sjálfstæðisflokksins um landið hefst í Reykjanesbæ í kvöld. Þar verður opinn fundur í Grófinni kl. 18 þar sem fjallað verður um útlendingamálin. Yfirskrift þess fundar er Verndarkerfi á þolmörkum en frummælendur verða formaður… Meira
22. febrúar 2024 | Erlendar fréttir | 295 orð | 1 mynd

Segjast enn hafa fótfestu við Dnípró

Úkraínuher sagði í gær að ekkert væri hæft í yfirlýsingum Rússa um að þeir hefðu náð að hertaka á ný bæinn Krinkí, sem er á austurbakka Dnípró-fljótsins í Kerson-héraði. Sergei Shoígú, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði á þriðjudaginn við Vladimír… Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 318 orð | 2 myndir

Segja útisvæðið eins og vin í eyðimörkinni

Hugmyndir eigenda Skúlagötu 28 um að fjölga gistirýmum á 2. hæð hússins hlutu ekki hljómgrunn hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjavík. Í húsinu er Kex hostel með starfsemi og er veitingastaður rekinn á 2 Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Sigurður Ágúst nýr formaður FEB

Sigurður Ágúst Sigurðsson var kosinn nýr formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni á aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Fjórir sóttust eftir formannsstólnum og hlaut Sigurður Ágúst flest atkvæði, 215, eða 60% Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 103 orð | 1 mynd

Skaginn hlýtur fjölmiðlaverðlaun

Sjónvarpsþættirnir Skaginn hljóta fjölmiðlaverðlaun Knattspyrnusambands Íslands fyrir árið 2023. Þættirnir eru heimildarþættir um lið ÍA sem vann einstakt afrek í íslenskri knattspyrnusögu þegar það varð Íslandsmeistari karla fimm ár í röð á árunum 1992-1996 Meira
22. febrúar 2024 | Fréttaskýringar | 1306 orð | 6 myndir

Stuðningur í stjórnarandstöðu

Baksvið Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 73 orð | 1 mynd

Tobba Marinós ráðin upplýsingafulltrúi

Þorbjörg Marinósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marinós, hefur verið ráðin nýr upplýsingafulltrúi Lilju D. Alfreðsdóttur í menningar- og viðskiptaráðuneytinu. Starfið var auglýst laust til umsóknar 11 Meira
22. febrúar 2024 | Fréttaskýringar | 872 orð | 4 myndir

Upplifðu þjóðhátíðina á vegum úti

1994 „Verð enn foxill þegar ég rifja upp hvernig skipuleggjendur gerðu lítið úr upplifun allra sem sátu fastir í umferðinni.“ Ragnhildur Sverrisdóttir Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Varahjáveitulögn yfir hraun

Stefnt er að því að koma upp varahjáveitulögn til að flytja heitt vatn til Grindavíkur frá Svartsengi en ekki tókst að finna lekann í Grindavíkuræðinni og hefur leitinni verið hætt. Varahjáveitulögnin, sem er nú í pípunum, verður lögð yfir hraunið… Meira
22. febrúar 2024 | Innlendar fréttir | 265 orð | 2 myndir

Vill fund um nýbyggingar HR

Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður í Norðausturkjördæmi, hefur óskað eftir fundi í umhverfis- og samgöngunefnd vegna fyrirhugaðra byggingarframkvæmda við suðausturenda flugbrautar 31 á Reykjavíkurflugvelli. Meira
22. febrúar 2024 | Erlendar fréttir | 2023 orð | 4 myndir

Þurfum að vera reiðubúin

Viðtal Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Undanfarnar vikur og mánuði hafa yfirmenn varnarmála í hinum ýmsu Evrópuríkjum varað við því að Rússland sé að undirbúa sig fyrir möguleg átök við Atlantshafsbandalagið á næstu fimm til tíu árum. Meira

Ritstjórnargreinar

22. febrúar 2024 | Leiðarar | 336 orð

Lögreglulög

Mikilvægt er að efla lögregluna til varnar borgurunum Meira
22. febrúar 2024 | Leiðarar | 292 orð

Ótrygg orka

Það er áhyggjuefni þegar skortur á orku hamlar uppbyggingu fyrirtækja Meira

Menning

22. febrúar 2024 | Menningarlíf | 207 orð | 1 mynd

„Óvenju spenn­andi listamaður“

Sýning Hallgríms Helgasonar á Nordatlantens brygge í Kaupmannahöfn hlaut nýverið afar góðan dóm hjá myndlistargagnrýnanda vefsins Kulturinformation, Louise Frevert. Gefur hún sýningu hans, Gruppeportræt af selvet eða Hópmynd af sjálfi, fimm stjörnur … Meira
22. febrúar 2024 | Menningarlíf | 1071 orð | 4 myndir

„Þetta er tónlistarafrek út af fyrir sig“

Söngleikurinn Eitruð lítil pilla, sem byggður er á tónlist af plötu Alanis Morissette Jagged Little Pill verður frumsýndur annað kvöld klukkan 20 í Borgarleikhúsinu. Var platan talin ein sú áhrifamesta á tíunda áratugnum en hún er jafnframt ein söluhæsta hljómplata allra tíma Meira
22. febrúar 2024 | Fjölmiðlar | 203 orð | 1 mynd

Fær góð ráð frá hinum látnu

Nýlega uppgötvaði ég ansi skemmtilega þáttaröð á streymis­veitunni Disney+ sem ber heitið Not Dead Yet. Þar segir frá hinni nýlega einhleypu og ráðvilltu Nell Serrano sem reynir hvað hún getur að finna sig á ný í lífinu eftir erfið sambandsslit Meira
22. febrúar 2024 | Menningarlíf | 109 orð | 1 mynd

Gera fjórar kvikmyndir um Bítlana

Fjórar kvikmyndir um Bítlana eru væntanlegar, ein ævisöguleg mynd um hvern meðlim hljómsveitarinnar, í leikstjórn Sams Mendes. Gert er ráð fyrir að myndirnar fari í sýningu árið 2027. Þetta hefur AFP eftir kvikmyndafyrirtækinu Sony Pictures Meira
22. febrúar 2024 | Fólk í fréttum | 882 orð | 2 myndir

Grænn dagur í minningu látins sonar

Laugardaginn 2. mars verður Græni dagurinn til minningar um Jökul Frosta haldinn í WorldFit-salnum í World Class á Tjarnarvöllum. Græna deginum er ætlað að halda minningu Jökuls Frosta Sæberg Daníelssonar á lofti en hann var aðeins fjögurra ára gamall þegar hann lést af slysförum árið 2021 Meira
22. febrúar 2024 | Menningarlíf | 235 orð | 1 mynd

Hraunið sem efniviður

Ragna Róbertsdóttir tilheyrir þeirri kynslóð íslenskra listamanna sem tekur hefðbundna landslagstúlkun til endurskoðunar. Á tíunda áratug liðinnar aldar var Ragna farin að vinna með jarðarbundinn efnivið, hraun, torf eða gler sem jafnvel kemur beint úr því landslagi sem ætlað er að túlka Meira
22. febrúar 2024 | Fólk í fréttum | 372 orð | 10 myndir

Hresstu þig við!

Gott vetrarkrem! Þegar veðrið er eins og það er skiptir máli að eiga gott rakakrem. Þegar þú ert búin/n að finna rakakrem við hæfi skaltu dreifa því yfir andlitið í nokkrum doppum og nudda því vel inn í húðina Meira
22. febrúar 2024 | Menningarlíf | 1238 orð | 3 myndir

Húsið er eins og skrímslið í sögunni

„Fyrsta myndin sem birtist mér var af kvöldverði þar sem fjölskylda er samankomin. Ég sá fyrir mér ofboðslega fallegan fjölskyldukvöldverð þar sem þjáning eða gremja krauma undir yfirborðinu en allir eiga að vera glaðir,” segir Helena… Meira
22. febrúar 2024 | Menningarlíf | 648 orð | 3 myndir

Með marbletti á rótunum

Ljóð Sólgarðurinn ★★★★· Eftir Beini Bergsson. Guðrún Brjánsdóttir þýddi. Sæmundur, 2023. Kilja, 68 bls. Meira
22. febrúar 2024 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Nielsen og Schumann með Veru og Sinfó

„Nielsen og Schumann“ er yfirskrift tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Eldborg í kvöld, fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 19.30. Þar leikur Vera Panitch annar konsertmeistari fiðlukonsert danska tónskáldsins Carls Nielsens Meira
22. febrúar 2024 | Tónlist | 1166 orð | 2 myndir

Samfelldir töfrar í 75 mínútur

Harpa Víkingur leikur Goldberg-tilbrigðin ★★★★★ Verk eftir Johann Sebastian Bach. Víkingur Heiðar Ólafsson (einleikari á píanó). Tónleikar í Eldborg Hörpu föstudaginn 16. febrúar 2024. Meira
22. febrúar 2024 | Menningarlíf | 51 orð | 1 mynd

Þrír myndlistarmenn sýna í SÍM

Sýningin Frosti verður opnuð í SÍM-salnum Hafnarstræti 16 í dag, fimmtudaginn 22. febrúar, kl. 17-19. Sýningin samanstendur af nýjum og nýlegum verkum þriggja myndlistarmanna sem dvelja hér á landi í residensíu á vegum Slovak Union of Visual Artists, SVU og SÍM Meira

Umræðan

22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 659 orð | 1 mynd

267.910.184.000 krónur

Í lok árs 2022 skulduðu háskólamenntaðir tæplega 268 milljarða króna í námslán. Upphæð sem slagar líklega hátt í þrjú hundruð milljarða árið 2024. Meira
22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 605 orð | 1 mynd

Bókun 35 og íslenska fullveldið

Ef þingmenn í krafti innlends lagasetningarvalds vilja þrengja eða afnema þann rétt sem þeir hafa áður veitt á grundvelli EES-samningsins þurfa þeir bara að taka það skýrt fram. Meira
22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 1038 orð | 1 mynd

Bréf til Þórðar Snæs

Vissu þeir að þeir myndu fá persónuleg samskiptagögn mín í hendur og voru því í startholunum þegar síminn barst í Efstaleiti og var afritaður? Meira
22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 549 orð | 2 myndir

Endurtekin óvirðing

Seint verður sagt að þessi vanvirðandi háttsemi mótmælenda sé málstað Palestínumanna til framdráttar. Meira
22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Fjölgun landsmanna krefst viðbragða

Öllum þarf að vera ljóst að hér er sjóðsöfnunarkerfi, sem ekki má sniðganga. Að gera það verður að hafa afleiðingar. Meira
22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 488 orð | 1 mynd

Hver borgar?

Lögregla hefur til meðferðar kæru um nauðgun á konu en bílstjórinn fær að starfa áfram, hefði hann verið ölvaður þá hefði hann verið sviptur ökuréttindum á staðnum Meira
22. febrúar 2024 | Pistlar | 396 orð | 1 mynd

Ísland er uppselt

Undanfarin ár hefur Ísland tekið við áttfalt fleiri umsóknum um alþjóðlega vernd en Danmörk, Noregur og Finnland. Eftir hina svo kölluðu „þverpólitísku“ löggjöf í málefnum hælisleitenda sem samþykkt var á Alþingi 16 Meira
22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 768 orð | 1 mynd

Langt gengið gegn landbúnaði og landsbyggðinni

Hér má lesa út e.k. „helstefnu heildsala“ gegn íslenskum landbúnaði og landsbyggðinni í heild sinni. Meira
22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 627 orð | 1 mynd

Ógöngur

Engin ný umferðarmannvirki í borginni eða aðgerðir til að bæta ástand gatnakerfis borgarinnar hafa séð dagsins ljós síðustu árin. Meira
22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 424 orð | 1 mynd

Velferðarríki Kristrúnar og opin landamæri

Enn hefur ekki fengist svar við hvað gera skuli svo næstu ár eftir þessar skattahækkanir. Meira
22. febrúar 2024 | Aðsent efni | 578 orð | 1 mynd

Öld liðin frá stofnun Íhaldsflokksins

Frjálslyndi er vöntun á tilhneigingu til að gerast forráðamaður annarra. Meira

Minningargreinar

22. febrúar 2024 | Minningargreinar | 1222 orð | 1 mynd

Bjarni Guðbrandsson

Bjarni Guðbrandsson pípulagningameistari fæddist í Reykjavík 17. nóvember 1932. Hann lést á Landakotsspítala 9. febrúar 2024. Foreldrar hans eru Guðbrandur Jónsson landsbókasafnsvörður, f. 30.9. 1888, d Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2024 | Minningargreinar | 601 orð | 1 mynd

Bjarni Hansson

Bjarni Hansson fæddist 30. október 1928 og var skírður fullu nafni Bjarni Kristján Elías Hansson. Hann lést 29. janúar 2024. Útför fór fram 16. febrúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2024 | Minningargrein á mbl.is | 809 orð | 1 mynd | ókeypis

Bjarni Hansson

Bjarni Hansson fæddist 30. október 1928 og var skírður fullu nafni Bjarni Kristján Elías Hansson. Hann lést 29. janúar 2024. Útför fór fram 16. febrúar 2024. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2024 | Minningargreinar | 4743 orð | 1 mynd

Gunnar Jóhannes Árnason

Gunnar Jóhannes Árnason fæddist í Reykjavík 27. nóvember 1959. Hann lést á líknardeild Landspítalans 10. febrúar 2024 eftir tveggja ára veikindi. Foreldrar Gunnars voru Erla Cortes, f. 1939, d. 2006, og Árni Kristinsson, f Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2024 | Minningargreinar | 1704 orð | 1 mynd

Haukur Pálsson

Haukur Pálsson fæddist 9. janúar 1928 á Hærukollsnesi við Álftafjörð S-Múlasýslu. Hann lést 30. janúar 2024 á Hrafnistu Laugarási. Foreldrar hans voru Sigríður Ingveldur Ásmundsdóttir frá Flugustöðum í Álftafirði, f Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2024 | Minningargreinar | 2784 orð | 1 mynd

Hjálmar Lýðsson

Hjálmar Lýðsson var fæddur 29. október árið 1930 í Sóleyjartungu á Akranesi. Hann lést 12. febrúar 2024. Hann var sonur hjónanna Lýðs Jónssonar yfirfiskmatsmanns og verkstjóra og Mekkínar Nikolínu Sigurðardóttur húsfreyju Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2024 | Minningargreinar | 430 orð | 1 mynd

Hulda Hanna Jóhannsdóttir

Hulda Hanna Jóhannsdóttir fæddist 6. febrúar 1945. Hún lést 2. desember 2023. Útför hennar fór fram 19. desember 2023. Meira  Kaupa minningabók
22. febrúar 2024 | Minningargreinar | 960 orð | 1 mynd

Þorbjörg Gréta Traustadóttir

Þorbjörg Gréta Traustadóttir fæddist í Sveinungsvík í Þistilfirði þann 11. júlí árið 1950. Hún varð bráðkvödd á heimili sínu á Akureyri þann 9. febrúar 2024. Þorbjörg var dóttir Trausta G. Hallgrímssonar, f Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

22. febrúar 2024 | Sjávarútvegur | 493 orð | 1 mynd

Klofningur um kvótasetninguna

Enn ríkir mikill klofningur meðal grásleppusjómanna í tengslum við fyrirhugaða kvótasetningu veiðanna með frumvarpi til laga sem nú liggur fyrir Alþingi. Frumvarpið, sem matvælaráðherra kynnti fyrst á síðasta vorþingi og fékkst ekki afgreitt fyrir… Meira
22. febrúar 2024 | Sjávarútvegur | 277 orð | 1 mynd

Telja dílamjóra hrygna í hreiður

Vísindamenn segjast hafa uppgötvað að dílamjórinn hrygni eggjum sínum í hreiður og að lirfurnar dvelji í hreiðrinu í einhvern tíma áður en þær dreifast á stærra hafsvæði. Er þessi ályktun dregin á grundvelli þess að 727 lirfur dílamjórans fundust í… Meira

Viðskipti

22. febrúar 2024 | Viðskiptafréttir | 404 orð | 1 mynd

Teymin safnað um milljarði króna

Nýsköpunarhraðallinn Hringiða verður haldinn í fjórða sinn í ár, en þó með breyttu sniði. Í ár verður fyrirtækjum sem eru skammt á veg komin eða á hugmyndastigi boðið að taka þátt. Hringiða er viðskiptahraðall sem hefur það markmið að styðja við nýsköpunarfyrirtæki sem leggja áherslu á umhverfismál Meira
22. febrúar 2024 | Viðskiptafréttir | 247 orð | 1 mynd

Vildi hefja vaxtalækkunarferli

Gunnar Jakobsson varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika vildi lækka stýrivexti Seðlabankans um 0,25 prósentustig fyrir vaxtaákvörðun bankans í byrjun febrúar. Aðrir nefndarmenn kusu með tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og formanns nefndarinnar um að halda vöxtum óbreyttum Meira

Daglegt líf

22. febrúar 2024 | Daglegt líf | 175 orð | 1 mynd

Eins manns rusl er annars manns gull

Listakonurnar Giita Hammond og Lara Roje eiga það sameiginlegt að heillast af því sem finnst við sjávarsíðuna og er það samnefnari í verkum þeirra. Listasalur Mosfellsbæjar býður fólki í spjall í tengslum við sýningu þeirra Við sjóinn, á morgun föstudag kl Meira
22. febrúar 2024 | Daglegt líf | 916 orð | 3 myndir

Þjappa fólki saman með gleðinni

Leikfélagið spilar stórt hlutverk þegar kemur að menningu og viðburðum hér í sveitarfélaginu, en við erum að keyra okkur aftur í gang eftir þó nokkurn dvala, því eftir að heimsfaraldur skall á okkur hefur lítið verið um að vera Meira

Fastir þættir

22. febrúar 2024 | Í dag | 272 orð | 1 mynd

Baldur Helgason

40 ára Baldur Helgason myndlistarmaður ólst upp í miðbænum í Reykjavík og segist varla muna eftir sér öðruvísi en teiknandi. „Ég var á leikskólanum Tjarnarborg og þar voru allir kennararnir myndlistarmenn og svo var afi minn áhugalistamaður og … Meira
22. febrúar 2024 | Dagbók | 86 orð | 1 mynd

Frekjan fór alveg með Kelly Rowland

Það varð al­deil­is drama í hljóðveri NBC á dögunum þegar söngkonan Kelly Row­land og henn­ar teymi yf­ir­gáfu svæðið vegna þess að henni þótti búningsklefinn sem henni var ætlaður ekki nógu flottur Meira
22. febrúar 2024 | Í dag | 242 orð

Geta þrotið gæfuspor

Ingólfur Ómar laumaði að mér einni vísu og þarfnast hún ekki skýringa: Líkast til hef lifað hátt löngum spreðað mikið. Þénað vel en aldrei átt aura fyrir vikið. Á Boðnarmiði spyr Þorgeir Magnússon: Hvor gerðin skyldi nú skárri? Geta þrotið gæfuspor… Meira
22. febrúar 2024 | Í dag | 753 orð | 4 myndir

Heilsugóð alla sína starfsævi

Jóhanna Gunnlaugsdóttir fæddist í Bakkakoti, síðar Bakka, í Víðidal í Þorkelshólshreppi í Vestur-Húnavatnssýslu 22. febrúar 1924. Hún er næstelst níu systkina en eitt þeirra lést í bernsku. Hún gekk í farskóla í Víðidalnum eins og skólagöngu barna var háttað á þeim tíma Meira
22. febrúar 2024 | Dagbók | 34 orð | 1 mynd

Hælisleitendamál í brennidepli

Umræða um hælisleitendamál hefur sprottið fram að undanförnu, skoðanakannanir benda til þess að þjóðin sé óþolinmóð um þau og stjórnmálin að taka við sér. Gísli Freyr Valdórsson fer yfir þá stöðu með Andrési Magnússyni. Meira
22. febrúar 2024 | Í dag | 177 orð

Mamman. N-AV

Norður ♠ 1083 ♥ 1052 ♦ 763 ♣ G1086 Vestur ♠ 6 ♥ ÁD643 ♦ D1095 ♣ ÁK9 Austur ♠ G54 ♥ KG96 ♦ KG842 ♣ 7 Suður ♠ ÁKD972 ♥ 7 ♦ Á ♣ D5432 Suður spilar 4♠ doblaða Meira
22. febrúar 2024 | Í dag | 53 orð

Sjálfsagt verður aldrei af því að andlit manns prýði orkudrykkjardós. En…

Sjálfsagt verður aldrei af því að andlit manns prýði orkudrykkjardós. En svona má nota sögnina að prýða. Öfugt við sögnina að skarta, þótt hún þýði að fegra e-ð, skreyta sig með e-u; „andlit hennar skartar dósina“ gengur ekki Meira
22. febrúar 2024 | Í dag | 168 orð | 1 mynd

Skák

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 d5 4. Bg5 Be7 5. e3 h6 6. Bh4 b6 7. cxd5 exd5 8. Bd3 0-0 9. Rf3 Bb7 10. 0-0 Re4 11. Bxe7 Dxe7 12. Hc1 Rd7 13. De2 c5 14. dxc5 Rdxc5 15. Hfd1 Had8 16. Rd4 Rxd3 17. Dxd3 De5 18 Meira

Íþróttir

22. febrúar 2024 | Íþróttir | 552 orð | 2 myndir

„Engir leikir vinnast fyrirfram“

Sveindís Jane Jónsdóttir er komin aftur í íslenska landsliðið í knattspyrnu fyrir umspilsleikina tvo gegn Serbíu eftir að hafa misst af öllum sex leikjum þess í Þjóðadeildinni í haust. Hún sagði í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu í Stara… Meira
22. febrúar 2024 | Íþróttir | 243 orð | 1 mynd

Ísland fer í efsta styrkleikaflokk

Karlalandslið Íslands er í áttunda sæti á nýjum styrkleikalista sem Handknattleikssamband Evrópu, EHF, gaf út í gær. Röð þjóða á listanum ræðst af frammistöðu á þremur síðustu stórmótum, í lokakeppni og undankeppni, þannig að nú eru það EM 2022, HM 2023 og EM 2024 sem ráða Meira
22. febrúar 2024 | Íþróttir | 341 orð | 2 myndir

Ítalska knattspyrnustórveldið Juventus vill fá Albert Guðmundsson í sínar…

Ítalska knattspyrnustórveldið Juventus vill fá Albert Guðmundsson í sínar raðir frá Genoa í sumar, samkvæmt frétt fjölmiðilsins Tuttosport í gær. Þar er sagt að Juventus sé tilbúið að bjóða argentínska varnartengiliðinn Enzo Barrenechea í skiptum… Meira
22. febrúar 2024 | Íþróttir | 1276 orð | 2 myndir

Leikbreytir fyrir okkur

„Ég á von á hörkuleik gegn þessu ungverska liði,“ sagði Craig Pedersen, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í körfuknattleik, í samtali við Morgunblaðið fyrir æfingu íslenska liðsins í Laugardalshöll í gær Meira
22. febrúar 2024 | Íþróttir | 247 orð | 1 mynd

Það er dálítið einkennilegt að tala um fyrsta leikinn í sex leikja…

Það er dálítið einkennilegt að tala um fyrsta leikinn í sex leikja undankeppni sem algjöran úrslitaleik. En í þessu tilfelli er það fyllilega réttlætanlegt. Ísland mætir Ungverjalandi í Laugardalshöllinni í kvöld í fyrstu umferð undankeppninnar… Meira
22. febrúar 2024 | Íþróttir | 690 orð | 3 myndir

Þrír berjast um formannsembættið

Þrír sækjast eftir formannsembætti Knattspyrnusambands Íslands á 78. ársþingi sambandsins sem fram fer í íþróttamiðstöðinni í Úlfarsárdal á laugardaginn. Guðni Bergsson, Vignir Már Þormóðsson og Þorvaldur Örlygsson eru allir í framboði og… Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.