Greinar laugardaginn 9. mars 2024

Fréttir

9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Atvinnuleysi eykst lítið eitt

Skráð atvinnuleysi á landinu jókst lítið eitt í síðasta mánuði og var 3,9%. Það hækkaði úr 3,8% frá janúar og er einnig meira en í sama mánuði fyrir ári, þegar það mældist 3,7%. Atvinnuleysi hefur aukist lítillega í hverjum mánuði frá því um mitt síðasta sumar Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Bannað að leggja við bryggjuna

Samgöngustjóri Reykjavíkur hefur samþykkt að óheimilt verði að leggja ökutækjum beggja vegna Steinbryggju. Ofangreind ráðstöfun verður merkt með viðeigandi umferðarmerkjum og yfirborðsmerkingu þar sem það á við, í samræmi við reglugerð um umferðarmerki og notkun þeirra Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 221 orð

Biskup fer ekki lengur með fjármál þjóðkirkjunnar

Kirkjuþing sem nú stendur yfir samþykkti í gær þá breytingu á stjórnskipulagi þjóðkirkjunnar að í stað framkvæmdanefndar kirkjuþings komi sérstök stjórn þjóðkirkjunnar sem fer með yfirstjórn daglegs rekstrar og framkvæmd ákvarðana kirkjuþings Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Bygging hallarinnar í forgangi

Bygging nýrrar þjóðarhallar er forgangsfjárfesting af hálfu hins opinbera í samstarfi við Reykjavíkurborg sem fjármagnar sinn hluta, segir Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármálaráðherra í samtali við Morgunblaðið en í gær var haldinn blaðamannafundur vegna málsins Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Dramatísk aukning í notkun hormóna

„Við höfum tekið eftir mikilli aukningu á notkun á hormónalyfjum,“ segir læknirinn Kolbrún Pálsdóttir og nefnir að notkun á estrógeni hafi tvöfaldast, notkun á prógesteróni áttfaldast og testósterónnotkun hafi sextánfaldast hjá konum Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 171 orð

Engin áfallahjálp

Skipstjóri norska flutningaskipsins Wilson Skaw neitaði áhafnarmeðlimum skipsins um áfallahjálp eftir að skipið strandaði í Húnaflóa í apríl í fyrra. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa um strandið Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 172 orð | 1 mynd

Fer til Sádi-Arabíu

Björn Zoëga, fráfarandi forstjóri Karolinska-háskólasjúkrahússins í Stokkhólmi í Svíþjóð, mun taka við stærsta sjúkrahúsi Sádi-Arabíu í næsta mánuði. Þetta upplýsir hann í viðtali í Morgunblaðinu í dag Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 426 orð | 2 myndir

Fjöður verður að fjórum hænum

Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 256 orð | 1 mynd

Fjölskyldurnar sameinuðust í gær

Í gær komu 72 dvalarleyfishafar frá Palestínu til Íslands eftir dvöl í Egyptalandi í millitíðinni. Flugu þeir til Íslands í gærmorgun og sameinuðust fjölskyldum sínum í Borgartúni um miðjan dag í gær Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 179 orð | 1 mynd

Flóir út í Ölfusá

Úr nýrri borholu við Hótel Selfoss flóir nú heitt vatn út í Ölfusá. Á vegum Selfossveitna hefur síðustu misserin verið leitað að heitu vatni í vinnanlegu magni. Vísbendingar voru um að skammt frá Ölfusárbrú, á austurbakka árinnar, væri æð og vatn að finna eins og borun hefur leitt í ljós Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

Glúmur kynnir annál atburða margra alda

„Saga lands og þjóðar sem endurtekur sig í sífellu höfðar sterkt til mín,“ segir Glúmur Gylfason organisti. Á fræðslumorgni í Seltjarnarneskirkju á morgun, sunnudag, kl. 10 opnar hann formlega vefsetrið annalsvert.‌is ‌þar sem… Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 582 orð | 2 myndir

Grundfirðingar góðir í brekkunni

Tíðarfar hefur verið með betra móti í Grundarfirði undanfarið, stillur og sólin aftur farin að láta sjá sig. Í byrjun febrúar snjóaði allmikið í suðvestanátt og skíðalyftan við bæjarjaðarinn fór í gang Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 301 orð | 2 myndir

Hafa opnað 10 ísbúðir á 10 árum

„Þetta var stærsta opnunin okkar hingað til. Það var fullt út úr dyrum á opnunardaginn og þvílíkt fjör og stemning,“ segir Telma Finnsdóttir, einn eigenda Ísbúðar Huppu. Tíunda ísbúð Huppu var opnuð á dögunum að Búðakór 1 í Kópavogi Meira
9. mars 2024 | Erlendar fréttir | 96 orð | 1 mynd

Hefur engar fréttir fengið í heilt ár

Svetlana Tikhanovskaya, útlægur leiðtogi stjórnarandstæðinga í Hvíta-Rússlandi (Belarús), sagðist í gær ekki hafa fengið fréttir af Sergei Tikhanovsky eiginmanni sínum í heilt ár, en hann var dæmdur í 18 ára fangelsi árið 2021 fyrir að „skipuleggja óeirðir og kynda undir hatri“ Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

Hættuleg kynni uslatríósins Gadus Morhua Ensemble í Kaldalóni

Tríóið Gadus Morhua Ensemble verður með tónleika, sem bera yfirskriftina Hættuleg kynni í Kaldalóni í Hörpu á morgun klukkan 16. Segir í tilkynningu að „uslatríóið ætli að taka frjálsri hendi tónlist franska tónskáldsins Jean-Philippe Rameau (1683-1764) Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 261 orð | 1 mynd

Koma upp ætigarði í Efra-Breiðholti

Reykjavíkurborg áformar að koma fyrir ræktunarreit, svokölluðum ætigarði, á græna svæðinu aftan við fjölbýlishúsin Vesturberg 26-54 í Efra-Breiðholti. Þetta er hluti af verkefninu GreenInCities, nýju evrópsku samstarfsverkefni, sem Reykjavíkurborg er aðili að Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 359 orð | 2 myndir

Menningin ryður hindrunum úr vegi

Íbúasamtök miðborgarinnar, ÍMR, standa fyrir fjölmenningarlegri tónlistar- og fjölskylduhátíð í Spennistöðinni við Austurbæjarskólann klukkan 13.00 til 15.30 í dag, laugardag. Frítt er inn, en hátíðin er haldin með styrk úr miðborgarsjóði Meira
9. mars 2024 | Fréttaskýringar | 1185 orð | 3 myndir

Mesti sinueldur í Íslandssögunni

Baksvið Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 220 orð | 1 mynd

Metin féllu í umferðinni í febrúar

Enn eitt metið var slegið í umferðinni á hringveginum í seinasta mánuði og sömu sögu er að segja af umferðinni á höfuðborgarsvæðinu í febrúar. Aldrei fyrr hefur mælst meiri umferð á hringveginum í febrúarmánuði Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 418 orð | 3 myndir

Mikil söluaukning meðan ÁTVR dalar

Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég kann ekki aðra skýringu á þessu en að fólk kjósi í auknum mæli að versla hagkvæmt nú þegar kreppir að með hærri vaxtabyrði,“ segir Arnar Sigurðsson, kaupmaður í Sante. Meira
9. mars 2024 | Fréttaskýringar | 658 orð | 2 myndir

Misjafnt aðgengi að þjónustu sálfræðinga

Niðurgreiðsla Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) á sálfræðiþjónustu hjá sjálfstætt starfandi sálfræðingum hefur ekki verið nýtt nema að takmörkuðu leyti. SÍ hafa vakið athygli á þessu í fréttabréfi. Fjárveiting til þessarar þjónustu hefur hækkað, hún er 250 milljónir kr Meira
9. mars 2024 | Erlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Mótmæltu ofbeldi gegn konum

Alþjóðlegur baráttudagur kvenna var í gær, 8. mars, og var víða efnt til útifunda til að krefjast aukinna réttinda fyrir konur og mótmæla ofbeldi gegn þeim, þar á meðal í Mílanó á Ítalíu þar sem þessi mynd var tekin Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 143 orð

Ómaklega sé vegið að starfsheiðri Sóltúns

Starfsemi hjúkrunarheimilisins Sóltúns hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið. Nánar tiltekið fjallaði Heimildin á gagnrýninn hátt um starfsemina og voru síðan stór orð látin falla um starfsemina í Silfrinu hjá RÚV sl Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 612 orð | 2 myndir

Óraði ekki fyrir heimsókn til Íslands í Guantanamo

Mohamedou Ould Slahi segist ekki hafa órað fyrir því að hann myndi einhvern tímann heimsækja Ísland sem frjáls maður. Slahi fæddist í Máritaníu árið 1970. Árið 2001 var hann handtekinn af yfirvöldum þar í landi, að beiðni yfirvalda í Bandaríkjunum, og færður í fangelsi í Jórdaníu Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 249 orð | 1 mynd

Sigmundur segir 50

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins og Logi Einarsson þingflokksformaður Samfylkingarinnar takast hart á í Spursmálum en þátturinn er aðgengilegur á mbl.is. Þar ræða þeir meðal annar stefnu íslenskra stjórnvalda í málefnum hælisleitenda Meira
9. mars 2024 | Erlendar fréttir | 410 orð | 1 mynd

Sjóleið opnuð um helgina

Leiðtogar Evrópusambandsins segja að vonir standi til að hægt verði að opna fyrir flutning hjálpargagna til Gasasvæðisins sjóleiðis frá Kýpur um helgina. „VIð erum mjög nálægt því að geta opnað þessa leið, það gerist vonandi á sunnudag,“ sagði… Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 105 orð

Stakk tvo í Valshverfi

Karlmaður vopnaður hnífi réðst í fyrrakvöld á tvo aðra menn við verslunina OK Market sem stendur á horni Hlíðarfótar og Haukahlíðar í Valshverfinu í Reykjavík. Árásarmaðurinn, sem er af erlendum uppruna, veitti báðum fórnar­lömbum sínum stunguáverka og voru þeir fluttir á slysadeild Meira
9. mars 2024 | Erlendar fréttir | 81 orð

Tafir á markaðsleyfi fyrir alzheimers-lyf

Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur tilkynnt bandaríska lyfjafyrirtækinu Eli Lilly að nýtt lyf fyrirtækisins gegn alzheimers-sjúkdómnum þurfi frekari skoðunar við áður en hægt sé að gefa út markaðsleyfi Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 1145 orð | 3 myndir

Tekur við risasjúkrahúsi í Ríad

Viðtal Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 56 orð | 1 mynd

Tilfinningaþrungnir endurfundir í Borgartúninu

Fólk hélt ekki aftur af tilfinningunum þegar Palestínumenn á Íslandi gátu faðmað skyldmenni eftir ferðalag frá átakasvæðum á Gasa með viðkomu í Kaíró. Alls komu 72 einstaklingar til landsins í gær á grundvelli fjölskyldusameiningar og hafði þeim… Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 306 orð | 2 myndir

Tvær útgáfur af hámarkshraða á Nesveginum

Það stefnir í að hámarkshraði á Nesvegi verði ólíkur eftir því í hvaða sveitarfélagi hann liggur. Gatan Nesvegur nær yfir tvö sveitarfélög, Reykjavík og Seltjarnarnes. Reykjavíkurborg samþykkti á dögunum að lækka hámarkshraða á götunni úr 40 km/klst Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið tvo með hnífi við verslunina OK Market í Valshverfinu á fimmtudagskvöld var í gær úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness. Er það gert að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að því er segir í tilkynningu frá lögreglu Meira
9. mars 2024 | Fréttaskýringar | 2075 orð | 4 myndir

Vegið að starfsheiðri Sóltúns

Baksvið Baldur Arnarson baldura@mbl.is Starfsemi hjúkrunarheimilisins Sóltúns hefur sætt harðri gagnrýni undanfarið. Nánar tiltekið fjallaði Heimildin á gagnrýninn hátt um starfsemina og voru síðan stór orð látin falla um starfsemina í Silfrinu hjá RÚV sl. mánudagskvöld. Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 383 orð | 2 myndir

Vilja nýtt íbúðasvæði í Úlfarsárdal

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is „Þetta er ánægjuleg stefnubreyting hjá Reykjavíkurborg og mikilvægt að sú kyrrstaða í húsnæðismálum sem vinstri meirihlutinn í borginni hefur viðhaldið undanfarin ár verði rofin, ekki síst í ljósi þess mikla húsnæðisskorts sem ríkir á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, í samtali við Morgunblaðið. Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Vinnur Valur tvöfalt í bikarnum?

Valsmenn þykja sigurstranglegri í bikarúrslitunum í handknattleik í Laugardalshöllinni í dag, bæði í karla- og kvennaflokki. Ásgeir Örn Hallgrímsson og Þórey Rósa Stefánsdóttir fóru yfir úrslitaleikina og vonast eftir jöfnum leikjum en telja bæði að … Meira
9. mars 2024 | Innlendar fréttir | 513 orð | 3 myndir

Vinsælt að leigja útivistarföt hér

Viðtal Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is Meira
9. mars 2024 | Erlendar fréttir | 109 orð | 1 mynd

Vísitala matvælaverðs lækkaði

Matvælaverð á heimsmarkaði lækkaði í febrúar, sjöunda mánuðinn í röð, aðallega vegna þess að verð á korni lækkaði töluvert, að sögn Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, FAO. Matvælavísitala FAO lækkaði um 0,7% í febrúar og hefur lækkað um 10,5% frá sama tímabili á síðasta ári Meira

Ritstjórnargreinar

9. mars 2024 | Staksteinar | 232 orð | 2 myndir

„Vá, jafnvel Ísland“

Elon Musk er ekki aðeins einn helsti – ef ekki helsti – raðfrumkvöðull heims og einn ríkasti – ef ekki ríkasti – maður heims, hann er líka ötull álitsgjafi á samfélagsmiðli sínum, X. Nú síðast tjáði hann sig stuttlega um uppnámið á Alþingi á dögunum þar sem erlendur hælisleitandi gerði sig líklegan til að kasta sér ofan í þingsalinn en olli í staðinn skemmdum og raskaði helgi þingsins. Meira
9. mars 2024 | Leiðarar | 361 orð

Hungursneyð vofir yfir

Í Súdan eiga milljónir á hættu að falla úr hungri Meira
9. mars 2024 | Leiðarar | 343 orð

Nýr og betri tónn

Borgarstjóri tók vel í tillögu um uppbyggingu í Úlfarsárdal Meira
9. mars 2024 | Reykjavíkurbréf | 1596 orð | 1 mynd

Slapp með skrekkinn

Margt má sjálfsagt segja um Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, en eitt af því fyrsta sem kemur upp í hugann er að hann er dálítið langt frá því að vera einhver Cicero, þótt báðir hafi þeir talað í Öldungadeildinni, með rúmlega 2000 ára millibili. Meira

Menning

9. mars 2024 | Kvikmyndir | 1279 orð | 3 myndir

Að drukkna í meðvirkni

Smárabíó og Bíó Paradís Natatorium ★★★·· Leikstjórn: Helena Stefánsdóttir. Handrit: Helena Stefánsdóttir. Aðalleikarar: Ilmur María Arnarsdóttir, Elin Petersdottir, Stefania Berndsen, Jónas Alfreð Birkisson, Valur Freyr Einarsson og Arnar Dan Kristjánsson. 2024. Ísland. 105 mín. Meira
9. mars 2024 | Menningarlíf | 35 orð | 1 mynd

Eggert sýnir í Grasagarðinum

Eggert Pétursson heldur vikulanga sýningu í Grasagarði Reykjavíkur undir yfirskriftinni Garðablóm. Á sýningunni dregur Eggert fram æskuminningar frá uppeldisárunum í Skipasundi snemma á sjöunda áratugnum Meira
9. mars 2024 | Menningarlíf | 106 orð | 1 mynd

Gabríela sýnir ellefu ný málverk

Ár áttunnar, sýning Gabríelu Friðriksdóttur, er opnuð í dag klukkan 16 í Portfolio gallerí á Hverfisgötu 71. Þar sýnir hún 11 ný málverk, sem voru unnin á síðustu mánuðum, en hún er þekkt fyrir að notast við ýmsan efnivið í verkum sínum Meira
9. mars 2024 | Menningarlíf | 61 orð | 1 mynd

Gamalt og nýtt fyrir saxófónkvartett

Íslenski saxófónkvartettinn kemur fram á tónleikum á vegum 15:15 tónleikasyrpunnar í Breiðholtskirkju í dag en kvartettinn skipa Vigdís Klara Aradóttir, Sigurður Flosason, Peter Tompkins og Guido Bäumer Meira
9. mars 2024 | Menningarlíf | 1208 orð | 4 myndir

Músíktilraunir hefjast í Hörpu

Músíktilraunir hefjast í Hörpu á morgun, sunnudag, þegar ellefu hljómsveitir eða einyrkjar keppa um sæti í úrslitum keppninnar sem verða haldin á sama stað laugardaginn 16. mars. Ellefu keppa svo til viðbótar á mánudagskvöld Meira
9. mars 2024 | Menningarlíf | 130 orð | 1 mynd

Óður til yfirgefins herragarðs í Rúmeníu

Sýningin Heritage of the past – future of the community er opnuð í dag frá 15-18 í SÍM Gallery, Hafnarstræti 16, og stendur yfir til 24. mars. Sýningin er óður til yfirgefins herragarðs í Foeni í Rúmeníu sem var byggður árið 1750 af rúmensku… Meira
9. mars 2024 | Tónlist | 520 orð | 2 myndir

Ólmast í útjaðrinum

Marsupphaf, það glittir í vorið og gott betur og kaffið okkar ilmar bæði af sætum keim og súrum. Meira
9. mars 2024 | Fjölmiðlar | 245 orð | 1 mynd

Snjallsímar eru verkfæri djöfulsins

Ég rambaði inn á ónefnda biðstofu í borginni um daginn og þar var ágætlega mikill fjöldi fólks saman kominn. Þetta voru einstaklingar í bland við pör og allir þarna inni áttu það sameiginlegt að vera niðursokknir í símann sinn Meira
9. mars 2024 | Menningarlíf | 47 orð | 1 mynd

Snorri Ásmundsson sýnir í Vest

Snorri Ásmundsson opnar sýninguna Rex Spirituum í dag, laugardaginn 9. mars, kl. 14-16 í Vest, Dalvegi 30. „Málverkin á sýningunni eru öll unnin með akrýlmálningu og olíupastel í abstrakt stíl og verður þetta fyrsta abstraktsýning Snorra á… Meira
9. mars 2024 | Menningarlíf | 41 orð | 1 mynd

Stórsveitamaraþon í Flóa í Hörpu

Árlegt Stórsveitamaraþon fer fram í Flóa, Hörpu, á morgun, sunnudaginn 10. mars, kl. 13-17. Að vanda býður Stórsveit Reykjavíkur til sín öllum stórsveitum landsins, ungum sem öldnum, nemendum sem atvinnumönnum, og leikur hver sveit í um hálfa klukkustund Meira
9. mars 2024 | Menningarlíf | 650 orð | 1 mynd

Sungið í gegnum gítarinn

Gítarleikarinn Mikael Máni Ásmundsson gefur út fjórðu hljóðversplötu sína, Guitar Poetry, 29. mars næstkomandi. Fyrir tæpum mánuði gaf hann út smáskífu til upphitunar, ábreiðu af hinu gullfallega lagi Megasar „Tvær stjörnur“, í útsetningu fyrir sólógítar Meira
9. mars 2024 | Menningarlíf | 134 orð | 1 mynd

Sýning um afbyggingu stóriðju í Helguvík

Opnunarhóf fyrir sýninguna Afbygging stóriðju í Helguvík með listamannateyminu Libiu Castro & Ólafi Ólafssyni verður haldið í dag klukkan 14 í Listasafni Reykjanesbæjar, en sýningin stendur til sunnudagsins 28 Meira

Umræðan

9. mars 2024 | Aðsent efni | 600 orð | 1 mynd

Biskup Íslands eða þröngra hagsmuna?

Auðnist þjóðkirkjunni ekki að grípa í taumana og afstýra þessu ólýðræðislega fyrirkomulagi þarf þjóðkirkjufólk að láta í sér heyra. Meira
9. mars 2024 | Aðsent efni | 872 orð | 1 mynd

Fjallið tók jóðsótt – en fæðist bara enn ein músin?

Umfang ríkisins í fjölmiðlun á Íslandi hefur aukist jafnt og þétt. Þannig fær Ríkisútvarpið nú um 500 milljónir króna í mánaðarlegt meðlag frá skattgreiðendum. Þess utan er stofnunin langstærsti innlendi aðilinn á íslenskum auglýsingamarkaði og rekur mannfrekustu auglýsingasöludeild landsins. Meira
9. mars 2024 | Aðsent efni | 710 orð | 1 mynd

Fjölmenning

Það sem einn kallar menningu getur öðrum fundist hin mesta ómenning. Meira
9. mars 2024 | Pistlar | 513 orð | 4 myndir

Fjölnir Íslandsmeistari skákfélaga

Skákdeild Fjölnis úr Grafarvogi er Íslandsmeistari skákfélaga í fyrsta sinn eftir lokaþátt keppninnar sem hófst í Rimaskóla sl. haust. Fjölnir hafði mikla yfirburði í Kvikudeildinni þ.e.a.s. efstu deild en liðsstjórinn Helgi Árnason fékk til sín þrjá landsliðsmenn Litháa og einn Eistlending Meira
9. mars 2024 | Pistlar | 439 orð | 2 myndir

Frumgerð feðraveldisins

Hann bauð gestum sínum upp á gullbrauð og gullkjöt.“ Þetta er ekki frásögn af svallveislu íslensks útrásarvíkings heldur borðhaldi Kalígúla, keisarans alræmda í Róm. Lýsingin er á meðal þeirra saklausari í bersöglu verki rómverska sagnritarans Svetóníusar (75-160 e Meira
9. mars 2024 | Aðsent efni | 498 orð | 1 mynd

Kirkjan býr að hefð til að þjóna

Kirkjan er einfaldlega knúin til að mæta þörf fyrir kærleiksríka þjónustu og hjálparstarf meðal þeirra sem byggja landið. Meira
9. mars 2024 | Aðsent efni | 599 orð | 1 mynd

Kjarasamningar fyrir börn og barnafjölskyldur

Aðgerðapakki stjórnvalda mun stuðla að auknum lífsgæðum og jöfnuði meðal barna- og fjölskyldna. Meira
9. mars 2024 | Aðsent efni | 280 orð

Lengi lifir í gömlum glæðum

Pia Hansson, forstöðumaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, undirritaði ásamt 345 öðrum starfsmönnum Háskóla Íslands yfirlýsingu 13. nóvember 2023, þar sem lýst var andstöðu við „nýlendustefnu, aðskilnaðarstefnu og þjóðarmorð“… Meira
9. mars 2024 | Aðsent efni | 405 orð | 1 mynd

Markviss fræðsla skilar sér

Árið 2023 fóru um 2.380 launaðar vinnustundir í fræðslu og um 1.500 rafrænum námskeiðum var lokið. Meira
9. mars 2024 | Aðsent efni | 1006 orð | 1 mynd

Stöðugleikakjarasamningar í þágu þjóðar

Stjórnvöld hafa tekið ákvörðun um að forgangsraða fjármunum ríkisins með skýrum hætti í þágu stöðugleika á vinnumarkaði næstu árin. Meira
9. mars 2024 | Pistlar | 441 orð | 1 mynd

Tekjutap kvenna af barneignum

Hver ber ábyrgð? Var spurt í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna í gær. Til umfjöllunar var fæðingarorlofið og svokallað umönnunarbil, sem er tíminn eftir að fæðingarorlofi lýkur og þangað til barn fær pláss á leikskóla Meira
9. mars 2024 | Aðsent efni | 669 orð | 1 mynd

VG á kunnuglegum slóðum í málefnum hælisleitenda

Þjóðin hefur upplifað einasta dæmið í heiminum þar sem manni er veitt hæli vegna þess að hann tengdist hryðjuverkasamtökum! Sú saga er ekki á enda. Meira
9. mars 2024 | Pistlar | 784 orð

Vinsældir og verk VG og Katrínar

Í verki hefur stefnu VG verið vikið til hliðar í forsætisráðherratíð formanns flokksins. Tvískinnungurinn, bilið milli orða og athafna, er öllum augljós. Meira
9. mars 2024 | Aðsent efni | 648 orð | 1 mynd

Þjóðarátak gegn verðbólgu

Ef allir aðilar skila sínu verða aðstæður heimila og þjóðarbús mun betri á næstu árum. Meira

Minningargreinar

9. mars 2024 | Minningargreinar | 412 orð | 1 mynd

Ásgerður Geirarðsdóttir

Ásgerður Geirarðsdóttir fæddist 10. október 1942. Hún lést 21. febrúar 2024. Útför hennar fór fram 7. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. mars 2024 | Minningargreinar | 1341 orð | 1 mynd

Baldur Þorsteinsson

Baldur Þorsteinsson fæddist 5. ágúst 1924. Hann lést 23. febrúar 2024. Útför Baldurs fór fram 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. mars 2024 | Minningargreinar | 1531 orð | 1 mynd

Guðbjörg Þorbjarnardóttir

Guðbjörg Þorbjarnardóttir fæddist 30. júní 1944. Hún lést 28. febrúar 2024. Útför Guðbjargar fór fram 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. mars 2024 | Minningargreinar | 1518 orð | 1 mynd

Hersteinn Valtýr Tryggvason

Hersteinn Valtýr Tryggvason fæddist 8. júlí 1943. Hann lést 27. febrúar 2024. Hersteinn var jarðsunginn 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. mars 2024 | Minningargreinar | 1125 orð | 1 mynd

Hrafn Margeir Heimisson

Hrafn Margeir Heimisson fæddist 22. október 1954. Hann lést 24. febrúar 2024. Útför Hrafns fór fram 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. mars 2024 | Minningargreinar | 377 orð | 1 mynd

Jóhann Einarsson

Jóhann Einarsson fæddist 30. júlí 1937. Hann lést hinn 27. febrúar 2024. Útför Jóhanns Einarssonar fór fram 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. mars 2024 | Minningargreinar | 946 orð | 1 mynd

Jón Jóhannsson

Jón Jóhannsson fæddist 18. apríl 1941. Hann lést 24. febrúar 2024. Útför Jóns fór fram 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók
9. mars 2024 | Minningargreinar | 232 orð | 1 mynd

Sigurvin Gunnar Sigurjónsson

Sigurvin Gunnar Sigurjónsson fæddist 12. nóvember 1946. Hann lést 29. febrúar 2024. Útför Sigurvins fór fram 8. mars 2024. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

9. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 182 orð | 1 mynd

Dræm þátttaka í skuldabréfaútboði

Lítill áhugi var á skuldabréfaútboði Reykjavíkurborgar sem fram fór undir lok vikunnar. Heildartilboð í skuldabréfaflokkinn RVK 32 1, sem er verðtryggður skuldabréfaflokkur sem ber fasta 2,5% verðtryggða vexti, námu um 260 m.kr Meira
9. mars 2024 | Viðskiptafréttir | 664 orð | 2 myndir

Ráðuneytið hafi ýtt á Skattinn

Fjármála- og efnahagsráðuneytið mun ekkert aðhafast frekar vegna bónusgreiðslna Skattsins til starfsmanna, sem nú hafa verið lagðar af. Þetta kemur fram í svari ráðuneytisins til Félags atvinnurekenda, sem hafði óskað eftir upplýsingum um hver… Meira

Daglegt líf

9. mars 2024 | Daglegt líf | 775 orð | 4 myndir

Koníak handa hestum og hundum

Við ætlum að drepa niður fæti hér og þar í sögu áfengis á Íslandi. Guðmundur Jónsson fjallar um það þegar sú breyting varð á áfengisneyslu landsmanna á seinni hluta 17. aldar að farið var að flytja inn brennivín Meira

Fastir þættir

9. mars 2024 | Í dag | 1013 orð | 3 myndir

„Tel mig vera mikinn gæfumann“

Halldór Þorvarðarson Þormar fæddist 9. mars 1929 í gamla torfbænum í Laufási við Eyjafjörð og bjó í honum til sjö ára aldurs, þegar flutt var í nýbyggt hús. Gamli bærinn er nú varðveittur sem byggðasafn á vegum Þjóðminjasafns Íslands Meira
9. mars 2024 | Í dag | 181 orð

Forsöguleg skepna. V-Allir

Norður ♠ K64 ♥ D982 ♦ 742 ♣ D74 Vestur ♠ DG2 ♥ 10 ♦ ÁDG986 ♣ 932 Austur ♠ Á109853 ♥ 75 ♦ K ♣ G1086 Suður ♠ 7 ♥ ÁKG643 ♦ 1053 ♣ ÁK5 Suður spilar 4♥ Meira
9. mars 2024 | Í dag | 307 orð | 1 mynd

Ingvi Stefánsson

50 ára Ingvi ólst upp í Teigi í Eyjafjarðarsveit og er af annarri kynslóð svínabænda þar. Hann hefur búið í Teigi alla tíð fyrir utan námsárin en hann er með BS-gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands Meira
9. mars 2024 | Árnað heilla | 166 orð | 1 mynd

Jónsteinn Haraldsson

Elís Jónsteinn Haraldsson fæddist 4. mars 1924 í Pétursborg í Fáskrúðsfirði. Foreldrar hans voru Sveinborg Björnsdóttir, f. 1900, d. 1983, og Haraldur Frímannsson, f. 1896, d 1966. Jónsteinn ólst upp á Eskifirði til sjö ára aldurs er hann fór til… Meira
9. mars 2024 | Í dag | 1391 orð | 1 mynd

Messur

AKUREYRARKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur er Aðalsteinn Þorvaldsson. Nemendur úr Tónlistarskólanum á Akureyri sjá um tónlistarflutning og leiða söng. Organisti er Sigrún Magna Þórsteindóttir Meira
9. mars 2024 | Í dag | 58 orð

Mörgum hefur orðið fótaskortur á áratugunum okkar. Síðasti áratugur aldar…

Mörgum hefur orðið fótaskortur á áratugunum okkar. Síðasti áratugur aldar er sá tíundi , því níu eru liðnir. Sumum finnst þetta umhendis og vilja kalla 1990 og félaga níuna ,… Meira
9. mars 2024 | Dagbók | 93 orð | 1 mynd

Samdi textann á andvökukvöldi

Andri Snær Sölvason kynnti nýtt lag sitt, Dofna, í þættinum Íslenskri tónlist. Andri segir í kynningunni á laginu að hann hafi samið textann þegar hann var ekki vel staddur andlega. „Ég er bæði höfundur lags og texta en ég samdi textann fyrir… Meira
9. mars 2024 | Í dag | 135 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í seinni hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram fyrir skömmu í Rimaskóla. Aleksandr Domalchuk-Jonasson (2362) hafði hvítt gegn Tomas Laurusas (2587) Meira
9. mars 2024 | Í dag | 264 orð

Stóð ekki á steini

Gátan er sem endranær eftir Pál Jónasson Hlíð: Húsið margan hýsir þrjót, hann er ekki á tönnum bót, höfuðskáld það heiti ber, hann í götu slæmur er. Helgi R. Einarsson á þessa lausn: Þó ég virðist soldið seinn í svifum finnst hér varla neinn vandi því mér virðist einn vera í boði, það er STEINN Meira

Íþróttir

9. mars 2024 | Íþróttir | 1370 orð | 2 myndir

„Þú ert alltaf að læra“

Handknattleiksþjálfarinn Guðjón Valur Sigurðsson er að gera mjög góða hluti hjá Gummersbach í þýsku 1. deildinni, þar sem liðið situr í 7. sæti deildarinnar með 24 stig eftir 23 umferðir. Guðjón Valur, sem er 44 ára gamall, tók við þjálfun gamla… Meira
9. mars 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Anton Sveinn sigraði í Chicago

Anton Sveinn McKee sigraði í 100 metra bringusundi á bandarísku atvinnumótaröðinni Tyr Pro Swim í Chicago í fyrrinótt. Anton synti á 1:00,48 mínútum og var nálægt fimm ára gömlu Íslandsmeti sínu sem er 1:00,32 mínútur Meira
9. mars 2024 | Íþróttir | 71 orð | 1 mynd

Arteta og Höjlund bestir

Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, og Rasmus Höjlund, framherji Manchester United, voru í gær verðlaunaðir fyrir að skara fram úr í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í febrúarmánuði. Arsenal vann alla fjóra leiki sína í febrúar og það… Meira
9. mars 2024 | Íþróttir | 73 orð | 1 mynd

Axel orðinn KR-ingur

Knattspyrnumaðurinn Axel Óskar Andrésson er genginn í raðir KR frá Örebro í Svíþjóð. Hann gerði í gær þriggja ára samning við Vesturbæjarfélagið. Axel lék áður með Riga í Lettlandi og Víking í Noregi Meira
9. mars 2024 | Íþróttir | 79 orð

Guðrún nálægt verðlaunum

Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir var átta sentimetrum frá því að komast á verðlaunapall á bandaríska háskólameistaramótinu innanhúss í frjálsíþróttum í Boston í fyrrinótt. Guðrún komst á mótið í lóðkasti þar sem hún var fyrir fram með níunda besta… Meira
9. mars 2024 | Íþróttir | 67 orð | 1 mynd

Katla María sköflungsbrotin

Katla María Magnúsdóttir, landsliðskona í handknattleik, varð fyrir því óláni að sköflungsbrotna í leik með Selfossi í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll á fimmtudagskvöld. Katla María lá sárþjáð eftir að hún lenti illa í kjölfar þess að … Meira
9. mars 2024 | Íþróttir | 120 orð | 1 mynd

KA/Þór í vondum málum

KA/Þór er í vondum málum á botni úrvalsdeildar kvenna í handbolta eftir 18:27-skell gegn ÍBV á heimavelli í gærkvöldi. Staðan í hálfleik var 15:9 og Eyjakonur ekki í vandræðum með að sigla sigrinum í höfn í seinni hálfleik Meira
9. mars 2024 | Íþróttir | 130 orð | 1 mynd

KR-ingar í kjörstöðu

KR tók risastórt skref í áttina að úrvalsdeild karla í körfubolta með 82:76-útisigri á ÍR í toppslag í 1. deildinni í gærkvöldi. Liðin voru jöfn að stigum á toppnum fyrir leikinn, en KR-ingar eru nú með tveggja stiga forskot þegar liðin eiga þrjá leiki eftir Meira
9. mars 2024 | Íþróttir | 122 orð | 1 mynd

Níu í röð hjá Grindavík

Grindavík vann sinn níunda sigur í röð í úrvalsdeild karla í körfubolta er liðið lagði grannana í Keflavík að velli á útivelli í gærkvöldi, 87:74. Var um lokaleik 19. umferðarinnar að ræða. Grindavík er í öðru sæti með 26 stig, sex stigum á eftir toppliði Vals Meira
9. mars 2024 | Íþróttir | 459 orð | 2 myndir

Valur sigur­stranglegri

Bikarúrslitaleikir kvenna og karla í handknattleik fara fram í Laugardalshöllinni í dag þar sem Valur á fulltrúa í báðum leikjum. Úrslitaleikur kvenna, milli Vals og Stjörnunnar, hefst klukkan 13.30 og úrslitaleikur karla, milli ÍBV og Vals, hefst klukkan 16 Meira

Sunnudagsblað

9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 95 orð | 1 mynd

Abbababb, er þetta gabb?

Óvænt Gítarleikarinn Ritchie Blackmore, gjarnan kenndur við rokkböndin Deep Purple og Rainbow, fékk margt rokkhjartað til að missa úr slag þegar hann viðurkenndi í fyrirspurnartíma á samfélagsmiðlinum Instagram á dögunum að Abba væri uppáhaldshljómsveit hans frá upphafi vega Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 917 orð | 3 myndir

Afi kallaði mig sígauna

Það sem ég elska við að ferðast er að öll skilningarvit eru galopin þegar maður kemur á nýjan stað. Á nýjum stöðum er maður stöðugt að taka allt inn. Þessi vinna, að heimsækja fólk sem býr í alls kyns aðstæðum, er algjör himnasending fyrir mig. Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 1038 orð | 2 myndir

Alþjóðaþorpið í Öræfum

Við getum ekki endalaust bætt við okkur einhverjum prósentum eða tugprósentum ferðamanna á ári. Innviðirnir okkar bara þola það ekki. Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 310 orð | 6 myndir

Bækur, ljóð og langa skeytið frá Moskvu

Einhvern tíma heyrði ég að það væri góð regla að umlykja sig bókum, hafa þær sem víðast og bíða eftir rétta augnablikinu til lestrar. Það andartak – das Lustmoment – getur svo runnið upp hvenær og hvar sem er; í stiganum, inni í eldhúsi, úti í bílskúr, frammi í stofu Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 983 orð | 1 mynd

Dramatísk aukning í hormónameðferðum

Testósterón getur valdið aukaverkunum sem eru óafturkræfar, eins og skallamyndun, dýpri rödd og auknum hárvexti. Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 91 orð | 1 mynd

Duff er ekki fyrir neitt helvítis blöff

Ást Duff McKagan, bassaleikari Guns N' Roses, sendi á dögunum frá sér myndband við lagið Fallen af þriðju sólóplötu hans, Lighthouse. Þar mælir kappinn sannarlega ekki undir rós en lagið er ástaróður til eiginkonu hans, Susan Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 1872 orð | 3 myndir

Eina skyldan að fylgja innri köllun

Það er ekkert pólitískara en að segja að eitthvað eigi ekki að vera pólitískt. Því kynntist ég í Rússlandi. „Þetta er ekki pólitískt“ var stöðugt sagt við mann en maður vissi betur. Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 196 orð | 1 mynd

Gulróta Kibbeh Naya

Fyrir 8 Gulrætur 1 kg gulrætur salt olía Setið viðarspæni í pönnu og kveikið á hellunni á hæstu stillingu. Þegar byrjar að rjúka úr pönnunni er gasbrennari notaður til að kveikja í spæninum. Setjið gulræturnar í ofninn í skúffu og logandi pönnuna undir og lokið Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 69 orð | 1 mynd

Hertogi dregst inn í heim glæpa

Aksjón Það nýjasta nýtt frá Guy Ritchie, myndaflokkurinn The Gentlemen, kom inn á Netflix fyrir helgi. Við erum stödd í sama heimi og í samnefndri kvikmynd hans frá 2019 en í félagsskap við allt aðrar persónur Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 60 orð

hvaða fugl kemur oftast fyrir?

Í þessari viku eigið þið að leysa myndagátu. Lausnina skrifið þið niður á blað og sendið inn fyrir 17. mars. Þá eigið þið möguleika á að vinna Andrésblöð 8 og 9. Munið að láta fylgja með upplýsingar um nafn, aldur og heimilisfang Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 616 orð | 3 myndir

Íslensk náttúra heillar

Myndirnar eru af stöðum sem fólk tekur varla eftir og þykja ekkert sérstakir. Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 24 orð

Jóakim fer á námskeið til að öðlast innri ró á meðan allt fer úr böndunum…

Jóakim fer á námskeið til að öðlast innri ró á meðan allt fer úr böndunum í peningageyminum. Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 427 orð

Júröld er risin!

Þetta saklausa söngmót, sem sett var á laggirnar, að manni skilst, til að sameina þjóðir, lyfta sér á kreik og hafa gaman hefur óvænt og skyndilega misst meydóminn, nú eða sveindóminn eða hándóminn. Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 170 orð | 1 mynd

Lamba-kebab

Fyrir 4-6 Lambasíða 1 lambasíða 8 g salt 8 g sykur 8 g 7spice Kryddið síðuna og látið standa í 10 tíma. Bakið í ofni á 160°C í eldföstu formi með álpappír yfir í 1 klst. þangað til síðan er elduð Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 167 orð | 1 mynd

Leið eins og hún hefði gefist upp á draumnum

Dansarinn og leikkonan Katrín Mist Haraldsdóttir segir lífið eiga það til að grípa í taumana og það gerði það svo sannarlega þegar hún fékk hlutverk sem leikkona í Borgarleikhúsinu. Árið 2019 fór hún að sjá sýningu í Borgarleikhúsinu og sagðist þá… Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 169 orð | 1 mynd

Nota mikið „á morgun“

Með Arnarfellinu, sem kom úr suðurför sinni í byrjun mars 1954, var íslensk kona, Bryndís Ólafsdóttir frá Hafnarfirði. Hafði hún verið búsett í Argentínu síðan 1948, að því er Morgunblaðið fullyrti, fyrst íslenskra kvenna Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 618 orð | 2 myndir

Palestína á diski

Þessi matur er langt frá því að vera látlaus; það er mikið af djörfum bragðtegundum og mikið af kryddum í bland við sætt og súrt. Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 927 orð | 1 mynd

Samningar og handtökur

Kvika hélt áfram að safnast saman undir Svartsengi og menn áttu von á eldgosi þá og þegar. Þegar þetta er skrifað hefur á hinn bóginn enn ekki gosið. En áfram er unnið með hinar ýmsu sviðsmyndir Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 2652 orð | 3 myndir

Samviskubit yfir því að vera að deyja

Ég man að hann horfði á mig og sagði: „Malaria, very serious. But with God's help you will make it.“ Þetta var ekkert allt of hughreystandi! Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 969 orð | 3 myndir

Sannleikurinn undir sannleikanum

Það er sannleikurinn og svo er annar sannleikur sem liggur undir honum.“ Á þennan veg svaraði tískukóngurinn Christian Dior fyrirspurn nemanda við Sorbonne-háskóla í París árið 1955, þegar hann réði lögum og lofum í tískuheiminum Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 117 orð | 1 mynd

Stína vill vera sú fína

Glamúr Fína og ríka fólkið er í tísku í sjónvarpi um þessar mundir, samanber Capote-útgáfuna af Feud. Í Palm Royal, sem Apple Tv+ sýnir senn, leikur Kristen Wiig konu, Maxine, sem á sér þann draum heitastan að verða samþykkt inn í samfélag fólks af því tagi í Palm Beach árið 1969 Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 145 orð

Stærðfræðikennarinn pirraður: „Þú skilur bara ekkert í stærðfræði!“…

Stærðfræðikennarinn pirraður: „Þú skilur bara ekkert í stærðfræði!“ Sigrún: „Það er ekkert skrítið! Í gær sagðir þú að 5+5 væru 10 og í dag segir þú að 6+4 séu 10! Þú veist ekkert hvað þú ert að segja!“ Arnór í bókabúðinni: „Ég er að leita að… Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 369 orð | 1 mynd

Sögustund með Einari

Hvað ertu að fara að gera í Landnámssetrinu? Ég verð með sögustund eins og ég hef oft verið með áður. Þá er ég þarna á meðal fólks í um tvo klukkutíma með hléi og segi sögur. Í þetta skipti mun ég segja sögur byggðar á síðustu bók minni Heimsmeistara Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 860 orð | 1 mynd

Tillaga til Ketils skræks

En ef tíkarsonurinn er sá sem honum er lýst, þarf þá ekki að taka alvarlega hótun hans um að svara af fullri hörku ef NATO herðir hríðina? Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 148 orð | 2 myndir

Toppliðin tvö mætast

Um réttnefndan stórleik verður að ræða í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag kl. 15.45 þegar heimamenn í Liverpool mæta Manchester City á Anfield. Liverpool býr að eins stigs forskoti á City fyrir leikinn og vinni annað hvort liðið mun það klárlega hrifsa til sín frumkvæðið í titilbaráttunni Meira
9. mars 2024 | Sunnudagsblað | 606 orð | 1 mynd

Útlendingaandúð og raunsæi

Hælisleitendamál eru vissulega viðkvæm og sá sem hættir sér út í þá umræðu getur átt á hættu að fá á sig rasistastimpil, þótt ekkert í málflutningnum sýni að hann eigi það skilið. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.