Sumum þykir Chris Rock helst til djarfur í ummælum sínum.
Sumum þykir Chris Rock helst til djarfur í ummælum sínum. — Reuters
GRÍNISTINN Chris Rock, sem verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 27. febrúar, hefur heldur betur valdið uppnámi innan Óskarsakademíunnar með ummælum sínum. Sumir hafa gengið svo langt að krefjast þess að fundinn verði annar kynnir.

GRÍNISTINN Chris Rock, sem verður kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni 27. febrúar, hefur heldur betur valdið uppnámi innan Óskarsakademíunnar með ummælum sínum. Sumir hafa gengið svo langt að krefjast þess að fundinn verði annar kynnir. Rock sagði nýlega að athöfnin væri bara tískusýning og aðeins fyrir homma. "Ég hef aldrei horft á Óskarinn. Ég meina, þetta er tískusýning," sagði hann. "Hvaða gagnkynhneigði svarti karlmaður sest niður til að horfa á Óskarsverðlaunin? Bentu mér á einn slíkan!" bætti hann við, "verðlaun fyrir listir eru andsk. heimskuleg."

Meðlimir akademíunnar hafa, að því er segir á drudgereport.com, krafist þess að Rock verði sviptur kynnisstarfinu, af ótta við að hann saurgi orðstír Óskarsverðlaunanna. "Þetta er í einu orði sagt hneyksli," hefur Drudge eftir einum stórlaxinum í Hollywood. "Þessi náungi er að segja að verðlaun séu fyrir heimskingja og svo er hann kynnir á sýningu fyrir Óskarsverðlaunaakademíuna? Ætli brandarinn sé ekki á okkar kostnað," segir þessi ónafngreindi stórlax í viðtali við drudgereport.com.

Hverjum er ekki drullusama?

Önnur óbirt ummæli Rocks hafa einnig valdið titringi. Í einu tilfelli setti hann á svið samtal milli blaðamanns og George W. Bush á fréttamannafundi Hvíta hússins: "Herra forseti, hvað finnst þér um hjónabönd samkynhneigðra? - Andskotinn hafi þessa homma."

Þá var Rock spurður hverju hann myndi klæðast við athöfnina. "Ég hef ekkert á móti fólki sem er ekki gagnkynhneigt, en þekkirðu í alvörunni gagnkynhneigðan karlmann sem pælir eitthvað í því? Hverjum er ekki drullusama?" spurði grínistinn.