— Reuters
DAGUR elskenda í kaþólskum sið, Valentínusardagur, var haldinn hátíðlegur í gær og þá urðu margir og margar til að gleðja ástina sína.
DAGUR elskenda í kaþólskum sið, Valentínusardagur, var haldinn hátíðlegur í gær og þá urðu margir og margar til að gleðja ástina sína. Á bílasýningunni í Chicago var efnt til samkeppni og átta mönnum sagt að kyssa þennan Dodge Dakota 2005 og skyldi sá hreppa hann, sem héldi það lengst út. Í gær var það eitt vitað, að sá, sem er fremst til hægri á myndinni, gafst upp eftir 35 mínútur. Hinir stóðu sig betur og eru kannski enn að enda til nokkurs að vinna.