STJÓRN sænska ísknattleiksliðsins Linköping HC hefur ákveðið að rifta samningum liðsins við tvo af leikmönnum liðsins eftir að þeir voru kærðir fyrir nauðgun um sl. helgi.

STJÓRN sænska ísknattleiksliðsins Linköping HC hefur ákveðið að rifta samningum liðsins við tvo af leikmönnum liðsins eftir að þeir voru kærðir fyrir nauðgun um sl. helgi.

Kristian Huselius og Henrik Tallinder voru á hóteli sænska landsliðsins í ísknattleik eftir leik liðsins gegn Noregi og hefur kona ákært þá báða fyrir nauðgun. Landsliðsmaðurinn Andreas Lilja er einnig ákærður fyrir sömu sakir og þeir Huselius og Tallinder. Málið hefur vakið gríðarlega athygli en landsliðsmennirnir útskýrðu á fundi með blaðamönnum hvað hefði gerst umrædda nótt en að mati sænskra fjölmiðla var framsaga þeirra mjög ótrúverðug. Í kjölfarið voru Huselius og Tallinder reknir frá sínu liði en Lilja er enn samningsbundinn.