Fyrirhuguð er endurbygging á húsunum á Kópanesi á Hólmavík, en þau eru frá öðrum áratug síðustu aldar. Félag áhugamanna um varðveislu þeirra leitaði eftir stuðningi til sveitarfélagsins í því skyni.

Fyrirhuguð er endurbygging á húsunum á Kópanesi á Hólmavík, en þau eru frá öðrum áratug síðustu aldar. Félag áhugamanna um varðveislu þeirra leitaði eftir stuðningi til sveitarfélagsins í því skyni. Tillaga kom fram á hreppsnefndarfundi að styrkja verkefnið um 100 þúsund krónur að því tilskildu að kostnaðaráætlun og reikningar fyrir framkvæmdakostnaði liggi fyrir.

Tillagan var samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu, en fimmti nefndarmaðurinn er einnig í áhugamannafélaginu og tók því ekki þátt í atkvæðagreiðslunni.

Ætlunin áhugamannafélagsins er að hefjast handa af krafti í sumar við endurbyggingu Kópness að því er fram kemur á vefnum strandir.is.