Kurt Kopecky
Kurt Kopecky
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fyrstu hádegistónleikarnir í Íslensku óperunni í ár fara fram í dag kl. 12.15 og bera yfirskriftina: "Vivaldi - trúarleg verk og óperur.

Fyrstu hádegistónleikarnir í Íslensku óperunni í ár fara fram í dag kl. 12.15 og bera yfirskriftina: "Vivaldi - trúarleg verk og óperur." þar mun Marta Hrafnsdóttir altsöngkona flytja trúarleg verk og óperur eftir Vivaldi við undirleik Sigurðar Halldórssonar á selló og Kurts Kopeckys á sembal.

Hádegistónleikarnir standa í um 40 mínútur, svo tilvalið er fyrir þá sem starfa eða búa í nágrenni miðbæjarins að bregða sér á tónleika í hádegishléi og halda svo á ný út í daginn endurnærðir af fagurri tónlist. Hægt er að kaupa samlokur fyrir eða eftir tónleikana.

Marta hefur m.a. sérhæft sig í flutningi á barokktónlist, hefur sungið á tónleikum í Belgíu, Hollandi og Þýskalandi. Meðal verkefna hennar hér á landi er Guðbrandsmessa eftir Hildigunni Rúnarsdóttir, Messías eftir Händel með Langholtskirkjukór og Sinfóníuhljómsveit Íslands og verkið Tengsl eftir Hjálmar H. Ragnarsson með Kammersveit Reykjavíkur.