29. apríl 2005 | Íþróttir | 86 orð

Hannes Jón til Ajax

HANNES Jón Jónsson, handknattleiksmaður sem leikið hefur með ÍR undanfarin tvö ár, hefur gert samning við danska handknattleiksliðið Ajax frá Kaupmannahöfn. Danski handknattleiksvefurinn haandbold.
HANNES Jón Jónsson, handknattleiksmaður sem leikið hefur með ÍR undanfarin tvö ár, hefur gert samning við danska handknattleiksliðið Ajax frá Kaupmannahöfn.

Danski handknattleiksvefurinn haandbold.com greinir frá því að félagið sem einnig gerði samning við Gísla Kristjánsson, fyrrverandi Gróttu/KR-ing á dögunum, hafi kynnt Hannes sem einn af sínum nýjum mönnum á næstu leiktíð á blaðamannafundi í fyrradag. Ajax lék í næsta á efstu deild á nýliðnum vetri en hefur unnið sér keppnisrétt í úrvalsdeildinni og er ætlast til þess að liðið láti að sér kveða í deildinni.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.