4. maí 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Ívarssel flutt á Árbæjarsafn

Verktakar koma Ívarsseli fyrir uppi á flutningabíl í gærkvöldi, en húsið lagði af stað upp að Árbæjarsafni í nótt.
Verktakar koma Ívarsseli fyrir uppi á flutningabíl í gærkvöldi, en húsið lagði af stað upp að Árbæjarsafni í nótt. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
ÍVARSSEL kvaddi Vesturgötuna í nótt. Húsið þurfti að víkja af sinni upprunalegu lóð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á svæðinu. Húsið, sem var byggt árið 1869, var flutt á Árbæjarsafnið þar sem það mun standa sem sýningarhús.
ÍVARSSEL kvaddi Vesturgötuna í nótt. Húsið þurfti að víkja af sinni upprunalegu lóð vegna fyrirhugaðs deiliskipulags á svæðinu. Húsið, sem var byggt árið 1869, var flutt á Árbæjarsafnið þar sem það mun standa sem sýningarhús.

Ívarssel var einn af Selsbæjunum svokölluðu en hinir nefndust Stórasel, Litlasel og Jórunnarsel. Húsið mun vera elsta hús í vesturbæ Reykjavíkur, vestan Garðastrætis. Húsadeild Minjasafns Reykjavíkur telur húsið hafa mikið sögulegt gildi. Það sé verðugur fulltrúi tómthúsa frá seinni hluta 19. aldar og lýsi vel híbýlum tómthúsmanna og sjómanna í vesturbæ Reykjavíkur.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.