30. maí 2005 | Daglegt líf | 192 orð | 1 mynd

Fjallagrös

Ráð við angri í munni

BÓLA á tungunni eða önnur eymsli í munni eru sérlega leiðigjörn og þarf stundum að bíða lengi eftir að slíkt munnangur hverfi. En til eru ráð við þessum leiðindum. Ólöf Einarsdóttir grasalæknir segir ýmislegt hægt að gera í þessum málum.
BÓLA á tungunni eða önnur eymsli í munni eru sérlega leiðigjörn og þarf stundum að bíða lengi eftir að slíkt munnangur hverfi. En til eru ráð við þessum leiðindum. Ólöf Einarsdóttir grasalæknir segir ýmislegt hægt að gera í þessum málum.

"Munnangur er ótrúlega algengt og margir lenda í miklum vandræðum með að losna við það. Hjá því fólki sem leitar til mín með munnangur, hefur gefist mjög vel að hætta að nota tannkrem með flúor. Hægt er að kaupa flúorlaus tannkrem í apótekum og heilsubúðum. En munnangur vegna flúortannkrems getur líka verið vegna þess að fólki hættir til að nota allt of mikið af tannkremi á burstann í hvert sinn sem það burstar tennurnar. Vissulega er flúor fyrirbyggjandi vegna tannskemmda en það á ekki að þurfa nema litla örðu af tannkremi á burstann."

Ólöf segir margar jurtir virka vel á slímhúðina í munninum en fjallagrös standa þar fremst því þau eru sérlega græðandi fyrir slímhúðina. Bæði er hægt að tyggja fjallagrösin og eða sjóða te úr þeim. Fjallagrös er hægt að kaupa í heilsubúðum.

En hjá Ólöfu er líka hægt að fá sérblandað seyði úr íslenskum jurtum sem er græðandi fyrir slímhúðina.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.