30. ágúst 2005 | Innlendar fréttir | 77 orð | 1 mynd

Stöðumælar

Mætti vígaleg til leiks

— Morgunblaðið/Kristján
Akureyri | Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, mætti vígaleg til leiks er hún skar síðasta stöðumælinn í miðbænum í burtu sl. föstudag.
Akureyri | Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, mætti vígaleg til leiks er hún skar síðasta stöðumælinn í miðbænum í burtu sl. föstudag. Þóra var með hjálm, með eyrnahlífum og hlífðargleri, rafsuðuvettlinga, svuntu og slípirokk með skurðarskífu að vopni. Það tók heldur ekki langan tíma fyrir Þóru að skera síðasta stöðumælinn í burtu. Í stað stöðumæla hafa verið teknar í notkun bifreiðastæðaklukkur og eru klukkustæðin gjaldfrjáls í tiltekinn tíma ef rétt stillt bifreiðastæðaklukka er í mælaborðinu á bílnum.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.