— Morgunblaðið/Kristján
Akureyri | Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, mætti vígaleg til leiks er hún skar síðasta stöðumælinn í miðbænum í burtu sl. föstudag.
Akureyri | Þóra Ákadóttir, forseti bæjarstjórnar Akureyrar, mætti vígaleg til leiks er hún skar síðasta stöðumælinn í miðbænum í burtu sl. föstudag. Þóra var með hjálm, með eyrnahlífum og hlífðargleri, rafsuðuvettlinga, svuntu og slípirokk með skurðarskífu að vopni. Það tók heldur ekki langan tíma fyrir Þóru að skera síðasta stöðumælinn í burtu. Í stað stöðumæla hafa verið teknar í notkun bifreiðastæðaklukkur og eru klukkustæðin gjaldfrjáls í tiltekinn tíma ef rétt stillt bifreiðastæðaklukka er í mælaborðinu á bílnum.