— Ljósmynd/Viggó Helgi
BÍLL eyðilagðist í eldsvoða í Ártúnsbrekku á föstudagskvöld en ökumann og einn farþega sem var með honum í bílnum sakaði ekki. Eldurinn kom upp í vélarhúsi bílsins og var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út.
BÍLL eyðilagðist í eldsvoða í Ártúnsbrekku á föstudagskvöld en ökumann og einn farþega sem var með honum í bílnum sakaði ekki. Eldurinn kom upp í vélarhúsi bílsins og var slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kallað út. Gekk greiðlega að ráða niðurlögum eldsins en slökkvistarf tók um hálfa klukkustund.