— Morgunblaðið/Golli
VOTVIÐRASAMT var í höfuðborginni í gær og því drungalegt yfir að líta. Snjórinn lét undan síga en vonandi verður þó ekki "allt að klessu" eins og segir í kvæðinu. Um tíma í gær var þéttur rigningarúði og skyggni því lítið.
VOTVIÐRASAMT var í höfuðborginni í gær og því drungalegt yfir að líta. Snjórinn lét undan síga en vonandi verður þó ekki "allt að klessu" eins og segir í kvæðinu. Um tíma í gær var þéttur rigningarúði og skyggni því lítið. Ökumenn tóku mið af því og umferðin gekk hægt, en þó yfirleitt örugglega, fyrir sig.