AF þeim 12 landsliðum sem leika í tveimur millriðlum heimsmeistaramótsins í handknattleik í Þýskalandi eru 11 lið frá Evrópu.

AF þeim 12 landsliðum sem leika í tveimur millriðlum heimsmeistaramótsins í handknattleik í Þýskalandi eru 11 lið frá Evrópu. Túnis, mótherjar Íslands í dag, eru eina liði sem brýtur upp mynstrið í millriðlunum en þeir halda uppi merkjum Afríku í keppninni.

Túnis endaði í 4. sæti á síðasta heimsmeistaramóti í sem fram fór á þeirra heimavelli árið 2004 en þar tapaði liðið gegn Frökkum í leik um bronsverðlaunin. Wissem Hmam leikmaður Túnis var markahæsti leikmaður keppninnar árið 2004.

Frá árinu 1938 hafa lið frá Evrópu einokað þrjú efstu sætin á heimsmeistaramótum. Egyptaland endaði í fjórða sæti árið 2001 í Frakklandi og jafnaði Túnis því besta árangur Afríkuríkis í keppninni árið 2004.