Fornbílaáhugi Sævar Pétursson, formaður FBÍ, ásamt kagganum sínum.
Fornbílaáhugi Sævar Pétursson, formaður FBÍ, ásamt kagganum sínum. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal er verið að byggja nýtt húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands.

Við Rafstöðvarveg í Elliðaárdal er verið að byggja nýtt húsnæði Fornbílaklúbbs Íslands. Húsið mun rýma sýningarsal og félagsheimili klúbbsins og um leið er Orkuveitan að byggja við Rafheima, rými sem er hugsað sem þjónustubygging fyrir gesti Elliðaárdals, en hús FBÍ mun tengjast því rými.

"Þetta er búið að vera langsótt," segir Sævar Pétursson, formaður FBÍ, og bætir við hann sé hæstánægður með staðsetninguna í Elliðaárdalnum.

"Við seldum fyrir nokkrum árum félagsheimilið sem við áttum niðri við Vegmúla og eftir það erum við eiginlega búnir að vera á hrakhólum með þetta allt saman. Við erum þó búnir að vera með aðstöðu uppi í Árbæjarsafni en það er bara allt of lítið."

Meðlimir Fornbílaklúbbsins eru rúmlega sjö hundruð.

"Og talan er alltaf að aukast," segir Sævar. "Síðastliðið ár hefur verið mikill innflutningur á fornbílum, sérstaklega amerískum."

Áætlað er að húsið verði tilbúið einhvern tíma á næsta ári.