6. september 2007 | Tónlist | 84 orð | 1 mynd

Tónlist

Háskólakór frá Varsjá í heimsókn

Szymon Kuran
Szymon Kuran
Kammerkór Háskólans í Varsjá – Collegium musicum, er á leið til Íslands. Kórinn, sem er skipaður reyndum söngvurum, heldur þrenna tónleika: í Neskirkju á sunnudag kl. 17; í hátíðarsal Háskóla Íslands á mánudag kl. 12.
Kammerkór Háskólans í Varsjá – Collegium musicum, er á leið til Íslands. Kórinn, sem er skipaður reyndum söngvurum, heldur þrenna tónleika: í Neskirkju á sunnudag kl. 17; í hátíðarsal Háskóla Íslands á mánudag kl. 12.30 og í Skálholti þriðjudagskvöld kl. 20. Kórinn hefur gefið úr nokkra geisladiska, nú síðast með tónlist landa síns, Szymon Kuran fiðluleikara og tónskálds, sem var virkur í íslensku tónlistarlífi í um tveggja áratuga skeið.

Hér syngur kórinn pólska tónlist frá 16. öld til nútíma eftir mörg þekktustu tónskáld Pólverja.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.