3. janúar 2008 | Innlendar fréttir | 75 orð

Póstkassar á brott

VEGNA endurskipulagningar hjá Íslandspósti á póstkössum á höfuðborgarsvæðinu munu póstkassar á nokkrum stöðum verða teknir niður og hefur einhver hluti nú þegar verið fjarlægður.
VEGNA endurskipulagningar hjá Íslandspósti á póstkössum á höfuðborgarsvæðinu munu póstkassar á nokkrum stöðum verða teknir niður og hefur einhver hluti nú þegar verið fjarlægður.

Þeir póstkassar sem verða teknir eru kassar sem hafa verið í mjög lítilli notkun og sumir eru teknir niður vegna ítrekaðra skemmdarverka. Þar sem póstkassarnir voru áður eru nú skilti sem vísa á næsta póstkassa eða pósthús. Nánari upplýsingar um póstkassa og pósthús er að finna á www.postur.is eða þjónustusíma Íslandspósts.

Aðgangsupplýsingar

Notandi:Þú ert ekki innskráð(ur).
Greinin: Þessi grein er ókeypis þar sem hún er eldri en þriggja ára.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.